Bolton á morgun

Sigur gegn Bolton á morgun myndi verða til þess að árangur okkar manna á útivelli yrði betri heldur en allt síðasta tímabil. Þetta segir kannski ekki mjög margt enda liðið ömurlegt á síðasta tímabili en þó klárlega ágætis mælikvarði á bætingu milli tímabila. Verra er þó að heimavöllurinn hefur ekkert verið að gefa af sér á þessu tímabili og þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á Anfield í vetur og á stundum skotið 20-30 á markið í leik höfum við bara unnið 4 leiki á heimavelli. Einn af þessum leikjum var einmitt öruggur sigur gegn arfaslöku Bolton liði og það sem meira er þá náðu okkar menn að skora þrisvar í leiknum, það eitt telst til tíðinda á þessu tímabili.

Heimavöllurinn hefur ekkert verið happa fyrir Bolton heldur og reyndar er árangur þeirra á Reebok Stadium sá versti hjá heimaliði í deildinni á þessu ári, einn sigur og eitt jafntefli í tíu leikjum. Þó voru Owen Coyle og hans menn aðeins farnir að rétta úr kútnum undanfarnar vikur eftir hræðilega byrjun á tímabilinu. Liðið tapaði 3-0 á Old Trafford í síðustu umferð en fyrir þann leik höfðu þeir unnið tvo og gert jafntefli í einum. T.a.m. unnu Bolton menn góðan sigur á Everton um daginn í áhugaverðum leik þar sem mark Tim Howard markmanns Eveton yfir allann völlinn var aðeins næst óvæntasta mark leiksins því David nokkur N´Gog skoraði fyrir Bolton í þessum leik.
Byrjunarlið Bolton í síðasta leik var svohljóðandi:

Bogdan

Grétar Rafn – Zat Knight – David Weather – Sam Ricketts

Chris Eagles – Muamba – Mark Davies – Martin Petrov

Nigel Reo-Coker

David N´Gog

Bekkur: Lynch, Boyata, Riley, Pratley, Tuncay Sanli, Kevin Davies, Ivan Klasnic.

Sá leikur skíttapaðist og því erfitt að segja til um hvernig Coyle hugsar þennan leik. Meiðslalistinn er nokkuð langur hjá þeim, en Juusi Jaaskelainen, Mikel Alonso, Ricardo Gardner, Tyrone Mears, Chung-Yong Lee, Stuart Holden og Sean Davis verða allir fjarri góður gamni í þessum leik. Eins hjálpar þeim lítið að hafa selt fyrirliða sinn, Gary Cahill til Chel$ea í þessari viku.

Tölfræðin er með okkur fyrir þennan leik og það er eitthvað sem gerir mig ávallt stressaðan fyrir leik. Liverpool hefur unnið Bolton í síðustu tíu viðureignum liðanna, fjórir þessara leikja hafa verið á Reebok. Bolton náði síðast stigi af Liverpool árið 2006 og gott ef anti-kristur var ekki að stýra þeim þá. Liðin hafa spilað 25 leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð og Bolton hefur unnið þrjá þessara leikja.

Við eigum að vinna þennan leik, sérstaklega núna enda þetta eitt allra lélegasta Bolton lið sem þeir hafa boðið uppá. Okkar menn bara verða að hrista þetta 0-0 tap gegn Stoke af sér og koma með látum inn í þennan leik og Dalglish hreinlega verður að bjóða upp á gáfulegri sóknarleik en arfaslakan Dirk Kuyt einan upp á topp og 5 varnarmenn eins og við sáum síðustu helgi.
Þessi viðureign er lognið á undan storminum því að á miðvikudag er seinni leikurinn gegn Man City og á laugardaginn er það Man Utd í FA Cup.

Fjarverandi á morgun eru Luis Suarez og Lucas Leiva ásamt því að Jay Spearing er tæpur fyrir þennan leik. Ekki langur listi en það hroðalegt að vera án Suarez og Lucas. Þetta er fimmti leikurinn sem Suarez tekur út í þessu blessaða banni sínu.

Það er vika síðan við spiluðum síðasta leik og því held ég að Dalglish hefji leik með eins sterku liði og hann hefur uppá að bjóða.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Adam – Downing –

Carroll – Bellamy

Vonandi koma Agger og Enrique inn í byrjunarliðið aftur og ég tippa á að Carroll hefji leik og hafi þá Bellamy, Downing og Gerrard á hlaupandi í kringum sig.

Spá: Ég er lúmskt smeykur fyrir þennan leik enda liðið alls ekki sannfærandi í þessum leikjum sem við eigum að klára og bit frammávið er vandræðalegt, spái þó 0-2 og það verði Gerrard og Henderson sem skori mörkin.

40 Comments

  1. Ætla að breyta til og vera bjartsýnn. 0-3. Skrtl skorar (aftur), Carrol og loks Downing. Djöfull vona ég að ég verði ekki í fýlu dauðans á Sunnudaginn.YNWA

  2. 3-1 sigur aftur… gerrard bellamy og henderson með mörk… (downing með 2 assist) og goggarinn setur eitt fyrir bolton í lokin…

  3. Nenni neikvæði hér. Þetta verður í besta falli jafntefli og sennilega tap. Steingeldur sóknarleikur, mikið possession en nákvæmlega ekkert að gerast. Það eina sem gæti reddað þessu er að cpt. Fantastic klári málið. Því allt annað sem hugsar fram á við er gersamlega steingelt og handónýtt (kannski Bellamy fái reyndar að vera undanskildur því).

  4. Fín upphitun en það er eitt sem ég vill benda á, þegar þið eruð að nota gælunöfn þá væri fínt fyrir kjána eins og mig að hafa í sviga hver það er. Ég hef ekki hugmynd um hvern er verið að tala þegar nefnt er anti-kristur

    Innskot Babu: Tekið til greina, bætti link við undir þetta 🙂

  5. Efast um að han tefli fram Agger held að Carra byrji þennan leik en er annars samála 🙂

  6. Enn ein flott upphitun og gaman að sjá smettið á Allardyce sem ég sakna frá Bolton.  Undir hans stjórn var liðið, ja kannski ekki skemmtilegt, en erfitt viðureignar og svo var gaman að sjá hvað hann náði útúr eldri herrum eins og Guðna Bergs, Youri Djorkaeff, Gary Speed og Ivan Campo svo nokkrir séu nefndir.  á stundum var Bolton eins og klúbbur fyrir menn sem áttu að vera hættir að spila knattspyrnu sökum aldurs.  Þá var sko sláttur á Bolton.  En verður það varla núna.  Held að þeir séu nú þegar dæmdir til falls, þótt að maður eigi aldrei að segja aldrei.Ætla að segja að þetta verði eins og fyrri leikurinn gegn þeim, 3-0 eða 3-1.  Eigum við ekki að segja að lánleysi Bolton speglist besti í því að Downing skorar og leggur svo upp tvö fyrir Carroll?

  7. 0 – 4 .. Annað er ekki í boði.Gerrard,Henderson,Bellamy,Carrol, eitt af þessu mörkum verður stöngin inn í þetta skiptið.Downing bombar rétt yfir markið og Adam með allavegana 1 ef ekki 2 assist.Annars til hamingju með daginn bændur og ekki, beer on.

  8. Leikmönnum Liverpool verður það eitt efst í huga að sigra þennan leik og bæta fyrir leiðindin í þeim síðasta.

    Opinn og skemmtilegur leikur á morgun, alger andstaða við síðustu skitu.

    0-3 með mörkum frá Gerrard, Bellamy með 2.

  9. ég segi 0-4 fyrir okkur vegna þess að við erum á útivelli, en ef við værum áheima velli færi þetta 1-1 eða 0-0 

  10. Ég simuleraði þennan leik áðan í Fifa 2012 og hann fór 18-4 fyrir okkar mönnum. Tel að þetta sé fyrirboði og ákveðin vísbending um það hvernig þessi leikur á morgun fer.

  11. Sælir félagarTakk fyrir góða upphitun og Big Fat Sam er sannarlega Kristsígildi þeirra sem dá antifótbolta. Sem betur fer er hann ekki að stjórna Bolton heldur West Ham við litla hrifningu stuðningsmanna þess gamalfræga liðs.

    Mér er annars alveg sama hver stjórnar þessu Bolton liði og hver ekki, hvað þeir eru lélegir eða góðir og hverjir spila í hvaða stöðum og hverjir ekki.  Krafan er sigur okkar manna algerlega skilyrðislaust, sigur og ekkert nema sigur.  Mér er líka nákvæmlega sama hverjir skora og hverjir ekki, hver markatalan verður o.s. frv.  Það er bara eitt í boði; sigur, sigur, sigur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Ekkert annað en sigur á minn disk, vill sjá okkar menn sækja frá fyrstu mín og klára þetta í fyrri hálfleik. Eitthvað segir mér að Carroll muni eiga fínan leik og skora eitt og leggja upp annað. Gerrard skorar af punktnum og Henderson klárar þetta eftir að Carroll leggur fínan skallabolta á hann. Við tökum þetta 3-0.

  13. Sverrir #15

    Menn fá ekki stoðsendingu skráða nema að úr henni komi mark, ef þú hefur verið að fylgjast með Liverpool þetta tímabilið þá hefurðu líklega tekið eftir því að mörkin hafa ekki beinlínis komið á færibandi hjá okkur.

    Það hefur ekki vantað að Downing hefur komið fullt af fínum boltum fyrir mark andstæðingana. Allavega nógu mörgum til að toppa Evans í stoðsendingum 😉

  14. Ég er bara ekki eins bjartsynn á að við spilum okkar sterkasta liði gegn Bolton og margir hérna inni.. Eins og til dæmis getur Bellamy ekki spilað 3 erfiða leiki á einni viku og spurning hvort kóngurinn verði ekki að rótera eittvað liðinu á móti Bolton til að hafa nogu úthvílt sterkasta lið fyrir City og man u ..

  15. Veit einhver af hverju Agger spilaði ekki síðasta leik? hvíldur, meiddur eða tæpur?

  16.  
    ,ég veit ekki hver byrjar og hver verður hvíldur en miðað við stöðu boltons í dag er sigur krafa,ef ekki er fjórða sætið úr augsýn.Þannig að leikurinn fer 0-2:)         ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  17. Liverpool þarf að kaupa leikmenn, við getum aldrei náð 4. Sæti með þessum mannskap. ALDREI

  18. bíddu… ef að þetta er 5 leikurinn sem að Suárez er að taka út…. þýðir það ekki að hann verði með Liverpool gegn Wolves? :DAnnars held ég að þetta verði auðveldur leikur, ég spái 4-1, Gerrard 1, Downing 1, og Carroll með 2 😀 KOMA SVOOO!YNWA!

  19. Undanfari hefur manni fundist að Liv eigi að vinna og þannig hefur maður spáð en hvern ands,,, veit maður. En vona hið besta.

  20. Vinnum þetta kikk og rönn lið sem er eingöngu frægt fyrir að hafa verið með íslenskan lögfræðingsvarnarmann í liðinu og jú Eiðurinn þegar hann var að grennast.0-2. Fyrirliðinn fer á kostum og skorar bæði enda stórkostlegur leikmaður.

  21. Verðum að vinna þennann leik í dag, annað væri skelfilegt. Chelsea var að enda við að gera jafntefli við Norwich ( skemmtilegt lið ) þannig að ef við náum okkur í 3 stig á eftir þá eru þrátt fyrir allar okkar þrautir einungis 3 stig í fjórða sætið. Það er í lagi !

  22. Stefán # 25,nákvæmlega,ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta þegar ég sá þessa frétt,finnst þetta hljóma eins og frá örvætingarfullum manni sem er að reyna að réttlæta fáránlega peningaeyðslu í miðlungsleikmann/menn,fer mjög bráðlega að missa trúna á KK og velti fyrir mér hver viðbrögðin væru ef þetta hefði komið frá einhverjum öðrum Liverpoolstjóra en KK???

  23. Sko, nýju mörkin á æfingarsvæðinu, það á greinilega að bæta nýtnina!

  24. Ég ætla spá því að við sjáum einhvern óvæntan úr varaliðinu á bekknum í kvöld s.s. Sterling, Suzo eða Coady og sá hinn sami fá 15 mínútur í leiknum.

  25. Er þetta ekki spurning um að kaupa Joe Allen frá Swansea?Búinn að fylgjast mikið með honum í vetur og verð bara hrifnari og hrifnari…..

  26. #25 og #29Bill Shankly : “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”Hvernig væri ef stuðningsmenn Liverpool myndu allir sem einn standa upp og einbeita sér að því að STYÐJA liðið í stað þess að vera endalaust með þennan djöfulsins grátur eins og þessir tveir ágætu menn í #25 og #29. ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  27. Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Gerrard, Henderson, Adam, Maxi, Bellamy, Carroll. Subs: Doni, Coates, Kuyt, Downing, Carragher, Shelvey, Kelly.

  28. Gunnar#36, ef ekki má gagrýna þá batnar ástandið ekki,það er alveg á hreinu!!!

  29. Rúnar #39Hver sagði að það mætti ekki gagnrýna? Ekki tala um epli þegar verið er að ræða appelsínur….

Liverpool og Warrior Sports í eina sæng.

Nikica Jelavic – Liðið gegn Bolton