Völlur í Stanley Park + Nýir búningar (ekki Adidas)

Við flokkum þetta sem slúður, þar sem það er ekkert af þessu staðfest, en bæði atriðin virðast vera nokkuð líkleg á þessum tímapunkti. Byrjum á leikvanginum:

Chris Bascombe skrifar í Telegraph að klúbburinn hafi ákveðið að byggja nýjan völl í Stanley Park eftir allt saman, þar sem of erfitt hafi reynst að endurnýja Anfield. Ókei, okkur grunaði það svo sem. En það sem er athyglisverðast í þessu er að hann segir að nú sé stefnan tekin á að uppfæra upprunalegu teikningarnar – sem eru núna 10 ára gamlar – og byggja 60 þúsund sæta völl í Stanley Park.

Fyrir þá sem ekki muna litu upphaflegu teikningarnar svona út, skál svipuð Emirates Stadium hjá Arsenal:

Svo eignuðust Hicks & Gillett klúbbinn fyrir fimm árum, sögðu að þessar teikningar væru úreltar og pöntuðu nýjar teikningar. Þá átti völlurinn að líta svona út:

Svo eignast FSG klúbbinn fyrir rúmu ári, hafa eytt öllu árinu 2011 í að kanna hvort hægt væri að endurnýja Anfield í staðinn en það virðist ekki vera hægt og samkvæmt frétt Telegraph á núna að taka aftur upp upprunalegu teikningarnar og uppfæra þær, og henda teikningum Hicks & Gillett sem og áformum um endurnýjun Anfield.

Komin með hausverk? Ég líka. Sjáum hvað verður staðfest en FSG-liðar verða að fara að kynna eitthvað fljótlega. Eftir að hafa verið teymd á asnaeyrunum af kúrekunum tveimur mun fólk ekki bíða endalaust áður en það fer að gagnrýna FSG fyrir aðgerðarleysi.


Og þá að hinu málinu: forsvarsmenn ADIDAS hafa staðfest að samningurinn við Liverpool verður ekki endurnýjaður eftir þetta tímabil.

Slúðrið hefur hingað til bent til þess að Liverpool hafi sjálfir kosið að framlengja ekki við Adidas þar sem Warrior hafi boðið betur en Adidas-menn neita þessu í fréttinni hér að ofan og segja að þeir hafi bakkað út því kröfur Liverpool hafi verið „óraunhæfar“. Það er augljóst að mínu mati að Adidas-menn eru að reyna að forðast álitshnekki með því að skjóta fyrsta skotinu og staðfesta þetta á undan klúbbnum en hvað sem því líður þá er það hér með orðið 99,9% staðfest að okkar menn leika í Warrior-treyjum næstu árin.

Janúar/febrúar er yfirleitt sá tími sem líklegar hannanir af treyjum næsta tímabils byrja að leka og þessi mynd hér hefur verið að breiðast víða síðustu 1-2 daga. Hvort þetta er endanlegt útlit eða plat skal ekki ábyrgst hér en mér líst vel á þessa hönnun ef hún er rétt:

Svei mér þá ef meira að segja græna treyjan er ekki bara flott líka.

Hvað finnst fólki? Erum við sátt við að fara í Warrior-treyjum á „gamla“ Nýja-Anfield – sem verður nota bene nær örugglega ekki kallaður Anfield heldur nefndur eftir styrktaraðila – á næstu árum?

54 Comments

  1. Mikið væri ég til í að losna við þetta 90’s merki okkar og fá gamla fuglinn aftur. 

  2. Já ég tók reyndar ekki eftir merkinu. Held að þessar treyjur séu örugglega plat ef fuglinn er þarna í staðinn fyrir barmmerkið sem félagið notar núna. Þetta væri samt flott hönnun, vonandi er þetta nærri lagi þótt þetta sé ágiskun.

  3. Bara svo lengi sem þessi völlur verður ekki sama klúðrið og Emirates völlurinn. Það er must að hafa eina stóra stúku sem nær alla leið, a la Kop. Ekki hólfa völlinn niður og skipta alvöru stuðningsmönnum í sundur með boxum og sætum fyrir ríka túrista sem mæta af og til á völlinn.
    Nenni ómögulega að kanna það núna enda ekkert staðfest ennþá en mig minnir nú að völluinn sem H&G hafi stefnt á að byggja hafi litið vel út á pappírum.

    Varðandi búningana þá hélt ég að það væri fyrir lifandis löngu búið að semja við þetta Warrior merki. Ef að þeir vilja borga 25m og það er í grend við það sem farið var fram á þá er augljóst að kröfur LFC voru langt frá því að vera óraunhæfar.

  4. Eigum bara að byggja völl eftir Dortmund vellinum. Flottasti völlur evrópu þegar allir hlutir eru teknir í reiknisdæmið.

  5. Fowler  hjálpi mér ég ætla ekki fyrir mitt litla líf að hrósa G&H, en ég verð að segja að mér finnst kúrekavöllurinn vígalegri. Hvað aðra hönnun en útlits varðar þá hef ég ekki hugmynd um svoleiðis og læt fagmennina um það, en vígalegri er hann.En besta mál allt saman, þ.m.t. treyjurnar, gaman að sjá eitthvað alveg nýtt.

  6. Það skal reyndar tekið fram að fréttin segir að eigendurnir muni láta „uppfæra“ gömlu teikningarnar. Kannski bæta þeir Kop-stúku við eða e-ð, gera þetta betra en þetta lítur út núna. En já, ég tek undir með Babú að mér finnst ansi margt tapast í andrúmsloftinu á vellinum ef við förum frá Anfield yfir á Emirates-style völl.

  7. ér finnst hrikaleg tilhugsun að missa alla tengingu við eitthvað sem er í líkindum við Kop! Annað sem kemur mér á óvart ef satt er að miðað við yfirlýsingar FSG hér áður varðandi mikilvægi þess að virða söguna þá er þessi ákvörðun að gleyma öllu varðandi Kop svolítil mótsögn við þeirra yfirlýsingar. 

  8. Verð að viðurkenna að ég get ekki hugsað útí það að við séum að fara að spila á öðrum velli en Anfield.. I’m going to miss that place..

    En að búningunum.. Ef hönnunun verður eitthvað í líkingu við þetta þá verð ég mjööög sáttur! Og myndi hoppa hæð mína af gleði ef við myndum taka upp á því að hafa merkið eins og í gamla daga. Hef trú á að þetta 90’s merki sé ástæðan fyrir því að við erum ekki eins góðir og fyrir nýja merkið 😉

  9. Spennandi tímar framundan, það er gott.Flottir búningar, mun þó aldrei fella mig við grænan, sama hversu lítið hann “sökkar”.Svartur er svalur, end of story.Varðandi nýjan völl þá held ég að þegar hann er hannaður, þá verði efst á lista að passa að hjartað, Kop stúkan verði aðal.Annað er aukaatriði…..nánast.Þó get ég illa sætt mig við “aðeins” 60.000 sæta völl, ef menn eru að hugsa til framtíðar þá þarf a.m.k. 10.000 í viðbót við það.Já já, ég veit að þetta er háð samgöngum við völlin, og menn eru eflaust búnir að skoða þetta í þaula.En samt ; )

  10. Myndirnar af vellinum sem eru á thisisanfield.com spjallinu (sem Kristján póstar hér að ofan), lýta mjög vel út. Væri alveg til í þetta útlit, nema kannski eina sem ég myndi vilja er að völlurinn væri þrengri og meira lokaður að ofan eins og HKS teikingarnar. Ástæðan er vegna hljóðsins, svo að það einangrast betur inn á vellinum.Finnst samt mjög leiðinlegt að við getum ekki einu sinni haldið í nafnið á Anfield.. Hvernig er það má ekki hann heita Anfield Jr. (yngri) eða Anfield II (annar)? 🙂

  11. Skil ekki hvað þessir blessuðu eigendur okkar hafa verið lengi að græja nýjann völl (eða bæta þann gamla), stærri völlur ætti að borga sig upp á eitthverjum nokkrum árum með sölu á sætum og sölu á varningi og veitingum tengt því. 

  12. Rétt að vona að völlurinn verði ekki hannaður í svipuðum dúr og Emirates.  Hef farið á þann völl og stemningin var bara skelfileg og mér fannst þetta alls ekki vera að virka.  Sammála því sem fram kemur hér að ofan varðandi Dortmund völlinn – alveg crasy stemning alltaf þar og áhorfendur nánast inni á vellinum.  Finnst H&G hugmyndin miklu betri eins og hún lítur úr.

  13. @14 og @15…..svalt!  

    Væri gaman að sjá okkar völl í þessum dúr.Ef ég man rétt þá var upphafleg hönnun á “nýjum” velli fyrir okkur gerð af sömu hönnuðum og hafa verið að hann vellina á Englandi undanfarið, Reebook völlurinn, Emirates, Etihad og líka Wembley. Held að mig misminni þetta ekkert ofboðslega mikið en sel það alls ekki dýrara en ég stal því.Hef annars fulla trú á að FGS hafi alveg sense fyrir því að hafa völlinn okkar þéttan og góðan þannig að fólkið geti haft ofboðsleg áhrif á leikmenn. Boston Red Sox völlurinn er alveg dæmi um það. Voru þeri ekki akkúrat að halda því fram að það væri margt líkt með Boston liðinu þeirra og Liverpool? Bæði borgarlið með mjög mikla tengingu í nærsamfélagið.

  14. Mér líst vel á að skipta frá Adidas þó að ég fíli þeirra hönnun venjulega mjög vel þá finnst mér sem þeir hafi ekki verið að sinna okkur sem skyldi að mínu mati. Vorum orðnir einn af mörgum hjá þeim og maður heyrði mikið um að í Adidas-búðum í mismunandi heimsálfum væri Liverpool oft ekki stillt upp í búðargluggum, heldur væri Real Madrid, Chelskí og Bayern á undan okkur.

    Núna mun metnaðarfullt fyrirtæki, Warrior, einblína á að sinna bara LFC og leggur allt sitt undir til að selja sem mest af sem bestri vöru. Getur bara verið gott fyrir okkur. Hönnunin hér að ofan er frekar einföld og klassísk á rauðu og hvítu treyjunni en sú græna er frumleg og flott. Efast samt um að þetta verði lokaniðurstaðan.

    Varðandi völlinn þá hefur það legið í loftinu að of mörg vandamál fylgdu því að endurnýja núverandi Anfield þannig að þetta kemur ekki á óvart. Reyndar er ég frekar svekktur yfir því þar sem að sú útfærsla hefði verið spennandi að sjá og er skynsamleg fjárhagslega. Fenway er flottur og Anfield hefði geta fengið frábæra andlitslyftingu og haldið sínu rómaða andrúmslofti og stemmningu. En skrifræðið og regluverkið lætur ekki að sér hæða.

    En þessar fréttir um að dusta rykið af 10 ára gömlu teikningunum og fríska þær eitthvað upp koma manni í opna skjöldu. Sú hönnun var ótrúlega dæmigerð fyrir þann tíma og ekkert spes að mínu mati. Í raun alveg eins og Emirates og margir aðrir vellir (líka fyrirhugaður völlur Tottenham). Sem sagt ekkert einstakt við þannig völl sem væri sorglegt því að Liverpool er einstakt félag.

    Í raun er það eina gáfulega sem H&G gerðu meðan þeir stálu félaginu okkar það var að endurhanna nýja völlinn. Mér finnst þær teikningar alveg frábærar. The Kop fær sinn heiðurssess og sú hönnun fangar alla kosti við þéttan og klassískan völl en með einstakt útlit engu að síður. Nýi Anfield væri auðþekkjanlegur af hverjum sem er sökum flottrar og frumlegrar hönnunar. Fyrst að maður er á annað borð að kveðja okkar sögufræga völl þá verður sá sem tekur við að vera ansi sérstakur, ekki bara einhver skítaredding á gömlum teikningum. En ég svo sem trúi þessu ekki fyrr en maður sér þetta alveg staðfest og fengi að virða fyrir sér nýju plönin. En það hljómar ekki vel ef það útlit á að verða fyrir valinu.

  15. Allar breytingar góðar, Anfield er gamall og ljótur og það sem meira er það gengur ekkert að vinna leiki þar…

  16. Þannig að rétt sé rétt það eru þetta ekki 10 ára gömul plön heldur var sú hönnun endurgerð árið 2008 og hér eru þau plön og hægt að skoða þau eldri þar fyrir neðan en þetta er tekið af heimasíðu arkitektanna sjálfra. 

    Þessi endurgerð er svo sem skárri en sú upprunalega en manni finnst líka sem boganum frá Wembley (sem var nýbyggður á þeim tíma) hafi einfaldlega verið stolið og hann tvöfaldaður. Þessi völlur er líka ofhlaðinn með of miklu af aukahlutum og skrautdrasli. Gæti í raun verið völlur fyrir hvaða lið sem er og hálfgerður Reebok-Emirates-Wembley-bastarður. Vantar að vera stílhreinn líkt og HKS-plönin eða Alianz-arena o.fl.  Það er eflaust hægt lífga eitthvað upp á þessi plön aftur og vonandi er Henry & co. miklir smekkmenn. En þessi bylgjupappaþök og margnota útlit er ekki mér að skapi. 

    Fyrir áhugamenn um vallarhönnun þá er þetta mjög skemmtileg síða og einn þeirra sem þarna er að teikna hefur gert nokkrar útgáfur af stækkun á gamla Anfield sem og sína útgáfu af glænýjum Anfield:http://www.sports-stadia.co.uk/

  17. Þetta er bara jákvætt. Að það eigi að fara í það að byggja nýjan völl sem tekur fleiri áhorfendur = auka tekjur.  Sem og að fá stærri samning fyrir treyjurnar. Bara gott mál.að öðru… nú er 17. janúar og EKKERT að frétta af leikmannamálum , sem gerir mig frekar stressaðann. Ætlum við ekki að bæta við hópinn ? ætlum við að vakna síðustu dagana og borga alltof mikið fyrir leikmenn = Andy Carroll.  Finnst þetta óþæginleg þögn….

  18. Hér eru svo fleiri myndir af liverpool warrior búningum, ekkert staðfest…

    http://media.kickstatic.com/kickapps/images/173471/photos/PHOTO_13654095_173471_29993192_ap_320X240.jpg

    http://i53.tinypic.com/b46gc6.pnghttp://t3.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcR9ruugP2nJHEBsXQenTSI_dORzqga6fXO45WsU9Z9lE1ALD2-H_-fl2PNG

    http://t0.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcSkyfNHOPdJGf3QY1nAZDqHoL_ct98vVGO_e8jH8KLkk4P-ekdPuu9A4UR9

    Ég held það sé ekkert að marka neitt af þessu. Það eina sem við getum verið alveg viss um er að aðalbúningurinn verður rauður.

  19. Þeir sem tala um að það vanti stemmingu á Emirates og allt það, eru að mínu mati að rugla saman eplum og appelsínum. Leikvangurinn sjálfur býr ekki til stemminguna heldur fólkið sem á leikvangnum er! Og þar (og eiginlega bara þar) ber Liverpool höfuð og herðar yfir aðra :)Annað, menn ættu ekki að útiloka þessa eða hina hönnunina af því “hún líkist einhverju sem við viljum ekki líkjast”. Við stuðningsmennirnir munum ekkert hætta að mæta á Nýja-Anfield út af því að sá leikvangur líkist Emirates eða einhverjum öðrum slíkum leikvangi. Persónulega myndi ég glaður fara á leik með Liverpool á nýjum leikvangi sama hvernig hann lítur út, vegna þess að nýr leikvangur þýðir einfaldlega að menn eru að hugsa til framtíðar. Og það líkar mér.Ef ég mætti ráða, bara svona prívat og persónulega, þá verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf verið hrifinn af því þegar fólk hugsar út fyrir kassann og tekur ekki “öruggu leiðina”. Það getur vel verið að í Excel skjölum og í öllum öðrum tölfræði- fegurðar-útreikningum sé best að reisa leikvang a-la Arsenal. En þar sem ég er frekar fyrir einstaka hluti, þá myndi ég miklu frekar vilja sjá Liverpool hanna leikvang sem kallaði á svona “vá ég vissi ekki að þetta væri hægt, en mikið djöfull er þetta ógeðslega svalt” viðbrögð.Í því sambandi má benda á Allianz Arena, en ég hef verið það heppinn af fara á þann leikvang í eitt eða tvö skipti. Það er ótrúlegur leikvangur frá svo mörgum sjónarhornum að það er ekki einu sinni fyndið. Annar leikvangur sem stendur mér nærri er San Siro. Þá get ég líka bent á Hreiðrið í Peking, sem er reyndar ekki knattspyrnuleikvangur en samt íþróttaleikvangur. Þar hugsuðu menn svo sannarlega út fyrir kassann.En það er með þetta eins og svo margt annað, hér þurfa menn bara að vanda til verka og vera sannfærðir um ágæti þess leikvangs hvernig sem hann kemur til með að líta út. Sjálfur ætla ég að reyna að komast á þann leikvang í allnokkur skipti og mun ég einfaldlega gleðjast yfir því að Liverpool hafi tekið stórt skref til framtíðar.Homer

  20. Sorry, enginn af þessu búningum sem eru settir inn hér að ofan, er réttur  🙂

    En líka sammála Homer, halda menn virkilega að það skipti máli hvernig Emirates var byggður, þeir fóru af velli sem er uppnefndur Library út af einhverju.  Það er einfaldlega engin stemmning á heimavelli Arsenal, burtséð frá einhverjum arkítektúr.
  21. Hvað segiru SSteinn, eru augu þín búin að sjá hina réttu útgáfu af Warrior búningunum ?

  22. SSteinn og Homer

    En líka sammála Homer, halda menn virkilega að það skipti máli hvernig Emirates var byggður,

    Já ég held að þetta skipti bara töluverðu máli.
    Kop er ein stór samfelld stúka sem virkar á góðum degi sem einn maður. Ef við förum að skipta þessu í tvo hluta (efri og neðri hæð) og jafnvel með box þar á milli er stórhætta á að þetta virki ekki lengur eins og einn maður. Ég fór á Emirates er við spiluðum gegn Arsenal og þetta stakk mig alveg eins og skot og ég vill einfaldlega ekki sjá þessa hönnun hjá Liverpool. Halda Kop fyrirkomulaginu númer 1,2 og 3 og svo má hanna völlinn út frá því.

    Ég fór líka á Highbury völlinn gamla og þar voru þeir með North Bank sem gengdi sumpart sama hlutverki og Kop hjá okkur, sá þetta ekki á Emirates.

    Annað sem skiptir máli er hljómburður og ég vona að nýr völlur verði þannig þéttur að hann myndi mikinn hávaða, þar er Emirates svosem ágætur.

    Auðvitað skiptir langmestu máli hvernig aðdáendur liðanna eru og liðin í London líða töluvert fyrir gríðarlegan fjölda túrista sem halda ekkert endilega með liðunum þar og hjálpa ekkert upp á að mynda stemmingu. Það ofan á (í tilviki Arsenal)stuðningsmenn sem hugsa alltaf fyrst og fremst um það að baula á sína menn sem og andstæðingana.

    En staðreyndin er sú að það er ekkert alltaf allt á fullu gasi í öllum stúkunum á Anfield og völlurinn er stundum full hljóður…en við höfum þó alltaf The Kop og þar byrja lætin og þaðan er rest af vellinum stjórnað.
     

  23. @22 Djöfull lýst mér á svarta búninginn, grrrrrimmur!Annars er mér sama hvaða vallar-hönnun verður fyrir valinu, svo lengi sem liðið heldur áfram að styrkjast! Verð samt að segja að mér lýst betur á “Emirates eftirhermuna” heldur en G&H geimskipið, aðallega bara vegna þak-hönnunarinnar, stúkuna og eiginlega bara allt hitt mætti alveg endurskoða. Líka sammála þeim sem myndu vilja hafa stúkuna nær vellinum og brattari.

  24. Ný spyr ég eflaust eins og asni, en af hverju er alltaf talað um ‘Kop’ ? Heitir þetta ekki ‘Spion Kop’ ?

  25. Vona bara innilega ennþá að menn nái að endurbyggja Anfield, en það er sennilega ekki líklegt og þá vona ég eins og margir hér að við verðum áfram með stærstu “single-tier” stúku í Englandi.  Það er okkar “mantra” og eitthvað sem við eigum að viðhalda.

    Er sannfærður um það að við munum fá metnaðarfulla vinnu í tengslum við búningana okkar.  Amerískt stórfyrirtæki ætlar að nota okkar vörumerki til að koma sér á alheimsframfæri og mun leggja sig mun meira fram en Adidas hefur gert undanfarin ár.  Þó búningar þeirra hafi margir hverjir verið fínir er ég viss um að við fáum framför.

    Hins vegar er 90’s útlitið á logoinu ekki bara tilviljun, heldur var ákveðið að ramma inn “You’ll never walk alone” eins og það sést á Shankly Gates til að heiðra minningu hans og þeirra sem bjuggu okkur til sem stórklúbb og síðan voru “Justice Flames” settir inn til að heiðra þá sem dóu á Hillsborough.Svo ég myndi í dag ekki taka það trúanlegt að verið sé að spóla til baka og þeir búningar sem birtast með gamla merkinu því ólíklega réttir!?

  26. Sammála Magga með að endurbyggður Anfield væri fyrsti kostur. En það er t.a.m. hæpið að menn myndu leggja í að endurskíra hann eftir einhverju fyrirtæki. Þaðan á skv. fréttum helmingurinn af peningunum að koma. En nýr/stærri leikvangur er félaginu nauðsynlegur til að afla frekari tekna og færa félagið nær nútímanum í aðstöðu. Tilfinningasemin má ekki bera skynsemina ofurliði. Félagið þarf að afla sér frekari tekna og nýr búningasamningur er liður í því. Good riddens segi ég með Adidas. Hef farið í fjölmargar Adidas versalnir út um allan heim og það er leitun að Liverpool búningi í þeim. Ef Liverpool “deildin” finnst þá er úrvalið afskaplega fátæklegt. Það er ekki til þess fallið að auka útbreiðslu vörumerkisins. Hvað nýir aðilar gera og hvert þeirra dreifinganet er kemur í ljós en ég treysti því að menn séu með ákveðnar kröfur um það sem þeir þurfa að mæta. Liverpool á enn nokkuð verk fyrir höndum að ná samkeppnisaðilum okkar í markaðssetningu og brand marketing finnst mér. Við erum með gríðarlega sterka vöru í höndunum en það verður að halda henni á lofti. Slælegur árangur á vellinum síðustu ár hjálpar ekki heldur til. Bottom line sterkari hópur, titlar, meistaradeild, almennur árangur á fótboltasviðinu er það sem mun gera Liverpool að arðbærri fjárfestingu fyrir FSG og skapa gleðilegri stundir fyrir okkur áhangendur.  

  27. En þetta með búningana er hálfsársgömul frétt ef ekki meira, http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1379466/Liverpools-mammoth-25m-year-Warrior-kit-deal-rewrites-record-books.htmlLiverpool er í sérflokki varðandi sölu á treyjum og er í top4 með Real, Barcelone og manchester united og þessi samningur endurspeglar t.d. þær 23 milljónir sem að united fá hjá nike.En varðandi það að nota gömlu teikningarnar að þá snýst það að mestu leyti um það að þurfa ekki að fara í gegnum allt ferlið aftur við að fá þær samþykktar hjá borgaryfirvöldum o.s.f. og láta þetta verkefni tefjats um 2-3 ár í viðbót.

  28. Er það ekki rétt hjá mér að þeir fá 20 milljónir punda á ári frá Standard Chartered og munu svo fá 25 milljónir frá þessu Warrior Sports?

    45 milljónir punda á ári fyrir það að vera í búnigunum?

  29. Þeir sem gerðu gömlu teikningarnar af nýjum velli eru mjög stórir í þessum bransa og hafa meðal annars séð um æfingasvæðin hjá Liverpool, Everton Chelski og svo fleiri smáliðum. Búnir að sjá um fullt af öðrum völlum og eru með verkefni í gangi um stækkun á Nou Camp. Held ég treysti þessum mönnum fullkomnlega til að gera vel við að hanna og byggja nýtt vígi okkar manna. 
    http://www.afl-uk.com/ProjectsGroup.aspx?SectorID=1

  30. Ég veit ekki hvað þið sjáið við þessa Warrior Sports “concept” búninga…. Mér finnst þeir allir frekar ljótir :/   Ég á eftir að sakna Adidas,  en jújú,  meiri peningur í kassann.  Hef samt ekki beint áhyggjur af því að búningarnir sem verða ákveðnir verði ljótir,  þeir verða pottþétt flottir.  En þessir búningar sem þið hafið lofsamað eru bara ekki að gera sig.

  31. Fór inn á Liverpool Ecco og skoðaði hvað scouserarnir höfðu um vallarmálin að segja og flestir voru á því að þessi gamla hönnun væri ekki bestu stuðningsmönnum í heimi bjóðandi. Margir á því að hönnunin hjá Hicks væri flott og það eina góða sem frá honum kom og að nýr völlur sem ekki hefði Kop stúku væri móðgun við stuðningsmenn Liverpool.Einn sagði að á meðan boðið er upp á varnarbolta á Anfield og ekki skoruð mörk þá þurfi ekkert að byggja neinn völl því að þá hætti fólk hvort sem er að koma og ég er nokkuð sammála því.Svo að ég held að við ættum öll að segja við ameríkanana sem eiga klúbbinn SHOW US THE MONEY! Og kaupiði þá leikmenn sem Kenny vantar af því að á meðan við ekki skorum mörk skiftir engu máli hvort völlurinn tekur 80.000 eða 5.000 af því að það nenna ekki margir að horfa á fótboltalið til lengdar sem ekki skorar mörk.

  32. Ég skil ekki alveg af hverju menn vilja ekki byggja stærri völl en 60.000. ég myndi giska á að svona 75.000 væri flott. Það er fínt að byggja þarna í Stanley Park.Setja það bara í gang og flytja bara án vandræða yfir götuna. tæki 2-3 ár að koma þessu í stand. nota svo bara gamla Anfiels sem safn og fyrir varaliðið.

  33. Ég skil ekki alveg af hverju menn vilja ekki byggja stærri völl en 60.000. ég myndi giska á að svona 75.000 væri flott.

    Einfaldlega vegna þess að aðstæður þarna (samgöngur o.s.frv.) bjóða ekki upp á það í dag, LFC fær held ég bara leyfi fyrir 60-65.þús manna velli á Stanley Park. Held að það sé ekkert útilokað að byggja við þennan völl í framtíðinni ef það breytist og/eða eftirspurnin öskri á það. 

  34. var ekki e-n tíma talað um eitthvað nýtt svæði, Speeke (stafs.)? Þar sem átti jafnvel að vera hægt að byggja yfir 70þúsund manna völl?

  35. Þó svo að maður vildi alltaf vilja vera á Anfield, lítur þessi völlur alls ekki illa út. Þessi teikning hefur greinilega verið gerð síðasta haust, eftir að NESV keyptu félagið. Teikningin er byggð á teyningunnni sem er kynnt í frétinni, en þeim svipr greinilega saman (þó svo að sú seinni sé mun flottari). Hreint út sagt glæsilegur völlur, og ég held að við flytjumst á þennan völl gæti myndast þar rosaleg stemning.  http://www.sports-stadia.co.uk/”The Kop is the Heart””This stadium was designed independently of Liverpool FC and completed in the Autumn of 2010.”

    “The aspiration to achieve a stadium design that is not only particular to its site but also unique to its club is commonly held but seldom realised. We think this proposal for Liverpool Football Club holds the prospect of achieving both, to become an extraordinary new landmark for Liverpool that will be embraced by the community”Staðreyndir:• 17,000 seated Kop• Uefa Elite Status Stadium• All seats C90 sightline or better• Largest increase in capacity (revenue) over existing• Construction does not affect current stadium revenues• Flexible hospitality accommodation• Previous planning precedents• Design supported by LCC and CABE• Potential naming rights revenue• Covered Community 5-a-side pitches (non-matchdays only)• No large entrances visible from pitch – just a sea of supporters

  36. Það er nokkuð víst að fyrsta atriðið í þarfagreiningunni, eftir fjölgun sæta, er að varðveita Kop stemminguna.
    Þetta eru engir vitleysingar.

  37. Nú spyr ég kanski eins og vitleysingur, en það væri fínt ef einhver gæti svarað þessu þar sem ég veit ekki mikið um að kaupa miða á leiki og svona.Ég var að spá í að fara með litla bróður mínum (sem ég hef smitað með poolara veirunni) á leik og ég veit alveg um fólk þarna úti sem við getum gist hjá og svona, en ég var bara að spá hvað maður þarf að panta með miklum fyrirvara ef maður ætlar að fara á leik eins og t.d. Liverpool – Scum 11. feb. Er það of seint að panta núna eða? Og hvernig kaupir maður sér miða? takk

  38. Þú getur gleymt að reyna að fá miða í gegnum klúbbinn á þennan leik en gætir mögulega fengið miða í gegnum einhverjar netsíður eða í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur eins express ferðir en þú þarft þá líka að borga ansi vel fyrir miðan.

  39. FSG-menn hafa sagt að þeim þætti ekki gáfulegt að byggja nýjan völl til þess eins að fjölga bara áhorfendum um 15 þús per leik. Þ.e.a.s. að borga 300 millur fyrir viðbótina en tekjuaukningin til að standa undir byggingarkostnaði væru ekki nægileg þar sem að við erum ekki álíka miðaverð og gerist í London.  Þess vegna var það algert common sense að skoða til þrautar stækkun á gamla Anfield um sama fjölda en það myndi kosta e-ð um 100 millur. Auðvitað blandast inn í þetta aðrir þættir eins og sala á nafni nýja vallarins og meiri lúxussvítur sem gæfu góða niðurgreiðslu ásamt styrkjum sem LFC hafa fengið fyrir nýjum velli. Þannig að nýr völlur bara hlýtur að eiga vera 65 þús plús eða í það minnsta með þægilega úthugsaðri leið til stækkunar í framtíðinni. 

    En skv. þessum nýjustu fregnum þá hafa þeir gefist upp á endurbótaleiðinni. Og skv. sömu fregnum ætli þeir flikka upp á gömlu teikningarnar frá 2003. Það eru hagkvæmnisrök fyrir þessu eins og byggingarleyfi og bla bla bla skriffinnskuleiðindi. En útlitið á því fyrsta uppkasti var ekki sambærilegt klúbb eins og Liverpool. Endurunnar hugmyndir á útliti Reebok-stadium & Millennium í Cardiff (möstrin 4) og bylgjuþakið frá Emirates. Þetta útlit hefur oft verið uppnefnt Parry-bowl af púlurum í höfuðið á “erkisnillingnum” Rick Parry. 

    Endurvinnslan árið 2008 var öllu skárri en samt ekkert spes. Ofhlaðin og núna var bogunum frá Wembley stolið og skellt með. Ef við erum á annað borð að fá nýjan völl þá er lágmarkskrafa að sá völlur verði að einhverju leyti einstakur en ekki endurvinnsla á hugmyndum frá stöðluðu útliti annarra valla. Nýi völlurinn verður með sömu góðu áhangendum og allt splúnkunýtt og fínt. Það mun ekki vanta, en það væri sorglegt að sætta sig við meðalmennsku í útlitinu. Hálfgerð uppgjöf í rauninni.  

    Þessir AFL-arkitektar sem gerðu upprunalegu teikningarnar eru engir amlóðar og kunna alveg að teikna eitthvað flott. Sjáið þetta útlit sem á að vera á Nou Camp:http://www.afl-uk.com/ProjectDetail.aspx?projectID=59 Þeir geta þetta alveg þannig að vonandi er hægt að beygja byggingareglurnar til hins ítrasta án þess þó að brjóta þær og dubba upp einstaka útgáfu af þessum sorglega lélegu teikningu. Við Púlarar eigum ekkert annað skilið en hið besta.

  40. Ég er ekki alveg að skilja afhverju það skiptir svona svakalega miklu máli hvernig völlurinn lítur út að utan. Ekki eins og Anfield sé eitthvað stórvirki. Eitt af fyrstu kommentonum hérna með tæplega 60 like er að vera með alveg eins völl og Dortmund ég hef nú ekki komið á þann völl en af myndum að dæma þá er hann nú ekkert sérlega fallegur að sjá að utan.Líklega hefur viðkomandi átt við Allianz Arena. En ég væri frekar til í að völlurinn væri ekkert sérlega flottur að utan ef það væri bara góð stemming á vellinum og hann væri lokaður allan hringinn. Af nokkrum teikningum sem ég hef skoðað þarna þá er völlurinn opinn í hornunum og það er náttúrlega alveg fatal að vera með völlinn þanning. Það kostar mun meira að vera með eitthvað arkitektúrs montprik heldur en bara hefðbundin fótboltavöll og ég vil nú frekar að peningar Liverpool fari í leikmanna kaupa eða byggja stærri völl heldur en að vera með Hreiðrið eða Allianz Arena sem tekur bara 60.000 mans og ekki möguleiki á að stækka.

  41. Já ási ég trú þessu alveg og var líka ekki að tala um það heldur voru svo margir hér að tala um að þeir vildu fá leikvang sem væri einstakur og örðvísi og fallegri en aðrir vellir en ég er sammála með það að ég vel frekar hafa ljótan völl með flottri stemmingu en einhverja flotta byggingu  sem skilar engri stemmingu. Enda fer ég ekki á fótbolta leiki til að skoða byggingar heldur til að upplifa og taka þátt í stemmingunni 🙂

  42. @ Auðunn G (nr.53) 

    Hver segir að flottur völlur skili engri stemmningu? Ég geri ráð fyrir að flestir púlarar líti svo á að stemmningin komi frá áhorfendum þannig auðvitað ætti útlitið ekki að vera sérstakur faktor í því þannig að algjör óþarfi að blanda því tvennu saman sem andstæðum pólum. Það þykir vera ansi góð stemmning hjá Bayern í nýja vellinum þeirra og hann er með þeim flottustu í heimi. Ég geri líka ráð fyrir að það verði fín stemmning sem endranær á Nou Camp eftir að hann fær sína glæsilegu mósaík-andlitslyftingu. Röksemd þín stenst því ekki skoðun.  

    Málið er að fyrst að verið er að byggja nýjan völl frá grunni á 300 millur þá er nú öllu skárra að fá fyrir þann pening völl sem er einstakur og hæfir vel einu stærsta og sigursælasta liði í heimi. Eða myndir þú frekar vilja borga svo gott sem sama verð fyrir völlinn en fá í mesta lagi miðlungs-margnota útlit? Dortmund völlurinn er endurbættur völlur sem hefur verið stækkaður en það er valkostur sem LFC virðist ekki hafa. Við höfum þann valkost að byggja nýjan völl frá grunni og þá er nú allt í lagi að hafa smá metnað fyrir því hverning sá völlur lítur út. 

Opinn þráður – Stewart Disappointing

Er glugginn að vakna?