Opinn þráður – Stewart Disappointing

Bleh. Slöpp helgi. Arsenal töpuðu þó í dag, það er eitthvað. Við erum 5 stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu núna eftir 21 umferð. Vandamálin sem við þekkjum allt of vel eru enn til staðar og engu nær því að leysast. Liðið heldur áfram að gera jafntefli á heimavelli – sjö núna í ellefu heimaleikjum. Þannig spilamennska skilar engu liði í Meistaradeildina.

Það er athyglisvert að bera saman gengi Liverpool undir stjórn Dalglish á seinni hluta síðasta tímabils og því sem af er af þessu tímabili. Í fyrra tók Dalglish við liði í mikilli lægð og reif það upp í baráttu um Evrópusæti. Í 18 síðustu leikjum deildarinnar í fyrra var hann með 3. besta árangurinn. Í 21 fyrstu leikjum tímabilsins í ár er hann með 7. besta árangurinn:

2010/11: 18 leikir, 33 stig, 1.83 stig að meðaltali í leik = 69.5 stig að meðaltali yfir heilt tímabil. 1.94 mörk skoruð að meðaltali í leik, 0.94 fengin á sig.

2011/12: 21 leikur, 35 stig, 1.67 stig að meðaltali í leik = 63.5 stig að meðaltali yfir heilt tímabil. 1.14 mörk skoruð að meðaltali í leik, 0.85 fengin á sig.

Vandamálið er augljóst. Við vitum það öll og það er bara einhver kurteisi í garð Dalglish hjá sumum sem veldur því að þeir vilja ekki segja það:

* Vörnin var góð hjá Dalglish í fyrra en betri núna. Kaupin á Jose Enrique skipta þar miklu, held ég, sem og heilsa Daniel Agger.
* Flest allir óþarfaleikmenn voru látnir fara síðasta sumar, sem var gríðarlega mikilvægt. Eins konar RESET-sumar, hópurinn núllstilltur fyrir frekari framfarir.
* Síðan voru keyptir, á árinu 2011, þrír rándýrir sóknarmenn, og aðeins einn þeirra hefur staðið undir væntingum: Luis Suarez.
* Hinir heita Andy Carroll og Stewart Downing og í þeim felst 54m punda fjárfesting sem hefur skilað engu, og fyrir vikið hefur markaskorun liðsins hrunið.

Þetta er í alvöru svo einfalt. Grunnurinn er til staðar. Dalglish og þjálfararnir eru með sitt á hreinu, vörnin er ein sú besta í deildinni og breiddin í vörn og á miðju er slík að ef ekki væri fyrir meiðsli Lucas Leiva þættist ég nánast viss um að við keyptum engan á þau tvö svæði á árinu 2012.

Sóknin hins vegar? Bleh. Stórkostlegt bleh. Í fjarveru Gerrard hefur Suarez átt erfiða þrjá mánuði vegna mála utan vallar og þegar þá tvo hefur vantað í liðið hefur nákvæmlega ekkert verið að gerast. Dirk Kuyt er að eiga lélegustu leiktíð sína síðan hann kom til Liverpool, Maxi og Craig Bellamy eru áreiðanlegir en hvorugur í standi til að spila alla leiki, og svo eru það Carroll og Downing. Um þá þarf ekkert að skrifa því þeir hafa ekkert gefið okkur til að skrifa um. Ekkert. Núll og nix.

Það er alveg sama hvað liðið heitir – þegar þú eyðir 54m punda í tvo leikmenn sem skila annars vegar 4 deildarmörkum og 0 stoðsendingum (Carroll) og 0 deildarmörkum og 0 stoðsendingum (Downing) á einu ári þá hefur það mikil áhrif á gengið.

Dalglish hefur verið að segja í fjölmiðlum að hann hafi enn fulla trú á þeim og sé ánægður með þá, en við vitum vel að það er ekkert að marka slíkar yfirlýsingar. Við getum bara giskað á hvenær þeir telja nóg komið og selja þessa leikmenn, en ég er á þeirri skoðun að það myndi gerast strax í dag ef við fengjum rétt verð fyrir þá og ef betri leikmenn væru á lausu.

Það er hins vegar vandamálið. Liverpool er fast með tvo bilaða eldflaugakúta sem hamla liðinu frá flugtaki. En þangað til betri, virkir kútar fást situr liðið uppi með frestað flugtak. Það er eitt að segja að Carroll og Downing hafi valdið vonbrigðum og við þurfum betri leikmenn, það er annað að finna þessa leikmenn sem eiga að vera betri.

Ég er sannfærður um að ef réttu mennirnir væru á lausu væri búið að reiða fram þær 10-20-30 milljónir punda sem þarf til að kaupa þá. Kannski gerist eitthvað í janúar, en það er lítið sem bendir til þess. Kannski þurfum við að sætta okkur við vonbrigðin í vetur og reyna að finna þessa menn í sumar.

Kannski mætir Suarez svo ofboðslega sterkur til leiks eftir leikbannið að hann og Gerrard rífa þetta lið inn í Meistaradeildina í vor. Kannski. Ég veit bara að ef liðið á að ná þessu 4. sæti – sem virkar fjarlægari draumur með hverjum leiknum – þá er það undir þeim tveimur, og kannski Kuyt líka, að hrökkva í gang.

Því ég er orðinn andskoti sannfærður um að það verða ekki Stewart Downing og Andy Carroll sem koma okkur þangað.

67 Comments

  1. Bestu framherjar í heimi, í bestu liðum í heimi, fá bestu þjónustu í heimi. Það skiptir ekki nokkru máli hver er frammi með við ætlum bara að halda bolta aftast og ætlum ekki að búa neitt til fyrir framherjann. Carroll er svo aleinn þarna frammi leik eftir leik. Og mennirnir sem eiga að “fæða” hann geta það ekki. Kuyt getur hvorki tekið við bolta né sent hann með góðu móti. Downing keyrir upp kanntinn, snýr svo við og sendir til baka á Enrique og Adam hefur ekki átt eina góða horn/aukaspyrnu síðan hann kom, Þetta fer allt beint á fyrsta varnarmann. Meðan Suarez og Gerrard spila ekki þá er 0 creativity í liðinu. Það er enginn þarna sem getur búið til færi. Skárstir eru líklega Glen Johnson og Daniel Agger… sem eru varnarmenn!Ég vil meina að þessir hlutir spili 85% í getuleysi Carroll í vetur. Í 3 – 0 leiknum sem tapaðist á móti city þá átti Downing ekki eina sendingu inní teig, til hvers að vera með einn besta skallamann á Englandi frammi ef að maðurinn sem er keyptur til þess að drita boltum inní teig getur ekki gert það einu sinni í leik?

  2. Það hefur nákvæmlega ekkert skort upp á að búa til færi fyrir þessa leikmenn í vetur. Hér er tölfræðin á yfirstandandi tímabili:

    • Carroll: 42 skot, 2 mörk.
    • Suarez: 81 skot, 5 mörk.
    • Kuyt: 29 skot, 0 mörk.
    • Bellamy: 17 skot, 4 mörk.
    • Downing: 47 skot, 0 mörk.

    Fimm rándýrir sóknarmenn og það er bara Bellamy sem er að nýta færin sín vel. Hinir þurfa að gera betur, allir sem einn, en ég hef bara trú á að einn geri það: Suarez.

  3. Setti þetta inn við síðustu færslu, læt þetta fljóta hérna líka.Hér hafa komið ansi margir inn að undanförnu og heimtað að Liverpool
    taki upp veskið og kaupi inn leikmenn einn tveir og bingó en ég spyr og
    vonandi getur einhver hér svarað mér, hvort sem að það séu ritstjórar
    síðunnar eða aðrir pennar, hvort að ekki séu til leikmenn hjá klúbbnum í
    yngriliðum þess eða varaliðinu sem að gætu allavega komið inn í hóp eða
    jafnvel í byrjunarliðið?Strákar sem að kæmu með einhverja greddu í
    liðið og hafa smá tækni til að dreifa sem að skapað gætu færi eða
    jafnvel sett hann sjálfir, ef að svo er ekki að þá erum við komnir í
    verri mál en ég hélt.King Kenny var ekki feiminn við að setja þá í liðið í fyrra en það hefur heldur dregið úr því undanfarið og maður spyr sig hver ástæðan sé fyrir því?

  4. Út með Kuyt, hann er sá eini sem ég vill selja. Aftur á móti vil ég kaupa alvöru framherja og alvöru kantman. Dæmi um þessa menn væru Edin Hazard og Higuian. Ég er alls ekkert viss um að þessi tilteknu leikmenn séu á lausu en svona týpur af leikmönnum. Andy Carroll er ungur og ég er ekki búinn að gefast upp á honum. Einnig hef ég ekki ennþá gefist uppá Stuwart Downing eftir hálft tímabil. Aftur á móti mætti hlutverk Downing minnka á meðan hann er að finna sig og Carroll þarf þjónustu, alvöru þjónustu. Kristján Atli bindir á einhverja tölfræði og hún er örugglega rétt, en hann veit alveg jafn vel og við hinir að spila stíll Liverpool hefur ekki beint henntað Carroll vel. Liverpool virðist vera heimsins lélegasta lið í að krossa bolta, eitthvað sem Carroll þrýfst á. Þetta bara hlítur Dalglish og Comoli að sjá og verða að laga strax.

  5. Þetta er ekki spurning, það þarf eitthvað að gerast og það þarf að gerast ekki seinna en á morgun! Frá 21.jan til 31.jan eru þessir leikir: 21.jan – Bolton (Úti)25.jan – Man.City (Heima) bikar28.jan – Manchester United (Heima) FA-bikar31.jan – Wolves (Úti)Ekki einn einasti af þessum leikjum má tapast og miðað við liðið sem spilaði í gær eru þeir allir í stórkostlegri hættu. Við þurfum mann sem klárar færin sín vel og er graður í að skora. Ég vona innilega að í vikunni sem er að byrja verði eitthverskonar “turning point” fyrir Liverpool á þessari leiktíð þar sem þannig maður verður fenginn í liðið. Ég held ég sé bara að benda á það augljósa og margumtalaða hérna en vildi bara segja mína skoðun á þessu.

  6. Flottur pistill Kristján Atli! Þetta er það sem liggur í augum uppi, menn sem voru keyptir til að styrkja sóknarleikinn hafa brugðist og það verulega. En, ég hefði keypt Carroll, án þess að hugsa mig um miðað við það sem hann var að sýna hjá Newcastle. Hver sá þessa skelfingu fyrir? Ekki ég frekar en sennilega flestir okkar sem sáu á eftir Torres til Chelsea, þeir borguðu dáldið meira fyrir það flopp en við fyrir Carroll. Svona getur fótboltinn verið óútreiknanlegur, leikmenn sem ættu að toppa sig hjá nýjum klúbbi hrynja einhverra hluta vegna í nýjum aðstæðum..Shevchenko, Keane, Robinho hjá Shitti og fleiri mætti telja. Við erum að spila frábæran bolta undir Dalglish, nema hvað að við erum ekki að skora mörk, sem er frekar mikilvægt í knattspyrnu. En nú þegar þetta liggur fyrir hvað á að gera? Kaupa? Kaupa hvað? Eins og staðan er er þetta eins og að labba inn i Kolaportið klukkutíma eftir lokun, það er ekkert til, ekkert spennandi á markaðnum. Bara alls ekkert! Þið sem vitið betur látið í ykkur heyra.

  7. Flottur þessi free Kenny pistill, auðvitað ber hann enga sök. Skellum skuldinni alfarið á leikmenn en horfum fram hjá því að Kenny virðist enga leið finna til að bæta ástandið !!

  8. Að mestu leyti sammála þessum pistli, fyrir utan eitt. Það er til haugur af leikmönnum, góðum, sem vilja komast í lið til að spila fyrir evrópumótið í sumar. Kuyt gæti til að mynda viljað fara til að fá fleiri tækifæri. Defoe hefur lýst því yfir að hann sé óánægður hjá Tottenham og svona mætti lengi telja. Evrópumótið í sumar gæti nefnilega verið vonarneisti LFC til að sópa upp leikmönnum sem vilja finna stærri lið, stærri vettvang til að sýna sig og sanna…

  9. Fyrir mér er þetta einfalt. Fyrir þetta season keyptum við bestu leikmenn minni liðanna og vorum við held ég alveg lang flest mjög ánægð með það. Ég bara trúi því ekki að leikmenn verði bara lélegir og slakir við það að skrifa undir hjá Liverpool. Eigum við þá að henda fullt af peningum núna í D.Bent og J.Hoilett og vonast til þess að eitthvað betra gerist með þá heldur en A.Carroll og S.Downing.

    Ég er algjörlega sannfærður um það að það er annar hlutur sem er að og það er taktík. Ég man eftir pistli sem Maggi skrifaði um KK þar sem hann fór yfir hvernig stjóri hann væri og hvar hann gæti vantað uppá. Þar ef ég man þetta rétt benti hann á að mögulega gæti KK átti vandræðum með taktík og ég held að Maggi hafi akkúrat hitt naglan á höfuðið þar.

    Af því að tekið var dæmi um KK frá í fyrra þegar hann tók við þá vantar einmitt í dag það sem við vorum að gera í lok síðasta season. Þar mætti liðið með bullandi hápressu, einnar snertingar fótbolta og mikla hreyfingu án bolta…. og það sem mér finnst mikilvægast af öllu menn voru mættir inn í teginn til þess að gera árás og skora mörk.Í dag erum við að spila handbolta. Fimm leikmenn að láta boltann ganga á milli sín og risinn inn í teig með fjóra varnarmenn í kringum sig og svo eru menn alveg stein hissa á því að hann skori ekki þegar það kemur svo loksins sending inní. Þetta í raun sýndi sig algjörlega í síðasta leik. Kuyt gjörsamlega úthúðað sem lélegasti maður vallarinns, en hann var að gera það nákvæmlega sama og Carroll er búinn að vera að gera í allann vetur.

    Ástæðan fyrir því að Suarez er ALVEG kominn með 5 mörk er afþví að hann getur gert hluti upp á eigin spítur og hefur gert það. Hinsvegar ætti Suarez að vera kominn með miklu fleiri mörk og ef hann hefði fleir menn (ekki nýja menn) sem mundu gera árás með honum þá held ég að hann væri kominn með fleir mörk, sem og hinir sem gera áras með honum.

    Að mínum mati er það ekki leikmennirnir sem eru að klikka heldur kerfið. Ég hef fulla trú á því að Kenny átti sig á þessu og lagi þessa hluti og menn fari að sýna sitt rétta andlit. Downing að bomba fyrir og búa til mörk…. Carroll að vera sama villidýrið sem allir varnarmenn óttuðust þegar hann var hjá Newcastle….C.Adam að taka drauma hornspyrnur og aukaspyrnur… og svo erum við með Gerrard og Suarez líka.

    Okkur vantar ekki menn, okkur vantar bara flottari fótbolta.YNWA

  10. Menn þurfa að vera duglegri að fara inn í boxið og taka á móti þessum sendingum sem að koma þar inn, þær eru nú ófáar.  Allt of oft eru 1 til mesta lagi 2 Liverpool leikmenn að glíma við 4 – 5 leikmenn andstæðinganna og eru étnir.  Ef það á að spila með einn sóknarmann verða miðjumennirnir að vera duglegir að taka hlaup inn í teig þegar von er á sendingu.  Í aðdraganda sendingar finnst mér vera allt of oft sem að miðjumaður er á skokkinu rétt fyrir utan teyg í stað þess að taka hlaup þangað inn og reyna að ráðast á boltann þegar hann kemur.  Það er bara beðið og horft á sóknarmanninn vera étinn af fjölmörgum varnarmönnum andstæðinganna sem þurfa aðeins að einbeita sér að einni hættu.

    Kenny hefur gert mjög margt gott síðan hann kom en hann verður að taka handbremsuna af og láta miðjumennina gera árásir inn í teyg til aðstoðar sóknarmönnunum. Gerrard er t.d. látinn spila allt of aftarlega á vellinum fyrir minn smekk, maðurinn er skrímsli ef hann fær að leika lausum hala rétt fyrir aftan sóknarmanninn.

    Ég er til í að gefa Carroll og Downing séns eitthvað áfram þó að þolinmæðin minnki en hollenski orkuboltinn okkar er búinn, því miður og má hann fara.  Það vantar tilfinningalega mann sem hefur greddu til að skora í liðið og vonast ég til að sjá hann sem fyrst og held en í vonina. 

    Vandamálið liggur í einhæfum sóknarleik, skorti á sjálfstrausti og árásargirni sóknarmanna. Skrtel hefur stundum af öllum mönnum sýnt flottari takta inn í teyg andstæðinganna í sumum leikjum heldur en sá sóknarmaður sem hefur verið inn á, og þá er þetta orðið helvíti hart 🙂

  11. Það er einmitt málið, við erum að búa til heeelling af færum og stjórnum nánst hverjum einasta leik, og vörin er að sjálfsögðu eins og klettur.

    Sem þýðir bara eitt.. Frammherjarnir eru ekki að gera sig, og þar inn í á ég auðvitað líka við kanntmenn og miðjumenn sem eru framalega.
    Og við gætum þrefaldað þessa tölu með skot ef það væru fleirri en EINN eða eins og oft í síðasta leik ENGINN, tilbúinn inn í teig til að allavega reeyna að skora.

    Er búinn að sjá þessa hluti í nánst hverjum einasta leik í vetur:

    – Greddan til að skora er nánast engin, hjá flestum.
    – Menn eru ekki tilbúnir inn í teig þegar að sending kemur þangað, eins og þeir haldi að aðeins fremsti maður megi vera í teignum. Og því fylgir einmitt að við séum aldrei tilbúnir til að fylgja eftir skotum, er ekki einu sinni viss um að menn myndu fórna sér í það að fylgja eftir.
    – pass And MOVE.. Sem þýðir að eftir að þú sendir boltann á liðsfélaga, þá hleypuru og finnur þér nýjann stað til að taka á móti bolta eða opna svæði. En ekki bara senda og svo standa kjurr og horfa á hvert næsti maður sendir boltann.
    – Svo finnst mér líka eins og að menn séu oft hikandi við að taka skot fyrir utan teig þegar þeir fá tækifæri til þess. Ég man hérna fyrir nokkrum árum þá var það öruglega einkenni okkar að negla á rammann og skora þannig fyrir utan teig. (Alonso, Gerrard, Hamann, Luis Garcia, fl.)

    Eins og ég segi þá höfum við oft verið að spila flottann bolta og stjórnum gjörsamlega miðjunni, og vörnin en þá betri. En það virðist enginn þora að skora í liðinu, nema Bellamy og Maxi sem eru ekki með skrokk í alla leiki og auðvitað Gerrard og Suarez.
    Rosalega erfitt að segja hvað er hægt að gera, leiðinlegt að þurfa alltaf að segja ,,Kaupa nýja leikmenn” því þetta eru flestir nýjir menn sem eru að klikka. Kóngurinn hefur samt alveg gert sín mistök í þessu líka, sérstaklega á móti Stoke með sína 5 varnarmenn..á Anfield…

  12. Tölfræði … er dálítið svona eins og youtube-myndband … Menn geta sett saman einhver youtube-myndbönd þar sem heimsins lélegustu leikmenn líta betur út en sjálfur Péle, Zidane eða jafnvel bara Maradona.

    Tölfræði er eins, við getum týnt til einhverja tölfræði um hitt og þetta og látið eins og allt sé bara á hvínandi siglingu og á réttri leið (og svo framvegis, þið vitið, þessir frasar sem menn heyra út um allt).

    En tölfræði segir ekki allt, þó hún gefi góðar vísbendingar. Þó tölfræði segi mér að það vanti ekkert á að búa til færi, þá treysti ég sjálfum mér betur til þess að meta það. Ég sé það í hverri einustu viku, jafnvel tvisvar eða þrisvar, að leikmenn Liverpool geta ekki búið til hálffæri, og hvað þá dauðafæri. Það er alveg sama hver á í hlut, það er alltaf sama sagan. Þau kvartfæri sem liðið nær þó að búa til, eru fá og langt á milli þeirra, og þá eru fáir leikmenn sem geta slúttað þeim.

    Augljós undantekning á þessu er Gerrard. En eins og hann er góður, þá eru allir hinir jafnslappir. Hér undanskil ég ekki Suarez, sem er stórbrotinn leikmaður á svo margan hátt. Hann hefur dáleiðandi hæfileika, sem er slæmt fyrir samherja hans því þeir hætta bara öllu til að sjá hann sýna listir sínar!

    Vandamálið er, líkt og KAR bendir á, að liðið skorar ekki mörk. Það er samt ekki eina vandamálið. Liðið skorar ekki því það býr ekki til færi. Það býr ekki til færi því leikmennirnir eru ekki nægilega góðir.

    Já, ég sagði það. Leikmenn liðsins eru bara í allt of miklum meðalklassa til þess að við getum ætlast til þess að þeir rjúfi allar flóðgáttir og spili eftir þeirri getu sem við viljum að þeir geri.Við getum talað um það í allan dag, alla vikuna ef því er að skipta, að liðið þarf að fá einhvern deadly markaskorara, línupotara. Sem væri til lítils því enginn gæti skorað úr engum færum. Ég held að liðið þurfi bara miklu meira en einn leikmann til þess að rífa sig upp úr þessari meðalmennsku. Það þarf ekki bara framherja heldur allavega 2-3 aðra kreatíva leikmenn á miðjuna og kantana.

    Ég hef þegar fellt minn dóm um kaup félagsins á síðasta árinu eða svo. Enrique og Suarez eru þeir sem ég er sáttur við. Henderson heillaði mig ekkert en hefur náð að vinna mig inn á sitt band undanfarið. Aðrir hafa bara sýnt það að þeir eiga ekkert erindi í lið sem ætlar sér á toppinn.

    Comolli gerði gott síðasta sumar með að losa liðið við þá leikmenn sem voru ekki nógu góðir, þannig ég bíð spenntur eftir næsta sumri og vonast til þess að stjórnin geri slíkt hið sama aftur. Enda augljóst í hvað stefnir ef við ætlum að þrjóskast við og halda í leikmenn “út af því þeir kostuðu svo mikinn pening og við verðum að láta þá blómstra þó það sé enginn möguleiki á því.”

    Homer

  13. vildi óska að ég hefði haft rangt fyrir mér um hvernig downing myndi standa sig, en það hefur einfaldlega  verið hárrétt. menn þurftu ekki nema að skoða feril hans í pl til þess að sjá hversu mikið hann var ekki ca 20 milljón punda leikmaður, ótrúlegt að liðið hafi reytt út þessum pening fyrir þennan tæplega miðlungsleikmann

  14. hvernig í ánskotonum á carrol að skora ef hann þarf að ná í boltan niður á miðju nefnið mér einn framherja siðan fowler og owen hættu sem hefur blómstrað hjá liverpool (fyrir utan torres)hver ekki cisse ekki baros hver

  15. og hvernig var með lukas leiva hann var svo rakkaður niður á þessari síðu fyrir 1-2árum hvernig er hann í dag nú getum við ekki verið án hanns gefið mönnum séns þar er verið að biggja upp lið…………………….alltaf liverpool maður sama hvernig gengur

  16. ekki örvænta kæru félagar, samkvæmt Wikipedia þá er Luuk de jong orðinn leikmaður Liverpool og án þess að spila leik er hann búinn að skora 69 mörk! alveg magnað…

  17. Sá ekki leikinn í gær þannig að ég er kannski ekki eins bálreiður og margur annar en mér finnst að margir gleymi því að í gagnrýni sinni á KING KENNY að liðið hefur tekið skref fram á við, við erum komnir lengra í báðum bikarkeppnunum (þó leikurinn í stórabikarnum hafi verið aðeins léttari en í fyrra) og staðan í deildinni er öllu þolanlegri, en ég vil bara minna menn á shitty hefur eitt miklum peningum á síðustu árum en árangurinn var fyrst að koma í ljós í fyrra með að komast í CL og vinna bikarinn, þar hafa þeir haldið sig við sama stjórann í hvað 3 til 4 timabil og sínt stöðuleika í þeim efnum og það held ég að sé lykill að uppbyggingu sé stöðuleiki í starfsmanna haldi í kringum liðið, en gefum okkur að tímabilið endi bikaralaust og við enn í 7 sæti þá er gloppa í uppbyggingunni sem þarf að leiðrétta en þetta er að mínu mati langt frá því rétti tíminn til að láta Kónginn yfirgefa hirð sína.                                                                        Sá  líka einhverstaðar í kommentum eftir leikinn að einhver skrifaði að Woy hefði verið í þessari stöðu núna hefði hann verið látið taka pokann sinn, það er erfitt að segja en málið er að sama hvað því líður þá er megin munurinn á Kenny og woy að Kenny er að sigla liðinu uppá við þó hægt sé en hjá woy var liðið einfaldlega í frjálsu falli.
    YNWA

  18. Þessi óbilandi trú sem menn hafa á Kenny fer að verða þreytt! Downing er ekki það sem er að í þessu liði. Eftir höfðinu dansa limirnir – það er bara þannig. Kenny er búinn að fá hellings pening til að móta þetta lið. Hann kaus að eyða þeim m.a. í C. Adam og A. Carrol. Er það bara allt í lagi?? Þið sem gagnrýnduð Benitez og Roy, í öllum bænum farið að opna augun fyrir því að Kenny Dalglish er langt því frá að vera rétti maðurinn í þetta starf. Hann er og verður goðsögn á Anfield en hann er ekki að fara að koma þessu liði þangað sem það á heima. Því miður.

  19.  “Ég veit bara að ef liðið á að ná þessu 4. sæti – sem virkar fjarlægari draumur með hverjum leiknum – þá er það undir þeim tveimur, og kannski Kuyt líka, að hrökkva í gang.” ( súares og Gerrard sagðiru) “Til að ná þessu 4 sæti, já við þurfum þá súarés og gerrard, ekki bara þá heldur alla leikmenn, það getur enginn verið farþegi í þessu liði. Kuyt má spila vs Man utd en ekki neinn annann leik á þessu tímabili þvi hann getur alltaf eitthvað vs man utd annars er hann búinn að vera skelfilegur sem er hrein hörmung að sjá, Downing sem er vanmetasti kanntmaður í heimi er buinn að vera drasl og carroll ekki búinn að geta neitt en hann er að koma til, þetta dettur inn hjá honum einhverntimann, við þurfum að signa núna einhverja menn í þessum glugga því við náum ekki þessu 4 sæti með þessu sem við erum að gera. T.d. chelsea hefur meira en 6 stjörnur í liðinu sínu, tottenham er að spila skemmtiegasta boltan af öllum liðum í deildini, alir vita líka að við erum ekki að fara upp fyrir man utd og man city sem er synd. við verðum að kaupa til þess að ná 4 sætinu og hann Dalglish og hans “cruei” verða að gera sóknarleikinn mun betri heldur en hann er og hætta aðeins í bili að kenna vörnini meira. við erum með frábæra vörn og þess þarf ekki að bryta en það er þessi djöfulsins sóknarleikur sem þarf að breytast. T.d. eins og á móti stoke á heimavelli þá sitjum við tilbaka með 5 varnarmenn 4 miðjumenn 1 framherja. ogekki einu sinni besta liðið okkar frekar vildi ég sjá í þeim leik kerfið 3-4-3 , bara eitthvað annað en aðliggja til baka vs litlu liði a heimavelli. þetta er skömm hjá honum dalglish nema að hann var aðreyna að hafa 3-5-2 aftur eins og um árið sem svínvirkaði. ég er svo pirraður að við séum ekki bunir að kaupa neinn striker.

  20. Ég skil ekkert í mönnum sem að eru ennþá að spá í hvort að við náum þessu 4 sæti. Það er ALDREI að fara að gerast! Trúa menn því ennþá að þetta markaleysi sé bara óheppni? Náum þessu 6. sæti og ekki meir, erum ekki með mannskap í meira, ef þið horfið á City, United, Chelsea, Spurs og Arsenal þá hljóta menn að sjá að þau eru öll með betri hóp en við. Allir þeir leikmenn sem að við keyptum í sumar og áttu að rífa þetta upp hjá okkur höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut með sínum liðum áður en þeir komu á Melwood.Ég er kannski svartsýnn en ég er lika raunsær! Um leið og Englendingar ná einhverjum árangri sem landslið er hægt að fara að réttlæta þessar fáránlegu upphæðir sem að verið er að borga fyrir þá.

  21. Held að stæðsta vandamálið sé að það er ekki nóg hreyfing á liðinu, maður sér allt og oft menn senda bolta, standa kyrr og nenna ekki að hlaupa í eyður. Kannski er það skilaboð frá þjálfara að vera passívir og skila ekki eftir sig eyður ef boltinn glatast. En pass and move pass and move er eitthvað sem þarf meira af fyrir minn smekk.

  22. Hvað hafa Lucas, Gerrard og Suarez náð að spila marga leiki saman í byrjunarliði á heilu ári? einn, tvo? Grátlegt

  23. Án þess að vera með neitt bögg þá tel ég vandamál Liverpool vera þessi: Liverpool er ekki lengur lið sem heillar neinn stjörnuleikmann, heldur verðið þið að sætta ykkur meðalleikmenn hvað eftir annað. Downing- Henderson- Carroll-Adams eru einfaldlega ekki kaup fyrir lið sem ætlar að vera í meistaradeild, hvað þá vinna titilinn. Hvað er það í fari Liverpool síðustu árin á að fá stjörnuleikmenn til að koma til Liverpool? Ekki eru það peningarnir, þjálfararnir eða árangurinn. Eina sem getur hugsanlega fengið menn til að koma til Liverpool er Sagan og Anfield. Fótboltamenn nútímans eru ekkert að hugsa um sögu fótboltaliða, þeir eru að hugsa um titla, pening og gellur. Leiðinlegt en satt. Sem leiðir mig að seinna vandamáli Liverpool; ykkur hentar mun betur að vera “litla” liðið, liggja til baka og svo nýta þau færi sem gefast í stóru leikjunum. Gæði leikmanna ykkar eru ekki meiri en svo að þegar þið þurfið að stjórna leikjum á móti liðum sem pakka í vörn, þá gerist ekki neitt. Ég myndi vera stórkostlega þakklátur fyrir Gerrard og P. Reyna, því að síðustu ár hafið þið ekki verið með aðra “world class” spilara. Og ég dáist meira að segja að þessum mönnum, því báðir gætu verið löngu farnir. Og ég er ekki að reyna að vera að leiðinlegur, þetta er bara ykkar vandamál, sem ég er einmit hræddur um að verði hjá okkur united mönnum þegar SAF er orðinn of gamall til að “mótiveita” liðið. 

  24. siggi United maður:

    Án þess að vera með neitt bögg þá tel ég vandamál Liverpool vera þessi:
    Liverpool er ekki lengur lið sem heillar neinn stjörnuleikmann, heldur
    verðið þið að sætta ykkur meðalleikmenn hvað eftir annað.

    Ég skil hvað þú meinar, en ég er ósammála. Liverpool á erfitt með að laða að sér toppleikmenn af því að:

    • við erum ekki í Meistaradeildinni sem stendur.
    • við erum ekki til í að borga rugllaunin sem menn fá hjá City og Chelsea.

    Í seinna atriðinu sitjum við til borðs með United, Arsenal, Tottenham og svo framvegis. Hjá Liverpool fá toppleikmenn gífurlega vel borgað, eins og hjá hinum þremur liðunum, en hjá City geta menn fengið borgað meira fyrir að sitja á bekknum en þeir fengju sem lykilmaður hjá Liverpool, Arsenal eða United. Það er fáránlegt, en staðreynd því miður.

    Fyrra atriðið er það sem verið er að laga. Gael Clichy sagði nei við okkur sl. sumar af því að við vorum ekki með Meistaradeildarsæti og fyrir vikið áttum við ekki séns á t.d. Kun Aguero og Juan Mata. En á móti fengum við Luis Suarez, einn af bestu leikmönnum heims og stjörnu á síðasta HM, og hann hefði aldrei komið til liðs utan Meistaradeildar ef það væri ekki Liverpool eða Man Utd. Það er bara staðreynd líka.

    Þannig að já, Liverpool stendur höllum fæti akkúrat núna í að heilla eftirsótta toppleikmenn eins og t.d. Eden Hazard eða Mario Götze, en um leið og liðið dettur aftur inn í Meistaradeildina (hvenær sem það gerist) mun það vandamál vera úr sögunni.

  25. Já og ég gleymdi að svara seinni punktinum hjá þér. Þú sagðir:

    Ég myndi vera stórkostlega þakklátur fyrir Gerrard og P. Reyna, því að
    síðustu ár hafið þið ekki verið með aðra “world class” spilara.

    Suarez, Torres, Mascherano, Alonso, Joe Cole, Lucas, Glen Johnson, Morientes. Þessir leikmenn stóðu sig misvel hjá Liverpool en voru allir risanöfn þegar þeir völdu Liverpool, og flestir þeirar völd Liverpool fram yfir aðra klúbba.

  26. Ég mundi klárlega bæta Henderson inn í þessa jöfnu, þ.e. 54 + 16 = 70 milljónir punda fjárfesting sem engu hefur skilað. Dalglish og Comolli bera fulla ábyrgð á þessum leikmannakaupum.

  27. Þessi umræða er nú með þeim verri í langan tíma. Það er eins og allir leikir vetrarins hafi verið eins og Stoke leikurinn.Uppleggið í greininni gefur kannski líka tóninn, Kristján Atli greinilega mjög pirraður. Bakkar þetta upp með tölfræði sem, jú, mikið er að marka. En skot eru ekki bara skot, þau eru tekin á ólíkum stöðum á vellinum.

    Homer hefur lög að mæla að hluta til en það er þó rangt hjá honum að þetta séu ekki færi sem menn eru að skjóta úr. Færin hafa komið á færibandi undanfarna mánuði. Þótt það hafi ekki gerst í einum leik og Dalglish hafi klikkað á uppstillingunni er ekki þar með sagt að allt sé í hers höndum hjá liðinu. 

    Við höfum rætt þetta margoft í vetur og vandamálið er ekkert öðruvísi en það hefur verið. Og það er rétt hjá Kristjáni Atla að Carroll og Downing eru mikil vonbrigði. Við þurfum að nýta færin sem við fáum. Stundum, eins og gegn 9-1-0 taktík Stoke, fáum við fá færi. Þá þurfum við að nýta eitt af þessum fáu færum. Það er bara ekki að gerast. Oftar, eins og gegn Wigan, Blackburn, Sunderland og fleirum, fáum við feykinóg af færum. Þurfum bara að nýta einu fleira en við gerum. 14 stig í súginn, með þeim værum við með 49 stig. 49 STIG!!! Einu fleira en Man Utd.

    Ég vil minna menn á að í fyrri hálfleik gegn Man City fékk liðið 4 ágætis færi í fyrri hálfleik. Í deildarleiknum gegn þeim þar áður fékk liðið gapandi dauðafæri áður en Reina gerði sín mistök. Liðið skoraði 3 mörk gegn Newcastle, fékk aragrúa af dauðafærum í leikjunum þar á undan. Liðið hefur leikið illa gegn Stoke og Swansea á heimavelli. That´s it. Það þýðir ekkert að láta svona.

  28. Ég vill aðeins tala um andlega þáttinn í þessu. Ég man eftir því þegar Rafa var með liðið þá var Liverpool oft statt í svipaðri jafnteflis-aðstöðu. Leikmenn voru í taktísku fangelsi í 80 mínútur þangað til þeir áttuðu sig á því að það voru bara 10 mínútur eftir til að skora og þá fór allt í gang……en of seint. Dautt jafntefli.Núna fáum við svipaða frammistöðu aftur og aftur. Við sjáum þessa handboltataktík aftur og aftur, boltinn gengur á milli Reina-Skrtel-Agger-Adam-Henderson-Johnson-Skrtel-Enrique…svona gengur þetta heilu leikina og engin tekur af skarið nema þá Enrique helst. Menn hafa ekki trú á verkefninu og ástæðan fyrir því að ekki er trú á verkefnið er sú að liðið hefur ekki leikmenn sem eru skapandi og brjóta upp leik liðsins. Það vantar algjörlega kantmenn í þetta lið….sama vandamál og þegar Rafa var með liðið. Þetta er ótrúleg staðreynd, Liverpool liðið hefur ekki átt skapandi kantmenn í allavega 10 ár…… mér dettur McManaman bara í hug!!! (Í guðana bænum ekki nefna Kewell).Þegar lið með lítið sjálfstraust skapar sér bara hálf-færi (eða kvart-færi eins og Homer orðaði þetta svo vel) þá sjáum við tölfræði eins og Kristján Atli sýndi okkar. En þessi tölfræði sýnir okkur ekki hvað liðið er gott heldur þver öfugt. Tölfræðin sýnir okkur hvað við erum lélegir að skapa okkur góð færi. Við sáum svona tölfræði aftur og aftur hjá Rafa, áttum 20 skot á mark en vorum heppnir ef við skoruðum.Við erum búnir að horfa á þetta Liverpool lið aftur og aftur að ströggla og ég hef staðið mig að því að verja Adam, Henderson og meira að segja Downing…þangað til herra Gerrard steig á sviðið eftir meiðslin. Hann gerði svo lítið úr þeim leikmönnum sem hafa haldið þessu liði uppi að það var vandræðalegt. Allt í einu fór allt í gang og hann átti nokkrar sendingar inn í teig á Carroll, Carroll leit í fyrsta skipti út sem sóknarmaður í rauðu treyjunni…ÓTRÚLEGT!Okkur vantar ekki sóknarmenn heldur vantar okkur skapandi miðjumenn…kantmenn! Suarez, Kuyt og Carroll eru alveg nógu góðir ef þeir fá tækifæri til að spila sem sóknarmenn. Suarez er farinn að þurfa að sækja boltann út að miðri hliðarlínu, Carroll dettur til baka og þarf að berjast einn við 2-3 varnarmenn og Kuyt hleypur í hringi eins og vanalega því hann fer þangað sem boltinn er. Í dag eru mest skapandi leikmenn liðsins bakverðir! Hvaða rugl er það!Kantmenn liða:City – Silva og Nani (Milner og Johnson)Manjú – Nani og ValenciaTottenham – Lennon og BaleArsenal – Walcott og GervinhoChelsea – creativity kemur í gegnum Mata og Lampard. Þeim vantar kantmenn enda eru þeir oft í sama rugli og Liverpool sem sést á lélegum leik Torres og Drogba.Liverpool er með minna creative lið en Newcastle, Norwich, Blackburn enda sýnir tölfræðin það svart á hvítu.Ef Dalglish ætlar að koma með gömlu góðu tímana á Anfield þá eru skapandi leikmenn svarið. Hann ætti sjálfur að vita þetta manna best og reyndi að kaupa Downing og Henderson til að laga þetta en það er alls ekki að virka, Henderson er framtíðin en Downing er fínn á bekkinn. Dalglish þarf að taka upp veskið aftur. 

  29. Ég vill aðeins tala um andlega þáttinn í þessu. Ég man eftir því þegar Rafa var með liðið þá var Liverpool oft statt í svipaðri jafnteflis-aðstöðu. Leikmenn voru í taktísku fangelsi í 80 mínútur þangað til þeir áttuðu sig á því að það voru bara 10 mínútur eftir til að skora og þá fór allt í gang……en of seint. Dautt jafntefli.-Núna fáum við svipaða frammistöðu aftur og aftur. Við sjáum þessa handboltataktík aftur og aftur, boltinn gengur á milli Reina-Skrtel-Agger-Adam-Henderson-Johnson-Skrtel-Enrique…svona gengur þetta heilu leikina og engin tekur af skarið nema þá helst Enrique. Menn hafa ekki trú á verkefninu og ástæðan fyrir því að ekki er trú á verkefnið er sú að liðið hefur ekki leikmenn sem eru skapandi og brjóta upp leik liðsins. Það vantar algjörlega kantmenn í þetta lið….sama vandamál og þegar Rafa var með liðið. Þetta er ótrúleg staðreynd, Liverpool liðið hefur ekki átt skapandi kantmenn í allavega 10 ár…… mér dettur McManaman bara í hug!!! (Í guðana bænum ekki nefna Kewell).-Þegar lið með lítið sjálfstraust skapar sér bara hálf-færi (eða kvart-færi eins og Homer orðaði þetta svo vel) þá sjáum við tölfræði eins og Kristján Atli sýndi okkar. En þessi tölfræði sýnir okkur ekki hvað liðið er gott að sækja heldur þver öfugt. Tölfræðin sýnir okkur hvað við erum lélegir að skapa okkur alvöru færi. Við sáum svona tölfræði aftur og aftur hjá Rafa, áttum 20 skot á mark en vorum heppnir ef við skoruðum. Við erum aftur og aftur búnir að horfa á liðið ströggla og margir (incl. ég) hafa staðið sig að því að verja Adam, Henderson og meira að segja Downing…en þá kom herra Gerrard og steig á sviðið eftir meiðslin. Hann gerði svo lítið úr þeim leikmönnum sem hafa haldið þessu liði uppi að það var vandræðalegt. Allt í einu fór spilið í gang og hann átti sendingar inn í teig á Carroll, Carroll leit í fyrsta skipti út sem sóknarmaður í rauðu treyjunni…ÓTRÚLEGT! -Okkur vantar ekki sóknarmenn heldur vantar okkur skapandi miðjumenn…kantmenn! Suarez, Kuyt og Carroll eru alveg nógu góðir ef þeir fá tækifæri til að spila sem sóknarmenn. Suarez er farinn að þurfa að sækja boltann út að miðri hliðarlínu, Carroll dettur til baka og þarf að berjast einn við 2-3 varnarmenn og Kuyt hleypur í hringi eins og vanalega því hann fer þangað sem boltinn er. Í dag eru mest skapandi leikmenn liðsins bakverðir! Hvaða rugl er það!-Kantmenn liða:<b>City </b>- Silva og Nani (Milner og Johnson)<b>Manjú </b>- Nani og Valencia<b>Tottenham </b>- Lennon og Bale<b>Arsenal </b>- Walcott og Gervinho<b>Chelsea </b>- creativity kemur í gegnum Mata og Lampard. Þeim vantar kantmenn enda eru þeir oft í sama rugli og Liverpool sem sést á lélegum leik Torres og Drogba.Liverpool – Downing (Mr. Nobody)…..og Bellamy í þriðja hverjum leik. Annað ekki.Liverpool er með minna creative lið en Newcastle, Norwich, Blackburn enda sýnir tölfræðin það svart á hvítu.Ef Dalglish ætlar að koma með gömlu góðu tímana á Anfield þá eru skapandi leikmenn svarið. Hann ætti sjálfur að vita þetta manna best og reyndi að kaupa Downing og Henderson til að laga þetta en það er alls ekki að virka,&nbsp;Henderson er framtíðin en Downing er fínn á bekkinn.-&nbsp;<b>Dalglish&nbsp;þarf að taka upp veskið aftur.&nbsp;</b>

  30. Vandamálið hjá Liverpool er ósköp einfalt að mínu mati og aðeins er hægt að færa einn mann til bókar fyrir því. Kenny Dalglish.

    Búið er að eyða um 90 milljónum punda í leikmenn fyrir þetta tímabil.Leikmenn eins og Carroll, Downing og Adam eru og verða alltaf meðalleikmenn. Góðir hjá liðum eins og Aston Villa, Newcastle og Blackpool en þegar kemur að því að taka stökkið í stærra og betra liði gengur lítið. Eins og við höfum séð í allann vetur.

    Kaupin á Enrique og Henderson voru að vísu meira vit í. Einfaldlega vegna þess að t.d. leikmenn eins og Henderson hafa burði í að verða góðir leikmenn hjá toppliði og er eins og oftar en ekki er sagt “ungur og efnilegur”. Svo verður bara að koma í ljós þegar hann hættir að vera ungur hvort hann verður eitthvað meira en bara “efnilegur”.

    Liverpool verður að fjárfesta í leikmönnum sem eru á “besta aldri” og hafa burði til þess að verða heimsklassa fótbotlamenn. Allir sem nokkurntímann hafa fylgst með knattspyrnu af einhverju viti sjá t.d. að Andy Carroll hefur ekki þessa burði. Enda hefur það heldur betur komið á daginn.

    Hvað leikmannakaup í janúar varðar þá er ég ekkert viss um að nokkuð bitastætt sé í boði en þó eru ungir og hæfileikaríkir leikmenn þarna úti sem vert er að skoða nánar. Leikmenn eins og Eden Hazard (sem margir hafa nefnt), Xherdan Shaqiri, Ryad Boudebouz, Iker Muniain, Javi Martinez, Marek Hamsik o.fl.

    Leikmenn á réttum aldri og getulega séð tilbúnir til að taka næsta skref á ferlinum í stærri klúbbi.

    Mitt mat er það er kemur að enskum leikmönnum (leikmönnum frá Bretlandseyjum) að ekki þurfi að eyða stórkostlegum fjármunum í slíkt þrátt fyrir regluverk FA. Leikmenn í liði Liverpool frá Bretlandseyjum eiga að vera uppaldir hjá félaginu og hafa hjartað til staðar til að berjast fyrir klúbbinn, jú eins og við höfum alltaf átt.

    Robbie Fowler, Michael Owen, Steven Gerrard o.fl. o.fl.

  31. Ben #35Fowler lék sinn fyrsta leik í september 1993. Á þeim19 árum síðan það gerðist gastu nefnt þrjá uppalda leikmenn, að honum meðtöldum. Gætum reyndar bætt Carragher inní þetta en það gera fjóra leikmenn á rétt tæpum 20 árum semhafa verið nógu góðir fyrir aðalliðið….og þú vilt láta uppalda leikmenn duga til að fylla í hópinn? Það er ekki eins og þeir sem hafa verið látnir fara frá okkur hafi verið að standa sig jafn vel og Downing, Adam eða Carroll voru að gera áður en þeir komu.  Held að þú ættir að endurskoða þetta aðeins.

  32. Nefndi nú bara þessa þrjá af því mér datt þeir fyrst í hug.Gæti nefnt menn eins og McManaman, Redknapp, Murphy (tvítugur þegar hann kom), Carragher, Lucas Leiva (19 ára þegar hann kom) og David Thompson.

    Það sem ég vill meina er að klúbbur eins og Liverpool á alveg að getað skilað nógu góðum leikmönnum í gegn um unglingastarf félagsins sama hvort menn eru keyptir ungir eða aldir upp af félaginu.

    Svo eru að koma upp strákar eins og Kelly, Flanaghan, Robinson, Sterling, Coady o.fl. sem gætu alveg eins átt fullt erindi í aðalliðið í stað manna sem ekki eru að standa sig.

  33. Sennilega kemur það nú ekki mörgum hér á óvart að ég er ekki sammála meistara Kristjáni að öllu leyti í þessum pistli.Ég er alveg sammála honum í því að Downing og Carroll hafa átt erfiðan vetur. Mjög erfiðan. 

    En ég held áfram með það sem ég skrifaði við leikskýrslu Einars í gær, þar sem Einar Örn kemur inn á það í kommenti að fáir leikmenn sóknarlega hafa stigið upp, mér finnst einfaldlega enginn leikmaður okkar, nema hugsanlega Bellamy, hafa náð miklum árangri á sóknarþriðjungnum. 

    Tölfræðin sem Kristján bendir á er fín þar um og svo má líka bara skoða stigagjöfina í Fantasy leiknum okkar. Þrír efstu mennirnir okkar eru Reina, Enrique og Skrtel.  Eru við toppinn í heildastigagjöfinni, eini leikmaðurinn yfir 75 stigum af miðju- og sóknarmönnum er Charlie Adam.  Ég sagði í sumar að ég væri spenntastur fyrir Downing þar sem hann hefði eiginleika sem við ekki ættum, væri örvfættur og gæti tekið menn á auk þess sem hann skoraði reglulega.  Skildi fullkomlega þau kaup.  Skítsama um það hvað hann kostar, sé ekki að nokkur maður sé að gleðjast yfir því að við keyptum Adam á lægra verði en Rauðnefur keypti portúgalskan striker frá YouTube United, leikmann sem ekki fær að halda á vatnsbrúsunum.  Aston Villa seldi ekki fyrir minna en 19 millur og þá það.  Eftir á að hyggja er bara ekki til.  Það sem er til er að það vantar í liðið þitt og þú reynir að laga. 

    Þess vegna var keyptur vinstri bakvörður, því við áttum engan slíkan.  Fleiri leikmenn á miðjuna því að Poulsen og Cole (sem munu kosta okkur 6 milljónir punda á þessu ári) virkuðu ekki og Aquilani vill ekki spila á Englandi.  Hafsent var fenginn því Kyrgiakos var ekki öflugur fjórði kostur og því kom Coates. Okkur vantaði varamarkmann og fengu Doni, sem er besti varamarkmaður félagsins síðan Friedel fór. Í blálokin bauðst okkur Bellamy, sem reyndar var á leiðinni til Tottenham en persónulegt símtal frá Dalglish reddaði því, jafnvel þó Bellamy hafi átt að fá hærri laun í London.  Á síðustu metrunum losnuðum við svo við leikmenn sem voru aldrei nógu góðir til að verða lykilmenn (Jovanovic, Insua og N’Gog) auk þess sem Meireles hljóp fyrir meiri laun.  Ef það hefði ekki gerst hefði ég 1.september gefið stjórn félagsins 9,5 fyrir þennan glugga, en lækkaði einkunnina niður í 8,5. 

    Sem er án vafa hæsta einkunn fyrir sumarglugga síðan 2007 þegar við fengum Torres, Lucas og Benayoun.

    Síðan í dag er ég auðvitað ósáttur við að Downing hefur ekki fundið sig.  Ég horfi nú samt líka til þess að mér finnst bara enginn framlínumannanna utan Bellamy geta verið glaður með sig.  Ég er ekkert fúlari yfir Downing en Kuyt t.d. 

    Svo ræðir fólk hér um dýra enska leikmenn.  Það hljóta allir að vera sammála um það.  Út af hverju er verið að versla enska leikmenn?  Út af reglunum sem hljóða upp á það að í 25 leikmanna hópi liða þurfi 8 þeirra að vera uppaldir hjá enskum liðum.Þann 1.júní 2011 voru þessir slíkt merktir.  Carragher, Darby, Spearing, Gerrard, Insua, Cole, Konchesky og Carroll.  Þessi tala á svo að verða 10 á næstunni. Það hljóta allir að sjá að lið byggja þá ekki á 15 “óenskum” leikmönnum og þar sem við sjáum að í raun er í þessum hópi bara Gerrard óumdeildur næstu árin þá átti öllum að verða ljóst að sú stefna sem Rafa hóf um að kaupa unga breska leikmenn héldi áfram. 
    Þess vegna keyptu menn breskt í sumar og þess vegna buðum við hærri upphæð í Phil Jones og fengum tilboð samþykkt í Ashley Young til þess eins að þeir neituðu að koma. 

    Ef við tökum þetta skref enn lengra þá veit ég ekki ennþá hvaða aðra enska leikmenn en þá sem við keyptum eða buðum í við hefðum átt að fá.  Sumir segja Scott Parker en ég er bara ekki sammála.  Það er bara mín skoðun, aðra sá ég nú eiginlega ekki.  En þess vegna er ég hundfúll í dag en vill ekki arga um ranga innkaupastefnu, og alls ekki eftir 4 mánuði af tímabilinu.  Leikmannakaup síðustu þriggja ára voru um margt sorgleg og það mun taka tíma að rétta það allt af. 

    Auðvitað eru menn hundfúlir á Melwood, það sást á ummælum Carragher um helgina og vonandi verður það til þess að við fáum öflugan leikmann til okkar í janúar.Þá að því.  Hvern fáum við?  Ekki einu sinni reyna að hugsa um Higuain, hann er bara heilmikið að spila hjá Real og fer ekki þaðan.  Shaqiri?  Ekki í janúar held ég og alveg pottþétt ekki til liðs sem er ekki í CL.  Hann mun einfaldlega spila fyrir sitt heimafélag í þeirri keppni. Hazard?  Hann var flottur í fyrra og er spennandi kostur, en hefur átt erfiðan vetur í liði þar sem Joe Cole virðist vera töluvert besti maðurinn.  Boudebouz er klárlega óskrifað blað, Marek Hamsik er í CL með sínu lið, svo að það er ekki einfalt mál að finna lausn sem virkar strax.En það á auðvitað að reyna!  Eins og var reynt með Downing, Henderson, Enrique og Adam.  Sumt þar hefur gengið betur en annað. 

    Ég virkilega vona að Comolli reyni að fá inn leikmenn sem styrkja liðið okkar strax, þannig að þegar við komum í leikinn gegn Tottenham í febrúarbyrjun verði 1 – 2 leikmenn í byrjunarliðinu sem við erum spennt yfir.  Jafnvel þó í maí við verðum ekki eins glöð með þessa leikmenn.  Því fyrir hvern Suarez er Morientes, hvern Alonso er Sissoko og fyrir hvern Hyypia er Pellegrino.  Þannig er bara fótboltinn.

    Það vantar meiri gæði á sóknarþriðjunginn.  Þar þarf allt liðið að koma til.

    Svo bleiku fílarnir í postulínsbúðinni.  Dalglish fyrst.  Alveg klárt mál að hann er eins og aðrir þjálfarar.  Gerir sumt vel og annað illa.  Wenger hefur ekki unnið titil í sex ár, aldrei verið ofar í deildinni en í þriðja sæti.  Rauðnefur tapaði fyrir Blackburn og skíttapaði fyrir Newcastle.  Ég var alveg grautfúll eftir leikinn gegn Stoke með frammistöðu þjálfarateymisins, en svo sá ég líka að stjórinn var grautfúll með frammistöðu liðsins, og tiltók sig sem hluta að þeirri heild.  Ég ætla að halda áfram að vera á því að þetta þjálfarateymi okkar sé að líta alveg sultuvel út á margan hátt, vona innilega að þeir komi okkur í fyrsta úrslitaleikinn á Nýja Wembley og nái að gera alvöru atlögu um fjórða sætið. 

    Því ég hef ALDREI haft væntingar um meira en það í vetur.  Því síðustu tveir vetur voru beinlínis varasamt lélegir og það mun þurfa tíma til að ná árangri.  Tíma sem mælist í árum en ekki mánuðum.  Dalglish fékk starfið full-time í sumar og fór þá fyrst að geta valið sér meðstarfsmenn (Keen og leikmennina) og ákveða sína uppstillingu.  Það heyrist orðið oftar og oftar að hans tími sé liðinn.  Skil ekki slík ummæli.  Bara alls ekki.  Nýr stjóri tekur með sér nýja þjálfara, nýjar áherslur og nýja leikmenn.  Það er alls ekki fullreynt með þann sem er núna, hvað þá ef hann leiðir liðið loks í úrslitaleik og nær að fara fram úr Arsenal og Chelsea á lokasprettinum, við erum nefnilega ekki að keppa við Fulham og Stoke um CL-sætið. 

    En að sjálfsögðu þarf seinni hluti tímabilsins að ganga betur.  Ég er reyndar svo vitlaus að vilja frekar vinna bikar en CL sæti ef ég fæ að velja en þannig er bara ég.

    Hinn fíllinn heitir Andy Carroll.  Eftir á að hyggja er líka hægt að garga sig hásan um hann.  En í lok janúargluggans var þessi strákur með fleiri mörk skoruð í PL en Torres, hafði stútað okkur algerlega í leik stuttu áður og enginn vissi hvernig Luis Suarez myndi falla inn í enska boltann.  Talað um þennan strák í hæsta stigs lýsingarorðum sem mesta strikerefni síðan Shearer kom.  Skil þessa innkaupastefnu fullkomlega en stundum gengur hún ekki upp.  Það á eftir að sjást, vorið mun lýsa því enn betur en hingað til því auðvitað á þessi strákur ekki að fá endalausan tíma.  En ef við seljum hann, þá verður ekki mikill undirbalance á þeirri sölu, það er ég til í að veðja um, m.a. vegna þess að hann er jú enskur og það þýddi t.d. það að óreyndur 17 ára unglingur var seldur fyrir 13 milljónir punda úr Championshipdeildinni í sumar.

    Svo.  Þegar í lokin ég dreg þetta saman þá hef ég orðið fyrir vonbrigðum með margt í vetur.  Mest þó að við nýtum okkur ekki stöðuyfirburði úti á vellinum til að skora mörk á sóknarþriðjungnum.  Þar held ég að fullreynt sé að við þurfum styrkingu og ég vona að hún verði í janúar.

    En ef 1.september mér hefði verið boðið það að 16.janúar værum við hársbreidd frá úrslitaleik á Nýja Wembley, værum að fara að keppa við United um sæti í 16 liða úrslitum FA og ættum séns á að taka CL-sæti með heimaleiki við alla helstu keppinautana um það sæti?

    Svarið mitt hefði verið einfalt.

    Já takk. Allan daginn.

  34. Það er alveg rétt að líklegast er ekkert bitastætt í boði í janúar-glugga þar sem liðin enda alltaf á því að borga stjarnfræðilegar upphæðir fyrir leikmenn sem ná svo varla takti með nýju liði á miðju tímabili. (Suarez undantekning)

    Flestir af þessum leikmönnum sem ég nefndi hafa verið að standa sig vel bæði með landsliði og félagsliði – enda eru félagsliðin flest öll að gera góða hluti heimafyrir og í Evrópu.Hef á hinn bóginn ekki alveg verið að sjá þessa innkaupastefnu hjá okkar klúbbi vera að gera sig.

    Skil hinsvegar þessar FA reglur mætavel og gera þær fótboltann á Englandi áhugaverðari fyrir vikið.

    Held samt að þú hafir gleymt Glen Johnson í upptalningunni á uppöldum leikmönnum 2011 🙂

    Svo gleymdi ég að nefna menn eins og Ronnie Whelan, Domenic Matteo, Jay okkar Spearing, Insua og Danny Guthrie í talninguna um uppalda leikmenn síðan 1993.

  35. Sælir félagarÉg er einn af þeim sem var brjálaður eftir leikinn á laugardaginn.  Brjálaður út í KK og liðið fyrir slaka frammistöðu;

    Enn er ég ósáttur en geðveikin rennur af manni með tímanum.Í framhaldi af því vil ég benda á staðreynd sem einhver orðaði í kommentum eftir leikinn.; Kuyt var eins og hauslaus hæna ínn í teig Stoke.; Hann var nákvæmlega í sömu stöðu og með sama árangri og A. Carroll.; Af hverju er það að framherji lítur út eins og hauslaus hæna inn í teig andstæðinganna?

    Þetta er umhugsunarefni.  Ef framherji fær enga þjónustu, engan stuðnin inní teignum, enga möguleika aðra ein reyna að reka hausinn í (ansi) misjafnar fyrirgjafir, þá er árangur hans í samræmi við það.Áhyggjuefnið er það að færslan á síðasta þriðjungi vallarin er lítil sem engin.  Enginn þorir inn í teiginn til að reyna að skapa eitthvað og brjóta upp varnir, búa tilmöguleika fyrir einmana senterinn (nema Suarez) heldur bíða menn fyrir utan og vona að eitthvert kraftaverk gerist án þeirra aðstoðarÞar að auki þorir enginn kantmaður né bakvörður (nema GJ stundum) að taka menn á og komast upp að endamörkum til að gefa alvöru krossa inn í teig. Þetta tel ég vera helstu ástæðu markaþurrðar liðsins.

    Þarna held ég að sé við stjórann að eiga.  Áherslan á að verjast, fá ekki á sig mark er ríkari en sú að skora mörk. Sjálfstraust leikmanna er of lítið til að þora að leggja upp í leiðangur sem ef til vill skilaði marki og um leið gæfi andstæðingnum sóknarfæri ef árásin mistekst. Downing og Jose snúa nánast undantekningarlaust við í stað þess að gera árás á vörnina og reyna að ná inn krossum eða skotum (sem er þó algengara:Downing). GJ gerir þetta stundum og skapar þá oft hættu og markmöguleika en tapar auðvitað stundum boltanum. Miðjan situr yfirleitt eftir þegar gefnir eru boltar inn í teiginn í stað þess að gera árás á vörnina og setja upp möguleika á spili í gegnum senterinn.

    Þegar svo kemur að leik ein og Stoke leiknum þá spila menn endalaust saman fyrir framan vörnina og aftur í öftustu línu en árásir á andstæðinginn eru veikburða og án áhættu og sjálfstrausts.  Niðurstaðan steindautt jafntefli og hrikalega óspennandi og leiðinlegur leikur án takmarks og tilgangs.Niðurstaða:; Markaleysið liggur ekki (amk.ekki eingöngu) í slökum mannskap heldur leikskipulagi og niðurnjörvuðum hlutverkum manna og svo auðvitað skorti á sjálfstrausti og þar með frumkvæði og sköpun.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  36. Það er nú þannig að hér er mín skoðun og þarf ekki að endurspeigla skoðun neins annars!1) Gerrard var að spila sinn fyrsta heila leik yfir langan tíma á mivikudag gegn man.cyti og nokkuð fyrirsjáanlegt að hann yrði ekki til stórra verka 3 dögum seinna í byrjunarliði aftur! Hann þrufti samt leikina og verður bara öflugri þegar á líður!2) Varnarlega erum við með meiri breidd en áður og þvi betri árangur!3) Í stöðu Gerrards erum við ekki með mann til skiptanna og vantar sárgrætilega strák-gutta á miðjuna sem getur sprengt upp varnir andstæðinganna! Áræðni núverandi miðjumanna (annarra en SG) er ekki nægjanlega mikil!4) Sóknarlega … margt sem þarf að laga og hugsa í lausnum! Er ekki  sjálfur með töfralausn en bendi á að saman hafa spilað þeir Gerrard, Suarez og Caroll rétt um 70 mínútur á vellinum síðan sá síðasti kom til félagsins! vil fá að sjá þá alla inná í fullu fjöri…. sem fyrst!YNWA.

  37. skil ekki thessa thrahyggju med lucas leva hann hefur spilad svona 4 goda leiki, og er varnarmidju madur sem hefur aldrei buid neitt til fram a vid,soknum hans ekki neitt,thad tharf menn sem geta buis eitthvad til 

  38. Af öllum hérna held ég að ég verði að vera mest sammála united manninum.  Gengi liðsins er búið að vera frekar skrýtið,  tökum flesta af þessum stórleikjum og “stærri” klúbbarnir heppnir að ná jafntefli á móti okkur.  En á móti lendum við í basli með litlu klúbbana.  Það eru ekki bara þessir leikmenn sem eru að klikka.  Liðinu gengur illa að koma boltanum hratt fram í þeim leikjum sem það stjórnar.  Fer einfaldlega of mikill mannskapur í að halda hreinu og ráða á miðjunni.   Þegar við spilum við lið sem svo þora eða geta sótt á okkur þá náum við hröðu sóknum og þessum bolta sem við viljum að liðið spili.  Það er staða sem þessir leikmenn sem við keyptum þekkja og þess vegna voru þeir bestu menn sinna klúbba.  Núna eru þeir komnir í á stöðu að þeir eru alltaf dekkaðir og og oftar en ekki tvídekkaðir.  Það litla sem hefur heillað mig við Downing og Henderson i vetur er annars vegar Downing  að sækja boltan upp í horn eftir ótrúlegar langar sendingar úr vörninni eða djúpt af miðjunni.  Það skilar reyndar engu því það er alltaf kominn maður á hann um leið og tveir á manninn sem á að taka við krossinum frá honum.  Hins vegar er það mótaka og snúningurinn hjá Henderson á miðjunni og hlaup að markinu, sem endar oft á skoti, sem reyndar er svo blokkað af einhverjum af þessum 5 varnarmönnum  sem hann á eftir að snúa af sér.Held að það sé ekki hægt að kenna þessum leikmönnum sérstaklega um gengi liðsins,  liðið hefur verið að fá helling af færum það er satt. En þetta hafa nú ekki alltaf verið neitt sérstaklega góð færi og oftast hafa menn verið að skjóta gegnum þétta vörn með mann í sér.Mig grunar að það hafi verið hugmyndin hjá Dalglish á móti Stoke.  3 miðverðir og 2 vængmenn.  Restin af liðinu átti að sækja.  Þetta klikkaði reyndar alveg því Pullis sá við honum og bannaði sínum mönnum að fara fram fyrir miðju.  Ég vill gefa þessum leikmönnum sjens áfram,  frekar að reyna að búa til betra vinnuumhverfi fyrir þá.  Þeir þurfa að læra að vera í þessari dominerandi stöðu og spila þannig.  Mætti líka færa liðið aðeins aftar á völlinn og reyna að vinna betur úr skyndisóknum.  Það hefur alla vega ekki skilað miklu að vera með boltan 70% í leik og nánast í sókn allan tímann.Mætti alveg fá almennilega hægri kantmann, myndi alla vega losa aðeins um downing ef andstæðingurinn þarf að hafa áhyggjur af sóknum á báðum köntum.

  39. Það skora nú bara ekki mörg lið þegar það eru í allra mesta lagi 2 leikmenn inní teig andstæðingana þegar boltinn er sendur fyrir, þá skiptir bara engu hvaða sóknaðurmaður/menn eru þar á ferð.Dalglish er bara að spila of hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta sem auðvelt er að verjast eins og hefur sýnt sig. (Dæmi: Markið hjá Scholes á móti Bolton, þá eru þeir 4 inní markteig nánast sem er eitthvað sem maður sér varla hjá LFC nema á kannski 90 mínútu þegar þeir loks átta sig á því að þeir verða að skora til að vinna leikinn)Að sama skapi þá gerir Downing lítið gagn á hægri kantinum ef hann á að búa til einhver mörk þar sem hann getur varla staðið í hægri löppina og hvað þá gefið fyrir með henni.Ef það væru 3-4 leikmenn inní boxinu í hvert skipti sem boltinn er sendur fyrir þá aukast líkurnar á því að Carroll til dæmis fari að skora eitthvað að viti, þá hafa varnarmennirnir um meira að hugsa heldur en að bara dekka hann. Áfram Liverpool

  40.  
    Það sem a að er hvað heitast á erlendu síðunum í ag er að Liverpool virðist vera að spá avarlega í defoe hann er nátturulega frábær sóknaðrmaður og er held ég einmitt þessi fowler owen týpa sem að liggur í boxinu og klárar færin sín held að það væti verið áhugavert að sjá hann og Caroll spila saman eins og þegar að defoe var að spila með crouch.  Einnig er Granero búinn að vera orðaður við okkur í talsverðan tíma en ég veit satt að segja ekki mikið um þann mann en miðað við hvað ég hef lesið mig til um hann þá á hann að vera góður miðjumaður og bara það að hann sé búinn að vera hjá Real í allan þennan tíma hlýtur að vera ákveðin gæðastimill á hann.  Varðandi Snow þá er það örugglega góð lausn ef að við getum skipt Cole uppí og borgað eitthvað klink á milli hefur verið með gott record í frakklandi

  41. Ég vil bara benda Magga og Kristjáni Atla sem báðir nefna launastefnu Tottenham að hjá Tottenham er launaþak sem er um 70þúsund pund á viku.

  42. #39 Maggi segir:“En ef 1.september mér hefði verið boðið það að 16.janúar værum við hársbreidd frá úrslitaleik á Nýja Wembley, værum að fara að keppa við United um sæti í 16 liða úrslitum FA og ættum séns á að taka CL-sæti með heimaleiki við alla helstu keppinautana um það sæti?Svarið mitt hefði verið einfalt.Já takk. Allan daginn.”

    Þegar þú stillir þessu svona upp þá er auðvelt að segja að glasið sé rúmlega hálffullt, en samt segir þetta ekki alla sólarsöguna. Segjum sem svo að þér hefði verið boðið 1. september að sjá Stoke taka 4 stig af Liverpool á tímabilinu. Að Liverpool myndi ná 5 stigum af 9 mögulegum gegn nýliðum deildarinnar á Anfield. Að Sunderland og Blackburn taki einnig stig af liðinu á Anfield. Að því ógleymdu að Tottenham lét Liverpool líta út eins og fermingarstelpur á White Hart Lane. Svo má ekki gleyma því, að þér yrði ef til vill boðið að sjá Downing og Carroll skora heil 2 mörk og gefa 0 stoðsendingar á milli sín.

    Ég gæti alveg tekið fleiri slæm dæmi en þið skiljið vonandi hvert ég er að fara. Auðvitað eru ljósir punktar hérna inn á milli, þ.e. bikarkeppnirnar, en það breytir því ekki að tímabilið hefur verið vonbrigði heilt yfir. Sóknarleikurinn er hrein og klár hörmung. Það er ekkert meir um það að segja. Sjálfur vil ég meina að það sé sé hátt í áratugur síðan liðið spilaði síðast svona leiðinlegan fótbolta, og er þar bæði við Kenny og leikmennina að sakast. 

    Eins og okkar Liverpool manna er siður þá er ég farinn að horfa með löngunaraugum til næsta tímabils. Ég vil sjá breytingar í sumar í hópnum, það er allt of mikið af meðaljónum í liðinu sem eiga ekkert erindi í lið sem ætlar sér á toppinn. Ég vil sjá betri kaup, ég vil ekki sjá annað Carroll-dæmi eða að kaupa besta leikmann í miðlungsliði í deildinni, hvað þá að sjá besta leikmann lélegasta liðsins, koma til félagsins.

    Homer

  43. Homer.

    En það er líka hægt að segja ef einhver hefði boðið mér að við hefðum unnið Chelsea tvisvar á Stamford, Arsenal á Emirates og City á Etihad Stadium hefði ég verið glaður með það.  Ég ætla bara að bíða til vors með að dæma þetta tímabil.

    Svo ætla ég að vera ósammála þér með leikstílinn.  Það eru allavega þrír á síðustu tíu árum sem eru að mínu mati töluvert leiðinlegri en sá sem við dílum við núna.  Í minni röð:

    1.  Tími Roy Hodgson, frá síðari hálfleik gegn Arsenal til síðasta andartaksins gegn Blackburn.
    2.  Síðasta leiktímabil undir stjórn Houllier, þar sem lagt var upp með varnarleik í hverjum einasta útileik, óháð mótherja.
    3.  Síðustu 4 mánuðirnir hjá Rafa, það var reyndar að mínu mati ekki honum að kenna beint, heldur því að hann þurfti að nota leikkerfi sem hæfði þeim leikmannahóp sem hann var kominn niður í þá.

    Svo vill ég að sjálfsögðu sjá heimsklassaleikmenn keypta inn til Liverpool, algera snillinga sem eru óumdeildir og munu virka frá fyrsta degi hjá liðinu okkar.  Ég myndi algerlega vilja losna við annan Torres farsa, ekki síst óska þess að allir leikmenn í heimi vildu koma til okkar liðs, óháð gengi liðsins.

    En er það raunhæf ósk?

    Og þegar er talað um væntingar til tímabilsins í vetur vorum við þá að tala um lágmarks- eða hámarksárangur að ná 4.sæti?  Í mínu tilviki var það hámarks, því ég var sko alls ekki viss um það að við yrðum í Meistaradeildarsætum í keppni við Arsenal, Chelsea og Tottenham.  Ég taldi allar líkur á að Manchester liðin yrðu í sérflokki og satt að segja ekki endilega ópandi bjartsýnn á að okkar nýja lið myndi spila sig saman.

    Hvað þá ef ég hefði vitað að Lucas dytti út snemma, Suarez lenti í máli sem myndi skemma, eða eyðileggja, 3 mánuði af tímabilinu, Gerrard byrjaði að spila í janúar og Downing, Carroll og Kuyt myndu litlu sem engu skila sóknarlega.

    Og svo er auðvitað á hreinu að launastrúktúr Tottenham er í raun dauður, því það liggja á borði Modric og Bale samningar sem brjóta hann, auk þess sem klárt er að til að kaupa Adebayor þarf að rjúfa hann.

    Viljum við að slíkt gerist hjá okkur?  Ég segi já, en bara ef við höfum 100% efni á því…

  44. Eftir vonbrigði laugardagsins sat ég á sunnudegi og dreymdi um að klæða Swansea liðið í rauðan búning. Þar var a.m.k. gredda í gangi og spilagleði.

  45. “Hvað þá ef ég hefði vitað að Lucas dytti út snemma, Suarez lenti í máli sem myndi skemma, eða eyðileggja, 3 mánuði af tímabilinu, Gerrard byrjaði að spila í janúar og Downing, Carroll og Kuyt myndu litlu sem engu skila sóknarlega.”
     
    Miðað við alla þessa hörmung þá er með ólíkindum að viðvið skulum vera þar sem við erum í dag !  

  46. Hélt að það væri bannað að segja ljótt um menn hér. ég verð samt að segjaeftirfarandi:  spearing er feitur krakki og carrol blautur geordie. Downing er svona jójó þar sem bandið er sífellt að styttast.  ég geri ekki ráð fyrir öðru en aðþeir háu herrar sem hér ríkja muni eyða þessu kommenti áður en dagur rís að nýju.

  47. Djöfull eru menn að splæsa í rááándýr langloku komment!!! Er að meta þetta!Lengi lifi Fowler!

  48. S.Jónss (#55) segir:

    Hélt að það væri bannað að segja ljótt um menn hér. ég verð samt að segjaeftirfarandi:  spearing er feitur krakki og carrol blautur geordie. Downing er svona jójó þar sem bandið er sífellt að styttast.  ég geri ekki ráð fyrir öðru en aðþeir háu herrar sem hér ríkja muni eyða þessu kommenti áður en dagur rís að nýju.

    Ég ætla ekki að gera þér þann greiða að henda þessum ummælum út. Þau munu standa áfram hér inni til sýnis svo allir viti hver rökræðuhæfni þín er.

  49. Já datt mér ekki í hug. play the mind game. ég held að það sé voðalega erfitt að rökræða fótbolta. sérstaklega þegar sársaukinn gnýstir merg og bein yfir getuleysiokkar ástkæra LFC. Vonbrigðin hafa hlaðist upp í gegnum 20+ ár..sífellt verið að hlaða mann bjartsýni,von og trú. Til þess eins að skjóta mann niður aftur á miðjutímabili. Oft verður bara að segja hlutina eins og þeir eru. Ekki skafa neitt utanafþeim. Hugsið málið. Jay Spearing er á 24. ári…og ekki orðin betri en þetta. Er hannþað besta sem Akademian getur skaffað aðalliðinu??  Afar ólíklegt er að hann verði betri en hann er nú. Hann gæti átt fínan feril í b-deildinni. Segjum í liði eins og nottingham forest eða coventry. fastamaður í slíku. Svo þegar menn eru keyptir fyrir record fee…35 miljónir er verið að segja,, þú ert world class” við þann leikmann.Stattu þá undir því eða farðu. Þegar þú sýnir súper tölfræði ár eftir ár…eins og Downing gerði þá er eitthvað mikið að ef það bara allt í einu skrúfast fyrir það.Líkum má að því leiða að herra Downing hafi bara verið ofmetinn og bestur í tölfræðinni en ekki í fótbolta. Eða hvað?

  50. Kenny er sagður áhugasamur um þennann.  Góðar spyrnur, góður í boxinu, mikil gredda (einn af þeim sem hefur verið trúlofaður Kate Moss) og svo gæti hann kennt Andy eitt og annað, hvernig á að sprauta sig, hvernig á að komast í fangelsi (oft) og hvernig á að klipðpa sig.Jamm guð minn góður, Pete Doherty í QPR-búning lítur betur út en flestir í Liverpool í dag!http://www.youtube.com/watch?v=qjIO-AJlFoU

  51. Takk fyrir þetta Maggi. Algjörlega mögnuð skrif.Sjálfur hef ég ákveðið að taka þá nálgun á þetta sem ég gagnrýndi ár eftir ár og segja “næsta ár verður ár Liverpool”. Sum af þessari gagnrýni á Kenny á fullan rétt á sér, önnur ekki. Fólk verður að gera sér grein fyrir að tæpu ári síðan var LFC í algjörum brunarústum. LFC hefur nær aldrei í vetur náð að stilla upp sínu sterkasta liði. Gerrard, Suarez, Lucas og fleiri – yfirleitt hefur vantað lágmark einn sterkan póst í liðið. Það er erfitt fyrir lið sem er töluvert frá því að vera með besta hóp deildarinnar og er að vinna sig út úr algjörum rústum að skorta alltaf lykilleikmenn í liðið. Með liðið í þessu standi og án lykilleikmanna finnst mér ekki hægt að krefjast þess að LFC sé meira en í séns á að ná 4. sæti (núna erum við 5 stigum frá því og það ekki svo alslæmt).Mín skoðun.

  52. Alltaf þegar ég verð pirraður eftir þessa súru jafnteflisleiki á Anfield hugsa ég um hvernig manni leið þegar Hodgson var að stjórna liðinu og þakka fyrir að við höfum Kenny í brúnni. Liðið er alltaf að batna, þó að maður vildi óska þess að það gengi hraðar fyrir sig.

  53. það á að gera kröfur á liðið…ekki þakka fyrir að vera ekki verri.

  54. @65: Ok. Höfum það bara sem reglu í lífinu. Kvörtum yfir því sem við höfum ekki, og þökkum ekki fyrir það sem við höfum. Það er gott viðhorf.

Liverpool 0 – Stoke 0

Völlur í Stanley Park + Nýir búningar (ekki Adidas)