Liverpool 0 – Stoke 0

Jæja, enn eitt ömurlega jafnteflið á Anfield staðreynd.

Dalglish stillti upp furðulegu liði. Uppstilling, sem hefði verið skiljanleg á útivelli gegn Stoke, en varla á Anfield. Mér leist ekki vel á þessa uppstillingu í byrjun leiks og því miður þá reyndist þetta vera jafn bitlaust og maður óttaðist.

Reina

Johnson – Coates – Carra – Skrtel – Enrique

Downing – Adam – Gerrard – Henderson

Kuyt

Bekkurinn: Aurelio, Carroll, Doni, Shelvey, Kelly, Flanagan, Bellamy.

Það er óþarfi að skipta umfjölluninni á milli hálfleika, því þetta voru sömu leiðindin frá mínútu 1 til 90. Stoke hafði aldrei í huga að reyna að vinna þennan leik. Þeirra plan var að liggja gríðarlega aftarlega og vonast til að halda hreinu. Vel skiljanleg leikaðferð hjá þessu hundleiðinlega liði. Þetta áttu Liverpool að vita – ekkert við leik Stoke kom á óvart.

Liverpool liðið var með boltann nánast allan tímann, en náðu varla að skapa eitt færi í leiknum. Ömurlega bitlaus sóknarleikur er enn og aftur staðreyndin og sæti í Meistaradeildinni verður með hverrum leiknum fjarlægari draumur.

Eina góða við þennan leik er að nú styttist í að Suarez komi tilbaka.

Ég nenni ekki að velja mann leiksins. Varnarlínan og Reina þurftu ekki að gera neitt – ætli Johnson hafi ekki verið okkar besti maður. En enn og aftur voru það sömu menn og alltaf sem voru að bregðast. Downing, Carroll og Kuyt þurfa að gefa okkur allavegana eina ástæðu fyrir því af hverju þeir ættu að teljast í Liverpool klassa. Aðallega þeir tveir fyrrnefndu. Þeir eru ekki bara lélegir, heldur virðist þeim vera nokk sama um það.

Þetta er sama sagan og í allan vetur. Fyrir áramót var þetta lið á tímum að spila stórkostlegan fótbolta og óheppnin elti okkur og olli því að við náðum ekki að vinna þá leiki sem við dómieruðum. En síðustu vikur höfum við æ oftar séð leiki þar sem liðið spilar það illa að það á ekki skilið neitt. Þetta var einn af þeim leikjum. Sóknarleikur okkar manna var einfaldlega ömurlegur. Vörnin bar upp boltann trekk í trekk, svo var reynt að koma boltanum útá kant þar sem að kom léleg sending fyrir, sem Stoke hreinsaði burt inná okkar vallarhelming þar sem að okkar vörn bar upp boltann og svo framvegis ad infinitum.

Við höfum núna leikið 11 leiki á Anfield. Unnið fjóra, engum tapað en gert SJÖ jafntefli. Við erum núna 5 stigum frá fjórða sætinu þar sem Chelsea er.

Ég reyni oftast að finna eitthvað jákvætt í þeim leikskýrslum sem ég skrifa en það er afskaplega erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir þennan leik í dag. Það er nóg eftir og allt það, en núna þurfum við að vinna upp 5 stig á Chelsea og allt að 4 stig á Arsenal. Okkar menn hafa núna skorað 24 mörk í 21 leik. Já, þið lásuð þetta rétt. Það er 1,14 mark í leik. Í fyrra var þetta hlutfall 1,55 mörk og á fyrir þrem árum var þetta hlutfall 2,02 mörk í hverjum leik. Og það var undir stjórn Rafa Benitez, sem allir vita að var ómögulegur og varnarsinnaður þjálfari. Meira að segja á síðasta hörmungartímabili Rafa var hlutfallið 1,6. Á síðasta tímabili Houllier þar sem ég var að tryllast úr pirringi yfir ömurlegum bolta var hlutfallið 1,44 – með Emile Heskey sem fremsta mann. Þegar að Kenny Dalglish vann síðast titil með Blackburn þá var hlutfallið 2,10.

Þetta lið GETUR EKKI SKORAÐ MÖRK! Kenny Dalglish keypti til okkar í fyrra dýrasta leikmann í sögu Liverpool Andy Carroll á 35 milljónir punda. Þrátt fyrir að ég hafi varið Carroll og sé ekki enn tilbúinn að gefast upp á honum þá verður hann að fara að sýna eitthvað. Hann virkar áhugalaus, kraftlaus og er nánast aldrei líklegur að skora. Ég gæti þulið upp ansi langan lista af leikmönnum sem ég myndi frekar vilja sjá inná fyrir Liverpool en Andy Carroll. Í sumar keypti Dalglish menn einsog Downing og Henderson til að búa til mörk fyrir liðið. Það hefur þeim mistekist fullkomlega. Ég myndi án nokkurs efa velja Downing sem verstu vonbrigði þessa tímabils. Hann er 27 ára gamall – ætti að vera á toppi síns ferils. Hann hefur verið áskrifandi að plássi í þessu Liverpool liði. Og hann hefur brugðist í hvert einasta skipti.

Ef Andy Carroll og félagar sýna ekki eitthvað og halda samt áfram að fá tækifæri þá er ekki bara ferill þeirra í hættu hjá Liverpool heldur líka ferill Kenny Dalglish.

Ég hef séð nógu marga frábæra leiki hjá þessu Liverpool liði í vetur til að sannfærast um að Dalglish er ennþá frábær þjálfari. En sóknarleikur liðsins er að versna, ekki batna. Þetta verður Dalglish að laga. Annars fer ég að sakna Rafa Benitez meira en góðu hófi gegnir.

126 Comments

  1. Ég er bara ekki til svekktur… frábært að ná stigi gegn stók á heimavelli. 🙂

    NOT!

    Hvar er Rafa?

  2. Sá bara síðustu 20 mín en held það hafi verið skrifað í skýin miðað að liðið myndi ekki skora í dag.  Óþolandi !!!!!!

  3. Fimmtur. Nenni ekki að ergja mig á þessu. Næsta leik.
     

  4. Þessi aumingjaskapur og skelfilegi fótboltaleikur var í boði Kenny og kenni ég honum algjörlega um þetta. Setur Carrol inná og tekur kantmann en ekki varnamann útaf.
     
    Kenny var huglaus í dag og aumingjaskapur hjá honum þessi uppstilling.

  5. Sama sagan Liverpool dóminerar í leiknum og er meira með boltann en það bara TELUR ekki.

    á bara ekki nógu stórt lýsingarorð til að lýsa hvað ég er brjálaður.

     

  6. Glen johnson er eini leikmaður liðsins sem vann fyrir kaupinu sínu í dag…… ekki einu sinni reyna segja að vörnin hafi verið góð því hún hafi ekki fengið á sig mark…… það reyndi EKKERT á þá… jújú Skretl reyndi að hjálpa til í sókninni en þetta er hörmulegasti leikur sem ég hef séð lengi.

    Kóngurinn fær sko miklu meira en falleinkunn fyrir þessa uppstillingu en hann stillti upp til að sækja 0-0 og hann fékk það.

    Coward Webb var heldur ekki að gera góða hluti en það getur bara ekki verið leyfilegt að níðast á mönnum inn í teig allan leikinn þótt hann sé stór.

  7. Ef þessi leikur sýnir ekki svart á hvít hvað þetta lið vantar rakettur og slúttara þá er sá hinn sami BLINDUR.

  8. Þetta var nú meiri ógeðslega skitan. Fyrri hálfleikur var með því leiðinlegra sem sést hefur á Anfield. Seinni hálfleikur sýndi að það vantar miklu meiri gæði í þetta lið. Hvort það sé hægt að laga það með meiri samhæfingu, reynslu eða hvað er erfitt að segja. Skallinn hans Kuyt þarna framhjá í deddaranum summaði upp lang flesta Anfield á tímabilinu, so close but no cigar. Kuyt er annars ekki búinn að skora mark á tímabilinu, shit…

  9. Rosalega erum við með þreytandi og lélegt lið. Getur enginn fengið boltann í lappir og gert e-ð nema Suarez.
    Á að vera farið að hitna undir Dalglish. Hann er jú goðsögn og allt það. En að spila með 3 miðverði á heimavelli gegn Stoke allan leikinn er fyrir neðan allar hellur !

  10. Reina 9
    Skertl 9
    Coates 8
    Johnson 8
    Gerrard 8
    Adam 7
    Dómari 7
    Bellamy 7 Skipt inná
    Carra 6
    Enrique 6
    Henderson 6 Skapaði ekkert
    Dalglish – skiptingar 6 Of lítið of seint
    Downing 5 Skapaði ekkert
    Dalglish – byrjunarlið 4 Of varnarsinnað
    Kuyt 4 Engin ógn

  11. Djöfull eru margir pappakassar í þessu liði og flest allir á launum sem þeir eiga engan veginn skilið!

    Er Carroll listskautari eða eitthvað? Alltaf rennandi í jörðinni eins og kelling 

    Eigum við ekki að gleyma Meistaradeildinni í ár? 

  12. Takið bara einverja gamla jafnteflisheimaleikjaskýrslu og setjið hana hérna inn. Same shit, different day.

  13. Gátu liðin ekki komið sér saman um að sleppa því að spila þennan leik? Það hefði verið best fyrir alla. Það áhugaverðasta í leiknum var þegar Delap ákvað að taka stutt innkast á 92. mínútu. 

  14. Sælir félagar
     
    Þó ég hafi ekki lagt það í vana minn þá ætla ég að gagrýna KK fyrir þennan leik, uppstillingu, leikskipulag og skiptingar.  Það er til dæmis algjörlega óásættanlegt að stilla Dirk kuyt upp í byrjunarliði á heimavelli og þar að auki að halda honum inni á vellinum allan leiktíman.  Það er líka algerlega óviðunandi að stilla liðinu upp eins og KK gerði á heimavelli með 5 manna vörn og algerlega markahefta framlínu.  Fleira mætti til taka en þessi leikur er KK og heimavelli LFC til skammar.
     
    Svo mun ég ekki tjá mig frekar um þennan helv… leik og ömulega frammistöðu liðs og stjórans í honum.  Hitt er ljóst að 7 jafntefli á heimavelli og þar af 5 gegn liðun sem LFC á alltaf að vinna hvar sem leikið er er fullkomlega óásættanlegt hvernig sem á það er litið.  Ef KK kaupir ekki einhvern alvöru mann til að skora mörk núna í jan., þó ekki nema bara til þess að maður þurfi ekki að horfa á steinvegginn Dirk Kuyt, þá er hann búinn að gefast upp fyrir því verkefni að koma liðinu eitt til tvö þrep upp á við og koma því í meistaradeildina.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  15. Taktískt var þessi leikur hrein hörmung hjá Kenny og hans mönnum, byrjunarliðið var vægast sagt furðulegt miðað við andstæðing og leikurinn á Anfield.  Við vorum oftast að sækja á 11 manna múr með Carra, Coates og Skrtel saman í tebolla aftast á vellinum, hefði verið nær að skilja eitthvað af þessum varnarmönnum heima fyrir þessa orrustu og taka með sér eitthvað af sóknarmönnum.
    Svo eru bara ekki nógu mikil gæði í sóknarmönnunum sem að eru í boði (Kuyt!)
    Ætla að gleyma þessum leik núna.

  16. Lélegt.

    Nú þarf Dalglish bara að átta sig á því að við þurfum einhvern sem skapar eitthvað í þetta lið og það strax – ekki í sumar, strax.  Og það fyrir bikarleikina.  Við þurfum mann sem skapar eða klárar færin.

    Og það þarf bara að eyða big time í allavega einn góðan leikmann, þið megið segja mér hvern, en einhvern sem hægt er að ná í og skapar eitthvað.  Kannski er Kaka málið, kannski Heimir Guðjóns, hver veit, bara einhvern sem býr til færi / klárar færi :).  Núna.   

  17. Djöfull vantar leikmann eða menn sem gera eitthvað óvænt, eitthvað sem enginn bjóst við og þá er hægt að opna svona vörn. Þetta var allt svo fyrirséð í dag, en það er alltaf erfitt þegar lið eru með 11menn í vítateig og verjast í 90min. Kenny fær 10 í einkunn fyrir varnarleik(reyndi vissulega ekki mikið á þá )  en fall fyrir sókarleik í dag.

  18. Hvernig getur fólk sagt að Bellamy var góður? Komst aldrei í takt við leikinn og hitti ekki yfir fyrsta mann í 3 hornspyrnum.  Lélegur!
    En hvað á Dalglish að fá langan tíman?  Þessi leikur minnti óþægilega mikið á Hogdson tíman liði hvorki skapað neitt né gat neitt.  Dalglish stillti 5 fokking varnamönnum inná á heimavelli gegn STOKE.  

    Ssteinn var að gera grín af stoke í upphitun fyrir miðvarða fjölda þeirra í síðasta leik og þessum.  Það má benda á að Liverpool var með 3 miðverði og 2 varnamenn til viðbótar.

    Dalglish klikkaði í þessum leik og finnst mér ekkert skrýtið að Liverpool hafi ekkert keypt ennþá, því þeir virðast ekki treysta honum lengur í kaupum.  Enda ekki skrýtið með menn eins og Carroll Downing Adam og Henderson 

  19. Þetta ”tap” á Dalglish skuldlaust, að stilla upp 5 manna varnarlinu gegn liði með 9 manns í vörn er heimskulegt og svo láta Kuyt vera einan frammi …. Ég veit það að Kuyt hefði átt að klára þetta færi en held að stærstu mistökin gerði Dalglish með liðsuppstillingunni !!!!

  20. Ég sá eitt mjög jákvætt við leikinn í dag. Það var að Coates fékk heilan leik.

    Hinsvegar……. þá voru þetta ömurleg úrslit. Sóknin okkar var ömurleg, 5 skot á markið….  Leikmennirnir og þjálfarateymið ættu allir að skammst sín og biðjast afsökunar á þessu. Við eigum alltaf að vinna Stoke á Anfield.

    Okkur vantar svo sárlega góðan striker. það sem er sorglegt við það er að það er verið að orða Liverpool við allskonar pappakassa og meðaljóna… sem er kannski ekkert skrýtið… þar sem við erum að detta í það að vera meðalmennsku lið.   Ég vona svo innilega að það sé verið að vinna í því dag og nótt að fá inn almennilegan sóknarmann sem getur eitthvað núna…. ekki eftir 3-4 ár…. Við þurfum slíkan mann/menn ef við ætlum að ná meistaradeildarsæti..

    Annars Áfram Liverpool…………. 

  21. Þetta var alveg ótrúlega hægur leikur hjá okkar mönnum. Það er eitthvað að þegar varnarlínan þarf að sjá um uppbyggingu sóknar.  Herbragð Kenny var greinilega að láta Jose og Glen taka meiri þátt í sóknarleiknum og hafa þrjá í öftustu línu. Einhvern vegin stóðu þeir sig ekki vel, leikurinn varð allt of hægur fyrir vikið.  Mér fannst algjörlega skorta getu til að prjóna sig í gegnum vörnina. Heldur var reynt að spila upp kantana með fyrirgjafir sem Stoke átu enda boltarnir fyrir of hægir og fyrirsjáanlegir. Kuyt var slakur í sinni stöðu og missti boltan trekk í trekk of langt frá sér. Hann náði aldrei að halda boltanum. Það var full ástæða að taka hann útaf í stað Downing og taka svo Carragher út af fyrir annað hvort Maxi eða Shelvey. Bellamy kom allt of seint inn á og komst þar af leiðandi aldrei í takt við leikinn. Gerrard var svona la-la.
     
    Niðurstaða: Taktík Kenny brást og hann hefði mátt breyta um leikskipulag strax í seinni hálfleik (í 4-5-1). Leikmenn virkuðu þungir og þreyttir og það skorti áræðni. Það þarf að kaupa sóknarmann sem er hraður. Maður leiksins var Skertl.
     

  22. Hvernig datt Kenny í hug að stilla svona upp? Ég hef ekki verið sá sem gagngrýnir og er reiður eftir leiki hér inni, en núna er mælirinn bara fullur. Hræðileg taktík og hræðilega spilaður leikur. Fokk hvað ég er að brjálast á þessu markaleysi.

    Óteljandi ónothæf horn, og ömulegur mórall yfirleitt.

  23. Liðsuppstillingin í dag var vægast sagt furðuleg. Heimaleikur gegn Stoke sem spilar með einn framherja, þurfti virkilega þrjá miðverði til þess að gæta hans? Kuyt einn frammi var algjörlega misheppnað og dæmt til að mistakast miðað við frammistöðu Kuyt í vetur. Kuyt hefur skilað frábæru starfi þau ár sem hann hefur verið hjá Liverpool en því miður held ég að hans tími sé búinn. Dauðafærið sem hann klúðraði kostaði Liverpool 3 stig í dag.

    Stoke mætti á Anfield í dag, lagði leikinn upp að verjast aftarlega, beita löngum sendingum, stíla á föst leikatriði, tefja leikinn og taka tíma í allar aðgerðir, pirra andstæðinginn og það gekk upp hjá þeim í dag. En ég spyr var eitthvað í leik Stoke sem kom Dalglish á óvart í dag?? Var þessi uppstilling besta svarið við leikskipulagi Stoke??

    Ég hélt að Dalglish og Clarke hefðu áttað sig á því að hlutirnir voru ekki að ganga í hálfleik en í stað þess að fækka miðvörðunum að þá er tekinn útaf einn af fáum leikmönnum í liðinu sem hefur hæfileika í að taka menn á og skapa eitthvað uppá eigin spýtur.

    Blórablögglar dagsins: Eins mikið og Dalglish og Clarke gerðu frábæra taktíska hluti gegn Man City þá gerðu þeir algjörleag uppá bak með taktíkinni í dag gegn Stoke.  

    Hinn blóraböggullinn er Dirk Kuyt, enn og aftur kemur það í ljós að hann á ekki að spila gegn liðum sem liggja aftarlega, hvað þá að vera einn í fremstu víglínu gegn þeim.

    Hundfúlt jafntefli en sanngjörn niðurstaða.

  24. Einhver leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á, óþolandi hugarfar á heimavelli hjá Kenny og algjört getuleysi sóknarlega. Sett stórt spurningamerki við Adam, Downing, Kuyt og Carrol. Þurfum striker, hægri kant og jafnvel alvöru miðjumann. Því miður hef ég ekki mikla trú á meistaradeildarsæti með svona áframhaldi.

  25. Ég get þolað tap gegn 10. deildar liði frá einhverju krummaskuði sem ég hef aldrei heyrt á nafn nefnt.  Ég get meir að segja þolað að tapa gegn Scums…  tekur mig í mesta lagi einn dag að jafna mig… en og það er stórt EN…  ég get ekki þolað að gera jafntefli eina fokking ferðina enn á Anfield gegn einhverju miðlungsliði sem við eigum að vinna.

    Mig skortir vilja og nennu til ragnast yfir þessu…  svo þreyttur og pirraður er ég á svona úrslitum!

    Carroll er vandræðalega lélegur. Nær hefði verið að láta Bellamy byrja og byrja leikinn með látum.  

    YNWA 

  26. …hvenær ætlar Daglish að gefa ungum mönnum eins og Sterling, Suso…jafnvel Adam Morgan sénsinn…

    4 sætið fer að verða ekki bara draumur heldur fjarlægur draumur…..liðið á aftasta helming vallarins spilaði vel….en það vantar alla sköpun fram á við….

    Dirk Kuyt…..í alvöru….ef við förum ekki að gefa ungu strákunum séns eða kaupa alvöru menn á fremri helming vallarins….þá getum við alveg eins gleymt þessu og það til lengri tíma….

    vona samt að menn fari ekki að setja fullt af peningum í einhverja leikmenn í janúar í örvæntingu….ef ég fengi að ráða þarna myndi ég setja sterling á kant fyrir downing….suso fyrir aftan framherjan sem yrði adam morgan…..myndi síðan segja þeim að setja allt í botn og sanna sig….

    já kalla síðan pacheco úr láni….er á því að allir þessir leikmenn væru skárri en kuyt í dag….hann er bara búinn….

  27. Burt séð frá þessum haug af stigum sem við höfum kastað frá okkur á heimavelli þá er þetta bara svo hrikalega æeiðinlegt á að horfa…

    Hvenær treysta menn sér að spila hápressu ef ekki á móti Stoke á Anfield? 

  28. hahahaha hvaða prump var að sjá um beinu textalýsinguna á mbl.is  “Skemmtilegur punktur. Thierry Henry og Paul Scholes á undan að skora en Fernando Torres og Andy Carroll á árinu 2012”.http://mbl.is/sport/enski/2012/01/14/united_upp_ad_hlid_city/

    Andy Carroll skoraði á móti oldham í FA 3 dögum áður en Henry skoraði í FA og hvað 9 dögum áður en Scholes skoraði ! frábært þegar svona apaheilar fá að vinna á fjölmiðli 

  29. Ég væri til í að spyrja ykkur hvernig ykkur líkaði við Dalglish eftir daginn í dag ef hann hefði ekki verið gömul Liverpool hetja heldur frekar durgur á borð við Roy Hodgson með enga tengingu við liðið í gegnum tíðina? Spyrjið ykkur að þessari spurningu. Ég er farinn að halda að kóngurinn sé að lifa á fornri frægð á Anfield.

    Hann er frábær styrkur fyrir Liverpool FC en mitt mat er að hann eigi ekki að vera knattspyrnustjóri liðsins. Afhverju spyrja sumir, svarið er að hann virðist ekki hafa þann skilning á nútímafótbolta. Uppstillingin hans í dag bar vott um að sækja stig í dag gegn Stoke á Anfield en ég neita að trúa því að það hafi verið ætlunin hans. Hann gerði stór mistök í dag og það eru ekki fyrstu mistökin hans og alls ekki þau síðustu.

    Það er ekki hægt að kenna dómaranum um jafnteflið í dag, Carroll og co eiga að hætta að vera svona miklir brauðfætur og standa í lappirnar í stað þess að endalaust reyna að fá eitthvað gefins frá dómara leiksins. Það er aðeins hægt að kenna Dalglish um úrslitin og hans uppstillingu og leikkerfi. Ég sá það frá byrjun að þetta var aldrei að fara að enda með heimasigri.

    Hann hefur mótað varnarleik Liverpool mjög vel en það hefur bitnað stórkostlega á sóknarleik okkar og því höfum við ekki efni á að monta okkur af frábærum varnarleik ef Dalglish notar 5 varnarmenn gegn Stoke á heimavelli í byrjunarliði. 

    YNWA 

  30. Mikið hlakkar mig til 6. feb, gjörsamlega getulaust lið sóknarlega séð. Suarez kemur vonandi stjörnuvitlaus úr banninu.

  31. Ég væri til í að spyrja ykkur hvernig ykkur líkaði við Dalglish eftir daginn í dag ef hann hefði ekki verið gömul Liverpool hetja heldur frekar durgur á borð við Roy Hodgson með enga tengingu við liðið í gegnum tíðina?

    Ef að maður ætti að dæma eingöngu af þessum leik þá er þessi þjálfari ekki merkilegur pappír.  En við dæmum auðvitað ekki menn út frá 90 mínútum. 

  32. Ekki góður leikur hjá okkar mönnum og ekkert meira um það segja. En þið mannvitsbrekkurnar sem allt vitið og mærið menn þegar vel gengur vil ég segja. Verið nú sannir stuðningsmenn, segið ekki eitt í dag og annað á morgun. Það er bara staðreynd að það er ekki auðvelt að fara í gegnum 10 manna varnarmúr. Við unnum einmitt City með svona múr….Vona að þið eigið svo allir fallega drauma 🙂

  33. Það er kominn tími á að Dalglish kveðji, hann er engu betri en Woy, hann er taktískt fatlaður og það vantar allan pung. Þessi martröð að kaupa sem flesta Breta á margföldu markaðsvirði virðist engan enda ætla að taka, enda eru þeir búnir að skíta langt uppá bak í allan vetur og ekki virðist það ætla að batna. Ég hef hef fengið nóg af þessari spilamennsku Breskra geldinga og ofurvarkárum Kenny.

  34. Eins og flestir eru á og þarf varla að endurtaka þá skrifast þessi töpuð stig algjörlega á Dalglish. Fáránleg uppstilling og engin sóknarkraftur. Hvað í andskotanum hefur Dirk Kuyt sýnt í vetur sem réttlætir að hann fékk að byrja þennan leik og spila í 90 mínútur???? Síðan eru Henderson og Downing teknir út ef en það eru menn sem eiga kannski smá séns að koma boltanum yfir fyrsta varnarmann en það var mikill höfuðverkur í þessum leik.
     
    Það verður bara að fara að kaupa einhverja menn sem geta aukið sóknarkraftinn og losa okkur við farþega! Dalglish þú verður að fara að sýna smá pung!!!!!

  35. Ef Newcastle vinnur QPR á morgun þá erum við komnirí 7 sætið ! Það verður bara að segjast að Kenny er ekki alveg með þetta og þetta vara algjörlega ömurlegur leikur í dag. 

    Ekki ætla ég að dæma liðið út frá einum leik en ef maður lítur kalt á þetta þá er þessi frammistaða ekki ásættanleg. Við eyddum ég veit ekki hvað miklum peningum í liðið á síðasta ári og það hefur skilað okkur akkúrat engu ! 

  36. Þetta var nú ekki svo ólíkur leikur og þegar Liverpool vann Stoke í fyrra en þá var maður í liðinu sem heitir Suarez og vann þann leik upp á eigin spítur, það sást vel hversu mikilvægur hann er í þessum leik… 
    Annars spiluðu Stoke þennan leik alveg þvílíkt vel fannst mér, þetta eru svo góðir gaurar í að gera nákvæmlega þetta sem þeir voru að gera. Neiddu Liverpool út á kantana með þéttri vörn aftarlega á miðjunni og fengu svo fyrirgjafirnar og skölluðu þær í burtu með snillinginn Shawcross fremstan meðal jafningja(skil ekki af hverju hann er ekki í enska landsliðinu, þvílíkur yfirburðarmaður).
    En sorry með þetta ég er kannski ekki heitasti Liverpool stuðningsmaðurinn en það sem hefði getað komið í veg fyrir þetta væri ef að Shevley eða Gerrard hefðu verið settir þarna framarlega á miðjuna og gert eithverja galdra og fækkað um einn í vörninni. En það var svosem ekki gert. En jæja svona fór þetta og lítið hægt að gera í því en að líta fram á vegin björtum augum og hugsa um hversu litlu máli þetta skiptir að eithverjir menn séu að sparka í bolta út í heimi.

  37. Björn S,,,,,Hafðu þetta bara fyrir þig vinur, menn mega alveg hafa sína skoðun á þessum leikÞetta var alveg glatað frá upphafi og við áttum bara ekkert skilið úr þessum leik…….YNWA
     

  38. Kop.is podvælið á eftir að kenna einhverjum um

     

    Þú veist að það er ekki skylda að hlusta á þetta “væl” er það ekki.

    Dalglish og Clarke gömbluðu í þessum leik og það klikkaði.  Þriggja manna vörnin virkaði illa, Carra og Coates báðir óöruggir á öllu og ekki kom mikið frá þeim.  Stoke liðið er óhuggulega duglegt að verjast, það allra besta í heimi og til þess að vinna leiki gegn þeim þarftu tvennt.

    A)  Nýta færin þín.  Við fengum bara eitt dauðafæri og það féll í skaut leikmanns sem mér finnst ekki nógu góður til að spila fyrir okkur.  Mig langar ekki að rífa Kuyt niður, því hann á ýmislegt gott.  En það er komið fínt af honum í bili.

     

    B)  Hafa leikmann/leikmenn sem fara framhjá 1 – 3 leikmönnum á miklum hraða og brjóta allt umhverfið upp.  Í sumar fórum við í liðsbreytingar sem skiluðu mörgu fínu.  En við fengum ekki þá leikmenn sem brjóta svona leiki upp og vonandi fáum við eitthvað í janúar.

     

    Nóg til að pirra sig á, en ég kveið þessum leik allan daginn og ljóst að ég gleðst yfir því að við spilum ekki aftur við Stoke í vetur vona ég!

     

     

  39. Flott leikskýra er sammála þér í öllu nema mér finnst þú full vondur við Carroll.  Hann fékk ekki nema 30 mín í þessum leik.  Bellamy gerði ekki mikið á þeim tíma sem hann var inná.  
    Pirrar mann samt svo mikið þessar helvítis dívur hjá Kuyt og Carroll út um allan völl. 

  40. Maður leiksinns….
     
    Ég og aðrir Liverpool stuðningsmenn sem kláruðu allar 90 mínuturnar 🙁

  41. Það er algjör óþarfi að sakna Benitez og liðs hans. Minnist frekar liðsins eins og það var að spila fyrst eftir að Dalglish tók við. Það lið skoraði 3 mörk gegn báðum Manchester liðunum og vann Stoke auðveldlega á heimavelli með nákvæmlega þessari uppstillingu. Síðan þá hefur liðið hinsvegar breytt um leikstíl, líklega til koma til móts við nýja leikmenn, en það var einfaldlega bara röng ákvörðun hjá hans hátign. Í þau fáu skipti sem við höfum séð vísi af gamla kerfinu, t.d. í sigrinum á Stanford Bridge um daginn eða útisigrinum á Arsenal fyrr á leiktíðinni, hefur liðið litið miklu betur út. Það þarf einhver að banka í öxlina á Kenny og benda honum á þetta.

  42. Sérkennilegt Maggi að kenna því um að VÖRNIN hagfi virkað illa??????  Er það vörninn sem á að vinna leiki?  Boltinn er nánast allan leiktímann fyrir fótum “sóknarmanna” LFC. Sv o segir þú að vörnin hafi virkað illa. Hvað kemur það málinu við í þessum leik þar sem nákvæmlega ekkert reyndi á vörnina. ALDREI! Ég bara spyr; hvernig getur það verið skýring á niðurstöðu þessa leiks og ömurlegri frammistöðu sókbnarinnar með “markamaskínuna” Dirk Kuyt fremsdtan í fríðum flokki?????

  43. Krúttlegt að sjá Rory Delap taka heila mínútu í að þurrka boltann á 93.mín og gefa svo stutt. Lýsir Howard Webb vel að bæta ekki sekúndu við.

    Ætli leikkerfið hjá Dalglish hafi ekki verið með wingbacks 3-5-1-1. Eitthvað fancypansy frá Steve Clarke. Ekki alvitlaust svosem á teikniborðinu að hafa Kuyt hreyfanlegan á toppnum og brjóta þennan tröllarugby varnarleik Stoke niður með kantspili. Það var samt augljóst að þetta var ekki að ganga því okkur sárvantar hraða til að komast á bakvið bakverði og ná fyrirgjöfum frá endalínu nógu snemma fyrir.

    Það er náttúrulega bara hneyksli að engu hafi verið breytt í hálfleik og t.d. Bellamy hafi ekki komið inná miklu miklu fyrr, sem og að varnarmaður hafi ekki verið tekinn út fyrir Downing þegar Stoke voru búnir að tjalda 8 mönnum í eigin vítateig. Carroll verður svo að fara virkilega hreyfa á sér feita rassgatið inní teignum, sá hann allavega tvisvar sinnum vera hreinlega fyrir þrumuskotum frá Henderson og Adam. Ef hann brýtur stöðugt af sér með olnbogaskotum, er aldrei á réttum stað fyrir krossa og þvælist jafnvel fyrir samherjum þá er hann bara ekki réttur leikmaður fyrir Liverpool. Svo einfalt er það. Hefur árið til að sanna sig en Kuyt má selja til Galatasaray helst í gær. 

    Ég er orðinn hrikalega þreyttur á að þegar við náum frábærum úrslitum gegn toppliðinu á útivelli í bikarleik og sjálfstraustið í liðinu ætti að vera 100% í botni. Þá kemur oft strax í næsta leik eitthvað fáránlegt leikkerfi frá stjórum liðsins sem hentar núverandi leikmannahóp engan veginn, gerir alla óörugga og drepur niður sjálfstraustið. Það tekur leikmenn Liverpool 70 mín af göngufótbolta að fatta hvernig eigi að spila þetta kerfi og heilu heimaleikirnir fara í einhverja helvítis tilraunastarfsemi.  HVERNIG VÆRI AÐ SETJA BARA ALLA BESTU SÓKNARLEIKMENNINA INNÁ Á HEIMAVELLI OG REYNA SKORA FLEIRI MÖRK EN ANDSTÆÐINGURINN?

    Á heimavelli áttu að spila 100% til sigurs og gera það nánast alltaf eins. Alltaf sömu fjölbreytilegu sóknarfærslurnar og rútínu dælingar á boltum inní teiginn þangað til eitthvað tekst að lokum. Það er hræddra og varfærinna mótherja að vera með allskonar tilraunir til að stoppa þig. Hvar var t.d. Maxi Rodriguez sem skorar nær alltaf í svona hægum leikjum? Hvað með að setja bara Bellamy á hægri kantinn, Downing á vinstri og hafa Gerrard og Henderson á miðjunni?
    Af hverju vaknar Liverpool stundum aldrei fyrr en á 85.mín og pressar þá á fullu, af hverju keyrum við ekki á lið eins og Stoke á Anfield frá 1.mín með okkar bestu leikmönnum og gerum andstæðingana þreytta svo þeir missi einbeitingu og geri mistök? Ég efast að varnartröllinn hjá Stoke hafi svitnað í fyrri hálfleik í dag. Er Liverpool virkilega svo tæknilega sinnað að enginn í liðinu er í rétt sæmilegu formi til að spila 2 sinnum á viku?

    Er hræddur um að meistaradeildarsætið sé að renna frá okkur. Chelsea og Arsenal eru að ná í meira sjálfstraust og spila betur viku eftir viku á meðan við erum eins og jójó. Það er ekkert hægt að treysta á heimasigur í komandi leikjum gegn Chelsea og Arsenal því við erum líklega að fara spila eins og útivallarliðið í þeim. Grrrrrrrrrrrrr.
     

  44. Það er jafn mörg stig uppí Chelsea í fjórða sætinu og niður í Stoke í því áttunda… soldið scary.

  45. Maður er svosem að reyna að rýna í þetta eitthvað, en ég kemst að þeirri niðurstöðu að King Kenny er greinilega eitthvað að klikka.  Sama hvernig ég hugsa þetta þá er það bara rugl að halda sig við þessa uppstillingu og reyna ekki að breyta henni strax í upphafi síðari hálfleiks.  

    Punktur 1
    Hann er ekki með varnarsinnaðan tengilið og veðjar á 3 hafsenta, 2 kanta og 2 miðjumenn sem liggja framar.  Einn striker.  Allt í lagi.   Gengur ekki upp þar sem boltarnir sem eru að koma inn í hitta ekki neinn LFC leikmann heldur  yfirleitt fyrsta varnarmanninn eða þá þessa tvo turna sem Kuyt þurfi að glíma við.     Og jú það tók 30 mínútur að fá fyrsta skotið á markið.  

    Punktur 2: 
    Í hálfleik er þetta ekki að ganga upp og í stað þess að taka út þá einn af hafsentunum, setjast í 4ra manna vörn með Coates og Skrtel, láta bakverðina bakka og fara inn með 2 strikera tekur hann út Downing fyrir Carroll.  Þá fór að skapast meiri usli.  EN þá tekur hann út miðjumann til að bæta við Bellamy … semsagt sami sóknarþunginn, en passa vel upp á vörnina. 

    Ég hefði hreinlega fyrirgefið honum að liðið tapaði í dag ef hann hefði haft snefil af kjarki og tekið út varnarmann fyrir sóknarmann … en nei …. ARG. 

    Þetta tap sem ég vil kalla þetta er í boði Kenny Dalglish.  Hann á það 100%.  

  46. jaherna………….núna er bara komið að þeim tímapunkti að kenny á sökina,,,,,engin annar……..carroll er svo ógeðslega góður fóboltamaður………það segir kenny….hann þarf að fara að játa að hann gerði mistök með að eyða svona miklum pening í hann……að hafa hann inn á það er einsog að fá rautt spjald, manni færri

  47. Það er gjörsemlega óþolandi oft á tíðum að horfa á þetta lið. Við erum að spila á móti Stoke sem er með fjóra tréhesta í vörn þannig að einhver myndi halda að það væri góð taktík að fara upp kantana og reyna að koma með krossa inn í teig, en það virðist vera lífsómögulegt fyrir þetta lið að gera það. Í þau fáu skipti sem það tókst og það kom sending inn í teig þávar aldrei neinn þar til að taka á móti boltanum. Alltaf 5 Stoke leikmenn og einn Liverpool leikmaður og allir hinir fyrir utan teig eitthvað að fitla við sig. 

    Hvað er svo málið með uppstillinguna? og hvað er málið með Kuyt? Af hverju getur maðurinn ekki tekið við boltanum án þess að missa hann meter eða tvo frá sér eins og flest allir aðrir atvinnumenn geta. Ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af þessu liði……….fram að næsta leik eflaust. Þá kemur maður til baka eins og barinn hundur og vonar það besta….. algjörlega óþolandi.

  48. Til er það sem kallast “grace” tímabil eða aðlögunartímabil eða hvað við kjósum að nefna tímabilið sem er nauðsynlegt til að aðlagast aðstæðum og sýna sitt rétta andlit.

    Kenny réðst í að fríska upp á liðið og taktíkin var að kaupa góða/efnilega breska leikmenn í bland við útlendinga. Hjónabandsdagar eru skilgreindir sem 90 talsins en “grace” tímabilið hjá sumum hinna nýju manna KK fer að slaga upp í 400 daga. 

    Það er sárt en er ekki alveg ljóst að Carroll er ekki með mójóið, hvað þá Downing eða Adam? Leik eftir leik eru þessir gaurar algjörir meðalmenn og klúðrarar.  Ljósu punktarnir eru Enrique og Suarez en Bretarnir eru ekki nógu góðir fyrir LFC þótt ég vilji raunar halda að Henderson sé framtíðarmaður. Punktur.

    Ég velti fyrir mér næsta fundi milli eigenda og framkvæmdastjórnar LFC, þ.m.t. Kenny. Kanar eru heilt yfir mjög uppteknir af því að viðskiptavinurinn eigi að fá eitthvað fyrir peninginn. Pælingar á samhengi orsaka og afleiðinga eru þeim jafnan hugleiknar.

    Eru Carroll, Downing og Adam að skemmta stuðningsmönnum LFC? Voru þessir menn keyptir til að þramma upp og niður vellina án nokkurs eldmóðs fyrir hönd félagsins? Hvaða farþegar eru þetta eiginlega?

    “Grace” tímabilið er löngu liðið. Vinnið ykkar vinnu almennilega eða hypjið ykkur burtu og takið þann gamla góða en útbrunna þjón Kuyt með ykkur.

  49. Þrátt fyrir að vera meðalgreindur (vonandi) að þá trúir maður því enn að 4. sætið gæti náðst.

    Vonandi er botninum náð og LFC fara að safna stigum. Í dag hefði verið ansi gott að hafa Suarez inná.

    Johnson var nokkuð skemmtilegur í dag. 

  50. Jæja fari það í grábölvaðan og grútmyglaðan forapytt. Í enn eitt skiptið situr maður í sófanum heima í stofu skrefi nær því að verða sköllóttur, gráhærður og bara yfir höfuð snargeðveikur, og konan orðin brjáluð yfir að nú sé enn ein helgin ónýt útaf þunglyndi og skapvonsku.

    Liðsuppstillingin dæmdi þetta strax til að verða yfirnáttúrlega getulaust og það var alveg ljóst áður en leikurinn var flautaður á að hér kæmi sjöunda jafnteflið í aðeins ellefu heimaleikjum. Leikskipulagið var augljóslega lagt upp til að þetta yrði bara eins og létt æfing fyrir varnarmenn Stoke. Stórkostlega vitlaust að sjá á löngum köflum einn mann í teignum og allir hinir að reyna að dæla á hann í kringum öll háhýsin í vörn Stoke. Svei mér þá mér datt orðið greindarskortur stundum í hug þegar ég horfði á þessa leikmenn reyna þetta hvað eftir annað. Eins hljóta menn að vera að bryðja bjartsýnistöflur í banvænu magni ef menn halda að stormsenterinn Dirk Kuyt sé að fara að gera eitthvað einn frammi gegn þessum turnum hjá Stoke, já eða bara yfir höfuð einhverjum þessa dagana. Dirk Kuyt er að ná alveg nýjum hæðum í forkastanlegu getuleysi og ég myndi miklu frekar setja Kenny sjálfan inná í staðinn fyrir að reyna að nota þennan mann aftur á næstunni. Dirk Kuyt er akkúrat núna lélegri en Paul Konchesky, Bruno Cheyrou, Salif Diao, Emilie Heskey og Josemi til samans, og með ólíkindum að honum sé hleypt inná fótboltavöllinn miðað við þessar frammistöður sem hann er að sína.

    Þessar 55 milljónir punda sem fóru í Carroll og Downing eru að byrja að verða hið vandræðalegasta mál fyrir Kenny Dalglish. Samanlagt hafa þessi leikmenn lagt til 2 mörk og 0 stoðsendingar í deildinni á þessu tímabili. Þetta er alveg hreint gríðarlega blóðugt og er að kosta okkar menn lifrina og lungun í baráttunni í deildinni. Við hefðum allt eins getað bara notað menn úr varaliðinu og eytt 55 milljónum punda í brennivín.
     

    Eins og skýrsluhöfundur bendir á þá höfum við núna skorað 1,14 mörk að meðaltali í deildinni og það er árangur sem fallbaráttulið myndu ekki þora að segja frá opinberlega. Þetta er fyrir löngu hætt að vera fyndið og menn geta ekki endalaust talað um óheppni og stíflur rétt handan við hornið sem eru alveg að fara að bresta. Við þurfum framherja strax í janúar, og ef það gerist ekki þá er stór hætta á að við komumst ekki í UEFA deildina annað árið í röð, og að okkur takist að enda neðar í deildinni en á hörmungartímabilinu í fyrra. Það yrði náttúrulega útúr kortinu fáránlegur árangur. Einnig held ég að við verðum að kaupa menn eins og t.d. Scott Sinclair eða Junior Hoilett til að skella á kantinn í staðinn fyrir Downing. Hann og Carroll mega svo fá sér sæti uppí stúku og grínast með það sín á milli að það hafi virkilega verið spreðað 55 milljónum í þá. 

     

  51. @53 á þetta grace tímabil ekki líka við um Kenny ? það er jú hann sem að keypti þessa leikmenn og það er hann sem er ábyrgur fyrir að ná því besta út úr þeim ?

  52. Avleg sama hvaða stjóri er í brúnni, þá eiga 7 jafntefli í 11 heimaleikjum hjá stórliði eins og Liverpool að hita rassgatið á viðkomandi stjóra allsvakalega, langt frá því að vera viðunnandi árangur.

  53. Vissulega vonbrigði, en við skulum ekki gleyma því að við spiluðum leik Stoke í 45 mínútur á móti Shittí á dögunum og þeir skoruðu ekki mark. Stoke gerði þetta sama í dag í 90 mínútur með góðum árangri, í þetta skiptið þykir okkur það leiðiniegt.  Þetta er ósköp einfalt, okkur bráðvantar hjólgraðan stræker og kantara sem druslast til að koma boltanum fyrir markið. Menn eru að missa sig í þunglyndi hérna án þess að horfa á heildarmyndina, þetta er allt að gerast, tekur bara örlítið meiri tíma en við sígagnrínandisjónvarpshorfandispekúlantar höfum. Hvað er Mancini búin að hafa mikin tíma til að koma sínu liði þar sem það er í dag? Dalglish er með þetta, nú ríður á að standa með honum, hann veit þetta alveg jafn vel og við hvað vantar til að koma þessu liði þangað sem við viljum sjá það!

  54. Uppskárum eins og við sáðum. Þrír hafsentar á heimavelli á móti Stoke. Hvað er það?

  55. Tetta var svo fyrirsjáanlegt að það var ógeðslegt, hvað var maðurinn að spá á heimavelli , að vera með 6 varnarmenn inná, hverenig dettur honum í hug að vera með  koyt inná, nota núna caroll, hinn er útbrunninn, getur hvorki hlaupið eða tekið á moti bolta, ég kenni KD algjörlega um þetta tap. En áfram LIVERPOOL

  56. Þetta var svo alltof leiðinlegt, það sem orsakaði það var fyrst og fremst leikskipulag Stoke. Ef fleiri lið myndu spila sama leik og Stoke myndi enska deildin hraplega tapa áhorfi með hliðsjón af spænsku deildinni og öðrum deildum þar sem sóknarleikur er raunverulega spilaður. Bíð eftir því að einhver stjóri fari að nefna þetta atriði, guð minn almáttugur hvað maður verður pirraður að horfa á þetta Stoke lið.

    Annars fannst mér Howard Webb enn á ný vera okkur ekki sanngjarn með neinum hætti. Hvernig að þegar carroll var dreginn niður í teignum þegar varnarmaður stoke hafði höndina hreinleiga utan um hálsinn á okkur var ekki víti er mér fyrirmunað að skilja. Einnig tæklingin í uppbótartíma þegar carroll er hlaupinn niður í teignum sbr. 4:30.
    http://www.101greatgoals.com/gvideos/liverpool-0-stoke-0/

    Ótrúlegt að Howard Webb standi hjá og dæmi ekkert, þetta var alltaf brot, ef ekki vítaspyrna þá að lágmarki aukaspyrna á mjög hættulegum stað sem hefði getað haft úrslitaáhrif.

    Þegar maður sér enn og aftur dómarann vera hafa úrslitaáhrif á lykilatriði í leikjum, (svona atriði hafa enn meiri þýðingu í leikjum eins og á móti Stoke þar sem 11 menn eru inni í vítateignum allan leikinn og spila mjög grófan leik), þá fer ég að taka meira og meira undir það við mikilvæg key-moment atvik s.s. hvort boltinn fór inn, mögulegar vítaspyrnunar og grófar tæklingar úti á velli beri að styðjast við myndbandsupptökur og álit 3ja dómara sem á það horfir. Með því færist raunveruleg sanngirni í leikinn og rangar ákvarðanir dómara og geðþáttaákvarðanir hans verða þá að mestu úr sögunni. Dómarinn er tengdur með hátalara í eyrað við þriðja dómara sem situr við myndbandsskjá, hversvegna þetta er ekki nýtt er alveg fáránlegt.

    Djöfull er ég pirraður.

  57. Hörmulegur sóknarleikur verður okkur enn að falli. Vandamálið er að það er svo mikil áherstla lögð á að verjst og halda hreinu að það er enginn í sókninni. Allt of fáir í teignum að taka við knettinum loksins þegar hann kemst þangað, stundum er akkúrat enginn í teignum. Þetta skrifast á taktík og hún var algerlega hörmuleg í þessum leik og skilaði engu, jú reyndar fengum við ekki mark á okkur og ef þessi uppstilling hafi verið með þeim tilgangi þá gekk það upp. En að stilla liðinu svona upp á heimavelli er algerlega óskiljanlegt. VIð eru komin í þá stöðu að vera svo hræddir við Stoke City að við þurfum að gjörbreyta okkar leikstíl.
    Leikmenn og þjálfarar verða sér og félaginu enn of aftur til skammar á heimavelli. Hvers vegna er ekki hægt að spila tvo leiki í röð vel? Hvað er málið? Frábær sigur á miðvikudaginn, vorum mjög góðir í fyrri hálfleik þá og svo þessi skítur núna. Enn eitt helv… jafnteflið á heimavelli á móti liði sem getur ekki neitt. Skammarlegt. 

  58. Sá ekki nema síðustu 30 min í dag en af ummælunum hér að ofan að dæma að þá voru þær eins og þær 60 fyrstu. Lítill sem engin kraftur framá við og þegar að sendingar komu fyrir að þá var lítið um mannsskap í teignum til að taka á móti þeim.
    Það er gott og blessað að kaupa inn leikmenn frá Bretlandseyjunum en athyglisverðast við liðið í dag er það að vörnin og þeir leikmenn sem að hafa varnarskyldum að gegna eru frá öðrum löndum í meiri hluta en þeir sem að eiga að skapa færi og skora eru Breskir, miðað við landslið frá Stóra-Bretlandi undanfarin ár að þá hafa GÆÐA leikmennirnir yfirleitt verðið í “öfugu” stöðu hlutfalli með einhverjum undantekningum eins og gerist.
    Með öðrum orðum að þá hefur liðið að mínu viti verið byggt upp undanfarið misseri með vitlausum stöðuhlutföllum á milli “innlendra og erlendra” leikmanna. Við þurfum leikmenn sem að geta byggt upp sóknir hratt, með því að taka leikmenn á eða spilað stutt sín á milli annars vegar og dreift spilinu kanta á milli eða komið með hágæða sendingar inní teiginn, þar verða þó að vera einhverjir til að taka á móti þeim og það erum við ekki að sjá í dag, einhverra hluta vegna hanga menn frekar fyrir utan teiginn heldur en að keyra inní hann og freista þess að komast í boltann og stanga eða potta honum í netið.
    Við þurfum kannski ekki mikið að losa okkur við leikmenn heldur frekar að bæta í hópinn frekari gæðum og þá sérstaklega framarlega á vellinum, verðum við ekki að trúa því að það sé planið hjá þeim er ráða ríkjum hjá Liverpool þessa dagana 🙂

  59. Ég hef lesið mikið um það síðustu viku á spjallsíðum útum víða heim að lausnin á sóknarvandamálum okkar liggi í því að kaupa nýjan striker til þess “að koma helvítis tuðrunni í netið. Ég skrifaði um þetta langan pistil á ensku áðan sem ég póstaði inn á erlenda bloggsíðu. Þar sem mig grunar að flestir okkar séu ágætlega slarkfærir á ensku þá vildi ég fá að pósta því hér á frummálinu í stað þess að vera þýða það yfir á íslensku.

    I really don´t think a striker should be our biggest priority. Like the game today, we had three midfielders in the center of the park who all looked happy to sit behind and guide play from midfield in the play-making role. Non of them were threatening with forward-runs into the box or sitting off of Kuyt and creating changes. 
    I think what we need is a creative attacking midfielder to take on the role that Gerrard played in the 08-09 season. Sit off of a lone striker or two strikers and direct play in the final third. Like Silva does for City, like Mata does for Chelsea and to a lesser extent what Rooney does for the Mancs. Today we saw Kuyt too often having to chase back and collect the ball, either delivering it to the wings or back to the THREE play-makers we had in the team today. And then when the crosses or final balls were delivered, there was no one in the box.

    Andy has suffered from this as well, having to chase back to collect rather than just gluing himself to the last defender. Gerrard does not seem to want to play this role anymore, maybe due to his age or just simple positional prefferences.  

    To sum up: I think what we need is a central attacking midfielder who can facilitate play in the final third of the pitch. We are just too damn stagnant up there, relying too heavily on parachute crosses into a lone striker and one-two passes between play-making central midfielders to strikers up the middle, both with disappointing results.

  60. Það er svolítið merkilegt að Liverpool getur pressað besta lið Englands, Man. City, í fyrri hálfleik a útivelli en finnur þörf fyrir að hafa 5 manna varnarlínu gengn Stoke a heimavelli! Ég á frekar erfitt með að skilja rökfræðina á bak við þessum ákvörðunum! Það er eins og að það sé eðlilegt að vera hugrakkur gegn góðu liðunum en ofur varkár (hræddur) gegn lakari liðunum!

  61. verð samt að taka það fram einar örn að downing er að skila nákvæmlega því sem ég bjóst við , reyndar aðeins undir því, ætti að ná amk meðaltalinu sínu per ár öll sín ár í deildinni eða 3.5 mörk og 4.5 stoðsendingar … allir sem bjuggust við meira voru greinilega ekki búnir að vinna heimavinnuna sína. og já þar meðtaldir bæði comolli og kenny 

  62. Jafn spennandi að horfa á málningu þorna og að horfa á þennan leik.Því miður er ekki hægt að sekta stoke fyrir að spila svona leiðinlegan bolta,en okkar menn eiga bara að gera betur.Þó að miðjumennirnir hafi ekki verið að dæla flottum boltum á Kuyt þá hefði alvöru striker skorað í þessum leik ósammála því að við þurfum skapandi miðjumann við þurfum alvöru striker ekki seinna en strax!

  63. Er ekki að ná þessari  ömurlegu uppstillingu og að vera svona oft með jafntefli á Anfild hvað er í gangi að byrja leikinn svona?????? og nenni ekki að telja þessa gaura sem eru ekki að virkja að neinu gagni þetta var ÖMURLEGUR LEIKJUR

  64. Það hlýtur að fara að vera í lagi að gagnrýna Dalglish.  Hann hefur sjálfur talað um að fótboltinn hafi ekki breyst mikið síðan hann stjórnaði síðast.

    En málið er einfallt.  Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér.

    Og fleiri geta stjórnað Liverpool en hann, og það sennilega betri kostir.  
    Það var talað um það að það yrðu meiriháttar vonbrigði ef við næðum ekki 4 efstu.
    Menn hljóta að fara að átta sig á því að erum hreinlega ekki eitt af fjórum bestu liðum deildarinnar. 

  65. Það meikar ekkert sens að geta unnið Man City verðskuldað á útivelli og geta svo ekki rassgat á móti Stoke á heimavelli.

    Ég vildi óska þess að við ættum leiki við stórlið í hverri viku.

  66. Þetta var reyndar alls ekki fimm manna varnarlína heldur þriggja, bakverðirnir voru staðsettir mun ofar en venjulega: http://soccernet.espn.go.com/gamecast?id=317997&cc=5739 og stóðu sig að mestu leyti ágætlega. Það var hinsvegar á miðjunni sem leikurinn “tapaðist” en avarege position kortið sýnir ágætlega hvernig þeir voru bara í kássu fyrir framan teig Stoke manna og sköpuðu ekki neitt. Það stoðar lítið að kenna fjölda miðvarða um þennan leik, við höfum séð marga svona leiki á þessari leiktíð. Hugmyndasnauð í sóknarleiknum er klárlega sökudólgurinn í dag, eins og áður.

    Eins held ég að það sé ekki skynsamlegt að skella skuldinni á einstaka leikmenn. Lið sem hafa skorað meira en Liverpool á leiktíðinni (fyrir utan topp 5) telja núna: Newcastle, Norwich, Sunderland, Blackburn og Bolton. Ég efa stórlega að menn telji sóknarmenn þessara liða vera betri en leikmenn Liverpool, fyrir utan kannski 2 eða 3. Vandamálið hlýtur að liggja annarsstaðar. Hópurinn er einfaldlega bara allur að spila langt undir getu, sóknarlega séð, og það getur ekki verið neinu öðru að kenna en leikskipulaginu. Steve Clarke er að vinna vel í varnarleiknum sem hefur verið frábær en nú vantar annað eins framar á vellinum.

  67. Hvað gengur að mönnum hér, menn vilja reka KK eftir einn leiðinlegan leik, auðvitað vilja menn vinna og spila flottan fótbolta sem menn gerðu hvorugt í dag, enda ekki auðvelt að spila flottan fótbolta á móti svona liði sem hefur reyndar verið að standa sig mjög vel bæði í deildinni og í evrópu, liðið á enn mjög góðan séns á 4 sætinu og ef við náum því þá getum við kannski fengið 1-2 mjög góða í sumar en ég held við séum ekki að fara að kaupa einhverja kanónu í janúar, hver veit svosem, kannski Messi sé alltaf að hringja í KK og biðja um að hann kaupi hann.  Staðan er allavega mun betri en í fyrra.  Svo væla menn um að Carrol hafi ekki fengið að spila nóg, næst spilar hann örugglega of mikið.  Hættið þessu væli og vonum að það gangi betur næst

  68. 74: Þetta er ekki bara einn leikur: Heldur eru menn (geri ég ráð fyrir) á mörkum þess að missa þolinmæðina vegna þess að óstöðugleikinn er allt of mikill:

    Liðið er að vinna City, Arsenal, Everton og Chelsea á útivöllum á tímabilinu en drulla svo gegn Sunderland, Blackburn, Swansea, Norwich og Stoke á Anfield.

    Vandamálin eru mörg og það leysist ekki allt strax.

    Hversu oft er það sem maður sér eingöngu 1-2 sóknarmenn gegn 5-6-7 varnarmönnum í boxinu hjá andstæðingunum? Það er kannski ekki skrýtið að menn skori ekki mikið þegar það er svona auðvelt að verjast sóknum liðsins.

    Sóknarspilið er eitthvað sem hefur pirrað mann lengi. Sækjum á of fáum mönnum og það sem menn eru að reyna að gera á síðasta þriðjungnum er allt of fyrirsjáanlegt.

    Ég ætla ekki að tjá mig um hvort það sé rétt að reka Kenny eða ekki en það má gagnrýna hann eins og aðra sem tengjast liðinu.

  69. Hvað ert þú að meina með EINN LEIÐINLEGAN LEIK , það fer að styttast í að það sé varla horfandi á liðið, spilamennska liðsins hefur ekki verið á uppleið það sem af er þessu tímabili það er alveg á hreinu.
     

  70. Ákvað að eyða ekki of mikinn tíma í því að horfa á þennan leik þegar ég sá byrjunarliðið. Ég held að allir (og þar með talið þjálfaraliðið) hafi séð að þetta lið var aldrei að fara að spila einhvern léttleikandi bolta heldur ætlað að halda hreinu og reyna að pota inn einu marki, þetta lið leit út fyrir að vera valið af Roy Hodgson eða Houllier. 

    Hugsanlega er ekki hægt að kenna Dalglish um allt, maður sá svo sem ekki marga á bekknum sem hefðu getað breytt þessu mikið. Það vantar tilfinnanlega markaskorara og einhvern sem getur brotið upp varnir (fyrir utan Suarez). Slíkir leikmenn kosta mikla peninga og ekki víst að til hafi verið peningar til að versla þá leikmenn því bólstra þurfti aðrar stöður (vinstri bakvörð og miðju sérstaklega). En ljóst er að eigendurnir þurfa að draga upp veskið strax því það verður ekki einu sinni Evrópudeild á næsta ári með þessu áframhaldi. 

  71. Konni hvaða engla ryk ertu að sjúga, megun við ekki djöflast í okkar mönnum og þjálfara án þess að þú gerir fífl að sjálfum þér er það ekki staðreynd að Suarez er ekki að spila og KK er ekki að mínu viti og fleiri manna að spila ekki réttum mönnum og á heima velli erum við ekki að standa okkur sem á að vera betra en á útivelli. Suarez er lang besti  leikmaður á englandi en svo kemur einhver fáviti sem heitir Evra og spyr Suarez hvers vegna tæklaðir þú mig Hallo hallo hallo hver spyr svona ma ma ma nema fáviti. Konni vertu bara inni hjá þér sjálfum og fíflaðu þig sjálfan sem oftast.
     

  72. Ég hata stoke, ég hata líka hvað Liverpool er gjörsamlega getulaust í leikjum sem þessum. Nokkrum sinnum í dag sáum við menn sem ætluðu að gefa boltann inn í teig (sem hefur svosem ekki skilað neinu í vetur) og þeir þurftu að dóla með boltann af því að það voru 8 stók-arar og enginn púllari í teignum. Ætlaði KK að vinna helvítis leikinn á langskotum? Maður er bara farinn að bíða eftir að íslenski boltinn byrji fjandinn hafi það.

  73. Sælir félagar.
    það hefur aldrei verið spurning að það voru gerð mistök í leikmanna málum í sumar.
    keyptir voru menn sem að eingöngu hafa spilað í meðalliðum alla sína tíð og þess vegna þarf að stilla liðinu upp á þann hátt. Er ekki stuðningsmaður KD sem manager liverpool. finnst hann vera of aftarlega á merinni. algjörlega steingeldur taktíkslega séð. menn voru að hrósa honum taktíklega séð á móti city, ég gat ekki séð það. Setti liðið í nauðvörn allan leikinn. ég get ekki séð að framfarirnar séu miklar og liðið hreinlega lélegra en á síðasta tímabili benítez.
    Það er ekki hægt að verja þetta aftur og aftur  við erum ekki betri en þetta enda bara með miðlungs spilara frá miðlungs liðum. fyrir utan 2. Bellamy er sterkur en getur ekki spilað alla leiki. Þá eru það bara suarez og gerrard. Agger ávallt meiddur og johnson alltof misjafn. Það hefði verið hægt að nýta þessa aura mun betur en gert var. 
    ég vill ekki dauðadæma þetta fyrr en tímabilið er búið en ef þetta fer ekki að batna þá kalla ég á ungann graðan stjóra sem þorir.
     
    kveðja
    einn virkilega pirraður frá noregi.

  74. Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef séð! Nokkur atrðið sem ég tel að þurfi að geras

    Þjálfarateyminu hefur tekist vel til með varnartaktíkina en í leik eins og þessum sést að það getur verið á kostnað sóknarinnar. KK og félagar þurfa virkilega að fara að endurskoða sóknarleik liðsins.

    Algjörlega óskiljanlegt að Downing sem talað var mikið um að hefði verið sérstaklega keyptur til þess að dæla inn krossum á Carrol hefur verið að spila á hægri kanti þegar Carrol er frammi. Svo loksins þegar hann setur Downing á vinstri kantinn eins og í dag þá er Carrol ekki í byrjunarliðinu og svo er Downing skipt út fyrir Carrol.

    Það var alveg magnað að sjá Gerrard dæla inn boltum á Carrol frá hægri kantinum þegar hann kom inná á móti Newcastle. Hvernig væri nú bara að setja Gerrard á hægri kantinn og Downing á vinstri kant og dæla inn hættulegum krossum á Carrol sem er klárlega einn besti skallamaður í deildinni ef hann fær alvöru sendingar.

    Ennþá betri væri samt líklega að setja Bellamy á hægri og hafa Gerrard í AM stöðu fyrir aftan Carrol. Fyrir aftan Gerrard væri svo Jonjo Shelvey eða Henderson ásamt Lucas. Lucas er náttúrulega meiddur og það eru einfaldlega engir góðir kostir til þess að leysa hann af Jay Spearing er einfaldlega ekki nógu góður og því væri algjörlega málið að versla einn varnarsinnaðan miðjumann eins og t.d. Tiote frá Newcastle eða jafnvel Aron Einar Gunnarsson sem er að eiga frábært tímabil og er búinn að skora heil 5 mörk á tímabilinu sem er meira en ansi margir leikmenn til samans hafa gert hjá Liverpool.

    Svo vantar klárlega að kaupa mann á hægri kantinn Kuyt er einfaldlega búinn með ferill sinn hjá LFC og kominn tími á að finna einhvern góðan á hægri kantinn sem getur skorað mörk.

    Hvernig væri svo ef þeir sem vilja að KK verði látin fara komi þá með einhverjar uppástungur um hver ætti að taka við honum. Mér dettur allaveganna engan í hug sem væri betir kostur en hann. Eini mögulegi kosturinn var Martin O´Neil sem klárlega er klassa manager, en það er of seint.

    Hvað segið þið um þetta????

  75. #42
    Maggi, ég held að þú sért að gleyma einu mikilvægu atriði. Þarf maður ekki líka að tefla fram framlínu í svona leik?

    Dirk Kuyt einn síns liðs telst varla merkileg framlína þar sem hann hefur ekki enn skorað í PL í vetur. Held að það hefði alltaf þurft einhvern með honum frammi í þessum leik gegn jafn varnarsinnuðu liði og Stoke. Ekki það að við höfum úr miklu að velja svo sem á meðan Suarez afplánar bannið.

    En þetta er náttúrulega algjör falleinkunn hjá Dalglish og co í dag, því miður. Ég held að hann eigi klárlega mikið inni en liðið verður að fara að gera betur því annars er hætt við því að dagar hans verði ekki mikið fleiri í starfi, þó svo að hann heiti Kenny Dalglish.

    En vona bara að það verði keyptur framherji áður en glugginn lokast.

  76. Reina 7 = litið að gera en gerði sitt þegar hann þurfti
    Skertl 8 = var góður var örugglega sá maður sem skapaði hvað mestan usla í vörn stoke í dag.
    Coates 7 = heilt yfir góður, ekki með mikkið af mistökum
    Johnson 6 = mátti vera ofar á vellinum í dag miðað við að við vorum með 3 miðverði. en ekki honum að kenna heldur Dalglish
    Gerrard 6 = var bara solid
    Adam 6 = brytur á sér klaufalega allt of oft en kom með góðar sendingar.
    Dómari 5 = máti gefa okkur 1-2 víti í seinni hálfleik
     Bellamy 6 = skipt inná  fyrir Henderson, hann kemur með hraða en gerði voða lítið fanst mér en var aftur á moti sterkur framalega á vellinum
    Carra 6 = Solid leikur hjá honum
    Enrique 5,5 var bara fínn
    Henderson 5 =   Skapaði ekkert
    Dalglish 1 = stillti ömurlega upp í þennan leik og það lookaði eins og við ætluðum að verjast á heimavelli vs stoke. cmon, hvað er í gangi í hausnum á honum að byrja með mann sem kann ekki blautan í boltatækni, hefur engan hraða , getur ekki sennt boltan en getur bara hlupið endalust og það hægt , hvað er málið ? með að skipta alltaf of seint og það ekki að klára skiptingarnar sínar segir sitt varðandi hópinn í dag…….. okkur vantar betri menn. ekki flóknara en það sko. hann var heimskur í dag hann greyjið dalglish.
    Downing 4   = Skapaði ekkert
    Kuyt 2  = var skelfilegur, átti eitt færi og það dauðadauða færi sem hvaða einstaklingur í heimi vill fá, og að klúðra því er ekki nógu gott. og það var bara það eina sem hann gerði í þessum leik í dag.
    Carroll 4 = vantaði bara meiri áhuga á að skora.

    Liverpool 0 – 0 Stoke er ekki ásættanlegt fyrir okkur á heimavelli. til þess að ná þessu 4 sæti verðum við að skora allavegana 1 mark í leik sem á ekki að vera það erfitt. við hreinlega verðum að fá einn miðjumann og einn stræker/kanntara inn í þetta í janúar og það vona ég að það gerist og ég vona það að það verði Granero og einhver svartur, flottur, með góða boltatækni og getur hlupið hratt.

  77. Ámundi þu villt kannski fá Villa Bóas? Hann er aldeilis að gera góða hluti með Chelsea. Vá ég var ógeðslega pirraður eftir þennan leik og er enn en eftir að hafa lesið kommentin hér er ég orðinn meira pirraður út í Liverpool aðdáendur.
     
    Það er alveg ljóst að Daglish og Clark klúðruðu þessum leik með lélegri uppstillingu en correct me if I´m wrong en þá var þetta sama uppstilling og var notuð á Stoke í fyrra og við unnum og þá var Daglish taktískur snillingur og hefði líklega veirð það ef Liverpool hefði unnið leikinn í dag. Daglish hefði hins vegar átt að sjá sóma sinn í því að taka út einn varnamann í hálfleik og setja inná sóknarmann eða miðjumann í staðinn. Því það er algjör óþarfi að eyða þremur mönnum í að dekka Crouch.
     
    Ég get líka ómögulega séð að þetta tap sé Kuyt að kenna af því hann klúðraði svo góðu færi. Þetta færi sem hann fékk var bara ekkert sérstakt þó það hafi verið besta færið í leiknum. Það er ekkert sérlega aðvelt að ná að setja boltan þegar þú þarft að teygja þig aftur til að ná honum. Þannig að mér fannst í raun það færi bara ekkert sérstaklega gott.
     
    Það var áttakanlegt í þessum leik hvað okkur vantar sóknarþunga ég man ekki eftir einni fyrirgjöf í leiknum í dag þar sem það voru fleiri en einn maður í teignum en hins vegar voru 6-8 leikmenn frá Stoke í teignum í hvert skipti og þá er bara nákvæmlega sama hvort sóknarmaðurinn heitir Kuyt eða Ian Rush hann er ekki að fara að skora.
     
    Mér finnst bara fáránlegt að menn séu að tala um að reka Daglish af því að við séum í 7 sæti og það hafi ekkert skánað frá því í fyrra er menn virkilega svona veruleikafirrtir að þeir haldi að með því að fá nýjan stjóra inn þá lagist þetta allt saman. Í alvöru halda menn það!!!!! Menn verða að átta sig á því að það eru líka núna kominn inn tvö lið sem eru bara orðin alvöru lið Tottenham og City þessi lið hafa ekki verið í þessari toppbaráttu undan farna áratugi þannig að baráttan um þessi topp 4 sæti er orðin mikið meiri en hún var bara fyrir 3-4 árum síðan. Daglish er að byggja upp lið og það tekur tíma þá er ég ekki að tala um 12 mánuði heldur frekar 24 eða 36. Skyndilausnir eru ekki að fara að koma Liverpool á toppinn ekki nema þá að gera þetta eins og City og Chelsea en það er klárlega ekki að fara að gerast og þá þurum við að sýna smá þolinmæði.
     
    Það vantar meiri gæði í þetta lið það er alveg klárt og vonandi koma einhverjir góður núna í janúar en það er erfitt að fá góða leikmenn á þeim tíma þannig að líklega verða þeir nú ekki keyptir fyrr en í sumar.
     
    Varðandi þá sem eru alltaf að tala um að menn sem spila í miðlungsliðum séu bara miðlungsleikmenn þá langar mig að benda á nokkrar staðreyndir í þeim málum. John Barnes er keyptur frá Watford á sínum tíma og er klárlega einn besti leikmaður í sögu Liverpool.
    John Aldridge er keyptur frá Oxford.
    Xabi Alonso er keyptur frá Real Sociedad
    Torres er keyptur frá A. Madrid.
    Kevin Keegan keyptur frá Scunthorpe
    Sami Hyypia keyptur frá Willem II
    Við getum líka kíkt á leikmenn í efstu liðum deildarinar núna.
    Lampard keyptur frá West Ham
    Carrick keyptur frá West Ham
    D. Yorke keyptur frá Aston Villa
    Rio Ferdinand keyptur frá Leeds (voru reyndar með ágætis lið á þeim tíma)
    Rooney keyptur frá Everton
    Drogba keyptur frá Marseille.
    Allir leikmenn Arsenal hafa verið keyptir frá einhverjum miðlungsliðum nema kannski einn til tveir.
    Fyrir utan þá ættu menn nú að sjá að það er vonlaust að kaupa góða leikmenn frá þessum bestu liðunum á miðju tímabili og jafnvel yfir sumartíman hins vegar er oft hægt að kaupa leikmenn af þeim sem þau geta ekki notað og þá er alveg spurning hvort Liverpool geti notað þá. Þannig ég er bara ekki að skilja þessa röksemdarfærslu ekki nema menn séu að meina að við eigum að kaupa alla okkar leikmenn frá Ajax og Lyon eða eitthvað álíka eða kannski bara Celtic og Rangers. 
     
    Ég vil líka minna menn á að við erum ekki nema 5 stigum á eftir Chelsea og mótið er nú bara hálfnað.
     

  78. Góða Kvöldið félagar.

    Mér langar að byrja hrósa Liverpool fyrir frábæra skemmtun í dag. Leikurinn sem ég sá í dag var einn sá besti sem ég hef séð í vetur með. Krafturinn og sköpuninn var svo rosaleg að ég beið hvað myndi gerast í næstu sókn. Hinn mikli meistari er búinn að fá stöðu í liðinnu aftur eftir að hafa vermt bekkinn undanfarna mánuði, í þessum leik sást hvað hann er jafnmikilvægur og sjálfur Kóngurinn Gerrard, Stórkostlega fannst mér hvað Carra kallin fékk að valsa um miðjunna óáreittur af Stoke mönnum enda álíka mikil hætta að hann leggi upp mörk eða skori eins og restin af þessu meðalmönnum sem skipa þetta lið. 

    Mér fannst unnun að horfa á hvernig Kyyt og Downing voru tengjast vel í þessum saman og spila sig í gegnum vörninna, Einning fannst mér Henderson vera góður kom boltanum vel frá sér og náði að koma Kyyt og Adams í dauðafæri. enn maður leiksins Var Gerrard með 2 mörk og Carrol eiit mark Enn vitiði því miður var sá leikur sem ég horfði spilaður í Fifa 12. Enda eini sénsin að vinna á heimvelli þar í dag 😀 

  79. Arg…
    Dalglish er ekki að ná þessu!!
    5 manna vörn, til hvers?
    Af hverju breytti hann ekki í 3 5 2 eftir 45 min?
    Ég er farin að efast um getu kóngsins!

  80. Þeir segja í Englandi að stigið sem stoke sótti á Anfield í dag sé það auðveldasta sem þeir hafa sótt á þessu tímabili.  Ég veit ekki , sá ekki leikinn.  Ég er drullupirraður á Kenny, skil ekki hvað hann var að spá, er uppstilingin út af því að LIVERPOOL er hrætt við þennan rugby bolta stoke, eða er hann bara notaður sem upphitun fyrir leikinn á móti man shitty í carling cup ???  Er deildin virkilega forgangurinn hjá Liverpool ennþá, eða er búið að breyta þvi í í að komast í evrópudeild ?  Maður spyr sig.

     Það að sækja ekki á þetta risaeðludrasl sem stoke er það er ofar mínum skilningi.  Pulish er mjög ánægður með þetta stig sem hann sótti á Anfield.  Það fer að vera ALLTOF AUÐVELT fyrir lið að sækja stig á Anfield.  Það er algjörlega óásættanlegt.

     YNWA

    p,s, Ég hef talað við marga breta, og flestir segja mér það að KK sé komin til LFC til að koma á stöðugleika, en muni síðan vera “replaced” af stjóra sem komi til með að koma  liðinu á næsta stall., sel það ekki dýrara en ég keypti.  Ég mun alltaf elska KK.  🙂

          

  81. Maður er farinn að halda að það eigi bara ekkert að versla í Janúar.
    Hálfur Jan liðinn og enginn nýr framherji til að leysa Suarez af hólmi.
    Og ekki er verið að taka neinn af ungu leikmönnunum og gefa þeim sénsinn, svo manni sýnist þeir hafi einhverju tröllatrú á þessum leikmannahóp. (ekki nema það eigi að nota þetta tímabil til að skoða hverja þurfi að losa út í sumar)

  82. Allt frábært og æðislegt eftir Man City leikinn, slæmt heimajafntefli og þá á að selja alla og reka alla. Ef við vinnum um næstu helgi á þá að hætta við að reka alla og sleppa því að selja alla því við erum bestir og erum að fara í CL og svo framvegis.

    Það er annarsvegar grátkór hérna inni sem vælir og skælir, allt ömurlegt og reka alla eða þá að við erum allra besta liðið í veröldinni og þessi og hinn eru frábærir og King Kenny er með þetta og bara nefndu það.

    Sýniði smá þolinmæði, við erum á flottri leið og Dalglish og Clarke eru á réttri leið með liðið, sanniði til. Í maí verðum við að fagna frábæru tímabili LFC og hlökkum mikið til þess næsta, munið og trúið þessum orðum mínum. 

  83. Langflestir hér inni eru að væla um þetta leikkerfi sem lagt var upp með í dag. Í febrúar í fyrra unnum við Stoke með nákvæmlega sama leikkerfi nema þá unnum við og þá hrósuðu allir snilli King Kenny og sögðu hann snilling yfir að spila þessu kerfi gegn Stoke og taktíst vinna þá.

  84. Auåunn G
    Eru chealse ekki i meistaradeildarsøti eins og stendur. 
    Er ekki ad tala um hann en hversu lengi lifir daglish a fornri frægð.
    vörnin er góð enda kemur hann væntanlega minnst nálægt henni.
    get engan vegin séð  þennan pass and move bolta sem allir virðast vera að sjá .sé hins vegar pass and dont do anything bolta.
     

  85. Nr. 65 er Hörður og ég er svo sammála honum. 
    Þetta gerist trekk í trekk þegar við erum með yfirhöndina í leikjum að reyna að ná inn marki gegn liði sem sættir sig við jafntefli og pakkar í vörn. Þá erum við bara með miðjumenn sem að fara til baka og sækja boltann. Henderson og Adam taka ekki rönnið upp völlinn heldur sækja boltann, oft alla leið aftur til miðvarða, og ætla að koma með úrslitasendinguna sem aldrei kemur. 
    Ég horfði um daginn á samantekt úr leik með Barcelona þar sem öll skipti Messi með boltann voru sýnd. Þar sá maður svo vel hvað miðjumenn Barca eru ógnandi með hlaupum sínum. Messi sótti boltann út á kanti og þá kom alla vega eitt, oftast tvö og stundum þrjú hlaup frá miðjumönnum sem að Messi gat valið hvort að hann notaði eða ekki. Ef að hann notaði þau ekki þá hlupu bara miðjumennirnir til baka og reyndu aftur. Þessi hlaup ógna fram á við. Messi getur notað þau í þríhyrning, reynt að komast í svæðið sem að hlaupið skilur eftir sig eða stungið boltanum inn í hlaupið. Þetta eru mjög fínir kostir við hliðina á því að gefa til baka á miðjumann Liverpool. 

    Svo væri ég alveg til í að sjá bara Sterling og Shelvey í byrjunarliðið á kostnað Downing og Adam bara svona aðeins til að láta menn vita að þeir þurfi að hafa fyrir þessu og lifa lífinu svolítið. 

    Ahh hvað það er gott að koma þessu frá sér og anda djúpt.

    Áfram með þetta. Við erum ekki næstum því hættir. 

  86. Þegar lið er svona mikið með boltann eins og við gerðum í dag, þá vinna þeir í það minnsta 5-0 s.b man-kúkur-utd-WBA 26 des….. i am afraid we have bigger problems then we can solve with this manpower!!

  87. Þvílíkur brandari. Menn styðja KD eins engins sé morundagurinn samt sem áður. Þvílíkt og aðra eins vitleysu hef ég aldrei séð hjá Liverpool. Halda menn virkilega að við vinnum Stoke með að spila sama bolta og þeir. Þessi leikur sýndi hversu langt við erum á eftir bestu liðunum.

    Ég sakna Rafa!!! 

  88. Ef ekkert gengur þá á maður að setja beittari  menn inná en þú notar ekki Carrol til þess, hann má koma inn þegar að staðan er 5-0 og 1 mín eftir af leiknum.

  89. Svo má benda á það að Rafa fékk 5 ár til að gera eithvað, en samt vilja sumir fá hann aftur en KK er bara búinn að vera 1 ár með nánast nýtt lið og hann á að fara burt,,,komonn, hverskonar sjálfstæðisflokk heila hafa sumir.

  90. Afhverju ætti Suarez að koma dýrvitlaus úr banninu?  Ég hef nú meiri áhyggjur af því að hann fari frá félaginu ef það ætlar að halda áfram þessarri meðalmennsku.  Hreint sorglegur leikur, ekkert hugmyndaflug, engin hreyfing á mönnum framávið,, eigum aukaspyrnu 3 metra inn á vallarhelming Stoke og SEX EÐA SJÖ leikmenn Liverpool við eða í kringum boltann,, hvað er það?? Á miðjunni??????  Ótrúlega andlaust og virðist stefna í eitt “biðtímabilið” enn.  Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér,, nú er þokkalegt prógram framundan og við virðumst nú girða okkur í brók gegn “stærri” félögunum,, vonandi fara þá stigin að hrynja inn. YNWA

  91. Þolinmæði er vitanlega algjört lykilariði ef von á að vera um árangur. Þeir sem vilja reka Kenny ættu að draga djúp inn andann og telja upp á 10. Félagið er á réttri leið, það er engin spurning, og þar á Kóngurinn drjúgan hlut að máli.

    Hitt síðan annað mál að allir gera mistök og Kenny er þar engin undantekning. Mistök eru óhjákvæmileg. Stundum neita menn að horfast í augu við sín mistök og fara í afneitun, Það er slæmt og kallast “sunk cost effect”, þ.e. þér finnst þú hafa lagt svo mikið í eitthvað að þú neitar því að hafa mistökin séu mistök og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. “Throwing good money after bad money” kalla kanarnir þetta fyrirbæri.

    Nú finnst mér eins og Kenny og hans menn þurfi að kyngja a.m.k. tvennum slæmum mistökum.

    Fyrri mistökin blasa við og eru kaupin á Andy Carroll á geypifé. Hann hefur þetta ekki strákgreyið. Menn töldu sig vera að kaupa nýjan Rush en fengu eitthvað Heskey fyrirbæri og varla það. Ástandið á Carroll er þannig að hann er í rauninni gagnslaus fyrir LFC. Hægur, léleg tækni, fyrirsjáanlegur og hefur ekkert sjálfstraust lengur. Carroll er sokkinn kostnaður fyrir LFC og því fyrr sem Kenny og có viðurkenna það því betra. Hugsanlega mætti lána strákinn eitthvað í þeirri von um að hann hressist síðar en líklega er best að selja hann í sumar og afskrifa 20-25m pund.

    Hin mistökin eru áherslan að kaupa alla þessa bresku leikmenn sem einhverskonar taktík. LFC fjárfesti í breskum leikmönnum fyrir 80m pund árið 2011. Allir þeirra eru meðalmenn í alþjóðlegum fótbolta nema hugsanlega Henderson. Vissulega þarf að hugsa um breska kvótann en hér er of langt gengið og “value for money” er skelfilega lítið. Þessir bresku leikmenn endurspeglar vel þá lægð sem bresku landsliðin eru í. Gæðamunurinn á yngri breskum leikmönnum innan raða LFC og útlendingunum er áberandi og undrunarefni í sjálfu sér. Innkaupamálin þarf því að hugsa upp á nýtt að mínu viti.

    En mistök eru ekkert til að fárast yfir heldur til að takast á við. Aðalatriðið er að Kenny er þrátt fyrir þetta ömurlega jafntefli í gær á réttri leið. Frábær vörn og ótrúlega hæfileikaríkur Suarez er ekkert til að kvarta yfir. LFC vantar aðeins herslumuninn til þess að ná Chelsea, Arsenal og Tottenham og það gæti alveg gerst með hækkandi sól.

    Á næsta tímabili tökum við síðan í alvöru þátt í að vinna Englandsmeistaratitilinn.

    En fyrst þarf að fara í smá “soulsearch” og viðurkenna slæm mistök og vinna sig síðan í átt að lausn í rólegheitunum og af þolinmæði.

  92. Málið er það að kk gerði slæm innkaup og vil ekki kingja því, þannig að staðan er svona ????? slæm

  93. hann átti ekki að byrja með coates inná og ekki kuyt þetta var bara hörmulegur leikur hann átti að vera með Daniel Agger inná og carroll inná fyrir carroll búið mál

  94. úfffff það er farið að verða eins og Roy Hodgson sé enn við stjórnvölin hjá Liverpool, svo slæmt er þetta. Ég er alveg að missa trúna á þessu en vona að KKD komi þeirri trú minni aftur á sinn stað. Það er ekkert hægt að koma með sömu afsakanirnar aftur og aftur, leik eftir leik. Það er ekki að gerast að við skorum mörk og þá þarf að kaupa menn sem geta það eða skipta um mann í brúnni sem getur annaðhvort náð einhverju úr sóknarleik liðsins eða kaupir þessa leikmenn. Það er ekki einn skapandi leikmaður í liðinu að neinu viti og það þarf að kaupa þennan heila á miðjuna sem Alonso var. Adam er svo ljósárum lélégri að hálfa væri nóg. BRING BACK Aqualani. Þetta er komið gott.

  95. Skulum hafa það á hreinu að leikur gærdagsins var ömurlega leiðinlegur, eins og allir leikir sem Stoke taka þátt í.  Þeir verjast á 8 – 9 mönnum frá mínútu eitt og til loka, tefja ALLT sem þeir geta og reyna að skora úr set-piece.
    Tony Pulis hefur horft á spólur með hinu klassíska Wimbledon-liði sem nákvæmlega setti lífið upp á þennan hátt.  Ég ÞOLI ekki að horfa á leiki með þeim, en ber mikla virðingu fyrir því sem þeir standa fyrir.  Hann hefur raðað um sig mönnum sem eru tilbúnir að standa í vörn u.þ.b. 80% þess tíma sem þeir spila.  Það er ekki einfalt að raða saman slíku liði.
    Leikkerfið sem við spiluðum í gær var með þrjá varnarmenn, en ekki fimm.  Enrique og Johnson áttu að koma upp völlinn og krossa.  Það sem ég meinti með Carra og Coates var einfaldlega það að þeir voru ragir og áttu erfitt með að koma boltanum af sér og þegar þeir voru pressaðir sneru þeir oft til baka og létu Reina hafa boltann.  Sem þýddi hvað?  Jú, Stoke menn voru allan leikinn búnir að stilla sínum varnarmúr upp þegar við loksins komum upp völlinn.  Vissulega voru Adam og Gerrard sekir um þetta líka, en þessi rythmi brotnaði aldrei upp.  Enrique og Johnson náðu sér ekki á það strik sem þeir gera vanalega og í allt of mörgum tilvikum komu frá þeim einhverjir svifboltar sem Sörensen hirti eða risarnir í vörninni skölluðu einfaldlega frá.
    Miðjumennirnir þrír, Gerrard, Adam og Henderson náðu aldrei að koma sér almennilega í stöður í kringum teiginn, Gerrard þó helst en skotin voru af 35 metrum og aldrei nálægt.  Downing tékkaði sig inn næst því að skora þegar hann skaut yfir en hin voru afar döpur.  Downing er vissulega að eiga erfitt en að mínu mati vorum við einum færri í þessum leik því Kuyt er einfaldlega ekki kostur í fremstu stöðuna að mínu mati.  Þessi duglegi Hollendingur sem ég hef alveg borið virðingu fyrir í gegnum tíðina og varið annað slagið hefur átt hryllilegan vetur frá mínútu eitt og er einn þeirra manna sem hafa lent á vegg og eru að hluta ábyrgir fyrir þeim ferlega árangri á heimavelli sem er ljóður vetrarins!  Auðvitað eru margir þar til kallaðir og engin ástæða til að ég rifji þau nöfn upp.
    Ég hrósaði þjálfarateyminu fyrir flott upplegg í City-leiknum þar sem þeir höfðu kortlagt andstæðinginn og gerðu það sem ég taldi ómögulegt þennan vetur og unnu City á útivelli.  Að sjálfsögðu var taktík gærdagsins ferleg eftir leikinn og við erum öll sammála um það að þetta leit ekki vel út.  En ef að hann Dirk Kuyt hefði nýtt dauðafærið sitt og við unnið Stoke 1-0 hefði ég verið sáttur, því þetta lið er komið með algerlega sama stimpil og Wimbledon hafði á gullaldarárunum okkar, við eigum í vandræðum með þetta leikskipulag og lið.
    Hvers vegna?  Mitt svar er einfalt og ég hef sagt það frá því 1.september.  Okkur vantar ennþá í liðið okkar 1 – 2 heimsklassaleikmenn á sóknarþriðjungnum okkar til að skapa og skora mörk.  Ég held reyndar að það viti ALLIR sem horfa á Liverpool FC spila og enginn betur en þeir sem vinna á Anfield.  Því miður tókst ekki að klára það vandamál í ágúst, sennilega ekki síst vegna þess að ruslahreinsunin síðasta sumar tók of mikinn tíma og við erum enn að súpa seyðið af.  Sá t.d. frétt í gær um það að við erum að borga 50 þúsund pund í laun Poulsen og 70 þúsund fyrir Cole.
    Auðvitað, auðvitað, auðvitað, auðvitað erum við í dag ósátt við framlag margra leikmanna en við skulum ekki gleyma því í dag að í haust, þann 1.september töldum við stórum áfanga verið náð og við á réttri leið.  Það eru allar ákvarðanir í fótbolta dæmdar eftirá en í sumar vorum við fæst að ergja okkur á því sem gert var.  Þeir sem halda því fram að við séum ein um slík mistök hljóta t.d. að geta rætt Portúgalann sem Ferguson keypti á 7,5 milljónir punda og jafnvel De Gea sem virðist alls ekki ráða við enska boltann.  Röng innkaupastefna með að kaupa enskt.  Já, kannski, en reglurnar eru þær að þú þarft ákveðinn fjölda enskra leikmanna og við vorum langt frá því.  Við verðum jú að spila eftir reglunum sem gilda í keppnunum. 
    Það að í deildinni 15.janúar hafi Dirk Kuyt skorað 0 mörk, Suarez 5 mörk, Carroll 2 mörk og Downing hafi ekki lagt upp stoðsendingu hefði allavegana ég sagt við ykkur í haust að þið væruð ansi neikvæð.  En í dag getum við öll gargað margt um þessar ákvarðanir.
    Við erum vissulega í vanda, ég ætla bara að fá að vera rispuð plata, liðið okkar er komið með gott varnarskipulag og uppleggið fram að sóknarþriðjungnum er fínt.  Eftir að við komum inn á sóknarþriðjunginn koðnum við niður, trekk í trekk, og það breytist ekki almennilega fyrr en við fáum meiri gæði þar.

  96. Ég er hjartanlega sammála Magga og hans innleggi hér að ofan. Liðið er hreint stórkostlegt í varnarvinnu og yfirleitt hefur það mikla yfirburði á miðjunni. En þegar kemur að sóknarleiknum þá fær það algjöra falleinkunn. Því miður virðast menn vera að berja hausnum við steininn á Anfield, þeir trúa því heitt og innilega að Andy Carroll og Downing muni detta í gagn. EN ÞAÐ ER EKKI AÐ GERAST!!!!!!
    Ég trúði því, þegar LFC ákvað að áfrýja ekki banni Suarez, að LFC hefði framherja í sigtinu, væri jafnvel komið langt á leið með að tryggja sér þjónustu hans. Ef markaskorari mætir ekki á svæðið í næstu viku þá er Liverpool í verulega vondum málum. Verulega vondum málum.

  97. Jæja, svona sé ég þetta: Við höldum með Liverpool, ekki Fullham eða Sunderland eða þannig liðum. Við eigum að gera kröfu á það besta. Liverpool er einn stærsti klúbbur í heimi. Við eigum ekki að vera að pæla í einhverjum smáaurum og það að pikka upp einhverja sæmilega leikmenn á spottprís, free-transfers og svo framvegis. Nú er bara komið að því að þessir eigendur okkar taki upp veskið og styrki liðið almennilega. Þá er ég að tala um topp menn sem að kom inn í liðið og styrkja það strax!! Því eins og staðan er í dag á hópnum þá erum við að tala um 6-7 sætið og mér finnst það vera algert rugl að vera að gera sér einhverjar væntingar um eitthvað meira en það á meðan við erum ekki að setja meiri pening í leikmannahópinn. Það er bara þannig í þessum bolta að ef að þú ert ekki stöðugt að styrkja og bæta liðið þá ertu að fara aftur á bak.

    Þannig að ég segi að nú sé komið að Commoli eða Kenny eða hver svo sem það er sem að sér um að finna leikmenn fái þann pening sem að þarf og styrki liðið með klassa leikmönnum.

  98. Alveg sammála síðasta innleggi um að drífa sig af stað.  En við eigum í tvíþættum vanda:
    A)  Við erum ekki að spila í Evrópukeppni og stöndum utan toppslagsins í PL.
    B)  Við erum með launastrúktúr upp á 120 þúsund pund sem allra, allra, allrahæstu laun til leikmanna.
     
    Þessir tveir punktar gera okkur mjög erfitt fyrir í janúarglugganum.  A-þættinum breytum við ekki en spurningin er hvort við eigum að fórna B-þættinum, því það er ástæða þess að liðið Manchester City (óþekkt nafn utan Englands) hefur fengið til sín alla þessa gæðaleikmenn.
    Saga, eða ekki saga, til að fá hágæðaleikmenn þarftu annað hvort að búa þá til eða borga sultuháar upphæðir fyrir.  Mér finnst ENGIN ástæða til að kaupa nýja 5 milljón punda leikmenn á þessum tímapunkti.

  99. Það eru mörg góð innlegg hérna, sérstaklega hjá Auðunni og Guderian og svo Magga.

    Ég var alls ekki að segja í skýrslunni að Dalglish ætti að hafa áhyggjur af sinni stöðu. Við höfum séð frábæra hluti í vetur og það væri galið að ætla að skipta honum út.

    Hins vegar er ég alveg sammála Guderian að við þurfum alvarlega að skoða hvað verður gert við Carroll. Kannski er það gáfulegasta að lána hann eitthvað. Það þarf ekki að vera nein niðurlæging fólgin í því. Adebayour er á láni hjá Tottenham og kemur án efa sterkari leikmaður tilbaka til City en ef hann hefði verið að koma inná einstaka sinnum.

    Það bara geislar af Carroll að hann hefur nákvæmlega ekkert sjálfstraust í dag. Maður hálf vorkennir honum inná vellinum. Og Dalgish hefur hann inn og útúr liðinu einsog hann viti ekki alveg hvaða stefnu hann á að taka.

    Munurinn á okkur og til að mynda Man U er ekki svo stórkostlegur að mínu mati. En þeir hafa þó verið að ná ótrúlegum tímabilum útúr einstaka leikmönnum. Ashley Young byrjaði frábærlega og Rooney með. Svo kom allt í einu tímabil þar sem Berbatov setti fulltaf mörkum og svo kemur Wellbeck upp líka. Hjá okkur hafa menn einsog Kuyt, Carroll og Downing einfaldlega verið slappir alla leiktíðina. Í fyrra þá fengum við einn mánuð þar sem Mereiles skoraði í hverjum leik og svo annan mánuð þar sem Maxi var allt í öllu. Við höfum ekkert slíkt fengið útúr þessum hóp.

    Ég held hef ekki enn séð nokkur merki þess að Dalglish sé að stinga hausnum oní sand með árangur liðsins, þannig að ég hef trú á að hann rífi þetta upp, en það verður að fara að gerast strax ef ekki á illa að fara í vetur. Við eigum enn inni heimaleiki á Chelsea og Arsenal, þannig að ég er alls ekki búinn að gefa þetta Meistaradeildarsæti eftir.

  100. Einar Örn! Spot on.

    Maður vorkennir Carroll inni á vellinum. Það er hrikalega sárt að horfa á þennan strák í dag. Þetta er flottur náungi sem geislaði af krafti og sjálfsöryggi fyrir rúmu ári síðan en gengur nú um með þjáningarsvip og bauga niður á kinnar.

    Þetta er ekkert gamanmál og sosum ekki í fyrsta skipti sem efnilegir leikmenn þola ekki pressuna og gefast upp sem er það sem er að gerast með Carroll. Forlan floppaði svakalega á sínum tíma, Harry Kewell, Owen hjá Real, Chris Sutton, Kleberson, Salif Diao, Djemba Djemba o.s.frv. að ógleymdum Torres.

    Shit happens og í stað þess að neita að horfast í augu við það augljósa er réttast að losa Carroll undan þjáningum sínum og selja hann eða lána. Hann er í það minnsta gagnlaus í dag.

  101. Það er alveg rétt, Einar Örn, að við eigum inni mikilvæga heimaleiki. Og meistaradeildarsætið er ekki farið, það er enn möguleiki. En eftir leiki dagsins gæti liðið verið komið niður í sjöunda sæti. Og það er óásættanlegt.   Það hefur aldrei verið vandamál liðsins að spila vel gegn stóru liðunum. En gegn litlu liðunum, þar sem gerðar eru kröfur um að skora mörk og yfirspila, þá er eins og liðið brotni og leiti inná við. 
    LFC á að lána Carroll. Fá hann til að slaka aðeins á, njóta þess að spila fótbolta því það gerir hann svo sannarlega ekki um þessar mundir. Það er akkúrat engin gleði í augunum. Og svo kaupa framherja. Jú, Liverpool er ekki í CL né EL en þetta er motherfucking Liverpool, þetta er risastór klúbbur. Þetta er ekki að ganga upp til lengri tíma litið. Amerísku eigendurnir ættu allavega að hafa lögmálið á hreinu: In order to make money, you’ve got to spend money. Af hverju ekki að láta reyna á hollustu Defoe við Tottenham. Hann vill fá að spila meira…Og  það er til hellingur af mönnum í hans stöðu, sem vilja fá að spila meira en þeir gera til að eiga meiri möguleika á EM. Nú er rétti tíminn til að láta reyna á metnað þeirra. Og þessir menn gætu komið dýrvitlausir og, afsakið orðbragðið, spólgraðir….

  102. LFC aðdáendur verða að gera sér grein fyrir því að rótvandans hlýtur að liggja djúpt innan félagsins og það mun taka LANGAN tíma að snúa því við. Það voru miklar hreinsanir í leikmannahópnum í sumar og nýir leikmenn þurfa oft heilt tímabil hjá nýju félagi til að sýna rétta andlitið. T.d. voru menn eins og Malouda, Nani, Anderson, Modric, Bale o.fl. nokkur ár að samræmast liðum sýnum. Við skulum því vera þolinmóðir og anda róleg. Það sagt þá var taktíkin og liðsuppstillingin í gær afar furðuleg og leikmenn þurfa að gefa meira af sér. Eins virðist Carroll hreinlega þurfa að mæta meira í líkamsræktarsalinn og huga að mataræði. Leikmenn Stoke höfðu hann alveg í hendi sér í gær!

  103. nr 50, Ætla að hrósa þér fyrir fráberlega skrifuð Ummæli, enn ég er engan veginn sammála því að Carroll sé svona lélegur eins haldið er fram. Það er eins og hjartað hans er ekki á réttum stað hins vegar, ekki sami eldmóður og þegar hann var hjá Newcastle. Enn það er ekki eins og hann hafi fengið neina þjónustu í þessum leik og ég ætla nú ekki að drulla yfir hann fyrir 30 mínutur

  104. Sammála þér Einar Örn.Vandann okkar er ekki að finna hjá einu atriði, heldur því að margir leikmenn hafa eins og ég orðaði “lent á vegg” og ekki skilað mörkum í leikjum sem við áttum að vinna.  Mér finnst eiginlega allir okkar leikmenn, nema hugsanlega Gerrard, geta horft til baka í vetur og hugsað með sér “ég á mikið inni”.Allavega allir þeir sem teljast ábyrgir fyrir sóknarleiknum…

  105. Einar Örn, jú, munurinn á okkur og manutta er mikil, og reyndar það sem skiptir öllu í fótboilta.  Það er MÖRK ! ! !

  106. Newcastle komið upp fyrir okkur. Liverpool í 7. sæti.

  107. Það er auðvitað ótrúlegt hvað Liverpool getur átt stórleiki gegn United, City og fleiri stórliðum, og skitið svo á sig nokkrum dögum síðar. Þetta er ekkert nýtt heldur, hvernig maður horfði á Liverpool eiga stórleiki gegn Chelsea, Arsenal og United undir stjórn Benitez og missa svo stig gegn smáliðum. Hver er rót vandans ? Mikið held ég líka að þið Púlarar gætu notað Michael Owen núna, það verður ekki tekið af honum að hann getur ennþá skorað, fæddur markaskorari þrátt fyrir að hraðinn hafi minnkað. 

  108. Gylfi Þór kominn með fleiri stoðsendingar í hálfum leik en Downing á hálfu leiktímabili.

  109. Magnað á horfa á þetta Swansea lið. Liðið kostar jafnmikið og hægri löppin á Carroll og það er að pressa Arsenal, einu marki yfir, fram á 90 min. 

  110. Er ekki kominn tími á opin þráð og ýta þessari færslu neðar í leiðinni, þessi fyrirsögn er ekkert að blandast vel við skammdegið.. 

  111. Ég er ekki sammála því að kenna leikmönnunum Carroll og Downing hvernig komið er fyrir þeim. Downing hefur t.d. komið með fullt af mjög góðum fyrirgjöfum en það er bara enginn inn í teignum til að ýta knettinum yfir línuna. Carroll þarf að sinna allt of mikilli varnarvinnu og er of lengi að koma sér inn í teig eftir uppspil í gegnum hann.  Carroll hefur ekki sjálfstraust í leiki því hann hefur jú þennan verðmiða en fær ekki nægilega marga leiki í röð til að koma sér í gang að mínu mati og þess vegna klúðrar hann dauðafærum. Carroll á að spila hverja einustu mínútu í öllum leikjum en ekki einn leik hér og annan þar. Einnig finnst mér Downing og Carroll meiga spila fleiri leika saman inn á vellinum. Liverpool er nú um mundir allt of varnar sinnað lið og sækir á of fáum mönnum. Þess háttar fyrirkomulag hentar þeim þegar spilað er gegn “stóru” liðunum en gengur engan veginn upp þegar “drepa” þarf leiki. Að mínu mati verður að kaupa mann á hægri vænginn og einnig að fylla skarð Lucas. Ég hlusta ekki á þá vitleysu að enginn leikmaður sem Liverpool getur fengið sé næginlega góður. Það eru betri leikmenn til í stöðunna en að sóa Henderson þar ( hann er bestur á miðri miðjunni) eða reyna enn og aftur Kuyt ( selja hann strax til Tyrklands). Ef í harðbakkann slær með hægri vænginn á! Dalglish að prufa spila með Johnson á kanntinum og Kelly í bakverðinum. Spearing er ekki nægilega góður að mínu mati. Spearing er ágætur þegar hann á toppleik en slakur þess á milli. Liverpool þarf leikmenn sem eru yfir meðaltal þegar þeir eiga down leiki. Núverandi ástand er í það minnsta óþolandi og það verður að bæta úr því strax.Liverpool hefur nú spilað 21 leik í deildinni, unnið 9, gert 8 jafntefli og tapað 4 leikjum. Liverpool hefur skorað 24 mörk og fengið 18 mörk á sig. Að mínu mati er árangurinn algjörlega óviðunandi. Hvað eyddi Tottenham mikið fyrir tímabilið?Ef að lið verða fyrir ósanngjarni dómgæslu, eiga met í stangarskotum, grasið á vellinum ekki rétt slegið eða hvaða afsökun/ástæða nefnd er vegna skort á stigum. Verður einfaldlega að leggja meiri áherslu á að vinna næsta leik og taka sénsa.Við óbreytt ástand nær Liverpool ekki 4. sætinu. Þjálfarateymið verður að fara girða sig í brók og fjölga mönnum inni í og við teiginn í fyrirgjöfum.   

  112. Hér hafa komið ansi margir inn að undanförnu og heimtað að Liverpool taki upp veskið og kaupi inn leikmenn einn tveir og bingó en ég spyr og vonandi getur einhver hér svarað mér, hvort sem að það séu ritstjórar síðunnar eða aðrir pennar, hvort að ekki séu til leikmenn hjá klúbbnum í yngriliðum þess eða varaliðinu sem að gætu allavega komið inn í hóp eða jafnvel í byrjunarliðið. Strákar sem að kæmu með einhverja greddu í liðið og hafa smá tækni til að dreifa sem að skapað gætu færi eða jafnvel sett hann sjálfir, ef að svo er ekki að þá erum við komnir í verri mál en ég hélt.

  113. Menn eru alltaf að horfa svo mikið í tölfræðina. Downing, Enrique og Johnson væru allir komnir með fleiri assist á tímabilinu ef að það væru einhverjir í liðinu sem gætu skorað og/eða nenntu að hlaupa inn í boxið.

  114. Ekki misskilja mig. Það er gott að stuðningsmenn LFC séu með miklar kröfur á liðið sitt og séu alls ekkert sáttir með “töpuð” stig á heimavelli eins og eftir leikinn á móti hinu grútleiðinlega Stoke liði. Það hinsvegar að vera með fallöxina klára á Dalglish finnst mér ofaukin skoðun. Vissulega er hægt að gagnrýna hann fyrir margt og er það í góðu.Langar þó að benda á smá sem ég sá á netinu í dag. Er nú ekki búinn að skoða þetta sjálfur til að bera saman en þessari tölfræði hér var hent inn á Fésið af stuðningssíðu eins leikmanns okkar í dag:

    Rafa Benitez 1st 38 Games: 58 pts.
    Kenny Dalglish 1st 38 Games: 67 pt

    Miðað við að fleiri lið séu búin að styrkja sig helling að undanförnu þá held ég að við séum alls ekkert að missa af lestinni. Það eru bara komnir fleiri lið sem vilja fara í hana 🙂 Þetta tekur allt tíma og ég hef enn óbilandi trú á FGS og þeirra stefnu (var að horfa á Moneyball myndina).

Liðið gegn Stoke

Opinn þráður – Stewart Disappointing