Liðið gegn Stoke

Liðið gegn Stoke er komið og það er furðulegt á mörgum stigum. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að raða þessu upp.

Reina

Johnson – Coates – Carra – Skrtel – Enrique

Downing – Adam – Gerrard – Henderson

Kuyt

Bekkurinn: Aurelio, Carroll, Doni, Shelvey, Kelly, Flanagan, Bellamy.

Eða er kannski Carra á miðjunni? Hver veit?

Það er allavegana magnað að Agger er ekki í hópnum (væntanlega meiddur, því miður) og að bæði Carra og Coates koma inn. Gæti líka verið svona svo sem:

Reina

Johnson – Coates – Skrtel – Enrique

Henderson – Adam – Carra – Downing

Gerrard
Kuyt

Ég verð að játa að mér líst ekki sérstaklega vel á þetta. En Kenny Dalglish hefur víst meira vit á fótbolta en ég, þannig að við sjáum til hvort að hann viti ekki hvað hann er að gera. Þetta verður allavegana fróðlegt.

77 Comments

  1. mér líst vel á að klóna Henderson, en er Agger eittvað alvarlega meiddur? 🙁

  2. Vá furðulegt lið vonandi skilar þetta 3 stigum í hús! in Kenny we trust!
     

  3. Líst ágætlega á þessa uppstillingu, þ.e.a.s ef Dalglish verður með Carra, Skrtel og Coates aftasta og reyna þá að sækja þeim mun meira á Johnson og Enrique.
    Hrikalega sáttur ef Kuyt er uppá topp, finnst hann fá alltof fá tækifæri þar!

    Koma svo! YNWA 

  4. Dalglish setur í sama kerfi og í síðasta heimaleik gegn Stoke, 3-4-2-1. Ástæðan er líklega sú að hann vill fá meiri hæð inn í liðið og því fer Coates inn í miðja vörn. Bakverðirnir verða svo hátt á vellinum og Gerrard og Downing fyrir aftan Kuyt frammi.

  5. Er að hlusta á þá ræða þetta á LFC TV og ég er sammála Hamann, held að þetta sé 5-3-1-1 með Johnson og Enrique sem vængbakverði.

  6. ARGGGGGGGGGg er brjálaður út í þetta stöð 2 sport drasl var að horfa á viðtal við Hyypia LFCTV þegar það er slökkt á því til að setja inn lytutónlist og dagskrá upplýsingar. Eins gott að maður hættir með þetta drasl um mánaðarmótin.

  7. Gæti líka verið 4-1-4-1 með Carra framan við vörnina og þá Downing og Henderson á köntum, Gerrard aftan við Kuyt.

    Með Agger meiddan, þá ætla þeir að leggja leikinn öðruvísi upp, eru líka örugglega að reyna að dreifa álaginu. Það var t.d. alltaf klárt að Bellamy var ekki að fara að byrja í dag, Enrique var hvíldur seinast og því fannst mér líklegt að eitthvað yrði óvænt.

    En klárlega ekki svona mikið og það er alveg rétt að þjálfararnir eru að leggja ýmislegt undir með þessari útfærslu.

    En enginn virðist geta útskýrt brottveru Maxi.  Ég reyndar bloggaði inn á Liverpool-Kop í janúar-byrjun að hann og Kuyt væru “ideal” kaup fyrir lið sem vantaði reynslubolta í Evrópukeppnirnar sem enn eru í gangi.

    Svo kannski ég bara starti slúðri um það að Maxi sé að hverfa á brott???

  8. úfff 5 manna vörn á móti stoke og enginn andy carroll til að verjast föstum leikatriðum…. finnst þetta furðulegt en eins og sagt hefur verið áður þá veit kóngurinn eitthvað meira en við í boltafræðunum…

    En er Glen Johnson að spila á miðri miðjunni? 

  9. Eftir 20 mínútur: 
    Ekkert skot á markið.
    Ekkert skot sem er ekki á markið.
    Hnuss …

     Dálítið pirraður á því að Kuyt sé hafður einn frammi og hann getur ekki blautan núna. 

  10. Menn hljóta að sjá það dáldið núna að Carroll er ekkert vandamálið þarna frammi, þegar framherjinn er alltaf aleinn og engin þjónusta þá getur hann ekkert. Við gætum haft David Villa, Aguero, Rooney eða Gomes, það skiptir ekki máli þegar það er enginn að feeda þá.

  11. Er Dalglish að verða varnarsinnaðasti stjóri LFC í sögu Premier League? Erfitt að horfa á Bolton spila meiri sóknarbolta gegn MU á Old Trafford heldur en LFC gegn Stoke á Anfield. Það er skömm af þessu!

  12. Er eðlilegt að Sörensen er byrjaður að tefja leikinn eftir þrjátíu mínútur? Djöfull er þetta Stoke lið ógeðslegt.

  13. Miðað við hvernig þessi leikur spilast þá erum við að fara vinna þetta 1-0 og mér gæti ekki verið meira sama hvernig sigurinn kemur svo framarlega sem það komi sigur.

    Hins vegar ef við náum ekki sigri getum við gagnrýnt uppstillinguna en á meðan við erum ekki að tapa þá gæti mér ekki verið meira sama.

    YNWA 

  14. Man þá tíð þegar maður sá óttann í augum leikmanna aðkomuliðsins áður en þeir fóru inn á völlinn,núna þá er alveg sama hvaða firmalið kemur þangað,það er enginn ótti,smella sér bara beint í hápressu á heimaliðið!!!

  15. Ef Dalglish hefði pung væri hann búinn að gera breytingar núna! Kuyt er arfaslakur þarna frammi og það kemur engum á óvart miðað við formið á honum upp á síðlastið!

  16. Já við skulum núna halda áfram að drulla yfir Carroll og segja hann geti ekkert… ekkert skrítið að hann sjáist lítið í leikjunum ef þetta er aðstoðinn sem hann fær…. sumir ættu að hugsa áður en þeir commenta.

  17. váááááááááááááááááá Stoke er svo leiðinlegt lið !!!!!!!!!

  18. Fyrr hálfleikur

    Reina 10/10
    Coates 10/10
    Skertl 10/10
    Johnson 7/10
    Eqrique
    Carra
    Gerrard
    Adam
    Downing
    Henderson
    Kuyt 

  19. vona að Dalglish hressi uppá þetta í seinni hálfleiknum með sókndjarfari uppstillingu. Bellamy og Carroll mættu koma fljótlega inní þetta. Engin þörf að spila með 5 varnarmenn á móti Stoke á heimavelli sem spilar með 10 leikmenn í eigin vítateig og einn framherja.

  20. Hvað er Kenny að spá í dag ?
    Skelfileg uppstilling og Kenny allt allt of varnarsinnaður.
     

  21. hvers vegna í ósköpunum er verið að spila með þrjá hafsenta og 1 framherja gegn stoke á heimavelli ?

    sammála #18 inn með Carroll og Bellers 

  22. Við 65% með boltann þeir 35% SAMT bara 1 skot á mark og 2 framhjá, hvað er að frétta!! eigum að rústa þessum leik

  23.  
    Jesús Guð hvað þetta er skelfinlega leiðinlegt að horfa á!
     
    Fólk á að fá endugreitt í lok leiks ef þetta heldur svona áfram.
     
    Er búin að heyra einhverja vonlaustusu settningu sem ég get hugsað mér nokkrum sinnum frá lýsum. “A pass in the box where Kuyt is all alone”.
     
    Eina sem ég er ánægður með er að ég er ekki í vinnu við að reyna að búa til Highlight myndband úr þessu hálfleik 🙂

  24. Fyrri hálfleikur, af 10 mögulegum:

    Reina 10
    Carra 9
    Skertl 10
    Coates 10
    Enrique 7
    Johnson 7
    Adam 7
    Gerrard 7
    Downing 5
    Henderson 5
    Kuyt 5 

  25. Vandamál Liverpool er ekki einstakir leikmenn,þau eru miklu stærri heldur en það og það hryggir mig að segja að frá mínu sjónarhorni séð þá er Liverpool og verður í fyrirsjáanlegri framtíð klúbbur sem berst um deildarbikarinn og kemst stundum eitthvað áleiðis í FA bikarnum en stærri titlar eins og deildarmeistaratitill eru mjög fjarlægir.

  26. Vantar bara meiri gæði í þetta lið! Það er of lítil hreyfing á mönnum án boltans og með Kuyt einan á toppnum erum við einfaldlega eins og gömul tannlaus kelling! Þsð var vitað mál að Stoke væru ekki að fara blása til sóknar í þessum leik, finnst hinsvegar að Kenny hefði átt að gera það og vera með Bellamy, Carroll og Kuyt á toppnum og skora fleiri mörk en andstæðingurinn, finnst þetta allt of varnarsinnað, þetta er á Anfield og það eru 3 miðverðir í byrjunarliðinu. Breyta núna strax í hálfleik, við erum ekki að skapa neitt.
     

  27. Sælir félagar
    Hvílíkt ömurlegur fótbolti sem verið er að spila á Anfield í dag.  Skemmtanagildið er ekkert og uppstilling KK í besta falli sérkennileg.  Af hverju er Dirk Kuytr inná vellinum?  Hann er svo slakur fótboltamsður að giktveikur kötturinn minn væri meira ógnandi.
     
    Þetta Stoke lið er svo lélegt að það er hrein skömm að vera ekki búnir að raða inn mörkum á þá.  Vil að Kuyt verði sendur í sturtu strax og Bellamy komi inná.  Einnig mætti Carroll fara að mæta.  Sem sagt allt btra en Kuyt.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  28. Það vantar hugmyndaríka leikmenn í þetta lið og í þau fáu skipti sem fyrigjöf fer fram hjá fyrsta varnarmanni er enginn inn í boxinu og að vera með einn frammi á heimavelli er út úr öllu korti.

  29. 5 manna vörn, þetta er það sem ég vissi, það þarf 2 hafsenta till að leysa Agger af

  30. Við höfum ekki efni á að kalla Stoke leiðinlegt lið, það er Liverpool sem er leidinlega liðið í þessum leik. Ég er að sjá tad betur ad óheppni er ekki vandamálið heldur Kóngurinn! Hann er að gera of dýrkeypt mistök í liðavalinu, ætli ad Kuyt sé að spila eins og Messi á æfingasvæðinu? Ef ekki þá er ekki hægt að réttlæta að Dalglish spili honum einum og hjalparlausum frammi í leik gegn Stoke á heimavelli.

  31. Að ver að spila hálfgert 5-4,5-0,5 kerfi á móti eins steindauðu “hanga-eins-og-hundur-á-beini” liði eins og Stoke City er fyrir neðan allar hellur. Hundleiðinlegur fyrri hálfleikur og engin ógn af neinum leikmönnum.

    Maður man þá tíð þegar meira að segja stórstjörnur bestu liða Evrópu skulfu á beinunum við að ganga inn á Anfield, nú getur eins og einhver orðaði það, hvaða firmalið sem er gengið inn áhyggjulaust og hlaupið beint í hápressu án nokkurra vandkvæða.

    Vil sjá Kuyt fara útaf og helst Carragher líka og setja Carrol inn og að sjá Bellamy væri líka gaman. Reyna að koma einhverri pressu á þetta.

  32. Hér er eflaust brotið blað í sögu knattspyrnusögunnar frá upphafi með flestum varnarmönnum sem byrja leik. Spurning að Heimsmetabók Guiness viti af þessu?

  33. Hvernig væri nú að stilla upp framherja! við erum aldrei með menn í helv.. boxinu! algörlega óþolandi!… Getur vel verið að við náum að pota inn einu í seinni en þetta er algjörlega brjálaður fótbolti sem Liverpool eru að spila á heimavelli gegn Stoke!… Veit ekki hvað á að kalla þetta kerfi: 5-5-0 eða?

  34. ÞEssi hörmung skrifast á Dalglish.  Leikkerfið er út í hött og menn vita hreinlega ekkert hvað þeir eiga að gera og hvert þeir eiga að hlaupa.  Vonandi lagast þessi þvæla í seinni hálfleik….

  35. Hvern hefði getað grunað að það yrðu engar breytingar gerðar eftir þessa frábæru frammistöðu í fyrri hálfleik ?? 🙁
     

  36. Fyrsta touch hjá Kuyt er ekki eðlilega lélegt ! og já Carra er eiginlega búinn á því sem byrjunarliðsmaður hjá Liverpool.

    Annars vinnum við þetta 1  0  með marki frá Carroll !

  37. Nú gengur þetta ekki lengur, kóngurinn verður að bæta í sóknina, það er hending að það sé meira en ein rauð treyja inn í teig Stoke þegar Liverpool er að sækja. Það er einfaldlega ekki nóg að vera með yfirburði úti á vellinum en vera svo steingeldir þegar liðið nálgast teiginn. Mér finnst líka Gerrard vera alltof aftarlega, virðist vera aftastur á miðjunni og ég myndi vilja sá hann og Henderson skipta um stöðu, enda Gerrard okkar langhættulegasti maður.
    Jæja inn með Carroll og Bellamy og klárum þetta Stoke-lið.

  38. Eg er að spá fara inná betson og setja soldin penning á jafntefli og að engin mörk verði í þessum leik. Þá verð ég ángæður með jafntelfið og ef við skorum eitt og vinnum.

  39. Það er nákvæmlega ekkert sem gefur til kynna að þetta endi öðruvísi en 0-0 leiðinda jafntefli. Verður að skrifa þetta á KK.

  40. Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju í ósköpunum Bellamy er ekki kominn inná?

  41. Við byrjum að sækja af fullum krafti á 85 min og skjótum í stöng og sörensen ver eins og vitleysingur spái ég

  42. KUYT Á EFTIR AÐ SETJA’NN SVO FEITT OG STINGA UPP Í ALLA SEM ERU BÚNIR AÐ VERA AÐ DRULLA YFIR HANN HÉRNA Í KOMMENTUNUM. ÁFRAM KUYT, YOU CAN DO IT BOY!

  43. Mikið rosalega fer það í taugarnar á mér hvað allir geta nýðst á Andy Carroll án þess að nokkuð sé dæmt !!

  44. Emil says:
    14.01.2012 at 16:36
    Mikið rosalega fer það í taugarnar á mér hvað allir geta nýðst á Andy Carroll án þess að nokkuð sé dæmt !!

    Þetta er ekkert einsdæmi, okkur fannst þetta líka með Crouch á sínum tíma, það virðist bara vera að því stærri sem strikerinn er því meira má bullya hann 

  45. Vantar okkur annan fljótan striker sem getur tekið menn á eins og suarez ójá!

  46. Djöfull erum við lélegir að geta ekki unnið Stoke á heimavelli. Við eigum ekkert skilið úr þessum leik.

  47. Jæja hvernig er hægt að bjóða fólki uppá svona fótbolta? Nú er ég hættur að horfa á Liverpool þetta tímabilið, þetta er til skammar svona knattspyrna!

     

  48. Ekki reyna að kenna Howard Webb um þetta jafntefli. Þetta var bara mjög slakt hjá okkar mönnum.

  49. Af hverju fór Downing út af en ekki Kuyt? Ég bara skil ekki þessar taktískar ákvarðarnir hjá Daglish. Fyrst hélt að þetta yrði frábær uppstilling þar sem ég hélt að það yrðu bara þrír í vörn og síðan yrði bara keyrt á Stoke, en nei, Kuyt einn frammi að skíta upp á bak. Alveg ótrúlegt.

  50. Ég efaðist um að KD væri rétti maðurinn í djobbið nú er ég sannfærður.

  51. Þetta er því miður ekki boðlegt og algjörlega óafsakanlegt, vantar allt drápseðli í liðið. Eins og menn séu bara sáttir með jafntefli á heimavelli enda engir sénsar teknir. Ég er ansi hræddur um að meistaradeildarsætið sé að fjara frá okkur sem er algjör synd því möguleikinn er búinn að vera svo góður.

  52. Skrifast að mestu leyti á þjálfarateymið! algjörlega glórulaus leikaðferð, hugmyndalaust og hvernig hefði verið að bregðast við og breyta um leikaðferð? Það var eins og það væri hræðsla við að fá á sig mark..

    Til skammar og Dalglish þarf að hugsa sinn gang! 

  53. Selja Duracell kanínuna hann er búinn á því,cash inn a nokkra leikmenn og fjárfesta annaras blasir við enn eitt tímabil án evrópu og sérstaklega CL.

    Ömurlega hægur og bitlaus sóknarleikur og aldrei nein virkileg hætta.eina spennan í leiknum var fáum við víti til að bjarga andliti??Nei auðvitað ekki enginn hetjugangur á Anfield lengur no match winners OOOOHHHH er pirraður.

    En frá því,andstæðingur okkar gat ekki blautann og margt gott en það verður að laga sóknarleik okkar og grow som balls á ANFIELD og byrja af krafti með 2 sóknarmenn og klára þá í fyrrihálfleik.
     

  54. Liferpool sökkaði í þessum leik. Andlausir og algjörir brauðfætur.!!!! Hversu oft lágu menn í grasinu út af engu !!! Áttu ekkert skilið út úr leiknum þar sem það gerðist allt of oft að þegar við unnum boltann, stóðu allir grafkyrrir og biðu eftir að fá sendingu í stað þess að hlaupa í eyður og reyna skapa glundroða í vörn Stoke.  Nú vil ég að menn fari að heimta unga og ferska fætur inn í þetta lið sem hugsanlega hafa getu til að hreifa sig. Hundfúll !!!!!

  55. Verð bara að fara að sætta mig við þá ömurlegu staðreynd að þetta Liverpool lið í dag er bara lélegt það er ekkert meira um það  að segja því miður !!!
     

  56. Þyrfti að læsa commenta kerfinu á síðunni frá fyrstu mínútu til svona sólarhrings eftir leik.
    Skammarlegt hvað menn geta látið mikla ræpu út úr sér í pirringi. 

  57. Vá hvað þetta var lélegt!!!! Vantar alla greddu fram á við, ítrekað vantaði menn inná teyg þegar sendingar komu. Hvað er svo málið með alla þessa háu bolta inná teyg…. þetta er algjört rugl!!!! Stoke-arar átu þetta allt. Það vantaði eiginlega allt uppá hjá liðinu, vantar hraða, quality í loka sendinum, léleg skot. Vona að Kuyt hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.

  58. Er ekki bara kominn tími á að ýta þessari færslu neðar og koma með opin þráð ?

Stoke á morgun

Liverpool 0 – Stoke 0