Stoke á morgun

Ég bara nenni varla að fara að mæta Stoke á morgun, það er eitthvað við það lið sem gerir mig bara þreyttan og uppgefinn. Kannski er það tilhugsunin við að mæta þessum leikstíl sem þeir eru svo sannarlega búnir að mastera síðustu árin. Maður huggar sig allavega við það að það verða engin boltastrákar á hliðarlínunum með hárþurrkara, harpix (eða hvernig sem það er nú skrifað) og handklæði til að undirbúa innköstin hjá Delap. Ég er eiginlega spenntur fyrir því að sjá hversu mörgum miðvörðum þeir stilla upp í leiknum. Það heyrir nefninlega til undantekninga séu þeir færri en 3. Í síðasta leik voru þeir 4.

En Stoke er ekki lengur neitt joke, þetta er drullu erfitt lið við að eiga og maður er yfirleitt langt því frá öruggur fyrir þessa leiki gegn þeim. Þeir eru með afar líkamlega sterkt lið og fara langt á því. Svo eru þeir með létta og lipra menn á sitt hvorum kantinum sem hafa verið duglegir að dæla boltanum inn í teiginn þegar andstæðingarnir ná að halda boltanum inná. Það er mikil áhersla lögð á það að gefa frekar inn á miðjuna gegn Stoke heldur en að sparka boltanum í innkast.

Stoke er búið að vera fast í 8. sætinu síðustu 6 umferðir og hafa nælt sér í 29 stig, eða fimm stigum minna en okkar menn. Ekki er svo ýkja langt á milli liðanna þegar kemur að markaskorun, Liverpool skorað 24 en Stoke 22, stóri munurinn hefur legið í varnarvinnu liðana, en í þessum 20 leikjum hafa Stoke fengið 31 mark á sig en Liverpool 18. Peter Crouch fær eflaust hlýjar móttökur á Anfield á morgun, eins og lang flestir fyrrum leikmenn Liverpool fá þegar þeir koma aftur, en hann er markahæstur Stoke manna með 6 mörk. Walters hefur líka verið sæmilega iðinn við kolann og hefur sett 5 kvikindi. Ekki er vitað um nein meiðsli á lykilmönnum hjá mótherjunum.

En hvað er að frétta af okkar mönnum? Menn væntanlega búnir að þurrka af sér brosið eftir sigurinn á Man.City, enda er hann búinn og kemur þessum Stoke leik ekkert við. Auðvitað vonar maður samt að menn taki slatta af sjálfstrausti með sér úr honum og inn á Anfield á morgun. Maður hættir nú fljótlega að telja upp Lucas þegar maður fer yfir meiðslalistann, en fyrir utan hann þá er það bara Jay Spearing sem ku vera tæpur fyrir morgundaginn. Það má ávallt finna jákvæða punkta í öllum hlutum og einn er klárlega sá að Luis Suárez verður hálfnaður með bannið sitt eftir morgundaginn. Damn hvað ég hlakka til að fá þann dreng tilbaka.

Ég reikna klárlega með því að varnarlínan fari aftur í “deildarnormið” sitt, þ.e. Glen, Martin, Daniel og Jose, sé bara ekki nokkra ástæðu til annars. Sumir hafa verið að kalla eftir því að Kelly leysi Johnson af hólmi, en það sást afar vel í síðasta leik að varnarleikur Johnson hefur batnað gríðarlega mikið og persónulega fannst mér Kelly oft á tíðum svolítið “sjeikí”. Þar fyrir utan þá tel ég að bakverðirnir okkar þurfi að vera öflugir sóknarlega gegn Stoke, því bæði Johnson og Enrique ættu að eiga möguleika gegn frekar hægri vörn Stoke manna.

Þessa dagana er lang erfiðast að segja til um miðjuna hjá okkar mönnum. Ég reikna eins og áður sagði ekki með því að Spearing spili leikinn, en hverjir koma til með að fylla þessar stöður? Mun kóngurinn hætta á að spila Stevie frá byrjun eftir að hann kláraði 90 mínútur í vikunni? Held að þetta verði mjög stór spurning því Kenny vill ekki taka óþarfa áhættu með kappann. Það yrði hrikalegt að missa hann aftur úr leik. En þar sem það verður vika í næsta leik á eftir þessum, þá hef ég trú á að Gerrard byrji. Þeir verða sem sagt þrír saman inni á miðsvæðinu þeir Stevie G, Jordan og Charlie. Ég vona að Jordan verði djúpur því ég held að hann geti vel leyst þá stöðu í fjarveru Lucas, og það út tímabilið.

Svo er það erfiðasta ágiskið, kantarnir. Við höfum úr fjórum gaurum að velja, Bellamy, Downing, Maxi og Kuyt. Ég er klár á því að ég myndi velja þá Bellamy og Maxi ef ég mætti ráða, en eitthvað segir mér sem svo að við eigum eftir að sjá Downing og Kuyt byrja þennan leik á morgun. Við megum ekki detta í þann pakka að hugsa of mikið um það hvað Stoke muni gera í leiknum, eða hvaða leikkerfi þeir muni nota. Þeir eiga að hafa áhyggjur af okkur. Við eigum bara að reyna að nýta okkur það að mænan í liðinu hjá þeim er mjög hæg og því þurfum við að keyra á þá með hraðann að vopni. Ég yrði í rauninni sáttur með að sjá þá Bellamy og Downing á köntunum bara upp á það að gera, því mér er sama hvað menn segja um Downing og hann sem kaup fyrir slatta af kúlum, hann er einn af okkar hröðustu mönnum og ég tel að hann gæti hentað vel gegn Stoke.

Uppi á topp verður svo Carroll og fær hann aldeilis að vinna fyrir peningunum á morgun. Ég tel að hann gæti orðið lykilmaður hjá okkur í vörninni líka, þ.e. ef og þegar Stoke fá sín föstu leikatriði. Þó svo að við munum vonandi ekki verið að laga leik okkar að Stoke kerfinu, þá þurfum við samt klárlega að búa okkur undir þessi föstu atriði. Þar mun Carroll vonandi koma okkur að góðum notum, sem og að djöflast í miðvörðum þeirra og reyna að opna pláss fyrir hlaup að marki. Ég vona svo heitt og innilega að Bellamy verði klár í slaginn, en það er bara Dalglish og hans menn sem geta lagt mat á það, hnén á honum eru tæp og menn taka ekki áhættu með þau. Það er eina ástæðan fyrir því að sá drengur byrjar ekki alla leiki hjá okkur.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson
Kuyt – Gerrard – Adam – Downing

Carroll

Bekkurinn: Doni, Kelly, Carragher, Coates, Shelvey, Maxi og Bellamy

Mér finnst þessi uppstilling að ofan sýna það og sanna að breiddin er ekki mikið hjá okkur. Við erum með 3 pjúra varnarmenn á bekknum og eini meðlimur aðalliðsins sem ég set ekki í hóp er Fabio Aurelio. Og samt erum við bara með 2 menn meidda og einn í banni. Meiri breidd er algjörlega nauðsynleg til að liðið eigi á næstu árum að fara að berjast um titilinn á Englandi.

En hvað um það, það er algjörlega lífsnauðsynlegt að landa sigri á morgun. Fleiri töpuð stig á heimavelli koma bara ekki til nokkurra greina, ekki einu sinni trjágreina. Maður hefur séð lið ná að brjóta þetta Stoke lið niður, en ef menn ná ekki að gera það tiltölulega snemma í leikjum, þá ganga þeir á lagið og verða hættulegri með hverri mínútunni. Ég var nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn City, ég ætla bara að vera það áfram og segja að við komum til með að setja mark snemma og klára svo leikinn fljótt og örugglega. Eigum við ekki að segja að þessi leikur fari 2-0 og það verða þeir Carroll og Adam sem sjá um markaskorunina í þetta skiptið.

40 Comments

 1. Þetta stoke lið er svolítið eins og gamla Wimbledon liðið ef einhver man eftir því, eða íslenska landsliðið undir stjórn Gauja þórðar, ef það var aukaspyrna hvar sem er á vellinum voru turnarnir settir fram. Stoke hefur reyndar einn og einn liprann mann sem við verðum að passa að nái ekki að dúndra þessum boltum inn í teig.

  Ég hugsa Kuyt byrji alltaf þennan leik til að verjast föstum leikatriðum þar sem Maxi er alveg handónýtur í skallatennis þótt hann sé liprari með boltann og verður fínt að fá hann inn þegar stoke vörnin verður orðin þreytt á að berjast við Carroll.

  Þar sem það stenst aldrei neitt og oftast gerist það öfuga sem ég spái þá ætla ég að spá því  að við skorum ekki mark og stoke setji eitt í lokin!  😉

 2. Ef einhver er að fara að skora fyrir Liverpool í þessum leik, þá er það Gerrard.
  Annars sammála þessari fínu upphitun : )

  1-0 Gerrard á 28 mín. 

 3. Leyfi mér að vera bjartsýnn, þó svo að leikir gegn þessum lakari liðum hafi verið svona upp og ofan. Tveir menn koma til með að hrista af sér slyðruorðið, Carroll skorar tvö, bæði eftir krossa frá Downing, sem ég hef reyndar mikla trú á.

 4. Vona að Gerrard fagni nýjum samningi með viðeigandi hætti 🙂

 5. Hef trú á því að okkar menn í Liverpool eigi eftir að koma skemmtilega á óvart í þessum leik með því að kjöldraga þetta stoke lið. Ég bara held að þeð sé kominn svo mikil stemmning hjá okkar mönnum núna. Hef líka trú á því að nú fari boltinn að detta í í tréverkið og INN en ekki tréverkið og Út. Svo held ég bara að hann Carroll minn sé að fara að detta í gírinn, setur 2 í þessum leik.

 6. Sælir félagar
   
  Það er ekki margt hægt að segja um þennan leik.  Allir vita hvernig fótbolta Stoke spilar svo það eru líkur á að þetta verður frekar einhæfur og leiðinlegur leikur.  Eins og SSteinn bendir á í góðri upphitun sinni þá er hunderfitt að brjóta þetta lið á bak aftur. 
  En . . . en ef það  tekst á annað borð að koma tuðrunni í markið þá má búast við markaregni.  Það er því mikilvægt að skora snemma og og raða svo inn þegar þeir þurfa að færa sig framar á völlinn.
   
  Mín spá er þar af leiðandi raunsæ og sanngjörn 4 – 1 fyrir LFC og leikurinn verður hin besta skemmtun.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 7. Stoke hafa 48 sinnum komið á Anfield og aldrei unnið. Þetta er versta record nokkurs liðs á nokkrum velli í efstu deild á Englandi, en Liverpool hafði betur 39 sinnum.

 8. Við bara verðum og Gerrard er svo feginn að allt er komið í lag að hann fer á KOSTUMMMMM

 9. Tökum þetta 3-0. Það verður fínt að fá Suarez aftur úthvíldan þar sem hann fékk ekki gott sumarfrí eins og hinir ( copa america ). Verðum djöfull þéttir seinnihlutann á tímabilinu endum með 2 bikara og í 4 sæti.

 10. Bellamy á klárlega að byrja inn á. Er orðin frekar þreyttur á að sjá Carroll þarna getur ekki einu sinni tekið á móti bolta hvað þá sent hann frá sér. Virðist ekki hafa mikin áhuga á því sem hann er að gera.

 11. glæsileg upphitun, okkar menn taka þetta öruggt 3-0, johnson,henderson og adam með mörkin

 12. Hafi Hjalti Björn #8 þökk fyrir að minnast á þetta met – hann hefur nú prívat og persónulega gert það að verkum að Stoke vinnur leikinn á morgun! Auðvitað, jinx-aðu þetta bara alveg í drasl 🙂

  Neinei, svona að öllu gríni slepptu (eða hvað?!) þá lýsi ég mig algjörlega 100% ósammála SSteina í þessari upphitun, þegar hann segir að Carroll eigi vonandi eftir að nýtast okkur vel í vörninni þegar Stoke fær sín föstu leikatriði.

  Mér er andskotans sama þó liðið verði að verjast gegn Stoke í föstum leikatriðum – Stoke er ALDREI lið sem setur alla sína leikmenn í sókn í slíkum tilfellum og því ALDREI þörf á því að setja alla leikmenn Liverpool fyrir aftan bolta.

  Carroll er framherji. Frammi á hann að vera. Alltaf. Nógu helvíti fúlt er það þegar hann skorar ekki, og ekki skánar það nú ef hann á bara að rölta í vörn svona af og til – það er ekki eins og hann sé 2.9 í hundraðið og fljótur að hlaupa í sókn aftur! 🙂

  Nei, Carroll á bara að taka sér Nistelrooy til fyrirmyndar. Sá maður gat ekki hlaupið þó hann fengi borgað fyrir það, enda hékk hann meira og minna á síðasta þriðjung vallarins og gerði það sem framherjar eiga að gera = Skora mörk.

  Annars líst mér ágætlega á þetta lið sem SSteinn spáir, og tek undir það nema ég væri alveg til í að hafa Maxi þarna inni í stað Gerrard. Hann er svo nýkominn úr meiðslum þannig hann má alveg fá spá hvíld og vera til taks ef þurfa þykir.

  Spái því að Stoke vinni 0-1 þar sem Liverpool á aldrei séns. (að því það virkar aldrei þegar ég spái Liverpool sigri!)

  Homer 

 13. Nr. 14: Já ég er sko eiginlega Stoke-ari, kom bara hérna til að rugla í ykkur.

 14. Homer fær mig of oft til að hlægja þá á ég ekki við fiflið á skjánum heldur hitt
   

 15. Ég og vinur minn vonum svo innilega að Downing fari að skora og gefa stoðsendingar því við erum komnir með full mikið af alskeggi og megum ekki raka það af fyrr en hann er búinn að skora og gefa stoðsendingu á móti úrvalsdeildarliði… ég er samt enn mjög myndalegur (°°,)
   
  Mín spá : Downing með stoðsendingu á skallann á Carroll og Gerrard með eitt beint úr aukaspyrnu. 2-0
   
  YNWA

 16. Ég tek undir að Maxi ætti að byrja þennan leik frekar en Kuyt. Maxi býður einfaldlega upp á gott spil í kringum sig með einfaldleika og hreyfanleika í svæði og jafnvel hlaup og staðsetningar sem skila mörkum. Við eigum að spila boltanum á jörðinni og Gerrard verður lykilmaður í því. Taka þetta Stoke lið á hraða og fimi. Ekki fara í loftaboltann þeirra gegn þeim. Carroll getur fullt annað en skallað og það er um að gera að nota hann sem sterkan batta og spila þríhyrninga í gegnum þenna haffsentakvartett sem verður líklega þarna í liðinu þeirra. 

  Varðandi miðjuna þá held ég að Dalglish stilli þessu upp með Henderson fyrir framan Gerrard og Adam en mjög róterandi þannig að í sjálfu sér þurfa þeir bara að horfa á hvað hinir eru að gera og staðsetja sig eftir því. Það er samt áhyggjuefni að enginn þeirra er með góðar staðsetningar sem djúpur miðjumaður til að vernda vörnina. Vonandi þurfum við samt ekki að hafa áhyggjur af því.

  Með Steven Gerrard í fantaformi, þá vinnum við leikinn 2-0. Maxi og Gerrard skora.

   

 17. verðum að klára þenna helv leik…. jafntefli a Anfield og stangar og sláarskot eru orðin þreytt…

  Held að álögunum á okkur hætti ekki fyrr en eitt skot i stöng eða slla fer þaðan og i netið, kemur þetta ekki bara með Gerrard? segi að hann setji eina neglu i stöng eða slá og inn snemma á morgun og eftir það koma 2-3 mörk, Carroll með 1-2 og kannski Bellamy eitt … Mín spá 4-0 ..

 18. Viðar Skjóldal, var það ekki á heimavelli sem Gerrard tók víti og sláin inn á móti Oldham og er þá ekki búið að létta álögum og beina brautin lögð fyrir okkar menn, já já. 🙂

 19. Langar bara til að sjá eitt í þessum leik og það er að Carroll verði í byrjunarliðinu og að hann tjaldi svo bara í boxinu hjá Stoke og verði ekki í því að taka á móti boltanum langt uppá velli eða úti á kantinum. Við eigum að geta pressað Stoke eins og gamla appelsínu í dag og Carroll á að vera graður eins og munkur og ráðast af krafti á alla bolta sem koma svífandi inní boxið í dag.

 20. Veit einhver hvort maður geti séð leikinn endursýndan á netinu einhversstaðar?

 21. Það er svo merkilegt að maður veit aldrei hverju maður á von frá okkar mönnum. Annað hvort verða þreytumerki á liðinu og strögl allan leikinn eða við rúllum þessu upp.

  Tippa á að Stoke geri eitt mark en við ekkert. En vinnum samt 1-0 ! 

 22. Sjiiit hvað það væru stór mistök að láta Kuyt byrja svona leik. Þetta er akkúrat leikur sem Dirk Kuyt hentar ekki.

 23. Liverpool unnið 39 af 48 á Anfield og ég lenti á 0-0 jafntefli! Alltaf vel ég röngu hliðina á peningnum. Reyndar skoraði Gerrard hundraðasta markið sitt en það var ranglega dæmt af.
  Við vinnum þennan leik klárlega nema það verði dómaraskandall. Það verður 1-1 þar til undir lokin þegar Agger setur hann úr horni.
  YNWA 

 24. kuyt frammi klárlega hann getur ekkert í augnablikinu. En þar sem að Reyna snertir boltann oftar  og sennilega hleypur meira en Carroll í leikjum þá tel ég líklegra að kuyt takist að þvæla boltanum inn fyrir línuna. Þó það sé enginn hætta á því að það verði fallegt mark 🙂

 25. Persónulega myndi ég stilla upp í 5-4-1 Reina í markinu, Johnson og Enrique sem einskonar wingback, og svo Skrtel, Agger og Coates sem þrjá miðverði, Coates vegna þess að hann er 198cm og drullugóður í loftinu. Adam og Gerrard taka miðjuna og ættu að stjórna fótboltalega séð lamaðri miðju Stoke á meðan við hendum Downing og Bellamy á kantana og leyfum þeim að fá skítnóg af hlaupum frá Johnson og Enrique. Carroll svo einn frammi og ég vil bara láta bakverðina dæla boltanum inn á teig og Bellamy og Downing ‘cutta’ inn í teig í leit að skotfærum.

  Geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta gerist aldrei en mér þykir þetta skothelt. Geri annars ráð fyrir miklum yfirburðum Liverpool í dag og eina sem ég er hræddur um er að Sorensen verði í stuði og verji eins og berserkur.

  Allveg sama samt hvort það verði 1-0, 3-0 eða 6-0. Vil bara vinna svo ég haldist heill á geði út restina af deginum.

  YNWA.

 26. Held að Dalglish stilli upp liði með gott jafnvægi milli miðju og varnar í 4-5-1 og að Liverpool reyni einfaldlega að spilla ”possession” bolta og held að þetta verði svon 65-35% í því. Það hefur margoft sannað sig að 5 manna miðja svínvirkar. Ég vil samt fá Coates í liðið bara fyrir hæðina og svo að troða Maxi inn í þetta, Hann skorar alltaf á móti Rússnesku Glæpasamtökunum í London, meðalmennskuliðum a la Stoke, Fulham og Villa. West Ham, Birmingham og Bolton meðan þau toldust enn í þennan hóp.

 27. Getur einhver sagt mér hvenar KK gefur liðið út, klukkutími í leik og hann er ekki buinn að gefa liðið út ?

 28. Reina – Johnson, Skrtel, Carragher, Coates, Enrique- Henderson, Gerrard, Adam, Downing – Kuyt

 29. 5 varnarmenn á móti Stoke á heimavelli og enginn eiginlegur framherji. Þetta verður eitthvað. Er carra að fara taka stöðu djúpa miðjumannsins?

Gerrard skrifar undir nýjan samning!

Liðið gegn Stoke