Byrjunarliðið komið

Deildarbikarinn, fyrri undanúrslitaleikur.

Etihad Stadium í Manchester.

Byrjunarlið kóngsins:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Downing – Gerrard – Spearing – Henderson – Bellamy

Carroll

Á bekknum: Doni, Enrique, Coates, Kuyt, Carragher, Shelvey, Adam.

Töluvert margt sem kemur á óvart. Johnson settur í “öfugan” bakvörð og Adam á bekknum með Spearing inni. Kannski erum við að spila 4-4-1-1 með Henderson og Spearing fyrir aftan Gerrard.

Liðskipan CityHart; Richards, Savic, Lescott, Clichy; De Jong, Barry; A Johnson, Aguero, Milner; Balotelli.

KOMA SVO!!!!!!!

60 Comments

  1. Downing inni….ekki hefur þetta nú verið mjög alvarlegt með hann í vikunni

  2. Hugsa að spearin og henderson sé báðir djúpir og gerrard þar fyrir framan sem svolítið “free roll”.
    En þetta lið á alveg að geta náð hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn.

  3. Flott enginn Silva i theirra lidi , ættum ad geta unnid thennan leik en spaii samt jafntefli.

  4. Ansi forvitnilegt. Vonandi verðum við hraðir framávið og keyrt verði á City vörnina. Henderson og Gerrard verða að vera helvíti duglegir að loka svæðum og fylgja sóknum. Mikil hlaup hjá þeim.
    Downing hefur point to prove og finnur pönnuna á Carroll nokkrum sinnum í leiknum.
    YNWA

  5. Já Kóngurinn kemur manni á óvart með liðsuppstillingu eins og oft hefur gerst.
    Hann virðist hafa meiri trú á Henderson en Adam sem ég er nokkuð sammála. Adam verður bara betri leikmaður ef hann hefur ekki áskrift að byrjunarliði.
     
    Helst kemur það manni þó á óvart að Enrique sé hvíldur. Hann hefur spilað alla leiki tímabilsins nema þann síðasta. Skrýtið en maður treystir Kónginum.
     
    Er bara nokkuð bjartsýnn á þennan leik og uppstillingin er mun sóknarsinnaðri en ég bjóst við en er það ekki bara gamla tuggan.
     
    Sókn er besta vörnin !!!

  6. Ánægju-punktur nr. 1 við þessa uppstillingu:  Sókndjarft lið!
    Ánægju-punktur nr. 2 við þessa uppstillingu: Adam ekki inná sem gæti þýtt snöggar sóknir sem kemur Bellamy og Downing vel inn í leikinn og endar með skallamarki frá Sultunni (Carroll). Ágætt að hækka verðmiðann á honum um 1m áður en hann fer aftur til Newcastle.
    Óánægjupuntur nr.1 við þessa uppstillingu: Spilandi mönnum úr stöðum pirrar mig virkilega!
    Óánægjupuntur nr.2 við þessa uppstillingu:  Að ekki sé hægt að stilla upp betri varnarsinnuðum varnarmanni en Spearing er vandamál.
    Tussastu svo til að vinna þennan leik, Kóngur. Ef einhvern tímann er séns að sigra Shittý þá er sénsinn í kvöld. Ég spái 2-1 útisigri og bakka það upp með þúsund kalli á Lengjunni.
     
     

  7. aah, savic er risa stór, verður erfitt fyrir carroll ef það fara ekki að detta inn almenilegar fyrirgjafir 🙂

  8. Getur samt einhver sagt mér afhverju Enrique er ekki í byrjunarliðinu? Skil alveg afhverju Adam er ekki þar, en Enrique er búinn að vera einn okkar besti og stöðugasti leikmaður á þessu tímabili. Hlýtur að vera tæpur eða eitthvað..
    Annars er ég sáttur með liðið og að Kelly sé inn á.

    Come on u REDS! 

  9. Gæti trúað að hann hafi Kelly inná  til að nota hann í föstum leikatriðum eins og hornspyrnum. Carroll, Skrtel, Agger og Kelly frammi í hornspyrnum er bara jákvætt. Henderson er líka nokkuð hár.

  10. Skil ekkert í honum að nota Gerrard í svona þessari keppni, þessi leikur skiptir littlu máli.

  11. Áður en einhver byrjar að kvarta, þá veit ég að auglýsingin er í rugli.  Þið verðið að þola þetta í kvöld.  🙂

  12. Virkilega spennandi lið og kannski það sem kemur mest á óvart, tiltölulega sókndjarft lið. Líst mjög vel á að taka Adam út og hafa Henderson á miðri miðjunni. Kelly er solid og johnson hefur staðið sig vel þarna meginn líka.

    Virkilega spennandi uppstilling og er ég ánægður með Kónginn.

  13. Nr.15: Ósammála, það væri móralískt mjög sterkt að vinna þessa viðureign. Svo þarf kapteinninn líka að komast í leikform svo hann fari jafnvel bráðum að spila 90. mín. 

  14. Nr. 15.. Auðvitað kýlum við á þennan leik af fullum krafti !! okkar stærsti séns á bikar þetta tímabilið

  15. Þessi leikur byrjar betur en hefði nokkurntíman ýmindað mér !!!!! Koma svo keep up the good work !!

  16. City líta út einsog sultur, Carrol lítur vel út, Gerrard frábær! geggjað víti, þvílíkur þrumufleygur hjá Downing og besti leikmaður city er Hart en það dugir ekki til !

    svona á þetta að vera 

  17. Vona bara að Bellamy fái að setja eitt gegn sínum fyrrverandi vinnuveitendum

  18. #19 Sævar, takk fyrir þetta, frábært, ekkert hökt, bara alvöru stream :).  Gott að vita af þessu í framtíðinni.

    En ef maður ætlar að loka SopCast, hvernig gerir maður það án þess að restarta tölvunni ? 

  19. Segi, city setja eitt, Henderson svarar og Balotelli fiskaður útaf!

  20. Ferlegar sendingar hjá Carroll – annars lítur liðið vel út…

  21. Er það bara ég eða er Savic stórhættulegur með takkana stöðugt uppí loftið ? 

  22. Balotelli og Carrol líta eiginlega jafn illa út.  Þó er einhver meiri neisti í Carrol.  Hann þarf þó að fara að koma með þetta …. 35 kúlur er kannski mikið byrði …  

  23. Þetta er bara frábær fyrri hálfleikur og ég er ekki sammála með Carroll.

    Hann er búinn að vera góður og það veit á gott ef hann verður svona í næstu leikjum :).  

  24. Bakverðirnir okkar frábærir í fyrri hálfleik.  Liðið í heild sinni að spila taktískt vel.  Vonandi verður sá seinni jafn flottur.  Það er nú bara Joe Hart að þakka að hans lið sé bara 0-1 undir.

  25. Fer ekki ofan af því að fyrsta snerting og sendingar hjá Carroll eru slakar – spái samt að hann muni setjann í kvöld.

  26. Sæll… þarna vantaði reynslu hjá Kelly… svona gera menn ekki.

  27. Eru jónson og einsi ríki að spila hlið við hlið?
    Erum við að spila með 5 menn aftast?

  28. Held að Bellamy sé búinn á því núna…fá Kát inn á eða Shelvey

  29. afskaplega lítum við illa út núna… jöfnunarmarkið liggur í loftinu

  30. Ekkert að gerast í seinni hálfleik. Náum varla tveim þrem sendingum á milli manna !

    En tíminn líður og vörnin virðist nokkuð solid.

  31. Hvernig væri samt að reyna aðstoða Carroll eitthvað smá þarna fremst? á bara að pakka í helvítis vörn og vona!?

  32. Eins og Shitty hafi fattað í hléi að þeir væru á heimavelli… þurfum að halda þetta út…

  33. Já sæll eigum við ekki að bæta fleirum við í vörn, hvaða fkn rugl er þetta……..

  34. Nei þetta er nú meira bullið. Það liggur við að maður voni bara að City skori, er karlinn farinn að kalka !!! Mér finnst þetta frekar lélegt verð ég að segja….; (

  35. Hey við erum að breytast í Stoke á sterum 🙂

    Vörn, vörn og aftur vörn  

    kóngurinn verður skúrkur ef þeir skora en tæknitröll ef þetta fer 0:1 🙂

  36. Eina vitið að pkka í vörn síðustu mínúturnar- værum samt vísir með að setja annað í lokin…. spái 0-2

  37. Rólegir þetta er bara fyrri hálfleikur,  kallinn er að taka taktíkina á þetta.   Hann sér það þannig að það er mjög sterkt að lenda útisigri á móti þessu City liði og eiga heimaleikinn næst.

  38. Mér er sama hvað menn hafa verið að segja um hann í bakverðinum, Glen Johnson er búinn að vera stórkostlegur í miðverðinum!

    Vörnin búin að vera FRÁBÆR Í ÞESSUM LEIK 

  39. Flottur sigur , en vá hvað seinni hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur.. það hefði verið skemmtilegra að horfa á Alþingi heldur en okkar menn spila þessar síðustu 48 mínútur….

     

  40. Ekki er ég með reglurnar á hreinu en hefði þetta ekki átt að vera rautt hjá Glen Johnson þegar hann fór með báðar lappirnar í tæklinguna áðan?  Þeas fyrst að Kompany fékk rautt og 3 leikja bann?? Þetta var ekkert ósvipað dæmi….
     

  41. Flottur sigur!!

    Skil vel KK að bakka duglega í restina en okkur vantar ferskari fætur sem geta sprengt þetta upp. Carroll er því miður að minna mig mikið á Heskey.

    En mikið rosalega var þetta góður sigur og það sannaðist i kvöld svo ekki verður um villst að manchester íbúar eru hræðilegir stuðningsmenn, okkar stuðningsmenn áttu stúkuna allan tímann. 

  42. bara 1-0?… ég er rosa sáttur.. ENN! að við tókum þetta bara 1-0, þíðir að mancini og co. eiga eftir að koma aftur á fleygi ferð. og ég vill ekki fá niðurlægingu á anfield…
    enn ég er bjartsýnn.. tökum heimaleikin 3-0!
    KOMA SVO! 

Kop.is Podcast #12

Man City 0 – Liverpool 1