Man City á miðvikudag (deildarbikar)

Það er komið að undanúrslitum enska Deildarbikarsins tímabilið 2011/12. Þetta er fyrsti góði séns Liverpool á bikarúrslitum síðan liðið lék til úrslita í Meistaradeildinni í Aþenu vorið 2007, og svei mér þá ef mann er ekki farið að lengja eftir því að sjá rauðu treyjurnar á fleygiferð um grasið á Wembley.

Fyrst þarf þó að klára undanúrslitin og það er vægast sagt erfitt verkefni fyrir höndum. Topplið Manchester City, besta lið Englands í vetur, eru mótherjarnir og ef marka má leik liðanna í síðustu viku, í Úrvalsdeildinni, er þetta ekki verkefni sem við getum talist líklegir til að klára, fyrir fram.

Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku á Anfield en fyrst heimsækja okkar menn Etihad Stadium á miðvikudag og verkefnið er einfalt: að sleppa heim með úrslit sem gefa okkur séns í seinni leiknum. Annað 3-0 tap dugir engan veginn, hér verður að gera betur.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Lucas Leiva er meiddur og Luis Suarez í leikbanni. Ég veit, ég veit, brakandi ferskar fréttir, en utan þessara tveggja lykilmanna eru allir heilir og (vonandi) æstir í að fá að spila. Steven Gerrard lék í 90 mínútur gegn Oldham á föstudag og ætti því að vera klár í byrjunarliðið á miðvikudag, sem er mikill munur.

Ég spái því að King Kenny Dalglish stilli upp sínu sterkasta liði á miðvikudag en þó sömu, varfærnislegu taktíkinni og í deildarleiknum fyrir viku:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Spearing – Adam – Downing

Carroll

Ef leikformið eitt réði för væri Craig Bellamy pottþétt í okkar sterkasta byrjunarliði um þessar mundir en þar sem Dalglish hefur margsagt að Bellamy þoli ekki þétt leikjaprógram, og af því að hann byrjaði báða leiki liðsins í síðustu viku, verður hann á bekknum á miðvikudag ásamt mönnum eins og Jonjo Shelvey, Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt og Carra.

Af mótherjunum er það helst að frétta að þeir töpuðu einhverjum bikarleik í gær og þar fékk hinn stórgóði fyrirliði þeirra, Vincent Kompany, rautt spjald og nældi sér í 4ra leikja bann sem ætti að halda honum fjarri báðum leikjunum við okkar menn. City ætla sér að áfrýja þessum brottrekstri og kemur í ljós annað kvöld hvað verður af því en ég sé ekki af hverju enska knattspyrnusambandið ætti að fella það niður. Vonum ekki, allavega, þeir eru nú þegar án Kolo og Yaya Touré sem eru farnir í Afríkukeppnina þannig að ef þeir eru án Kompany líka getum við formlega farið að kalla þá vængbrotna. Eins og okkar menn eru, án Lucas og Suarez. Jöfnum leikinn aðeins.

Mín spá: Okkar menn steinlágu þarna fyrir heilli viku síðan en ég er bjartsýnni á betri úrslit í þessum leik. Okkur munar mikið um að vera búnir að endurheimta Steven Gerrard, og ef þeir verða án Yaya Touré og Kompany – sem voru laaaaangbestu menn vallarins fyrir viku – þá ætti það að jafna leika enn frekar.

Ég spái þessu 1-1 jafntefli sem ætti að setja upp snælduvitlausan seinni leik á Anfield.

Koma svo, Liverpool! YNWA!

54 Comments

  1. það væri nú alveg eftir þessum bjánum hjá FA að sýkna kompany af þessu rauða spjaldi þó ekki væri nema að stríða Dalglish og púlurum

  2. Bellamy byrjaði ekki á móti City í síðustu viku! Ef hann er of gamall til að byrja marga leiki í röð hlítur það að vera þvilík heimska að láta hann ver á bekknum á móti City fyrir viku, Byrja á móti Oldham og setja hann svo aftur á bekkinn á morgun á móti City. Auðvitað á besti maður liðsins að byrja á morgun !!

  3. Já auðvitað. Brainfart hjá mér, var að hugsa um Oldham og Newcastle. Ég vona að hann byrji á miðvikudag en get samt ímyndað mér að Dalglish taki ekki sénsinn.

  4. Svakalega hlakka ég til þessa einvígis á móti City, einhverra hluta vegna hef ég gríðarlega góða tilfinningu fyrir þessu einvígi. Ég vona svo innilega að Bellamy verði í byrjunarliðinu, ég held nefninlega að hann nýtist vel í þessum leikjum sérstaklega í ljósi þess að við þurfum að liggja til baka í fyrri leiknum og keyra svo hratt á þá. Það kæmi mér ekki á óvart að Andy Carroll eigi eftir að spila stórt hlutverk í þessum leikjum þar sem það vantar besta miðvarðarparið hjá City ( þ.e.a.s ef félagarnir hans Ferguson hjá FA taki ekki leikbannið af Company til baka sem væri alveg típískt!!!).
    Ég held að Dalglish leggi allt í sölurnar í þessa leiki því að við erum í dauðafæri á að vinna þennan titil.

  5. Ég skil ekki af hverju það er gott og blessað að Bellamy spili ekki alla leiki en gerð krafa á að Gerrard í formi spili allt sem hægt er að spila. Það munar bara ári á þeim.

  6. Ætli Downing fái ekki að sitja á bekknum og Bellamy að byrja gegn sínum fyrrverandi. Vonum að hann fari jafn illa með þá og Downing fór með sína fyrrverandi um helgina 🙂

  7. Gunners henda bronsstyttu inn á völlinn sem vinnur leikinn c”.) Eigum við ekki einhverjar styttur?
     
    Líklegt byrjunarlið þó ég haldi að Bellamy byrji.  Kenny vill sjálfsagt frekar nota hann í þessum leik en á móti hinu skemmtilega leikskipulagi Stoke. Spennandi að sjá hvort Downing meiki það á bekkinn eftir the hangovers.

    Hef þokkalega tilfinningu fyrir þessu og væri meira en sáttur við jafntefli.
     

  8. það er kostur Kristján Atli að geyma fljótt tapleikjum, og frábær eiginleiki að geta þurrkað þá útúr minninu

    held að leikurinn fari 0-0 

    Telja útivallarmörk í þessari keppni?

     

  9. hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik, en ef ég ætla að vera bjartsýnn þá held ég að gerrard og carroll geti unnið þennan leik ef þeir smella saman, sérstaklega ef kompany er í banni..

  10. Er seinni leikurinn örugglega í næstu viku ?  Ég sá einhvers staðar þar sem verið var að telja upp leikina sem Suarez myndi missa af vegna leikbannsins og þá var talað um að leikirnir við City í Carling Cup yrðu 11 og 25 janúar.

  11. #5

    Þetta hefur ekkert með aldurinn að gera, Bellamy hefur verið í miklum vandræðum með hnén á sér og hefur farið 6 sinnum í aðgerð vegna þeirra.

  12. Var að lesa slúður um það að Silva sé meiddur. Þá eru City án Toure bræðra, Kompany(vonandi) og David Silva. Svo hafa Balotelli og Dzeko verið meiddir upp á síðkastið en veit ekki hvernig þeir verða á miðvikudaginn. #Bjartsýnn

  13. Er eh hér sem er svo vel að sér kominn að geta reddað miðum á Anfield 25. Jan næstkomandi.

    Verð úti þá og langar ekkert meira en ad komast á þennan leik!

    Eda bent á eh sem er lunkinn í þessu.

    Öll hjálp þeginn á stevengeir@gmail.com 

  14. Ég er ánægður með þessa uppstillingu sem Krisján Atli setur upp þarna og ég held að þetta verði upppstillingin en ég vona að þatta atvik með Downing sé ekki að fara að setja hann ennþá lengra niður hvað sjálfstraustið að gera. Ég held að KK muni stilla upp mjög sterku liði gegn City á morgun og ég held að það eigi eftir að ganga upp. Spái 1-2 (Aguero-Carroll og Gerrard með mörkin)
     
    YNWA
     
    Matti
     

  15. Að sjálfsögðu notar Kenny sína bestu menn eða þá sem hann heldur að séu bestir og auðvita heilir. Tökum þetta með stæl eða það held ég og ef Carroll verður inná þá barasta VERÐUR gaurin að fara að skora annars verður hann kallaður TAGLI, ekki fær hann FAXA nafnið. Merkilegt að þú mátt ekki segja eitthvað orð sem bendir til litarhátt manna en svo máttu lemja fyrverandi kærustu þína í köku eins og fokking Downing gerði, held að Klúbburinn ætti að taka vel á því eins og á orðaruglinu, Downing er lítið í uppáhaldi hjá mér þessar vikurnar nema að hann fari kannski að skora reglulega og að spila vel, nei annars hann verður alltaf lítill í mínum augum.

  16. Held að Daglish fari varlega í þennann leik sem gæti komið í hausinn á okkur. Nokkuð viss um að Kuyt verði þarna til að trufla menn eins og nánast í öllum stórleikjum á útivelli undanfarin ár.

  17.  
    Því miður þá held ég að okkar menn eigi ekki séns í City á heimavelli.
     
    Hins vegar gæti það verið okkar styrkur að halda hreinu og ná í jafntefli. Vörnin hefur verið sterk og það er það sem maður er að vonanst eftir á Etihad vellinum.
     
    þVÍ miður hefur sóknarleikur okkar manna verið vægast sagt bitlaus gagnvart alvöru liðum. Hugmyndasnauður og einhæfur.
     
    Það væri frábært að fara með jafntefli heim á Anfield – þar getur allt gerst!

  18. Þetta snýst allt um hugarfar. Þessi klúbbur á aldrei að sætta sig við jafntefli eða fara með það hugarfar í leiki. Ég held að það sé hin raunvörulega skýring bak við hundruði stangarskota og ókláruð færi. Á gullaldartímum þessa klúbbs þá slepptu menn því að hita upp og fengu sér earl-gray og sígó því þeir vissu að það var ekki séns að LFC væri að fara að tapa… hvað þá gera jafntefli!

  19. Vonandi er ég ekki að fara langt út fyrir efni þráðarins en mig langar að spyrja þá sem vita. Er engin stöð úti sem selur aðgang að enska boltanum/liverpool leikjum á netinu? Mér þykja þessi stream sem hægt er að finna ókeypis allt of oft ömurleg áhorfs, en væri alveg til í að borga eitthvað aðeins á mánuði fyrir góða útsendingu á netinu.

  20. Verður gaman að sjá hvað menn hafa lært af síðasta leik.
    Hef trú á því að uppleggið verði það sama, enda var uppleggið ekki það sem klikkaði, heldur einstaklingsmistök og við því er erfitt að finna lausn milli leikja.  Held líka að við verðum með mjög sterkt lið og sannfærður um að það er ekki verið að hugsa mikið um hvíldir.
    Þó gætum við séð Dalglish bregðast við vandamálum Downing og hvíli hann í þessari viðureign, þá held ég að eina breytingin frá byrjunarliðinu sem við sjáum efst á síðunni verði að Bellamy fer á kantinn í stað Downing.
     
    Svo er ég alls ekki sammála því að við höfum átt erfitt með að skapa okkur færi gegn stóru liðunum, hins vegar verðum við að nýta þau sem við fáum!
    Styð 1-1 í þessum leik og síðan fáum við “European night” á Anfield í seinni leiknum!

  21. Ég tek annan pól í hæðina en flestir hér, því ég gleðst ekkert yfir því að ManCity komi ekki til leiks með sitt besta lið. Yaya-bræður í Afríku, Balotelli líklega meiddur sem og Dzeko, og Kompany verður í banni.

    Ég veit ekki með ykkur en ég hef einhvern veginn meira gaman af því þegar Liverpool vinnur andstæðinga sína og maður þarf ekki að hlusta á eilífar afsakanir um hvernig hinir voru ekki með sitt besta lið.

    Annars finnst mér þögnin alveg skerandi frá félaginu (og reyndar hér inni líka) varðandi handtöku Downing. Hvað er eiginlega málið með það?

    Maður býst ekki beint við að Liverpool “hrökkvi allt í einu í gírinn” eins og sumir tala um það, þar sem þessi gír er í besta falli ímyndaður. Raunhæft að vonast eftir jafntefli, en bölsýnismaðurinn ég segi 2-0 fyrir City þar sem Aguero sýnir hvernig 30+ milljónir skora mörk 🙂

    Homer 

  22. Var alltaf klárt að Kompany var að fara í bann. 
    Góð-Púlarinn Jói Valgeirs hitti nákvæmlega á rétta nótu í pistli sínum í gær, Foy mat þessa tæklingu Kompany hættulega, rétt eins og við sáum dómarann gera með Jay Spearing og við það verður að standa.  Ef að á að fara í að dæma leikina alla eftir sjónvarpi eftirá verða fáir eftir í dómarastétt.  Ég er líka sammála Jóa að mér fannst dómarinn meta þetta rangt, en hann var 10 metra frá atvikinu og ég er sannfærður um að hann tók þann pól í hæðina að bara snarræði Nani hafi fórnað honum frá meiðslum.  Allt tal um að “fara fyrst í boltann” einfaldlega á ekki við.  Gott mál að FA tók ekki upp á enn einni vitleysunni þar.
     
    Homer talar um að menn hér tali ekki um Downing.
    Mál hans er borðleggjandi.  Rifrildi hans og fyrrum kærustu endaði á þann hátt að bæði voru tekin til yfirheyrslu og síðan látin vera yfir nótt.  Hvergi hefur verið rætt um t.d. áfengisneyslu, eða nokkuð staðfest um málsatvik.
    Að sjálfsögðu mun verða tekið á máli hans innan klúbbsins og utan, en eins og með öll svona mál hlýtur lögreglan að vera í forsæti þarna og þegar það er ljóst í hvaða ferli málið er mun verða gripið inní.  Svona mál eru fyrst og fremst harmleikir þeirra sem eiga í hlut og mér finnst satt að segja lítið sem við eigum að tala um slæm samskipti fyrrverandi para/hjóna.
    Við eigum að krefjast þess að atvinnumennirnir okkar átti sig á því hversu miklar fyrirmyndir þeir eru og bregðast við ef þeir hafa laskað ímynd sína og/eða félagsins.  Það verður auðvitað gert þarna, alveg eins og í máli Gerrard á sínum tíma.  En fyrst þarf að sjá hver lendingin er, og þar hljóta Downing og fyrrverandi að vera í aðalhlutverki.
     
    Er sannfærður um að Liverpool FC mun fara eins vel með þetta mál eins og mál ansanna í stúkunni gegn Oldham, ég væri til í að sjá umræðu um frábæra fagmennsku í vinnubrögðum klúbbsins, sem hefur verið hrósað í hástert af lögreglunni og Oldham Athletic.
     
    En af einhverjum ástæðum hefur farið lítið fyrir þeim fréttum, þó þær hafi að sjálfsögðu birst á fótbolti.net – og ætti því að kveða niður einhvern pirring á þá síðu, eða hvað?

  23. Sammála Magga.  Maður bíður spenntur eftir pislum á fotbolti.net og umfjöllun annara íslenskra fjölmiðla um hrós Oldham vegna fagmennsku Liverpool vegna atviksins í bikarleiknum.
     

  24. Mér finnst að Adam meigi bara fá smá pásu og láta Jonjo inn í staðinn.

    Liðið væri þá:

    Johnson – Skrtel – Agger – Enriqe
     
          Henderson – Spearing

         Jonjo – Gerrard- Bellamy 

                    Carroll

    Finnst þetta vera okkar sterkasta lið í augnablikinu, þar sem Henderson eða Johnson geta skroppið upp hægrikanntinn til að valda usla þeim megin.

    YNWA 

  25. djovull hlakkar mér til!… ég spái jafntebli 2-2 (Bellamy og gerrard með morkin)
    ENN við tokum leikin á anfield 3-0 downing og gerrard í fyrra hálvleik, og so tekur carroll og endar leikin í uppbótatíma, með bara flottasta skalla á tímabilinu…
    KOMA SVO! 

  26. það væri gaman ef liðið væri svona 
     

                                  Reina
      
                  jonhson carracher  agger   enrique

                  kuyt     Gerrard   adam    bellamy
      
                                downing
      
                                           carroll 

  27. sammála þér Jón en það væri betra að bellamy væri frammi með carroll og downing vær á vinstri kanntinum

  28. mér líst ekki vel á tessa vorn tarna Jón… Carra er algjorlega búin

  29. Enginn Kompany jeiiiii. Spái eitt núll fyrir okkar mönnum og eins gott að Reina standi sig í þetta sinn. En annars vill ég að hann Dalglish stilli liðinu upp svona. Reina
    Johnson. Skrtel. Agger. Enrique.
    Maxi. Gerrard. Bellamy. Downing.
    Kuyt.
    Carrol.
    Bekkur: Carra. Adam. Jonjo. Henderson. Spearing. Aurelio. Kelly.

  30. Sorry hvað þetta kom skringilega upp er á iPad þannig að þetta var erfitt

  31. Kompany appeal rejected… hann var á leiðinni í 4 leikja bann því þetta var raut nr.2…. en afkverju fær hann ekki 5 ? fær maður ekki auka leik í bann fyrir að áfría ef maður tapar ??

  32. Hvernig væri samt að gefa Kelly sénsinn í bakvörðinn og setja Glen á kantinn?  Ja allavega frekar en Dirk karlinn sem er ekki í sínu besta formi. Vinnum við ekki bara á morgun ,held það bara! YNWA

  33.                                          Reina

                     Johnson       Skrtel        Agger          Enrique                                            

                                        Spearing        Adam

                        Bellamy            Gerrard                  Downing

                                              Carroll                                                                                   Svona vill ég sjá liðið.

  34. Hvað með Maxi @Sigueina ? Hann er einn besti leikmaður okkar og á klárlega að byrja.

  35. Ég er sammála Bjössa með Martin Kelly… strákurinn hefur staðið sig mjög vel þegar hann hefur fengið tækifæri og hefur verið duglegur að skora mörk eftir hornspyrnur bæði með Englandi U-21 og Liverpool.  Finnst hann þurfa að fá fleiri tækifæri með aðalliðinu eða þá að hann fái að fara eitthvað á láni til að fá reynsluna.  Ég held að Johnson gæti verið öflugur ofar á kantinum þar sem hann er meira sóknarþenkjandi heldur en varnar.

    Vonandi fá Gerrard og Bellamy tækifæri í byrjunarliðinu.

    Væri til í að sjá liðið eitthvað á þessa leið;

                       Reina

    Kelly  Agger   Skrtel   Enrique

             Spearing  Adam

    Bellamy   Gerrard  Downing
     
                  Carroll

    YNWA!!!  
         
                 

  36. Ég veit ekki hversu sterku liði ég vil að okkar menn stilli upp, enda stutt í mikilvægan deildarleik við Stoke. 

    Ég ætla að spá því að City taki þetta 1-0 og að leikurinn á Anfield verði einhver epísk orrusta. Sem við vinnum.

  37. var að lesa að super mario verður með og dezeko líka en silva hefur ekkert getað æft þannig að það er ólíklegt að hann verði með.. vonandi.. en liverpool mun vinna þennan leik.. carollinn minn kemur sér og sigrar.. joe hart á eftir að dreyma hann í ókomandi ár

  38. okei ég verð bara að segja þetta.. sum comment sem ég er að lesa hér eru þau alleiðinlegustu sem ég hef lesið á þessari síðu. Sumir eru bara að segja hvernig þeir vilja hafa byrjunarliðið án þess að koma með rök fyrir því, eins og að taka skrtel úr liðinu og setja carra inn, bara af því honum finnst skrtel eigi ekki að vera þarna. Það er eins og það sé verið að keppast um að vera með frumlegustu uppstillinguna svo að menn geti hraunað yfir hina eiginlegu uppstillingu ef við töpum þessum leik. Er ekki bara kominn tími til þess að fara aftur í FM?

    Annars spái ég:
    Doni
    Flanagan Carrager Coates Aurelio (finnst þetta mikklu flottari vörn)
    Lucas (mun bara hlaupa meiðslin af sér)
     adam gerrard henderson
    carroll suarez (ákvað að áfrýa eftir allt) 

    Núna get ég hraunað yfir allt ef við töpum 🙂

  39. Reina,johnson,skrtel,agger,enrique,adam,henderson,gerrard,bellamy,downing,carroll, nokkud viss!

  40. Suarez fer til real eða ac milan í janúar?

    Ég held að hann fari ekki fyrr en í júní.  

    En ég meina við fáum svona 20-30m fyrir hann, það sama og við borguðum fyrir hann….

    kannski 5m meira.  

     

  41. Suarez fer ekkert, þótt að FA sé að fokka í honum hefur Liverpool stutt hann það vel að hann fer ekkert.

    YNWA 

  42. Like sem vilja Maxi ekki í byrjunar liðið

    fróðlegt að sjá hver verður munurinn

Dregið í bikar: Man Utd heima! / Kristján Atli um Suarez-málið í útvarpi

Kop.is Podcast #12