Dregið í bikar: Man Utd heima! / Kristján Atli um Suarez-málið í útvarpi

Rétt í þessu var dregið í 32ja liða úrslit FA bikarkeppninnar. Okkar menn drógust gegn Man Utd og verður leikurinn á Anfield. Leikurinn verður leikinn seint í janúar. Auðvitað.

Annars vil ég benda mönnum á að ég var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær þar sem ég ræddi um Luis Suarez og kynþáttamálin öll. Umræðan tók um 30 mínútur og hefst á 43:10 mínútu. Þið getið hlustað á þetta hér hjá Fótbolta.net.

Myndin af argentínska landsliðinu sem ég vísaði í í útvarpsviðtalinu er hér fyrir neðan. Það þarf klárlega að setja allt argentínska landsliðið í langt bann:

64 Comments

 1. Alltaf gaman að fá þessa leiki og ekkert nema gott að fá þá heimaleik! 

 2. FRÁBÆR DRÁTTUR!!!
   
  Var skrifað í skýin og fullkomlega sá leikur sem ég vildi sjá.  Allt gott við það:
  * Heimaleikur gegn hunderfiðu liði sem er nákvæmlega það helsta sem maður vill sjá gerast í bikarkeppni, slá stóru liðin út á leiðinni og nýta heimavallarrétt.
  * Við höfum haft tak á United á Anfield undanfarin ár og það er morgunljóst að það var stunið á Old Trafford í dag.  Eftir nokkurra ára óheppni í bikardráttum erum við að fá heppnina þar til baka.
  * Þar með er ljóst að fyrsti leikur Liverpool við United eftir dóm FA verður á Anfield.  Þetta mun þýða ýmislegt, vonandi munu nú félögin finna sér flöt á að breiða út friðarboðskapinn og pússa pípurnar.  Það er ALLT ÖNNUR pressa núna, því auðvitað hafði United lítið að óttast við að LFC kæmi á Trafford.
  * Auðvitað verða næstu dagarnir undirlagðir af alls konar uppbyggingu fyrir þennan leik og það verður VERULEGA gaman að sjá hvernig þjálfarateymið og klúbburinn leggur þetta upp.  Charlie Adam og Martin Kelly nú þegar búnir að lýsa yfir ánægju sinni.  Hef trú á að það verði lítið vandamál að fókusera þá sem fá að spila hann þennan.
  * Liverpool FC og aðdáendur verða þarna undir sviðsljósi alheimsins og þar fer fullkomið tækifæri til að sýna hversu magnaður klúbburinn okkar er.  Það verður HRIKALEG stemming og mikilvægt að fagmennskan ráði ríkjum, sem vonandi mun leiða til sigurs.  Það er jú aðalmálið í þessari íþrótt, að vinna fótboltaleiki á fallegan hátt.
   
  Svo er ekki hægt að gleyma einu……ef að leikurinn fer jafntefli verður leikmaður sem heitir Luis Suarez kominn úr 8 leikjabanni í replayleiknum sem yrði á Old Trafford.
   
  Magnaður, nei STJARNFRÆÐILEGA GLÆSILEGUR DRÁTTUR!!!!

 3. Magnaður dráttur.  Rosalega verður mögnuð stemmning á ANFIELD á þessum leik.  Þetta verður erfitt, en það er bara betra.  Alltaf gaman að spila við utd, og hvað þá á heimavelli.  Það kæmi mér ekki á óvart ef howard webb yrði settur dómari á þennan leik.  Þeir verða nú að reyna allt sem þeir geta 😉

  YNWA

 4. Flott að fá þessa djöfla til okkar. Ég glotti út í bæði þegar Ferguson lét hafa það eftir sér að það væri ekki þörf á neinum “sáttarviðræðum” milli félaganna fyrir næsta leik okkar í deild við þá. Hann hefur bara ekkert með það að segja varðandi umgjörð á leikvangi en núna skulum við sjá hvaða hljóð kemur í strokkinn.

 5. “…and the plot thickens.”

  Evra sýndi ákaflega vandaða skíthælstakta á móti Aguero í dag. Og nei, þið þarna kolrugluðu United-menn sem af einhverjum pervertalegum ástæðum eru alltaf hérna inni, olnbogaskotið var ekki óvart. Það er ótrúlegt ef FA ekki tekur á þessu.

  Það verður annars vægast sagt athyglisvert að sjá hvaða viðbrögð Evra fær á Anfield ef hann spilar leikinn.

 6. # Magnús Þorpari…

  er það ekki rétt hjá mér að leikmaður verði að taka þátt í fyrri viðureign liðanna í bikar til að geta tekið þátt í seinni leik, fannst ég hafa lesið það einhverstaðar, og gott ef ekki er að það var nú fordæmi fyrir þessu á Spáni eða Ítalíu minnir mig….

   

 7. Nei hann þarf ekki að taka þátt í fyrri leiknum til þess að vera löglegur í seinni.
  Aftur á móti leikmaður sem keyptur til liðs eftir fyrri leikinn má ekki taka þátt þar sem hann var þá ekki skráður til félagsins þegar fyrri leikurinn var spilaður. Eða ég held að það sé málið.

 8. #Kristján mark!
   
  Held að hann Ásmundur í nr. 8 sé pottþétt með’etta.  Þetta gildir um leikmenn sem keyptir eru til félagsins á ákveðinni dagsetningu en á ekki við um leikbönn.  En við klárum þetta í fyrsta, ekki spurning!

 9. Er fyrirliði City ekki í banni á móti Liverpool núna eftir rauða spjaldið í dag??
  A

 10. já ok , ég er sáttur við það þá, fínt að þetta var ekki rétt hjá mér… 

 11. jú hann er komin í 4 leikja bann því þetta er í annað skiptið sem hann fær rautt. Þannig að hann ætti að missa af báðum leikjunum við okkur! En þeir ætla að áfrýja spjaldinu þannig að þetta veltur á því hvort hann fái það felt niður! Svo er ég ekki viss með hvað ef að þeir áfrýja og það verður ekki búið að taka þetta fyrir fyrir miðvikudag hvort banni frestist eða hvort hann fari strax í bann
   

 12. Atli Patrice nokkur Evra þori að mæta á Anfield í þennan leik? 🙂
  Þetta verður svaðalegur leikur!!!

 13. Gott viðtal við John Barnes:

  http://www.youtube.com/watch?v=i4hfQJPsA5M 

  Hann talar t.d. um að það þurfi að skilgreina betur hvað kynþáttur sé, hvað sé kynþáttaníð, og hvað megi og megi ekki segja á fótboltavellinum. Held að hann hafi alveg hitt naglann á höfuðið þar. 

  Auðvitað er aldrei hægt að skilgreina 100% hvað má segja og hvað ekki, en það er alveg örugglega hægt að setja betri reglur. 

 14. Já það er rétt hjá John Barnes að koma inn á slíka punkta, eins og ég upplifi þetta þá virðist mega móðga andstæðing sinn á allan hátt nema að það má ekki minnast á litarhátt hans sbr Evra vs Suarez en þar komst Evra upp með það að tala illa um þjóðerni og uppruna Suarez og virðist það bara vera hið besta mál.

  Veit ekki hvort menn muni eftir því þegar Hirti Hjartarsyni og Guðmundi Mete lenti saman hérna um árið í Landsbankadeildinni en þá hafði Guðmundur víst verið að tala mjög niðrandi um móður Hjartar og þegar Hjörtur hafði fengið nóg sagði hann,,haltu kjafti Tyrkjadjöfull” og þar með var Hjörtur orðinn vondi gæinn og fékk 1 eða2 leikja bann.

  En annars þá mæli ég með því fyrir rauðnef að láta himpigimpið(móðgun án litarháttar) ekki spila þennan leik því eflaust fær hann skelfilegar móttökur á Anfield. 

 15. Þetta allt saman minnir mig bara á Sódóma Reykjavík þegar Brjánsi var að hrauna yfir Ella alls konar ókvæðisorðum en þegar Elli vogaði sér að svara þá var það hann sem fór yfir strikið.

  Elli: “Þú ert sýruhaus.”
  Aggi: “Þetta var nú óþarfi!”. 
  Snilldarmynd

  Það virðist ekki vera sama hvaða dónaorð eru notuð, eða þá hver segir þau.

   

 16. Fínn dráttur og þarna gefst okkar mönnum gott tækifæri á að sýna mátt sinn og megin.

  Það er ekkert skemmtilegra en að vinna manjúr og hvað þá að slá þessa erkifjendur okkur út úr keppni!

  Þessi leikur verður stríð og manni kitlar í puttana strax bara um tilhugsunina að sjá þessa baráttu.

  Vonandi heldur Liverpool áfram að þróa fínu spilamennsku sína og leiðin að markinu styttist að mínu mati með hverjum leiknum enda “óheppnin” oft verið okkar megin í jafnteflisleikjunum að undanförnu. 

  YNWA! 

 17. Verulega flott grein sem Babu vísar í og algerlega skynsama sjónarhornið.  Líka ágætt að sjá spurningar Daily Mail til kóngsins – sem ætti að sýna öllum hvers vegna það er varasamt að ætla að líta á fréttir þaðan sem vandaða fréttamennsku!

 18. Ef þessi grein sem Babu er að pósta hérna er rétt, afhverju var þá dómnum ekki áfrýjað?  

  Afhverju náðu forsvarsmenn Liverpool ekki að ná ,,almenningi” á sitt band.  Gegn skíta gaurnum Evra?  Afhverju er almenningsálitið á Englandi á móti LFC og Suarez í þessu máli?  Á móti hverri grein sem hægt er að finna um að dómurinn sé rangur, eru 10 greinar um það hversu illa LFC, Kenny og Suarez brugðust við?

  Ég held að við (LFC stuðningsmenn) ættum að jarða þetta mál og halda bara áfram.  Hvernig sem á þetta er litið er alveg ljóst að stjórn LFC brást, hvort sem Suarez er sekur eða saklaus.

 19. Haraldur 

  Hefur Liverpool ekki haft stuðninsmenn LFC á sínu bandi í þessu máli?

  Ertu alveg viss um að þetta mál sé meö öllu lokið þó að LFC hafi ákveðið (og skilmerkilega útskýrt afhverju) að áfrýja ekki dómnum. Þeir lýstu á sama tíma yfir gríðarlegri óánægju með þetta mál og ef ég hef lesið mig rétt til óskað eftir því að fá að ræða við FA um að breyta þessum reglum sem eru (að þeirra mati) klárlega meingallaðar. 

  Klúbburinn gagnrýndi part Evra heldur betur í þessu máli, það fór ekki framhjá neinum. Þessi grein útskýrir þetta svo bara mjög vel. 

  Það er um að gera að rannsaka þetta mál ofan í kjölin og halda áfram að finna svona greinar og vona að þær verði til að setja pressu á FA. Fyrir mér var það mikið mikið meira FA sem brást Suarez heldur en nokkurntíma stjórn Liverpool. 

 20. Eru þið ennþá ekki búnir að ná því að þótt að negro þýðir félagi í suður ameríku þá þýðir það allt annað í bretlandi ?? 

 21. Eru þið ennþá ekki búnir að ná því að þótt að negro þýðir félagi í suður ameríku þá þýðir það allt annað í bretlandi ??

  Ert þú ekki ennþá búinn að ná því að þeir voru að tala saman á spænsku?

 22. Villi

  Um það var aldrei deilt.

  Evra fer fögrum orðum um Suarez á spænsku sem svarar honum á spænsku.

  Þeir eru s.s. að ræða saman á spænsku.

  Verða menn þá sjálfkrafa rasistar af því þeir eru staddir í öðru landi?

  Ef að tveir Brassar fara í ferðalag til Bretlands og kalla hvorn annan þessu nafni verða þeir þá rasistar þegar þeir eru lentir í Bretlandi eða er það nóg að vera í flugvélinni?

  Og Manchester gaurinn í treyjunni er í Bretlandi. Er hann s.s. rasisti?

  Þú verður að hjálpa okkur að skilja þetta.

  Við erum greinilega ekki að ná þessu.
   

 23. # Babu 26

  FA er meingallað, sennilega er það rétt, þótt að ég efist um að Ferguson ráði þar öllu.  En ég held að við höfum klúðrað þessu máli (get ekki sett fingur á það, svo misvísandi eru allar greinar eftir fótboltapenna á Englandi) og að hugsanlega sé verið að refsa okkur fyrir það?  Ekki bara Suarez?  

  En hvað um það.  Ég ætla að reyna að hætta að svekkja mig á þessu máli.  Og vona að það verði jarðað sem fyrst og að við berum ekki neinn varanlegan skaða af því.  Sennilega verður það sem eftir lifir þessu seasoni ekki auðvellt fyrir Suarez, en að þetta fyrnist.

  Samt gæti Liverpool – man.utd leikurinn sett allt í bál og brand.  Það verður fóðlegt að sjá hvernig hann fer.

  Og já eitt að lokum – getið þið komið aftur með opinn þráður/leikmannaslúður – sá síðasti fór allur í man.utd – man.city leikinn, eins fáránlegt og það nú er! 

  Takk fyrir mig – góðar stundir! 

 24. Kannski er ég ekki búinn að fylgjast með þessu evra vs. suarez máli nógu mikið, en segið mér eitt..afhverju átti Evra ekki að kvarta undan kynþáttanýði ef honum fannst hann vera beittur því inná vellinum? Hvað gerði Evra vitlaust þar? mér finnst yndislegt að hlusta á þetta sem hann Kristján Atli sagði í þessu viðtali sínu, mjög flott og vel komið til skila allt saman:)

  mig langar að kanna eitt..segjum svo að evra væri í liverpool og suarez væri í man utd. og þetta mál hefði komið upp..hver væru ykkar viðbrögð þá.. 

 25. #33
  Það er ekkert að “finnast”, hann hélt það og hafði rangt fyrir sér. Það sem Evra gerði vitlaust var að taka að sér að þýða það sem þeirra fór á milli úr spænsku, sem hann játar að vera ekki sleipur í, yfir í ensku með mistúlkunum og vitleysum og gera það út sem einhvern sannleik (til að byrja með allavega)

  Greinin sem Babu bendir á í #22 er bara svart á hvítu hversu mikill farsi þetta mál er. Trúi alls ekki að þetta sé einhver endir á málinu.

 26. þá er nú líka hægt að segja að suarez sé ekki skarpari en þetta en að láta þetta út úr sér..þó hann meini það ekki..það vita það allir sem vilja vita það að maður á ekkert að segja þetta við fólk sem maður þekkir ekki..

 27. Guðmundur 33#  
  Mín viðbrögð, sama í hvaða liði leikmaðurinn er væru á þann veg að bannið/sektin yrði í samræmi við sönnunargögn og alvarleika málsins miðað við fyrri mál. Þetta er að mínu mati of mikið fordæmi og það er of mikið “ef/hefði/líklega” í þessu máli. Kristján fer vel inn á þetta í þættinum.
  Og pistill .net um “meint hatur þeirra á Liverpool” er full mikil einföldun að mínu mati þó svo þeir segist sumir vera Liverpool menn. 

  “Það er ekki Fótbolta.net að kenna að Luis Suarez hafi verið ákærður fyrir kynþáttafordóma. Það er ekki Fótbolta.net að kenna að hann hafi verið fundinn sekur og dæmdur í átta leikja bann. Það er ekki okkur að kenna að Liverpool hafi sent frá sér umdeildar yfirlýsingar um málið, sem við einungis þýddum. Það er heldur ekki okkur að kenna að margir knattspyrnusérfræðingar hafi kosið að tjá sig um málið og að þeir séu flestir ósammála nálgunina sem Liverpool tók til að verja Suarez”-.net

  Það er engu að síður á þeirra ábyrgð að finna allar greinar málsins og kanna hversu áreiðanlegir þessir helstu sérfræðingar eru m.t.t. til tengsla. Og það er oft aðveldara að synda með straumnum. 

 28. Varðandi umræðuna á Fótbolti.net held ég að við Púlarar séum allt of viðkvæmir. Við verðum að standa í lappirnar þótt við fáum þessar gusur. KAR fór vel yfir þetta mál og hitti naglann á höfuðið þegar hann viðurkenndi að þetta mál er PR slys af hálfu LFC.

  Það er sosum auðvelt að vera vitur eftirá en þegar horft er í baksýnisspegilinn blasir við félagið náði of seint valdi á aðstæðum. Betra hefði verið að segja sem minnst og kyngja óréttlætinu í stað þess að taka fyrst til varna af hörku en skipta síðan um hest í miðri á og vilja nú ekkert aðhafast frekar. Ekki trúverðugt að mínum dómi og algjör óþarfi.

  En búið og gert og verður ekki aftur tekið.

  Hitt er síðan annað mál að í þessu er einnig fólgið tækifæri til að læra af reynslunni. Það er óþolandi að gefa svona færi á sér. Sjálfur verð ég sannfærðari með hverjum deginum að það var Ferguson, með sitt illa innræti í bland við brilljans, sem kom auga á tækifærið og freistaði þess að nýta það til að koma höggi á LFC. Því er það sérstakt ánægjuefni að kvikindið þurfi að mæta með sitt lið á Anfield í FA.

 29. Í þessum pistli á .net “um meint hatur…” áttar höfundurinn sig heldur ekki á því að samtalið fór fram á spænsku sem er algjört lykilatriði. Eins og sést á eftirfarandi tilvitnun:

  ,,Málsvörn Liverpool var að mínu mati ansi sérstök, það að það sé í lagi að segja „negro“ í Úrúgvæ réttlætir það ekki að maður sem hefur búið í sex ár í Evrópu noti orðið gagnvart annarri manneskju. Ef að „nigger“ væri samþykkt orð hérlendis gætum við samt ekki farið til Bandaríkjanna og kallað næsta svarta mann „nigger“. (Ef þú prófar það, endilega láttu mig vita hvernig gekk) ”
  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/articles.php?action=article&id=119715#ixzz1ixNSaWZv

  Einnig heyrði ég Hans Steinar á Stöð 2 bulla í íþróttafréttum um daginn þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: ,,Suarez sagði orðið negro eða negri” þar sem Hans las orðið negro með enskum hreim þ.e. nígró og þýddi um leið enska orðið yfir á íslensku (negri)… í stað þess að lesa það negro [með spænskum framburði] og þýða það sem svartur á íslensku

 30. menn verða gera sér grein fyrir því líka að Liverpool var í banni að tjá sig um málið þangað til dómurinn kom. hvað gátu þeir gert á þeim tíma í PR málum. einnig ef ég hef skilið þetta rétt þá var einungis hægt að áfrýja lengdinni á banninu en ekki dómnum sjálfum, leiðréttið mig ef það er vitlaust. þannig að hvað gátu þeir gert, áfrýjað og átt hættu á að þeir hinir sömu myndu taka málið upp aftur og komast að sömu niðurstöðu og lengja bannið útaf mótþróa Liverpool. það sem þarf að gerast er að okkar menn verði til fyrirmyndar, þá er ég að tala um stuðningsmenn og starfsmenn Liverpool FC. en þetta mál er til leiðinda hvernig sem litið er á það fyrir alla aðila. finnst að þessi dómur fór í gegn þá þarf að koma svaka rassía á völlum í englandi hvort sem það er utan eða innann vallar. þetta á eftir að vera athyglisvert.

 31. Mín skoðunn er sú að Liverpool hafi einungis farið í pínu damage controle með því að áfría ekki og byrja strax að láta bannið á Suarez hefjast. Með því koma inní það tveir leikir í deildarbikar og einn tveir bikarleikir, reyndar kom það á daginn að við fengum ógeðisklúbbin í næstu umferð. Svo eru allir hinir leikirnir í deildinni fyrir utan Man Shitty vel vinnanlegir og nánast skyldusigrar með eða án Suarez.
  Er ekki með þessu verið að lámarka áhættuna og skaðan hugsið ykkur það ef við hefðum áfríað og fengið bannið stytt niður í 7 eða 6 leiki sem væri ekki svo ósennilegt en það hefði dregist á langinn eins og FA væri allt eins víst með það að gera og Suarez yrði gert að hefja bannið í mars og væri þá í banni á ögurstundu þar sem allt væri undir í deildinni.
  Bara mín pælin á þessari ákvörðun Liverpool á áfríja ekki.

 32. Áður en þetta mál kom upp þá held ég að engin hér hefði áttað sig á því að það sé í lagi í einni heimsálfu að nota þetta orð þar sem það þýðir svartur og svo vinur og Suarez var að sjálfsögðu að kasta þeirri vinarkveðju á vin sinn Evra þarna í hita leiksins í nágrannaslag Liverpool og Manchester United.  Að sjálfsögðu ætlaði hann aldrei að nota þetta orð til að æsa Evra upp enda hélt maðurinn einfaldlega að það væri í lagi fyrir hvítan mann að ávarpa evrópska blökkumenn með þessu orði og auðvitað er maðurinn gapandi hissa að hann hafi ekki tekið þessari vinarkveðju vel.

  Auðvitað skil ég vel að Suarez sé brjálaður yfir því að vera kallaður suður ameríkumaður eins og ég yrði trylltur ef ég væri kallaður evrópubúi eða jafnvel Íslendingur.  Alveg hörmulegt að Evra hafi látið jafn slæmt útursér og hafi svo gert mál úr því að hann hafi verið kallaður negro, ég bara skil ekki manninn:)

  Eins og einhverjir hafa sagt hér áður þá voru þeir að tala saman á spænsku en spænska er móðurmál bara annars þeirra.  Alveg eins og þegar við tölum við einhvern útlending á íslensku sem er kanski ekki alveg með íslenskuna á hreinu þá getur orðið til misskilningur. 

  Það nefndi einhver Brassa hér áðan að þeir geti talað saman í flugvél en um leið og þeir lenda á Englandi þá séu þeir orðnir rasistar ef þeir nota þetta orð sín á milli.  Ég efast um að menn myndu kalla þá það en ef þessir menn myndu fara á bar og lenda í útistöðum við blökkumann þar sem hefur hvorki portúgölsku eða spænsku að móðurmáli og nota þetta orð á hann þá held ég að fjandinn yrði laus.  Auðvitað ættu þessir menn að hafa vit á því að nota ekki þetta orð sérstaklega á viðkvæmum tímapunkti og ég tala nú ekki um ef menn hafa búið í Evrópu í ein 6 ár. 

  Ég held hvorki með Utd eða Liverpool en ég tel að Suarez hafi gert allt rangt í þessu máli.  Hann notaði þetta orð og hann gat alveg sagt sér það að þetta orð nota menn yfirleitt ekki utan suður ameríku og alls ekki þegar menn tala við blökkumenn sem hafa ekki spænsku að móðurmáli því það getur kostað mikinn misskilning.  Að sjálfsögðu átti hann að biðjast afsökunar strax og málið væri úr sögunni en hann hefur ekki gert það þrátt fyrir að hafa virðurkennt að hafa notað þetta orð.  Auðvitað átti maðurinn að nota eitthvað annað orð first hann var bara að kasta á hann vinarlegri kveðju eins og orðið amigo sem allir þekkja og þá hefði þessi misskilningur aldrei orðið.  En ég er viss um að hann ætlaði aldrei að kasta á hann vinarlegri kveðju og þess vegna notað orðið negro sem þýðir líka svartur ásamt því að þýða vinur í Úrugvæ.  Það var nefnilega ekkert vinarlegt við samskipti Evra og Suarez eins öll heimsbyggðin sá.

  Varðandi bikarleikinn þá verður gífurleg pressa á stuðningsmönnum Liverpool og allur fótboltaheimurinn mun fylgjast grant með því hvort stuðningsmenn liðsins geti hagað sér á skikkanlegan hátt gagnvart Evra.  Klúbburinn hefur gert margt rangt í þessu máli og svo kom þetta leiðindamál upp gegn Oldham svo ég held að það verði grannt fylgst með frammistöðu áhorfenda á þessum leik. 

  Annars ætla ég að gerast svo djarfur að segja að Liverpool komist ekki í heimsfréttirnar næstu 10 dagana fyrir eitthvað neikvætt 🙂

 33. Einsi, þú ert voðalega upptekinn af því að Evra hafi ekki spænsku sem móðurmál. Afhverju í fjandanum hefur hann þá samtalið við Suarez með því að tala niður systur hans á þessari líka fínu spænsku???

  Suarez er ekki með ensku sem móðurmál og talar varla tungumálið. Hann svarar manni sem byrjar að tala við hann á spænsku og notar til þess orð sem er jafnan notað yfir svarta/dökka menn á hans móðurmáli og hann sér ekkert að því að segja frá þessu eftir leik enda hafði hann ekki hugmynd um að hann hefði gert eitthvað rangt og raunar gerði hann ekkert rangt. Hvað í fjandanum er rangt við það og hvernig í helvítinu er þetta á nokkurn hátt réttlæting á þvi að hann sé rasisti og verðskuldi 8 leikja bann?

  Enn og aftur, hann er ekki að fara í bann fyrir að hafa viðurkennt að hafa notað orðið negro einu sinni, heldur vegna þess að Evra sakaði hann um að hafa sagt þetta 10 sinnum (þá hélt hann því fram að orðið væri nigger) svo var þetta fimm sinnum og á endanum skv. skýrslunni sjö sinnum. Enda Evra með eindæmum trúverðugt vitni.

  Eins er bannið miðað við það hvernig Evra (sem aftur talar ekki spænsku sérstaklega vel) túlkar það sem Suarez sagði, ekki út frá því hvernig Suarez útskýrði sitt mál.

 34. #42 Einsi, þú segist hvorki halda með utd né Liverpool, samt ertu að skrifa þetta hér á þessa síðu með manutta gleraugunum þínum ???.  Ég nenni ekki að fara enn og aftur í gegnum þetta, en þú ert greinilega ekki búin að lesa þér nógu vel til um þetta mál, eða þá, þú ert bara ´búin að lesa sorpritin í UK varðandi þetta mál.

   YNWA

 35. Ég held að Einsi í #42 skýri þetta þokkalega út og lítur raunsætt á þetta. Er ekki málið bara að salta þetta og kannski best að leikur Liverpool og United í lok mánaðarins verði leikinn fyrir luktum dyrum?:)

 36. Babu 43, þú byrjar á því að segja að Evra tali við Suarez á fínni spænsku en endar svo á því að segja að hann tali spænsku ekkert sérstaklega vel.  Sennilega er það samt málið að hann talar hana ekki nægilega vel. 

  Þú bendir líka á að Suarez viti ekki betur en það svo að orðið negro sé ekki eins saklaust í samskiptum við blökkumenn í öðrum heimsálfun en í suður ameríku.  Ef maðurinn er ekki sterkari í kollinum en það þá vorkenni ég honum. 
  Það vita allir að maðurinn gerði stór mistök og að sjálfsögðu ætti hann að biðjast afsökunar og þá myndu menn gleyma þessu en með því að vinna hlutina eins og hann og klúbburinn eru búnir að gera eru þeir að mála sig út í horn. 

  Og Hoddi 44, ég er reyndar Arsenalmaður og mér er alls ekki vel við bæði lið og sérstaklega þessa 2 leikmenn.  Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég er sakaður um að vera Unitedmaður:) Ég er alveg viss um það að Evra sagði eitthvað slæmt eins og menn gera inn á velli en ég er sammála því að það sem Suarez sagði verðskuldar bann og ég held að menn verði bara að sætta sig við það að hann gerði rangt en ekki fara að verja manninn og segja að þetta sé svo saklaust og benda á enhverja aðra.  Við þessar kringumstæður var þetta rangt af honum og hann ætti að biðja Evra afsökunar og þar með hætta menn að ræða þetta leiðinlega mál.  Þetta voru mistök að hálfu Suarez og hann mun taka út sína refsingu og mun sennilega fá að finna fyrir þessu klúðri sínu á hverjum einasta útivelli á Englandi á næstu misserum.
  Þetta er nefnilega ekki stuðnigsmenn Liverpool gegn Man Utd heldur virðist Liverpool vera eitt á báti gegn öllum í þessu máli.

 37. Babu #43. Eins og þú veist, ef þú hefur lesið dóminn, þá er orðatiltækið “amk 10 sinnum” áherslumerking á frönsku. Þýðir ekki nákvæmlega 10 sinnum heldur “oft”. Svona “milljón sinnum” eins og við segjum oft. Þetta kemur skýrt fram í dómnum.
  Einnig útskýrði hann, að hann hafi haldið á þessum tímapunkti (í og eftir leikinn) að Negro þýddi einfaldlega Nigger á ensku.
  Og svo til að klára þetta þá er þetta líka orðatiltæki á spænsku “þetta með systurina”. Svona eins og fuck off þýðir nú yfirleitt ekki að menn eigi beinlínis að R… S..

 38. Þá er kannski best fyrir Suarez að grenja og leggjast í grasið og ljúga um það að menn hafi verið að kalla sig ljótann suður-ameríkumann í staðinn fyrir að taka því eins og sannur atvinnumaður. bara ekki senda löngutöng heldur hnefann.

  mér finnst þetta komið útfyrir allt sem kallast rasismi. það stendur hvergi hvað má segja og hvað ekki, Kannski er Suarez búinn að vera að segja þetta orð sem hann sagði öll þessi ár sem hann hefur spilað í evrópu, en evra er sá fyrsti sem varð sár.

  flottir punktar hjá Barnes 

 39. eru menn ekkert að pæla í slúðri núna???

  sterkar líkur á að junior hoilett sé að koma…. eru það bara nokkuð skemmtilegar og spennandi fréttir…. 21 árs gamall og hörku leikmaður!!

 40. Úff

  Babu 43, þú byrjar á því að segja að Evra tali við Suarez á fínni spænsku en endar svo á því að segja að hann tali spænsku ekkert sérstaklega vel.

  Evra hefur samtalið á spænsku, Suarez svarar því auðvitað á Spænsku! Samtalið fer fram á spænsku og hversu mikið Evra skilur það tungumál er bara hans mál.

  Þú bendir líka á að Suarez viti ekki betur en það svo að orðið negro sé ekki eins saklaust í samskiptum við blökkumenn í öðrum heimsálfun en í suður ameríku. 

  Hann viðurkennir að hafa sagt negro (svartur) á spænsku sem er ekkert athugavert í hinum spænskumælandi heimi. Hann sagði ekki niggari eins og Evra sakaði hann fyrst um að hafa sagt (dómurinn minnkaði ekkert þrátt fyrir að þessi misskilnigur/lygi væri leiðrétt) og ekki “a negro” eins og breska pressan og jafnvel þessi skýrsla vill halda fram.

  Það vita allir að maðurinn gerði stór mistök og að sjálfsögðu ætti hann að biðjast afsökunar

  Já er það einmitt svo já? Þetta er bara heldur betur ekki rétt og segðu mér nú heinskilni, ef þú værir sakaður um að hafa sagt eitthvað margt oft sem þú sagðir ekki, væru þín fyrstu viðbrögð að biðja þann sem er að ljúga þessu upp á þig afsökunar? Nei ég hélt ekki, ekki ég heldur.
  Það að breska pressan hafi ákveðið að mála Suarez alveg út í horn án þess að svo mikið sem horfa gagnrýnum augum á þátt Evra í þessu máli gerir þennan dóm ekkert réttari og hvað þá þennan stimpil sem SUarez hefur fengið á sig sem og stuðningsmenn Liverpool sem eru að verja Suarez.

  þá myndu menn gleyma þessu en með því að vinna hlutina eins og hann og klúbburinn eru búnir að gera eru þeir að mála sig út í horn.

  Það er einmitt málið, FA (og núna þegar farið er að kafa dýpra í þetta) breskir fjölmiðlar vilja moka þessu máli undir teppið og halda áfram. Liverpool er bara alls ekkert tilbúið að gleyma þessu enda finnst Suarez og félaginu að þetta hafi verið óréttlátur og reyndar alveg magnaður dómur.

  FA er með 99,5% hlutfall í kærumálum sér í vil, FA er einmitt lögregla, kviðdómur og dómari. Saddam Hussein yrði stoltur af svona tölfræði.

  Gæti alveg trúað að þetta endi með því að það verði FA sem sé að mála sig út í horn. Breska pressan er bara alveg í takti við sjálfa sig og mun ekkert breytast.

  Suarez sagði verðskuldar bann og ég held að menn verði bara að sætta sig við það að hann gerði rangt en ekki fara að verja manninn og segja að þetta sé svo saklaust og benda á enhverja aðra.

  Eigum við að taka ásökunum Evra fullkomlega trúanlega og una dómi FA alveg án þess að gagnrýna þær á nokkurn hátt? Heldur þú í alvörunni að Wenger og félagar hefðu tekið þannig á sambærilegu máli?

  Nr. 47 Trebbi

  Babu #43. Eins og þú veist, ef þú hefur lesið dóminn, þá er orðatiltækið “amk 10 sinnum” áherslumerking á frönsku. Þýðir ekki nákvæmlega 10 sinnum heldur “oft”. Svona “milljón sinnum” eins og við segjum oft. Þetta kemur skýrt fram í dómnum.

  Já þetta var áhugaverð hentisemi hjá dómnefndinni, hvernig þeir tóku allt sem Evra sagði með “sanngjörnum” augum og alveg afskaplega mikið frakkanum í vil.

  Evra sagði eftir leik að Suarez hefði yfir 10 sinnum kallað sig N-orðinu (niggari). Skv. sömu rökum og Suarez er dæmdur eftir þýðir þetta líklega 10 sinnum enda þýðir 10 sinnum á Englandi tíu sinnum. Ekki rétt?

  Og svo til að klára þetta þá er þetta líka orðatiltæki á spænsku “þetta með systurina”. Svona eins og fuck off þýðir nú yfirleitt ekki að menn eigi beinlínis að R… S..

  Svona fyrst þú ert svona tilbúinn að taka þessu svona léttúðlega, er þá í alvörunni að þínu mati svona alvarlegt að segja “Afhverju, svarti?” Þegar verið er að svara þessu?

 41. Mikið rosalega þykir mér það aumkunarvert að vera stuðningsmaður Man Utd eða einhvers annars liðs á Englandi og eyða tíma í það að tjá sig á bloggsíðu Liverpool aðdáenda. Ekki myndi hvarfla að mér að fara inná eitthvert Utd, Arsenal eða Tottenham blogg, hvað þá að fara tjá skoðanir mínar þar eða hafa skoðanir hvað áðdáendur þeirra hafa á liðinu þeirra. Ef til vill eru slík blogg ekki til þar sem að aðdáendur annara liða eiga ekki jafn framtaksama áðdáendur og Liverpool sem halda úti þessu bloggi.  

  Liverpool aðdáendur eru búnir að setja Suarez/Evra málið afturfyrir sig og farnir að horfa fram á við. Það er ekki til neins að vera rökræða þessi mál eitthvað hér eitthvað frekar. Stjórnendur þessarar síður eru búnir að skrifa góða pistla um þessi mál sem svara öllum þeim spurningum sem koma fram hér að ofan og klúbburinn hefur gefið út ítarlega yfirlýsingu um dóminn.
  Það er nákvæmlega ekkert sem hægt er að bæta við þau orð eða rökræða eitthvað frekar.

  Þessa daganna eru Liverpool aðdáendur farnir að fókusera á undanúrslitaleik gegn City, hugsanlega leikmannakaup í janúar og deildarleik gegn Stoke um næstu helgi.

 42. Það verður samt gaman að sjá hvort að kompany fari í leikbann eða ekki þar sem málið hans verður tekið fyrir á miðvikudaginn rétt fyrir leikinn á móti okkur.
  Miðað við að Joey Barton fékk leikbann fyrir ekki neitt þrátt fyrir áfrýjun þá verður forvitnilegt að sjá hvort að FA verði samkvæmir sjálfum sér sem þeir eru sjaldan og dæmi kompany í 4 leikja bann sem hentar okkur bara vel. Að sjálfsögðu var þetta ekki rautt á kompany en fyrst að dómarinn gaf honum rautt þá trúi ég því ekki að hann sleppi við leikbannið.

 43. Einhverjir hér eru að furða sig á því afhverju stuðningsmenn annarra liða koma hér inn til að tjá sig um málefni okkar ástkæra. Ég er ekki hissa á því að sjá þennan mannskap koma hér inn. Við erum nefninlega bara æðisleg og ekkert annað. Það vilja allir hanga með æðislega fólkinu ekki satt? 🙂

 44. Trebbi #47

  Þú reynir að afsaka Evra með að benda á að þetta séu allt frönsk orðatiltæki…ok, en að kalla dökkhærða eða dökka menn negro er líka orðatiltæki í s-ameríku. Þannig að með því að nota ÞÍN RÖK þá er Suarez saklaus….takk fyrir að koma þessu á hreint, ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá þér. 

 45. Vá eru menn að sjá þetta lið ársins hjá FIFA? 

  Sýnir að vissu leyti hvert fótboltinn er að fara. Liðið er skipað leikmönnum úr ÞREMUR félagsliðum.

 46. úff strákar hvernig nenniði að velta ykkur svona mikið uppúr þessu Suarez máli ? alveg pointless.

 47. Afþví að við erum ekki tilbúnir að taka því þegjandi og hljóðalaust þegar einn af okkur er sakaður um eitthvað sem hann gerið ekki og komið er fram við hann í framhaldinu eins og glæpamann og rasista. Orðin You’ll Never Walk Alone eiga vel við hérna…

 48. Ég hefði viljað sjá þessum dómi gegn Suarez áfrýjað þó ekki hefði nema bara verið til að halda FA við efnið og benda á óréttlætið í þessum dóm.   Ég er ekki alveg að skilja rökin á bak við að áfrýja ekki.  Mér finnst vera ákveðin uppgjöf í því að áfrýja ekki.    Óréttlætið í þessu öllu saman er svo hrópandi að mínu mati að það verður að berjast gegn því.   Dómurinn felur í sér fullyrðingu um kynþáttaníð og mér finnst grafalvarlegt mál að láta Suarez sitja undir þeim ásökunum en í sama orðinu segja að ekki sé nokkur fótur fyrir þessari fullyrðingu dómnefndar FA.   Stjórn Liverpool FC gerir þau mistök að hugsa sem svo að þetta mál gufi upp með því að gefa það frá sér.  Hér er verið að hugsa um stóra markaðs samhengið og metið sem svo að það muni skaða orðspor Liverpool FC ef barist er fyrir réttætinu!    Ekki sáttur…!!  Og ég held að þetta mál gufi ekki upp.   Ekki nokkur leið.  Þetta mun hafa eftirmála.   Einfaldlega vegna þess að þetta er rangur dómur.

  YNWA 

 49. Gæti ekki verið meira sammála Babú – En er Einsi farinn ? Eða er hann bara skynsamur eftur að hafa verið jarðaður að halda sig fjarri ?

 50. Ef einhver vill enn lesa um Suarez málið, þá er ég ansi sammála þessari útgáfu hér:
   
  http://liverpoolfc-talk.com/2012/01/08/london-media-guilty-of-band-wagon-journalism-over-suarez/
   
  Það hafa ekki allir gaman af því að tala um þetta, en það er alveg ljóst að það eru margir blaðamannanna í London sem hafa gengið langt í að telja sína skoðun vera rétta frétt.  Það eigum við ekki að hlusta á, hvað þá taka mark á því.

Opinn þráður – Eitt ár liðið

Man City á miðvikudag (deildarbikar)