Opinn þráður – slúður

Lítið um ferskt leikmannaslúður – Coloccini neitar því að hann fari frá Newcastle í janúar en ýjar að því að Liverpool hafi spurt um sig.

Mark Lawraenson, sem kóngurinn Kenny skaut fast á í gær í viðtölum eftir leik, hefur látið orð falla um það að Darren Bent sé klárlega á leiðinni á Anfield – hann varð í þriðja sæti í kjöri á leikmanni ársins hjá Villa í fyrra. Spurning hvað mönnum finnst um það?

En svo má nú ekki gleyma því að hið óstjórnlega góða lið Scum United spilaði í kvöld í roki. Ferguson var búinn að afsaka sig fyrirfram að lið sitt ætti erfitt í roki. Enda var þeim snýtt, 3-0 af Newcastle-liði sem var yfirspilað á Anfield fyrir stuttu. Svo þar með hafa United fengið 0 stig út úr síðustu 2 leikjum, gegn liðum sem við höfum fengið 4 stig gegn stuttu áður. Svo að ef að allt er að hrynja hjá okkur virðist stutt í það sama hjá United.

En svo skuluði ekki halda að þessi opni þráður sé settur upp til að færa síðustu fyrirsögn neðar, bara alls ekki 😉

71 Comments

 1. Ég verð bara að viðurkenna að ég er gersamlega andlaus þegar kemur að mögulegum leikmönnum í janúarglugganum.

  Held að ef einhver kaup verða gerð þá vera þau óvænt, þ.e. leikmenn sem hafa ekki verið í umræðunni eins og Bent eða Coloccini.

  Okkur vantar ekki varnarmann, en kanntari eða striker væru vel þegnir.
  Treysti K.K. og Comolli til að velja rétt.

 2. Ahh sá þetta ekki fyrr en núna. Höfum bara bæði opinn þráð og upphitun í gangi í einu 🙂 

  Varðandi leikmenn vildi ég óska þess að Comolli kíkti aðeins á þýsku deildina og leikmenn þaðan.  En svona til að taka fullkominn Ragnar Reykás á þetta þá myndi ég helst af öllu vilja sjá strák frá Spáni sem fær líklega heimþrá um leið og Barca eða Real hringja til Liverpool og það núna strax, Javi Martinez. Hljótum að geta keypt besta mann Athletic á Spáni og hann tikkar í öll boxin held ég. 

  Sharqri hjá Basel er líka eitthvað sem mætti virkilega skoða. Hvíla okkur aðeins á dýrum breskum leikmönnum.

 3. After Tim Howard’s goal, the wind has more assists this season than Stewart Downing!

  Sad but true…… 

 4. Hættum að ræna leikmönnum af Newcastle! leitum annað (Og þá ekki Aston Villa)

 5. Leikmaðurinn sem væri kærkominn núna væri Alberto Aquilani. Ótrúlegt að senda manninn í lán og treysta á tréhest eins og Adams til að stjórna spilinu. Henderson er fín og mun koma til en það vantar meiri gæði til að stjórna sóknarspiliju á miðjunni.. Við fáum víst líklega ekki Alanso aftur en það vantar slíka stjörnu enda hefur hans skarð aldrei verið fyllt síðan hann fór. Svo er Gerard orðin alltof brothættur þó góður sé. Það vantar svo annan sóknarmann. Suares er góður og Caroll er eftir að verða goðsögn en þarf að fá að spila og þjónustu til að sanna sig. Hann hefur oft á tíðum spilað mjög vel og tekið varnarmenn til sín sem losar um hina. Föst leikatriði hafa verið til vandræða í vörninni hjá okkur og þar ætti hann að nýtast mjög vel í dekkingum. Bellamy hefur verið mjög góður en það væri mjög gott að fá einn sóknar mann í viðbót upp á að fá meiri breidd í þetta og Kuyt er búinn á því.  Það væri þó ekki gott að fara draga fram einhverja sleða úr skosku eða ensku deildinni sem teljast ágætir í “minni” liðum.

 6. Ég er alveg á því að okkur vanti heimsklassa línupotara í þetta lið sem kann að klára færi. Einhver slíkur og skapandi leikmaður eins og Suarez frammi væri nokkuð gott par að mínu mati, en hver sá leikmaður ætti að vera veit ég ekki. 

 7. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=119609 

  Ég verð að játa að ég hef miklar áhyggjur af því hvernig þetta mál hefur þróast. Og ég verð að segja að ég er að mörgu leyti sammála því að þetta sé mikið PR-klúður af hálfu félagsins.

  Það væri gaman ef síðuhaldarar myndu taka saman umfjöllun síðustu daga, fá á hreint hver sagði hvað og hvenær, enda margar sögusagnir sem hafa verið á kreiki á síðustu vikum í tengslum við þetta mál. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að slík samantekt er mikil vinna, sérstaklega ef hún á að vera vel unnin.

  Hvað sagði Comolli t.d. í réttarhöldunum? Kallaði Evra Suarez einhverjum ónefnum á vellinum? Hefur það fengist staðfest? Hér væri ákaflega gagnlegt ef umræðan færðist af “tja ég heyrði einhversstaðar að…” planinu.

  Ég er a.m.k. mjög hræddur um að þetta eigi eftir að draga langan dilk á eftir sér. 

 8. …hvernig væri annars ef góður penni héðan af kop, t.d. Maggi eða Babu, myndu skrifa pistil um þetta mál og senda á.net…..það fer óendanlega í taugarnar á mér hvað allar fréttir af þessu máli hjá þeim virðast litaðar í átt til Evra

 9. Við megum samt ekki gleyma því að hvað sem viðkemur því hvernig þetta mál var rekið af hálfu FA, þá hefur Suarez viðurkennt að hafa notað orðið “negro” a.m.k. einu sinni. Munum líka að það var ekki eitthvað sem var í umræðunni fyrst um sinn, upphaflega var talað um “negrito”. Og jú, ég geri mér grein fyrir því að hann var að tala spænsku en ekki ensku. Það hefðu allir mátt taka betur mark á, bæði Evra og síðar FA. En slíkt á það til að gleymast, sérstaklega hjá stuðningsmönnum annarra liða.

  FA stóð sig illa í málarekstrinum, já. En Liverpool gerði það líka, hver svo sem var á bak við þær yfirlýsingar sem voru gefnar út, og hver svo sem var það sem tók ákvarðanir. Ég er smeykur um að þetta allt saman sé að kalla yfir okkur jafnvel enn meira áreiti en Liverpool hefur þurft að upplifa fram að þessu. Slæmt er að hafa ekki unnið titilinn í meira en 20 ár, en enn verra er að vera með einhverskonar rasistastimpil, sérstaklega ef hann er tilkominn vegna klúðurs í málarekstri. 

 10. Þessi grein á fotbolta.net er auðvitað ákveðið bíó sem slík.  En það er hins vegar rétt að það virðist sem okkar ástkæra félag sé að koma afar illa undan þessu Suarez máli – því miður…

 11. Daníel það er ekkert a.m.k. einu sinni, það er bara einu sinni sem hann hefur viðurkennt að hafa sagt negro við Evra og segist síður en svo hafa vitað að það væru kynþáttafordómar. Þeir voru að tala saman á spænsku og því er það líklega nokkuð marklaust að horfa bara í það hvað þetta orð getur þýtt á ensku. 
  Dómurinn er byggður á þessu ásamt því að Evra sakaði hann um að hafa sagt negro við sig sex sinnum í viðbót sem FA tekur mark á enda Evra svo dæmalaust rólegt, áreiðanlegt og gott vitni.
  Bara sem örlítið dæmi þá var Argentínska landsliðið ekkert sakað um fordóma eftir þetta
  http://www.que.es/archivos/201002/argentina_caceres-640x640x80.jpg
   
  Þessi pistill á .net er síðan eins og Siggi Hlö hafi skrifað hann.

 12. Sælir,
  Er einmitt búinn að bíða e. opnum þræði til að geta spurt: er einhver með link þar sem hægt er að horfa á þáttinn um bókina þeirra félaga, Liverpool The Complete Record?

 13. Eitt smá dæmi um hversu kjánaleg þessi fotbolti.net frétt er og hallar að öllu leiti á Liverpool:

  “hefur [Glen] Johnson kallað það yfir sig að hver einasti skítugi súrefnisþjófur sem finnst á völlunum í Englandi (og þeir eru nokkrir) geta nú í hæðni kallað hann negro”

  Uhh nei. Veit höfundur ekki að Suarez var einmitt dæmdur fyrir þetta orð. Þeir sem segja það hér eftir munu hljóta sama dóm, jafnvel enn þyngri.

  Ég hef lesið 115 bls skýrsluna, slatta af greinum í gær og í raun pælt alltof mikið i þessu. Félagið hefði án ef getað staðið betur að málinu á öllum stigum en það sem ég held að vanti alveg í umfjöllunina er ósamræmið hjá Evra.

  Tökum dæmi. Inni á vellinum notaði hann orðið “black” þegar hann kvartaði við dómarann. Eftir leik notaði hann orðið “nigger”. Í yfirheyrslum notar hann orðið “negro”.
  Eitt allra stærsta ósamræmið hjá Suarez er hvort hann á að hafa sagt “tues negro” eða “sos negro”. Annað er sagt geta verið rasískt orðalag en hitt ekki.

  Þið vitið hverjum var trúað.

 14. Varðandi Bent, sem væri sæmilega spennandi kostur þá er erfitt að sjá að hann samræmist innkaupastefnu FSG. Of gamall og of dýr. Villa er aldrei að fara að selja hann á lægra verði en þeir borguðu fyrir hann fyrir rétt um ári síðan. Það var 24 milljónir punda ef mig misminnir ekki. 

 15. og eitt enn útaf því að fjölmiðlar gera sér mat úr því að Suarez skuli ekki biðja Evra afsökunar.
  Evra viðurkennir í kærunni að hann viti núna að ummælin voru ekki rasísk …..   á hverju á Suarez þá að biðja hann afsökunar?

 16. Mig langar að ræða leikmannakaup, nú er jú glugginn opinn.
  Mér finnst flest vera á réttri leið hjá kónginum og er frekar bjartur á þetta allt, liðið spilar mun skemmtilegri bolta enn undanfarin ár og meiri stemming yfir öllu.
  Á einu sviði finnst mér þó Liverpool hafa gert upp á bak undir stjórn þeirra Kenny og Comolli og það er í leikmannakaupum.
  Við fengum í síðasta janúarglugga og aftur í sumar stuðning frá nýjum eigendum til að eyða peningum og styrkja liðið, við fórum að mínu mati ekki nógu vel með þetta tækifæri. Ákváðum að horfa mikið á breska markaðinn og borguðum hátt verð fyrir miðlungs breska leikmenn.
  Að sjálfsögðu eru kaupin á Suarez og Enrique flott en breska herdeildin hefur öll floppað, hugsanlega er Henderson framtíðarmaður en hann er ekki nógu sterkur í dag til að byrja meira og minna alla leiki.
  Auðvitað getum við því miður ekki keppt við man city, Chelsea um leikmenn og við erum jú ekki í meistaradeildinni sem togar mikið.
  Samt sem áður erum við stórlið sem á að vera spennandi kostur og ef við fáum peninga þá eigum við að geta náð flottum leikmönnum.
  Held við ættum að taka td Tottenham okkur til fyrirmyndar í leikmannamálum, þar hafa menn eytt skynsamlega og fundið marga flotta leikmenn, Modric, Bale, Van der Vart, Adebayor (Á LÁNI EN MÖRKIN TELJA JAFNT FYRIR ÞVÍ) og framv.
  Þrátt fyrir fremur mislukkað sumar í leikmannamálum, fjarveru Gerrard og klára óheppni í mörgum leikjum í vetur erum við bara hársbreidd frá 4 sætinu.
  Við vitum öll að janúarglugginn er sagður dýr og fremur erfiður, gulrótin mikilvæga (4 SÆTIÐ) er samt grátlega nærri og við bara verðum að reyna amk við striker og helst líka djúpan miðjumann vegna meiðsla Lucasar.
  Comolli komdu nú og sýndu snilli þína og töfraðu fram eins og einn demant.
   
   

 17. efast um að .net sjái tomkins síðuna þar sem manutd gleraugun eru of föst á nefinu hjá þeim… þeir eru örugglega að skoða veðurspána fyrir næsta leik.
   

 18. Já, held að maður hætti sér ekki niður í það forarsvað sem þessi svokallaði “pistlahöfundur” á fotbolti.net er í.  Þessi grein sem Gunnar bendir á hér að ofan er ansi góð, og svo er hér ein sem tekur ansi hreint vel á þessum hlutum:

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8992809/Liverpool-striker-Luis-Suarez-says-sorry…-but-not-to-Manchester-Uniteds-Patrice-Evra.html

  Staðreyndavillur og rangfærslur í þessum “pistli” eru svo bjánalegar að það er bara alls ekki þess virði að hætta sér þangað niður. 

 19. Ef við gætum fengið Sharqri og svo einn alvuru goal scorer þá væri ég mjög sáttur!
  Sharqri er sterkur, snöggur, skapandi og ungur. Þá kannski loksins gætum við fengið Carroll til að skora, allavega á hann en þá erfiðara með að skora því kanntarnir okkar eru gjörsamlega dauðir (í flestum leikjum).

  Veit einhver annars hvaða verðmiði er talað um sirka á Sharqri? 

 20. Ágætt ráð til að minnka pirringinn á slakri umfjöllun, eins og t.d. um suarez, er að forðast þær síður sem birta mikið af “rusli”. 
  þetta er bara eins og að hætta einhverjum vondum sið. Erfitt fyrst en venst…

  Áfram Liverpool og áfram Suarez

 21. Liverpool er að fá á sig mjög mikið af gagnrýni útaf þessu máli og þetta er ekki allt:

  Oliver Holt, The Mirror.
  What a shame Liverpool chose to couch their decision not to appeal in ­inflammatory language that continued to insist Suarez had done nothing wrong. Suarez has admitted calling Patrice Evra “negro”. To persist with the argument, as he and the club are doing, that this was a term of endearment is not just “incredible”, as the tribunal found; it is also laughable.
  The fight against racism, or racist language, in sport is bound to be uncomfortable when it affects a club someone supports or ­represents. Liverpool and Suarez had the ­opportunity to apologise on Tuesday, move towards restoring a damaged reputation and emerge with some dignity from this horrible affair. They chose not to take it.
  Martin Samuel, The Daily Mail. Read the article in full or these snippets:
  So Liverpool deigned to do the world a favour and will not appeal Luis Suarez’s eight-match ban. How decent of them. Maybe they’ll make a T-shirt telling us all about it; or a hat. Not a white, pointy one, obviously…
  …Letting the football men run the football club is an admirable stance, but there comes a time when an issue lies beyond the manager’s call. Whoever was left to mastermind Liverpool’s stance over Suarez has been proven horribly inept in this arena…
  …Suarez put out a statement on Tuesday night, which included the remarkable assertion: ‘I will carry out the suspension with the resignation of someone who hasn’t done anything wrong.’ So if he was found innocent, he would have been innocent; but if guilty, he is innocent, still. At the outset Suarez said the verdict would decide which of the parties had to apologise. Apparently, like much of the evidence, that stance has since changed…
  Stuart James, The Guardian. Read the article in full or these snippets:
  At last Liverpool have seen sense. At least that was the initial reaction when news broke that the club would not be appealing against the eight-match ban and £40,000 fine imposed on Luis Suárez for racially abusing Patrice Evra. What we soon learned, however, was that Liverpool had no intention of showing any contrition, Suárez would not be apologising and, in the eyes of the club, the Football Association is to blame for damaging the reputation of a man that was found to have used the word “negro” seven times…
  …Liverpool should have spent less time worrying about discrediting Evra and more time getting their testimonies right. Suárez, after being asked the same question six times in the hearing, was forced to admit it was not true that he had pinched Evra to defuse the row, as he had claimed in his witness statement…
  …Damien Comolli, the club’s director of football, and Dirk Kuyt, the Liverpool midfielder, changed their statements after realising that Suárez had given a different account to them. It is cringeworthy reading Kuyt’s attempt to deal with this discrepancy in his witness statement. “I am aware that LS will state in evidence that what he actually said in response to the remark from PE was (translated into English) “Why, black?” or “Why, negro?” and I am perfectly happy to accept that this is what he said…
  …According to Liverpool’s statement before the Manchester City game, the mistakes have been made by the commission rather than the Anfield club or Suárez. If Liverpool truly believed that was the case they would have appealed. Instead they took the sensible decision before pressing the self-destruct button. Again.
  Darren Lewis, The Mirror. Read the article in full or these snippets:
  It is fascinating that, in a week when we have reached the conclusion of a high-profile court case following a man’s death because of the colour of his skin, football fans – and one of the country’s highest profile clubs – are still defending a man found guilty of using a racially offensive term. As a black man I can tell you this: There is no context in which any term referring to the colour of my skin during an argument can be termed as anything other than racist…
  …Liverpool are a great club with good people, good administrators and many, many good fans. But they have got it wrong on this occasion from start to finish. They demanded the written reasons after the guilty verdict was announced last month but have gone on to dismiss those, maintaining they are right and the rest of world was wrong. Even then, in their incendiary latest statement they claim to be a “leader on taking a progressive stance on race issues”. But privately the anti-racism groups in this country that I have spoken to are horrified at the Reds’ intransigence on Suarez…
  Phillip Cornwall, F365. Read the article in full or these snippets:
  Any attempt at an explanation based on cultural misunderstanding had to come after the word “sorry”. And not as in, “I’m sorry but you’re completely wrong.”
  The failure to offer any form of apology, even as a precursor to a rejection of the charges of repeated use of the word, was a mistake – even if Suarez’s version is, in fact, accurate. Kenny Dalglish breaking the requested silence regularly while the investigation went on, talking as if Evra should be in the dock if his player were acquitted, was a mistake – even if Suarez’s version is, in fact, accurate. Treating the Uruguayan as some kind of political victim needing help from the sale of benefit T-shirts was a mistake – even if Suarez’s version is, in fact, accurate.
   

 22. Já, .net er þar efst á blaði hjá mér…inná þá síðu fer ég ekki aftur!

 23. Dave, #18:

  Fyndið að þú skulir benda á Tottenham í þessu samhengi, þar sem Comolli sá um að fá marga af núverandi leikmönnum Spurs til liðsins á sínum tíma, m.a. Bale og Modric.

  Ég hef fulla trú á að Comolli muni gera góða hluti á leikmannamarkaðnum, en þar sem það er verið að byggja til framtíðar og kaupa unga leikmenn má ekki ætlast til að allt smelli nú á fyrsta heila tímabili. Henderson, Carroll, Coates og Kelly eiga bara eftir að verða betri og Suarez, Lucas, Agger, Adam og Enrique eiga allir sín bestu ár eftir.

  Á síðasta tímabili vorum við með 25 stig eftir 20 leiki, eftir sama leikjafjölda þetta tímabil höfum við fengið 34 stig. Næsta tímabil verðum við vonandi í kringum 40 stigin og þá vonandi í top 4 þar sem við eigum heima.

  Axl frændi minn var með þetta á hreinu. Tökum hann til fyrirmyndar.

 24. Með þetta blessaða mál þá líður mér, tek þetta inn á mig eins og ég hafi lent í því sjálfur, eins og að maður sé að sitja inni fyrir glæp sem var aldrei framinn. En það hefur síðan bara akkúrat ekkert með það að gera hvort maður sé einhver engill eða ekki.

  Í mínum huga er alveg klárt hvernig persóna Evra er. Ætla ekki að eyða orðum í þá lástétt hér. En hitt verður þó fjandi fróðlegt að fylgjast með þegar okkar maður kemur úr banninu því þá nær hann leik Scums vs. Liverpool. Segi það enn og aftur. Ég veit hver verður jarðaður þá. Bara veit ekki hver kemur til með að sjá um útförina…..okei….óskhyggja.

 25. Eitt sinn hafði ég álit á Bascome, sem blaðamanni Liverpool Echo. Hann er að koma ágætlega til baka með þessum fréttum í dag í The Telegraph

  Þetta sem SSteinn benti á http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8992809/Liverpool-striker-Luis-Suarez-says-sorry…-but-not-to-Manchester-Uniteds-Patrice-Evra.html

  og þetta http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8992915/Liverpool-to-complain-to-FA-over-handling-of-Luis-Suarez-case-and-demand-reform-of-disciplinary-process.html

  Bara óvanalegt að sjá stóru miðlana ekki taka afstöðu gegn Liverpool/Suarez án gagnrýni á FA eða Evra.

  Annars Gummi #Nr.27

  Óvanalegt að sjá þig ramba á eitthvað af viti en það er rétt að Comolli keypti nokkra leikmenn til Spurs sem hafa verið lykilmenn hjá þeim undanfarin ár. Þessir menn voru ekkert að sigra heiminn strax og þolinmæði þeirra var þannig að þeir ráku Comolli fljótlega. Bale var t.d. talinn vonlaus leikmaður og allt of dýr. Ekkert heyrt um það undanfarið.

 26. Þessi Bjarni Þór Pétursson sem skrifaði þennan pistil á fotbolti.net skrifaði álíka pistil varðandi Liverpool síðasta sumar:
  http://www.fotbolti.net/articles.php?action=article&id=111623

  Hann er greinilega með Liverpool á heilanum og er að nota tækifærið til pönkast í okkur púlurum. Látið greyið eiga sig og ekki bíta á agnið. Það versta sem svona tröll vita er ef orðaflóðið þeirra vekur ekki upp viðbrögð. Hann er mikill munnræpumeistari ef þið gúgglið hann þá finnið mikla doðranta um hitt og þetta.
  http://vefritid.is/greinasafn/author/bjarni-thor-palsson/

  Og í einni greinanna er meira að segja kop-meistara Einari Erni skellt inn (á jákvæðan hátt reyndar):
  http://vefritid.is/greinasafn/min-framtakssama-og-fjolh%C3%A6fa-kynslo%C3%B0/   

 27. Finnst þessi grein hans Bjarna einmitt alveg óþolandi. Málið skoðað algjörlega frá einni hlið og dæmt eftir því.

  Skyndilega er klúbburinn fullur af vitleysingum og Suarez mesta fjandmenni á meðan greyið Evra fórnarlamb og mikill indælispiltur.

  Það er hreint út sagt ógeðslegt að horfa til þess að hann sleppur án refsingu þrátt fyrir sinn þátt í þessu. Hann viðurkennir að segja ,,Concha de tu hermana” sem þýðir ,,your sisters pussy” en þar sem Suarez heyrði það ekki þá er það látið niður falla. Svo hótar hann að berja hann í tvígang en það er allt í lagi.

  Hvað áreiðanleikann varðar þá er fáránlegt að treysta framburði Evra sem sakar dómarann um svindl í byrjun leiks með peningakastinu og í þokkabót segir í viðtali við Canal + að Suarez hafi sagt negro 10 sinnum þegar hann segir síðar í dómi að það hafi bara verið fimm sinnum!

  Svo er ætlast til þess að Suarez, sem skilur ekkert í ensku, muni allt sem sagt er og skilji, í vitnaleiðslum tveimur mánuðum síðar? Svo er dæmt eftir þessu!

  Kuyt segist einnig heyra að Evra segir ,, you only book me because i am black” en fyrst Evra man það ekki og dómarinn heyrði það ekki þá taka þeir ekki mark á því. Taka svo að fullu mark á orðum Evra.

  Það sem er þreytandi er að óteljandi júnæted rasshausar standa nú víggreifir og fagna. Svo eru LFC bara bjánar að standa með Suarez. Hefur það aldrei gerst í réttarsögunni að menn séu dæmdir sekir þó saklausir séu? Og þrátt fyrir að sönnunarbyrðin sem mikið mun sterkari en í þessu tilviki?

 28. Af hverju verður fórnarlamið fyrir svona miklu skítkasti frá okkur en dæmdur rasisti er algjör engill að okkar mati? 
  Reynum að gleyma þessu máli 

 29. Það fer einnig óendanlega í taugarnar á mér að hann byrjar greinina á: ,,Gefum okkur í þessum pistli að Luis Suarez sé saklaus, hvar liggja þá mistök Liverpool?”.

  En menn mega nú aðeins slaka á í yfirlýsingum um fotbolti.net.

  Í upphafi hvers pistils stendur einmitt: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.

  Og þó að þeir hafi ákveðið að birta þennan pistil þá þarf það engan veginn að endurspegla skoðanir vefsins. Ég veit ekki betur en að æðstu menn síðunnar séu einmitt Liverpool menn.

  Annars er þessi ákveðni pistlahöfundur greinilega einn af þessum alverstu Man Utd aðdáendum sem við þekkjum allir, einn af þessum sem gæti alveg eins verið með skitu í stað heila. 
   
   

 30. Enginn að segja að Suarez sé engill. Öll gagnrýni á Evra á rétt á sér, alveg eins og gegn Suarez. Eða er fórnarlambið Evra orðinn algjörlega frír? Getur verið að aðdáendum LFC sárni hvað Evra lætur út úr sér og kalli hann illum nöfnum fyrir það? Ég hef séð undanfarið ýmsar lýsingar á Suarez fyrir hans þátt í þessu máli og þær eru ekki fallegar.

  Við eigum nefnilega ekki að gleyma þessu. Þessi vinnubrögð eru til skammar og setja gríðarlega slæmt fordæmi. Þórr Suarez hafi ekki hagað sér eins og engill á sínum ferli þá gefur það engum rétt á að hengja hann fyrir það, það skiptir engu máli hvað þetta mál varðar en því miður sjá menn hann bullandi sekann í ljósi sögunnar.

  Hver hefði t.d. grunað að Giggs, sá rólegheita piltur og dæmi um hinn fullkomna atvinnumann, væri að leggja konu bróður síns? Getur verið að Suarez sé saklaus í þessu máli?

 31. Eru ekki allir löngu hættir að lesa sorpið fotbolti.net.
  Trolls halda áfram að trolla. Ekki láta það bögga ykkur en ég hélt í alvörunni að menn þyrftu enga aðra síðu en Kop.is
  Allaveganna ekki ég 🙂

 32. # 36 Gunnar, hann er nú reyndar ekki í stjórn United, hann er í stjórn Manchester United foundation sem er einhver góðgerðarstofnun á vegum United og þá væntanlega á þeim forsendum að hann er forsvarsmaður Kick it out.

 33. http://www.independent.co.uk/sport/ferguson-stands-up-for-schmeichel-1280049.html Ég er nú ekki Liverpool maður en er eiginlega hundfúll að Suarez sé að fara í bann fyrir þennan “stórskaða” sem hann er búinn að valda Evra. Orð Gullit síðan 1997 í þessum tengli að ofan súmmera nkl það sem mér finnst um þetta mál. “”If someone calls me a black so-and-so, I don’t take it as a racist thing because I am black!” said Gullit, whose team play Manchester United in another vital title game at Stamford Bridge today. “Take it as a compliment, it means they are probably afraid of you.”

  However, he draws the line at organised racism. “When Ajax played in Hungary the crowd made jungle sounds all the time when the black players had the ball. That is abusive,” he said. 

 34. Ég kíkti á þennan pistil bara af því að ég sá að menn voru að tala um hann hér. Ég hefði alveg eins getað sleppt því. Það er bara eitthvað afskaplega sorglegt við að sjá menn taka sig til og leggja margra klukkutíma vinnu í að skrifa pistla um klúbb sem þeir bersýnilega þola ekki, í stað þess að einbeita sér að því að styðja sitt lið.
  Það er lítið hægt að gera við þessu, annars vegar að ekki láta þetta fara í taugarnar á sér, sem er bersýnilega markmið pistilsins. Hins vegar að hætta að lesa þessa síðu.
  Fótbolti.net er hreinlega búinn að missa það, þeir eru með illa skrifaðar fréttir þýddar beint upp úr erlendum miðlum og það eina sem þeir virðast hafa fram að færa í sambandi við enska boltann eru pistlar frá misþroskaheftum stuðningsmönnum.
  Það gefur auga leið að eina leiðin til að halda úti nokkurs konar fréttasíðu (hvort sem talað er um fótbolta eða pólitík) er að vera hlutlaus og þeir eru búnir að gera upp á bak hvað það varðar.

 35. Var að kíkja á pistilinn frá umræddum Bjarna Þór og hann er bara enn ein leiðin fyrir tröll að reyna að blása upp moldviðri.
   
  Ég held að það þurfi einbeittan vilja til að láta ekki svona ummæli pirra sig, og mér finnst doldið fyndið að sjá mann sem telur sig vera að skrifa gegn fordómum leggja til aðferðir við að níðast á Glen Johnson og ljúga því að almennt sé talað um heimavöll Liverpool í samhengi við morðsamtök og framkvæmdastjórann sem stjórnanda í þeim samtökum þá.
  Ef umræddur Bjarni er United-maður hlýtur hann að vera tilbúinn að ræða stuðning Ferguson á sínum tíma við Eric Cantona sem réðst á áhorfanda með ofbeldi, eða hvað?
  Hann hlýtur líka að tala um skróp Rio Ferdinand á lyfjaprófi og stuðning United við hann á þeim tíma.  Eða hvað?
  Hann hlýtur líka að hlæja að ömmubröndurunum um Rooney, og mágkonubröndurunum um Giggs.  Eða hvað?
   
  Ég held ekki.  FA fékk það fram sem það vildi með dómi sínum.  Evra telur Suarez ekki vera rasista víst, en hann er nú þá einn af fáum á Englandi sem vill ekki nota það orð um Úrúgæjann.  Því það er blóðlykt af málinu.  Langar leiðir.
  Ég veit ekki hvað Bjarni fær út úr því að skrifa sína níðgrein um Liverpool, það veit guð og allir hinir heilögu að ekki myndi ég vilja eyða tíma mínum í að skrifa svona um önnur lið.  Ég treysti Liverpool FC til að taka á málum af heilindum og King Kenny fyrir öllu.  Ég er sannfærður um það að áhersla þeirra á að standa með sínum leikmanni er byggt á þeirri bjargföstu trú þeirra að hann sé beittur ranglæti.
  Þá trú ætla þeir ekki að opinbera öðrum, því það er enn ein ábendingin um að Liverpool vinnur nú á gamalgrunnum gildum, þeir leysa sín mál “In House” – en það er vissulega eitthvað sem Lundúnapressan á erfitt með að sætta sig við.
   
  Hættið að lesa pistla Trölla á fótbolti.net eða annars staðar, lítið á Tomkins og blöðin í Liverpool.  Og lesið aftur það sem Einar Örn skrifaði um málið á kop.is.
  Auðvitað kitlar það að senda svar við svona rætnum skrifum en það ýtir yfirleitt bara á “meira rusl” – takkann að svara svo ómálefnalegum og einhliða pistli.
   
  Er viss um að þetta verður rætt í næsta podcasti og þá er bara fínt að benda umræddum Bjarna á að hlusta á þann pistil.  Er viss um að einhver lesandi hér þekkir hann, og kannski er Bjarni bara að hlera hvort tröllapistillinn hans er að hræða okkur!
   
  YNWA!!!

 36. …annars hvet ég þig eindregið til að skrifa pistil þar sem þú dregur upp rétta hlið af málinu. Ekki endilega Liverpool hlið, heldur ferð bara yfir staðreyndir og efni skýrslunnar. Grunar að pistill Bjarna muni líta frekar illa út þá 🙂

 37. Veit einhver hvað er að gerast  leikmannakaupum liverpool? eru eithverjir nalægt þvi að koma til liðs við felagið eða ehv svoleiðis? 😀

 38. Hvernig dettur vefsíðu sem er jafn stór og fótbolti.net í hug að leyfa man.utd manni að skrifa níðsgreinar í formi einhverjskonar dulinnar “greiningar” á málum hjá helsta andstæðing United? Og ekki bara grein, heldur greinar. Væri ég nógu bilaður til að vilja koma með Liverpool lega samantekt á hlutum hjá United, þá dytti mér nú ekki í hug að fara fram á það við hlutlausan miðil að birta slíkt.

 39. Menn verða aðeins að slaka á hatrinu í garð Fótbolta.net hérna. Þeir gerðu ekkert rangt, birtu bara aðsenda grein og tóku fram að hún væri skoðun þess sem ritar en ekki þeirra sem halda úti síðunni.

  Ef einhver sendi mér vel skrifaða, aðsenda grein sem lýsti skoðun sem ég væri ósammála myndi ég samt birta hana. Ritstjórn þýðir ekki að birta bara greinar sem samræmast skoðun ritstjóra heldur að tryggja að greinarnar séu í góðum gæðum. Og þótt við getum talað um arfavitlausar áyktanir Bjarna Þórs er ekki hægt að segja að greinin sé illa skrifuð. Hann er greinilega vel skrifandi.

  Slökum því aðeins á hatrinu í garð Fótbolta.net. Þeir gerðu ekkert rangt hér, birtu aðsenda grein sem hefur bæði laðað að lesendur og aukið á umræðu. Greinin er vitlaus, en það er ekkert að því að birta hana. Fólk má vera ósammála, þess vegna erum við öll hér á netinu að rökræða hluti til að byrja með.

 40. Kristján Atli hvað finnst þér samt um að fotbolti.net birta nánast eingöngu greinar eftir höfunda sem taka afstöðu gegn Suarez og Liverpool? Finnst þér það ekkert skrýtið? Til eru fullt af góðum greinum þar sem menn eru að verja Suarez og Liverpool, en þeir hjá fotbolta.net virðast algjörlega skauta framhjá því! Hvernig ætli standi á þessu? Þessi frétt hér fyrir neðan er t.d. algjört djók

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119641

  Þessi Ouseley lávarður lávarður sem skrifar greinina, hann er í stjórn Manutd! Gleymist þó alveg að minnast á það í fréttinni.

 41. fotbolti.net er náttúrulega 98% bara þýðingar upp úr erlendum miðlum og ef þú tekur smá stikkprufu af stóru erlendu miðlunum þá sérðu nánast bara greinar sem eru á móti Suarez og Liverpool. Þú þarft að fara inn á sérstakar Liverpool síður eins og Tomkins Times eða Liverpool Echo til að sjá sjónarmið Liverpoolmanna í þessu máli. Að því sem ég hef séð þá er Chris Bascombe í skrifum sínum fyrir Telegraph sá eini sem hefur verið svona þægilegur í garð Liverpool. Það er því kannski ekki hægt að saka fotbolta.net um að vera eitthvað sérstaklega einhlýtir í sinni skoðun. Þetta er bara það sem er að birtast í miðlunum úti. Því finnst mér Liverpool ekki hafa staðið sig nógu vel í að verjast þessum fréttaflutningi.

 42. Kristján Atli hvað finnst þér samt um að fotbolti.net birta nánast eingöngu greinar eftir höfunda sem taka afstöðu gegn Suarez og Liverpool? Finnst þér það ekkert skrýtið?

  Kannski senda bara færri inn aðsendar greinar til að verja Liverpool en til að gagnrýna Liverpool.

 43. Eitt er það sem má skoða í samhengi við kjánafréttir á erlendum miðlum sem fólk verður vart við á þessum tímum. Spáið í hvaða lið þetta er sem er að koma í blöðin og láta eitthvað hafa eftir sér. Þetta eru aðilar úr þrýstihópum sem eru að vinna vinnuna sína og í flestum tilvikum bara að viðhalda starfsemi þess þrýstihóps og reyna kannski í leiðinni að ná í smá aur í styrki fyrir að vera svona “aktív” í málum sem þessum.

  Það hefur ekkert þungaviktarfólk í ensku samfélagi farið í blöðin að tjá sig um þetta mál enda má leiða líkum að því að það yrði viðkomandi erfitt að fara í þennan leðjuslag. Ekki einn einasti hefur komið fram.

 44. Að birta grein á þinni síðu sem þú ert ósammála er ekki það sama og að birta níðgrein sem þú ert ósammála.
  Tilgangurinn með þessari grein er einungis að drulla yfir Suarez og Liverpool. Sparka í liggjandi mann.

  Með því að birta þetta á fotbolti.net fær þessi grein mikla lesningu. Það væri ekki þannig ef þetta væri birt þar sem þetta á heima, einhverri bloggsíðu.

  Síðan er alltaf ábyrg fyrir þessu og er dauð fyrir mér. Þannig að JÚ. Þeir gerðu eitthvað rangt hérna

 45. Kristján Atli nr. 52, ég er aðallega að tala um þýddar greinar frá þeim beint af ensku miðlunum. Þar velja þeir eingöngu greinar þar sem verið að að taka afstöðu gegn Suarez og Liverpool.

  Þröstur nr. 51, fyrst fotbolti.net er að birta greinar eftir menn í stjórn Manutd þar sem þeir drulla yfir Liverpool, er þá ekki í lagi að birta fréttir Tomkins, og hvað þá Bascombe? Auk þess ef ég lesið greinar á BBC og Sky þar sem menn eru að verja málstað Liverpool og Suarez, eða amk. tala hlutlaust um málið. Í þeim greinum sem fotbolti.net birta er ganga höfundar alltaf 100% útfrá því að allt sem Evra segir um málið sé heilagur sannleikur og vinnubrögð FA óaðfinnanleg. Finnst mönnum þetta ekkert skrýtið?

 46. Suarez er í banni og það verður ekki áfrýjað. Er ekki ágætt að stoppa bara við punktinn þarna og hætta velta sér upp úr þessu. Ég tel Suarez ekki vera rasista og elska hann sem leikmann. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu meira og til hvers eru þið að hafa áhyggjur af því að einhverjir menn skrifi greinar um að Liverpool hafi farið rangt að þessu Suarez máli ? 

  Mikið frekar að tala um væntanleg kaup ! ég hef ekkert heyrt og er spenntur hvort Comolli komi okkur á óvart og kaupi einhvern gullmola, eða kaupi D.Bent alltof dýrt og svo skorar hann 7 mörk max. 

 47. Sælir piltar,
  Við skulum hafa það á hreinu að þessi Ouseley á ekki sæti í stjórn Man Utd (þetta er stjórnin http://www.manutd.com/en/Club/FAQs/Club-Ownership/Question-2.aspx), heldur Man Utd Foundation sem er annað batterí. Auk þess er hann aðalkallinn í Kick It Out-herferðinni, þannig að ég tel í hæsta máta eðlilegt að ritstjórar fótbolta.net segi frá því sem hann hefur að segja. Menn geta ekki krafist málefnalegrar umræðu og svo blásið upp eitthvað sem á enga stoð í raunveruleikanum. Margir hér inni virðast saka ýmsa aðila um nákvæmlega það sama, en svona hlutir verða þá að ganga í báðar áttir.

  Varðandi grein Bjarna Þórs þá legg ég til að einhver vel skrifandi maður (og einhver sem treystir sig í að taka slaginn) taki sig til og svari greininni lið fyrir lið í stað þess að allir væli hérna inni á þessum „takmarkaða“ og að mörgu leyti „verndaða“ vettvangi. (Í guðanna bænum ekki segja “við Liverpool-menn förum ekki niður á þetta plan. Þessi grein er ekki svara verð. Þessi grein dæmir sig sjálf osfrv.“ Við erum að tala um fótbolta hérna og ég tel óhætt að fullyrða að það eru flestir á sama lága planinu 🙂 Sjálfur tek undir mörgu af því sem fram kemur í greininni – PR-deild Liverpool hefur að mjög mörgu leyti farið afskaplega illa með þetta mál.

  Svo tek ég undir með Kristjáni Atla varðandi það að menn verði að fara að slaka á í þessu hatri í garð fótbolta.net. Þeir beinþýða, já, en geta jafnan heimilda efst hægra megin. Þið farið þó varla að gera kröfu um að þetta litla fyrirtæki fari að senda “sinn mann” á alla fréttamannafundi á Englandi og vinni þannig greinarnar frá grunni? Íslenskir “netneytendur” gera kvöfu um mikið magn af fréttum og þetta er einfaldlega auðveldasta leiðin til að mæta slíkri eftirspurn. Þessir strákar sem reka síðuna eiga hrós skilið.

  Kv Atli (fótboltaáhugamaður og stuðningsmaður ManUtd)

  PS. Sjálfur vil ég hrósa þeim aðilum sem reka þessa síðu. Virkilega flott síða með aðgengilegt og „snyrtilegt“ kommentakerfi.

 48. Örlítið að taka upp hanskann fyrir .net því mér finnst gagnrýnin á þá frekar ósanngjörn. Þeir fá þennan pistil aðsendan og setja hann í loftið alveg án þess að leggja mat á það hvort starfsmenn .net séu sammála innihaldinu eða ekki.

  Persónulega fannst mér þetta barnalegur pistill að mörgu leyti, frá manni sem ætti líklega bara að hugsa um sitt eigið lið og PR málin þar. En skoðun einhvers Bjarna sem hefur Liverpool á heilanum er ekkert ofboðslegt áhyggjuefni. Fyrst hann fær að birta þennan pistil efast ég ekki um að þeim sem er misboðið sé velkomið að svara honum á sama vettvangi.

  Held annars að við ættum að bíða með þetta og gefa þessum Bjarna séns, síðast þegar einhver kom með svona grín í garð Liverpool var það stökkpallur fyrir hann til að vinna titilinn fyndnasti maður Íslands (sem reyndar segir fjandi margt um húmorsleysi þjóðarinnar).

  Annars hafa fréttir af þessu máli verið alveg magnaðar í bresku pressunni sem hefur tekið nánast gagnrýnilaust undir allt sem FA segir og rengir ekkert niðurstöðuna eða ásakanir Evra sem verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt m.v. einmitt bresku pressuna.

  Það eru þó ein og ein grein þar sem hrein óvild í garð Liverpool skín ekki augljóslega í gegn varðandi þetta Suarez mál.

  er þá ekki í lagi að birta fréttir Tomkins, og hvað þá Bascombe?

  Ég sendi ábendingu á Elvar Geir (einn ritstjóra .net) varðandi frétt Bascombe og sagði að þetta væri hugsanlega fréttaefni fyrir þá. Hann vann frétt úr þeirri frétt 2-3 tímum seinna, ef það leið svo langur tími.

  Það er samt kannski lýsandi dæmi fyrir bresku pressuna að í gær var twitter logandi í því að gera grín af Oliver Holt “virtum” blaðamanni á Mirror sem velti því fyrir sér um daginn hvort það væri rasistaháttur að kalla einhvern “Black cunt”. Sami snillingur hefur farið mikinn í að drulla yfir Suarez og Liverpool á sínu blaði því negro á Sænsku sem þýðir (svartur) er alveg hreinn og klár rasistaháttur.

  Allt í lagi að hver hafi sína skoðun á .net, sjálfur myndi ég nú samt frekar beina pirringnum að pistlahöfundi sjálfum, eins og þessum Bjarna t.d.

  Hvað beinþýðingu á fréttum varðar þá er eini munurinn á .net og flest öllum öðrum miðlum í heiminum hvað þetta varðar að þeir bara geta heimilda allajafna. Það eru allir fréttamiðlar að apa upp eftir hvor öðrum. Hvað innlendan fótbolta varðar eru þeir svo í fararbroddi.

 49. Hver ert þú Kristján Atli að segja mér hvað ég á að gera, hvenrig tilfinningar ég á að bera til einhvers ákveðins fréttamiðils?? Þeirra fréttir af þessu Suarez máli eru bara fyrir neðan mína virðingu sem stuðningsmanns Liverpool. Hann hefur verið mjög einhæfur og þrátt fyrir einhverja eina grein, sem utanaðkomandi aðilli varð að benda þeim á, þá er hún eins og krækiber í helvíti innan um allar fréttir þeirra af þessu máli sagðar frá hinni hliðinni.

  Ég heyrði reyndar af mönnum sem neituðu að stðyja Suarez og jafnvel töluðu um að drulla yfir hann…þá hina sömu hvet ég bara til að gera það og byrja í leiðinni að styðja Man utd eða eitthvað álíka lið!  Good riddance segi ég nú bara….

 50. Hver ert þú Kristján Atli að segja mér hvað ég á að gera, hvenrig tilfinningar ég á að bera til einhvers ákveðins fréttamiðils??

  Hvar sagði ég þér hvaða tilfinningar þú ættir að hafa í garð Fótbolta.net? Núna ætla ég hins vegar að segja þér hvaða tilfinningar þú átt að hafa: slakaðu aðeins á. Við erum bara að skiptast á skoðunum hérna.

 51. Í commenti #49 segir þú orðrétt: “Menn VERÐA aðeins að slaka á hatrinu í garð Fótbolta.net hérna” Varstu búinn að gleyma þessu? 😉

  Þarna erum við ekki að skiptast á skoðunum, þú ert einfaldlega að skipa mér(og öðrum) að gera eitthvað, eitthvað sem er rétt í þínum huga….alveg eins og þú ert að skipa mér, silkilökum manninum, að slaka á núna.  Er von að maður spyrji, hver setti þig í þetta hásæti að getað skipað fólki fyrir?

   En að öðru mikilvægara og mun skemmtilegra umræðuefni, er ekkert að gerast í slúðrinu hjá okkur?

 52. Atli nr 58, Þetta var víst rangt hjá mér eins og þú segir, hann er ekki í stjórn Manutd, fékk þessar upplýsingar frá öðrum, sem ég treysti, en athugaði þetta ekki sjálfur. En bíddu nú samt hægur, hann á sæti í þessari Manchester United Foundation eins og þú bendir á, er maðurinn þá ekki beintengdur Manutd? Þú getur því ekki sagt að þetta eigi sér “enga stoð í raunveruleikanum”, fyrst maðurinn er tengdur manutd. Það var nú fyrst og fremst það sem ég var að benda á. Þessi einstaklingur hlýtur því að vera óhæfur til að skrifa greinar um þetta Suarez mál, enda sést það nú bara á þessum pistli frá manninum. Þannig að ég stend nú bara við það sem ég sagði hér að ofan.

 53. Sammála Halla. Hvort þessi lord gæji þarna sé í stjón man utd eða stjórn man utd foundation er ekkert aðal málið….aðal málið er að hann er nátengdur man utd og því öll hans skrif, sérstaklega jafn harðorð skrif og þessi skrif hans voru, algjörlega marklaus. 

 54. Þá eru ansi margir “óhæfir” til að fjalla um þetta mál, strákar 🙂 Hann er að tala sem fulltrúi Kick It Out og á skilið og fullan rétt til að segja sína skoðun á málinu, burtséð frá því hvort hann eigi sæti í stjórn einhverrar góðgerðastofnunar á vegum Manchester United.

 55. Jæja áfram með slúðrið, Skybet 4/6 að bent fari til Pool, Luuk de Jong með 7/4….

 56. Fótbolti er viðskipti og viðskipti er stríð. Ekki er hægt að útiloka að Ferguson hafi séð tækifæri til að koma höggi á besta leikmann LFC og félagið. Honum er a.m.k. fullkomlega trúandi til þess að hanna atburðarrás enda er fór svo að LFC komst nokkuð fljótt í “no win” stöðu.

  Alveg sama er hvort LFC kemur sínum manni til varnar eða aðhefst ekkert. Varnir LFC eru taldar merki um að félagið leggi blessun yfir kynþáttaníð. Nú er hamast á vörumerkinu FC Liverpool af spunameisturum andstæðinganna og þess freistað að eyðileggja það sem er að takast ágætlega.

  Hefði LFC ekki tekið til neinna varna hefði það verið túlkað sem staðfesting þess að Suarez hefði framið kynþáttaníð. Slíku er ekki til að dreifa með sannanlegum hætti en Suarez geldur vafans algjörlega en nýtur hans ekki á nokkurn hátt. 

  Nú má vera að FA hafi komist að réttri niðurstöðu. Niðurstaðan er á hinn bóginn byggð á líkum, því áþreifanlegar sannanir finnast ekki, og mati á trúverðugleika Evra og Suarez. Af þeim ástæðum er þessi strangi dómur gífurlega harður og nánast útilokað fyrir Kenny, félagið og leikmanninn að sitja þegjandi undir honum. Afleiðingarnar eru hins vegar alvarlegar og við höfum ekki séð fyrir endann á þessu máli.

  Siðast í morgun sendir Ferguson LFC tóninn og í stað þess að bera klæði á vopnin eins og LFC biður um velur hann að halda ófriðnum áfram. Af hverju? jú vegna þess að slíkt þjónar hagsmunum Ferguson og annarra sem telja sig hafa hag að því að draga vörumerkið LFC í svaðið og trufla félagið sem mest.

  Allt þetta og fleira rennir stoðum undir að annað og meira en ást á anti rasisma hafi rekið Ferguson með Evra upp í dómaraklefann eftir leikinn sællar minningar.

  Hitt er annað mál að FA dómurinn er líklega alvondur fyrir þá sem berjast fyrir því að menn beri virðingu fyrir hvorum öðrum óháð húðlit eða uppruna. Ekkert er í rauninni verra en harður dómur byggður á óáþreifanlegum sönnunum. Í stað þess að sameinast um virðingu og jöfnuð er nú hjólað í félagið og pólariseringin verður algjör. Spunameistarnir komnir á kreik til að eyðilleggja andstæðinginn og það sem er í gangi núna hefur ekkert með virðingu fyrir kynþáttum að gera. Þetta er viðskiptastríð til að eyðileggja andstæðinginn. 

  Til viðbótar er einnig komin fram ný aðferð til að leika fótbolta utan vallar. Verður þess langt bíða að annar framkvæmdastjóri með líkt innræti og Ferguson nýti sér að efna til ófriðar þegar færi gefst? Ég held ekki. Þetta er að svínvirka þótt erfitt sé, eins og áður segir, að sjá að LFC hafi átt þann valkost að sitja aðgerðalaust þegar Suarez er tekinn niður með þessum hætti.

  Það er gífurlega hörð umræða um LFC og henni er stýrt og látin dragast á langinn til að skemma félagið sem mest. Því verður erfitt að gleyma og það sem verra er; þessi farsakenndi spuni skemmir göfugt markmið um að menn sameinist um að fótboltinn sé leikur þar sem menn eru metnir af verðleikum og engu öðru. 

 57. Ein spurning varðandi svona Skybet og svoleiðis. Í comment #67 segir að það séu 4/6 á að Bent komi og 7/4 á að Luuk de Jong komi. Ég er ekkert inní svona “bet” kerfum og hef oft velt því fyrir mér hvað menn séu að reikna út með þessu. Eru það prósentur eða hvað? Væri fínt ef einhver gæti útskýrt þetta aðeins fyrir mér 🙂
  Er 7/4 líklegra en 4/6?

Man. City 3 – Liverpool 0

Upphitun: Oldham á föstudaginn