Byrjunarliðið á Etihad Stadium – Suarez áfrýjar ekki og er í banni!

Alvöru verkefni framundan, útileikur gegn sterkasta liði Englands í dag.

Eins og er að verða venja hjá Dalglish kemur byrjunarlið okkar manna afar seint, en kóngurinn er búinn að velja lið og hóp til að kippa með sér stigum vestur:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Spearing – Downing

Carroll

Ég allavega tippa á að þetta sé uppstillingin, þó mögulega við séum að tala um 4-4-1-1 með Kuyt aftan við Carroll og Henderson á kantinum.

Bekkur: Doni, Gerrard, Maxi, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Lið City: Hart; Richards, Kompany, K.Toure, Clichy; Barry, Y.Toure, Milner; Silva, Aguero, Dzeko

Svo er ekki hægt annað en að skella hér inn frétt dagsins, ástæðu þess að við sjáum ekki leikmann nr. 7 í kvöld.

Sú frétt er að Luis Suarez og Liverpool Football Club hafa ákveðið í sameiningu að áfrýja ekki dómi FA og þar með 8 leikja leikbanni hans.

Suarez útskýrir mál sitt í ofangreindum link og er klárlega mjög aumur og sár á meðan að klúbburinn heldur áfram að verja sinn mann og lýsir í raun frati á vinnubrögð FA.

Hins vegar er það mat beggja aðila að það þjóni ekki hagsmunum félagsins eða leikmannsins að halda málinu áfram.

Miðað við talningu í dag er ljóst að Suarez verður klár í slaginn gegn United á OT, en ef við vinnum Oldham í bikarnum mun hann verða tilbúinn í næsta leik þar á undan, gegn Spurs á Anfield!!!

127 Comments

 1. Kominn tími á að setja Adam á bekkinn. Verið hrein skelfing í síðustu leikjum.
  Síðan er það enganvegin skiljanlegt að nota ekki Bellamy einsog hann er að spila… þ.e.a.s. ef hann byrjar á bekknum.

 2. Úff mér líst ekki vel á þetta lið. Ég vona að við fáum Gerrard inn í hálfleik.

 3. Jæja, ætli Carroll setji ekki eins og eitt stk í kvöld, alveg kominn tími á það. 

  Sjáum svo Gerrard og Bellamy koma inn í seinni, allt opið en þetta verður ansi erfitt og stórt próf fyrir hinn unga Spearing. 

 4. Nú þurfum við að halda hreinu í fyrri hálfleik og fjögur gul á andstæðinginn. Þá getur allt gerst í seinni með innáskiptingum.

 5. Held einfaldlega að líkami Bellamy ráði ekki við tvo svo stóra leiki með þetta stuttu millibili.  Er alveg pottþéttur á því að við sjáum hann inná í seinni.  Líkami karlsins hefur fyrst og fremst verið ástæða þess að hann fékk frjálsa sölu í sumar, er á sér prógrammi til að halda sér gangandi og eftir frábærar 70 mínútur gegn Newcastle fannst mér ólíklegt að hann byrjaði í kvöld…

  Svo hélt ég að kóngurinn myndi freistast í að láta Gerrard byrja en mér sýnist ljóst að hann verði látinn byrja bara næst, gegn Oldham.  Auðvitað skynsamt.

   

  Þetta byrjunarlið er fullt af líkamlega sterkum baráttuhundum, þess vegna held ég að við sjáum okkar menn byrja aftarlega á vellinum og loka svæðum…

 6. Carroll skorar alltaf þegar hann byrjar á móti City, þannig að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur, svo er Liverpool líka með rosalega gott record á móti City á undanförnum árum, miðað við það ætti þetta að vera easy win! You cant buy history!

 7. Þetta verða erfiðir 8 leikir sem við eigum á næstunni og ég vona að Comolli sé á fullu að semja núna því við þurfum að fá styrk framávið núna strax á morgun.
   
  Þetta er kjörið tækifæri fyrir Carrol að stíga upp því ef hann gerir það ekki núna í næstu 8 leikjum er ansi hætt við að pressan verði honum of erfið.
  Eigum við ekki bara að segja að Carrol smelli einum skalla í slánna á eftir en í þetta sinn verður það sláin inn.
   

 8. Úff! Ekki góður dagur fyrir púllara.

  Klúbburinn hefur algjörlega klúðrað Suarez málinu að mínu mati. Líta mjög illa út.

  Og þetta lið… Spearing, Adam og Henderson er miðjan okkar. Þetta gæti verið Fulham eða álíka miðlungsliði samboðið en ekki liði sem ætlar að keppa um toppsæti. Ótrúlega slappt, 

 9. hefur einhver fundið góðan link á leikinn?
  allar helstu rásirnar sem ég hef notað hingað til eru offline…. 

 10. Eru menn ekkert að verða þreyttir á þessum mörkum sem Liverpool eru að fá á sig?? 
  Reina missir boltann gegn Fulham
  Sjálfsmark Adam
  Klaufamark Agger
  Blindur Reina
   
  Og það fyndnasta er að þessi mörk koma nánast öll úr gersamlega engu.
  Hafa kannski ekki verið að fá á sig mörg mörk, en þegar þau koma – þá langar mann til að sökkva í sófann.

 11. Jæja …. sjaldséð mistök hjá Reina. 
  Samt eins og það væri einhver yfirsnúningur á boltanum eða hvað? 

 12. Því miður eru fáránleg mistök hjá Reina ekki sjaldgæf sjón lengur

 13. @ Árni Jón … enginn yfirsnúningur – Reina bara of seinn.  Og hann virðist vita það manna best m.v. viðbrögðin hans.
   

 14. Er það bara ég eða eru þessi sjaldséðu mistök hans Reina ekki svo sjaldséð

 15. Úr þvi menn vilja ekki áfrýja banninu, þá er eins gott að taka það núna.  LFC á að vinna Oldham án Suarez, og þar með ættu 2 leikir að vera afgreiddir.  Það er vont að vera án hans gegn City, en Deildarbikarinn (2 af 3 leikjum) gefur hvort eð er ekki sæti í CL. Sumsé, Deildarbikar 2, plús FA bikar 1+1 leikur….
  Þannig að í slagnum um CL sæti er Suarez frá í 4 leiki, og kominn til baka fyrir Spurs og ManU.
  Þannig að þangað til eru það 
  City úti, núna í kvöld
  Stoke heima
  Bolton úti
  Wolves úti
  – það er leikurinn í kvöld sem er erfiðastur án Suarez, en hinir þrír í Deildinni eru vinnanlegir….

 16. Svakalegur munur á þessum liðum.  Sjittí er að pressa okkur út um allan völl og við eigum engin svör.  Minni enn á að Adam er engin maður til að stjórna miðjunni í svona leik, því miður.  Við verðum að girða okkur í brók og halda áfram að elta þá.  Bíða eftir færinu og nýta það til tilbreytingar.

 17. Ekki eins og city séu að gera neitt fyrir utan þetta fkn mark, eins og vanalega eru þeir bara að pakka í vörn og vonast eftir eithverju einstaklingsframtaki eins og þetta með Aguero. En Carroll á eftir að skora!

 18. Ekki ertu að segja að öll 55 mörk City á tímabilinu séu eftir einstaklingsframtak!!!

 19. Efast um að lið sem pakkar alltaf í vörn væri búið að skora jafnmikið og Shitty

 20. Getur einhver upplýst mig um það hvenær Liverpool skoraði síðast fyrir utan teig?

 21. Vissulega gerði Reina mistök, en hvað var Kuyt að taka mann à rétt fyrir utan teig?

 22. City menn hópast að dómaranum! En þúst var sennilega að tala um þá leiki þegar City er á móti stóru liðunum, eins og helvítis kellingar alltaf. Liverpool er að snýta þessari skíta miðju þeirra allavega eins og er!

 23. Sjáiði Carroll, fær háa bolta á sig, og er að leggja þá vel fyrir aðra. Það vantar bara menn í kring sem geta lagt boltann fyrir sig og slúttað (gerrard, suarez). Þetta er hann að gera vel meðann hann fær ekki betri þjónustu. Menn þurfa ekki alltaf að fara að endalínu til að gefa fyrir. Einsog sást í síðasta leik þegar Carroll fær sendingu frá Gerrard á miðjum sóknarhelming þá þarf boltinn ekki að fara yfir alla varnarmennina heldur beint á hann, og hann setti hann í slánna. 3 – 4 svona boltar í leik og þá fara mörkin að koma

 24. jæja. best að slokkva bara… áttum að fá á okkur víti.. og svo bara skora þessir bláu að vild…

 25. Greinilegt að menn hafa ekki trú á sjálfa sig og að þeir geti klárað verkefnið. Of margir leikmenn með of lítið sjálfstraust.

 26. Reina er ekki með í þessum leik. Spái því að hann fari frá okkur í janúar eða sumar. Leikmannkaup hafa örugglega valdið honum vonbrigðum og eins allt þetta Suarez fíaskó.

 27. Svakalegt skallamark! 

  Nú skiptir öllu máli að halda haus og fá ekki á sig þriðja markið, eigum alveg fullan séns á að skora mörk í þessum leik. Vil fá Gerrard inn á í hálfleik! 

 28. Laumum inn einu fyrir hlé og þá er allt hægt.

  Alveg hrikalegt að sjá samt allar þessar hrikalegu sendingar sem eiga að fara á Carroll, menn virðast alveg ófærir um að gefa almennilegar sendingar.

  Samt fyrir utan þessi 2 varnarmistök sem leiddu til markanna þá er ég bara sáttur með spilamennskuna hjá liðinu en það sem ég er hræddastur við að shitty geta gefið HVERT SEM ÞEIR VILJA en við þurfum alltaf að stoppa og leita og leita eftir næstu sendingu 

 29. Mér finnst Liv. hafa verid ad spila flottan bolta en ManC búin ad fá varla tvö færi og skora úr theim bádum.  Ótholandi!!!

 30. Sælir félagar
   
  Komin skýring á af hverju Reina verður aldrei aðalmarkvörður Spánar og mér væri sama þó Downing væri gefinn til hvaða helv… liðs sem er í janúarglugganum.  Þessi vesalings leikmaður  mun aldrei skora mark hvaða færi sem hann fær.  Burt með hann.  Í staða þess að ataðan ætti að vera 1 – 1 er hún 2 – 0 svo er áðurnefndum leikmönnum fyrir að þakka.

 31. Líkurnar á að Liverpool skori 2-3 mörk á móti City á útivelli eru í mesta lagi 3% miðað við hvað þeir hafa skorað mörg mörk á tímabilinu. Tapaður leikur um leið og Gerrard var ekki með

 32. Sigkarl bara svona hress… ætla að vona innilega að Downing drulli yfir þessi ummæli í seinnihálfleik hjá þér.
   

 33. Má til með að spyrja af hverju í ósköpunum var verið að eyða næstum því heilu tímabili í að eltast við C.Adam,maðurinn var kanski sæmilegur hjá Blackpool en guð minn góður,hann á ekkert erindi í Liverpool!!!

 34. hahaha hversu lélegur er þessi dómari, ég alveg pínu get skemmt mér yfir því hvað allar ákvarðanirnar hans eru eithvernveginn rangar xD

 35. Ef við töpum einhverjum leik þá er best að tapa á móti $itty enda kemur það verst við evra

 36. Það hafa komið þrjú almennileg færi hjá LFC en ekkert dettur inn.  Ótrúlegt.  Mjög sjaldgæf mistök hjá Reyna, og trúðu mér SigKarl, Iker hefur svo sannarlega gert sín mistök í spænska markinu og hjá Real.   Seinna markið var ekki mistök hjá Reyna, heldur virkilega léleg dekkning hjá Johnson. 
  En samt þægileg staða fyrir  City. 
  Gerrard og Bellamy koma núna inn á fyrir Adam og Kuyt og þá smellur þetta saman.
   

 37. Flottur fyrri hálfleikur. Downing sprækur og gott spil hjá okkar mönnum. Leiðinlegt að fá á sig 2 mörk úr einu færum Shittí manna. 4 sætið verður klárlega okkar með svona spilamennsku. Glæsilegt. meira af þessu og inn á með Stevie Gjí og Bellamy og við núm stigi úr þessum leik. Haheldénú

 38. Sammála #runar, Adam er algjörlega sorglegur hjá okkur.Þessi miðja er ekki að fara gera mikið. En vonandi verður þetta bara ekki verra í seinnihálfkeik.

 39. Hvað er þetta strákar … við tökum bara næsta mark og game on.

  En djöfull er Downing eitthvað slappur samt, gustuk að henda Belló inn í hálfleik og leyfa Gerrard að fylgja með.

  YNWA 

 40. Sælir félagar
   
  #40, já það væri vonandi en því miður eru líkurnar einn á mótir 365 milljónum á að það gerist, eða eitthvað nálægt því 😉
   
  Það er nú þannig

 41. Þetta Adam-bió er náttúrulega átakanlegt.  Annars er ýmislegt jákvætt í okkar leik, við erum að fá breik en verðum að setja smá kraft í okkur í seinni. Eitt mark gæti opnað leikinn.

 42. Rétt hjá þér Bjorn.

  Fín spilamennska, gátum alveg sett 1-2 mörk í fyrri og fyrra markið hjá sjittí var sjaldgæft slys.
  Hef fulla trú á síðari hálfleik með þessari spilamennsku, inn á Gerry og Bellamy!
   

 43. Gott að sumir geti verið ánægðir þótt við séum tveimur undir í hálfleik. Sýnir bara skort á eistum hjá kóngnum að þora ekki að byrja á að sækja dauðþreytt City lið sem spilaði seinast fyrir 48 tímum.

 44. Hvað er malið með þessi hlaup upp kantinn, stoppa svo og gefa til baka?? Er þetta hræðsla, skortur a sjalfsöryggi eða eru þeir einfaldlega svona hægir? Það kemur nánast aldrei sending úr þessu og þetta er orðið nett þreytandi.

 45. vá ertu að grínast hvað þetta er alls ekki að ganga upp þetta lið… hvað er málið… hvað gerðis frá því í fyrra og núna? við eyðum shit mikið af peningum í 7 leikmenn og hættum að skora? hvernig fer þetta lið að þessu eginlega. spurning um að setja alla miðjuna á bekkinn og johnson líka.
   
  þurfum að fá miðjumann/kanntara og sóknarmann sem veit hvar markið er strax. ef ég væri JWHenry væri ég froðufellandi núna út af þessum kaupum og spilamennsku.

 46. Veit ég á ekki að ergja mig á þessu núna, en mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eigum svona erfitt með að verjast föstum leikatriðum.

  Nóg var drullað yfir svæðisvörnina hjá Benitez, en við lítum bara ansi illa út í hvert sinn sem við fáum á okkur horn, það að Johnson skuli látinn dekka Yaya Toure hlýtur að hafa verið mistök bara!

  En við skulum alveg átta okkur á því að við erum áfram að eiga við sama vanda, lítil gæði í að klára sóknir.  Fyrst og fremst finnst mér vanta að einhver miðjumannanna fylgi nú Carroll sem hefur heldur betur verið að láta hafa fyrir sér í leiknum, án vafa sterkastur okkar þessar fyrstu 45 mínútur.

  Hljótum að sjá Captain Fantastic fljótlega…

 47. Kuyt var langlélagsti maðu vallarins í þessum fyrri hálf leik Bellamy og Gerrard inn strax í seinni hálfleik og bara hápressa þeir eru þreittir kýlum á þá!
   

 48. Downing er og verður góður “squad player” þegar breiddin verður meiri. Kuyt er kominn á sölulista í mínum huga. Ég skil ekki þá gagnrýni sem Henderson fær, hann er frábær miðjumaður. Suarez er kantmaður að mínu mati. Ég vil sjá Henderson sem “djúpan” í staðin fyrir Spearing á meðan Lucas er meiddur. Það þarf að kaupa framherja og hægri kantmann.

 49. Hélt að það væri Liverpool sem ætti að græða á því að vera ekki í evrópukeppni í vetur,hin liðin örþreytt alltaf og allt það,sýnist að það sé þveröfugt,mótherjarnir alltaf ferskir þegar líður á leikina á meðan okkar menn leka saman eins og sprungnar blöðrur!!!

 50. Já og ég gleymdi að nefna það að mér finnst Gummi Ben lyfta knattspyrnuleikjum á annað plan. Það er ótrúlega gaman að hlusta á drenginn í útsendingum og í “Messunni”.

 51. Ég held að Adam og Downing stingi upp í menn og jafni þetta með sitthvoru markinu í byrjun seinni hálfleiks,  Gerrard kemur svo inn og þrumar inn sigurmarkinu!!

 52. getur eitthver plíís sett inn góðan link til að horfa ??! þessi að ofangreiddu frýs og oft!!

 53. Hvað er mannfýlan að hugsa með því að senda óbreytt lið inná, hvílík helv… GUNGA !!!

 54. Vorum við ekki sammála um að það væri fullreynt við og með þennan Adam! 

 55. Er það ekki dálítið lélegt hjá Downing sem er ekki beint nýgræðingur að hafa leikið 20 leiki í deildinni án þess að skora eða koma með stoðsendingu?  Ætla samt ekki að afskrifa hann ennþá, en ég mundi vilja sjá hvernig aðrir stjórar mundu bregðast við svona bitlausum vængmanni?

 56. Það þarf fleiri en einn inn í teig hjá city til að skora…. Carroll er bara loner þarna….

 57. þetta er náttúrulega bara grín.
  Náum manni út af með rautt. Og svo strax í næstu sókn erum við lenntir 3 mörkum undir….
  pffff 

 58. jæja er ekki kominn tími til að gagnrýna hvernig kk spilar þessu liði og með þessa heimakeyptu menn sína með áskrift í byrjun sama hversu lélegir þeir eru… fuuuukkkkkkk mmmmeeeeeee

 59. Reina “vítabani” alveg að slá í gegn…
  Ég hélt alltaf að mjög góður markmaður sem þekktur var fyrir að verja vítaspyrnur yrði jafnvel frábær um þrítugsaldurinn. Reina kallinn er alveg búinn að missa það í vítaspyrnum…og er strax farinn að dala frá því sem áður var finnst manni…. Ja mikið helvítis helvíti….

 60. Komm on strákar,okkur þótti dómarinn fínn rétt áður þegar hann rak Barry út af!!!

 61. þessi dómari er nú bara brandari… þetta var aldrey víti… og fyrst hann dæmdi átti hann að veifa rauðu….

  rauðaspjaldið á barry var nátlega líka bara brandari…..

 62. Orðið svakalega þreytt hjá okkur að við skulum alltaf vera að tapa af því að allir eru svo vondir við okkur!!!

 63. Nei, ég var einmitt með comment hérna fyrir ofan þar sem ég sagði að ég skemmti mér yfir því hversu lélegur þessi dómari var, meina ekki eins og það hafi verið rétt hjá honum að reka Barry útaf, aldrei spjald á Barry! Eina skemmtilega við þennan leik samt.

 64. Það heppnast í 10% tilfella hjá Johnson að sóla leikmenn. Hann reynir það mjög mikið og eyðileggur alltof margar sóknir. Hann væri flottur leikmaður ef hann myndi hætta þessu. Þeir eiga að sóla leikmenn sem eru góðir í því. Hinir ekki. 

 65. nú þurfa menn samt að horfa á hlutina í samhengi,

  Mark nr. 1 á Reina skuldlaust
  Mark nr. 2 kemur upp úr horni, og skrifast á lélega dekkingu, ásamt dassi af vitleysu að láta Glenn Johnson vera í Yaya Toure.
  Mark nr3. Algjör klaufagangur.
   
  Liverpool hefur stjórnað þessum leik algjörlega frá svona 15 mínútu en vandamálið eru mörkin. Menn verða bara að fara að skora.
  Það þýðir ekkert að hafa Andy þarna frammi ef hann er alltaf einn inni í teig, þá eru bara 2 í honum, ekkert sérstaklega flókið.

 66. SVakalega sterkt Man City lið, svoleiðis er það bara. Það vantar Suarez, Lucas og Gerrard hálfur maður…. takið Silva, Aguero og Kompany út úr City og sjáið hvar þeir standa. Vantaði því miður of mikið hjá okkur til að sigra besta lið deildarinnar á útivelli. Langar fyrirgjafir á Carroll ganga því miður ekki, það er ekki eitt skot búið að reyna á Hart síðan Downing klúðraði besta færi leiksins…

 67. frábært að sjá hvað við erum með 0 sköpunargáfu við vitateiginn. 

 68. Saga Downing:
  Hleypur upp kantinn – STOPPAR – snýr við… Svo hefur hann aldrei farið í tæklingu eða öxl í öxl við leikmann á sinni ævi held ég bara, þvílíka gungan! 

 69. Ég get ekki orðabundist hvað Downing er slappur. Af hverju er hann ekki alla vegana á vinstri væng eins og í byrjun leiks? Hann getur ekki baun í bala á öfugum kanti, punktur!

 70. Auðvitað drulluleiðinlegt að horfa upp á þetta en ef það er einhver leikur sem er “í lagi” að tapa þá það útileikur á móti City. Þeir hafa unnið alla sína heimaleiki og eru að fara að vinna þessa deild. Látum þetta ekki brjóta okkur niður. 

 71. Maxi með skot framhjá af 6 metra færi.

  Þarf boltinn að vera á marklínunni til þess að liðið geti skorað? 

 72. Á varla orð yfir KK, Hvílíkur vesalingur að klára bara ekki allar skiptingarnar í strax hálfleik, þessir menn sem að hann er búinn að taka út af gátu ekki nokkur skapaðan hlut í þeim fyrri og ekki skánuðu þeir þann tíma sem þeir höfðu í þeim seinni.

 73. Ég myndi allavega segja að Toure hafi verið maður leiksins, hann er búinn að vera út um allt!

 74. Það er eins gott að þegar þessi lið mætast aftur að þá sé liðið komið með allaveganna 2 nýja kanntmenn sem geta tekið menn á og framherja sem getur skorað.

 75. Þetta verður fjör, allir sem jákvæðir voru fyrir stuttu síðan orðnir neikvæðir og vilja selja allt og alla, allir lélegir og reka KK…… elska Liverpool 🙂 YNWA

 76. Það er einfaldlega gríðarlegur gæðamunur á þessum liðum. Það er ekki einn veikan hlekk að finna á þessu City liði, ekki einu sinni á bekknum. Til þess að ná stigi á útivelli gegn City eða vinna það þá þarf Liverpool að hitta á sinn allra besta leik. 

 77. Ég er búinn ad fà nóg, tetta lid og kd er óendurvinnanlegt sorp, mér er sama hvad sagnfrædingar geta fundid um kd, hann verdur ad koma sér i burt!

 78. jæja, það er að fjara undan þessu núna. Náum mesta lagi einu marki á þessum tíma svo þetta er búið. Þetta er enginn heimsendir að tapa þessum leik, það er ekki eins og við höfum verið að tapa fyrir manstueftirunited….og í raun kemur þetta þeim mjög illa þó svo að ég hefði tekið sigur eða jafntefli og er alls ekki sáttur við að tapa, enginn er það. En tek undir það með einhverjum hér að ofan að ef við þurfum að tapa þá er það illskást á móti city sem við erum sannarlega ekki í neinni keppni við úr þessu.
  Vona að þetta röfl mitt misskiljist ekki… 🙂 

 79. Menn einsog Adam og Downing eiga aldrei heima í þessu liði, hvað er maðurinn að spá að kaupa svona b-klassa sorp í þetta lið.

 80. Ef þessi leikur sýndi ekki að okkur vantar framherja þá veit e´g ekki hvað!!!

 81. Vid Downing vil eg segja, fardu ad skjóta á færstöngina.  Thad eru eins og markmennirnir viti nákvæmlega hvar hann ætlar ad skjóta.

 82. Það þarf bara að fara með þetta Liverpool lið í lyftingar, láta alla vera með læri eins og Aguerro og þá erum við góðir sko!

 83. Við þurfum nú að halda okkur á jörðinni…

  Besti (og að mínu mati eini almennilegi) sóknarmaður okkar er í banni
   Lucas meiddur og erum því með Spearing sem er að mínu mati ekki með getu til að spila á þessu leveli
  Gerrard er að koma úr meiðslum og Adam hefur ekki verið sjón að sjá eftir að hann missti Lucas úr varnarhlutverkinu fyrir aftan sig

  Einnig erum við að spila á móti svakalegasta leikmannahóp sem hefur sést í enska boltanum. Satt að segja reiknaði ég með því að við værum að fara að líta ennþá verr út í þessum leik en við gerðum.

 84. Friðrik Flosason ég ætla segja að þú eigir heimskulegasta komment aldarinnar og ég ætla rétt að vona að þú haldir með júnæted eða einhverju öðru drasli

  Overall þá töpuðum við fyrir betra liði í dag og ekkert meira um það að segja.

 85. Töpuðum þó ekki 6-1 🙂

  Ágætur leikur á köflum hjá okkar mönnum en vont mark það fyrsta sem gaf tóninn. Er fyrst og fremst vonsvikinn með síðari hálfleikinn, átti von á meira comeback og jú markaþurrðin er ansi mikil á þessu tímabili. Það er eitthvað sem verður að lagast og það strax.

  Finnst 3-0 of stór sigur, því miður!
   

 86. Átakanlegur leikur en ekki við öðru að búast gegn ríkasta félagsliði heims. Þetta uppfylliefni sem Dalglish hefur keypt síðan hann tók við og eytt í það 50-70m (man ekki alveg), er fín byrjun. Skútan hefur verið rétt við og næsta skref sem taka þarf er að fjárfesta í klassa leikmönnum. Leikmönnum sem vinna leiki og skapa fyrir liðið. Ég er ekki að tala um 5-10m mann, ég er að tala um 20+ leikmann sem er kominn í þann klassa sem í raun vantar í liðið.
   
  Ég tel eftirfarandi vera verulega ábótavant:

  Hægri kantmaður er enginn! Downing og Kuyt eru ekki hægri kantmenn. Það mætti losa okkur við Kuyt þar sem hann er eiginlega orðinn meira til vandræða en annað.
  Varnarsinnaðan miðjumann (DMC í Football Manager term) þar sem Spearing er í mesta lagi Championship leikmaður. Gæti alveg hjálpað Coventry í fallbaráttunni þar. Hjá Liverpool er hann slakur. 
  Skapandi central miðjumann sem gerir betur en Charlie Chaplin er að gera á miðjunni fyrir okkur. Gerrard fótalausi er ekki hægt að treysta lengur sem 40-50 leikja leikmanni þar sem hann er oft meiddur. Miðað við öll kaupin á miðjumönnum sl. sumar ættum við að vera betri en staðreyndin er sú að við erum það ekki. Skárri en áður (að sjálfsögðu!) en verðum að gera betur.
  Sóknarmann þar sem Sultan (Carroll) ætti í raun að vera hjá Coventry að hjálpa Spearing við að halda þeim uppi. Svo arfa slakur er greyið maðurinn að maður eiginlega veit ekki hvað hægt er að segja.
  Ekk veitir af því að fávarnarmann líka til að hjálpa til aftast þar sem ekki er hægt að treysta Alien/Agger/Carragher.

  Ef við höldum áfram í að fjárfesta í “Uppfylliefni” er klárt að Liverpool smýgur hægt og rólega niður töfluna á næstu árum og verður ekki til afreka í náinni framtíð…því miður. Það sem er því sorglegra er að King Kenny mun EKKI fara þessa leið sem ég er að tala um. Það verða áfram “Magn” kaup gerð í staðinn fyrir gæði.

 87. Friðrik Flosason kom upp um sig með því að skrifa skammstöfun Kóngsins með litlum stöfum, auðvitað er þetta manure maður að kynda upp í okkur!
  Svo legg ég til að commenti hans verði eytt, þar sem að persónuárásir eru ekki liðnar á þessu spjalli.
   
   
                                                                     YNWA

 88. HVað er eiginlega málið með Downing á hægri væng, Carrol eins og á skallaæfingu engin sérstök ógn, Gerrard hálfur maður en maður sér þó ljós í myrkrinu með hann, Reina gerir mistök en það var nú ekki mikil vinnsla í mönnum til að vinna það upp. Það þarf að taka betur til í þessum hóp. Maður sér náttúrulega núna að það var búið að eyðileggja Torres áður en hann var seldur, smitaður af meðalmennsku, sjálfstraustlaus, held að hann myndi bara sóma sér ágætlega í Liverpooltreyju áfram hann væri ekki verstur í liðinu. TAKA TIL…

 89.  
  Nr. 113:
  Bjarni Már Svavarsson says:
  03.01.2012 at 21:56
  Heilt yfir spiluðum við betur í dag en $jittý eru betri í að skora mörk. og kannski með þessa heppni sem er svo mikilvæg.
   
  Á hvaða leik varstu að horfa, Bjarni? City keyrði yfir okkur í fyrri hálfleik og lét okkur svo eftir völlinn í seinni hálfleik enda með unninn leik í höndunum. Taktík sem virkaði fanta vel hjá ítalanum Mancini. Sama hvað við gerðum að þá vorum við ekki með leikmennina til að opna vörnina hjá City. Ekki voru mörg skot á markið heldur.

 90. Ætla að vera fyrstur að hrósa Carroll, fékk litla sem enga hjálp með 2-3 menn í sér í hvert skipti en barðist samt áfram og skilaði boltanum vel frá sér. Fer núna og set hann í fantasy liðið mitt í 3 sinn. Fyrstu tvö skiptin sem hann var í því skoraði hann gegn WBA og Everton.

  Fingers crossed

  YNWA 

 91. Varðandi allt þetta heppnis tal þá hef ég bara eitt að segja : A Real Man Makes His Own Luck – Billy Zane

 92. Það sem ég sakna Xabi Alonso, held svei mér þá að ef ég gæti valið hvaða mann sem er í heiminum til að koma til Liverpool þá væri það hann. Miðað við hópinn í dag (plús Alonso) þá væri ég til í að sjá hvernig eftirfarandi lið myndi koma út

  ——————-Reina—————-

  —Johnson–Skrtel–Agger–Enrique—

  ————Alonso—-Lucas————

  —–Bellamy—-Gerrard—Suarez——

  ——————Carrol ——————

 93. Legg til ad menn skodi t?fluna, taktikina og leikmannakaup kd i stad tess ad pönkast i mer, farid og haldid med kd annarsstadar en med liverpool.

 94. vææææææl…. við töpuðum gegn sterku City liði í dag á útivelli búhú! Þetta var víti og ekkert við því að segja. Þó svo að við náum ekki í 3 stig gegn liði sem lítur út fyrir að verða næstu englandsmeistarar þurfa ekki menn að detta í væl og vein… bara girða í brók og halda áfram. Stig hefði verið fínt í þessum leik og tap ekkert svo ótrúlegt eins og menn virðast halda. Carroll einn gegn Kompany og Co. aldrei að fara að skila sér í dag.

  ég hef trú á því að við sláum City út úr Carling Cup og sjáum svo hvað KK og félagar gera á markaðnum í janúar.

  ótrúlega þreytt að lesa allt þetta væl ef við töpum, hvað þá gegn liði eins og Man city. skítur skeður get over it. 

 95. Ég hef sennilega verið að horfa á annan leik en þið, því ég er ekkert að missa mig í fílu. Fannst bara shitty eiga skilið að vinna þetta kannski ekki 3-0 en þeir pressuðu okkur mjög vel  á okkar vallarhelmingi fannst við alltaf einhvern veginn vera að basla.
  Lélegi dómarinn átti bara með betri leikjum sínum barry var nybúinn að brjóta svona af sér áður fannst þetta harður dómur en kannski var hann bara búinn að vinna fyrir því, í vítinu snertast hnén var allsekki mikil snerting en var til staðar eiginlega lítið við því að segja.
  Í vörninni voru shitty frábærir minnti mig á vidic og rio, Kompany (var svo frábær að hann á skilið storan staf) át allt hann lætur markvörðinn lita vel út því að ef andstæðingurinn nær skoti á markið er það lélegt.
  En vonbrigðin fyrir mig eru Downing hann var hreint ömurlegur og hefur bara ekkert getað miðað við verðmiðann og þetta er maðurinn sem átti svoldið að mata Carroll en er allsekki að standa sig.
  En vorið kemur með hækkandi sól og blóm í haga og ég er bara þó nokkuð bjartsynn að seinni hluti tímabilsins verði mun betri en sá fyrri fyrir LFC.

  YNWA

 96. Skelfilegur leikur eftir að hafa loksins skorað 3 mörk í síðasta leik. Taktíkin að setja láta bestu menn þess leiks  á beknum var ekki góð. Hugmyndin hefur væntalega átt að vera sú að halda jöfnu fram yfir seinni hálfleik og setja svo Bellamy og Gerrard frerska inn á til að klára leikinn þegar þreytan byrjaði að segja til sín hjá Man.city. En miðjan var ekki nógu sterk til að halda aftur af þessu sterka liði og nú eins og svo oft vantaði okkur Lucas til að berjast eins og ljón. Þarna voru menn eins og Kuyt og Adams sem flótlega var ljóst að voru ekki að spila vel. Held að það hljóti að vera hægt að finna betri mann á miðjuna en þennan Adams. Að minnsta kosti man ég eftir að slíkur meðaljón hefur átt að stjórna miðjuspili Liverpool. Í raun mann ég ekki eftir neinum svona slöppum “leikstjórnanda”. Það býr margt í liðnu en það vantar þetta extra og það er sorglegt að skoða hve mörg mörk byrjunarliðs leikmenn Liverpool í þessum leik hafa skorað á tímabiliun eða 10 og þar af á Carrol 3. Carrol mun standa sig en hann getur ekki verið svona einn og yfirgefinn frammi. Það er gjörsamlega vonlaust. Í raun er ekkert stórskostlega slæmt að tapa á útivelli á móti Man.city en það er óþollandi að tapa stigum á móti þessum smáliðum eins og lið hefur verið að gera  trekk í trekk í haust. Ég vill sjá Carrol frammi alla leikina sem Suares verður í banninu og þá verður að hafa mann með honum og liðið að fylgja með. Það vantar allt of oft menn inn í teig. Hvorki Ian Rush né Fowler voru skildir eftir svona einir frammi.

   

 97. ef þetta heldur svona áfram megum við þakka fyrir að enda í 6.sætinu.
  ADAM er sko ekki í paradís og DOWNING er DOWN right lélegur.
  og við eigum 2 leiki framundan á móti þeim. guð minn góður. 

Man.City á morgun

Man. City 3 – Liverpool 0