Hvíl í friði Gary Ablett.

Í dag bárust sorgarfréttir frá Liverpool, því Gary Ablett tapaði baráttu sinni við eitlakrabbamein og lést í gærkvöldi 46 ára gamall.

Gary Ablett lékk 147 leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark, uppalinn Scouser sem átti sæti í gullaldarliði félagsins milli 1986 og 1992. Hann var seldur til erkifjendanna í Everton þar sem hann var fastamaður og varð m.a. fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að hafa náð því að vinna FA cup með báðum liðum Bítlaborgarinnar.

Hann varð þjálfari varaliðs Everton en árið 2007 réð Rafa Benitez hann sem þjálfara varaliðs Liverpool sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari varaliða vorið 2008. Haustið 2009 hætti hann hjá Liverpool til að verða framkvæmdastjóri Stockport í stutta stund áður en hann var ráðinn til starfa hjá öðrum Scouser, Paul Jewell hjá Ipswich Town.

Þar var hann við störf þar til nýlega að hann varð að láta af störfum vegna veikindanna sem drógu hann til dauða.

Eins og oft áður er best að gefa kóngnum Kenny orðið varðandi þennan ágæta dreng

Við þökkum Ablett fyrir vel unnin störf fyrir félagið okkar og vottum auðvitað fjölskyldu samúð!

YNWA

8 Comments

  1. Leiðinlegt þegar fólk deyr svona ungt. Hann náði allavega að spila með besta fótboltaliði í heimi og vann gott starf fyrir félagið.

    You´ll Never Walk Alone. 

  2. Virkaði alltaf traustur en samt ekki áberandi. Hlýtur að hafa haft eitthvað
    fyrst að hann var keyptur og var þetta lengi. Dapurleg örlög ungs manns.
    Því miður eru sumir kallaðir af velli á undan öðrum. Ablett markaði ekki stór
    spor en er samt eftirminnilegri en margir sem klæddust rauða búningnum.
     

Opinn þráður – Suarez og glugginn!

Man.City á morgun