Stöngin út (óheppni – afsakanir – lélegir?)

Heppni getur verið svolítið flókið fyrirbæri og á það við í fótbolta alveg eins og bara lífinu sjálfu. Sumir vilja meina að það sé ekkert til sem heiti heppni og aðrir að þú skapir þér þína heppni sjálfur, því trúi ég staðfastlega, sérstaklega í fótbolta.

Lið sem pressa andstæðinginn linnuslaust og sækja mikið eru oftar „heppin“ fyrir framan markið heldur en lið sem leggja upp með að verjast allann leikinn. Skot í tréverkið og út er alveg hægt að kalla ónákvæmni frekar en óheppni. Ég veit ekki hvort það sé til tölfræði til að sanna það en mín tilfinning er sú að sóknarmaður sem hefur skorað þrjá leiki í röð er líklegri til að setja tuðruna stöngin inn heldur en sóknarmaður sem hefur ekki skorað lengi og er þ.a.l. með minna sjálfstraust, hann er líklegri til að setja boltann stöngin út. Þetta tímabil hjá okkur hefur svo sannarlega verið stöngin út og það hreinlega í bókstaflegri merkingu, ég held að boltinn hafi aldrei farið stönginn inn á þessu tímabili.

Þetta helst allt í hendur, lítið sjálfstraust leikmanna og þú færð meiri „óheppni“. Margir leikir í röð þar sem ekkert fellur með leikmönnum og þetta bara ágerist, þannig er mín tilfinning svolítið orðin með okkar lið. Það vantar svolítið karakter í liðið til að rífa það með sér, svokallaðan winner. Steven Gerrard hefur auðvitað verið þessi karakter fyrir okkar lið í mörg ár og það er nákvæmlega þetta sem verið er að tala um þegar við erum án hans. Það er hægt að vinna hvaða lið sem er án hans og við höfum margoft gert það en yfir lengri tíma fer þetta að kosta okkur stig og það eru margir leikir á þessu tímabili sem sá Steven Gerrard hefði líklega klárað, eða einhver af hans sauðhúsi.

Núna er Gerrard að komast á aldur og er allt of oft meiddur til að hægt sé að treysta á hann og því verðum við að fara fá meira frá þeim leikmönnum sem við erum þegar með í liðinu, þetta er alls ekki lélegt lið og það eru alveg leikmenn þarna sem hafa verið stórir karakterar í sínum fyrri liðum. Þeir þurfa bara að fara ná saman hjá Liverpool . Þetta er alls ekki eins fjarri lagi og virðist vera eftir hvert tapað stig á fætur öðru, spil liðsins heilt yfir á tímabilinu er mjög gott, nokkrum ljósárum frá sama tíma í fyrra og búið er að laga hlutina á 1/3 hluta vallarins, hinir tveir eru í vinnslu. Þ.e. það er búið að laga vörnina, miðjan er á ágætri leið en mátti alls ekki við langtímameiðslum hjá Gerrard og hvað þá Lucas líka. Sóknin er síðan rosalega öflug á pappírum en er ekki að skila neinu í líkingu við ásættanlegan árangur og er ég þá að tala um bæði sóknarmenn og kantmenn. Það lítur alls ekki út þannig núna en ég trúi því ennþá að lið sem skapar sér svona mörg færi bara getur ekki gloprað þeim endalaust, þó þetta sé reyndar eiginlega eini alvöru stöðugleikinn sem við höfum sýnt í vetur.

Spilamennskan gegn stóru liðunum er nánast alltaf mjög góð og við stöndumst þeim fyllilega snúning og spilamennskan gegn minni liðum sem pakka í vörn er að mörgu leyti líka ágæt og gefur fín fyrirheit. Það er ekkert nýtt að Liverpool tapi stigum gegn þessum liðum þó þetta hafi nú verið ákaflega slæmt í ár, en við erum á móti að skapa mikið fleiri færi gegn þessum liðum en oft áður og þurfum ekki að bæta liðið svo rosalega mikið til að þetta fari að detta með okkur. Ég treysti  Dalglish (og Comolli) vel til að finna lausnina á því vandamáli.

En við höfum mörg talað um að Liverpool hafi bara átt skilið að tapa í einum leik í vetur og ég er á því að miðað við spilamennsku beggja liða í hverjum leik fyrir sig sé alveg hægt að færa rök fyrir þessu. Eins er Liverpool bara búið að skora 21 mark sem er hreint út sagt ótrúlegt því við höfum skotið í tréverkið tæplega 20 sinnum og fjögur víti af fimm hafa farið í súginn (ekki öll í deildinni samt). Hugsið aðeins út í það hvað lið sem á tæplega tuttugu skot í tréverkið og hefur fengið fimm víti hefur verið mikið í sókn og átt mörg færi á hálfu tímabili!

Þetta er ekkert eðlilegt og því skiljanlegt að margir séu hreinlega að tapa glórunni yfir töpuðum stigum og sumir jafnvel missa trúna, sem er nú kannski full mikil óþolinmæði.

Töpuð stig

Mig langar aðeins að skoða betur leiki liðsins það sem af er og einblína aðallega á töpuð stig og kannski sjá aðeins hvað þessi skot í tréverkið hafa verið að kosta okkur ásamt leikjum sem við klikkum á vítaspyrnum og jafnvel nokkrum dauðafærum. Þannig getum við kannski lagt aðeins betur mat á það hvort „röfl“ okkar um óheppni í vetur eigi við einhver rök að styðjast eða ekki:

1.umferð – Liverpool – Sunderland 1-1
Þrátt fyrir að Liverpool hafi bara spilað vel í 45.mínútur er ekki hægt að telja þetta annað en tvö töpuð stig. Suarez klikkar á víti og Richardson var ljónheppinn að fá ekki rautt sem aftasti maður í því atviki. Carroll skorar svo mark sem er dæmt af vegna sóknarbrots sem var ansi hæpið. Stewart Downing bombaði boltanum svo í þverslánna og yfir eftir góða sókn. Þetta voru stig sem áttu aldrei að tapast, óheppni?

2.umferð – Arsenal – Liverpool 0-2
Góður sigur og frábær skemmtum fyrir þá sem voru á vellinum 🙂 Hér kom eitt stangarskotið líka en það átti Martin Kelly.

3. Umferð – Liverpool – Bolton 3-1
Flottur skyldusigur á Bolton og einu vonbrigðin voru markið sem þeir skoruðu á 92.mín

4.umferð – Stoke – Liverpool 1-0
Líklega ein ósanngjörnustu úrslit tímabilsins. Stoke skoraði úr nánast einu sókn sinni í leiknum, Liverpool átti 20 skot að marki áttu sannarlega heimtingu á a.m.k. einu víti en EKKERT féll með liðinu í þessum leik. Klárlega klaufaskapur með dágóðum slatta af óheppni.

5. umferð – Tottenham – Liverpool 4-0 
Hægri bakvörðurinn Martin Skrtel gegn Bale sem hafði Modric til að hjálpa sér gerði það að verkum að það var óþarfi að eyða 90.mínútum í þetta. Tvö rauð spjöld okkar manna gerðu það að verkum að þetta var bara spurning um hversu illa Spurs myndi vinna okkur. Áttum ekkert skilið út úr þessum leik sem var okkar versti á tímabilinu.

6. umferð Liverpool – Wolves 2-1
Flottur sigur en enn á ný klúðruðum við URMUL dauðafæra og í þessum leik átti Downing eðal sendingu fyrir á Carroll sem skallaði…í stöngina.

7.umferð – Everton – Liverpool – 0-2
Góður sigur í ekkert sérstökum leik gegn nágrönnunum. Í þessum leik skaut Charlie Adam þrumu skoti í stöngina og Dirk Kuyt gerði það líka seinna í leiknum. Everton menn fengu líka dæmt á sig vafasamt rautt spjald í þessum leik.

8.umferð – Liverpool – Man Utd. 1-1
Erfitt að kalla þetta töpuð stig enda nokkuð eðlileg úrslit fyrirfram. United kom á Anfield til að verja stigið sem og þeir gerðu og voru ánægðir með úrslitin. Henderson og Kuyt áttu sannarlega færi í lokin til að klára þennan leik fyrir Liverpool en niðurstaðan svosem eðlileg.

9.umferð – Liverpool – Norwich 1-1
Þessi leikur og úrslit var bara grín, þrisvar fór helvítis blaðran í tréverkið og út ofan á urmul færa í leiknum sjálfum. Skrtel skallaði í þverslánna, Suarez vippaði í innanverða stöngina og setti boltann svo í varnarmann og þaðan aftur í stöngin í ótrúlega pirrandi leik. Klárlega töpuð stig í leik sem við bara eigum að loka á Anfield. Þetta var lélegt en guð minn góður hvað heilladísirnar voru ekki með okkur. Þessi leikur held ég að hafi farið hvað verst með sjálfstrausið í liðinu þetta árið enda með ólíkindum, sérstaklega í fyrri hálfleik.

10.umferð – W.B.A – Liverpool 0-2
Fínn sigur á manninum sem lætur Liverpool tapa, Adam skoraði úr víti og við áttum að fá 1-2 víti í viðbót í leiknum. Downing skaut svo í stöng ótrúlegt en satt.

11.umferð – Liverpool – Swansea 0-0
Aftur jafntefli gegn nýliðum á Anfield en þetta var ekki eins ósanngjarnt og gegn Norwich. Heilt yfir betri í leiknum en samt í töluverðu basli með gestina, Dalglish átti ekki góðan dag þarna og ekki heldur Suarez. En þetta eru töpuð tvö stig aðallega fyrir færið sem Carroll tókst að setja í þverslánna. Jesús minn almátthugur, það var meira klaufaskapur heldur en óheppni, en það hvíla álög á þessum manni.

12.umferð Chelsea – Liverpool 1-2
Hroðalega hressandi sigur eftir pirrandi leiki á undan og núna féll eitthvað með okkur enda skoraði Johnson markið í lokin. Frábær úrslit og alveg sanngjörn m.v. gang leiksins.

13.umferð Liverpool – Man City 1-1
Eins sorglegt og það nú er þá er jafntefli gegn City ekki lengur endilega tvö töpuð stig, en það voru þeir sem fögnuðu vel í leikslok og unnu sitt stig á útivelli. Liverpool hefði vel getað unnið þennan leik 4 eða 5-1 m.v. færin og Hart var maður leiksins. City endaði manni færri og þetta bara eru tvö töpuð stig og spilamennska sem oftar en ekki á að duga til sigurs.

14.umferð Fulham – Liverpool 1-0
Verð pirraður á að rifja þennan leik upp enda óréttlætið mjög mikið, frammistaða dómarans sú versta gegn Liverpool í vetur og niðurstaðan hroðaleg. En samt alveg típísk. Fyrir tölfræðina þá setti Henderson boltann í innanverða stöngina og út. Suarez skoraði löglegt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, Bellamy fékk gult spjald fyrir að vera „skallaður“ og skammarður af Dempsey. Spearing fékk beint rautt fyrir tæklingu sem hann vann boltann í á meðan Senderons var á sérsamning með gulu spjöldin í leiknum og slapp fáránlega við það rauða. Downing skaut svo í stöngina í þeim seinni og til að kóróna þetta var það svo Dempsey sem kláraði leikinn. Þetta var rán og í besta falli mikil óheppni. Þarna er ekki einu sinni hægt að tala um klaufasakap því við gerðum nóg til að vinna (mark Suarez).

15.umferð Liverpool – Q.P.R 1-0
Full tæpur sigur með eina marki Suarez í langan tíma. Þó setti Maxi boltann einu sinni í stöng og það sama gerði Shaun Wright-Phillips leikmaður OPR í leiknum á eign mark.

16.umferð Aston Villa – Liverpoll 0-2
Fínn skyldusigur í leik þar sem Suarez gerði heiðarlega tilraun til að brjóta þverslánna og var seinna ótrúlega óheppinn að skora ekki stórglæsilegt mark er vippa hans fór í innanverða stöngina.

17.umferð – Wigan – Liverpool 0-0
Ekki hægt að segja að spilamennska okkar manna hafi verðskuldað mikið á þessum kartöflugarði og jafntefli líklega nokkuð sanngjarnt. Þó áttum við nokkur færi og ekkert þeirra betra en Charlie Adam fékk er hann klikkaði á vítaspyrnu. Þessi leikur snerist þó að of mklu leyti um Suarez sem líklega vann ekki með okkur í leiknum, en afsakar ekki úrslitin.

18.umferð Liverpool – Blackburn – 1-1
Farið að gæta smá örvæntingar og pirrings meðal leikmanna og þá aðallega stuðningsmanna því nú er ekki hægt að tala um óheppni lengur, vandamálið er sálrænt og það var það klárlega gegn vængbrotnu liði Blackburn sem var þó ljónheppið að næla í stig í þessum leik. Alltaf tvö töpuð stig en hreinlega lélegt hjá leikmönnum Liverpool að klára þennan leik ekki. Maxi átti reyndar klárlega að fá víti í leiknum sem hefði vel getað gert útslagið en það féll ekki með okkur.

Niðurstaðan er því 33 stig það sem af er í 18.umferðum sem gera 21 tapað stig.
Þrír sigrar gegn sex jafnteflum á heimavelli er augljóslega banabitinn en ekkert tap eru svosem góðar fréttir.
Fimm sigrar, eitt jafntefli og þrír ósigrar á útivelli er síðan ekkert hræðilegt en af þessum þremur ósigrum eru tveir sem við bara hreinlega áttum alls ekki skilið að tapa (Stoke og Fulham).

Þann 29.desember í fyrra, eftir 18 umferðir var Liverpool í 12.sæti með 22 stig og það er mjög gott að hafa það aðeins í huga líka þegar þetta tímabil er skoðað. Þá vorum við líka með 21 mark skorað en töluvert fleiri “óverðskulduð” stig og mikið færri leiki þar sem við áttum eitthvað meira skilið úr. Markatalan var -2 mörk þá.

Það er auðvitað eðlilegt að lið skjóti af og til í slá og stöng, klúrði vítaspyrnum eða fái ákvarðanir dómara af og til gegn sér, það gerist í fótbolta. Öll lið tapa stigum á einn eða annan hátt og það er enginn að halda því fram að Liverpool ætti að vera með 51 stig núna, þ.e. bara tap í leiknum gegn Spurs var eðlilegt. Eins vantar alveg inn í jöfnuna atvik þar sem þessir hlutir hafa fallið með okkur. Það er samt aldrei í sama mæli enda sækja andstæðingarnir bara ekki jafn mikið og Liverpool í leikjum okkar í vetur.

Það sem þessi upptalning sýnir okkur þó er að við þurfum alls ekki mikið uppá bara hjá núverandi hópi leikmanna til að næla í töluvert fleiri stig og það mun koma með svipaðri eða örlítið betri spilamennsku. Auðvitað með þeim formerkjum að núverandi leikmenn Liverpool gefist ekki jafn fljótt upp á sjálfum sér og margir stuðningsmanna liðsins gera það því þá erum við auðvitað ekkert að fara sjá bættan árangur.

Ég veit ekkert hvað eðlilegt árferði er en í „eðlilegu árferði” hefðum við:
Unnið Sunderland – 2 stig
Náð a.m.k. stigi gegn Stoke 1 stig
Unnið Norwich – 2 stig
Unnið Swansea – 2 stig
Unnið þennan Fulham leik – 3 stig

Jafnvel eitthvað meira en á móti er alltaf hægt að segja að þessir jafnteflisleikir gætu farið á hinn veginn. Þetta er enginn heilagur sannleikur en það er samt augljóst að við erum með of fá stig m.v. spilamennsku liðsins, sama um hverju er að kenna, þarna eru auðveldlega tíu stig sem ég trúi staðfestlega á að við náum í eftir áramót og hvað þá næsta vetur. Gefið að leikur liðsins þróist áfram eins og hann hefur verið að gera og lykilmenn detti ekki allir í meiðsli og fáránleg leikbönn.

Ef við segjum að þetta væri meira stöngin inn tímabil og þessir 16 boltar í deildinni sem endað hafa í tréverkinu hefðu endað í netinu hefðum við t.d.

Unnið Sunderland – 2 stig
Rústað Norwich – 2 stig
Unnið Swansea 2. stig
Gert jafntefli gegn Fulham 1.stig

Þarna eru auðveldlega sjö stig sem lukkudísirnar hefðu nú mátt láta eitthvað falla með okkur. Með klúðruðum vítum hefðum við t.d. unnið Sunderland og eins tekið Wigan leikinn. Það gleymist stundum í umræðunni að þessi skot okkar í tréverkið koma líka í leikjum sem við unnum engu að síður en þarna eru a.m.k sjö dýrmæt stig og ekki útilokað að mér yfirsjáist einhver leikur sem við töpuðum stigum og skutum í tréverkið.

Mig hlakkar jafn mikið til og öllum öðrum er við getum hætt að tala um svona afsakanir eins og skot í stöng, sláarskot og frábærar markvörslur manna sem vanalega eru ekki menn leiksins. Hvað þá umræðu um dómara sem hefur reyndar ekki verið áberandi hjá okkar mönnum í vetur frekar en langur meiðslalisti sem stundum hefur leikið okkur grátt.

Öll lið lenda í svonalöguðu og að telja þetta upp og benda á þetta gefur okkur engin stig eða hjálpar stöðu okkar í deildinni. Það sem þetta þó gerir, sérstaklega ef við miðum við að liðið er augljóslega í uppbyggingarferli er að þetta gefur okkur heldur betur fögur fyrirheit. Þetta lið getur unnið alla leiki og það sem meira er yfirspilað flest lið, ef við höldum þessu áfram og jafnvel styrkjum aðeins núverandi lið og fáum meira frá núverandi leikmönnum sem margir eru nokkuð vel undir getu er ekki hægt annað en að vera svolítið bjartsýnn ef litið er á heildarmyndina. Það er a.m.k. ekki eins og liðið sé lakari aðilinn í flestum leikjum með vanhæfan stjóra og eigendur sem geta ekkert gefið okkur von um að þeir hafi vilja eða getu til að styrkja liðið. Núverandi eigendur hafa náð tveimur leikmannagluggum og liðinu hefur verið algjörlega umturnað. Sumir vilja meina að þeir sem fengnir voru til liðsins hafi ekkert bætt það en flestir voru hjartanlega sammála um það í janúar 2011 að það þyrfti að hreinsa verulega til í herbúðum Liverpool. Það hefur nákvæmlega verið gert og það jákvæða er að þetta þarf ekki að gera aftur. Núna er málið að byggja ofan á núverandi hóp og það vonandi með eðlilegri leikmannaveltu sem þó vonandi styrkir alltaf hópinn. Ég hef a.m.k. mikið meiri trú á þessum hópi heldur en ég hafði á sama tíma árið 2010. Þá er ég að tala um:
– Eigendum sem eru ef einhver man það ekki FSG í stað Hicks&Gillett (eða lánastofnanir) (FSG auðvitað komið aðeins fyrir áramót samt).
– Yfirmanni knattspyrnumála sem er Comolli á stað fokkings Christian Purslow.
– Stjóranum sem er (þetta er hlægilegt) Dalglish í stað Hodgson
– Aðstoðarmönnunum sem eru m.a. Steve Clarke og Kevin Keen í stað Mike Kelly og Sammy Lee.
– og auðvitað leikmönnunum, nokkrir góðir farnir en yngri menn komir í staðin sem allir eiga það á þá sem fóru að langa að spila fyrir Liverpool F.C.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég segi að Liverpool er á uppleið og ekkert í vonlausri stöðu sé litið á heilarmyndina. Með sama hætti var alveg hægt að gefa sér að það yrðu fullt af mjög pirrandi leikjum og úrslitum þar sem liðið sýndi óstöðugleika. Með glasið meira hálffullt og alveg án þess að vera á einhverju bleiku skýi er útlitið til lengri tíma ágætt, jafnvel gott.

Babu

43 Comments

 1. Kúdos fyrir pistilinn Babu.

  Ég er sammála þér með að ég trúi heldur ekki á “óheppni”, staðreyndin er einfaldlega sú að sjálfstraust og stanslausar æfingar verða þess valdandi að stöngin út verður stöngin inn.

  Þetta getur auðvitað ekki haldið áfram svona, allt í einu mun dæmið snúast við og færa nýtingin lagast, vonandi gerist það bara fyrr en seinna : )

 2. Plís ekki vitna í sunnudagsmessuna aftur.  Ég hef allavega ekki gaman af tveimur manutd mönnum talandi “hlutlaust” um Liverpool.  

  • Í alvöru? Ef einhverjir United-menn gætu talist málefnalegir í garð Liverpool á Íslandi myndi ég halda að það væru Hjörvar og Gummi Ben. Ég hef allavega gaman af þeim.

   Heldur Gummi örugglega með United? Var búið að útkljá það?

    

   • Jájá hann er það. Ég er góð kunningi sonar hans og Gummi ben er harður utd. maður

 3. Annars ætla ég að segja sem minnst um pistil Babú hér að ofan. Góður pistill en hann er akkúrat andstæður við það sem ég sagði í gær.

  Ég: við getum ekki kallað þetta óheppni lengur. Menn verða að taka ábyrgð á þessum sífelldu klúðurleikjum.

  Babú: slakaðu á, maður. Þetta fer að detta með okkur.

  Næsti podcast-þáttur verður áhugaverður … 🙂

  • Nr. 6 KAR (ahh gamla kerfið aftur)
   Já en ég var að segja að þetta er ekki bara óheppni! Þetta er sannarlega ekkert að detta með okkur en þegar öllu er á botininn hvolft skapar þú þína heppni sjálfur í fótbolta og við erum ekki að því, en við erum fjandi nálægt því.

 4. Hér er grein um “luck” á Guardian og fjallar um okkar mann Carroll:

  Luck is the great unspoken in football, playing a far larger part than is usually admitted. A mathematician at All Souls College, Oxford, calculated that even to cancel out the impact of opponents’ form (ie, it is easier to play a team after they have just lost four games than when they have just won four games), a season would need to be seven times longer than it is at present. One moment of good luck can give a player a surge of confidence, add an extra fraction of determination and decisiveness to his game; one moment of bad luck can have the opposite effect.
  Andy Carroll may be struggling at Liverpool, but there have been signs he is not far off a return to form. Against Manchester City, he was denied a winner only by a superlative save from Joe Hart. On Monday, it was Blackburn’s Mark Bunn who denied him, plunging to his right and slightly backwards to shovel Carroll’s effort wide, a save so remarkable that Blackburn’s players congratulated him almost as though it had been a goal. Carroll did nothing wrong with either the attempt against City or against Blackburn: but for the misfortune of finding two goalkeepers in exceptional form, he would perhaps be being hailed as the man who found two late winners.
  On the other hand, he also put a good headed chance just wide a few minutes before Bunn’s save; but then had he scored against City, had he had that extra surge of self-belief, he may have found the extra inch in his leap that would have guided that on target and Bunn’s late save would have been an irrelevance.
  The danger is that he comes to believe – as Fernando Torres perhaps has – that he is doomed and nothing will ever work again; but if he keeps meeting crosses like that, the goals will come eventually. Not every goalkeeper can save their best to deny him. 

 5. Er ekki sagt að þú skapir þér þína eigin heppni? Það vantar sjálfstraust í mannskapinn til þess að klára færin. Henderson á stundum frábærar rispur þegar hann þorir, enn leitar oftast í örugga sendingu. Ég myndi segja að við ættum að vera með 6 stigum meira í dag. 2 á móti Sunderland, 1 á móti Stoke, 2 á móti Norwich og 1 á móti Fulham. Við áttum slæman dag á móti Swansea, Wigan og Blackburn. Blackburn leikurinn minnti mann á RH tímabilið. Vona að kafteinn Kolbeinn komi með sjálfstraustið og rífi mannskapinn með sér. Tottenham eru að spila vel og geta einbeitt sér að deild og bikar. Þeir gætu haldið 3 sætinu. Arsenal og Chelsea eru á sama róli og við. Bæði liðin hafa meistaradeildina til að trufla sig og það gæti hjálpað okkur í baráttunni um 4 sætið.

 6. Þá er búið að útkljá þetta með Suarez og fingurinn en FA er búið að dæma hann í eins leiks bann og því mun hann ekki spila á móti N’castle á föstudaginn.
  Núna þarf Carrol að stíga upp og sýna hvað hann getur.

 7. Það þarf ekki að koma á óvart að FA birtir úrskurð sinn tveimur dögum fyrir leik sem hann er úrskurðaður í bann. Þetta þýðir að Liverpool mun hafa einn dag til þess að undirbúa leik liðsins án Suarez.

  Það sem er þó gagnrýnisverðast er að FA skuli ekki enn búið að birta dóminn sem féll þann 20. des í máli Suarez. Gefnir voru 14 dagar til áfrýjunnar og nú eru einungis 6 dagar þangað til að sá tími er liðinn. Þetta þýðir að Suarez er að fara í 9 leikja bann að því gefnu að Liverpool myndi ekki áfrýja. Er þó ekki í vafa að það dómnum verði áfrýjað.

  Maður veltir fyrir sér hvað veldur þessum töfum? Hvað er FA að fela í þessu máli? Af hverju er ekki hægt að birta dóminn um leið og hann er kveðinn, líkt og gert er í öðrum dómsmálum?

  • Félagið fær 14 daga til að áfrýja eftir að enska knattspyrnusambandið hefur samið trúverðugar ástæður fyrir þessu átta leikja banni og birt þær. Þannig að þessir 14 dagar eru ekki farnir að tikka ennþá.

 8. Suarez í banni á móti Newcastle gæti verið það sem brýtur ísinn.
  Stundum vilja menn treysta á einhvern annan til að klára hlutina og eru ekki sjálfir 100 %. Leita fyrst að hinum möguleikanum áður en þeir reyna sjálfir. Taka ekki aukasprettinn inn í boxið því þeir telja undir niðri að dýrðlingurinn taki málið.

  Svo núna fara menn í Newcastle leikinn þar sem hver og einn þarf að vera direct og taka ábyrgð.

  Þetta verður skemmtilegur leikur eins og allir leikir við Newcastle og okkar menn skora amk. 3 mörk.
  Spurningin er bara hvað Newcastle skorar mörg c”,)
     

 9. Djöfu….. há klassa pistill er þetta frá þér Babu.

  Ég hef haft sömu upphafssíðu (fightnews.com) síðan ég byrjaði með ISDN í kringum aldarmótin síðustu 🙂

  Nú fær hún að fjúka og kop.is tekur við enda er maður farin að eyða meiri tíma inná þessari síðu en nokkuri annari.

  Þvílík forréttindi sem stuðningsmenn Liverpool á Íslandi búa við, að hafa aðgang að þessari síðu. 

  Ég vill bara segja takk strákar, fyrir að vilja og nenna að deila ykkar fróðleik og vitneskju á svona vandaðan og óeigingjarnan hátt, til okkar sem sitjum heima og fáum að njóta án nokkurs framlags. Þetta er ekki sjálfsagt. 

  YNWA

 10. Ég er Babu megin í umræðunni og finnst pistillinn alveg segja það sem mér finnst vera í gangi.
   
  Hins vegar skil ég alla sem eru með æluna í hálsinum.  Við höfum ekki séð margt jákvætt til lengri tíma síðan í maí 2009, frá þeim tíma og þar til í vor versnaði liðið okkar stöðugt.  Rafa tapaði klefanum og síðan starfinu, inn kom maður sem réð ekkert við verkefnið og eigendurnir frá hinum illa.
   
  Á fyrstu vikum eignarhalds FSG komu þeir ítrekað fram og töluðu um eignarhald sitt sem langtímaverkefni, þar sem einungis væri hægt að hugsa um að keppa um fjórða sætið og Meistaradeild í vetur.  Við vorum öll sátt við það þá, en auðvitað erum við föst í rússibananum þegar við náum mögnuðum sigrum einn daginn en klúðrum svo þúsund færum á heimavelli hinn daginn.
  Babu bendir á eitt atriði sem skiptir máli, sem er meðalaldur liðsins.   Skoðum t.d. byrjunarliðið:  Reina (29), Johnson (27), Agger (27), Skrtel (27), Enrique (25), Henderson (21), Maxi (30), Adam (26), Downing (27), Carroll (22) og Suarez (24).
  Ég sé þarna bara einn leikmann sem má telja líklegt að detti út næstu 4 árin.  Sá heitir Maxi Rodriguez.  Það er að mínu mati ekki ástæða til að selja neinn hinna, félagið þarf þess ekki eftir að hafa hreinsað út deadwood í sumar, en það þarf að bæta við þennan hóp.  Einum til tveimur HÁKLASSA leikmönnum sem hafa winner attitude.
   
  Svo er það annars með hann Gerrard.  Hann er 31s árs gamall.  Ekki 37 ára.  Jafngamall og Zinedine Zidane var þegar hann var kosinn leikmaður ársins hjá FIFA.  Zidane spilaði sem lykilmaður til 35 ára aldurs hjá smáliðinu Real Madrid og lauk ferlinum í úrslitaleik HM.  Paul Scholes vann FIMM meistaratitla sem lykilmaður eftir að hann varð 31s árs.
  Steven Gerrard á að mínu mati minnst þrjú ár eftir sem lykilmaður í okkar liði.  Fleiri ef hann fer að dæmi Scholes og hættir að spila fyrir enska landsliðið eftir EM í sumar.  Hann er bara ekkert gamall og eini hausverkurinn er hvort hann er ekki að ná sér af meiðslunum.  Með hann heilan þurfum við að fá einn alvöru mann í viðbót í þennan hóp, hugsanlega tvo (þá einn kantmann og einn striker) og þá held ég að við verðum í fínum málum.
   
  En það breiðir auðvitað ekki yfir það að það er óásættanlegt að vinna ekki leiki sem þú stjórnar í 87 minútur af 90.  Sem er stærsti vandi liðsins í vetur.
   
  Svo langar mig að ræða aðeins innkaupastefnuna á þessu ári sem að Alan Hansen talar um hér:  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/hansen-hails-transfer-policy – þarna er meistari Hansen sammála því sem ég hef verið að burðast við að baula hér.  Við vorum með ónýta áhöfn á hriplekum bát.  Eigum ENGAN séns á að keppa við launagreiðendur eins og City, Chelsea, Inter, AC, Real eða Barca og erum í vanda þegar við erum ekki í CL.
  Við þurfum að kaupa lið sem byggir á þeim mönnum sem hugsanlega geta komið okkur í CL og þá gera okkur vonir um að ná í stærri bita.  Þegar þú ert í svoleiðis leiðangri þá muntu fara hægar yfir en þeir sem sveifla ávísunum.
  Sjáiði t.d. það nýjasta.  City ætla að kaupa Hazard.  Þeir eru samt með Adam Johnson sem er sama týpa af leikmanni, landsliðsmaður Englands, MEIRA OG MINNA UTAN HÓPS!!!
  Chelsea eru búnir að missa af Englandstitlinum.  Það vita allir.  Þeir munu fara í bita sem geta gert þá samkeppnishæfa í CL í janúar.  Í fyrra keyptu þeir Luiz og Torres.  Í janúar spái ég Cahill og Modric, jafnvel þó líka Kaka.
  Við verðum aldrei það lið sem keppir við þessi tvö lið í launum.  Munum því sjaldnast ná í stór nöfn, fullmótuð á evrópsku knattspyrnusviði.  Enda ef við skoðum það, höfum við gert það síðustu 10 ár???
   
  Xabi Alonso var ungt og óþekkt nafn.  Enginn vissi af Agger, Reina var efnilegur markmaður.  Torres var vissulega nafn, en hjá Atletico Madrid og ekki vélbyssumarkaskorari.  Ef hann hefði verið það á Spáni hefði verðmiðinn orðið of hár.  Lucas?  Skrtel?  Kuyt?
  Staðreyndin er sú að við erum í þeirri stöðu að þurfa að finna demanta í ruslinu (Lucas og Maxi anyone) og hægt og rólega byggja upp lið til að verða samkeppnishæft á stóra sviðinu.  Það er vissulega leiðinlegt að ná ekki bara í Aguero, Nasri, Mata, Jones, Young, Coentrao eða bara Clichy.  Hundleiðinlegt líka að þurfa að borga yfirverð til að ná í þá leikmenn sem okkur vantar (Downing, Henderson og jafnvel Adam) í hvert sinn.  Það gerir pressuna á þessa menn ennþá meiri.
  En við megum heldur ekki gleyma því að í gegnum tíðina hefur Liverpool dregið sig út úr viðræðum vegna þess að við tímdum ekki þeim upphæðum sem lagðar voru upp.  Barry, Jovetic, Dani Alves og Malouda til dæmis fóru annað því við vildum ekki borga þær upphæðir sem voru lagðar upp.
  Ég segi því enn og aftur, sumarið okkar var rétt sett upp miðað við þær forsendur sem voru.  Comolli vann kraftaverk að hreinsa út leikmenn sem ekki vildu spila fyrir félagið eða voru allt of lélegir til þess.  Í staðinn varð að finna leikmenn sem juku gæðin, innan þess verðklassa sem við réðum við og voru tilbúnir til að spila fyrir Liverpool.  Ég auglýsi enn eftir öðrum nöfnum en við fengum eða buðum í og fengum já en þeir vildu annað (Young, Jones og Clichy klárlega, sumir segja Mata líka).  Skoðið t.d. mennina sem Arsenal keypti.  Mertesacker, Arteta og Benayoun.  Engan langaði mig í þar.  Ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað hafa Adebayor hjá mér, en mér sýnist FSG ekki ætla sér að ná í lánsmenn.  Sem ég styð alveg.
  Hvaða bitum misstum við af sem var raunhæfur möguleiki á?  Rökstuðningur Hansen er rökstuðningur minn, en endilega bendið mér á annað, því AÐ SJÁLFSÖGÐU vill ég fá meira út úr t.d. Downing og Carroll.  En kaupin á þeim?  Þau skil ég fullkomlega.
   
  Svo aðeins í lokin með Carroll.  Sá blaðamannafund Dalglish í morgun, mér finnst best vitnað í hann hér:
  http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1001789/liverpool%27s-kenny-daliglish-accuses-media-of-having-carroll-agenda?cc=5739
  Úti í Liverpool ræddi ég hann við t.d. Pete Sampara.  Þar eru menn sannfærðir um að hann verði lykilmaður í félaginu og í öllum viðtölum Kóngsins kemur það sama upp.  Andy Carroll er að aðlagast nýju umhverfi, sem persóna og fótboltamaður.  Frá fyrsta degi hefur hann unnið gríðarlega í sínum málum og dellan um óheilbrigt líferni er uppspuni.  Hann er sagður vinnualki, stanslaust að vinna á æfingasvæðinu og hefur aldrei möglað.  Þó hann sé farinn úr því að spila alla leiki fyrir sitt lið og landsliðið.  Hefur ekki svarað BULLUMMÆLUM Capello sem vantaði afsökun til að taka hann úr liðinu og stökk á fylleríisumræðu sem er hlægileg með t.d. Rooney í byrjunarliði enskra!
  Þeir sem horfðu á Blackburnleikinn hljóta að hafa séð framfarir hans frá t.d. í haust, annað væri bara einföld “skrökvulýgi” eins og Eiríkur Fjalar vitnaði í.  Ég fer ekki ofan af því að Andy Carroll er mesta striker efni enskra síðan Alan Shearer hætti.  Ef hann nær tökum á spilamennsku okkar erum við með “skrímsli” í höndunum sem mun skila miklu.  Alan Shearer fór 22ja ára frá Southampton til Blackburn og hafði þá leikið einn landsleik.
  En á meðan hann skorar er hann augljós skotspónn blaðamanna og aðdáenda annarra liða.  Fyrir það eitt að hafa verið það efnilegur að LFC ákvað að fá hann til að leysa fýlupúkann Torres af hólmi.  Á fyrsta degi sagði Dalglish að fimm og hálfs árs samningur væri til að hafa nógan tíma til að móta hann sem knattspyrnumann.
  En hér erum við, hálfu tímabili eftir að hann er búinn að vera heill og umræðan snýst um að “lágmarka skaðann og selja hann strax”.  Mér finnst það súrrealískt að öllu leyti og er feginn að þeir sem stjórna klúbbnum hugsa ekki svona.  Svona hugsun hefði orðið til að selja Ian Rush áður en hann komst í liðið okkar.  Svona hugsun þýddi líka það t.d. að Juventus losaði sig við Henry og hans fyrsta hálfa ár í enska boltanum var argað á Wenger að hafa eytt 11 milljónum í þann leikmann (leggst á um 30 milljónir í dag).  Hann skoraði ekki í fyrstu 8 leikjum sínum félagið og sagði síðar að fyrsta árið hans hjá Arsenal og í enska boltanum þurfti hann að læra fótbolta upp á nýtt.
  Ég held mig við það að Carroll þarf þetta tímabil til að læra það sem af honum er ætlast, reyndar eins og liðið í heild.
  Fjórða sætið og ferð á Wembley er ennþá það sem ég vill fá út úr tímabili þar sem verið er að endurreisa ímynd félags sem var að falla í ruslflokk.
   
  Og þess vegna er ég sammála því sem Echoið og Lfc.tv hafa verið að ræða um að undanförnu.  Árið 2011 og framþróun félagsins á því gefur mér von á ný, eftir svartnætti síðari hluta 2009 og ömurleikann á árinu 2010.
  Mitt glas er eins og hjá Babu.  Hálffullt!!!

 11. Ég er sammála Kristjáni Atla, það gengur ekki að tala um óheppni lengur.  Íþróttir snúast ekki um það að vera heppinn eða óheppin, heldur um það hvað gerist á síðustu metrunum.  Munið þið eftir liðinu sem vann meistaradeildina 2005?  Þar óðum við ekki í færum, heldur kláruðum við færin sem við vorum að fá. 

  Að auki held ég að það sé mikið til í því sem hefur verið sagt þess efnis að Liverpool treysti á að fá færi eftir fyrirgjafir – þ.e. við dælum endalaust af boltum inn í teiginn í von um að vinna skallabolta eða seinni boltann.  Þetta hefur ekki gengið eftir.  Við erum hættir að sjá liðið spila sig í gegnum varnir andstæðinga og ég held að andstæðingar okkar eigi mjög auðvelt með að verjast þessari nýju spilamennsku liðsins.  Nú er ég ekki að segja að Kenny eigi að fara en þetta er umhugsunarvert – þ.e. getur verið að hann verði að breyta um taktík? 

  Þurfum við ekki að fá inn mann sem getur stýrt spili liðsins betur en C. Adam, til þess að opna varnir andstæðingana?  Adam er vissulega góður spyrnumaður og skemmtilegur karakter en ég myndi vilja sjá betur spilandi miðjumann í byrjunarliðinu.    

 12. Bara að kaupa einhvern í janúar sem getur fokking skorað einhver helvítis mörk eins og t.d Özil, Özil, Özil, og meiri Özil, punktur.

 13. Einare #12. Ef ég skil málið rétt að þá verður ekki tekin ákvörðun um áfrýjun á átta leikja banni Suarez fyrr en búið er að afhenda málsaðilum skjölin á bakvið úrskurðinn. Ef málið dregst fram í miðjan janúar þá sýnist mér að hann taki út bannið í fyrsta lagi um miðjan febrúar (ef bannið stendur). En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
   
  Eins leikja bann fyrir fingurinn, er það ekki bara ásættanlegt? En 40 þús. pund í sekt (Liverpool 20 þús. pund og Suarez 20 þús. pund), er það til að halda uppi FA?
   
  Annars fínn pistill. Og er er mikið sammála Magga. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Og við eigum ekki að láta það hafa áhrif á okkur hvað aðrir segja.

 14. Milljón % sammála félaga mínum Magga Mark i pósti nr 17.  Eins og talað úr mínum munni.  Bellamy og Carrol frammi á móti Newcastle, Maxi í holunni, þangað til að Gerrard leysir hann af á 60 mín.

  YNWA

 15. Raheem Sterling er sagður hafa barnað tvær. Hann ætti þá að geta skorað þrátt fyrir ungan aldur…

  En að pistlinum og öðrum innleggjum:

  – ég held að enginn sem hugsar málið til lengri tíma vilji selja Carroll eða reka Dalglish. Hins vegar er þetta ekki óheppni, heldur skortur á sjálfstrausti og að hluta gæðum. Sláarskotið gegn Swansea var ekki óheppni heldur mjög slök afgreiðsla. En eins og sagt er hér að ofan, hefði hann skorað sigurmarkið gegn City, þá væri hann líklega búinn að skora fleiri sigurmörk.

  – Það þýðir ekkert að telja töpuð stig. Ef og hefðideildin er ekki til og það spilar ekkert lið í henni. Eins og ég sagði eftir leikinn við Blackburn þá eru ákveðnir þættir í leik liðsins sem þarf að laga. Og þeir þættir lagast ekkert ef ekki er unnið í þeim á Melwood. Það þarf að æfa slútt, langskot og tímasetningar á krossa. Þá fer “lukkan” í lið með okkur.

  – við þurfum einfaldlega að safna fleiri stigum í seinni umferðinni heldur en þeirri fyrri. Við þurfum amk. 40 stig úr síðustu 19 leikjum mótsins til að ná 4. sætinu. 70-75 stig ættu að duga í fjórða sætið. Hvort nýr stræker eða kantmaður verður keyptur breytir engu fyrir okkur ef ekki verður farið í stífar slúttæfingar því þá mun sá hinn sami ekkert slútta betur en aðrir leikmenn.

  – Krossinn sem Andy Carroll ber er mjög þungur. Hann er 35 milljón punda þungur og það gerir honum erfitt fyrir. Dalglish og félagar hjálpa honum eins og hægt er en á endanum mun hann sjálfur skapa sína lukku. Fyrir mína parta kemur ekki til greina að selja hann. Hann þarf þetta tímabil og næsta og ef hann virkar ekki á næsta tímabili þá fara að renna á mig tvær grímur.  

 16. Ég held að við þurfum ekki að velta því fyrir okkur að það er verið að vinna í þessum málum á Melwood að sjálfsögðu.  Menn mega efast um Dalglish, en Steve Clarke og Kevin Keen eru óumdeilt á meðal bestu þjálfara enskra og morgunljóst að verið er að fara í gegnum sóknarfærslur á fullri ferð.
   
  En vandinn liggur oft ekki þar.  Á mínum þjálfaraferli voru leikmenn sem fóru í slúttæfingar og skoruðu úr 70 – 80% færa sinna þar en nýttu svo kannski ekki 4 – 8 svipuð færi í leiknum sjálfum.  Og á móti man ég eftir því að sjá markakonung eins og Hödda Magg á æfingum þar sem hann kannski skoraði ekki mark í heila viku þar en setti svo þrennu í leik í lok hennar.
  Pressan á leikdegi og í alvörunni er sú sem að telur og þá pressu geturðu ekki æft á æfingasvæðinu.  En það er kannski einmitt punkturinn.  Adam, Henderson, Downing og Carroll þurfa allir að læra að spila fyrir stórveldi í fótboltanum og það tekur tíma.
   
  Þess vegna langar mig að ítreka þá ósk mína að við hjálpum til við að finna stóra nafnið sem léttir aðeins á pressunni og skorar markið sem brýtur ísinn gegn litlu liðunum á Anfield.  Özil er komið í bankann, hann væri vissulega kostur en ég er ekki viss um að hann fengist til okkar í janúar, frekar en aðrir leikmenn Real Madrid.  Ekki þá nema að Real versli í janúar…

 17. Vandinn með samlíkingar á Gerrard og leikmönnum eins og Zidane, Scholes, Pirlo ofl. er að Gerrard er mun líkamlegri leikmaður en þeir. Hann byggir frekar á krafti og hraða, ásamt auðvitað góðri tækni, en þegar líkaminn byrjar að gefa sig er hann ekki nema hálfur leikmaður. Taktísk hugsun hafa aldrei verið hans sterka hlið en það er hún sem fleytir yfirleitt mönnum áfram í ellinni.

 18. Ætli Derrard verði sá sami eftir meiðslin ? það held ég ekki. Afhverju ætti Özil að vilja koma til okkar þegar hann er byrjunarliðsmaður í Real Madrid sem er miklu betra lið en Liverpool ? Verðið aðeins að spá í því að þessa dagana eru flestir stórleikmenn að taka skref niður á við í sínum ferli ef þeir koma til okkar, nema við séum að finna demanta í rusli.

 19. Æðisleg lesning, ég er fullur vonar og bjartsýni á nýjan leik. það sem meira er, þá er frúin sátt og þá er litli véli líka sáttur.

 20. Maggi þú ert maður að mínu skapi.Allt sem þú ritar er eins og talað úr mínum munni.
  Það verður að segjast eins og er að liðið spilar mjög vel þessa dagana þó svo að við nýtum ekki færin okkar, en það mun koma ég hef engar áhyggjur af því.Talandi um sunnudagsmessudrengina og gamlan fótbolta eins og Eiður talaði um, þá hefur það nú bara svín virkað gegn hans gamla liði sem og toppliðunum.Nei drengir og dömur verum bjartsýn og hugsum jákvætt um okkar menn sem eru að leggja mikið á sig. Það mun bera betri ávöst fyrir klúbbin þegar uppi er staðið. 🙂   

 21. Örfá orð um tölfræði – vona að mér fyrirgefist.

  Í tölfræði er ekkert til sem heitir “óheppni” eða “heppni”. Lögmál klassískrar líkindafræði eru að líkur þess að tiltekinn atburður gerist er fjöldi atburða sem uppfyllir tiltekinn skilyrði deilt með heildarfjölda atburða. Líkurnar á því að Carroll skori mark í næsta leik eru því mörk Carroll per leik/fjölda leikja sem Carroll hefur leikið. Líkur þess að fá upp skjaldamerki þegar tíkalli er kastað upp eru alltaf 50% sama hversu oft er kastað eða hvað kom upp síðast.

  Síðan bæta við lögmáli stórra talna (law of large numbers). Þetta þýðir að eftir því sem fleiri atburðir gerast (þ.e. tíminn líður) mun úrtakið (leikjaröðin) nálgast “sannleikann”.

  Hvað kemur þetta við stangarskotum, sjálfstrausti sóknarmanna, lélegri dómgæslu o.fl. sem þjakar LFC þessa dagana? Jú, þetta sýnir að allt jafnast út eftir því sem leikjum fjölgar. Það er ekkert til sem heitir óheppinn framherji heldur aðeins framherji sem skorar mörk eða skorar ekki nóg. Það eina sem tölfræðin getur sýnt fram á er hvort framherjinn er góður í að skora mörk eða ekki og líkur þess að hann skori í næsta leik byggt á frammistöðu hans í fortíðinni. 

  Ef Carroll, Suarez og aðrir leikmenn LFC eru nógu góðir jafnast þannig bæði heppni og óheppni út með tímanum og við fáum það sem við eigum skilið þótt það taki tíma. 

  Það segir tölfræðin en segir hins vegar ekkert um hvenær þetta jafnast út og heldur ekki hvort eitthvað sé til að jafna út því það er jú möguleiki að við séum bara svona lélegir í raun og veru.

 22. Hvað með öll stigin sem hafa fengist en þið hefðuð ekki fengið nema fyrir heppni, eins og gegn Arsenal og Everton ?  Þar eru 6 stig sem þið fenguð fyrir einskæra heppni, já eða óheppni mótherja.  

  Væntanlega væruð þið með e-ð fleirri stig ef allt hefði gengið upp, en það má heimfæra á önnur lið líka.

  Að mínu mati er liðið ekki nægilega sterkt fyrir  topp 4, 5.sætið ef allt gengur upp annars finnst mér 6.sætið líklegast.  Ef liðin fyrir ofan verða fyrir e-m ótrúlegum meiðslum er 3.-5.séns og líklega er Arsenal viðkvæmast af þessum liðum fyrir ykkur að enda fyrir ofan.

  Annars er 6.sætið klárt 🙂 og því fyrr sem menn átta sig á því, því betra fyrir alla.

 23. heppni eins og gegn Arsenal og Everton? Get alveg játað að sjálfsmarkið sem Arsenal skoraði fyrir okkur hafi verið heppni en var þeð ekki líka heppni hjá þeim að Frimpong hafi ekki fengið rautt mun fyrr í leiknum eins og átti að gerast og var það ekki líka heppni Everton að minnst tveir þeirra sluppu með verri brot en það sem Rodwell fékk rautt fyrir

 24. Það var heppnisfnykur fyrsta markinu sem lyktaði af rangstöðu og var sjálfsmark.  En aðallega tímasetningin á leiknum, lið Arsenal var í molum á þessum tíma.  Everton fékk ranglega mann rekinn útaf, þarf ekki að segja meira.

  En líklega er það bara dómurum og FA að kenna að þið séuð ekki með fleirri stig, því liðið er í hæsta klassa !!!! Samt kæmust ekki fleirri en 2 menn í byrjunarliðið hjá Spurs, ótrúlega skrítið allt saman.

 25. Andstæðingar LFC “gleyma” líka því að 2 Everton-menn sluppu með rauð spjöld í borgarslagnum fyrir verri brot en Rodwell fékk (ranglega) rautt fyrir.

 26. Haukur
  Eins og ég kom inná í færslunni þá virkar þetta alveg í báðar áttir og stundum höfum við “heppnina” með okkur. Það gefur okkur ekkert aukalega að velta okkur of mikið upp úr þessu. Punkturinn var að sjá hvar Liverpool hefði getað gert betur eða fundið stig og að mínu mati fann ég fullt af leikjum/stigum.

  En það er kjaftæði að tala um að sigurinn á Arsenal hafi verið einhver heppni, það var góður útisigur gegn slöppu liði, ekkert ósanngjarnt þar nema síður sé. Sigurinn á Everton var síðan heldur til of lítill ef eitthvað er en vissulega voru þeir “óheppnir” að missa Rodwell útaf. Við þekkjum svonalagað.  En þeir sluppu líka vel í þeim leik eftir þann dóm.

  Annars er 6.sætið klárt 🙂 og því fyrr sem menn átta sig á því, því betra fyrir alla.

  I smell wind up? En ok ég skal vera með, öllum guð velkomið að hafa sína skoðun á þessu eins og mér að vera þessu ósammála. Liverpool er alls ekki langt að baki Chelsea eins og staðan er í dag (ef við erum það þá) en þeir geta bætt sitt lið mjög hratt hinsvegar núna strax í janúar. Arsenal er ekkert betra en Liverpool og það gæti dottið í hörkubaráttu milli þessara liða. Eins er ekkert gefið að Tottenham haldi endalaust út þó þeir virki mjög mjög sterkir núna þegar tímabilið er að verða hálfnað.

  Þú veist ekkert hvaða sæti er klárt fyrir Liverpool og ættir líklega bara að einbeita þér að tala um þitt lið sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé Arsenal. Það má vel vera að 6.sætið verði raunin í maí en það yrðu vonbrigði m.v. spilamennsku liðsins og keppinautana sem eru sumir ekkert sérstakir í ár.

  Með örlítið betri nýtingu færa og meiri “lukku” er Liverpool til alls líklegt, a.m.k er ENGIN ástæða til að fara sætta sig við 6.sætið í desember, leikmenn liðsins gera það ekki og því sjálfsagt að stuðnigsmenn geri sér vonir áfram um betri niðurstöðu.

 27. Þetta voru greinilega ekki merkilegri atvik en það að meistari Babú minntist ekki á það í leikskýrslunni um leikinn, og Everton fékk aðeins 1 gult spjald í leiknum.  Svo líklega eru Liverpool gleraugun óvenju sterk hjá þér í dag.

  Svo fékk nú Balotelli seinna gula fyrir ansi litlar sakir gegn ykkur.

  En ég er farinn að sjá þetta, þið eruð með besta liðið og bara FA og dómurum að kenna þegar þið fáið ekki stig – en þeir eiga frábæran dag þegar þið sigrið.
   

 28. En ég er farinn að sjá þetta, þið eruð með besta liðið og bara FA og dómurum að kenna þegar þið fáið ekki stig – en þeir eiga frábæran dag þegar þið sigrið.

  Þú ert bara spólandi á svellinu í þínum rökum og farinn að tala eins og barn. Alls engin að segja að við værum með besta liðið í ár og við höfum ekki mikið verið að kenna dómaranum um töpuð stig í ár. Fulham leikurinn jú enda var þar magnaður leikur og ég gæti svosem tekið Norwich leikinn með en við erum ekkert að tala um dómarann eftir hvern leik og kenna þeim svartklædda um töpuð stig. Mikið frekar færanýtingu okkar manna…rétt eins og í þessum þræði hérna. Enska knattspyrnusambandið hefur heldur ekki ennþá fengið ásakanir frá Liverpool mönnum um töpuð stig í vetur, bara fáránleg vinnubrögð sem félagið mótmælir kröftuglega. Ekkert með stigasöfnunina það sem af er vetri að gera.

 29. #34# 
  “Svo fékk nú Balotelli seinna gula fyrir ansi litlar sakir gegn ykkur.”

  Ef þetta var ekki gult spjald, seinni gula og þar með rautt, þá hafa reglurnar eitthvað breyst, olnbogaskot eru ekki leyfð. 
  http://www.youtube.com/watch?v=fKVZY0fggU8&feature=related

  hann keyrir með olnbogann á undan sér á gulu spjaldi, sennilega bara heimska hjá honum, en ekkert annanað en gult spjald.

 30. gerrard:  Þetta vídeó sýnir mér enn betur að þetta hafi ekki átt að vera gult.  Þetta er aldrei olnbogaskot alveg eins og þegar hönd fer í andlit þýðir það ekki alltaf að maður hafi verið kýldur.  Líklega hefði dómarinn ekki dæmt neitt ef leikmenn Liverpool hefðu ekki púllað United á þetta og hópast að dómaranum.  Alla vega vafaatriði sem féll með ykkur, heppni ?

  Babú: Ég viðurkenni að þetta með knattspyrnusambandið átti ekki rétt á sér, my bad.

  Auðvitað er öllum frjálst að hafa skoðun á þessu.  Mér finnst sú skoðun þín að Liverpool sé ekki langt á eftir Chelsea ótrúleg, veit hreinlega ekki hvort að ég eigi að trúa því að þú sért sannfærður um það sjálfur en hvað um það.  Chelsea eru búnir að gera 3 jafntefli í röð, og með smá “heppni og nýtingu færa” sem þið tönglist hressilega á þessa dagana hefðu þeir unnið Wigan og Fulham og væru fyrir vikið 7 stigum á undan Liverpool en ekki 3, og þá er ég bara að skoða síðustu 3 leiki þeirra.  Þetta með að nýta færi og vera “heppnari” á við um öll lið og líklega atvik í öllum leikjum sem með smá heppni myndi breyta öllu.  

  Eins og í leiknum gegn slappa Arsenal liðinu þar sem liðin deildu 50% possession, 
  Arsenal með 9 horn gegn 5 ykkar og tilraunir 12 gegn 14 ykkar, Arsenal liðið skv þessu á pari við Liverpool í leiknum sem mig minnir líka að hafi verið raunin.  Einnig rekur mig minni til að V.Persie hafi brennt af dauðafæri stöðunni 0-0 og Arsenal svo skorað sjálfsmark á 78mín.  Í raun algjör heppni/óheppni en það henntar ykkur  ekki að tala um heppni/óheppni þarna, bara þegar þið sigrið ekki, fine.

  Þú segir að það sé ekkert gefið að Tottenham haldi þetta út, ég get verið sammála því að þeir eru ótrúlega stutt frá City og United þrátt fyrir 2 stór töp í fyrstu 3 leikjunum en þeir eru með frábært lið og ég efast um að það breytist í janúar.   Í næstu 4 leikjum eiga þeir Swansea, WBA, Everton og Wolves, þar af 3 heimaleikir svo varla gefa þeir mörg færi á sér amk á næstunni.

  Fyrir utan það átti Arsenal slökustu byrjun í 60ár eða e-ð álíka, og samt eru þeir fyrir ofan Liverpool, er mögulegt að það gefi vísbendingu um e-ð ?  Mín skoðun á þeim er samt sú að þeir séu slakastir með Liverpool af topp 6 liðunum, og ég held að meiðsli og styrking í janúar fari langt með að ákveða hvort liðið nær 5.sætinu.  Meistaradeildin gæti truflað Arsenal en ég á ekki von á því að þeir fari lengra en AC Milan og alls ekki lengra en 8.liða úrslitin.
  En líklega eru öll liðin fyrir ofan Liverpool búin að vera stálheppin, og Liverpool óheppið.  Sem þýðir væntanlega að þið rjúkið upp töfluna á nýju ári.
  Að þessu sögðu undirstrika ég spádóm minn, Liverpool enda að mínu mati í besta falli í 5.sæti annars því 6.   Mér finnst lið Chelsea og Spurs mikið sterkari en Liverpool og Arsenal.   Af Arsenal og Liverpool finnst mér Arsenal hafa vinninginn en ef V.Persie meiðist lenda þeir örugglega í vandræðum.  Þess vegna á ég erfitt með að spá til um hvort liðið endar ofar.  En auðvitað bara mitt mat.

   

 31. Haukur, ég er bara einfaldlega algjörlega ósammála þér og það verður bara svo að vera.

  En m.v. þitt mat verður Liverpool í sjötta sæti og kannski verður það rétt hjá þér, kannski ekki.  Við verðum bara að bíða og sjá :).

 32. En líklega eru öll liðin fyrir ofan Liverpool búin að vera stálheppin, og Liverpool óheppið.

  Afhverju ertu að stilla þessu svona upp? Ég er ekkert að tala um hin liðin, hvorki þau atriði sem fallið hafa með þeim né á móti. Ég var bara að tala um Liverpool og skoða hvar við getum sannarlega bætt okkur. Alls ekki að halda því fram að hin liðin geti það ekki og raunar verð ég mjög hissa ef t.d. Arsenal og Chelsea styrki sig ekki verulega í janúar.

  Að rífast um hvar liðin endi í maí er síðan alveg tilgangslaust með öllu en þegar ég segi að Liverpool sé ekki langt á eftir CFC er ég að miða við að við unnum góða og sannfærandi sigra á þeim fyrir stuttu, tvisvar í röð. Hvað Arsenal varðar finnst mér liðin vera á nokkuð svipuðu róli og það getur brugðið til beggja vona hjá báðum liðum. Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni. Meiðist meiðslapésinn Van Persie og þá gæti strax komið upp vandamál hjá Arsenal og svo má ekki gleyma því að þeir hafa jafnan lokið keppni í mars undanfarin ár. (þá reyndar í toppbaráttunni).

 33. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á þá er staðan ekkert svo slæm.  Þegar maður hugsar um deildina þá finnst mér eins og við ættum að vera í 10. sæti, tilfinningin er þannig, öll þessi vonbrigði með öll þessi jafntefli. 
  Við erum bara 3 stigum frá settu markmiði og eigum helling inni.  Eins og þetta lítur út núna þá er þetta barátta við Chelsea og Arsenal um þetta 4. sæti og hef ég fulla trú á því að við náum þessu blessaða sæti.
  Vinnum góðan sigur á Newcastle á morgun í síðasta leik okkar á árinu og það verður svo upphafið á góðu rönni, öfugt við sigurinn á Newcastle í síðasta leik ársins 2008, sem var upphafið að slæmu rönni en það er önnur saga…

 34. Hálffullt glas af óheppni eða hálftómt af hæfileikum? Alveg klassískt vangavelta hjá liði sem er rétt við landamæri þess að meika það eða vera ekki alveg nógu góðir. Hversu mikið sem magnið virðist í glasinu þá verður að viðurkennast að þetta er með öfgakenndari dæmum og þætti lygilegt ef það væri ekki satt.

  Minn tvíeyringur um stöðu mála:

  Jákvætt
  > varnarleikur kominn í lag og sóknarbolti spilaður (skot og posession nær alltaf meira en hjá andstæðingi)
  > von um framför hjá nýjum leikmönnum sem hafa ekki aðlagast enn
  > staðan betri en fyrir ári síðan; betri stjóri, leikmenn og eigendur.
  > góður séns á að vinna bikar.
  > margir ungir og sérlega efnilegir bankandi á dyrnar.
  > tapað fáum leikjum og með góðri sigursveiflu kæmumst við fljótt í topp 4.

  Neikvætt
  > sama gamla vandamálið að geta ekki klárað skyldusigra. Óheppni? Gildir einu, mörkin og stigin telja og það er skortur á þeim.
  > einhæfni í sóknarleiknum og tilviljanakennd færi. Spurn hvort það útskýri ekki að vissu leyti markaþurrðina. Fjöldi skota eða færa segir ekki alla söguna því það eru gæðin en ekki magnið sem skiptir máli. Tapið gegn Stoke finnst mér dæmi um það því þrátt fyrir 20 skot fannst mér við ekkert svo líklegir til að skora eða hvað þá vinna leikinn.
  > gamaldags taktík sem einblínir of mikið á vængspil og fyrirgjafir en minna um að spila milli línanna (mann í holunni).
  > Negrito-gate. Nuff said.
  > afar hörð og tvísýn samkeppni um 4.sæti við sérlega sterk lið. Sjaldan verið erfiðara að komast í CL.
  > komið allt of lítið út úr föstum leikatriðum miðað við þá gullfætur sem við keyptum í sumar. Heimtur verða að aukast úr víta-, horn- og aukaspyrnum.
  > fengið of lítið fyrir peninginn í leikmannakaupum… so far. Enrique og Bellamy voru bargain en aðrir hafa enn ekki staðið undir sínu (Henderson finnst mér samt standa sig ágætlega)

  Árið 2011 hefur verið með líflegra móti hvað LFC snertir. Endurkoma Kenny, fullt af nýjum leikmönnum, skandalar og stangarskot. Ég ber með mér von um að e-ð gott komi út úr þeim fræjum sem verið er að sá og maður sér alveg að ákveðin heildarmynd er í gangi.

  En það hefur vantað herslumuninn upp á það sem af er og mér fannst við taka full mikinn séns á heilsufari Gerrard. Við seldum Meireles (sem ég er 100% sammála) og veðjuðum á að Gerrard kæmi svo sterkur inn og leysti stöðu sókndjarfs miðjumanns. SteG hefur hinsvegar verið í tómu tjóni líkamlega og því fannst manni sem við hefðum betur styrkt þessa stöðu í sumar, sérstaklega þar sem SteG er að komast á aldur.

  Margir voru orðaðir og flestir kostir spennandi, til lengri eða skemmri tíma (Xherdan Shaqiri, Marko Marin, Marco Reus eða jafnvel Diego að láni frá Wolfsburg). Okkur vantar þennan leikstjórnanda sem gerir aðra betri í kringum sig og býr til betri færi en þau sem við erum að setja í stöngina í dag. Okkur vantar í raun fleiri færi sem ekki er hægt að klikka á múahaha

  Að kaupa háklassa leikmann til viðbótar við bresku byltinguna hefði líka verið öflug yfirlýsing um ásetning okkar að ná CL-sæti. Það er séns á því í janúar og meiðslin á Lucas og Gerrard ásamt hugsanlega löngu banni á Suarez ættu að ýta við Comolli og FSG að styrkja liðið.

  Svo vildi ég óska þess að KKD myndi hætta að spila Downing á hægri vængnum! Alveg óþolandi fyrirsjáanlegt þegar hann svissar á vinstri skotlöppina eða á lélega sendingu með hægri. Spila mönnum í sínum sterkustu stöðum takk fyrir.

  Einnig er ég sammála þeirri umræðu um fleiri WINNERS í liðið. Í raun er það bara spurning um fleiri háklassa leikmenn til að gera hina betri í kring um sig. Frábærir leikmenn geta gert minna hæfileikaríka liðsfélaga sína að betri og gagnlegri leikmönnum. En sannaðir sigurvegarar kosta mikla peninga og eru með há laun og maður skilur vel þá stefnu að reyna að búa til winners í stað þess að kaupa þá tilbúna.

  Og talandi um sigra, hversu margir af leikmönnum LFC hafa unnið silfur á sínum ferli?? Carra og Steg eru þeir einu sem eftir eru af Istanbúl-liðinu, Suarez hefur unnið með Ajax og Urugvæ (líka Coates), Reina og Agger unnu FA Cup 2006 og G.Johnson titilinn með Chelskí og FA Cup með Portsmouth. Aðrir hafa sáralitlu áorkað fyrir utan tapaða úrslitaleiki (Kuyt og Downing).

  Gallin við kaupin á sumum leikmönnum frá slakari liðum er ekki bara hvort þeir séu fæddir sigurvegarar eða þoli pressuna af því að vera hjá stórliði. Ég tel það einfaldlega vera þá staðreynd að þeir hafa sjaldan eða aldrei þurft að spila gegn pökkuðum varnarmúr andstæðinganna. Downing, Adam, Carroll og Henderson hafa ávallt verið hjá miðlungsliðum og þeirra mótherjar pakka næsta aldrei í vörn gegn þeim. Þeir hafa því lítið þurft að spila gegn mótherja sem gefur lítið svæði og þar sem tækni, hraði, sköpun og nákvæmni á síðasta þriðjunginum skiptir öllu máli. Það er því engin tilviljun að okkur gangi illa gegn þannig leikaðferð á Anfield og gangi vel á útivöllum eða stórleikjum þegar mótherjinn opnar sig meira. Það bráðvantar því skapandi töframann á miðjuna a la Modric og þess háttar leikmenn. Ég mæli með Marko Marin hjá W.Bremen sem var orðaður við okkur í sumar, ætti að vera á viðráðanlegu verði og launum og getur bæði spilað í holunni og vængnum. Frábær og spennandi leikmaður.

  Þannig að ég tel okkur 1-2 leikmönnum ásamt fjölbreyttari sóknartaktík og smá “heppni” frá því að negla þetta 4.sæti sem er bráðnauðsynlegt framfaraskref á þessum tímapunkti í sögu LFC. Þurfum að komast í CL til að Kenny fái frið, betri leikmenn vilji koma ásamt auknum tekjum til að láta módelið ganga upp í ljós FFP-reglnanna. Einnig tel ég Ayres og FSG bíða með að stórar ákvarðanir um nýjan völl, sölu á nafni á hann eða álíka þar til að við erum komnir í CL sem myndi tryggja betri díla. Þess vegna verðum við að kaupa í janúar. You have to spend money to make money.

  En það er von og það er skárra að líta á glasið sem hálffullt til að halda geðheilsunni.

  Takk fyrir mig.

 35. Eitt í viðbót:

  @ Maggi (#23)

  Er Kevin Keen óumdeilt meðal bestu þjálfara á Englandi? Clarke er klárlega toppklassi og þá sérsaklega í varnartaktík. En hvað hefur Keen gert annað en að þekkja Clarke frá tíma þeirra hjá W.Ham? Miðlungs miðjumaður hjá miðlungsliðum á sínum leikferli og svo verið þjálfari og margsinnis caretaker hjá W.Ham og Macclesfield. Sé ekkert framúrskarandi á ferilskránni hans en er alveg opinn fyrir upplýsingum sem þú lumar á um hið gagnstæða.

Opin umræða – 442

Breytingar á ummælum