Breytingar á ummælum

Við höfum ákveðið að fara aftur í gamla ummælakerfið, þannig að nú verður ekki hægt að svara ummælum í undir-ummælum einsog hægt hefur verið að gera síðustu daga.

Svona ummælakerfi með þráðum er ekki að virka nægilega vel að okkar mati fyrir kop.is þar sem að færslur eru tiltöluega fáar og umræðuþræðir langir. Við höfum rætt það í ritstjórn að okkur finnst erfiðara að fylgjast með nýjustu umræðunni á síðunni þegar að menn eru að svara á ólíkum stöðum í hverjum ummælaþræði.

Allavegana, við höfum því ákveðið að taka upp gamla kerfið á ný.

25 Comments

 1. Ég er ánægður með þetta. Miklu þægilegra að lesa kommentin í tímaröð

 2. Ok það er bara fínt en er það bara hjá mér sem að síðan er öll rauð og þá meina ég öll rauð!!?

 3. Það er ekki rauði liturinn fyrir mitt leiti, heldur gráu skástrikin sem gera lesturinn óþæginlegan 😛

 4. Öll síðan er rauð hjá mér einsog þeir sem á undan nefna. Ég er að nota Firefox í Windows Vista.

  Einnig vil ég benda á einn galla sem kemur fram hjá mér, í comment reitnum kemur grái ramminn “comment” vel inná skrifsvæðið sem ég skrifa þennan texta á. Er möguleiki á að laga þetta?

 5. Síðan er rauð hjá mér líka og nota Safari í Mac, annars gott mál að breyta til baka vegna þess að ef maður skoðaði kop.is í símanum (iPhone í mínu tilviki) þá komu ummælin öll í tímaröð, sem var óþægilegt þegar verið var að svara ummælum inní miðri röð, sem gerði þetta allt saman frekar ruglingslegt. Ég þurfti alltaf að fara í tölvuna til að átta mig á hver var að svara hverjum. Nú verður allt í tímaröð og þeir sem vilja svara einhverjum sérstökum ummælum byrja á @nr. eða #nr. o.s.frv.

  Sem sagt Gott mál. 

 6. Hafið letrið Hvítt en ekki grátt , það er svo óþægilegt að lesa þetta vá sko , en ummælakerfið er mikklu betra og það er þægilegra að hafa það svona í tímaröð.

 7.  
  Sælir , eins og síðan getur verið góð þá er skelfilegt að lesa þetta núna.
  Endilega lagið þetta sem fyrst.
  YNWA

 8. það er ekki hægt að lesa textann hjá ykkur nema draga músina yfir hann….

 9. Afsakið þetta. Ég er búinn að laga þetta. Við Einar Örn erum að stunda smá húsverk á baksvæði síðunnar fyrir áramótin og áttuðum okkur ekki á þessari villu fyrr en við vorum báðir farnir út úr húsi og því fékk síðan að standa svona rauð og brotin í nokkra klukkutíma.

 10. Þetta er allt annað en eins og var bent á að þá mætti ef hægt er færa þennan comment hnapp sem kemur niður í textaboxið þar sem þessi texti er skrifaður. Annars bara mjög cool!!!

 11. Sælir

  Mér fannst þetta einmitt mjög fínt að geta svarað ákeðnum ummælum beint.
  Fannst þetta mikið til hins betra og koma skemmtilegra út… 🙁  

 12. Mér finnst það betra þegar það er hægt að queta í einhver ummmæli en er ekki hægt að láta það þá koma neðst á síðuna eins og t.d hjá Liverpool.is ?
   

 13. Er/Var alveg að fíla það að geta svarað einum aðila og rætt hlutina án þess að vitna í einhvert númer og svo tínast í umræðunni.  Hefði mátt gefa þessu meiri tíma til að þróast.  Eruð kannski full fljótir á ykkur að breyta til fyrr horfs!

 14. Ánægður með þessar breytingar! Gamla góða klikkar ekki..
  Maður verður nógu ringlaður yfir höfuð að lesa yfir kommentin hér, hvað þá þegar það var hægt að svara hverju kommenti. Var eiginlega bara eins og hugi.is eða eitthvað álíka..

  Keep up the good work! 

  Ps. Trúi ekki að ég missti af síðunni allri rauðri! Getum við haft það þema eftir 12 að miðnætti á gamlárs, svona til að fagna nýju ári. Sá nefnilega hvað það voru margir ánægðir með þetta 🙂

 15. Það að geta svarað kommentum er gott en ég sé líka alveg vandnn við það sem er kannski tvíþættur. Erfiðara fyrir umsjónarmenn að fara yfir það sem komið er og svo voru góð svör að tínast þar sem þetta raðast ekki í tímaröð. Maður nennir ekki að lesa öll svörin aftur og aftur til að athuga hvort að eitthvað nýtt sé komið.

  Held að við sem skrifum hér á þennan vef ættum að temja okkur að vísa í viðkomandi nr. á pósti þegar við svörum. Gallinn við það er að ef stjórnendur eyða út pósti sem einhver bjálfi skrifar þá riðlast númeraröðin. Lausnin við það væri ef stjórnendur þurrki út (hef séð það gert) það sem bjálfinn skrifar en eyði ekki út færslunni.

 16. flott síða, ein af mínum uppáhalds.
   
  Rúmur sólahringur í leik og mig hlakkar ekkert lítið til að lesa upphitun 🙂
   
  Gleðileg jól og árið sem ég væri meira en til í að slútta með svosem einum alvöru sigri 😀
   

 17. Menn hafa aðeins leyft sér að gagnrýna KD á þessari síðu sem er bara flott mál. En mig langaði til að koma því að hversu ánægður ég er með viðtölin við hann. Alltaf pósitívur. Alltaf að bakka upp þá sem eru í vandræðum og blæs jákvæðu andrúmslofti í alla þá sem koma nálægt klúbbnum. Þó að úrslitin séu ekki eins og maður vildi óska þá er þetta akkúrat rétta viðhorfið og menn standa saman. Enginn helvítis tvískinnungur eða eitthvað kjaftæði. Við erum svo allan daginn að fara að rúlla yfir Newcastle á morgun að hálfa væri nóg.
  Góðar stundir…..

 18. Ánægður með að hverfa til gamla fyrirkomulagsins. Styð það 100%

Stöngin út (óheppni – afsakanir – lélegir?)

Newcastle á morgun