Opin umræða – 442

Þetta er opin umræða. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur um umræðu á Kop.is áður en þið tjáið ykkur í ummælum.

Kenny Dalglish klúðraði taktíkinni í gær. Og, of margir af rándýru leikmönnunum sem voru keyptir í sumar eru ekki að standa sig.

Það þýðir ekkert að ætla að sópa slíkum hlutum undir teppið þótt King Kenny sé stjórinn. Við hljótum að mega ræða það sem hann gerir illa eins og við gerðum með Houllier, Benitez og Hodgson á þessari síðu. Það græðir enginn á því að vitna bara í Shankly og láta eins og allt sé í stakasta lagi.

Liverpool er búið að spila 9 heimaleiki í vetur:

Sunderland – jafntefli
Bolton – sigur
Wolves – sigur
Man Utd – jafntefli
Norwich – jafntefli
Swansea – jafntefli
Man City – jafntefli
QPR – sigur
Blackburn – jafntefli

9 heimaleikir. 6 jafntefli, 3 sigrar, ekkert tap. Þetta er náttúrulega fáránleg lesning og það er engin leið að kenna bara óheppni um.

Útileikjaformið er fínt. 5 sigrar og 1 jafntefli í 9 leikjum þar, ekkert að því svo sem. Vandamálið er alfarið heimavöllurinn og getuleysi okkar manna fyrir framan markið þar. Markatalan 11-7 í 9 heimaleikjum er bara brandari. Wigan-jafnteflið í síðustu viku var svekkjandi, en það var fyrsta jafntefli okkar manna á útivelli í vetur. Menn mega við slíkum leikjum ef þeir klára heimaleikina. Ég horfi á þau 9 lið sem hafa komið á Anfield í vetur og sé bara tvö ásættanleg jafntefli, gegn Manchester-liðunum. Hitt ættu að vera 7 sigurleikir. Það þýðir að liðið hefur unnið sér inn heil 15 stig á heimavelli í stað þeirra 23 sem ég hefði ætlast til fyrirfram.

Það eru 8 stig sem okkur vantar út af þessu getuleysi liðsins í sókninni. Við erum 4 stigum frá 3. sætinu. Þetta er ótrúlega svekkjandi.

Til samanburðar er hér heimaleikjaform liðanna fyrir ofan okkur:

Man City – 9 leikir, 9 sigrar.
Man Utd – 9 leikir, 7 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap.
Tottenham – 8 leikir, 6 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap.
Chelsea – 9 leikir, 6 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp.
Arsenal – 8 leikir, 6 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap.

Við eigum töpin hjá Arsenal og Chelsea þarna. Frábærir útisigrar okkar manna sem skipta engu máli lengur af því að þau vinna hina heimaleiki sína.

Í gær olli Dalglish mér verulegum vonbrigðum. Ég spáði 10 af 11 leikmönnum í byrjunaliði réttum í upphitun minni á jóladag, en ellefti leikmaðurinn var lykillin að því hvers vegna okkur gekk illa. Í stað Bellamy, sem ég spáði byrjunarliðssæti, fékk Carroll að byrja. Það þýddi að Dalglish reyndi enn og aftur að láta leikkerfið 4-4-2 virka á heimavelli með Carroll fremstan og bitlausan að venju. Ég veit ekki hvað Dalglish þarf að gera mörg jafntefli á heimavelli eða þola langa markaþurrð áður en hann gefst upp á þessu leikkerfi, og ég skil ómögulega af hverju Carroll fær að byrja frekar en Bellamy eða Kuyt eins og hann er að spila í dag. Það er ekki eins og Kuyt sé að blómstra undanfarið en hann er samt talsvert betri en Carroll.

Það er líka hitt sem við verðum að ræða. Menn hafa talað um að ef 3 af hverjum 5 leikmannakaupum spjari sig sé það mjög góð prósenta. Í ár hefur Liverpool keypt 9 leikmenn: Suarez, Carroll, Henderson, Adam, Doni, Downing, Bellamy, Enrique og Coates. Ef við undanskiljum Doni og Coates sem hafa lítið/ekkert spilað eru þetta 7 leikmenn sem hafa komið beint inn í aðalliðið, og af þeim myndi ég bara segja að 2-4 í mesta lagi séu á pari við það sem við bjuggumst við. Enrique hefur sennilega reynst kaup ársins í vinstri bakverðinum, Suarez er frábær í framlínunni en nýtir skelfilga illa færin sín, Adam hefur átt góða og slæma leiki eins og flestir bjuggust við en þó verið með betri mönnum heilt yfir og það sama má segja um Bellamy.

Þá eru eftir Carroll, Henderson og Downing. Leikmenn sem kostuðu 35, 18 og 19 milljónir punda. Það að ódýrari leikmennirnir séu að spjara sig vel og þeir dýrari ekki er í sjálfu sér athyglisvert, en staðreyndin er sú að þessir þrír geta ekki talist neinn happafengur fyrir okkur enn sem komið er. Auðvitað eru þeir allir ungir og allt of snemmt að afskrifa þá, en spilamennska eins og sú sem við höfum séð á heimavelli hjá Henderson, eða 0 mörk og 0 stoðsendingar frá Downing í vetur, eða heil 4 deildarmörk hjá Carroll á árinu 2011, gerir mann verulega áhyggjufullan. Ef bara einn af þessum þremur hefði staðið almennilega undir væntingum í vetur værum við eflaust í talsvert betri stöðu, en á meðan Gerrard er meiddur og Suarez er að kljást við erfiða hluti utan vallar er djöfulli blóðugt að eiga þrjár rándýrar hetjur sem passa ekki í skóna sína og komast því ekki út úr húsi, hvað þá að fremja hetjudáðir.

Dalglish verður að bæta hjá sér taktíkina og gefast upp á þessu “spilum Carroll í stuð sama hvað það kostar” 4-4-2 kerfi. Downing, Carroll og að vissu leyti Henderson líka verða að skilja að menn fá ekkert endalausan tíma til að spila sig í gang hjá liði eins og Liverpool.

Og við verðum að kaupa leikmenn í janúar. Ef menn ætla sér á annað borð í Meistaradeildina að ári er að verða nokkurn veginn útséð með að þetta lið í núverandi mynd geti skilað okkur þangað.

91 Comments

 1. Ég er mikið sammála þér í þessu Kristján Atli, þetta er ekki hægt lengur.  En eitthvað þarf að gera til að auka sjálfstraust leikmanna og glæsimarkvörslur vara-vara markmanna gestaliðanna leik eftir leik gera mann gjörsamlega brjálaðan og hljóta að draga vígtennurnar úr mönnum eins og Carroll.  Það hefur nákvæmlega ekkert fallið með okkur í þessum málum á heimavelli í allan vetur !! Fáránlega pirrandi.
  Newcastle unnu góðan sigur á vonlausu liði Bolton í gær og þeir mæta á Anfield á föstudagskvöldið, það verður erfiður leikur og ekki get ég séð hvaðan mörkin eiga að koma hjá okkar mönnum.  Vonandi verður Gerrard í byrjunarliðinu og hann hlýtur að geta dregið menn eitthvað uppúr þessu rugli…

 2. Bíð eftir “fáum Benitez aftur” kórnum því hjá sumum virðist það meira hipp og kúl að halda með Benitez en Liverpool.

  Annars er ég sammála þér með að okkur vantar leikmenn, ég veit bara ekki alveg hvaða leikmenn. Mín vegna mætti selja Dirk Kuyt sem ekkert hefur getað í vetur og er líklega eini maðurinn sem hefur verið lélegri en Carroll. Og þó ég sjái hellings hæfileika í Carroll þá væri ég til í að selja hann ef fengjum við ca 25m til baka. Þá myndi okkur vanta tvo framherja. Einnig vantar okkur kantmenn en í hópnum er aðeins Downing. Edin Hazard eða þannig týpa væri mjög velkominn. 

  Annars virðist ekki skipta máli hverjir spila eða hvaða kerfi er spilað, alltaf skulum við vera betra liðið án þess að skora mörk. Það heitir lélegur sóknarleikur. Það er ekki hægt að kenna óheppni um í hálft tímabil. Dalglish og Clarkevirðast búnir að þétta varnarleikinn mikið, nú þarf Kevin Keen að fara sinna sinni vinnu með sóknarleikinn. 

  • Hann var nú góður þessi, hipp og kúl að halda með Benitez. Sumir hérna fylgja Daglish í algerri blindni. 

   Þvílík snilld væri að fá meistara Benitez aftur með sýna taktísku snilli. 

   • Daglish er líka legend en Benitez vann bara eina meistardeild með okkur. 

 3. Ég veit ekki með ykkur en Carroll átti 3 góð færi í gær sem hefðu átt að vera mörk ef ekki hefði verið fyrir stórkostlega markvörslur.  Hann kom sér í færin og slúttaði vel en markvörðurinn varði á ótrúlegan hátt í öll skiptin.  Einhverntíma hefði það þótt gott hjá striker að koma sér í 3 dauðafæri og slútta vel.  Þetta kemur allt hjá honum – spila honum á móti Newcastle og hann mun brjótast út.  Hann þarf fleiri leiki í röð til að koma sér í form…..
   

  • Markvörðurinn átti engar 3 frábærar markvörslur. Ertu að sjá færinn. Þegar boltinn datt fyrir lappirnar á Carroll skaut hann beint á markvörðinn. Örlítið betri framherji hefði lyft boltanum í netið gegn markmanni sem var búinn að leggjast niður. 

   Færið sem hann fékk í lok leiksins var fyrirsjáanlegt og laust. Vissulega lítur markvarslan vel út í sjónvarpi en það er auðveldara að verja svona bolta en það lítur út.

   Þegar hann skallaði boltann í jörðina og beint í fangið á markmanninum þá hefði góður skallamaður klárað það færi. Ef Robbie Fowler hefði verið í níunni í gær hefði hann sett a.m.k. tvö mörk.

   Mitt mat er að lána hann í 18 mánuði eða reyna að selja hann aftur til Newcastle í skiptum fyrir Demba Ba og Jonas Gutierez plús pening. Því miður er ég ekki að sjá að Carroll eigi eftir að gerast heimsklassaleikmaður yfir eina nótt eða eitt tímabil. Hann er einfaldlega ekki hæfileikaríkari en það sem hann hefur sýnt okkur hingað til. Væri ósköp glaður ef hann myndi stinga vel ofan í mig en mér finnst mun líklegri að Henderson nái að blómstra heldur en Carroll.  

    

   • Carroll fyrir Ba (næst markahæsta mann deildarinnar), Guiterez OG peninga? Ég elska hvað fótboltaaðdáendur geta verið veruleikafirrtir.

 4. Góður pistill, annars ætla ég lítið að tjá mig enda ennþá alveg brjálaður eftir síðasta leik.
  Það er bara ekki nóg að verjast vel, þessi steingelda frammistaða í sókninni er gersamlega óþolandi.
   
  Hvað gerðist hjá Kuyt? Hann hefur svo sem aldrei verið mikil marka maskína en hann hefur klárlega smitast af þessari get’ekki skorað flensu sem virðist þjaka hvern einasta mann í liðinu.
  Segir það ekki eitthvað um framherjana okkar þegar þeir hafa ekki einusinni sjálfstraust til að skora úr vítum?
  Næsti leikur er gegn Newcastle og ég er bara ekkert bjartsýnn fyrir þann leik.
   
  Nú biður maður til Fowlers um að Gerrard haldist heill og komi skikki á þessa aula.

 5. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Man.city komst ekki á toppinn á þremur mánuðum þrátt fyrir að geta keypt hvaða leikmann sem er og boðið ótrúleg laun. Í fyrra var talað um að Mancini væri vonlaus stjóri . Það hefur tekið City 2 ár að byggja upp topplið.
  FSG sögðu þegar þeir keyptu Liverpool að það tæki nokkur ár að koma Liverpool á þann stað sem þeir vildu. Svo við Liverpool aðdáendur verðum að vera þolimóðir. Liverpool er þrátt fyrir allt ekki mjög langt frá 4. sætinu þrátt fyrir að  hlutirnir séu ekki að falla með okkur í undanförnum leikjum.

  Það verður að gefa eigendunum . Dalglish, Clarke og leikmönnunum tíma til að slípa saman liðið.
  Hver væri líka tilgangurinn með að reka Dalglish. Hver gæti komið í staðinn. Enginn segi ég.
   

  • Guðjón þetta er rétt hjá þér. Það þarf tíma að byggja upp nýtt lið.
   Liðið samanstendur af mjög góðum markmanni. Góðri vörn og breiðum hópi varnarmanna. Við eigum í það minnsta 8 góða varnarmenn.
   Það vantar skapandi miðjumann. Það var vont að missa Meireles. Mjög slæmt að missa Lucas í meiðsli. Henderson er mjög ungur leikmaður sem er að spila mjög vel. Það góða er að hann er að fá mikið af leikjum sem að styrkja hann. Adam var low risk kaup. Hann er brokkgengur en það mátti búast við því. Downing er enginn snillingur. Hann hefur aldrei verið það og verður það aldrei. Hann er hinsvegar duglegur og á sjaldan slaka leiki.
   Það væri gott að fá Hazard eða Johnson frá MC en fullkomlega tilgangslaust að kaup miðlungsleikmenn. Miklu nær að gefa ungu strákunum tækifæri.
   Carroll er hæfileikabúnt sem þarf sinn tíma. Hann er mjög dulegur og það skiptir máli! Ég veit ekki betur en flestir góðir framherjar fari í gegnum tímabil þar sem þeir skora lítið. Ég treysti Dalglish til að höndla þennan strák.
   Fínt að fá verulega góðann framherja en ef ekki þá gefa ungu strákunum tækifæri.
   Markmiðið á þessu tímabili er 4 sætið og bikar. Það er raunhæft en við erum að keppa við fyrnasterk lið.
   Ef einhver er að efast um árangurinn þá hvet ég viðkomandi til að skoða hvað var að gerast hjá félaginu fyrir ári síðan.
   Það er talað um að eigendurnir hafi sett mikinn pening í leikmannakaup. Þeir hafa líka selt mikið af leikmönnum og menn verða líta á nettótöluna.
   YNWA

   • það væla allir yfir að það vantar Lucas núna, hann fékk marga leiki undir beltið og eru flestir LFC menn farnir að elska hann og er hann byrjunarliðsmaður nr.1. Henderson á eftir að verða mikið betri eftir c.a 2 ár verður hann orðinn byrjunarliðsmaður hjá enska landsliðinu og ómissandi fyrir LFC.

   • Held að það sé enginn að vilja reka Kenny og hans menn.  Held að aðalmálið sé andleysi í liðinu og að okkar mati rangt kerfi sem Kenny er að nota.  

    En fyrst þú minnist á FSG og þá, er líklegt að þeir horfi dálítið í tölfræðina og hún er vægast sagt slök hjá okkur, þegar við lítum fram á við.   Mörg færi, lélegt nýting eða framkvæmd ef það má orða það svo.    Annar þáttur í tölfræði eru mörk, en án marka vinnur þú ekki leiki.
    Hvað þarf til?  Jú betri nýtingu og e.t.v. opnari færi.  Það færðu með betri leikmönnum eða öðru kerfi á núverandi leikmenn.  

    Betri leikmenn er vissulega hægt að kaupa en mun það endilega skila árangri?  Nei líklega ekki.    Kenny keypti búnt af leikmönnum og í raun hafa bara Suarez og Enrique skilað sér vel á fyrsta tímabili.  Aðrir hafa verið lélegir eða í besta falli mjög mistækir í sínum aðgerðum. 

    Mitt mat er að Kenny er ekki með rétt kerfi m.v. mannskapinn og hans mannskapur sem hann fær til að spila er ekki að standa sig.  Það er augljóst.  Þess vegna þarf hann að aðlaga sig og sitt kerfi.  Þetta gengur ekki svona, það er klárt. 

 6. Persónulega er hef ég alltaf verið hrifnastur að 4-5-1 útfærslunni þar sem Gerrard spilar í holunni.
  Varðandi markmenn andstæðinganna er þetta einfalt. Þú verður að vera betri en markmaðurinn ef þú ætlar að skora hjá honum.

 7. Það er held ég enginn að tala um að reka Dalglish. En við hljótum að mega ræða það sem okkur finnst hann gera illa án þess að heimta að hann sé rekinn. Maðurinn er snillngur og kann þetta allt miklu betur en við hin, en samt skilur maður ómögulega í sumum ákvörðunum hans. Þannig er þetta bara.

 8. Greinarhöfundur hefur rétt fyrrir sér að einu leyti, það þarf að kaupa leikmenn, helst sóknarmann. Hann má alveg kosta um 20 milljónir. Þar liggur höfuðverkurinn. Ég er ekki sammála því að Henderson sé vonbrigði, eftir að hann var færður inná miðjuna hefur hann átt mjög góða leiki. Adam hlýtur að vera gráta sig í svefn, klúðrar víti og gerir síðan sjálfsmark í næsta leik. Downing var mjög góður á móti Blackburn, vandinn var að mennirnir inní boxinu voru ekki að hjálpa honum. 
  Liðinu sárvantar mörk, ekkert annað. Færin hafa verið fyrir hendi, vörnin er frábær og miðjan öll að slípast til. Það sást hversu mikið liðið hefur saknað Steven Gerrard þegar Frelsarinn kom inná, þvílíkur kraftur….
  En það má  ekki missa vonina; United og City hafa stungið af og munu berjast um titilinn. Og hin liðin fjögur eiga eftir að tapa “óvæntum” stigum. Þrátt fyrir skelfilega tölfræði og markaþurrð er meistaradeildin ekki utan seilingar. Ef Dalglish nær að landa einum sterkum stræker, sem veit hvar marknetið er, þá er Liverpool good to go.
  Góðar stundir, My fellow Negritos 

  • Ég er ekki viss um að þetta með að sóknarmennirnir séu ekki að hjálpa Downing sé akkurat málið. Eins og Ívar nokkur benti á í síðasta pistli og fleiri hafa gert þá held ég að það sé bara ekki verið að hjálpa þeim báðum nóg til að þeir nái saman. Það virkar eins og það sé ekkert plan um hvort krossinn eigi að koma á fyrsta tempói, öðru eða einhverju yfir höfuð. Hlaupin hjá sóknarmönnunum eru oft mjög vitlaust tímasett, maður sér sendingarnar koma framan við eða aftan við sóknarmennina hvað eftir annað sem er mjög pirrandi. En ég held að það sé líka vegna þess að sóknarmennirnir hafa bara ekki hugmynd um hvenær sendingin kemur eða hvað kantmanninum dettur í hug í þessari sókn!

   Ekki misskilja mig, ég er ekki á þeirri skoðun að það eigi að njörva niður allan sóknarleik í fastar skorður og bara sækja á fyrirfram ákveðnum stöðum og eftir ákveðnum leiðum. Frjáls sóknarleikur hefur líka marga kosti en ég held að vandamálið í dag sé að finna jafnvægið þar á milli. Plús auðvitað að berja sjálfstrausti í hvern einasta liðsmann!!! Vonandi á endurkoma Gerrard eftir að hjálpa til þar! 

 9. Ég er búinn að lesa þessa frábæru síðu nánast daglega í nokkur ár, ég les allar greinar og nánast öll comment sem á hana eru skrifuð en commenta sjálfur mjög sjaldan.  Mér finnst eins og síðan sé að fara í tvær ólíkar áttir.  Pistlarnir og nálgun umsjónarmanna síðunnar á því sem fjallað er um er alltaf að verða betri og á maður oft erfitt með að trúa því hvernig stöðugt er hægt að toppa sig í þeim málum.  Pennarnir eru hver öðrum betri og hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti verið í uppáhaldi hjá mér.

  En commentin hjá lesendum hafa því miður dottið niður í gæðum frá því ég fór að fylgjast með.  Það er gott að hafa ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málefnum en að vera með skítkast út í einhvern sem að sem að er á öðru máli er óþarfi.  Málefnaleg umræða er svo miklu skemmtilegri en leiðindi út í náungann. Þó að einhverjum finnist Downing eða Carroll ekki vera jafn mikið úrhrak eða snillingur og manni sjálfum þá er sá aðili ekki sjálfgefið fífl sem ekkert vit hefur á fótbolta 🙂

  Kannski hafa vinsældir þessarar frábæru síðu komið niður á umræðunum.  Annars er ekkert hægt annað en að hrósa síðunni sjálfri þó að við lesendurnir sem að tjáum okkur hér í ummælum mættum kannski líta í okkar eigin barm og hækka standartinn í commentunum hjá okkur !  Þá er ég ekki að tala um commentin sem hafa verið í þessum þræði.

  Ég vil þakka fyrir frábæra síðu og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér hér á netinu.  Eitt getum við allir verið sammála um og það er að það vantar fleiri mörk og það vandamál þarf að leysa helst í gær.

  • Mikið rétt Palli Á. Held að oft séu gæði kommentanna í takt við gæði spilamennskunnar hjá LFC 🙂 Ákveðin fylgni þar á ferð.

   • Það er satt þetta með spilamennskuna og gæði commenta, einnig virðist fjöldinn vera háður spilamennskunni.  Eftir slaka spilamennsku verða commentin oft mörg, stutt og kvikindisleg.   

 10. Góður pistill og þarfur, og mikið rétt að það megi ræða þetta sem er að hjá klúbbnum þó menn séu ekki að lasta einn eða neinn. Ég er á því að margt gott sé að gerast hjá klúbbnum, en betur má ef duga skal. Þegar Dalglish tók við var allt í molum hjá okkur og ekker gekk upp hjá okkur. Menn töluðu um að Dalglish hefði komið leikgleðinni inn í liðið á ný og það sýnir sig best á því hvað liðið gerði góða hluti á síðasta tímabili eftir að hann tók við. En hvað er að gerast núna, sjálftraustið er ekki til staðar sem sýnir sig best í nýtingu færa. Ég er algerlega á því að það þurfi að gera enn frekari breitingar á liðinu, það sem mér finnst einna helst þurfa er að losa okkur við Kuyt og Carrol, þessir leikmenn eru bara ekki að gera neitt fyrir klúbbinn, og við þurfum að kaupa alvöru striker og miðjumann. Nú er Gerrard að koma til baka og það verður vonandi til þess að meira sjálftraust kemur í hópin og þá gætu hlutirnir farið að snúast okkur í vil, en svo er það stóra spurningin þegar og ef Suares fer íbann, hvernig mun það koma við okkur… Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé að detta með okkur, og það þarf svo sannarlega að fara að gerast ætlum við okkur að vera í CL á næstu leiktíð… Við verðum hreinlega að raða inn mörkum í næstu leikjum og þá kemur þetta sem upp á vantar hjá okkur…

  Áfram LIVERPOOL… YNWA….

 11. Ég vill ekki einu sinni hugsa útí það hvar Liverpool liðið væri statt í deildinni ef að við værum i evropukeppni. Ég er farinn að hafa mínar efasemdir um Dalglish þótt að mér finnist erfitt að viðurkenna það, þá held ég að hann sé bara ekki með þetta lengur, en hann getur troðið því uppí rassgatið á mér seinna á tímabilinum vonandi!

  Leikurinn gegn Newcastle mun liklega spilast svipað og þessi Blackburn leikur og Carroll verður 100% í startinu. Mikið agalega er ég smeykur fyrir þann leik. 

 12. Afhverju er alltaf lausnin að kaupa og kaupa meira? Er ekki nær að krefjast þess að fá meira frá öllum leikmönnum liðsins og vinna markvert í því? Mér er skítsama hvort að við eyddum of miklum peningum í sumar í liðið, veskið mitt er alveg eins en lundin var töluvert léttari þegar ég sá liðið mitt vera að kaupa dýrari leikmenn og loka þeim leikmönnum sem voru á shortlistanum frekar en að sætta sig við annan eða þriðja valkost. 
  Andy Carroll og Luis Suarez voru keyptir sem markaskorarar og hjá sínum fyrrverandi liðum voru þeir markaskorarar, afhverju er endlilega lausnin þá að kaupa fleiri framherja? Er ekki miklu nær að vinna í því að gera þá aftur að þeim markaskorurum sem þeir voru þegar þeir voru keyptir? Ég er enginn sérstakur aðdáandi 4-4-2 leikkerfisins en ég var samt ánægður með að sjá Carroll í byrjunarliðinu í gær, því þetta var leikur sem var kjörinn til að reyna að fá hann í gang. Við erum jú að þurfa að fara að treysta á hann þegar Suarez fer í sitt 8 leikja bann og gleymum því ekki að Carroll átti 2-3 góð færi í gær sem hefðu vel getað endað inni.

  Annars er ég ánægður með að þessi síða er farin að gagnrýna Kenny Dalglish, mér hefur fundist hann vera of lengi yfir gagnrýnina hafin vegna sögu hans í klúbbnum. Hann á alls ekki að vera yfir gagnrýnina hafinn.

 13. Ég skil ekki væntingarnar sem vid erum ad gera til lidsins tetta lid er allt stútfullt af leikmönnum úr midlungslidum sem hafa aldrei verid í toppbaráttu og thekkja hana ekki . Thad er enginn leikmadur (fyrir utan reina og gerrard ,eitt tímabil)sem hefur verid í toppbaráttu . Vid höfum ekki verid í toppbaráttu undanfarin ár og verdum Thad ekki í ár vegna thess ad enginn í lidinu thekkir hana.

 14. Það er eitthvað mikið að hjá félaginu. Það tengist held ég ekki bara þjálfara eða leikmönnum. Þetta nær eitthvað miklu dýpra og er held ég eitthvað sálfræðilegt. 

  Það er ekki eðlilegt að tapa eða gera jafntefli við lélegustu lið deildarinnar ár eftir ár og það á heimavelli. Það er að myndast einhver hefð á Anfield þar sem að 4-5 stærstu liðin hræðast að koma en lélegu liðin hlakka til að mæta því þau vita að þeim muni ganga vel.

  Lausnin er held ég ekki að kaupa einhverja heimsklassa leikmenn. Það þarf einhverja massíva hugarfarsbreytingu hjá öllum sem tengjast klúbbnum.

    

 15. Glæsilegur pistill hjá Kristjáni og mjög þarfir punktar sem hann snertir á, sérstaklega um leikkerfið. Í haust var ég viss um að við myndum fá að sjá 4-4-2 með downing á vinstri, Adam vinstra megin á miðjunni, Lucas (og núna Henderson) hægra megin, kuyt á hægri kanti og uppi væri Carroll á fjær í sókn og Suarez á fjær. Þannig ímyndaði ég mér að sóknarleikurinn myndi einkennast af stuttu spili og Suarez linka við miðju og kanta á meðan Carroll myndi lúra hjá markmanninum og færa sig yfir á fjærstöng ef færi gæfist á crossum annaðhvort frá Downing eða Kuyt. Þetta virðist ekki vera að ganga eftir því nú er Downing kominn á hægri kantinn, ábyggilega með fyrirmæli um að sækja inná miðju og skjóta (og Johnson í krossunum) eða krossa með hægri fæti. Þessi færsla á Downing yfir á hægri þykir mér vera fleigðarflan þar sem besta vopni hans, góðir krossar, hefur verið tekið af honum og þótti mér það mjög átakanlegt að sjá hann senda fallhlífarbolta inní teig trekk í trekk. Þetta hefur leitt af sér að við erum að þjappa vörnum andstæðinganna inná miðjuna og gerum sóknarmönnum okkar lítið pláss. Kuyt hefur ekki spilað af eðlilegri getu þegar hann hefur spilað að mínu mati og hefur hann verið settur á bekkin sökum þessa, réttilega. En gæti lausnin falist í því að setja Gerrard hægra megin þegar hann er kominn í form? Gerrard hefur gríðarlega sendingargetu og flestar hans sendingar inní teig koma inn af miklum krafti. Það sem styrkir enn frekar þessa skoðun mína er sú staðreynd að hann á það til að gleyma varnarvinnunni, og þar sem við spilum ekki með varnarsinnaðan miðjumann myndi það skilja eftir stórt pláss á miðjunni væri Gerrard þar (sbr. leikurinn á móti Blackburn).  Hvað heimaleikjaformið varðar þá er það með ólíkindum hversu ílla hefur gengið á þeim bænum, en að mínu mati tengist það uppsetningu liðsins frekar en skorti á sjálfstrausti. 
   
  Kaup á öðrum sóknarmanni?! Ég hreinlega veit það ekki. Ættum við að finna ungan og efnilegann leikmann eða ættum við að fjárfesta í “established” leikmanni sem myndi ganga beint inní liðið? Ég tel það vera þá grunn spurningu sem þarf að svara áður en farið er í að kaupa leikmann.
   
   
   
   

 16. Fátt leiðinlegra en að koma inná þetta spjall eftir leiki sem hafa ekki alveg gengið sem skildi. Alveg ótrúlega margir sem tjá sig aldrei hérna nema þegar illa gengur. Mér finnst þetta voðalega leiðinlegt en jafnframt einkennilegt að finna sig knúinn til að tjá sig bara þegar illa gengur en þegja þunnu hljóði þegar vel gengur !
   

 17. Af hverju er verið að kvarta undan Jordan Henderson ? Manni langar að kommenta og ræða málin en mjög margir hérna gjamma bara út í eitt til þess að gjamma, velja ákveðna menn til þess að rakka niður og kenna þeim um allt það slæma, dásama svo aðra sem eiga það ekkert skilið. Menn tildæmis lofa Suarez endalaust en hann er búinn að skora einhver skitin 5 mörk í deildinni, Berbatov er kominn með 4 stk og hefur ekkert spilað í vetur.

  Ég tel ekki að það þurfi að kaupa marga leikmenn, ég vil bæta við einum manni og ég tel það nóg. Spila bara 4-5-1 og hætta öllu bulli. Gerrard hefur ekkert á miðjuna að gera enda sýndi það og sannaði að þegar frábær stjóri var við völd sýndi hann í verki hvernig skal nota Gerrard og það er ekki á miðri miðjunni.

  Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Bellamy, Adam, Henderson, Downing, Gerrard og Suarez eru okkar sterkustu 11 og það á að spila með þetta byrjunarlið gegn Newcastle og þá er ég sannfærður um það að við skorum mörk og vinnum leikinn. 

 18. Ég held að þegar Suarez tekur út sitt leikbann, þá fer Gerrard í holuna með Carroll fremstan og þá hrekkur þetta í gang.  

 19. Sælir.
  Auðvitað er svona umræða góð og þörf, KK er ekkert hafinn yfir gagnrýni, síður en svo.
  En menn verða að hafa raunveruleg viðmið. Við erum í endurreisn, það er verið að byggja liðið upp.

  Andy Carrol stóð sig, að mínu mati, vel í gær, menn geta ekki litið fram hjá því, hann barðist eins og ljón og vann boltann nokkrum sinnum, kom sér í færi og var óheppinn að skora ekki. Vissulega átti hann tvær sendingar sem að rötuðu ekki rétta leið en ég hef minni áhyggjur af AC en Suarez.  

  Af þeim leikmönnum sem að þið nefnið hef ég mestar áhyggjur af Downing, það kemur lítið sem ekkert út úr honum. Sprett eftir sprett, sem að virtist ætla að verða að einhverju, kom léleg sending eða skot í varnarmann.

  Við erum að kljást við mjög svo breytt lið og breyttar áherslur, ég hef litlar áhyggjur af framvindu mála, við erum að dominera þessa leiki, það vantar bara örlítið sjálfstraust, þá kemur þetta.
  #8 kemur vonandi með þetta sjálfstraust.

  Mér finnst menn hér inni á þessu spjalli hengja haus of fljótt, tímabilið er langt og við erum í miðri endurreisn.
  Maður spyr sig,, af hverju er allt logandi hérna heima á Liverpool spjallinu en úti á KOP spjallinu eru menn talsvert mun rólegri í tíðinni… Þar er talað um,, clean sheets,, ,,game dominating,, ,,the goals will come,, o.s.frv.

  Annars vill ég lýsa ánægju minni með ykkur Kop penna hér með. Það er alltaf líflegt að koma hér og renna yfir commentin sem að sýna að við erum allir blóðheitir Púllarar og sýnir svo vel að okkur er sko klárlega ekki sama um þennan yndislega klúbb.

  Sýnum þolinmæði og styrk, þetta kemur og byrjar vonandi á niðurlægingu Newcastle United.

  YNWA.
   

 20. Er algjörlega sammála þessum pistli. Og það er ekki verið að tala um að reka KD. Ég held að ég hafi rétt fyrir mér um að ekkert lið sem spilar 4-4-2 hefur unnið deildina eða meistaradeildina síðustu 10 ár. Held að besta liðið okkar í dag væri með 4-3-3 uppstillingu Henderson, Adam og Gerrard fremstan á miðjunni og Maxi, Suarez og Bellamy frammi. Maxi og Bellamy eru vinnusamir og hjálpa í varnarleiknum. Það eina sem gefur manni smá von er að þrátt fyrir allt erum við ekki langt frá 4 sætinu. 

 21. Ég er sammála þeim sem skrifar og er nr 9.Bara að nr 9 hjá Liverpool væri ögn meira með þetta en það munaði fáránlega litlu að það væri verið að hefja hann upp til skýjanna og menn að lýsa því yfir að þeir hefðu aldrei misst trúna á honum.Ég hef ekki misst trúna en það er eitt sem truflar mig varðandi sóknarleikinn og það eru tímasetningar á hlaupum inn í teig.Í flestum leikjum stjórnar Liverpool leiknum en þegar andstæðingurinn pakkar vel í vörn þá má sóknarlínan lúra svolítið framar og skjótast svo inn í teig þegar sendingarnar koma.Eitt sem er jákvætt Stevie G er mættur og þó að hann hafi verið ryðgaður þá sér maður hvað hefur vantað,fyrirgjafirnar eru svo fastar inn í teig að það skapar alltaf miklu meiri hættu.Henderson er búinn að spila of vel og er of ungur til að fara að naga í hann,en vissulega þarf hann og Adam að horfa á nokkra leiki með Gerrard til að sjá hvernig á að skapa hættu. ÁFRAM LIVERPOOL Y.N.W.A

 22. Ég ér ánægður með þessi komment um að hafa umræðuna málefnalega og hætta öllu skítkasti. Ég hef nú gerst sekur um að kasta skít í ófáum pirringsköstum þegar við erum að drulla á okkur á móti botnliðum á Anfield. Best að hætta því og reyna að vera með jákvæð ummæli í leikjum.
  Það eru helst 4 jafnteflisleikir sem fara í taugarnar á mér. United, City, Norwich og nú síðast Blackburn. Í öllum þessum leikjum erum við mikið sterkari aðilinn, en náum ekki að ganga frá leikjunum. Þessi grjótharða vörn sem við erum með hefur í öllum þessum leikjum gert sig seka um klaufaskap og það er grimmilega refsað fyrir það. Auðvitað munum við fá á okkur klaufamörk og dómaramistök. Það er bara hluti af leiknum. Þess vegna er svo svekkjandi að geta ekki skorað fleiri mörk.
  Þetta væri samt ekkert mál ef við næðum að skora fleiri en 1 mark á Anfield. Ég hef verið að fylgjast með þessum leikjum og stundum finnst mér eins og í síðari hálfleik séu þessir kallar sem eiga að vera beittir fram á við vera eingöngu að einbeita sér að því að skora einhver draumamörk upp á eigin spýtur. Þegar sóknarmenn eru komnir í teiginn þú ert með boltann úti á kanti, þá ÁTT þú að senda hann fyrir. Mér finnst menn alltof oft vera að dútla með boltann, sérstaklega úti á kanti.
  Ég er nú svo gamaldags að ég vil helst hafa 4-4-2. Mér líður vel þegar ég sé tvo SÓKNARMENN í liðinu. Á meðan þeir verjast uppi á toppi, þá er ég sáttur. Skiptir engu máli hvort að annar þeirra eigi að linka við miðjumenn og hinn eigi að vera meira í boxinu eða hvernig sem það er.
  Hvað segja menn um að hafa Gerrard bara á hægri kantinum þegar hann er orðinn hressari? Ef mig misminnir ekki, þá spilaði Gerrard lungann af 2005-2006 tímabilinu á hægri kanti, lagði upp haug af mörkum, skoraði annan haug af mörkum og var valinn besti leikmaðurinn af PFA.
  Ef við stillum þessu upp með þeim mönnum sem verða heilir
  Reina
  Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
  Gerrard – Adam – Henderson – Downing
  Suarez – Carroll
  Bekkur: Doni, Maxi, Shelvey, Coates, Spearing
  Síðan þegar Suarez fer í bann, þá setjum við bara Bellamy fram.
  Það er annað sem ég verð eiginlega að tala um fyrst ég er byrjaður. Má ekki rótera mönnum neitt úr byrjunarliðinu? Það eru bara Downing, Henderson og Carroll sem fengið hafa að verma bekkinn eftir slaka frammistöðu. Adam er heilt yfir búinn að vera ágætur, en hefur átt slaka leiki inn á milli. Það má alveg hvíla hann stundum. Ég óttast svolítið að segja þetta, en Suarez má líka alveg hvíla. Ég held að hann hefði þurft meiri hvíld eftir Copa America. Þó að hann sé orkubolti, þá hlýtur að þurfa að hlaða batteríin. Hann fær sína hvíld kannski þegar hann fer í leikbann.
  Hvað leikmannakaup varðar, þá skal ég nú alveg segja eins og er að ef ég væri við stjórnvölinn hjá FSG, þá myndi ég segja að það væri búið að kaupa nóg. Þessi hópur er alveg nógu góður til að ná í meistaradeildarsæti.
  Að síðustu vil ég segja að ég hef trú á Andy Carroll. Ég held reyndar að það hafi verið mistök að spila honum gegn Blackburn, hefði viljað sjá Bellamy þar. En Carroll er farinn að líta betur út á vellinum og er allavega að klára með sendingu eða skoti þegar hann er með boltann (ekki að hrasa eins og hestur í hálku). Í byrjun tímabilsins var hann alveg eins og kjáni. Ég hefði beðið með að spila honum þar til í Newcastle leiknum.
  Áfram Liverpool
   

 23. Botna ekkert í þessari neikvæðni sem er í gangi.  Liðið er að spila góðan bolta – margfallt betri bolta en undanfarin ár.  Liðið er búið að vera ótrúlega óheppið það sem af er og það er bara þannig.  Horfandi á þessi 2 færi í lokin á leiknum í gær segir allt sem segja þarf.  Hreinilega óskiljanlegt hvernig markvörðurinn varði frá Carroll.  Það hefði verið allt annað hljóð í mönnum ef sá bolti hefði endað inni og örugglega flestir hérna verið að hæla Carrol en ekki stappa hann niður í skítinn.  Slökum aðeins á.  Newcastle verður tekið 3 til 5-0.

  •  er svo samála þér við erum að spila svo vel hef ekki séð svona spila mensku í mörg ár erum bara óheppnir og kannski vantar bara einn striker í þetta og þá smellur púslið!
    

 24. Ég veit ekki hvort ég var meira pirraður eftir leikinn í gær eða eftir að hafa lesið kommentin hér á síðunni. Ég er bara ekki að skilja marga Liverpool aðdáendur þessa stundina halda menn að við séum að halda með Real Madrid? Er Liverpool, lið sem er búið að vinna eitthvað undan farin ár eða hefur Liverpool verið í toppbaráttunni með möguleika á því að vinna deildina? Nei Liverpool hefur í flestum tilvikum verið að berjast um 3-4 sæti undan farin ár jafnvel undan farna tvo áratugi.
   
  Ég átti erfitt með að lesa stóran hluta af þeim kommentum sem voru skrifuð hér í gær eftir leikinn menn annað hvort að fara fram á það að Daglish yrði rekinn eða að selja þennan eða hinn því þeir væru rusl. Eru menn í einhverjum öðrum heimi en ég? Liverpool er að spila sennilega skemmtilegasta fótbolta sem maður hefur séð í langan tíma. Það vantar bara killer touchið fyrir framan markið.
   
  Menn hér eins og Kristján eru búnir að afskrifa fjórða sætið núna í desember þegar það eru 20 leikir eftir af leiktíðinni og við erum 3 stigum frá 4. sætinu. Hvernig í fjandanum er hægt að afskrifa það þegar leiktíðin er ekki einu sinni hálfnuð. Menn sögðu hérna í byrjun tímabilsins að það væri eðlileg krafa að ná 4. sætinu og vera í baráttu um það allt annað væri bara plús. Voru það bara orðin tóm? Er Liverpool bara ekki nákvæmlega á þeim stað sem menn voru að búast við? Ekki voru menn að búast við því í alvöru að liðið yrði í toppbaráttu í vetur?
   
  Kenny Daglish er að taka við liði sem var orðið ansi vængbrotið ekki bara vegna Roy Hodgsons heldur vegna slæms rekstur undanfarin 19-20 ár. Þessari þróun verður ekki snúið við á einni nóttu heldur mun það taka einhvern tíma og ég hélt að allir skynsamir menn áttuðu sig á því. Auðvitað má gagnrýna það sem Daglish gerir en frá mínum bæjardyrum séð hefur hann bara verið að gera nákvæmlega það sem ég hef búist við af honum. Hann er að reyna að byggja upp lið sem mun vonandi geta gert atlögu að titlinum á næstu árum. Auðvitað vonar maður að Daglish sé kraftaverkamaður sem myndi gera Liverpool að meisturum 18 mánuðum eftir að hann tók við en það er bara ekki raunhæft. 
   
  Ég er sammála Dóra Stóra því ég er ekki viss um að það hjálpi eitthvað að kaupa einhver núna í janúar það væri nær að reyna að fá drápseðlið í þá leikmenn sem eiga að geta þetta, Suarez, Carroll, Kuyt og Bellamy eru allt leikmenn sem eiga að geta skorað og Downing, Gerrard og Adam ættu líka að geta það því þeir hafa getuna til þess. 
   
  Síðan er spurning til þeirra sem vilja selja menn eins og Carroll. Er það skinsamlegt að selja strák sem er 22 ára og klárlega með hæfileikana fyrir útsöluverð. Það eru engar líkur á því að ef hann yrði seldur að það myndi fást mikið meira en svona 10 millur fyrir hann í augnablikinu er ekki alveg í lagi að gefa þessum strák smá séns. Eru þetta kannski þeir sömu sem vildu sparka Lucas út á hafshauga þegar hann kom til liðsins 21 árs. Ég veit ekki hvað ég hef lesið mörg ummæli um getuleysi Lucasar og hvað hann væri mikið drasl og ætti í raun að gefa hann því hann væri svo lélegur. Hafa menn ekkert lært eftir þetta.
   
  Ég viðurkenni alveg að ég blótaði og var næstum farinn að lemja og sparka í sófasettið hérna heima hjá mér í gær eftir þennan leik en það er líka best að setja hlutina í rétt samhengi áður en menn fara að taka alla af lífi og úthrópa leikmenn og þjálfara sem útbrunna, getulausa eða eitthvað þaðan af verra. Við erum Liverpool STUÐNINGSmenn kjörorð okkar er You Never Walk Alone sem mér sýnsit að flestir sem hafa verið að kommenta hér inni hafa gleymt. Ég vil bara enn og aftur minna menn á að lesa pistilin hans Magga sem var póstað hér inn rétt fyrir jól. Legg til að menn kíkji á hann í hvert skipti áður en þeir skrifa hér inni eftir tapleiki. 🙂
   
  Að lokum er nauðsynlegt að þakka mönnum sem sjáum þessa síðu fyrir þeirra frábæra starf því það er ekkert lið sem á eins flottar stuðningsmannasíður og Liverpool hér á Íslandi.

  • Vel mælt hjá þér, ég var frekar pirraður eftir leikinn í gær en þetta er samt allt á uppleið hjá okkur,þurfum bara að virkja drápseðlið hjá framlínumönnum okkar þá kemur þetta allt að sjálfu sér.

 25. Higuain væri mögulega fín kaup ef að hann gæti plumað sig hér, ég vill sjá einhvern góðann striker keyptann strax í janúar, ekki til að leysa endilega neinn af, en bara til að minnka pressuna á öllu liðinu. Það að vera trekk í trekk að klúðra unnum leikjum hefur bara slæm sálræn áhrif á allt liðið, og  Andy carroll fær fáránlega mikinn hita fyrir að vera ekki farinn að skora meira. 

  Fínt að fá einhvern inn sem að getur létt þessari pressu af öllu liðinu, því að maður hefur alveg séð það í vetur að það er oft fáránlega fínt spil, en sjálfstraust vantar ef að það gengur aldrei neitt upp almennilega. Og fínt að létta pressunni af Carroll svo að hann fái tíma til að blómstra.

  Ég vill annars samt líka réttfættan kantmann í janúar, sem getur verið á móti downing.

 26. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég les hérna að við þurfum að kaupa leikmenn. Mér finnst líka magnað að þegar menn eru að kvarta yfir því að einungis hafi verið keytpir miðlungsleikmenn úr miðlungsliðum til okkar og að þeir geti ekkert.

  Hvernig stendur á því að Man Utd kaupa leikmann úr Blackburn, Jones (miðlungsleikmaður úr miðlungsliði) og hann fer að spila hjá þeim eins og engill (í flestum tilfellum). Þeir fá til baka úr láni Cleverly (miðlungsleikmann sem var í láni hjá miðlungsliði í fyrra) og hann er allt í einu mikilvægasti leikmaðurinn þeirra á miðjunni.

  Annað dæmi Tottenham kaupa Parker (miðlungsleikmann úr lélegu liði) og miðað við það sem ég hef séð hefur hann verið þeirra lang besti leikmaður…. reyndar annar góður þar líka Brad Fridel, annar miðlungsleikmaður úr miðlungsliði. (Það hefði verið gaman að lesa um allt metnaðarleysið hjá okkur ef okkur hefði dottið í huga að taka Scott Parker :)) Ég get svo að sjálfsögðu líka nefnt Arteta til Arsenal.

  Ég var mjög ánægður með öll þau kaup sem voru gerð og ég er ennþá sannfærður um að þeir leikmenn sem við keyptum (í flestum tilfellum bestu leikmenn miðlungsliðana) hafi ekki tapað þeim gæðum sem þeir sýndu hjá hinum liðinum. Þeir þurfa bara að læra að þekkja inn á hvern annan og það tekur tíma. Ég tel reyndar að við þurfum að kaupa Leikmann til að leysa af meiðsli Lucas. Hvað framherjastöðuna varðar þá bara að treysta Carroll, Kuyt, Bellamy og Gerrard fyrir þessu.
  Áfram Liverpool
   

  • Leiðrétting Parker hefur aldrei verið miðlungsleikmaður!! Að minu mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar lengi og sá vanmetnasti, ég hefði viljað vera búinn að sjá hann í rauðu treyjunni okkar fyrir löngu síðan.

 27. Það þarf tíma að byggja upp nýtt lið.
  Liðið samanstendur af mjög góðum markmanni. Góðri vörn og breiðum hópi varnarmanna. Við eigum í það minnsta 8 góða varnarmenn.
  Það vantar skapandi miðjumann. Það var vont að missa Meireles. Mjög slæmt að missa Lucas í meiðsli. Henderson er mjög ungur leikmaður sem er að spila mjög vel. Það góða er að hann er að fá mikið af leikjum sem að styrkja hann. Adam var low risk kaup. Hann er brokkgengur en það mátti búast við því. Downing er enginn snillingur. Hann hefur aldrei verið það og verður það aldrei. Hann er hinsvegar duglegur og á sjaldan slaka leiki.
  Það væri gott að fá Hazard eða Johnson frá MC en fullkomlega tilgangslaust að kaup miðlungsleikmenn. Miklu nær að gefa ungu strákunum tækifæri.
  Carroll er hæfileikabúnt sem þarf sinn tíma. Hann er mjög dulegur og það skiptir máli! Ég veit ekki betur en flestir góðir framherjar fari í gegnum tímabil þar sem þeir skora lítið. Ég treysti Dalglish til að höndla þennan strák.
  Fínt að fá verulega góðann framherja en ef ekki þá gefa ungu strákunum tækifæri.
  Markmiðið á þessu tímabili er 4 sætið og bikar. Það er raunhæft en við erum að keppa við fyrnasterk lið.
  Ef einhver er að efast um árangurinn þá hvet ég viðkomandi til að skoða hvað var að gerast hjá félaginu fyrir ári síðan.
  Það er talað um að eigendurnir hafi sett mikinn pening í leikmannakaup. Þeir hafa líka selt mikið af leikmönnum og menn verða líta á nettótöluna.
  YNWA

  • Sammála þér.. 
   Við púllarar verðum líka að breyta viðhorfinu verulega, þeir eru búnir að gera það í KOP stúkunni eins þurfum við.
   Treystum KK fyrir þessu, ég sé okkur í CL á næsta ári, a.m.k. í lengjubikarnum ( Evrópudeildinni ).

   Ég hlakka til að sjá okkar menn kljást við Newcastle. Ég er sannfærður um sigur þar.
   Vonandi fær AC að byrja,, ef að það er einhver vettvangur fyrir þennann dreng að byrja að skora, þá er það á móti þeim 😉

   YNWA 

 28. Mín skoðun er sú að Kenny og Comolli hafi ekki forgangsraðað rétt. Hann þurfti ekki að kaupa Carroll eftir að hann seldi Torres þar sem Carroll kom meiddur og spilaði mjög lítið í vor. Með Henderson, að þá trúi ég því að hann eigi framtíðina fyrir sér. En spurningin er sú, er hann það sem okkur vantar akkúrat núna? Að mínu mati hefðum við átt að kaupa leikmenn sem gætu gagnast okkur strax, en ekki leikmenn sem verða kannski góðir eftir 3-4 ár. Suarez og Enrique kaupin voru flott en ég skil samt ekki afhverju Kenny hefur svona mikið dálæti af breskum leikmönnum þ.e.a.s Carroll, Downing, Hendo, Adam. Hann eyddi c.a. 78m í leikmenn sem eru ekki taldir vera heimsklassa. Fyrir 20m gat hann fengið Cazorla í stað Downing svo ég taki dæmi.

  Vonandi njótið þið frísins félagar! YNWA! 

  • Útskýringin á dálætinu á breskum leikmönnum felst held ég í því að það þurfa að vera 8 home-grown leikmenn skráðir í 25 manna hópinn sem skilað er inn til enska knattspyrnusambandsins. Downing, Carroll og Henderson uppfylla það skilyrði (ég er ekki viss með Adam, held að hann flokkist ekki þar sem hann spilaði í Skotlandi sem unglingur). Helsti gallinn við þessa reglu er sá að gæði á breskum leikmönnum eru hreinlega ekki mikil ásamt því að þeir eru verðlagðir of hátt og þessi regla ýtir undir það að verðið á þeim hækki upp úr öllu valdi.

  • þeir keyptu t.d Henderson því þeir eru líka að byggja upp fyrir framtíðina. 
    

 29. Frekar svekkjandi að sigrar á Emiratez og Stamford Bridge skipta engu máli útaf þessum jafnteflum. Gummi Ben sagði eitt sinn sem þjálfari Selfoss þegar hann undirbjó liðið gegn Haukum að sigurinn á KR í síðustu viku á útivelli skipti engu máli ef þeir sigruði ekki þennan.

 30. eitt sinn var efnilegur sóknarmaður sem þótti frábær leikmaður en hann var ekki að skora nóg. Þjálfarinn hans tók ekki til þeirra ráða að kaupa nýjann leikmann í hans stað heldur sagði hann aðeins eitt við hann.  Að lúra mikið í boxinu og vera grimmari og ákveðnari fyrir framan markið. Hann var þá búinn að spila 9 leiki án þess að skora. Þetta skilaði svo inn 346 mörkum fyrir Liverpool. Mikið rétt þetta er hann Ian Rush.
  Ég vil meina að Kenny sé að spila Carroll allt of langt út úr stöðu. Að hann eigi að koma framarlega og flikka boltanum á Suarez sem er útum allt og voða sjaldan í boxinu ef hann er ekki með boltann sjálfur. Það vantar bara smá ákveðni og grimmd inn í teignum.
   

 31. Mig langar að gagnrýna aðeins þessa kaupstefnu Dalglish að kaupa helst breska leikmenn
  sem ég er ekkert svo hrifin af.

  Tökum dæmi um bestu leikmenn toppliðanna(mínu mati) og hvers lenskir þeir eru.

  Chelsea: J. Mata(spánn), D. Drogba(fílabeinsströndin), Lampard(england), Meireles(portúgal)

  Man City: D. Silva(spánn), S. Aguero(argerntína), J.Hart(england), Balotelli(ítalía)

  man utd: rooney(england), nani(portúgal), vidic(serbía), chicharito(mexico)

  Arsenal:R. Persie(holland), Gervinho(fílabeinsströndin), Arteta(spánn) Vermaelen(belgíu)

  Tottenham: Bale(wales), Modric(króatía), R.V.V. Vaart(holland), Adebayor(tógo)

  Og að lokum Liverpool: Suarez(úrúgvæ), Gerrard(england), Agger(danmörk), Enrique(spánn)

  Eins og þið sjáið þá eru bestu leikmennirnir í flestum tilfellum erlendir og oftar en ekki eru þessir bresku leikmenn ofmetnir bæði á verði og hæfileikum.

  Því mæli ég með að leggja niður þessa bresku kaupstefnu og endilega byrja að versla útlenska leikmenn.

 32. “Frábærir útisigrar okkar manna sem skiptaengu máli lengur af því að þau vinna hina heimaleiki sína.”

  Hvernin geta menn skrifad svona?erum rétt fyrir aftan topp 4 og eigum tessi lid eftir heima! Og hellings leikir eftir.
  Chelsea,Arsenal og Tottenham munu missa stig og eiga eftir ad koma á Anfield.

  Og ég var mjög sáttur ad sjá Andy byrja gegn Blackburn og med smá sjálfstraust hefdi hann skorad,kaupum einn winger-h og fá smá hrada í spil okkar tá mun tetta allt koma.
   

 33. frábærir útisigrar okkar manna sem skiptaeingu máli lengur af því að þau vinna hina heimaleiki sína.

 34. Auðun G er með þetta, vel mælt. 
   
  Eins svekkjandi og leiðinleg þessi jafntefli eru, þá er liðið samt enn í ágætis möguleika á 4 sætinu.  Og liðið hefur alveg sýnt okkur að það getur vel spilað góðan og árangursríkan fótbolta.  Ég held að innkoma eins besta miðjumanns heims í leiknum gegn Svartbruna eigi að geta gefið mönnum ágætis von um að leikur liðsins muni batna og vonandi öðlast meiri stöðugleika. 

 35. Mér finnst þörf á rakettu í eldlínuna hjá okkur. Ég vill fá öskufljótann striker í liðið í janúar eða glugganum eftir það.  Þó það væri ekki nema bara fyrir Fifa,  þið sem spilið Fifa vitið hvað ég er að fara…

 36. Sammála rosalega mörgu þarna..

  Þetta leikkerfi er engan vegin að virka til að skora mörk, en spurning hvort við byrjum að fá á okkur fleirri mörk ef við breytum um kerfi? Samt ef við spáum alveg í því þá er það nú varla kerfinu að kenna að við erum ekki að skora, erum oftast með 20 skot eða meira í hverjum leik og erum oft að spila vel, en leikmennirnir geta bara ekki skorað..

  Það sést roslega vel inn á vellinum að það vanntar svakalega mikið sjálfstraust og gredduna í að skora. Suarez og Bellamy eru finnst mér einu sem sýna gredduna eitthvað af viti, en Suarez er að nýta öll þessi færi sem hann býr til handa sér illa.

  Eins tek ég mjög oft eftir því að þegar við reynum að setja boltann inn í eða bara erum komnir nálagt teignum hjá andstæðingunum, þá er kannski bara EINN maður inn í sem ætlar að reyna að ná boltanum, mesta lagi tveir og þá eru þeir á sama stað inn í. Kanntarnir og miðjan er aaalltof sjaldan mætt inn í teig finnst mér, nema Maxi og hann skorar líka oft útaf því..

  Þá að öðru sem mér finnst líka vannta, það er hreifing án boltans. Það kannski tengist því mikið að menn eru ekki mættir inn í teig þegar þeir eiga að vera þar. Tek alltof oft eftir því að menn t.d. hlaupa upp í hraðaupphlaup, en þurfa að stoppa og jafnvel snúa sér í hring til að finna lausann mann.

  Það er semsagt mjög margt að og tengist það líklega lang mest sjálfstraustinu, að þora að taka á vaðið og hafa trú á sér og liðinu.
  Því er algjört möst að kaupa einn world class framherja í janúar, og ekki einhvern sem verður það kannski einn daginn, heldur einhvern sem er tilbúinn að raða inn mörkum strax! Því um leið og við erum komnir með frammherja sem er graður og tilbúnn að pota boltanum inn þá erum við í góðum málum, Suarez er náttúrlega snillingur að búa til ótrúlegustu hluti og þá er flott að hafa alvuru mann með honum.

  YNWA

 37. jæja, það eru fleiri en við sem klikkum á að vinna. Allir brjálaðir oft hér eftir jafntefli….en þið sem sáuð Arsenal vs. Wolves áðan…sáuð þið markvörsluna hjá markmanni Wolves? Hann gjörsamlega hélt þeim á floti og í raun minnti þessi leikur mig mikið á heimaleiki hjá Liverpool. Arsenal var miklu betra liðið og það var nánast orðið findið að sjá hverja snilldarsóknina enda með markvörslu af hæsta klassa – mjög kunnuglegt allavega 🙂
  Annað varðandi Arsenal er að þó að þeir séu góðir þá eru þeir rosalega mikið svona “one man team”. Og þessi aðalmaður þeirra sem er fáránlega góður hefur í gegnum tíðina verið mikill meiðslapési og töluverðar líkur á að hann lendi í því aftur, jafnvel á næstu mánuðum og þá fer nú mikið bit úr skyttunum. 

  Chelsea  liðið er orðið of gamalt, eru allavega að klikka of oft sem má rekja til þess að ákveðnir máttarstólpar eru að verða búnir, meira að segja Cech er að klikka þessa dagana. Ég get ekki annað en brosað þegar ég horfi á nýja hárprúða varnarmanninn þeirra sem skoraði meira en Torres hinn lánlausi, vegna þess að þá minnist ég orða Neville um að hann sé eins og honum sé stjórnað af 10 ára gömlum strák í tölvuleik. Þetta var svo spot on hjá honum. Gæinn hleypur alltaf um völlinn eins og hann ætli að vinna leikinn á eigin spýtur og gleymir að vinna sína vinnu sem er nota bene varnarvinna…

  En að Liverpool. Ég styð það að það verði keyptur einn striker yfir meðalagi góður sem gæti dottið beint inn í liðið. Gerrard verður voandi fastamaður og helst heill og ég held að þá sé það komið þetta litla sem okkur vantar til að fara að klára þessa leiki sem við eigum að vinna.

  En að lokum aftur að því sem ég byrjaði að tala um….það var eins og smyrsl á brunasár að sjá Arsenal missa frá sér leik í jafntefli á heimavelli og einum fleiri með markmann andstæðinganna að eiga leik lífs síns 🙂 ….það lenda fleiri í þessu en við!!!

  Gleðilega hátið og hafið það sem allra best elsku vinir 

 38. Blessunarlega minnkuðu Arsenal skaðann fyrir okkur, sem og auðvitað Chelsea í gær með því að vinna ekki sína leiki sem líka áttu að vera “auðveldir”.

  Svo má auðvitað svekkja sig enn meira þá á því að hafa ekki unnið Blackburn, en ég ætla að horfa á þessa umferð sem no harm done ; ) 

 39. Ég skil bara einfaldlega ekki hversvegna liðið sem að skilaði árangri eftir að Dalglish tók við var brotið upp. Fremstu 4 voru þar Maxi – Meireles – Kuyt og Suárez og voru að spila frábæran sóknarbolta. Það eina sem vantaði í það lið var vinstri bakvörður og central miðjumaður (í stað Spearing) og þeir fengust ódýrt í Enrique og Adam. Það sem vantaði var breiðari hópur, ekki nýtt byrjunarlið, og hefðu Downing, Carroll og Henderson allan daginn átt að uppfylla það hlutverk. Vera á hliðarlínunni fyrst um sinn og vinna síðan í átt að föstu sæti. Nýjir leikmenn eiga oft erfitt með að fóta sig í liðum, hvað þá fullt lið af nýjum mönnum. Þetta voru að mínu mati helstu mistök Dalglish.

 40. Má setja þetta hérna? Ef ekki, geta stjórnendur fært þetta á réttan stað? Frábær grein frá Tony Evans, Liverpool-manni á The Times um Suarez-málið :

  I don’t know much about South American culture and slang. I do know, however, a little about the mechanics of confrontation. Even at Sunday League level, I’ve had verbal spats and faced down opposition players from Everton Valley to East Los Angeles. As a fan, I’ve exchanged insults — and worse — with rival supporters from Trafford Park to the Tiber.That’s just the football-related stuff. In real life, I’ve been in the middle of riots, squared up to police on picket lines and fought fascist bully-boys with bare knuckles.What have I learnt? Not much, but enough to know that if I’m having a row with a black man and I make a reference to his colour, he’s going to think it’s a racist slur.Luis Suárez, Liverpool Football Club and legions of their fans seem bewildered that the word negrito directed at a black man in the course of an argument would lead the individual concerned to assume that he had been racially abused.Nobody would deny that the exchange between Suárez and Patrice Evra was acrimonious. Nobody would deny that the word negrito makes reference to blackness. So where are Suárez’s grounds for defence?Well, the linguistic experts tell us that negrito is not a pejorative term. In fact, it appears that it is a friendly phrase in Hispanic culture. In one defence of the Liverpool striker, the writer talked of hearing a young, white woman with a dark complexion being referred to by the same term during a business transaction in Buenos Aires.The problem with this is that Evra is not a young white woman, nor is he Hispanic. He is a short, black Frenchman, who, from his perspective, appears to have been called something akin to “little black boy” by someone he was having a row with. Suárez, quite clearly, was not being genial. He was winding up Evra on the pitch in the heat of a Liverpool v Manchester United game. No wonder the defender felt racially abused.In September, a mere handful of Liverpool fans would have even heard the term negrito. Now they are experts in the semantics of Hispanic slang, describing in detail how it is a term of affection. Well, if Suárez was being affectionate to a United player during a game, the club should crack down on him. An eight-game ban? Surely that should be a sackable offence?There are so many words in English, French and Spanish that can be used in a quarrel that referencing colour in any way seems at best ill-advised and at worst racist. Either way it’s bloody stupid.Suárez may not have had any racist intent but the Hispanic subtleties were lost on Evra. They’d be lost on most in Britain.So this unedifying spat continues with Liverpool supporters — almost to a man — behind Suárez.It is embarrassing. Is it not possible for Liverpool fans to have some empathy with Evra? To see that he felt racially abused? Seemingly not in the pathetically tribal world of football, where basic decencies are thrown out the window and the “my club right or wrong” ethic prevails.If it were all a cultural misunderstanding, why didn’t Liverpool nip it in the bud in October? It may be me, but once the word negrito cropped up I winced. I may be culturally naive, but it sounded ugly. It would sound worse to a black man.The club should have put out a statement that read something like this: “Patrice Evra has alleged that Luis Suárez made racist remarks to him during the game at Anfield. Suárez denies this emphatically but has come to realise that it was easy for Evra to misunderstand the nuances of the Spanish phrase used and believe that he had been racially abused. Suárez would like to apologise unreservedly for any upset caused and make clear that he is against racism and discrimination in all its forms. It was a poor choice of words in the context but any student of South American culture will explain it has no racial overtones. In future, Liverpool Football Club will issue its players with a set of guidelines as to what is acceptable and not acceptable.”Effectively, just say sorry, I didn’t mean that, I feel a bit stupid now.Suárez is not a racist but he has been a fool. The trick is not to compound foolishness.Instead, Liverpool put out a statement that threw the blame back at Evra, then gave us the risible sight of Suárez warming up at the DW Stadium before the Wigan Athletic match in a T-shirt supporting himself.Pointing the finger at Evra is shameful. It can only harden the FA’s determination to make its point. And despite the more rabid conspiracy theorists, this is a battle that the FA would rather not have.This situation — along with the John Terry/Anton Ferdinand incident — has brought the game into disrepute and exposed racial fault lines in football and society that most thought had been buried forever. One look at the abuse that Stan Collymore — a former Liverpool forward — has been receiving shows that. Sadly, it looks like decency has been buried instead.  

  • Þetta er bara bull.
   Bara klassískt dæmi. Enn einu sinni er Evran að sveifla race spilinu.
   Hlusta ekki á eitthvað svona hann hefði getað beðist afsökunar bara. Ef hann hefði gert það þá væri hann stimplaður rasisti það sem eftir er. Þar sem allir vita að Evra er mesti D-bag sem um getur (þó erfið keppnin í herbúðum scum) þá fatta hugsandi einstaklingar að hann er bara að púlla þetta spjald til að koma höggi á Liverpool. Plain and simple

 41. Já sælt veri fólkið og gleðilega hátíð.
   
  Las þennan pistil hjá meistara Kristjáni í símanum mínum suður í Hafnarfirði í morgun, sá ekki leikinn í gær.  Dreif mig í að horfa á hann við heimkomuna og ætla að vera sammála skýrslu Babu frá í gær.  Þetta er áfram sama vandamálið, sem kemur til að minu viti fyrst og fremst vegna einnar staðreyndar.
   
  “Work in progress”
   
  Ef menn vilja veifa á mig bleika skýinu, þá það.  En ég minni samt á það að liðið okkar varð í 7.sæti 2010 og síðan 6.sæti 2011.  Án vafa í vor með VEIKASTA leikmannahóp sem ég hef séð á Anfield.  Jafnvel veikari en þann sem Souness var með, þar vissi maður þó af þvílíkum efnum sem voru að koma upp.  Mönnum eins og Fowler, McManaman og co.
  Í spá okkar Kop-penna fékk LFC 85 stig og 4.sæti, rétt á undan Arsenal og Tottenham en langt á eftir Manchesterliðunum tveimur og Chelsea.
   
  Í leik gærdagsins voru 4 af 5 varnartýpunum (Reina sá fimmti) leikmenn sem þekkja vel hver annan, einungis Enrique bæst við.
  5 af 6 sóknartýpunum komu til félagsins eftir 30.janúar.  Auk annars tveggja sem komu inná.  Það finnst mér þurfa að skoðast í allri umræðu um félagið okkar, þetta er ekki þannig að menn bara detti inn í nýtt lið og nýja klúbba og bara byrji að raða inn stórum atvikum. 
  Ekki síst þar sem allir þessir leikmenn sem komu eru að koma úr liðum af minna kaliberi en Liverpool FC, aðeins einn þeirra t.d. vanur því að keppa í Evrópukeppnum (Suarez).  Menn hér garga metnaðarleysi.
  En hvað?  United bauð í Henderson en of seint, Tottenham vildi fá Adam og Arsenal bauð hærra en við í Downing.  Á móti samþykktu Blackburn tilboð okkar í Jones og Villa tilboðið í Young.  En hvorugur þeirra vildi tala við LFC, vildu frekar fara í United.
  Hvers vegna fengum við bara ekki stærri nöfn?  Ástæðan er auðvitað fyrrnefndur árangur þessa liðs okkar síðustu 2 ár, þegar liðið hefur verið að berjast við að komast í Europa League.  Bayern var til í að selja okkur Gomez, hann vildi ekki koma.  Klúbburinn horfði á Aguero, honum fannst ekki koma til greina að fara til liðs sem ekki spilaði í CL.
   
  Þess vegna keyptum við leikmann ársins hjá Aston Villa, þann leikmann sem kom mest á óvart í enska boltanum í fyrra, fyrirliða U-21s árs liðs enskra og sóttum síðan bakvörð til Newcastle eftir að Clichy neitaði okkur……..til að fara til liðs í Meistaradeildinni.  Í lokabónus fengum við Craig Bellamy frjálst sem var frábært.
  Í desember, 18 deildarleikjum seinna skilja bara margir ekki hvað Dalglish var að hugsa.  Fínt er.  Komið nú með lausnir í stað þess að arga bara á stjórn félagsins.  Ég var – og er – hæstánægður með afrakstur sumarsins hjá Comolli og félögum og tel það fullkomlega á hreinu að þetta lið sem við erum nú með í höndum er af töluvert hærri gæðaflokki en við höfum séð á Anfield undanfarna vetur.  Knattspyrnan sem félagið leikur er flott úti á vellinum og frammistöðurnar ásættanlegar.  Hvaða aðra leikmenn sá fólk í sumar.  Og í guðanna bænum ekki fara að væla um 35 millur í Carroll sem hefðu nýst í eitthvað annað.  Þetta er ekki FM – þetta er alvaran, hvaða feitu bitum misstum við af sem hefðu verið líklegir til að vilja spila á Anfield.  Sem nota bene, Carroll, Adam, Enrique, Downing, Henderson og Bellamy hafa allir marglofsungið.  Um heiðurinn til að spila í rauðu treyjunni.
   
  En úrslitin eru vissulega óásættanleg og á köflum ömurleg.  Eins og í gær.
   
  Hvað vantar?  Það augljósa, manndrápseinstaklinga til að klára leiki.  Ég var til í að taka höfuðið ofan af stórmeistaranum Heimi Guðjóns þegar hann talaði um það hvað Liverpool vantaði.  Það að stjórna leikjum gegn litlum liðum og hafa aga til að klára svoleiðis leiki.  Ég var svo heppinn að fá að fylgjast með í návígi uppgangi Fimleikafélagsins.  Heimir Guðjónsson var sko heldur betur lykill að því.  Sá góði drengur var vissulega góður í fótbolta, en það var EKKERT á við sigurvilja hans og ábyrgðartilfinningu inni á vellinum.  Við af honum tók önnur svona týpa, Davíð Viðars.  Síðan hann fór hefur titillinn ekki komið í fjörðinn, þó liðið sé fullt af frábærum mönnum.
   
  Ég er á því að meistaralið snúist í gegnum ákveðinn ás og þar þarf startarann sem heldur öllu uppi.  Ég er sannfærður um að meiðsli Gerrard hafa hitt plön félagsins illa fyrir, Dalglish hefur feykilega trú á honum og ætlar honum lykilþátt enn um stundir.  Í vetur er svo Carra að detta út úr liðinu og það þýðir ákveðið skarð í grimmdinni inni á vellinum.  Þar vona ég þó að Agger karlinn stígi upp.  Vissulega var Bellamy hugsaður inn í myndina, en enginn má gleyma því að hann er í töluverðum vanda með líkamann, þarf sér prógramm, m.a. það sem varð til þess að Mancini gafst upp á honum.  En hann er frábær hluti af hópnum.
   
  Leikkerfi er milljónir útfærslna, einn ágætur vinur minn t.d. telur leikkerfi Barca vera 4-1-5-0 og svo er auðvitað ljóst að United spilar mjög oft 4-4-2 á heimavelli, t.d. í gær þegar Berba og Chicarito voru parið.  Rafa karlinn t.d. var ALLTOF fastheldinn á 4231 á löngum köflum, þegar við vorum t.d. að gera jafntefli við Birmingham heima eða tapa í bikarleikjum fyrir litlum liðum.  En gæðaleikmenn skilja ýmis kerfi og eru tilbúnir að leggja töluvert á sig til að vinna leiki og titla.  Við þurfum fleiri menn sem að skilja það sem Heimir er að tala um, ákveðna grimmdarkarla með reynslu af sigrum og þola ekki að tapa.  Við þurfum að finna okkar “Cantona” eða “Drogba”, hlutann sem vantar í púslið.  Sem að mínu áliti er að mörgu leyti í góðu ástandi.
   
  En vandinn er svo hinn.  Hvaða leikmenn eru tilbúnir að koma til Liverpool FC í janúar?  Við skulum átta okkur á því að við útilokum alla þá sem eru nú í liðum sem eru í CL.  Sennilega flesta sem eru í EL lík og síðan þá sem eru að spila í 6 efstu liðunum í Englandi.  Ég hef leitað í huganum og finn ekki marga elskurnar.  Higuain er flottur kostur – en ég veita ekki hvort Mourinho sleppi honum í janúar.  Því miður…
   
  En svo er ég hróplega ósammála meistara Kristjáni með að það sé að verða útséð um Meistaradeildarsætið.  Vissulega eru Manchesterliðin að stinga af en Chelsea og Arsenal eru bara í nákvæmlega sama vanda og við, og ég er einhvernveginn ekki alveg kominn með fulla trú á Tottenham, en það er bara ég.  Veit.
  Það er sko miklu meira en lítill séns á því að við lendum í fjórða sæti í vor. Ef við ætlum að henda inn handklæðinu núna þá erum við í verulega djúpum skít held ég.

  • Í janúar í fyrra skrifaði ég að við ættum að ná í Darren Bent.  Búinn að sanna sig, skorar mikið og ætti fast sæti í landsliði Englands ef hann væri í stærri klúbb.  Segi það aftur.  20m og hann væri falur frá Villa.  Og er sennilega lausnin fyrir LFC til að binda enda á markaþurðina.  Kannski ekki maður sem maður sér sem langtíma lausn en mundi hjálpa okkur næstu 2-3 ár til að ná 3 sæti.

   Higuain er aldrei að fara að koma, kannski í FM eða einhverjum leikjum, ekki í alvörunni.  Stuðningsmenn þurfa að fara að átta sig á því að þetta er ekki tölvuleikur og menn þurfa að ,,sætta” sig við minni nöfn þanngað til Cl sæti er öruggt.  Ba, væri líka álitlegur kostur.  Hann er eins og Bent búinn að sanna að hann getur skorað hjá hvað klúbbi sem er í PL.

  • Frábært comment/pistill Maggi, Tek höfuðið líka ofan af fyrir þér 🙂

  • Maggi, þú ert eflaust drengur góður en eftir að þú varst þarna úti er eins og þú hafir verið innlimaður í eitthvað költ.

   Þú bara trúir á allt í blindni. Það er svo margt stórkostlega að hjá Liverpool í dag. 

   • Bíddu Kiddi lestu aftur innleggið hans Magga er hann á einhverju bleiku skýi hann er bara að líta á hlutina raunsætt. Þér væri nær að segja hvað er svona mikið að hjá klúbbnum sem er að standa sig mun betur heldur en undan farin tvö ár. Hann er ekki að standa sig frábærlega heldur betur sem þýðir framför og það hlýtur að vera það sem menn eru að býða eftir. Því miður þá verður Liverpool ekki að meistara liði á einni nóttu þetta mun taka tíma og ef menn hafa þá þolinmæði þá væri best fyrir þá að fara að halda með City.

  • Sammála þessu. Þetta stefnir í baráttu við Chelsea og Arsenal um 4. sætið, Tottenham eru, amk. á þessum tímapunkti, sterkasta lið höfuðborgarinnar. Það er helst að maður hræðist það að Chelsea styrki sig í janúar, þeim tókst jú að hanga inni í meistaradeildinni. Liverpool á samt fínan séns.

  • Flottur póstur hjá Magga, taktu það kredit sem þú átt fyrir vel rökstuttar skoðanir. Ég er hinsvegar ekki sammála þér í ýmsu.

   Ég vil ekki hljóma eins og andskotans bölsýnismaður en skil að þetta geti vel komið þannig fyrir, en á meðan þú ert “hæstánægður” með kaup Liverpool síðasta sumar þá er ég algjörlega á hinum kantinum hvað það varðar. Ég skal gefa þér að Henderson er efnilegur, en hann er aldrei í sama gæðaflokki og … segjum bara Nani eða Bale. Eða Mata. Hann er fyrir það fyrsta ekki kantmaður, þó honum sé ítrekað spilað þar – af óskiljanlegum ástæðum.

   Downing er alveg sérkapítuli út af fyrir sig. Ég segi ekki “I told you so” en segir það ekki bara margt um manninn þegar hann er góður hjá Aston Villa?! Alveg eins og með Adam, toppleikmaður í Blackpool. Hvorugt lið getur talist “gott” lið, enda Villa í ruglinu og mig minnir að Blackpool hafi fallið.

   Downing, maður. Fokking Downing. Hann er eini hreinræktaði kantmaður Liverpool og hann hefur ekki lagt upp mark og ekki ennþá skorað. Afsakið en það er bara ekki nógu gott. Hann er enskur, hann hefur spilað í mörg ár í ensku deildinni, hann hefur spilað fyrir landsliðið og þarf engan aðlögunartíma. Eftri 18 leiki þá á hann bara að gera betur. Það er ekkert flóknara en það.

   Carroll – ég skal ekkert væla um þenna 35 milljón kall sem Liverpool pungaði út fyrir hann. Ekki var það minn peningur. Ég get samt ekkert horft framhjá því að hann hefur stóran verðmiða til að fylla upp í. Þeir leikmenn sem hafa kostað svona mikinn pening á undanförnum árum – og þá er ég að horfa á sóknarmenn líkt og Carroll – hafa undantekningalítið sett stöku mörk, þó ekki væri bara svona til málamynda. Carroll kemst ekki í byrjunarliðið gegn nýliðum deildarinnar, mætir “turnunum” í Fulham og þá á hann ekki að henta, og þegar hann mætir lélegasta liði deildarinnar – by a long margin – þá gerir hann lítið til að sýna að hann sé nægilega góður fyrir Liverpool (og þessar 35 milljónir punda sem við ætlum ekki að ræða).

   Suarez má þó eiga það, að þó hann skori ekki nálægt jafn mikið og hann ætti að gera, þá gefur hann okkur stuðningsmönnum þetta extra sem okkur finnst gaman að sjá. Hann hefur skemmtanagildi sem er þess virði að horfa á í imbakassanum.

   Enrique voru góð kaup, sennilega með bestu kaupum tímabilsins og bestu kaup Liverpool undir stjórn Daglish hingað til. En eins og sjá má að því sem ég hef hér skrifað, þá er það kannski ekki það mikil samkeppni. Hann og Suarez – aðrir hafa valdið meira og minna vonbrigðum.

   Þú talar um að þetta sé ekki FM og menn geti bara ekki keypt allt sem er. Það er alveg rétt, auðvitað vildu ýmsir leikmenn ekki koma til félagsins og eflaust munum við horfa upp á slíkt í framtíðinni. Svoleiðis gengur fótboltinn bara. Hinsvegar má líka horfa á þetta þannig að einhvers staðar koma allir þessir spaðar frá, sem eru að sigra heiminn í dag. Málið er að spotta þá nógu snemma.

   Aguero vildi til Liverpool áður en hann fór til Atletico, hann kom ekki. Ronaldo bað Parry og Co um að kaupa sig til Liverpool, það gerðist ekki – hann spilaði svo gegn Manchester United í æfingaleik, heillaði leikmenn þeirra og Rauðnef, nokkru síðar var hann orðin besti næstbesti leikmaður heims. 

   Ég get alveg haldið áfram endalaust, en mergur málsins er sá að út um allan heim er fullt af leikmönnum sem vilja í sterkari deildir. Margir þeirra enda á Ítalíu og Spáni. Cavani, Pastore, Higuain, Gago, Kaka, Dúddi Jóns. Leikmenn sem fóru frá sínu heimalandi “lítt þekktir” annarsstaðar og slógu í gegn í Evrópu. Cavani er einn eftirsóttasti leikmaður í heiminum í dag, spilar með Napoli! Alexis Sanches spilaði með Udinese. Kaka fór frá Brasilíu til AC Milan. Þið skiljið vonandi hvert ég er að fara.

   Þó mér sé meinilla við að taka undir með FH-ingnum Heimi Guðjóns þá geri ég það nú samt því hann spilaði eitt sinn með KR, vandamálið er að stjórna leikjum gegn þessum liðum sem við eigum að vinna. Og já, við eigum að vinna þessa leiki. Það má vel vera að það sé ekkert gefið í fótbolta, en við erum Liverpool og við eigum að vinna þessi lélegri lið. Og með fullri virðingu fyrir Adam og Carroll, já og Henderson, þá eru þeir ekki leikmennirnir til þess að stjórna leikjum. Þeir hafa allavega ekki sýnt það hingað til og ég bara sé það ekki breytast. Það þarf allavega meira en ein kaup í janúar til að breyta liðinu til batnaðar. Það þarf auðvitað betri leikmenn en einnig hugarfarsbreytingu hjá öllum – leikmönnum, þjálfara, eigendum, og ekki síður okkur.

   Homer 

   • Ókei, ég get svosem verið sammála þér í mörgu, en það getur varla verið mælikvarði á leikmenn að ef þeir eru breskir og spila vel með litlum liðum eins og Villa eða Blackpool hljóti þeir að vera slappir, en ef þeir eru t.d. argentínskir og spila vel með litlu argentínsku liði þá hljóti þeir að vera góðir. Það er bara ekkert lögmál. Dæmin um erlenda leikmenn sem hafa komið til Englands og horfið í meðalmennskuna eru fleiri en dæmin um þá sem hafa slegið í gegn. Eins er með innlenda leikmenn. Auk þess eru bresku liðin að skila mun teknískari leikmönnum en á árum áður, þannig að bilið á milli englendinganna og þeirra erlendu í gæðum hefur minnkað mikið. Ég er sammála með Downing, hann ætti að vera búinn að sýna mun meira miðað við hvernig hann spilaði í fyrra. Ég hef minni áhyggjur af Henderson, hann er mjög ungur ennþá og ef rétt er haldið á málum gætum við vel séð Hendo sem besta miðjumann Englands eftir 2-3 ár. Það gæti líka farið á hinn veginn. Þetta er alltaf happdrætti. 

 42. In King Kenny we trust …

  Hellingur eftir af þessu season-i, þetta er maraþon ekki spretthlaup! 

 43. Ég ætla að vera ógeðslega ómálefnalegur og leiðinlegur. Kaupin á Carroll eru einhver verstu kaup allra tíma í knattspyrnuheiminum. Félagið fær þessa brjálæðislegu upphæð fyrir Torres og mönnum finnst þeir þurfa að gera eitthvað til að allt verði ekki brjálað og fólk missi ekki trú á nýju eigendunum. Ég bara skil ekki af hverju maður eins og Dalglish gat ekki sýnt smá stjórn og stillingu og róað mannskapinn. Þessi kaup voru fokking sturlun. 

  Svo er Downing með orðið meðalmennska skrifað á ennið á sér. Hann er nákvæmlega nógu góður fyrir lið eins og Boro og Villa og hefur aldrei getað neitt með enska landsliðinu.

  Jæja, jákvæða hliðin er að baráttan um fjórða sætið er galopin og allir eru að reita stig af öllum.  

  • Hvað menn geta með enska landsliðinu er nú varla mælikvarði á gæði þeirra. Hvorki Lampard né Gerrard hafa oft sýnt snilldartakta með landsliðinu, en enginn fer að þræta fyrir gæði þeirra.

 44. Menn eru að tala hér um að Comolli og KK hafi ekki forgangsraðað rétt með sínum kaupum.   Hvernig er hægt að segja það ???  Þegar þeir tóku við þá var það svipað og þegar maður kaupir hús sem maður ætlar að gera upp frá grunni.  Það þarf að rífa út draslið, allt það sem er fúið og úr sér gengið og endurnýja, og kaupa nýtt, betra og þar fram eftir götunum.  

    Auðvitað er svekkjandi að gera öll þessi jafntefli á heimavelli, sérstaklega gegn “litlu”liðunum.  Það eru sko mikil viðbrigði að þurfa að “sætta sig við” að reyna að komast í meistaradeild og berjast um fjórða sætið miðað við þegar ég var yngri og var vanur að fagna Enska titlinum ár eftir ár.   Ég held samt að við séum á ágætri leið uppávið.   Það þarf miklu meira en þetta til þess að ég missi trúna á KK.

   Vonandi fer þetta að koma hjá okkur, ég trúi ekki öðru en að KK og Steve séu að hamra á mönnum með nýtingu á færum, og það þá helst að halda haus þegar menn eru komnir í dauðafæri, og setja boltann í staðinn fyrir að þruma beint á markmaninn, (auðveldara að segja en að framkvæma).

   Við vinnum Newcastle á heimavelli, megi flóðgáttirnar opnast á Anfield 30 Des, 2011. HALLELUJAH 😉

   YNWA        

 45. Langar lúmskt að sja 5-3-2 leikkerfið aftur, afhverju ? Jú því mér finnst bakverðirnir okkar of góðir frammávið til að nota þetta aftarlega. Johnson og Enrique hafa sínt skemmtileg tilþrif fram á við og 5-3-2 ætti að gefa þeim kost á að sækja enn meira. Gerrard með adam/hendó á miðjunni. Maxi í holunni. Svo Kuyt og Suarez fremstir. Annars langar mig nú bara fyrst og fremst að sjá Dalglish reyna eitthvað nýtt, prufa sig áfram og halda leikmönnum sínum á tánnum, stokka svoldið uppí leikskipulaginu og beita leikmennina meiri þrýstingi til að framkvæma, ekki bara reyna.

  • Þar fyrir utan finnst mér samt að Dalglish og hópurinn í heild sinni hafa sætt of mikilli gagnrýni, það er ekkert spaug að slípa saman hóp sem hefur 9 nýja leikmenn sem komu nánast allir út sitthvorri áttinni. Fyrir utan það að Dalglish er ekki búinn að stýra liði síðan einhverntíman, einherntíman… kæmi það  ekkert á óvart þó við næðum ekki meistaradeildarsæti fyrr en 2014, þó ég sé bjartsýnni en það! Þær breytingar sem hafa átt sér stað munu hinsvegar skila sínu… fyrr eða síðar, það þori ég að fullyrða.

 46. Fínt komment hjá Magga og kemur inná það sem ég hef talað um hér í marga mánuði að vanti hjá Liverpool. Okkur vantar 2-3 nýja leiðtoga með sigurviðhorf inn í liðið og alvöru drjóla á miðjuna.

  Það er þessvegna sem endalaus fjarvera Steven Gerrard hefur sett hrikalega stórt skarð í áætlanir Dalglish. Með hann í 90-100% formi hefðu kaupin á öllum þessum leikmönnum sem eru alveg óreyndir á hæsta leveli meikað aðeins meiri sens. Fjarvera Carragher úr vörninni hefur líka ruglað taktinn í liðinu. Ég hefði t.d. viljað sjá hann spila gegn Blackburn og henda þessvegna í 3-5-2 leikkerfi til að hjálpa Adam á miðjunni.

  Að þessu sögðu þá hefur King Kenny gert hrúgu af klúðurslegum mistökum á þessu tímabili. Þeirra stærstu var að leyfa Raul Meireles að fara á spottprís til keppinauta okkar um 4.sætið, ætlast til of mikils af Carroll strax, frysta Maxi Rodriguez og brjóta algerlega upp sóknarleik Liverpool sem var nánast óstöðvandi í lok tímabilsins í fyrra. Liðið var í ágætis standi þá og ekki neinna risabreytinga þörf. Það að stilla stöðugt í 4-4-2 á heimavelli er einnig bara vitleysa með hina löturhægu Carroll frammi og Adam á miðju.

  Það þarf einfaldlega sér glæparannsókn á því að við gátum ekki unnið botnliðið á heimavelli. Þetta Blackburn lið er svo hrikalega andlaust og öskrandi grútlélegt fótboltalið að þetta á ekki að geta gerst og varða við lög. For crying out loud… þeir voru með varamarkmann inná og 17ára strák í bakverði sem hafði ekkert fyrir því að stoppa Stuart Downing. Það er ekki hægt að fegra þessi 1-1 úrslit neitt, þau eru bara sér hneyksli og Dalglish að stærstu leyti að kenna. Það var vitað fyrirfram hvernig Blackburn myndi spila og það sem verra er þá vissu Blackburn 100% hvernig við myndum spila.
  Man Utd spiluðu með hinn húðlata Berbatov frammi gegn Wigan (sem við gerðum nýlega 0-0 jafntefli við) og höfðu vit á að setja Valencia í hægri wing-back, komu á óvart og voru verðlaunaðir með 5-0 sigri og þrennu frá Berbatov.  Þetta hefði getað verið okkar saga með Carroll ef Dalglish hefði haft balls til að taka smá áhættu. Sóknarleikur Man Utd hefur notabene. verið alveg jafn getulaus og okkar á þessari leiktíð, samt hafa þeir aga og winning mentality til að vega upp á móti skorti á hæfileikum og hraða ýmissa leikmanna liðsins.  

  Maggi spyr hvaða bitum við misstum af í sumar utan topp 6? Adebayor og Scott Parker koma strax uppí hugann miðað við uppgang Tottenham. Parker á 3m punda eru sennilega bestu kaup ársins so far. Hann er eins og Hábeinn Heppni í Andrés-blöðunum. Það er einhver hroki og heppnisára sem fylgir honum. Hann er no-nonsense týpa eins og Mikael Carrick sem lætur lið tikka þó þeir séu ekki bestu fótboltamenn í heimi. Þeir gera góð lið betri. (Enginn af Gerrard, Leiva, Adam, Suarez, Carragher hefur þetta sem Meireles gaf liðinu) Okkur vantar svona týpu til Liverpool í bland við mun hraðari kantmenn. Ég nefni Adebayor því hann er alveg jafn húðlatur og Berbatov/Carroll en hefur eitthvað að sanna núna og Harry Redknapp hefur tekist að mótivera svo vel að hann er hlaupandi útum allt fyrir liðið í fyrsta sinn á ævinni. Ein af mistökum King Kenny er að hann er engan veginn að ná að mótivera Carroll.

  Ég vil fá hrokafulla leikmenn eins og Adebayor til Liverpool eða t.d. menn sem hafa verið undir stjórn Jose Mourinho.  Higuain ætti að vera fullkominn en það hélt maður líka um Morientes á sínum tíma. Ég vil sjá Liverpool bjóða í Lassana Diarra frá Real strax 1.janúar. Held við þurfum síðan frekar virkilega hraðan hægri kantframherja heldur en Striker sem kann að slútta færum. Loic Remy frá Marseille væri franskur hrokapungur og flottur kostur. Verst að þeir grísuðust áfram í CL. Cavani væri fullkominn með Suarez og vil sjá Liverpool allavega vera með í kapphlaupinu um hann. 

  Ég er enn bjartsýnn á því að glasið sé hálffullt en ekki hálftómt. Það fer að styttast í meistaratitilinn enda við komnir með frábæra eigendur að húsinu sem kunna að vinna. Kenny Dalglish þarf hinsvegar að fatta að hunangsdögunum er lokið og fara að klára úr hvítvínsglasinu. Það er rosalega mikil og erfið vinna framundan við að viðhalda hjónabandinu sem einkennir Liverpool FC sem félag. Við þurfum núna að ættleiða nokkra helsvala gaura sem karlmannlegur ljómi stendur af. Fá kellingarnar í götunni sem halda með öðrum liðum til að óttast og öfunda okkur á ný. 

  • Flott að sjá að einhverjir eru farnir að benda í aðra átt en að þessi, hinn og annar hafi verið léleg kaup.  Bendum á hverja átti að kaupa.
    
   Scott Parker 30 ára gamlan vill ég ekki sjá á diskinn minn.  Í sumar voru NÍU miðjumenn hjá liðinu allt til 30.ágúst og þar af Adam, Lucas og Gerrard sem voru alltaf að fara að byrja.
   Hins vegar er ég alveg sammála því að við hefðum átt að skoða Adebayor en ég held reyndar að hann sé haldinn sama syndrómi og Mata og Clichy, fara frekar til liðs sem var tilbúið að borga há laun eða í CL.
    
   Sjáið nú bara komment umbans hans Hazard.  Hvaða lið telur hann upp sem mögulega ákvörðunarstaði?  Barca, Real, Inter, AC, Chelsea og Man.City.  Hvers vegna? 
   Einfalt mál, money makes the world go around…….
    
   Svo gott þætti mér að fá fleiri hugmyndir um menn sem við gætum átt möguleika í núna í janúar eða jafnvel sem við hefðum átt að klára í sumar.
   Ég er sannfærður um það að eitt stykki “winner” framarlega á vellinum myndi fara langt með að fleyta liðinu okkar verulega ofar í baráttunni.  Það er komin í gang kjaftasaga um Kaka, en ég held að hann, Cahill og Modric muni allir enda hjá Roman karlinum í janúar….
    
   Því að við eigum enga möguleika á að keppa við þann mann þegar kemur að launum…

 47. Það eru frábærar umræður í gangi hérna en mig langar að ítreka/útskýra örfá atriði:

  Eins og ég tók skýrt fram hér að ofan er ég ekki að leggja til að Dalglish verði rekinn. Alls ekki, maðurinn er snillingur og ég vona að hann stýri félaginu eins lengi og hann sjálfur vill. En við hljótum að mega gagnrýna það sem okkur finnst hann gera illa.

  Ég er ekki búinn að afskrifa Meistaradeildarsætið, langt því frá. Slíkt væri brjálæði eftir 18 umferðir og okkar menn aðeins 3 stigum frá fjórða sætinu. Ég sagði þetta, orðrétt, í lok pistilsins hér að ofan:

  Ef menn ætla sér á annað borð í Meistaradeildina að ári er að verða nokkurn veginn útséð með að þetta lið í núverandi mynd geti skilað okkur þangað.

  Ég sé ekki hvernig liðið í núverandi mynd (4-4-2 leikkerfi, ekkert sjálfstraust, Lucas frá út tímabilið og sóknarmennirnir allir vonlausir í teignum, og Suarez á leið í langt bann) getur bætt árangur sinn á seinni hálfleik tímabilsins. Það þýðir ekki að ég sé búinn að gefast upp og ef ég væri leikmaður myndi ég berjast eins lengi og það er tölfræðilega mögulegt, en sem áhorfandi hér heima á Fróni væri ég að ljúga að sjálfum mér ef ég horfði á síðustu leiki og segðist svo vera bjartsýnn á Meistaradeildarsæti.

  Ég er það bara ekki.

  Maggi (ummæli #42) kemur með ýmsa nokkuð góða punkta en sá sem hann hamrar mest á er sá sem veldur mér mestum vandræðum; að þetta lið sé ‘work in progress’.

  Auðvitað er þetta lið ‘work in progress’. Auðvitað gerum við væntingar til að liðið spili betur saman í vor en núna, og svo enn betur árið þar á eftir, og svo framvegis, og svo framvegis.

  En Arsenal eru líka ‘work in progress’. Chelsea eru líka ‘work in progress’. Tottenham eru líka ‘work in progress’. Og ólíkt okkar mönnum virðast þau lið vera að bæta sig og kúpla upp um gíra eftir því sem líður á tímabilið. Á meðan okkar menn spiluðu miklu betur í upphafi tímabils en núna.

  Það sama gildir um leikmennina. Ég veit að sóknarlínan okkar er ný en það eitt og sér afsakar ekki allt. Dæmi:

  • Demba Ba: kostaði ekkert, 14 mörk í 17 deildarleikjum með Newcastle frá því í sumar.
  • Darren Bent: kostaði 24m punda, 14 mörk í 30 deildarlekjum með Aston Villa frá því í janúar.
  • Sergio Aguero: kostaði 35m punda, 13 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Man City frá því í sumar.
  • Edin Dzeko: kostaði 27m punda, 12 mörk í 25 deildarleikjum fyrir Man City frá því í janúar.
  • Emmanuel Adebayor: lán, 8 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Tottenham frá því í september.

  Það er hægt að nefna fleiri dæmi um leikmenn sem hafa staðið sig svipað vel eða betur en Carroll fyrir minni pening: Crouch hjá Stoke, Gervinho hjá Arsenal, Sturridge hjá Chelsea, Klasnic hjá Bolton, Fletcher hjá Wolves, Heiðar Helguson hjá QPR, Balotelli hjá Man City, Grant Holt hjá Norwich, og svo framvegis, en ef við skoðum bara þá framherja sem eru nýir hjá sínu félagi á árinu 2011 eru þeir allir að skila miklu, miklu meiru en Carroll … nema spænski vinur okkar hjá Chelsea.

  Þannig að þótt Carroll sé ungur og engin leið að afskrifa hann strax er að mínu mati alveg hægt að slá því á fast að 35m punda fyrir 4 deildarmörk á árinu 2011 hafi verið skelfileg kaup. Kannski rætist úr honum en þetta er núverandi Moody’s lánsmat þessara kaupa: skelfileg.

  Ég gæti leikið sama leik með Downing gegn öðrum kantmönnum sem hafa skorað/skapað meira en hann í vetur. Ashley Young, Gervinho, Oxlade-Chamberlain, Nasri, Juan Mata, meira að segja Gabriel Obertan hjá Newcastle er með tvær stoðsendingar síðan hann kom þangað.

  Carroll og Downing eru skelfileg kaup og verða að gera betur ef þeir ætla að breyta þeirri staðreynd. Þeir hafa tíma til þess en ekki endalausan. Og á meðan þeir gera ekki betur mun þetta lið aldrei ná Meistaradeildarsæti, nema með því að kaupa þá menn sem geta betur í janúar.

  Um Henderson og Adam get ég einna helst sagt þetta: þeir litu miklu betur út með Lucas sér við hlið en hafa báðir dalað mikið að mínu mati eftir að sá brasilíski meiddist. Þeim gengur illa að finna sig án hans á miðjunni og þótt það sé kannski ósanngjarnt að heimta meira af þeim þá þurfum við meira í vetur, fyrst Lucas er frá. Annars hef ég miklu minni áhyggjur af þeim, held að þeir verði báðir lykilmenn í þessu liði um ókominn ár, þrátt fyrir nokkra slappa leiki í röð núna.

  Ég er langt frá því jafn sannfærður um Downing og Carroll.

 48. Góðan daginn……..  Mér finnst menn dálítið heitir hér inni þar sem að þetta er fótbolti í Englandi og það er alveg sama hvað við segjum og gerum hér á Íslandi að það hefur engin áhrif á það sem gerist í Liverpoolborg, þar af leiðandi skil ég ekki pirringinn !

  Hvað vilja menn……. Fyrir ári síðan var Liverpool að spila einn leiðinlegasta bolta sem sást hafði í Liverpool borg og fyrir mig sem Liverpool mann var það ömurlegt, maður horfir á alla leiki og langar að sjá góðan fótbolta.  Núna ári seinna er það raunin, við erum að spila fínan fótbolta, fáum á okkur fá mörk, höldum boltanum innan liðsins og sköpum okkur fín færi !  Töluvert betra en það var fyrir ári síðan ! 

  Ég held að við séum um það bil einum leikmanni frá því að komast í Meistaradeildina.  Hvaða leikmaður það er, veit ég ekki, ég gæti sagt eitthvað nafn í draumalandinu mínu en ég er annars sammála Magga Mark að það er bara ekki svo auðvelt að fá leikmenn af rétta styrkleikanum.   En einn leikmann sem getur skorað mörk og verið stöðugur í teig andstæðinganna er draumurinn minn. ( Huntelaar ??? )  Því að það er okkar eina vandamál í dag,  við fáum fá mörk á okkur, spilum fínan fótbolta, sköpum fín færi en skorum ekki nóg !

  En annars er þetta bara fótbolti í Englandi sem að við höfum engin áhrif á en getum haft gaman af !

 49. Þetta er svo sem ekki flókið. Vörnin er öll að koma til og flæðið í spilinu er betra en undanfarin ár og ekki vantar marktækifærin. Jason Mcateer benti á það í viðtali að Downing væri að koma með fullt af krossum inn í teig en það væri ekkert að koma út úr því vegna þess mennirnir frammi eru ekki að nýta færin. Vissulega koma lélegir boltar inn í teig en munurinn þá og nú er að þegar Mcateer var að spila  þá höfðum við mann sem heitir Robbie Fowler og hann gat klárað nánast hvaða færi sem er. Okkur vantar sárlega svona mann eins og Fowler sem hefur stórt markanef og getur klárað færin. Hann þarf ekki að vera tæknitröll eða tætari eins og Suarez heldur bara þessi gamli góði markagráðugi “finisher”
   
  Hér sjáið þið meistara Fowler. Oh hvað ég vildi að við ættum 1 stk af 24 ára gömlum Robbie Fowler.
  Engin gríðarleg tækni eða hraði. Bara risastór fótboltaheili og hnitmiðum skot. Guð var snillingur:
  http://www.youtube.com/watch?v=oom5t5uSUmk
   

  • Getum líklega lítið sagt við því að hann fái bann fyrir að gefa stuðnignsmönnum Fulham fingurinn. Það var heimskulegt hjá honum og líklega auðvelt að finna fordæmi fyrir að menn fái bann fyrir svonalagað.

   Get engu að síður alveg sett mig í hans spor og hefði líklega líka sent stuðningsmönnum Fulham fingurinn eftir framgöngu þeirra í þessum leik, en það afskakar þetta ekkert. Warnock af öllum mönnum hitti naglann á höfuðið er hann opnaði fyrir umræðu á stuðningsmenn andstæðinganna sem stundum taka leikmenn eða stjóra alveg fyrir og láta gjörsamlega allt flakka um hann án þess að klúbburinn fái neina einustu refsingu en ef hann bregst við með minnsta hætti í hita leiksins er það bann. Svekkjandi en svona er þetta.

   Sektin fyrir að hópast að dómaranum er hinsvegar bara grín og sýnir hvað enska knattspyrnusambandið er óstöðugt í sínum aðgerðum.

 50. Segir mikið um þetta djók samband að hann fær bara 1 leik. Í raun hefði það verið sanngjarnara og meira í takt við fyrri aðgerðir að setja hann í 3ja leikja bann fyrir þetta og svo ekkert fyrir evra málið.
   
  Let’s face it, rooney fékk 3 leiki fyrir að segja Fuck off í myndavélina.
   
  Finnst þetta pínu lykta þannig að ef hann hefði sloppið við evra málið þá hefði hann líklega fengið 3 leiki. Við eins leikja banni er voða lítið hægt að segja…
   

 51. Nr. 87

  Það eru nú að ég held fleiri dæmi þess að menn hafi sloppið við svonalagað heldur en ekki. Eins var hann alls ekkert að veifa puttanum í myndavélina hvað þá öskra í hana. Þetta er alls ekkert væg refsing og maður hefði reyndar haldið að hann hefði tekið nóg út af refsinu í þessum leik, svona þar sem það var drullað yfir hann í tvo tíma non stop og tekið af honum löglegt mark.

  Hefðu þeir talið sig geta það efast ég ekkert um að bannið yrði lengra.

 52. Maggi #82.

  Helduruðu virkilega í alvörunni að Luka Modric endi hjá Chelsea í janúar? Ef hann fór ekki seinasta sumar er hann aldrei að fara þangað í janúar. 

  Ef Tottenham er einhverntímann að fara selja þann dreng þá er það í fyrsta lagi eftir tímabilið (hugsanlega seinna) fyrir 50m+ og út úr Englandi (til Barcelona, Madrid, Ac Milan, Juve). 

  Gaurinn er á 5 ára samning og er dýrkaður þarna hjá Tottenham. 

 53. Mér langar aðeins að tala um Charlie Adam, þeir sem segja að hann hafi staðið sig illa en Suarez staðið sig vel:
  Adam hefur skorað 2 mörk og átt 7 stoðsendingar en Suarez skorað 5 mörk (þar af 1 mark í síðustu 11 leikjum)og 3 stoðsendingar, semsagt Adam átt þátt í 10 mörkum af 21 (og það á að vera lélegt af miðjumanni) en Suarez átt þátt í 8 af 21 mörkum (og það á að vera frábært af sóknarmanni) Þetta meikar bara ekki sens, + það að Adam væri liklega kominn með mikið fleiri stoðsendingar ef sóknarmennirnir myndu hitta betur á markið þannig að þrátt fyrir þetta fáránlega langa bann hjá Suarez þá þurfum við ekki að hafa of miklar áhyggjur af sóknarleiknumþví hann hefur ekki verið að skora mörk…. Bellamy er með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 434 mínotur spilaðar, Carrol með 2 mörk í 840 mínotur spilaðar og Suarez með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 1454 mínotur…  Vörnin er toppur og Bellamy og Carrol fá meiri spilatíma til að finna sig, Gerrard að koma og Suarez fær smá hvíld sem hann má held ég við(9 leikir samt of löng hvíld)… Ps. væri samt til í að fá álvoru potara í sóknina…… ég hef engar áhyggjur með restina af tímabilinu, þetta á allt eftir að detta inn…….   LIVERPOOL RULES…….
   

Liverpool – Blackburn – 1-1

Stöngin út (óheppni – afsakanir – lélegir?)