Byrjunarliðið gegn Blackburn

Stóru fréttirnar í dag eru þær að Captain Fantastic er á bekknum og Andy Carroll byrjar inná í stað Dirk Kuyt.

Byrjunarliðið í dag er svohljóðandi:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Maxi – Henderson – Adam -Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Gerrard, Kuyt, Carragher, Doni, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Sterkt lið og góður bekkur, þetta bara skal duga til að vinna Blackburn á heimavelli. Ekkert 0-0 kjaftæði neitt núna, segi 2-0 og Carroll skorar bæði.

82 Comments

  1. Frábært að sjá skipperinn mættan til leiks 🙂

    Við bara hljótum að vinna, hef trú á að Maxi vinur minn setjann í dag, og vonandi Carroll og Suarez líka. 

  2. Líst vel á þetta byrjunarlið. Staðan í Chelsea-Fulham leiknum er 1-1 á 75 mínútu á þessari stundu, vonum að Fulham haldi þetta út eða þeir hreinlega skori winner.

  3. ég hef þetta ekki samkvæmt neinum staðfestum miðlum, nema einum facebook vin, en þar var talað um að Carroll hefði látið taglið fjúka! Vel klipptur Carroll á eftir að standa sig !!

  4. Ég verð’ að segja ykkur smá sniðugt.. ég skellti mér í smá FM í gær..
    Er á 3.tímabili með Liverpool og það var desember, leikdagur var 26.des og mótherji var Blackburn, reyndar á útivelli en samt! ég hugsaði með mér.. ætla að reyna að stilla upp eins nákvæmu liði og liverpool gæti spilað með á morgun haha, reyndar buinn að selja Agger og Skrtle, en Carroll,Gerrard,Carra,Coates,Wilson,Adam,Enrique,Glen,pepe,Downing,Henderson,Bellamy,Suarez fengu allir að spila í þessum leik og ég vann 1-8 .. blackburn er í fallsæti og búnir að selja alla sína bestu menn.(þessa sem eru ágætir..)
    GERRARD SKORAÐI 5 MÖRK! haha

    Hvað segir þetta okkur?
    Er FM óraunverulegur…? Eða er Liverpool að spila undir getu?? hehe

    Vona að okkar menn skori fleiri en 1 mark og við getum fagnað sigri frá 1mín 🙂

    Suarez YNWA 

  5. Flott að sjá C Fantasic i bekknum þá spái ég 6-1 suarez2 carrol 2 hendersson1 gerrard1 yakabu fyrir blacburn.

  6. Góð úrslit fyrir okkur, Chelsea að tapa stigum á brúnni. Nú er bara að ganga frá þessum leik í dag, koma okkur upp í 5 sætið og þá er eitt stig í fjórða !

  7. Rovers: Bunn, Lowe, Samba, Hanley, Henley, Hoilett, Nzonzi, Dunn, Pederse, Yakubu, Formica

    Hanley er 17 ára vinstri bakvörður að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði! Treysti á að Maxi, Downing og Suarez fari aðeins yfir þetta með honum.

    Svo hefur Bunn verið varamaður í Fantasy liðinu mínu í allann vetur og á því ekki von á góðu.

  8. Er þessi Bunn að fara að eiga leik lífs síns ??? Verð ekki rólegur nema að við skorum í fyrri hálfleik.

  9. Vá hvað þessi leikur er alveg steindauður.

    Nú er korter búið og við erum ekki enn búnir að skora.

    Þá fer allt í panik og leikurinn endar 0-0 

  10. Rosalega verja menn alltaf gegn okkur….En núna hlýtur þetta að fara að detta í gang. kapteinninn farinn að hita upp 🙂

  11. Er frekar óánægður með miðjuna okkar.  Það er lítið að koma frá þeim. 
    Sendingar hægar eða vitlausar sem setur allt tempó úr skorðum.
    Þannig að það verður lítið úr því sem á að gerast frammi.  
    Eins gott að menn haldi hreinu held ég.
     

  12. èg er ekki lengur spenntur tegar vid erum í sókn,farin ad reikna med ad ekkert gerist hvad er í gangi…KOMA SVO FINSIH “EM!!

    og tá skorar Adam…

  13. Ofboðslega eru búnar að koma margar slakar sendingar frá okkar mönnum. Einbeitningarskortur eða menn að missa sjálfstraustið.

  14. Jæja já, Blackburn að skora

    Adam með sjálfsmark.

    Úff hvað er að gerast við þetta lið? 

    • Það er voðalega auðvelt að drulla yfir liðið og leikmenn bak við tölvuna!  Tökum þetta í seinni á kop stúkuna.  

      • Tja … ég var nú aldrei hrifinn af Charlie og ekkert heyrt um Henderson fyrr en hann var keyptur.  Þeir virka bara ekki saman á miðjunni.  Tölvan / sjónvarpið skiptir ekki máli, þessi miðja er ekki að virka.  
        Það eru engar tempóbreytingar, vondar sendingar og léleg varnarvinna.

        Vona að þetta lagist í hálfleik, þó ég sé svartsýnn á það.  En in Kenny I trust. 

  15. lol þetta er nú meiri vitleysaq. charlie er góður.

    hann er núna í tvemur leikjum ad kosta okkuir 4 stig

  16. Liðið þarf sko aldeilis að taka sig á í seinni hálfleik. Það er ekki hægt að vera undir gegn jafn lélegu liði og Blackburn er.

  17. Djöfulsins aumingjar!!! Hvernig væri að girða sig nú aðeins í brók

  18. Enn eitt lélega liðið að eiga lélegan leik en samt að ná góðum úrslitum gegn okkur

  19. Shit hvað við erum geðveikt lélegir í þessum leik þetta getur ekki endað vel.

  20. Rosalega er leiðinlegt að horfa á Liverpool á móti þessum slakari liðum… 

    Liverpool hefur einu sinni skorað fleiri en 2 mörk á þessu tímabili og það var á móti Exeter City. Ég heimta mörk! vörnin er búin að standa sig mjög vel en okkar menn virðast ekki getað sett hann yfir (rétta) marklínu!

    FML 

  21. Jæja. Þetta er komið hringinn hjá mér. Ég er hálfflissandi í þessum töluðu.
    Af hverju VISSI ég að það kæmi mark úr þessu horni? Og af hverju kom það mér samt á óvart?
    Ef að Gerrard kemur inná og reddar þessu þá skal ég fyrirgefa honum að hafa tvisvar viljað fara til Chelsea.

  22. djöfulsins pappakassar!!! vildi ad við værum ad spila við chelsea hverja helgi :/

  23. Sættum okkur bara við þetta,Liverpool er og verður í nánustu framtíð bara meðalgott fótboltalið, í flokki með t.d. Everton,Aston Villa,Newcastle o.fl.,Það er lengi hægt að berja hausnum við steininn og halda öðru fram en þetta er staðreynd málsins!!!

  24. vandræðalega lélegir! engin sköpun, ekkert óvænt og Charlie Adam ömurlegur !

  25. Það er kannski hægt að fara að skoða þann möguleika að við séum ekki með réttan stjóra ?

  26. Carroll er flottur með þetta glóðurauga, virkar alger nagli og fer í tæklingar eins og hann fái bónus fyrir hverja tæklingu.. en ætli Liverpool hafi ákveðið að taka markabónusinn af leikmönnunum?
    Það er eins og að okkar menn vilji varla skora.. þegar þeir fara í sókn þá gerist allt svo hægt og ógeðslega fyrirsjáanlegt að við heima í stofu gætum varist sóknaraðgerðum okkar manna.
    Gerrard inná og það strax! Ef hann getur verið á bekknum þá á hann alveg að geta spilað 45mín! 

  27. Meðan lið skora ekki mörk, þá vinna þau víst ekki leiki.  Ég vill sjá KK gera breytingar sem fyrst í seinni hálfleik, Bellamy og Gerrard inná. MAXXXXIIII 

     🙂 

  28. jæja það þurfti þá bara varnarmann til að leggja upp markið. spurning um setja kelly og carra inná miðjuna.

  29. Þetta er nú hálf lélegt og þreytt, sammála því að setja Gerrard og Bellamy inná.

    Einn maður hefur hins vegar verið mjög öflugur í dag; Stewart Downing; búinn að leggja upp hrúgu af færum og er að gera góða hluti :).

    Vonum að þetta fari að detta inn :).

    • Sammála, hann er búinn að vera dapur.

      og hann var ömurlegur í síðasta leik.

  30. Carrol er búinn að vera flottur í þessum leik, mun betri en oftast áður hingað til, en þá hefur mér fundist hann vera eins og belja á svelli, sídettandi og alles. En finnst hann hafa verið ógnandi og flottur nuna, eflaust náð að fá sér smá rauðvín yfir jóin og fengið smá blóðbragð…

    • carroll hefur ekki verið flottur í þessum leik, en eins og sést í sendingunni frá enrique þá getur hann þetta ef hann fær boltana.. þarf bara að losna við þennan gjörsamlega vanhæfa aula á kantinum sem er ofmetnasti kantmaður allra tíma í fótbolta(nr19), þá fer kannski eitthvað að gerast 

  31. kommon,þó að 35 milljón punda maðurinn geti nú einhvern tímnn spilað fótbolta,óþarfi að þakka sérstaklega fyrir það!!!

  32. Erum við að horfa uppá enn eitt jafnteflið á heimavelli.  Anfield er að breytast í völl þar sem lið eiga auðvelt með að ná í allavega 1 stig 🙁

  33. skildi þó ekki vera að þeir færu loksins að skora þegar suarez fer í bannið!!

    • Var akkúrat að hugsa það sama.  Elska Suárez en hann er að gera alltof erfiða hluti!!!!

  34. Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu. Hvers vegna geta þessir aumingjans sóknarmenn okkar ekki skorað á móti langlélegasta liðinu í deildinni? Í alvöru talað, þetta Blackburn lið er bara djók. Fari þetta til andskotans.

  35. scum að skora 5 mörk í 19 marktilraunum, reyndar á móti 10 mönnum wigan, en Liverpool að skora 1 mark í 24 tilraunum á rammann.  Þessi nýting hjá okkur er að verða hræðileg.  🙁 Þegar celski tapar stigum, og önnur lið í baráttunni um fjórða sætið, þá gerum við það sama.  DJÖF;ANDSK.,

  36. Ætla menn hérna að halda áfram að verja Downing ? þarf að tala meira um þennan leikmann eða 

  37. Vonandi fáum við bráðum að keppa við þessi lélegu lið sem manutd eru búnir að vera rústa (kældhæðni)

    Vá ég vildi að við hefðum ekki fengið þessi færi í lokinn, núna líður mér helmingi verr, þunglyndi í uppsiglingu

  38. ÖMURLEGT ! ! ! ! Leikir byrja ekki á 89 mínútu.  SKELFILEG FRAMMISTAÐA ! ! !

  39. Okkur er ekki ætlað að skora meira en 1 mark í leik!!!! HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!
    ÉG ÓSKA EFTIR MÖRKUM!!!! 

  40. Blackburn voru það lélegir að þeim tókst ekki einu sinni að skora sjalfir ! óheppni/heppni, þessi markvörður átti draumaleik, einhver algjör nobody, og 17 ára pjakkur að leika fyrsta leik sinn fyrir Blackburn varði á línu á siðustu fokkin sekunduni!! WHAT

  41. Mikid svakalega er ég ordin treyttur á ad andstaedingar okkar fagna eins og teyr hafi unnid eithvad á OKKAR heimavelli,

    enn eitt skíta jafnteflid og ef vid verslum ekki eithvad í Jan,og Gerrard verdur ekki heill getum vid setid hjá og horft á topp 4 jafnt og tétt auka bilid…..Adam,Downing vil ekki sjá tessa 2 í naestu 5 leikjum,meiga koma inn á ef 3 stig eru örugg.

     

  42. hversu lengi ætla menn að segja bara “in kenny we trust”        andskotinn hafi það!  Með þennan mannskap þá á liverpool að vera með fleiri stig 

    • með þennan mannskap ? vantar amk 2-3 klassa klassa leikmenn í þetta lið til þess að það eigi séns á topp 4 sætinu

  43. já ég skal halda áfram að verja Downing.

    Downing átti góðan leik í dag, lagði upp fullt af tækifærum og var einfaldlega góður.  Besti maður leiksins að mínu mati.

    Sóknarmenn liðsins þurfa hins vegar að nýta þau færu sem þeir fá, sem þeir eru ekki að gera.  Þetta varðandi markmann andstæðinganna er að verða svolítið þreytt, en það er ótrúlega mikið til í því að þeir eigi leik lífsins á móti Liverpool !  Ótrúleg markvarsla hjá honum í lokin.

    En Downing var góður, nefnið mér leikmann sem var sterkari en hann í dag !

    EN það breytir því ekki að ég er brjálaður að tapa enn og aftur tveimur stigum á heimavelli gegn lélegu liði !

    • þá veist þú ekkert um fótbolta, hversu margar fyrirgjafir hjá honum fóru framhjá fremsta varnarmanni !!!!! krossar eru hlutverk kantmanna og skrtel átti betri “kross” en hann 

  44. HELVÍTIS ANDSKOTANS DRULLUMELLUTUSSUDRASL !!!! HVAÐA FÁVITI STILLIR UPP MAXI Í BYRJUNARLIÐINU ??????????????? OG CHARLIE ADAM ER MEÐ FOKKING GYLLINÆÐ ÞETTA HELVÍTI…. AÐ SKÍTA UPPÁ BAK Á MÓTI BLACKBURN ER EINS OG AÐ HORFA Á FRIÐRIK ÓMAR SYNGJA…….. SVONA HELVÍTIS RUGL ER EKKI LÍÐANDI, OG ÞESSI FRUSSUTUSSUDÓMARI ER ALGER FÁVITI… ÁTTUM AÐ FÁ VÍTI, EN NEI…. ÞÁ ÁKVAÐ SKÍTURINN Á LÍNUNNI AÐ FÁ KRAMPA Í HÖNDINA OG LYFTI HENNI. ANDSKOTANS MELLUDÓLGAR SEM ÞETTA ERU Í ÞESSARI DÓMARASTÉTT ! TAKA EINA KINDABYSSU OG LÓA ÞESSU HELVÍTI……… SEM FYRST !

  45. Svona áður en menn fara að drulla með vagínunni yfir Andy Carroll, þá er það ekki honum að kenna að hver einasta fokkin fyrirgjöf var ÖMURLEG.  Takk fyrir túkall.  Ég vil fá miðjumann fyrir C.Adam og kantara fyrir S.Downing í janúar takk.

  46. alveg slakur maður, hefðir átt að telja upp á 10 áður en þú kommentaðir..
    Maxi er búinn skora mörk, eitthvað sem vantar hjá liðinu og hann ksoraði markið í þessum leik.
    Ég skil ekki þetta endalausa drull yfir adam, jú hann var ekki nógu góður í þessum leik og er ekki búinn að vera góður en samt á hann góðar sendingar sem að mér finnst að suarez og félagar eigi gera mun meira úr.
    Finnst líka alltof fáir gagnrýna suarez, finnst hann gera alltof erfiða hluti og í staðinn fyrir að skjóta þá vill hann taka einn snúning enn frekar en að senda fyrir markið sem dæmi. Finnst hann of mikið ætla að sýna sig og skora frekar en að gefa mann fyrir markið.
    Það er líka orðið svo þreytt að kenna dómaranum um, hann gerði mistök og leikmenn líka. Það er liðið sem spilar leikinn og í þessu tilfelli  er liverpool búið að spila ágætisbolta og vera oft betra liðið en vantar að klára leikina.  

  47. Liverpool spilaði vel og var óheppið að vinna ekki. Það er augljóst. Sýnið smá þolinmæði og hættið að grenja eins og fordekraðir krakkabjánar.

Blackburn á morgun

Liverpool – Blackburn – 1-1