Gleðileg jól

Á morgun koma jólin. Ég veit það er skrýtin staðreynd, því fyrir flest okkar sem lesa þessa síðu eða skrifa á hana komu jólin 8. janúar síðastliðinn. En þau koma nú samt á morgun og næstu 1-2 sólarhringa munum við flest njóta þess að hugsa um allt aðra hluti en Liverpool, þótt margt sé á döfinni hjá liðinu okkar þessa dagana.

Við tökum okkur frí fram yfir matarátið og pakkana á þessari síðu en snúum svo saddir og endurnærðir með upphitun fyrir Blackburn-leikinn á jóladag. Þangað til…

Fyrir hönd Liverpool Bloggsins og okkar sem höldum þessari síðu úti óskum við ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, hvar sem þið eruð.

Með kveðju,
Kristján Atli og Einar Örn
ritstjórar Kop.is

32 Comments

  1. Gleðileg jól og takk fyrir að halda úti þessari frábæru síðu. Þetta er ótrúlega óeigingjarnt starf sem þið sinnið með því að sinna þessu fyrir okkur Liverpool aðdáendur í þessu litla landi. Kem hérna inn oft á dag og hef alltaf jafn gaman að því að lesa þetta og fylgjast með skoðanaskiptum íslenskra Liverpoolaðdáenda. Klárlega langbesta bloggsíða landsins og þótt víðar væri leitað 🙂

    • Gæti ekki orðað þetta betur, 

             Gleðileg jól og takk fyrir mig !!! 

  2. Þið eigið heiður skilinn fyrir mikla og góða vinnu að halda þessum vettvangi opnum fyrir hreinskilna og ígrundaða umræðu um klúbbinn okkar. 

    Takk fyrir mig og gleðileg jól 🙂 

  3. KA & EÖ, bestu óskir til ykkar um Gleðileg Jól, og takk fyrir ykkar framlag með þessum vef….

    Sem og sendi ég öllum púlurum nær og fær bestu óskir um Gleðileg Jól….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…     

  4. Gleðileg jól kop.is piltar og aðrir Liverpool aðdáendur. Takk fyrir frábærar umfjallanir á þessari síðu. Þið vinnið frábært og óeigingjarnt starf og þótt við virðumst ekki stundum kunna að meta það þá gerum við lesendur það svo sannarlega.
     
    Megi þið eiga góð og kærleiksrík jól 🙂
     
    ÁFRAM LIVERPOOL – YNWA

  5. Sælir félagar
     
    Þakka þessa frábæru síðu og sendi öllum Púllurum fjær og nær hugheilar jólaóskir. Megi veröldin verða betri á næsta ári og gefa okkur og mannkind allri meira réttlæti og jöfnuð, frið og árgæsku.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA – Suarez

  6. Gleðileg jól allir saman, njótið matsins og vonandi að við getum endað þetta ár með tveimur sigrum 🙂 

    Takk fyrir að halda uppi þessari síðu sem er án efa ein sú besta á Íslandi. Þið eruð að vinna óeigingjarnt starf og vill ég þakka ykkur fyrir það 🙂

  7. Það verða engin Jól á meðan þetta Suarez mál stendur yfir,     Ferguson er búinn að eyðileggja jólin fyrir mér…

  8. Gleðileg jól strákar, sem og allir aðrir Liverpool aðdáendur ! 🙂

    Takk fyrir þessa frábæru síðu. Ætli ég kíki ekki hérna inn svona u.þ.b. 3500 sinnum á ári. 🙂 Hafi einhver haldið, fyrir u.þ.b. hálfu ári, að umsjónarmenn síðunnar gætu ekki toppað frammistöðu sína, þá koma þeir með þessa podcast þætti, sem hafa veitt (a.m.k. mér) allnokkrar hamingjusamar kvöldstundir !

    Kærar þakkir fyrir mig ! 🙂    

  9. Gleðileg jól nær og fjær allt Liverpoolelskandi fólk.
     
    Hlakka til nýs árs, sem ég er sannfærður um að mun færa okkur framar á veginum í átt til fyrirheitna landsins!
     
    You’ll never walk alone!

  10. Gleðileg jól öll og takk fyrir ánægjulegt lestrarár hér á síðunni.

  11. Gleðileg jól og takk kærlega fyrir mig. Þessi síða á engan sinn líka hér á landi og þótt víðar væri leytað.

    Nú er bara að vona að nýja árið verði stöngin inn hjá okkar mönnum.

    YNWA 

  12. Gleðileg jól síðuhaldarar og aðrir KOP´arar nær og fjær.

  13. Óska öllum Liverpool-mönnum nær og fjær gleðilegra jóla og vil þakka stjórnendum þessarar síðu fyrir sitt frábæra framtak á árinu!

    Skemmtilegt að segja frá því að Kop.is hefur stokkið upp um tvö sæti og er komin í 5.sæti yfir þær síður sem ég skoða mest á netinu, á eftir facebook, fotbolti.net, youtube og gmail. Komst síðan þar með yfir bæði kennsluvefur.is og inna.is, sem eru þær tvær síður sem ég nota hvað mest í skólanum og segir það mikið um gæði Kop.is…eða bara hvernig forgangsröðunin hjá mér er röng (eða kannski bara mjög rétt). 

    YNWA 

  14. Rakst á þetta flotta jóla lag og langar til að deila því með ykkur….

    Jingle Bells
    Chelsea smells!
    City go away!
    United suck!
    Arsenal yuck!
    Liverpool all the way!!

    Gleðileg jól…   

  15. ég elska ykkur drengir Gleðileg Jól Kop.is-menn og að sjálfsögðu allir hinir líka

  16. Gledilega hatid… Tid sem haldid tessari sidu ut eigid heidur skilid fyrir gott starf
     Kv fra einumsem heldur med lidi i Manchester 😉  p.s afram enski boltinn og megi rigurinn vera a godum notum ek i ein hverju personulegu skitkasti 

  17. Gleðilegt Jól allir saman, ég finn á mér að árið 2012 verði okkur gott, frám LIVERPOOL.

  18. Gleðileg jól drengir. Þessi síða er ómissandi. Morgnarnir hjá mér eru í þessari röð. Míga, troða í vörina, kíkja á kop.is. YNWA

  19. Gleðileg jól kæru bræður og systur í bolta. Þetta ár hefur verið margfallt skárra en það síðasta og við vonum bara að næsta ár verði okkur enn betra.

Luis Suarez

Blackburn á morgun