Luis Suarez

Það eru liðnir tæpir tveir sólarhringar síðan Luis Suarez var dæmdur í 8 leikja bann og 40 þúsund punda sekt af Enska Knattspynusambandinu fyrir að hafa beitt Patrice Evra kynþáttaníði í leik Liverpool og Man Utd þann 15. október síðastliðinn. Þar sem ég fjallaði um málið á þessari síðu bæði daginn eftir leik og mánuði síðar þegar Suarez var ákærður hef ég verið að hugsa með mér hvernig ég gæti lokið umfjöllun minni um þetta mál. Í báðum pistlum ítrekaði ég að ég hvorki styddi né fordæmdi Suarez fyrr en staðreyndir málsins kæmu í ljós, og ég gekk svo langt að lofa því að „drulla yfir Suarez“ á þessari síðu, yrði hann fundinn sekur.

Nú er niðurstaðan komin og þótt ég hafi haft tvo sólarhringa til að melta sektarúrskurðinn verð ég að viðurkenna að ég er engu nær því að drulla yfir Suarez en áður. Í raun má segja að hið gagnstæða hafi gerst. Eftir því sem skýringar á málsatvikum fóru að fréttast á síðustu vikum varð mér meira og meira ljóst að Suarez hafði ekkert rangt gert af sér. Ég, eins og margir aðrir, gerði því eiginlega ráð fyrir að hann yrði sýknaður. Bæði vegna skorts á sönnunargögnum, og líka vegna þess að ef hann sagði það sem hann er sagður hafa sagt þá sé ég bara ekki nokkuð að því.

En Enska Knattspyrnusambandið virkar ekki svoleiðis. Ónei. Þar á bæ voru menn búnir að ákveða fyrirfram að gera Suarez að víti til varnaðar fyrir aðra. Og því fór sem fór, okkar maður fékk 8 leikja bann og þótt því verði áfrýjað sé ég ekki hvernig því verður breytt úr þessu. Liverpool þarf að spila um þriðjung þess sem eftir lifir tímabils án síns besta manns.

Vandamálið sem ég hef glímt við sl. tvo daga hefur verið einfalt: hvernig get ég, hvítur karlmaður í vernduðu, íslensku samfélagi, mögulega tjáð mig um þessar nornaveiðar Enska Knattspyrnusambandsins, af einhverri vitneskju? Ég hef enga reynslu af suður-amerískri menningu eða kynþáttamisrétti.

Því langar mig til að gefa Einari Erni orðið. Hann hefur ferðast víða um Suður-Ameríku og m.a. búið í Mexíkó og Venesúela:

Innskot EÖE 10.jan: Í skýrslunni kemur fram að Evra hafi kallað Suarez “sudamericano” en ekki “sudaca”. Einnig sýnir Evra ágætlega spænsku kunnáttu sína með því að hefja setningu með “concha de tu hermana”. Þannig að mín komment standa með þessum áherslubreytingum.

Luis Suarez hefur fengið miklar stuðningskveðjur frá Úrúgvæ í gær og í dag við þessum fullkomlega fáránlega dóm, sem hann fékk á þriðjudaginn.

Í þessari ágætu frétt á MBL er bent á hversu fáránlegt það er að í þessu samtali á milli Evra og Suarez (sem fór fram á spænsku) þá kallar Evra Suarez “Sudaca” sem er mjög niðrandi orð fyrir Suður-Ameríkumann – en fyrir það fær hann engar skammir (og hvað þá 8 leikja bann). Sudaca er aðallega notað af Spánverjum til að tala niðrandi um Suður-Ameríkubúa, sem eru ekki af spænskum ættum (oft um þá sem eru líkari innfæddum í Perú og Bólivíu en þeim hvítu í Argentínu) og sem tala spænsku með öðrum hreim en er talaður á Spáni. Negrito er orð sem er notað í daglegu samtali í Suður-Ameríku og þú getur notað óhræddur. Þú segir hins vegar aldrei Sudaca við Suður-Ameríkumann án þess að eiga von á illu.

Einnig fær Suarez stuðning frá landsliðsþjálfara Úrúgvæ og hann segir að allir Úrúgvæar standi við bakið á Suarez.

Ég hef ætlað að setja saman pistil um þetta síðan að ég heyrði frá banninu, en einhvern veginn kem ég ekki orðunum niður á blað – ég hef verið of reiður. En þetta 8 leikja bann og þessi meðferð á Luis Suarez fyrir að kalla mann “negrito” eftir að hafa verið kallaður “sudaca” er svo fullkomlega fáránlegt að ég get varla lýst því. Luis Suarez er ekki rasisti fyrir fokking fimmaur. Og þeir sem halda að þetta mál hafi ekki haft gríðarleg áhrif á hans frammistöðu hafa ekki verið að fylgjast með Liverpool síðasta árið.

Ef að Patrice Evra kann nægilega mikla spænsku til að kunna orð eins og “sudaca” þá veit hann auðvitað að orðið “negrito” frá Úrúgvæa er ekki meira móðgandi en að kalla ljóshærðan einstakling “rubio”. Vinir mínir í Venezuela voru kallaðir Chino og Negro – og ég var kallaður “flaco” eða “gringo” eða “guero” (ljóshærði). Þetta er eðlilegt í Suður-Ameríku og ekki móðgandi fyrir fimmaur.

Þetta veit Patrice Evra vel – liðsfélagar hans nota “negrito” um hann og hann veit að það er alls ekki illa meint. En Evra notaði samt þetta atvik til að ná sér niður á Luis Suarez. Það segir meira um Patrice Evra en Luis Suarez.

Ég styð Luis Suarez 100% í þessu fáránlega máli.

Luis Suarez nýtur stuðnings. Einar Örn styður hann. Kenny Dalglish styður hann. Leikmenn Liverpool styðja hann. Stuðningsmenn Liverpool styðja hann. Ríkisstjórn, landsliðsþjálfari og landsliðsmenn Úrúgvæ (þ.á.m. þeldökkir leikmenn) styðja hann. Viv Anderson, fyrrverandi leikmaður Man Utd og fyrsti þeldökki leikmaðurinn til að spila landsleik fyrir England, styður hann. Gus Poyet, sem þekkir muninn á menningu Englands og Úrúgvæ sennilega betur en nokkur annar, styður hann. Þeldökkur afi Luis Suarez styður hann.

Og ég styð hann.

Er Luis Suarez kynþáttaníðingur sem á það skilið að vera fyrsti leikmaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu til að fá dóm fyrir rasisma? Kommon. Við vitum öll hvað gerðist hérna. Knattspyrnusambandið lét pólitíska refskák við FIFA (sem höfðu af þeim HM 2022) og umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum hafa áhrif á sig. Umfjöllunin í fjölmiðlum var, eins og alltaf, undir gífurlegum áhrifum frá Hr. Alex Ferguson sem meira og minna tók Suarez af lífi dagana eftir leikinn umrædda. Sumir fulltrúa Knattspyrnusambandsins hafa sterk tengsl við Man Utd og m.a.s. einn þriggja dómara í málinu líka.

Þetta er pólitískt mál og Enska Knattspyrnusambandið ákvað að senda skilaboð til umheimsins. Þeir gripu orð Patrice Evra, sem þeir höfðu sjálfir dæmt sem ótrúverðugt vitni í svipuðu máli þremur árum áður, á lofti og greyið Luis Suarez var fórnað fyrir málstaðinn. Og nú er orðspor hans sem helstu stjörnu ríkjandi Ameríkumeistara, sem barnabarns þeldökks manns, sem sendiherra FIFA í kynningarmálum gegn rasisma á HM 2010, sem persónu, að engu orðið.

Það er aðeins eitt eftir fyrir alla þá sem tengjast Liverpool FC að gera og það er að styðja sinn mann. Það hefur verið gert háum rómi allt frá því að dómur féll í þessu máli á þriðjudagskvöld og það verður gert áfram.

Luis Suarez – You’ll never walk alone!

135 Comments

 1. Góð grein. Heyr heyr!
  Við styðjum Luis Suarez. You’ll never walk alone.

  • Mér fróðari menn segja að það geti tekið allt að mánuð að birta rökstuðning FA fyrir niðurstöðu sinni þannig að ég ákvað að vera ekkert að bíða eftir því. Ef ekki er eitthvað stórkostlega óvænt í þeirri greinargerð get ég ekki séð að málsatvikin eins og við skiljum þau í dag eigi eftir að breytast mikið.

   • Hvernig eiga Liverpool að geta áfríað án þess að hafa þessi gögn undir höndum? 😛

   • Samkvæmt Liverpool Echo mun 14 daga áfrýjunartíminn ekki byrja fyrr en þessi gögn eru gefin út þannig að ef það tekur mánuð að gefa gögnin út hefur hann einn og hálfan mánuð áður en bannið byrjar. þannig að við erum að tala um bann í febrúar/mars að öllum líkindum.

   • Okey þá skil ég 😀
     
    Annað hefði nú verið eftir öllu sem þessi nefnd gerir samt 😉

 2. Ynidleg grein og fastar röksemdir með góðum heimildum! 

 3. Allt sem þurfti að segja var sagt í þessum pistli! Hef oft verið að spá í því hvernig hægt væri að koma þessu í orð, you did it!

  Suarez YNWA!! 

 4. Kristján, ég verð að segja það að ég er frekar sáttur með þig eftir þennan pistil. Ég var eiginlega orðlaus yfir skrifum þínum í fyrri pistlum um málið en það er gott að sjá að það kemur ekki til þess að þú “drullir” yfir Suarez á þessari síðu, sem hefði verið synd og skömm.
   
  Það versta er, eins og þú bendir á, að greyjið Suarez og hans starf gegn rasisma í gegnum tíðina er ónýtt. Hann mun hugsanlega aldrei aftur vera beðinn um að standa upp gegn rasisma í fótbolta eftir að hafa fengið þennan stimpill á sig.

 5. Já, sammála öllu í þessari grein. Fyrri greinin hjá Kristjáni var samt óásættanleg en það gera allir mistök. Vonandi verður bannið stytt af áfrýjunarnefnd!

 6. Wigan menn púuðu allan tímann á Súarez eins og þetta kæmi þeim etthvað við. Ættu að skammast sín 

 7. Allir sem sáu umræddan leik sáu hvernig Evra var stemmdur áður en flautað var á. Suarez lék sér svo að Evra í leiknum sem hefur ekki bætt á “gleði” þess síðastnefnda.
  Þetta er grátlegt mál sem Evra ásamt þeim sem hann styðja hafa hrundið af stað og þeim til ævarandi skammar. Ekki hefur verið gott andrúmsloft milli LFC og Scums hingað til (enda svo sem engin ástæða til) en þetta mál held ég að komi til með að herða enn andstöðu okkar gegn því liði. Það hefur allavega hert mig og líka gegn þeim sem eru að væla eins og verstu smábörn undan Suarez í þessu máli. Piff!
   
  Suarez og LFC verða að áfrýja þessu máli. Held það skipti ekki öllu 8 +/- leikir í bann því núverandi staða er fáránleg. FA lætur líka eins og hálfviti, enn eina ferðina, með því að segja að ef málinu verði áfrýjað þá gæti bannið orðið lengra. Í smáa letrinu kemur reyndar fram, sem sjaldan er sett í fréttamiðla, að banninu gæti líka vel verið aflétt eða stytt með áfrýjun enda er málum áfrýjað einmitt til að reyna að breyta niðurstöðu í hag þess sem áfrýjar. FA Imbasillar! Þvílíkir hræsnarar FA menn!
   
  Góður pistill annars og takk Kristján og Einar fyrir hann.

  • Einmitt. Það að bannið gæti lengst hljómar fyrir mér sem innantóm hótun. Ef málsgögn FA eru eins veik og ég held þau séu þá finnst mér líklegra að bannið styttist. Spurning um að áfrýja þessum úrskurði til hærri dómstóls. Nei maður spyr sig.

 8. Fréttatilkynning úr framtíðinni:
   
  “John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag brenndur á báli. Refsingar við kynþáttaníði hafa eins og kunnugt er verið hertar til muna. Terry hafði áfrýjað dóminum og til vara óskað eftir fallöxi en það var ekki tekið til greina. Fyrirliðinn fyrrverandi var því brenndur á báli á hádegi í dag. Bálið fór fram á Wembley Stadium. Terry lætur eftir sig eiginkonu og sjö hjákonur.”

 9. Algjörlega og 100% sammála þessum skrifum. Evra er í mínum huga svo miklu verri en skíturinn undir skónum… þetta enska knattspyrnusamband var löngu búið að ákveða hvað gera skyldi… þetta mál lyktar jafn illa og myglaður hákarl, hvað þá vel kæst skata (í tilefni morgundagsins).
  En aldrei aldrei aldrei skal ég samþykkja þetta bann, aldrei mun ég nokkurn tíma segja eitt jákvætt orð um Evra-fíflið … ég mun alltaf styðja Liverpool og auðvitað Suarez algjörlega!
  YNWA Suarez – I just can’t get enough!

 10. Ég asnaðist inn á spjall utd manna um þetta mál og á ekki orð yfir rasshausana þar. Ekki til snefil að rökrænni hugsun. Allt sleggjudómar og hroka comment út í eitt!!!
  http://spjall.manutd.is/viewtopic.php?f=1&t=5908!
  Hér er eitt comment eftir eina mannvitsbrekkuna þarna. Þetta dæmir sig eiginlega bara sjálft:
   

  Það eru ekki nema rétt um 20 ár síðan fyrsti litaði leikmaðurinn gekk til liðs við Liverpool, hann J Barnes og margir af þessum svo kölluðu stuðningsmönnum bauluðu á hann og sendum honum tóninn vegna litar hans.
  Þetta hefur s.s ekki neitt kannski með þetta að gera en sýnir kannski hvernig þessir sem stjórna hjá þeim hugsa, margir af þeim eru frá borginni og voru til staðar þar líka þegar Barnes kom og þá sem leikmenn eða aðrir starfsmenn þessa merka klúbbs.

  Segi samt að mér finnst hann Suarez sleppa vel enda var ég að vonast eftir því að hann fengi allavega 23 leikja bann.

  Nú eru Liverpoolmenn komnir samt með hina fullkomnu afsökun ef þeir drulla í brækurnar á þessu tímabili, það er hægt að kenna stjórn FA um þetta að hafa svipt þá möguleikum á einhverjum titlum með því að setja Suarez í bann en ekki arfalélegri spilamennsku og lélegum leikmönnum.

  Það verður fjör á netinu á næstu vikum og samsæriskenningar þeirra á kop.is og liverpool.is ná líklega nýjum hæðum sem aldrei fyrr og slá líklega út kenningum um morðið á honum Kennedy út svo vitlausar og svæsnar verða þær.

  •  
   Þessu þarf ekki einu sinni að svara svo vitlaust er þetta. Það getur ekki annað verið en að krakki hafi skrifað þetta því lítið vit er á bakvið þetta.

   • Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Þessi gaur er varla skrifandi….jú, ég er búinn að ákveða mig. HLÆJA!

 11. Soldið magnað hjá FA að gefa Suarez 14 daga til að áfrýja en gefa sér mánuð til að birta rökfærslur fyrir dómnum.
  Kemu fram í fjölmiðlum í dag að Suarez ætli sér að áfrýja (mbl og visir  eru með þetta) og vona ég að það sé rétt. Og ef þörf krefur að hann fari með þetta alla leið fyrir íþróttadómstól.

  Luis Suarez YNWA 

 12. Ok.

  Hvar get ég lesið um að Suarez hafi kallað Evra ‘Negrito’ ? Er þetta úr skýrslu FA ?
  Hvar get ég séð að Evra hafi kallað Suarez ‘Sucada’ ? Er þetta úr skýrslu FA ?

  1. Suarez hefur viðurkennt að hafa sagt ‘eitthvað’ við Evra sem væri mögulegt hægt dæma ‘racially insulting’
   
  2. Þessi ‘independent panel’ myndi aldrei dæma Suarez einungis á orðum Evra, þeas orð gegn orði.
   
  3. Gögnin sem þessi ‘panel’ notaðist við hafa ekki verið opinberuð né dómskvaðningin. Þangað til getur enginn með vissu sagt til um staðreyndir málsins og af hverju Suarez var sektaður og dæmdur í bann.
   
  Mergur málsins er þessi:
   
  Við vitum bara of lítið. Mér finnst kjánalegt að fara tala um nornaveiðar Ferguson og ég verð að segja að það var mjög óskynsamleg af stjórn LFC að lýsa því yfir að FA hafi ákveðið að dæma Suarez fyrirfram, þ.e.a.s. áður rannsókn á málinu hófst. Við skulum ekki fara grafa okkkur dýpra og hugsanlega valda enn lengra banni fyrir Suarez.
   
  Þessir bolir í gær? Really?! Suarez fórnarlambið, einmitt. Alltof þungur dómur já, en hann var dæmdur. Það hefði verið miklu sterkara ef liðið hefði mætt í “Kick racism out of football” bolum.
  Suarez mun áfrýja, ég segi: Jörðum þetta mál algjörlega þangað til að eftir áfrýjun.
   
  Að allt öðru, ég er að fara til Mexíkó á næsta ári, woop woop. Það verður semsagt í 100% lagi fyrir mig að ganga um og kalla hörundslitað fólk ‘Negrito’ ?? 

  • Loksins, loksins, einhver sem talar af viti hvort sem það er hérna á kop.is, United spjallinu, liverpool.is eða Facebook. Það veit enginn hvað fór fram í rauninni en samt eru menn að fara yfir um að taka afstöðu!
   Minnir svolítið á Lukasar málið og Gillz málið sem kom upp í haust. Íslendingar eru svolítið… því minna sem þeir vita um málið því harðari afstöðu taka þeir!

 13. Frábær og rökfastur pistill.

  Ef rökstuðningurinn er ekki tilbúinn, hvernig getur dómurinn þá verið það? Þetta hljómar eins og þeir skjóti fyrst og spyrji svo. Búnir að dæma og ætla að finna rökstuðninginn seinna. 

  Suarez ætti að kæra Evra fyrir sudaca-orðið. Liverpool-menn allra landa þurfa nú að sameinast í aðgerðum gegn FA og ensku úrvalsdeildinni. Hverjar þær gætu verið veit ég ekki en ég er viss um að scouserar geti fundið upp á einhverju sniðugu. Félagið og leikmennirnir ættu jafnframt að sniðganga allar verðlaunaafhendingar, leikmannasamkomur, appearances á vegum deildarinnar og jafnvel að neita að gefa kost á sér í landsleiki. Reyndar yrði þeirra varla það mikið saknað þar að það myndi hafa áhrif. 

  Suarez er blóraböggull og málið er byggt á mjög hæpnum forsendum. Bannið er allt of langt og svo kemur puttinn í viðbót við þetta. Það mætti segja mér að þegar öll kurl verða komin til grafar þá verður tímabilið hjá Suarez búið í mars.  

  • Þetta er einmitt hið furðulegasta mál. Þegar efnisleg niðurstaða hefur verið tekin í máli hlýtur hún að byggja á einhverjum rökstuðningi. Það er því tvennt sem kemur til greina. Annars vegar að bannið sé byggt á rökstuðningi sem FA teltur sér ekki fært að birta vegna þess að þeir vita að hann er hriplekur. Hinn möguleikinn er sá að enginn rökstuðningur hafi verið fyrir hendi og þeir því tekið þessa ákvörðun byggða á geðþótta.
   En með sudaca-orðið hjá Evra, verður eitthvað gert í því þar sem að ekki var minnst á það í leikskýrslunni?

   • Það að skýrslan með rökstuðningi málsins sé ekki orðin opinber bendir bara til þess að málið sé eins rotið og LFC vill meina, ef þeir væru með haldbær sterk rök fyrir aðgerðum sýnum myndu þeir birta þau strax  og hefðu dæmt mun fyrr í málinu, enginn vill líta út eins og hálfviti að ganni sínu ekki einusinni fa

 14. Ég ákvað nú að skoða þetta leiðindar spjalla hjá utd mönnum, því miður!!!! 
  Þar rakst ég á nokkuð sem ég bjóst ekki við að einhver myndi setja inn, en svo var…. http://i.imgur.com/YC97g.jpg …..er þeim alvara?? Ég hafði örlitla virðingu fyrir þessum mönnum en það er alveg farið fyrir ofan garð og neðan!!

  En jæja, að Suarez. Ég vona svo innilega að hann sé saklaus af þessu máli, og mun stiðja hann 100% þar til almennilegar sannanir koma í ljós.

  En þetta er algerlega til skammar að setja svona mynd inn….annað en grínið hjá Babel á sínum tíma, alls ekki hægt að bera þessar tværi myndir sama!

  YNWA – King Kenny we trust! 

  • Er þetta ekki bara lýsandi fyrir hugsunarhátt þessara manna.  Það er til máltæki sem segir Margur heldur mig sig…Kannski leynast kynþáttahatarar meðal Man.Utd og eina útrásin sem þeir fá er að drulla yfir aðra. Mér finnst þessi mynd alveg fyrir neðan allar hellur og myndi helst vilja tilkynna hana til FA og benda þeim á hverjir gerðu þetta. Þá yrðu allir stuðningsmenn Man.Utd á Íslandi dæmdir í ævilangt bann.Þvílíkur léttir það yrði fyrir alla sem vilja málefnalega umræðu og skemmtun um þessa frábæru íþrótt.
   Hugur minn er hjá okkar manni og því hvernig honum líður. Hann heldur að hann sé að gera samning lífs síns að koma og spila í Englandi og hverjar eru þakkirnar Frakkinn lýgur upp á hann sökum og Bretar taka hann af lífi..síðan hvernær eru svona miklir kærleikar þeirra á milli.
   Ég stend með mínum manni þar til yfir lýkur og vona að umræðan verði málefnaleg og skítkastinu verði hætt.
   LUIS SUARÉZ YNWA

 15. Sæl veriði, ég fæ pínu gubb í munninn þegar ég sé vitnað í skítadreyfarana á mannurgang.is eða hvað sú síða heitir, spurning um að setja svipaðar reglur varðandi þá síðu eins og varðandi the s** 
  Ég vil taka það fram að þetta er ekki ílla meint gagnvart þeim er vitna í þá. Okkur ætti bara hreinlega að vera sama um hvað þessir uppskafningar segja og gera… fusss. 
  YNWA Suarez!

 16. Hvernig hefði dómurinn orðið ef Suarez hefði neitað að hafa sagt nokkuð við Evra? Þá væri væntanlega orð á móti orði. Ef hann hefur viðurkennt að hafa notað þetta orð “negrito” sýnir það að mínu mati heiðarleika hans og að hann meinar ekkert illt með því. En um leið gefur hann FA tækifæri til að gera hann að blóraböggli.
  Þetta málatilbúnaður hjá FA er svo ótrúlegur að það er engu lagi líkt.

  Luis Suarez – YNWA 

 17. Glæsilegur pistill strákar! Það er eitt sem hefur nagað mig eftir þennan Man Utd leik. Eftir að Ferguson kallaði Suarez dýfara, afhverju svaraði Kenny honum ekki? Ég er 99% viss um að Benitez hefði troðið þessum orðum í kokið á honum. 

  • Það virðist ekki vera stíll Dalglish að láta draga sig niður í skítinn og munnhöggvast við menn. 

 18. Flott grein.  Allt þetta mál lyktar af mikilli skitu.  Hvernig FA er búið að draga lappirnar í byrjun og fresta svo ákvörðuninni.  Birta síðan dóm án þess að leggja fram rökstuðning fyrr en líklega um mánuði seinna.  Það er eins og þeir séu að sjá til þess að dómstóll götunnar eigi að sjá til þess að það sé búið að jarða Suarez eða hrekja hann til t.d. Spánar áður en rökstuðningurinn kemur. Miðað við hversu sterklega LFC tekur stöðu með Suarez (og þeir hljóta að hafa öll gögn sem voru lögð fram í málinu) þá er augljóst að þetta er ein stór skita…  

  En svona á léttari nótum þá er allavega “gott” að dómurinn hafði engin áhrif á liðið í leiknum í gær!!!  Núll – Núll!!
   
   

 19. Var að spá í að svara á þessu á Twitter en ég held að 20 140 orða skilaboð séu ekki málið.

  Best að taka það fram strax að ég er United-maður svo menn hafi það á hreinu. 

  Það kom mér verulega á óvart að Suarez skyldi fá svona svakalega langt bann. 8 leikja bann er ekkert grín og ef dæma á mann í svo langt bann er ljóst að það þarf að vera fyrir alvarleg brot og brotið þarf að vera alveg á kristaltæru. Miðað við þær málsforsendur sem hafa komið í dagsljósið frá því þetta gerðist er nokkuð ljóst að þetta bann á ekki rétt á sér. Það getur svo sem verið að eitthvað annað hafi komi fram í þessum málaferlum sem ekki hafði verið gert opinbert en ég held að það verði að teljast ólíklegt. Suarez sjálfur hefur viðurkennt að kalla hann þetta orð ‘negrito’ og er einhver ástæða til þess að draga það í efa? Nei og ég tek undir orð Kristján Atla u  að maður hefur ekki hugmynd um hvað þetta orð þýðir eða hvað það táknar. Þessvegna er mjög gott að fá útskýringu á þessu frá manni sem þekkir til og hún skýrir margt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi á þetta bann ekki rétt á sér. Það er í raun bráðnauðsynlegt að fá að sjá þennan rökstuðning sem fyrst svo að hægt sé að sjá hvað Knattspyrnusambandið sé að pæla í þessu máli. Þögnin er æpandi og ýtir bara undir óvissu og heimskulegar umræður um þetta mál. 

  Ég held að það sé morgunljóst að, miðað við þær forsendur sem eru ljósar, að Luis Suarez er fórnarlamb í einhverskonar valdatafli FA við FIFA og ég minntist á þetta í samræðum við Kristján Atla á Twitter í vikunni, enda þarf svosem engan sérfræðing til þess að sjá það. Enska knattspyrnusambandið er líka þekkt fyrir að refsa mönnum óhóflega í þeim tilgangi að sýna fordæmi á meðan aðrir sleppa. Wayne Rooney fékk bann fyrir að blóta smá í myndavél á meðan fjölmargir aðrir sluppu. En, nei, Knattspyrnusambandið þarf að sýna fordæmi og því verða refsingarnar svona harkalegar og ósanngjarnar. Það gengur ekki eitt yfir alla. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hverju þið eruð að ýja að þegar þið segið að Manchester United sé vel tengt inní knattspyrnusambandið og væri til í að fá útskýringu á því svo ég sé ekki að mistúlka neitt. 

  Ég er líka ósammála því að Alex Ferguson hafi haft áhrif á umræðuna í þessu máli. Þvert á móti hefur hann, Patrice Evra og liðið ekki tjáð sig á neinn hátt um þetta mál. Ferguson kallaði Suarez dýfara eftir leikinn og þið verðið bara að átta ykkur á því að Luis Suarez er dýfari, það er bara þannig. Hann er ekki sá eini í heiminum, það eru dýfarar í flestum liðum, meðal annars í United svo því sé haldið til haga. Ég veit ekki alveg hvernig þau ummæli Ferguson hafa haft áhrif á umræðuna í ÞESSU máli og væri alveg til í útlistingu á því.

  Oft finnst mér eins og stuðningsmönnum Liverpool finnist Sir Alex Ferguson vera fullkomið illmenni sem svífist einskis til þess að klekkja á andstæðingum sínum með öllum tiltækum ráðum. Finnst ykkur eitthvað skrýtið við það að Ferguson hafi stutt sinn eigin leikmann sem taldi sig hafa orðið fyrir kynþáttaníði? Ef Glen Johnson kæmi inn á skrifstofu til Kenny Dalglish eftir leik og teldi sig hafa orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu einhvers tiltekin leikmanns, mynduð þið ekki búast við og ætlast til þess að hann mynd bæði trúa sínum eigin leikmanni og jafnframt standa við bakið á honum?

  En þetta mál segir meira um FA en flest annað. Þeir hafa látið þetta mál grassera sem hefur ýtt undir sundrungu og umræðu á lægsta mögulega plani og það segir meira en margt að þegar einhver er dæmdur í 8 leikja bann sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera fyrir óumdeilanlegt atvik þá eru margir ef ekki flestir í miklum vafa um réttmæti þess. 

  Ég hef lítið sem ekkert talað um hlið Evra í þessu máli, ég hef einfaldlega ekki komist að niðurstöðu varðandi hann en ég held að ég geti sagt það að EF Suarez er dæmdur eingöngu á þeim FORSENDUM sem komið hafa í ljós og ÞIÐ GEFIÐ YKKUR hér á síðunni þá hef ég ekki mikinn áhuga á því að sjá hann í United-búning aftur. Ein spurning einnig varðandi það, er það staðfest að Evra hafi notað orðið ‘sudaca’? Spyr sá sem ekki veit?

  • Sir Alex liddi Evra inn í klefa til dómara eftir leik til að grenja, í staðinn fyrir að þakka fyrir stigið sem MU landaði. Þá tók hann Suarez sérstaklega fyrir á blaðamannafundi fyrir leikinn og frá því hefur Suarez verið kallaður dýfari á öllum völlum

  • Tryggvi. Margir United menn hafa farið hamförum á netinu undanfarið, hér inni, á Twitter og fleiri stöðum. Ekki legg ég mig fram við að leita af öllum skrium þeirra en fyrir þessi skrif þín er þörf að þakka. Málefnalegt og vel framsett án upphrópanna.

  • Það sem Alex Ferguson gerði var að sverta ímynd Suarez með dýfingaummælum, sem áttu ekki að nokkru leyti rétt á sér eftir þennan leik. Í næstu leikjum á eftir gátu varnarmenn hakkað Suarez í sig án þess að dómarinn blési í flautuna, lýsendur drulluðu yfir hann, mótherjar, stuðningsmenn annarra liða og blaðamenn sömuleiðis. Þessi umfjöllun er afar ósanngjörn, stýrir almenningsáliti og er að miklu leyti orsökuð af orðum Ferguson eftir leik Liverpool og United. Þannig á hann þátt í þessu.

   • Ok. Rétt. Ferguson hefði átt að grjóthalda kjafti.
     
    En tökum af okkur Liverpool gleraugun í smástund. ‘sverta ímynd suarez’?!
     
    Það er ekki langt síðan Suarez var dæmdur í bann fyrir að bíta andstæðing, hann gerði um það bil allan heiminn brjálaðan eftir Ghana leikinn (þ.á.m. mig – en granted, hann var þá ekki orðinn liverpool leikmaður) og það verður bara að viðurkennast að hann að dettur stundum full auðveldlega í grasið.
     
    Ég var óvæginn gangvart ronaldo, og ég skil alveg þegar stuðningsmenn annara liða eru ekki sáttir við suarez. Við getum ekki kennt rauðnefi um allar ófarir af því að honum finnst Suarez vera góður í dífunum.

  • Takk fyrir gott comment en þótt það sé rétt að Ferguson stjórni ekki öllu bakvið tjöldin, þá held ég að erfitt er að segja að hann hafi ekki miki áhrif þarna (ég er samt ekki að segja að þetta sé runnið undan rifjum hans).  Það að hann tiltók Suarez sérsaklega á fréttamannafundinum sem dýfara setti hann í skotskífu blaðamanna og einnig er það ekki rétt að Utd menn hafi ekkert tjáð sig um málið.  Það var opnuviðtal við Ferguson þar sem hann var að tala um rasisma í boltanum með flennistórri mynd af Suarez.  Það skal engin halda því fram að þetta hafi ekki verið yfirvegað og planað þannig.     En stóra málið í þessu máli er samt hve FA er að skíta upp á bak og Suarez virðist vera scapegoat í þessu.

  • Málið með þetta dýfarakomment hjá Ferguson er bara það að þegar brotið er á Suarez, þá er það bara dýfa.  Punktur.

   Þetta var bara til að sverta ímynd Suarez.

   En annars gaman að lesa þetta komment.  Þeir eru þá til, United menn sem tala ekki með óæðri endanum. 

  • “Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hverju þið eruð að ýja að þegar þið segið aðManchester United sé vel tengt inní knattspyrnusambandið og væri til í að fá útskýringu á því svo ég sé ekki að mistúlka neitt. ” held að fólk sé að tala um þetta í þessu máli:

   http://en.wikipedia.org/wiki/David_Gill_(executive)#Manchester_United

   http://en.wikipedia.org/wiki/Football_Association#Board_of_directors 

   http://en.wikipedia.org/wiki/Manchester_United_F.C.#Club_officials  

   en burtséð frá þessari spurningu, þá er skítalykt af þessu öllu..

 20. Tíðkast það fyrir hefðbundnum dómstólum að rökstuðningur fyrir dómnum sé ekki birtur á sama tíma og dómsuppkvaðning ?

  • Verklag hjá FA er fyrir neðan allar hellur, þeir virðast fastir í árinu 1905

 21. Ég hef nú aldrei talið England sterkt réttarríki með langa sögu af röngum sakfellingum manna.

 22. Flottur póstur Tryggvi. Gaman að sjá Málefnalegan Man United mann :). Enn ég er hins vegar einnig forvitinn, er einhver staðfesting á að Evra hafi notað þetta orð á Hr. Suarez

 23. Maður bara sig hversu mikið af þessu bulli getur Suarez þolað og hversu lengi?  Maður er mest hræddur um að hann fái algert ógeð af landinu í heild og hugsi sig fljótlega til hreyfings.  En ef að menn eru svona vissir um þetta þá hlýtur að vera hægt að fara með þetta til dómstóla og hreinlega kæra FA fyrir rangar sakagiftir.

 24. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá eru það heimskulegt komment hérna á spjallinu sem eru að blanda United og einhverjum samsæriskenningum inn í þetta mál. Ég veit ekki betur en FA hafi ósjaldann gert United menn alveg arfa vitlausa með ströngum dómum gagnvart þeim. 

  Við skulum ekki leggjast niður á það lága plan að kenna United um okkar ófarir.

  Flottur pistill Kristján Atli.  

 25. Algerlega stórgóður pistill…. Maður trúir því varla að það sé 2011…. Og þetta sínir meira um hverslags mannleysa Evra er og hans stjóri er í sama flokki hvað það varðar…

  ÉG STIÐ LUIS SUAREZ… Hann mun ekki ganga einn !!!! Við erum Liverpool og þegar einhver úr okkar hópi er beittur ranglæti, er verið að gera það við okkur öll…

  ÁFRAM LIVERPOOL…YNWA…

 26. Reyndar í máli Evra fyrir þremur árum gegn vallarstarfsmanni Chelsea þá var það ekki Evra sem var dæmt ótrúverðugt vitni heldur aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari United liðsins sem sögðust hafa heyrt vallarstarfsmanninn kalla eitthvað fordómafullt í garð Evra. Evra heyrði það aldrei sjálfur.

  The FA report: “The two witnesses who say they heard those words directed by Mr Bethell at Mr Evra are the Manchester United first team coach Mr Mike Phelan and the goalkeeping coach Mr Richard Hartis… Even if we disregard the fact that Mr Evra has never claimed to have heard such a remark on that day, it is notable that there were several other people far nearer to Mr Bethell at the critical point in time than were either Mr Phelan or Mr Hartis.” 

  • Hann var ekki sagður vera ótrúverðugt vitni vegna neins tengdu rasisma.

   Hann var talinn hafa ýkt þátt vallarstarfsmanna CFC all verulega og var í mjög vondu skapi um leið og hann hóf sitt warm down eftir leikinn gegn CFC. Það var t.d. ekki tekið mark á ummælum um að þeir hefðu reynt að keyra yfir hann með sláttuvél og fleira í þeim dúr. Minnir að hann hafi fengið bann fyrir þetta og slagsmál í tengslum við þetta mál en nenni hreinlega ekki að leita í skýrslunni núna. 

   Skapgerð Evra virkar á mig eins og honum verði ekki snúið þegar hann hefur misst skapið í vitleysu og það kemur ekki nógu vel fram í þessu máli hvernig maðurinn lét allann leikinn. 

    

  • Flott innlegg hjá félaga þínum og eitthvað sem hlýtur að verða haldið á lofti.  Takk fyrir þetta!

  • Vandamálið við þetta, líkt og þessi bendir á en bara í hina áttina, er að fjölmargir Man Utd áhangendur hrópa að Suarez að hann sé kynþáttanýðingur. Málinu er haldið þannig fram af fjölmörgum bæði hér innanlands og utan og af mörgum fjölmiðlum. Er það því nema von að LFC og stuðningsmenn þeirra segi og hrópi að Suarez er ekki kynþáttanýðingur og hefur ekki nýð um kynþátt manna?
    
   Ferguson þurfti auðvitað að viðhafa ummæli um heilindi Suarez sem leikmans og persónu fyrir og eftir leik. Það mótar og hlustað er á það sem sá maður segir vegna afreka hans. Ef einhver Man Utd maður ætlar að halda því fram að Ferguson hafi engin áhrif þá spyr maður sig hvort að Man Utd menn viti ekki af árangri síns liðs undir hans stjórn undanfarin 20 ár???? Það væri þá ný Ella ef að Man Utd menn halda því fram að áhrif hans séu engin.
    
   Hvernig haldið þið Man Utd menn að þetta hefði verið ef t.d. Neil Warnock hefði farið af stað með svona umræðu? Hefði verið eins mikið talað um Suarez vs. að Ferguson “opnaði” sig um málið og kom svo fram eins og sakleysingi í fjölmiðlum eftir þetta og sagði að þeir færu að tilmælum FA um að tala ekki um mál Suarez vs. Evra. Samt varð hann að láta það hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki að tala um það!!!
    
   Ástæða viðbragða LFC, leikmanna LFC og áhangenda LFC er einföld. Þau gögn sem vísað er í og hafa verið í umræðu benda akkúrat til þess, eins og vísað er í hlekknum í þessum pósti, að það var alls ekki um neitt kynþáttanýð að ræða! Punktur! Og núna þessa dagana ef farið að hnýta í Glen Johnson vegna þess að hann tekur afstöðu með Suarez „sem hann á ekki að gera sem þeldökkur maður“?? Piff. Hann hefur svarað þessu ágætlega á Twitter: I will support who i want when i want!!! There are a lot of reasons why I’m standing by Luis Suarez!!!
    
   Ef þetta summerar ekki málið nokkurnvegin upp fyrir Man Utd þá er þeim ekkert viðbjargandi, enda svo sem fátt yfir höfuð sem bendir til þess að það sé hægt 😉

 27. Takk Krisján Atli og Einar Örn fyrir þetta.

  Takk #24 fyrir frábært innlegg.

  Og….  FA…   Farið þið í kasúldnar skötur og hlandkæstan hákarl.   Hvað er að gerjast í heilusellunum á þessum mönnum sem stjórna þessu stórfurðulega Knattspyrnusambandi??   Það líður ekki það ár án þess að þessir andskotar geri upp á bak.

  Luis Suarez  … YNWA 

 28. Hahaha þetta er svo mikið rugl að ég veit ekki hvar ég byrja, þetta hlítur að vera WUM? Ferguson að stjórna fjölmiðlum? Þú þykjist vita allt um málið þegar að 3 manna sjálfstæð nefnd fór í gegn um öll sönnunargögn málsins, sönnunargögn sem enginn hefur aðgang að.
  Þessi grein er uppfull af algjörlega fáránlegum fullyrðingum sem hafa enga stoð í raunveruleikanum,   og eru ekki skýrðar út á neinn hátt. Þegar að ég les svona kjaftæði, þá missi ég smá trú á tjáningarfrelsinu 

   • Vá, það versta við þetta, var að það var skárra og málefnanlegra heldur en greinin sjálf

 29. Góð grein, en í guðanna bænum, má ekki hætta að tönglast á að einhver dómaranna tengist M. Utd.? LFC fékk tækifæri til að gera athugasemdir við dómarana í nefndinni og hefði vel getað óskað þess að einhver þeirra viki. Þeir sáu ekki ástæðu til þess. Það er of seint að kvarta yfir því eftir á. Málið dautt.

 30. Fyrir það fyrsta, frábær grein drengir.  Ég fullyrði það að málflutningur Einars Arnar er afbragð á heimsvísu og bendir algerlega á augljósa staðreynd málsins, það er mismunandi skilningur fólks á orðanotkun eftir landsvæðum.  Menn sem vilja horfa fram á því eru þá einfaldlega ekki að velta málinu rétt upp.
  Því gullkorn FA og Evra í dómnum um að þeir átti sig á því að Evra sé ekki rasisti hlýtur að benda til þess – eða hvernig annars finna þeir það út.
   
  En íronían er sú að Suarez var að fá fyrsta dóm í enskri knattspyrnusögu fyrir rasískar aðgerðir – og sennilega eina hörðustu refsingu í knattspyrnusögunni hafa þeir nú lagt fram.  Þar liggur auðvitað miklu stærra mál en það eitt sem Suarez situr uppi með.
   
  Tenglarnir sem vísað er í hér að ofan eru flottir og sýna bara fram á að málsvörn okkar manns er töluverð.  Held t.d. að það sé einsdæmi að ríkisstjórn sendi frá sér yfirlýsingu.  Enda ekki skrýtið, mannorð Luis Suarez hefur beðið ævarandi hnekki.  Héðan frá verður aldrei horft framhjá því sem orðið er.  Þess vegna, og í ljósi málsvarnanna stillir hans fólk sér upp við hlið hans í orrahríðinni.
   
  Ég fagna innilega innkomu Tryggva Páls hér að ofan.  Ég er svo heppinn að eiga vini og ættingja sem halda með Hinum Illu sem hafa ekki farið í að henda skít í Suarez.  Tryggva er ég sammála um að ég tel United og Ferguson ekki vera stóra aðila þessa máls, heldur eru það mannvitsbrekkurnar hjá FA sem eru í þessari herferð einir.  Og þeir United menn sem ætla að velta sér upp úr þessu ættu nú að bíða og sjá hvort Evra er sloppinn.  Þessir ágætu Unitedmenn sem ég hef rætt við af viti undanfarna daga eru sammála mér að bannið sé með ólíkindum og einungis sett til að FA geti dreift bönnum og sýnt vald sitt.
  Þeir eru líka flestir sammála mér um það að engum óraði fyrir því fjaðrafoki sem þetta mál hefur ollið í allar áttir, því það mun væntanlega einfaldlega búa til enn meira hatur og jafnvel enn stærri og meiri fordóma í stað þess að stöðva eitthvað.  Það sést t.d. á VIÐBJÓÐSLEGRI mynd sem er linkuð hér inn af spjallborði sem ætti að hafa vit á því að fjarlægja hana strax.  Myndbirting í þennan anda er einfaldlega klár árás á æru mannsins og klúbbsins og einungis til þess fallin að búa til enn verri umræðu.  Þau viðbjóðssamtök sem Luis Suarez eru þar bendluð við myndu bæði vera tilbúin að beita hann og hans kynstofn harðræði, það vita allir sem lesið hafa eitthvað um þau og því með algerum ólíkindum að nokkur mannvera leggist svo lágt.  Það er hreint fáránlegt að menn séu tilbúnir að láta óvild á knattspyrnumanni ganga svo langt að bendla hann við ógeðssamtök sem valdið hafa dauða og hörmungum milljóna.  Og strax, ég kann að taka djóki en þetta er ekki djók!
   
  En aftur, sem betur fer eru ekki allir Unitedmenn svona innrættir.  Eða aðdáendur annarra liða.  Það sem er að gerast núna á Englandi er að umræða um kynþáttahatur hefur nú heldur betur fengið fókus, eins og FA vildu.  Sú umræða hlýtur að þýða töluverðar breytingar í för með sér, því ekki skal nokkur maður reyna að segja mér að þessi atburður sé sá versti sem viðgengst inni á íþróttavelli.  Þar viðgengst ansi oft frumskógarlögmálið og margt ljótt sem fellur.  Nú hljóta menn að ætla að sýna fordæmi og þá er ENSKI LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN næstur.
  En verður það svo?  Heldur FA áfram og mun þá t.d. taka á viðbjóðslegu orðbragði í garð leikmanna.  Eric Cantona missti sig á sínum tíma á aðdáanda, tveggja barna faðir sem hafði allan leikinn kallað hann “Hvítlauksétandi froskalöpp” og sýnt honum V-merkið.  FA dæmdi hann vissulega í langt bann, en hann átti mína samúð að hluta, því vanvirðingin var gríðarleg.  Sú umræða hlýtur að koma upp.  Eins sú hvað er rasismi.  Sá fyrirsögn Aston Villa klúbbsins enska í upphitunarþræði fyrir leikinn á Villa Park…
  “Lock up your houses and hide your cars.  The Scousers are coming”.  Í mínum huga?  Niðrandi ummæli um hóp, eða kannski rasismi!
   
  En fyrst og fremst.  Ég vona að Suarez karlinn brotni ekki saman við þetta og láti sig hverfa af þessari eyju, sem eitt sinn hýsti heimsveldi sem enn langar að verða stórveldi.  Ég vona að hann fari yfir sögu Cantona og átti sig á því að hann er heimsfrægur íþróttamaður sem er lentur í miðjum stormi vegna þess að hann taldi sig geta hagað sér eins og heima hjá sér eins og Einar Örn lýsir.  Í þessum stormi mun hann finna stuðning allra Liverpoolaðdáenda, leikmanna og starfsmanna klúbbsins. 
   
  Ég vona að hann láti þetta ótrúlega mótlæti styrkja sig til frekari dáða og að þegar hann snýr til baka úr banninu hvenær sem það verður muni hann einbeita sér að því að vinna fyrir sitt fólk, Liverpoolaðdáendur. 
   
  Því við trúum hans hlið og bíðum spennt eftir að hann leiði okkur til fyrirheitna landsins…

  • En íronían er sú að Suarez var að fá fyrsta dóm í enskri knattspyrnusögu fyrir rasískar aðgerðir – og sennilega eina hörðustu refsingu í knattspyrnusögunni hafa þeir nú lagt fram.  Þar liggur auðvitað miklu stærra mál en það eitt sem Suarez situr uppi með.

    
   Því miður er þetta bara alls ekki rétt hjá þér 🙁
    
   http://www.guardian.co.uk/football/2011/dec/23/john-mackie-race-storm
    
   John Mackie, leikmaður Reading, dæmdur í 8 leikja bann fyrir ‘racial abuse’, en reyndar var peningasektin  ‘einungis’ þrjú þúsund pund.
    

 31. Glæsileg skrif frá ykkur Kristján Atli og Einar Örn. Þessi pistill staðfestir af hverju síðan er sú besta sinnar tegundar á landinu og þó víðar væri leitað. Engin íslensk síða um íþróttir býður upp á pistla í þessum gæðaflokki, glæsilegt!

  Það er glæsilegt að sjá alla standa saman á þessum tímum. Ég held að félagið muni einungis koma sterkara út úr þessari vitleysu. Það sem King Kenny er að innleiða sést mjög vel núna og tek ég framtíðina einungis vera bjarta fyrir félagið. Liverpool Football Club er nefnilega að verða aftur Liverpool Football Club!

  You’ll never walk alone!

 32. Það eru margir hérna inni sem að vilja halda því fram að negrito (þýðist: litli svertingi), sem hann hefur viðurkennt að hann hafi kallað Evra, sé ekki kynþáttafordómar á þeim forsendum að í S-Ameríku sé það algengt orð. Nú hef ég búið í Brasilíu í eitt ár og þar er svipað orð sem að er frekar algent en það er undantekningalaust notað innan vinnahóps, ekkert ósvipað því hvernig í BNA eru sumir blökkumenn sem að kalla vini og aðra blökkumenn nigger.
  Aftur á móti ef þú átt í orðaskiptum við einhvern og myndir kalla hann negrito (sérstaklega hvítur maður að deila við svartan) þá er ég ekki í neinum vafa að þetta sé gert til þess eins að gera lítið úr manneskjunni á þeirri forsendu að hann er svartur. Komon orðið þýðir: litli svertingi!

  Svo er ég með nokkrar spurningar sem að ég væri til í að fá svar við:

  1. Hann Evra er ekki frá S-Ameríku, og ef negrito þykir vinalegt orð þar, hvernig á Evra að vita það? Er hann ekki líklegri til þess að dæma orðin út frá sínum bakgrunni?

  2. Ef orðið er vinalegt og felur ekki í sér neina móðgun af hverju var Suarez í miðju rifrildi að kalla Evra negrito, eða litla svertingjan?

  3. Ef þú værir svartur maður og andstæðingur þinn myndi kalla þig lítinn svertingja myndir þú taka því vel? Ég myndi ekki gera það.

  4. Fyrir forvitnissakir, getur einhver komið með heimildir fyrir því að Evra hafi kallað hann skítugan S-Ameríkubúa (hef ekki séð þær enn, tek þó fram að það getu vel staðist en ég vil fá það staðfest) og heimildir fyrir því að Chicarito kalli Evra negrito, hef ekki séð heimildir fyrir því heldur en margir hér inni halda því fram (tek það aftur fram að það getur vel staðist, treysti samt ekki einhverju sem ég les í kommentakerfi á kop.is í blindni).

  • Hefur þú heimildir fyrir því að Suarez hafi kallað Evra Negrito? Ef svo er máttu pósta þeim og ég biðst afsökunar á því að bera orð þín í efa.
   Allt sem ég hef lesið frá báðum stuðningsmönnum eru orðin sem ganga um á Twitter og frá mönnum sem ég get ekki stuðst við sem ekta heimild. Á meðan FA gefur ekki upp rökin og það sem fór fram þeirra á milli er ekki hægt að varpa neinu fram!

   Þá getum Liverpool sem og United stuðningsmenn skotið á hvorn annan skotum og staðhæfingum. FA þarf svo að skera úr hvaða skot eru púður og hver séu ekta.  

  • Jón, orðið negrito/negrita er mjög algengt orð í Suður-Ameríku og er alls ekki notað á niðrandi hátt. Sem og orðin negro/negra/negris. Þetta hef ég frá konunni minni sem kemur frá Kólumbíu. Þessi orð eru mikið notuð hvort sem það er yfir svart fólk eða hvítt. (Suður-Ameríkubúar eru almennt dekkra yfirlitum en við Evrópubúar og er kannski ástæða þess að þessi orð eru notuð.) Og alls ekki bara meðal vina og vandamanna heldur bara við ókunnuga. Hún vill jafnvel meina að negrito/negrata séu falleg orð og -ito/-ata endingarnar séu til að mýkja orðin enn frekar.

   Við eigum tveggja ára gamlan son son sem er mjög hvítur yfirlitum (sést ekki að hann sé Suður-Amerískur í aðra ættina). Það lægi beinast við að móðir hans segði við hann “mi blanco/blancito”. En þessi orð eru ekki notuð. En hún segir oft við hann “mi negrito” þegar hún gælir við hann.

   Aftur á móti telur hún orðið “sudaca” níð enda virðist Evra hafa hreitt því orðið út úr sér.

   Er ekki mikill munur á því að segja “You fucking black cunt” reiður eða “Calmate, negrito” rólegur.

  • Ef ég væri kallaður litli svertingi og væri svartur. Mér bara gæti ekki verið meira sama, hann er bara að benda á fact sem nánast blindur maður gæti bent á. Svertingjar eru orðnir aumingjar, skammst þein sín fyrir að vera svartir. Ef Suarez kallaði hann negra,svartan,surt eða hvaða orð það er yfir svart fólk þá hefðu viðbrögð Evra átt að vera og hvað með það?

  • “It was a situation the likes of which one experiences every day in the Argentine capital of Buenos Aires. Lining up behind an attractive, olive-skinned girl in her mid-20s in a store, in the middle of a December heatwave which pushed the mercury towards 37°C and waiting patiently as the stranger bought a box of Marlboro cigarettes. The clerk passed back her change with a smile, and the salutation “Gracias, negra”.”
   http://www.goal.com/en/news/1717/editorial/2011/12/22/2813532/liverpools-luis-suarez-should-have-known-better-but-the

    

 33. Fyrir utan það hversu æðislegt það væri ef Suarez myndi sleppa við þetta bann, væri það ennþá sætara að geta hengt upp alla United menn sem hafa tjáð sig síðustu daga, hengt þá upp og helst stoppað í kjaftinn á þeim!

  Alveg eins og Kristján Atli segir þá hef ég alltaf sagt að hafi Suarez gerst sekur um kynþáttaníð mun ég aldrei standa með honum í málinu, ég mun alltaf styðja bannið og jafnvel standa upp og klappa fyrir Evra.

  Málið er bara að miðað við það sem maður heyrir í dag þá er það alls ekki málið. Að FA skuli voga sér að gera þetta getur haft gífurleg áhrif á framtíð Suarez sem leikmanns. Félagsleg stimplun eins og þessi í garð Suarez er gífurlega alvarleg! Ég held því fram að FA trúi því og vita það að Suarez sé ekki rasisti, en sé eininugis að nota tækifærið til setja fordæmi. Ef það reynist rétt virðast þeir ekki átta sig á því hversu dýrt þetta er fyrir Suarez! Að vera fordæmi þýðir að hann mun alla tíð vera þekktur fyrir það að vera fyrsti leikmaðurinn sem dæmdur er fyrir kynþáttaníðs comment í garðs annan leikmanns! Þú stimplar ekki fólk á þennan hátt nema hafa innstæðu fyrir því !!! 

  Ég verð samt að segja að ég er nokkuð bjartsýnn yfir því að Liverpool skuli fá að áfrýja dómnum. Ég held einnig að því lengur sem FA taki sér tíma í að gefa ekki út sín rök munum við græða. Liverpool munu nota öll tromp sem þeir hafa til að berjast gegn þessari heimsku! 

  Toppurinn væri samt ef sá möguleiki væri fyrir hendi að áfrýja þessu til FIFA og þeir myndu fella þennan dóm úr umferð. Hvort það sé hægt veit ég ekki. Það væri bara svo geðveikt þar sem það myndi salta sár FA gífurlega. 

 34. Ég mun ekki stilla á FM957 á meðan Auðunn Blöndal starfar þar eftir að hann kallaði okkar ástsæla klúbb Ku klux klan. Eins og Maggi segir þá er ég með góðan húmor en þetta er ekki húmor

  Luis Suarez Y.N.W.A
   

   • Þú getur gleymt því, þú getur ekki kært fyrir meiðyrði nema þau beinist að þinni persónu eða kennitölu.

  • auðunn blöndal er ófyndnasti [Ritskoðað -KAR] sem hefur komist að í fjölmiðlum, og var það löngu áður en hann sagði þetta 

 35. Hvar er kæran á Evra, kynþáttaníð virkar í báðar áttir, eða kanski frekar allar áttir, Þeldökkir menn hafa ekki einkarétt á því

  • Gat ekki kosið suarez, en ég gat kosið modric, fokkin rugl og scam frá skysports

 36. Bob #32 flottur pistill sem þú vísar í, verður fróðlegt að sjá hvar mörkin verða dregin eftir þetta…. Sárt að sjá að Suarez er notaður sem fórnalamb í aðgerðum FA gegn rarisma í fótbolta….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

   • Munurinn þarna er vitaskuld sá að Chicarito er að vísa til félaga síns sem að hefur fengið viðurnefnið Negrito.

   • Sem bendir þá til að þetta sé kannski tiltölulega saklaust orð? Og e.t.v. ekki tilefni til að senda einhvern í 8 leikja bann?

 37. Ég held að það sé alveg á hreinu að ef FA er ekki með einhverjar skotheldar sannanir á suarez þá mun þetta mál koma til með að enda fyrir almennum dómstólum í bretlandi. Að stimpla mann sem kynþáttahatara er ekkert grín og Suarez, með aðstoð lfc, mun berjast til síðasta blóðdropa til að hreinsa mannorð sitt.

  Ef bannið stendur, þó ekki sé nema 1 leikur af því (og að því gefnu að sannanir FA séu ekki alveg 100% pottþéttar), þá mun Suarez enda á að kæra FA fyrir meiðyrði, ég sé enga aðra lausn í málinu. Suarez mun aldrei sætta sig við að vera stimplaður kynþáttahatari fyrir að nota orð sem er algjörlega saklaust í hans tungumáli… á meðan hann var að tala sitt tungumál, ekki séns! Hann mun fara með þetta alla leið.

  Kynþáttaníð er lögbrot í bretlandi (eins og sjá má með Terry málið) og FA fer einfaldlega ekki með dómsvald í því annars ágæta landi, jafnvel þó þeir eflaust gjarnan vildu. Ég hugsa að það séu u.þ.b. 0% líkur á að einhver áfrýjunarnefnd komi til með að snúa þessum dómi og því sýnist mér augljóst að dómstólar í bretlandi munu þurfa að skera úr um þetta mál á endanum.

  Annað hvort verður þar Suarez dæmdur kynþáttaníðingur og við getum þá lítið annað gert en beygt okkur undir þá niðurstöðu (og fordæmt þá suarez í leiðinni, ef hann sagði eitthvað meira en “negrito” eða sagði eitthvað á niðrandi hátt þá á hann sér fáar málsbætur, höfum það alveg á hreinu). En ef suarez verður hreinsaður þá erum við að horfa upp á ansi erfiða tíma fyrir FA.

  Þessu máli er alveg langt, langt, langt frá því að vera lokið.

   

 38. Þetta mál er auðvitað algjört hneyksli.
  Ég get engan vegið skilið hvernig margir aðrir (scums og stuðningsmenn annara liða) fá það út að þegar einhver svartur maður er kallaður Negrito að það hljóti bara að þýða að sá hinn sami sé kynþáttahatari ! Hvað þá með þá einstaklinga sem eru í alvöru kynþáttahatarar! Mig minnir að gamli maðurinn hennar Elísabetu drottingar Bretlands sé að nasista ættum ! En það má ekkert tala um það!  
  Ég held ég geti fullyrt að allir hafi einhverntímann kallað annann mann í hita leiksins hálfvita, þroskaheftan, feitan, tussu og fleiri ljót orð og svo nú í sumar var einn KR ingur í pepsi deildinni kallaður Kona af einum þórsara.
  KR-ingurinn tók þessu eins og MAÐUR og málið var dautt. Flest allir skilja líka að svona er sagt í hita leiksins til að reyna koma andstæðingnum úr jafnvægi !
  Evra er ekki nógu mikill maður til að taka þessu bara á kinnina og láta sem vind um eyrun fjúka. Hann er nefnilega kona (held ég), er ég þá rasisti eða ?
  En ég styð Suárez 140%, og hlakka mikið til að opna einn ákveðinn pakka annaðkvöld því ég veit að þar er ein treyja sem ég mun vera í með stolti og ég held ég fari ekki úr fyrr en tímabilið er búið því hún er merkt SUAREZ 7 !!!
  Keep the faith ! One love ! YNWA ! 

 39. 150% stuðning frá mér og minni fjölskyldu. Hvergi sést hvað fór þeim á milli, en þeir virðast bara hlusta á Evra ????? Bull.

 40. Ekki gleyma því heldur að Man Utd aðdáendur sérstaklega hafa haft mikinn áróður undanfarið ár fyrir því að Kenny Dalglish sjálfur sé “racist”, kaupi bara hvíta enska leikmenn og vilji ekki svertingja í sitt lið. Hef margoft séð svona komment t.d. á ótal enskum spjallborðum árið 2011. 

  Svo þegar félagið sjálft sá séns á að brennimerkja besta leikmann Liverpool sem svertingjahatara þá stekkur Ferguson á það um leið og vísar Evra (sem notabene. kvartaði ekki yfir neinu kynþáttaníði meðan á leiknum stóð) eins og litlum strák beint til dómarans eftir leikinn. 

  Manni sortnar bara fyrir augum af reiði því meira sem maður les um þetta máli. Verður augljósara og augljósara að þetta er þaulskipulagt af Man Utd frá byrjun hvað sem málsatvikum viðkemur og að Liverpool og Suarez féllu í ákveðna gildru. Notkun Evra á orði eins og “Sudaca” sýnir það vel og toppar þetta alveg.

  Eitt stendur eftir í öllu þessu. Mikið djöfull er Man Utd útsmogið, hrokafullt og gersamlega viðbjóðslegt fótboltalið. 

  • Vá, hversu sorgleg skrif eru þetta? Hvenær ætla menn að hætta að leika fórnarlömb hérna? Samsæri gegn Liverpool? Þroskastu maður!

   Ef Suarez sagði ‘negrito’, þá er það bara grafalvarlegt mál. Það að það sé í lagi að segja það í Úrúgvæ skiptir bara engu máli. Þetta gerðist í Englandi. Það er mergur málsins.

   • Frakki og Urugvæi tala saman á spænsku á englandi, þá hlýtur spænskan að vera ensk samkvæmt sumum tregum aðilum eins og þér.
    Heimurinn er orðinn fullur af aumingjum og vælukjóum STAÐREYND.
     

   • Það er bara ekkert mergurinn málsins england eða ekki england lastu hvað stendur í pistlinum evra virðist full fær um að vera með suður Amerískan kynþátta fordóm sjálfur það er kannski allt í lagi a fþví að hann sagði það á englandi en ekki í suður Ameríku?

   • Það er einmitt mergur málsins. En ef þú vilt ekki horfast í augu við það, þá get ég ekki bjargað þér.

   • rökstyddu þig ekki bara að ég sé stupid, býst þá við að evra meigi vera með suður Amerískt kynþáttaníð á englandi samkvæmt því sem þú segir.

  • Lol. Þú hlýtur að vera United aðdáandi að trolla? Ef ekki, þá vil ég vinsamlega að þú hættir í sandkassaleik. Þetta mál hefur ekkert lengur með United að gera. Djöfull skammast ég mín stundum fyrir liverpool ‘stuðningsbræður/systur’ mína stundum sem eru alltaf með United á heilanum.
   Ég hef aldrei heyrt Man United félaga mína tala (né nokkurs staðar lesið) um Daglish sem rasista, þetta er í raun fyrsta skiptið sem ég heyri þetta. Þvílík vitleysa.

  • Skrítið, hann var nú bara að kaupa þeldökkan ungan enskan sóknarmann frá Wycombe sem heitir Jordan Ibe þannig að ég veit ekki alveg hvort þú sért að tala eða skíta með munninum?

 41. Ef það er rétt að Auddi Blö hafi kallað LiverpoolFC Ku klux klan klúbb í útvarpinu þá vil ég að við sendum allir fjöldapóst á 365 og fáum þá til þess að hann biðjist afsökunar á þessum ummmælum.

  Hérna eru siðareglur 365 miðlana http://www.365midlar.is/pages/227

  Ritstjórnir leitast við að hafa staðreyndir máls réttar og heimildavinnu vandaða og passa sérstaklega upp á að gerður sé skýr greinarmunur á milli staðreyndar og skoðunar. Ávallt skal leiðrétta mistök svo fljótt sem verða má.

  Ég tek það fram að ég heyrði þetta ekki, en sá comment númer 41.

  • Einhver þarf þá að skrifa bréf svo geta allir sent það undir sínu nafni.

 42. Alveg magnað að ef Suares væri kynþáttahatari sem hann er auðvitað ekki þá hefði hann sloppið með þriggja leikja bann en ekki 8 með því að taka eina öfuga tæklingu á Evra og brjóta báðar lappirnar undan honum – a.m.k. aðra.  Síðan sleppa menn nú m.a.s. stundum með slík brot.  Ekkert eðlilegt við þetta.  Hann gæti brotið lappirnar undan tveimur til viðbótar og næði jafnvel ekki 8. leikjum með því því ekkert víst að hann fengi rautt.  Ekkert eðlilegt við þetta þegar maður horfir á þetta út frá þessu sjónarhorni.

 43. Mikið hrikalega er erfitt að byrja hvern dag á því að lesa uppáhalds síðurnar sínar og verða hoppandi reiður. Er virkilega til svona mikið af fólki þarna úti sem finnst 8 leikja bann fyrir innihaldslaust rifrildi bara ALLT Í LAGI?

  • Já og kallar Bendtner barnaníðing.  Lifir greinilega í glerhúsi greyjið.

   • Væri gaman að sjá hvaða heiti Auddi Blö hefur yfir goðsögninni Giggs eða hinn hárfagra Rooney. Er til nafn yfir þá sem sofa hjá konu bróður síns ? Já eða hjá gamalli ömmu sem nálgast ellilífeyrinn, á meðan konan er ófrísk heima ?

    Ef ekki þá mætti brandarakallinn endilega kokka einu stk fram 🙂 Alltaf verið sterkur í aulahúmor, verður ekki tekið af honum. En ef þetta Bendtner comment er nýlegt (og satt) þá verður ekki sagt að hann sé skarpasti hnífurinn í skúffunni – svona með tilliti til frétta síðustu vikna.
     

   • Linkurinn er commenti #55 hér að ofan.

    Lestu spánna um Sunderland leikinn.

     

  • Ég nenni ekki að eyða orku í eltast við eitthver bjánaleg “grín” komment frá jafn “sprenghlægilegum” kjappa og honum Audda blö (gæsalappirnar eru þarna viljandi þar sumir hérna hafa verið í vandræðum með að greina kaldhæðni í rituðu máli mínu á þessari síðu).

   Annars leynast líka skemmd epli í aðdáendahópi okkar liverpool manna. Stan Collymore er búinn að vera re-tweeta alveg hreint viðbjóðslegum kommentum í garð fransmansins..

   https://twitter.com/#!/StanCollymore/favorites

   Þetta kannski sannar að það er svo sannarlega ekki búið að “sparka” rasisma úr fótboltanum 🙁 

 44. Þetta rassista kjaftæði er komið langt út fýrir öll eðlileg mörk. Þú getur fótbrotið menn, sagt allann þann viðbjóð sem þér dettur í hug. En ef þú kallar einhvern svertingja eða eitthvað sem túlkast nálægt því í orðabók þá máttu eiga von á lögreglu kæru. Þetta er komið gott menn segja ýmislegt í hita leiksins. Ég get sko ýmindað mér að það heyrist margt verra inn á vellinum en það, 

 45. Sælir félagar
   
  Þakkir fyrir góðan pistil.
  Þetta mál er fyrst og fremst sorglegt. Það er slæmt þegar FA fer svona með mál, dregur það ofan í svaðið með fáránlegum dómi sem þeir virðast ekki hafa nein haldbær rök fyrir.  Auðvitað eiga rök fyrir dómsfellingunni að liggja fyrir þegar dómur er upp kveðinn.  Annars hlýtur dómurinn að vera geðþóttaákvörðun og rakalaus. Með því að birta ekki rökleiðsluna að niðurstöðu dómsins er FA að leggja málið í umræðu sem aldrei verður vitræn og alltaf á lægsta plani.  Það er það sem er sorglegt við þetta mál ásamt því að FA á auðvitað að vera leiðandi í uppbyggilegri umræðu um kynþáttaníð og aðgerðir gegn því en ekki að stunda niðurrifsstarfsemi.
   
  Hvað varðar þátt AF í málinu varðar þá hefur sá maður ekki farið fram af hreinskiptni í árásum sínum á Suarez.  Áhrif AF í enska knattspyrnuheiminum eru alþekkt og hann hefur notað þau til að ráðast beint að Suarez sem leikmanni og undir rós sem kynþáttahatara.  Það er ömurlegt að maður sem telja verður einn magnaðasta knattspyrnustjóra enskrar knattspyrnusögu skuli fara niður á svo lágt plan í sínu starfi.  Það er mannorðshnekkir fyrir AF og mun fylgja honum alla tíð.
   
  Suares á stuðning minn allan  eins og staðan er í dag. AF gaf á hann veiðileyfi sem, allir sem vettlingi geta valdið og reyndar margir fleiri, hafa nýtt sér.  Fyrir mér er rakalaus dómur FA í samræmi við það. Þar á bæ virðast menn hafa haldið að þeir gætu gert Suarez hverja þá skráveifu sem þeim sýndist og það yrði samþykkt. Ég sé ekki betur en að FA eigi eftir að bíta alvarlega úr nálinni vegna þessa dóms og verði í verulegum vandræðum í framhaldi af honum.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA – Suarez

  • Það er rétt hjá þér. Þetta er allt Ferguson að kenna. Þessir mannorðshnekkir munu fylgja honum alla tíð. Ég heyrði að hann hafi sagt Evra að ljúga þessu upp á Suarez, enda eini möguleiki þeirra á að sigra deildina í ár væri að koma Suarez og liverpool í vandræði. Mér sýndist hann einnig hrópa ‘Sudaca’ að King Kenny, en ég er ekki alveg 100% í varalestri svo ég gæti haft rangt fyrir mér.

   • HAHA ekta scummari
    AF er snillingur í sálfræðistríðum segja þeir og núna segja þeir að hann hafi ekki haft nein áhrif með sínum ummælum um Suarez.
    Bölvaðir tækifærissinnar.

  • Þetta er snilldargrein og segir allt sem segir þarf. Ef Evra kallaði okkar mann Sudaca þá á hann að fá jafn langt bann og Suarez sem átti að hafa kallað Evra negrito. Þetta er málefnaleg grein og vel sett fram. Þetta sýnir að það eru til skynsamir og gáfaðir Man.utd. menn. Svona finnst mér að umræðan um þetta mál eigi að vera.
    
   YNWA

 46. wikipedia.org hefur þetta:

  ” However, in Spanish-speaking countries such as ArgentinaChile, and Uruguay where there are few people of African origin and appearance, negro (negra for females) is commonly used to refer to partners, close friends[13]or people in general independent of skin color. In Venezuela the word negro is similarly used, despite its large African descent population.

  It is similar to the use of the word “nigga” in urban communities in the United States. For example, one might say to a friend, “Negro ¿Como andas? (literally “Hey, black one, how are you doing?”). In this case, the diminutive negrito is used, as a term of endearment meaning “pal”, “buddy” or “friend”. Negrito has come to be used to refer to a person of any ethnicity or color, and also can have a sentimental or romantic connotation similar to “sweetheart,” or “dear” in English (in the Philippinesnegrito was used for a local dark-skinned short person, living in the Negros islands among other places).”

  Mjög áhugaverður punktur sem Suarez mun örugglega nota 

   Linkur:
  http://en.wikipedia.org/wiki/Negro  

 47. Það var nú kominn tími til að Lpool fengi líka að kenna á vitleysingjunum í FA.   Ef þið viljið halda því fram að United hafi FA í vasanum þá eruð þið nú ekki sanngjarnir. Ekkert lið hefur fengið fleiri bönn dæmd af FA heldur en United.
  -Cantona 8 mánuðir, sanngjarnt samt
  -Ferdinand 8 mánuðir (hefði fengið styttra bann ef hann hefði mætt í lyfjaprófið og kolfallið. Hann mætti daginn eftir og var clean)
  -Keane, 8 leikir vegna bókaskrifa um einhvern Norðmann
  -Rooney fékk 3 leikja bann vegna brottreksturs í æfingaleik. Lpool leikmaður hafði verið rekinn útaf árið áður í sama móti en fékk ekki bann
  -Rooney í fyrra 2 leikir, vegna öskra í myndavél
  -Nisterlrooy nokkrum sinnum
  -Ferdindand fór í 3 leikja bann í fyrra útaf einhverju smáatriði
  -Ferguson oft í bann ýmist fyrir að tala illa eða vel um dómara 
  -Jú þið megið alveg halda því fram að Rooney hefði átt að fá bann í fyrra fyrir olnbogaskot á móti Wigan.
  Bottom line. United er ekki með FA í vasanum. Ofantalið er bara það sem kom fyrst upp í hugann. Hvenær var Lpool leikmaður síðast settur í bann af aganefnd FA fyrir utan hefðbundin leikbönn?

   • 2 aukaleikir fyrir að neita að yfirgefa völlinn. Þú hlytur að hafa eitthvað “ósanngjarnara”

    “Mascherano later apologised to Bennett and his team-mates, while Benitez sought talks with referees’ boss Keith Hackett to find “a solution” to the problems that resulted in his player being sent off.”
    Lpool menn eru annað slagið á fundi með dómarastjóranum!!!

  • “-Ferdinand 8 mánuðir (hefði fengið styttra bann ef hann hefði mætt í lyfjaprófið og kolfallið. Hann mætti daginn eftir og var clean)”

   Ef þú fellur á lyfjaprófi eða mætir ekki á tilsettum tíma í próf að þá áttu undantekningalaust að fá 2 ára bann frá keppni. Ef mig minnir rétt að þá var átti hann að fara í þetta próf eftir leik og hafi hann verið með örvandi efni í líkamanum að þá hefði það fundist þegar hann átti að mæta en það farið úr líkamanum daginn eftir.

   Þú getur því ekki sagt að hann hefði átt að fá styttra bann! 

  • -Keane, 8 leikir vegna bókaskrifa um einhvern Norðmann

   Þetta var nú  nokkuð alvarlegra en það. Það sem Keane viðurkenndi í þessari bók sinni var að tæklingin á Haaland hafi verið vilja verk og það hafi verið markmið hjá honum að slasa hann. Ég veit ekki með þig en að mínu mati er átta leikja bann fyrir grófa líkamsárás helvíti vel sloppið.

   • Líka svona þar sem þetta endaði ferilinn hjá Haaland og hann skrifaði stoltur um það. 

   • Ég hef nú alltaf lesið að það hafi verið meiðsli í hinum fætinum sem endaði feril hans, þekki samt ekki málið nógu vel. En afhverju fór hann þá ekki í mál við Keane ef það hefur orðið til að enda ferilinn?
    Annars réttlætir þessi tækling/árás ekki neitt hjá Keane! 

 48. Er eðlilegt að um leið og ein vafasöm dómaraákvörðun fellur gegn manutd þá er dómarinn settur í bann? Sbr. vítið sem Newcastle fékk.

  Fowler fékk 4 leikja bann fyrir að snúa baki í Greame Le Saux 1998-99 og 2 aðra leiki fyrir fagn í borgarslagnum sama tímabil. Endaði tímabilið í 6 leikja banni.

  Keane fékk bannið fyrir að játa að brot hans á Haaland hafi verið viljandi.. Ósanngjarnt? Held ekki.

  5 leikja bannið sem Ferguson fékk í fyrra var ekki bann. Ef maðurinn var í banni af hverju fékk þá að skipta sér af liðinu í hálfleik og fyrir leik?

  West Ham fékk peningasekt fyrir að nota Tevez 2006-07 tímabilið en á þeim tíma sem hann var hjá djöflunum var ekkert gert í málunum. Af hverju ekki, veit ég ekki.

 49. Ferguson fékk samt leikbann, enn einu sinni. Hvernig sem reglurnar eru um hvað stjórar í banni meiga gera.
  Mér fannst það alveg snilld hjá Fowler að sniffa endalínuna (2 leikirnir sem þú minntist á)
  Gott þú minnist á Tevez. Hann og Mascerano voru hjá sama pimpinum. Af hverju var ekkert mál að hann fékk að spila með Lpool? Þú getur ekki látið United líta vafasamt út í þessu máli.
  Ok ég gef mig. FA leggur Lpool í einelti. Fyrst Fowler fyrir 12 árum  svo Suarez núna.

 50. Hvaða keppni er þetta um hvort FA hefur í gegnum tíðina komið verr fram við Liverpool eða Man utd? Hvaða djöfulsins máli skiptir það? Á ekki að ræða þennan fáránlega dóm sem Suarez fékk, ekki einhverja kjánalega typpastærðarkeppni um hvort liðið sé meira fórnarlamb sökum kjánalegrar hegðurnar FA?

  • Flott. Sleppið þá að kenna Ferguson um þetta og að hann stjórni FA. Þið megið samt halda áfram að hata hann vegna árangursins sem hann hefur náð.
   Díll?

 51. Bara ég sem finnst orðið aðeins óþægilegra að fylgjast með umræðunni hérna eftir að kommentakerfinu var breytt ? Ef einhver skrifar eitthvað nýtt, sem sagt svar við einhverju öðru svari þá týnist það bara í flóðinu hérna af kommentum í stað þess að nýjustu kommentin komi bara alltaf neðst á síðunni ! Æj ég veit ekki

 52. Það var ekki Sir Alex sem var að kalla Liverpool klúbbinn ku klux klan.  Þetta var Auðunn Blöndal, útvarps- og sjónvarpsmaður á ÍSLANDI ! Róið ykkur aðeins, jesús …

 53. mer finnst ótrúleg þessi meðferð sem suarez hefur fengið og verð að segja að þetta mál er búið að rústa timabillinu fyrir lfc það er svo margt skrytið og alveg faranlegt i þessu mali að maður a ekki til orð er það eðlilegt að það taki 68 DAGA að dæma mann i bann hvað eru þessir pappakassar að spá þarna hja FA ef þeir hafa sönnun fyrir þessu þa tekur það ekki 68 DAGA að dæma manninn fyrir þetta alveg greinilegt að þeir séu a einhverjum nornaveiðum eg styð suarez fullkomnlega i þessu máli finnst ekki sanngjart þegar menn eru að reyna (búnir)að eyðilegja mannorðið hans með þvi að draga þetta i svona langan tima og þetta er ekki búið enn wtf…..spurnig hver er með níð!!

 54. Dalglish hefur endanlega játað sig sigraðann í þessu máli 🙁

  “It would be helpful to everyone if someone gave us some guidelines about what you can and cannot say,” Dalglish was quoted as saying in the Independent.

  Samkvæmt þessu eiga FA að fara búa til doðrant um hvaða málfar og orð eru sættanlega inn á vellinum. Þetta snýst ekki um leiðbeiningar heldur almennt siðferði og virðingu fyrir andstæðingi. 

   

 55. Rétt hjá þér, glæpsamlegt af Suarez að hafa vogað sér að kalla Evra vinalegu orði sem notað er í hans heimalandi í umræðum sem fóru fram á hans móðurmáli….niðrandi orðið sem Evra hefur viðurkennt að hafa notað er þó í góðu lagi…..

Wigan – Liverpool 0-0

Gleðileg jól