Liðið gegn Wigan

Vonandi gleymdist þessi leikur gegn Wigan ekki í hasarnum í kringum Luis Suarez 🙂  Það er a.m.k. leikur gegn Wigan í kvöld. Suarez/félagið hefur tvær vikur til að áfrýja dómi enska knattspyrnusambandsins og á meðan er hann gjaldgengur í lið Liverpool og að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í kvöld.

Byrjunarliðið er svona: 

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Maxi – Henderson – Adam – Downing

Kuyt – Suarez

Bekkur: Doni, Carroll, Coates, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy

Leikmenn komu með yfirlýsingu á opinbera heimasíðu félagsins (sjá færslu hér að neðan) nú rétt fyrir leik þar sem þeir lýsa yfir 100% stuðningi við Suarez, rétt eins og félagið gerði í gær og er ljóst að mjög mikil reiði ríkir innan herbúða okkar manna. Vonandi nota okkar menn það óréttlæti sem þeim finnst þeir hafa verið beittir til að hvetja sig áfram gegn Wigan og svona fyrirfram a.m.k. myndi ég ekki vilja mæta Liverpool akkurat núna. Vonandi á þessi tilfinning mín við einhver rök að styðjast.

Segi 1-3 og Suarez á þátt í öllum mörkunum.

72 Comments

 1. Ég hefði viljað sjá Carroll byrja í stað Kuyt, hann þarf að fara að spila sig í gang fyrir bannið hjá Suarez. Annars er þetta þrælöflugt lið sem á að leggja Wigan að velli. Ég spái 0-3.

 2. Er ég eini sem er að lenda í því að Suarez færslan er ennþá efst ef ég fer inná kop.is?

  Kemst bara inná þennan þráð í gegnum Twitter. 

  • Júbb mikið rétt ég komst aðeins inná þennan þráð í gegnum Twitter

   • Það sama kom upp hjá mér. Ég prófaði þá að setja www. fyrir framan og það virkaði.
     

 3. Shelvey átti góðan leik á sunnudaginn, hefði viljað sjá hann aftur núna.

 4. mér líst vel á þetta lið og vonandi fá þeir útrás fyrir reiðinni í leiknum 
  spái 1-4 suárez með öll 

 5. Ekki myndi ég vilja vera Wigan núna.  Hvert einasta Liverpool-testosterone-arða á vellinum mun spila með öllu því sem það á fyrir Suárez í kvöld.  Baráttan mun bókstaflega leka af mönnum.  Það er gjörsamlega alveg öruggt að Liverpool vinnur þennan leik.

 6. Er að horfa á liðið hita upp Á lfctv og allir ì bol með mynd af suarez og 7 á bakinu

  • Þetta er ógeðslega töff 🙂  Alveg er maður brosandi hringinn og söngur stuðningsmanna okkar er núna búinn að vera stanslaus í 7 mín honum til stuðnings.

 7. Velti smá fyrir mér hvort enska knattspyrnusambandið hafi búist við svona kröftugum mótmælum og stuðningi frá Liverpool við sinn mann. Alveg morgunljóst núna ef það var það ekki áður að félagið tekur alls ekki undir það á nokkurn hátt að Suarez sé kallaður rasisti og þeir mega heldur betur fara drífa í því að skýra sitt mál. Það er ótrúlegt að hafa ekki tilbúna skýrslu sem skýrir þennan dóm um leið og þeir fella hann…þeir hafa bara haft 10 vikur til að skrifa hana. 

 8. Félagið styður Suarez, liðið styður Suarez og þá styð ég líka Suarez heilshugar. 0-5.
   

 9. er gaupi ruglaður eða er hann með aðrar upplýsingar en það sem ég hef séð?? hann er alltaf að segja að Suarez hafi viðurkennt að hafa notað rasískt orð??
  hvað eru þeir að reykja þarna á stöð 2 eiginlega…..

 10. Einhver sem lumar á góðri sopcast síðu, vantar link á leikinn.

  Takk. 

 11. Byrjaði rosalega vel….en núna er Wigan að komast inn í leikinn og eru bara hættulegri eins og er. Núna þurfum við að skora…vá …kuyt næstum því…

 12. Ef við værum að spila á móti sterkari liði piltar þá værum við búnir að fá á okkur svona 2 mörk.  Miðjan er hriplek hjá okkur.
   
  Og svo vinnur maður ekki leiki ef maður nýtir ekki færin sín.

 13. Skil ekki afhverju var verið að breyta liðinu frá síðasta leik?

 14. Við erum búnir að eiga svona 2-3 dauðafæri. Al-habsi að standa sig…eins og algengt er hjá markmönnum hins liðsins. En við tökum þetta í seinni hálfleik. Menn verða þó að þétta leikinn. Johnson búinn að eiga margar misheppnaðar sendingar, Adam eittthvað mistækur líka. Kenny verður að þruma doldið og lemja menn saman í klefanum.

 15. Skella Bellamy inn fyrir Kuyt fljótlega, þá dettur markið inn. Annars same old same old, búið að jinxa öllum flóðgáttum með galgopaspám…

 16. Kuyt vitagagnlaus eins og alltaf, vonandi fer hann útaf sem fyrst. Suarez, Henderson, Adam, og Downing verða að stíga upp, meigum alls ekki tapa stigum í kvöld. Áfram Liverpool

 17. Ég hef talsverðar áhyggjur af liðinu í þessum leik. Það opnast alltof mikið svæði milli miðju og varnar og því lendir vörnin í talsverðum erfiðleikum. Adam með alltof margar slakar sendingar og svo vantar meira hraða og greddu í sóknina, Suarez er að reyna og er hættulegur en Downing, Maxi og Kuyt eru ekki að fylgja honum. Vona að Bellamy komi fljótlega inná lífgi uppá þetta. Ættum samt að vera búnir að skora en sama sagan og venjulega, alveg fyrirmunað að nýta dauðafærin.
  En jæja verður maður ekki að vera bjartsýnn og segja að Suarez laumi inn einu í seinni hálfleik þó ég sé skíthræddur við enn ein vonbrigðin gegn mun lakari andstæðing.

 18. ertu ekki að fokking grínast Adam? Það virðist vera lífsins ómögulegt að nýta þessar blessuðu vítaspyrnur.

 19. Af hverju tók Kuyt ekki vítið….og Al Habsi væntanlega á leiðinni að verða valinn maður leiksins

 20. Af hverju tók Kuyt ekki vítið.  Hann er ekki vanur að klikka.  Adams búinn að brenna 2 vítum í vetur og Suarez einu.  Elementary my dear Watson.

  • ER ekki Kuyt líka búinn að klúðra víti tiltölulega nýlega? Er einhver búinn að skora úr víti fyrir liðið á tímabilinu?

 21. Á BBC    “The Oman keeper is playing out of his skin tonight”  Er þetta eðlilegt !

 22. Ég sagði þetta um leið og ég sá hver tók vítið. “hann klúðrar”

  Markvörðurinn má eiga það að þetta var vel varið hjá honum. En anskotinn hafi það að klúðra þessu 

 23. Er ekki Kuyt einn af þeim sem hefur brennt af víti í vetur??   Látum Pepe Reina taka næsta víti!! 🙂
   
  Engar áhyggjur – við vinnum þennan leik!
   
  Áfram Liverpool!

 24. Þetta er átakanlegt,  þessi miðja er búin að vera skelfileg!!!!

 25. ef liverpool skorar ekki á fyrsta hálftímanum í leik þá eru líkurnar á að liverpool skori í leiknum afar afar litlar sem engar. gömul saga og ný

 26. Eg spái að Daglish sé ánægður með leikinn þegar hann er búinn af því að við fegnum ekki mark á okkur.
  Mér alveg sama þótt við séu búinn að fá okkur fæstu mörkin í vetur.
  við erum búnir að skora 20 fá 13 á okkur skeflilegt.
  En eitt 0-0 leikurinn 

 27. Liverpool búnir að spila ömurlega í þessum leik. Wigan eiga svo sannarlega ekki skiliið að tapa í kvöld….

 28. Það fara sjálfsagt bráðlega að koma fram samsærisraddir um að Ferguson sjái um markvarðaþjálfunina hjá andstæðingum okkar 😉
  Manni finnst stundum að það megi bara skipta 3 inná í leik einfaldlega of lítið.  Það vantar sárlega þennan skapandi leikmann með hraða inná miðjuna hjá okkur og því miður að þá hafa kantmennirnir okkar ekki fundið sig sem skyldi í vetur en klárlega færri atriði sem að þarf að laga heldur en blöstu við okkur í vor.
  Það fer nú að verða rannsóknarefni þessi færanýting hjá okkur í vetur, með örlítið meiri heppni að þá værum við hærra á stigatöflunni. Koma svo, klára þetta í kvöld !!!!

 29. Er ekki hægt að gefa þennan downing, hef ALDREI séð leikmann hanga jafn illa á boltanum og losa hann of seint….. það kemur ekkert út úr honum. burtu með hann og inn með Carroll!

 30. Við eigum bara ekkert skilið að vinna svona leiki þegar við náum ekki einu sinna að skora úr víti. Frekar andlaus seinni hálfleikur.

 31. Á síðasta tímabili fengum við 7 víti og skoruðum úr 6. Núna er komið 1 mark úr 4 vítum… eða 5?

  Allavega ekkert eðlilegt við þetta. 

 32. Guð minn góður!!!! Þetta lið er ekki hægt.. Þeir geta ekki shit í öðrum hverjum leik!!! Ef eitthvað er erfitt í dag þá er það að vera Liverpool stuðningsmaður!!!! … KK tekur sóknamann útaf og setur stóru drulluna inná þegar við þurfum nauðsynlega að skora!! sýnir bara andleysið sem er í þessu liði!!!!

  Liverpool ekki í meistaradeildinni á næsta ári (STAÐFEST!!!)  

 33. Liverpool gæti spilað þennan leik í 180 mínútur án þess að skora

 34. Pepe Reina hefur haldið okkur inni í þessum leik með því að taka það sem kemur á hann.  Allt sóknarspil í skötulíki og á hraða snigils.    Allir miðjumenn og sóknarmenn og bakverðirLiverpool  fá 2 í einkunn hjá mér.  Agger og Skrtel 6 og Reina 7.  Hörmung að horfa á þetta.

  • Algerlega sammála.  Kuyt vita gagnslaus í þessum “minni” leikjum. hann er góður til að verja rightbackinn, sem þarf ekki hér.  Hann hefur hvorki öryggi fyrir framan mark né hraða. Hann hefur ekki skorað í 17 deildarleikjum í röð sem hann hefur komið við sögu í.  Seljann.  Downing heldur áfram að vera lélegur. Á aldrei sendingar sem gefa mark í teig, á aldrei skot sem skipta nokkru einasta máli. Krapp.  Maxi var ævintýralega dapur í dag. Verstur allra var adam, sem var algerlega einbeitingarlaus og án hraða. Greinilega þreyttur. Skrifa það algerlega á dalgliesh að spila honum.  Adam er hraðalaus, fullfrísku, hvað þá þegar það er stutt í síðasta leik. Shelvey eða spearing allan daginn á miðjuna í staðinn, eða hreinlega aurelio.  Bellamy og Carroll áttu að koma miklu fyrr inná.  King Kenni missti plottið og á skilið skömm í hattinn fyrir. Þetta áttu að vera 3 stig. 
    

 35. ÖMURLEG FRAMMISTAÐA.
  Þetta jafntefli skrifast á miðjuna okkar og fáránlega slakan sóknarleik.  Charlie Adam slakasti leikmaður Liverpool í kvöld.  Algjör tréhestur

 36. Sangjörn úrslit, Liverpool er bara ekki með betra lið en þetta. Búið að eyða fullt af peningum en engum gæðum bætt við…hugsanlega með betra lið í ár en í fyrra á pappír en það telur lítið ef liðið er jafn lélegt útá velli.

  Skamm, leikmenn, Dalglish og allir sem að þessu komu, ömurleg framistaða! 

 37. Við náðum einu ‘einn á móti markmanni’ moment og einni VÍTASPYRNU og bæði kluðraðist! við vorum bara í sókn í fyrri hálfleik samt fór þessi leikur 0-0! Hvað er að þessu liði! eru þeir ekki að skjóta á mörkin á æfingum ?!

 38. Jæja.  Það mun ganga eitthvað erfiðlega að róa sig niður eftir þetta helvíti!

  Adam lang, lang, lang lélegasti maður vallarins í dag, átti varla heppnaða sendingu, hornin hans og aukaspyrnur skapa EKKERT og klaufalegur í vörninni.  Kórónaði síðan frammistöðuna með því að taka eitt lélegasta víti ferils síns.
  Finnst liðið vera farið að leiat of mikið að Suarez, svona þetta Gerrard og Torres syndrome, alltaf leitað á þá og ef þeir áttu ekki góðan dag, þá gerðist ekkert! 
  Fannst of lítið um hreyfingu án bolta, maðurinn með boltan hafði oft engan til þess að senda á fram á við, það bara gengur ekki.
  Svo verða þessir aular að fara að setja boltann ÚTVIÐ stöng!  Ekki í hana eða í fangið á markmanninum, fáránlegt hvað menn hitta illa á markið, 
  Besti maður leiksins, ef það er hægt að velja einhvern sem bestan, var líklega Pepe, hann bjargaði þessu með því að taka það sem kom á hann.

  Ég er að spá í að fara bara snemma að sofa… 

 39. Skelfileg frammistaða hjá öllu liðinu fyrir utan vörn og markmann kannski. Skrtel var hættulegri heldur en Maxi og Downing, Adam og Henderson lélegir á miðjunni, Kuyt MJÖG slakur… 

  Fannst Suarez ekki slakur, hann var hins vegar ekki að spila öðruvísi en oft áður, reyndi ekki mikið sjálfur og var oft fljótur að senda boltann frá sér..

  Fyrir mér má skrifa þetta að hluta til á Dalglish, afhverju að setja Maxi og Kuyt inn eftir frammistöðu Shelvey og Bellamy í síðasta leik??… Okay þeir gátu ekki mikið eftir að þeir komu inn á en það aðrir leikmenn voru líkar orðnir hálf vonlausir á þeim tíma. Hugsanlega Bellamy enn að “jafna sig” eftir síðasta leik en Shelvey er ungur og sprækur og átti að byrja og Bellamy að koma inn snemma.

 40. hversvegna í andskotanum að breyta liðinu frá síðastaleik, ég botna ekki í því , og skipta svo ekki fyra enn eftir 70mín ég botna það ekki, við sáum strax í fyrrihálfleik að kyot á ekki að’ spila svona leiki  og maxi ekki  heldur ég kenni KD algjörlega um mist stig í þessum leik, og Zuares var ekki svipur hjá sjón, hefðum betur byrjað’ að æfa caroll

 41. Liðið er í sama sæti og Hodgson skyldi við það. Eini munurinn að það er búið að hrúga fáranlegum pening í þetta dæmi.         Liverpool er mögulega illa reknasti klúbburinn í heiminum á eftir City, það er ekkert að geratst í liðinu…

Yfirlýsing frá öllum leikmönnum LFC

Wigan – Liverpool 0-0