Wigan á morgun

Jólatörnin hafin hjá okkar mönnum og annað kvöld munu leikmenn Liverpool FC skunda inn á The DW Stadium þar sem þeir munu taka á Wigan mönnum. Eins og kom fram í podcast-inu þá hafa þeir strítt okkar mönnum talsvert í gegnum tíðina. Ég er þó á því að frá því að þeir gerðu 1-1 jafntefli við okkur í báðum leikjunum á síðasta tímabili, þá hefur bilið á milli þessara leikmannahópa breikkað talsvert. Að mínu mati hafa andstæðingar okkar á morgun, veikst talsvert og okkar lið er miklu sterkara núna. En menn verða engu að síður að halda flæðinu í leiknum og síðast en ekki síst, að nýta þau marktækifæri sem bjóðast. Það er heil umferð núna í miðri viku og á fimmtudaginn munu stig tapast hjá helstu mótherjum okkar því Chelsea og Tottenham munu mætast. Það er því algjörlega eitt sem kemur til greina á morgun, 3 stig í hús.

Það lítur allt út fyrir að það verði svaðaleg keppni um sæti 3-6 í vetur á milli okkar og London liðanna þriggja, Chelsea, Tottenham og Arsenal. Sem stendur erum við jafnir Arsenal að stigum og markamun, þeir eru ofar í töflunni vegna fleirri skoraðra marka. Heil þrjú stig eru svo í Chelsea og fimm stig í Tottenham. Nú má því ekki misstíga sig og næstu 3 leikir verða helst að skila 9 stigum í hús. Eftir leikinn gegn Wigan koma tveir heimaleikir í röð, gegn Blackburn og Newcastle. Nú er því lag að koma sér í góða stöðu í þessari baráttu sem framundan er.

Lið Wigan hefur verið skelfilega slakt það sem af er móti, en engu að síður náðu þeir jafntefli á heimavelli gegn Chelsea um helgina, þar sem Peter Cech ákvað að gerast jólasveinn og gefa Wigan mönnum snemmbúna gjöf. Þökkum við honum kærlega fyrir það. Wigan hafa aðeins unnið 3 leiki, þar af aðeins einn á heimavelli. Þeir byrjuðu tímabilið reyndar sæmilega, enda spiluðu þeir við nýliða í þrem fyrstu leikjunum, en eftir það töpuðu þeir 8 leikjum í röð. Aðeins hafa þeir nú verið að ná sér á strik að undanförnu, því þeir hafa unnið 2 og gert 2 jafntefli í síðustu 5 leikjum. Eina tapið var 0-4 skellur á heimavelli gegn Arsenal. Mikið væri ég nú til í eitthvað álíka frá okkar mönnum annað kvöld.

Wigan misstu sinn lang besta mann í sumar, Charles N’Zogbia og þeir hafa engan veginn náð að fylla hans skarð. Al Habsi myndi ég telja vera þeirra sterkasta mann og ekkert ólíklegt að hann nái að feta í fótspor margra markvarða og eiga leik lífsins gegn okkur. Wigan hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni (ásamt QPR), eða 15 kvikindi og fengið á sig heil 30 mörk. Það er því óhætt að segja að þeir séu hvorki góðir í vörn né sókn, og skýrir það kannski að öllu leiti stöðu þeirra í deildinni. Ekki munu okkar menn heldur skjálfa á beinunum yfir því að þurfa að mæta trítilóðum stuðningsmönnum mótherjanna, Wigan er líklegast með slakasta heimavöllinn í deildinni, það hefur hreinlega enginn áhuga á þessu liði. Ég verð samt að viðurkenna það að þó svo að Úrvalsdeildin myndi akkúrat ekkert sakna Wigan ef þeir féllu, þá hef ég soft spot fyrir Roberto Martinez. Finnst hann hörku góður stjóri, prinsipp maður en fær bara einfaldlega úr engu að moða.

Þeirra hættulegast ógn fram á við hlýtur að teljast Victor Moses, en einnig getur Rodallega verið skæður á góðum degi. Þessir góðu dagar hans hafa samt verið í miklum feluleik á þessu tímabili. Jordi Gomez hefur einnig verið að spila ágætlega. En vörnin þeirra, úff, þar er hálfgerð Örkin hans Nóa á ferðinni. Gohouri (Fílabeinsströndin), Caldwell (Skotland), van Aanholt (Holland), Figueroa (Honduras), Alcaraz (Paraguay), Boyce (Barbados) og Lopez (Spánn). Þar fyrir aftan er áðurnefndur Al Habsi (Oman). Hvernig ætli þessum gaurum gangi að ræða saman? Ekki vel ef skoðað er hversu mörg mörk hafa verið skoruð gegn þeim.

En nóg um þá, snúum okkur að aðal málinu, okkar mönnum. Það hlýtur að vera martröð fyrir King Kenny að undirbúa liðið undir þennan leik og vita ekki hvort liðið getur teflt fram sínum öflugasta sóknarmanni. Trúðarnir hjá FA koma líklega með niðurstöður í Suárez málin í kvöld, innan við sólarhring fyrir leikinn. Vinnubrögð þeirra hafa verið með hreinum ólíkindum í þessum málum og alveg hreint út sagt fáránlegt að hlutirnir skuli taka marga mánuði að velkjast í kerfinu. Miðað við hvernig þeir haga sínum málum, þá ætla ég að reikna með að kappinn verði kominn í langt bann þegar flautað verður til leiks annað kvöld, líklegast 6-10 leikja bann. Það er nefninlega ekki sama hvort um er að ræða Jón eða Jónsa í svörtum fötum.

Varnarlína okkar manna hlýtur að halda sér, þó svo að það sé eitthvað sem segir mér það að Carra komi inn í liðið. Ég hreinlega vona samt heitt og innilega að Kenny haldi sig við sama mannskap þar. Látið ykkur samt ekki bregða þótt þið sjáið hann í liðinu í stað Agger. Ég held einnig að Bellamy sé ekki að fara að spila tvo leiki í röð á svona stuttum tíma, eins er spurning hvort Jonjo haldi sæti sínu, en hann ætti það svo sannarlega skilið. Það eru ekki margir frá hjá okkur, Lucas auðvitað ekki meira með og Gerrard er ekki ennþá klár í slaginn. Þar fyrir utan eru þeir Aurelio (hverjum hefði dottið það til hugar að hann gæti meiðst) og Jack Robinson á sjúkralistanum. Jay Spearing tekur svo út síðasta leik sinn í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Fulham.

Ég ætla að spá því að Dirk Kuyt komi inn í liðið og fari á hægri kantinn, Downing töltir sér yfir á þann vinstri og að Jonjo haldi sæti sínu fyrir aftan framherjann. Carroll kemur svo inn fyrir Suárez. Fínt lið, kannski ekki okkar allra sterkasta, en algjörlega nógu sterkt til að þramma yfir lið Wigan. Svo verður hægt að henda bandbrjáluðum Bellamy inná ef illa gengur, þó svo að ég voni að hann fái að byrja leikinn. Ég ætla að spá því að hann fái gult spjald þegar hann sest vitlaust á bekkinn fyrir leikinn. En allavega, ég spái liðinu svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam
Kuyt – Jonjo – Downing
Carroll

Auðvitað verður Suárez þarna í framlínunni ef hann verður ekki kominn í bann, en ég myndi ekki leggja eina krónu undir það að hann sleppi við það, eini sénsinn sem hann hefur á að spila leikinn er að ef FA draga lappirnar enn meira og dæma hann annað kvöld eftir leik.

Ég vil bara sjá meira af því sama frá okkar mönnum, spilið hefur verið frábært á stórum köflum undanfarið og oft á tíðum hrein unun að horfa á þennan pass and move leikstíl sem Kenny er svo þekktur fyrir að láta liðin sín spila. Mark snemma gæti opnað allar flóðgáttir, en að vanda þá geta menn líka farið að pirra sig ef hlutirnir ganga ekki upp fyrsta klukkutímann. En þetta snýst samt allt um þolinmæði, halda áfram sínu striki hvað sem tautar eða raular. Ég spáði 0-3 sigri í samræðum okkar í gær og ég held mig við það. Adam á eftir að setja eitt, klárt mál, svo mun Downing opna sinn reikning og Carroll kemur sér einnig á beinu brautina með góðu marki.

Walk on…

75 Comments

  1. Það verið að tala um að FA sé búið að dæma Suarez í 6 leikja bann. hef það ekki eftir áreiðanlegum heimildum, en þetta er að fljúga um á netinu núna.
    En hef nú fulla trú á að okkar menn taki þetta nú samt sem áður á morgun 1-2!!
     

  2. Já, sammála með liðið, og eigilega vona að thetta lið verði raunin. Tharna erum við með 6 menn með góðar sendingar, 3 á hvora hliðina, svo ef allt gengur ágætlega, thá verður Carroll bara að skora. Annað er ekki inni í myndinni.
    Og ég hef trú á að hann geri thað með sinni fyrstu thrennu fyrir okkur í 4-0 sigri, sem er byrjunin á skorandi Liverpool lið. Eða ég vona thað allavega.

  3. Ég verð nú bara að segja fyrir hvað í andskotanum ætti Suarez að fá 6 leikja bann.

  4. Þær hljóta nú að fara að opnast þessar helvítis flóðgáttir og blessuð lukkan fer að ganga í lið með okkur.  Við eigum alveg inneign fyrir því.
     
    0-5 eru fallegar tölur.  Carroll, Agger, Carroll, Adam og Downing eru fallegir menn sem skora fallegu mörkin á morgun.
    Djöfull er ég bjartsýnn og jákvæður.  Það eru ekki alltaf jólin en þau eru núna… 🙂

    • Adam er samt ekki nógu fallegur, thannig ég myndi ekkert vera ad tippa á thad ad hann skori.

  5. Ég trúi því engan veginn að Suarez verði dæmdur sekur. Ef það hefðu fundist einhver sönnunargögn væru þau kominn á veraldarvefinn núna. Það eru til sannanir um það sem Terry á að hafa sagt og ekki er hann kominn í bann. Ef FA dæma hann í bann er eins gott að þeir hafa eitthvað meira fyrir sér en Evra og einhverja aðra skylda pappakassa.

    Hins vegar trúi ég að hann fái 2-3 leiki í bann fyrir að senda fingurinn gegn Fulham.  

    Ætla þó að spá okkur 1-3 sigri í leiknum þar sem Carroll setur eitt kvikindi í upphafi og í seinni hálfleik skora Adam og Downing sitthvort markið áður en Jordi Gomez potar inn einu í lokin.

  6. Ég er bara slakur og ætla ekki að spá því að flóðgáttirnar opnist á morgun, þótt það væri gaman að það gerðist. 1-0 eða 2-0 dugar mér ágætlega, rétt eins og gegn Aston Villa. Ég vil biðja menn að hætta að jinxa þessum flóðgáttum, þær opnast ekkert fyrr en við hættum að biðja þær um að opnast.

  7. Vinnum þetta 1-0 eftir 4 stöngin út og markið kemur seint í leiknum frá Glen Johnson og verður til þess að hann verði með 20.000.- markið í ensku deildinni!!

    • Það vantar 18 mörk í 20.000. Þá þyrfti að skora 17 a.m.k í hinum 7 leikjunum og Glen Johnson það 18 seint í leiknum. Þetta er tæpt en ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.

      • Það er búiði að skora rétt tæplega 3 mörk í leik þannig þetta getur nú alveg gerst tölfræðilega. 

        edit: Tala nú ekki um skotin í ramman….

  8. Það væri fáránlegt ef Suarez fengi 6 leikja bann. Trúi ekki að hægt sé að dæma hann sekan þegar þetta hefur tekið svona langan tíma.
     
    En að leiknum. Hljótum að halda sömu vörn, annað væri glapræði. Ég var búinn að gagnrýna Johnson harðlega en hann var solid í QPR og Villa leiknum þannig að hann hefur sannað sig að nýju. Bellamy fær hvíld örugglega þannig að Maxi kemur inn fyrir hann. Suarez byrjar pottþétt ef ekki verður búið að dæma hann í bann. Fjórir fremstu líklega Suarez, Maxi, Kuyt og Downing. Miðjan Henderson og Adam, Shelvey fær svo 20 min fyrir annan hvorn þeirra. Spái öðrum solid 2-0 sigri.

  9. Vonandi höldum við áfram þar sem frá var horfið á villa park.  0-2, Carrol og Enrique með þrumufleyg 😉

    Hvað varðar mál Suarez og evru, þá er ég með einhverja ógeðistilfinningu yfir því sem við eigum von á frá þessum vitleysingum í FA.   Þetta mál er algjör skrípaleikur en ég held að þeir ætli að setja eitthvað fordæmi með þessu máli.  Það sér varla framúr málarekstri FA gegn Liverpool og leikmönnum þeirra þessa dagana. 

    YNWA   

  10. Roy Keane fékk 8 leikja bann fyrir að eyðileggja Haaland.  3 í upphafi! 5 til viðbótar þegar hann viðurkenndi í ævisögu sinni að hafa ætlað að hefna sín.

    Og Suarez stefnir mögulega í 6 leikja bann fyrir orðanotkun. 

    Er eitthvað að breytast í deildinni?  Eru menn að linast?

    Spái jafntefli, það er ójafnvægi í liðinu.   

    Enda svartsýnn í dag.   

  11. Þessi stjóri okkar er auðvitað bara snilingur og ekkert annað:

    Varðandi áhuga Liverpool á Donnelly:

    “Yes I spoke to the chairman – it was nice of him to tell everyone,” said Dalglish. 

    Annars vinnum við þennann leik auðvitað.

  12. ef við gefum okkur það að Suarez fái 6 leikja bann, hvað leikjum er hann þá að fara missa af ? Einhver stórleikur ? 

    • Þetta eru næstu leikir Liverpool:

      miðvikudagur 21. desember 2011
      Wigan
      20:00
      Liverpool 

      mánudagur 26. desember 2011
      Liverpool
      15:00
      Blackburn

      laugardagur 31. desember 2011
      Liverpool
      12:45
      Newcastle

      mánudagur 02. janúar 2012
      Man.City
      15:00
      Liverpool

      laugardagur 14. janúar 2012
      Liverpool
      15:00
      Stoke

      laugardagur 21. janúar 2012
      Bolton
      15:00
      Liverpool

  13. Búnir að kaupa Ibe, 15 ára og byrjaður að spila í neðri deildunum. Mikið efni þar.

  14. Kenny er alltaf skemmtilegur í spjalli sínu við fjölmiðla. 

    “In his pre-match press conference, the Spaniard also suggested that his side would be facing the best Liverpool team in years, to which Dalglish quipped: “I think he’s a nice man.”

    • Þvílíkt kjaftæði. Þeir eru ekki með fullum sönsum þarna hjá FA. 

    • Hljótum að áfrýja þessu. Óskiljanlega ákvörðun og yrði hræðileg blóðtaka fyrir okkur að missa hann í 8 leiki. Liverpool hlýtur að standa við bakið á honum þrátt fyrir þetta – YNWA Suarez

    • þetta er svo mikið rugl!!! Fokking pirrraður á þessu dæmi eintómir Ferguson rúnkarar þarna SHIT!!!

      • Þvílíku Helv nornaveiðarnar sem að þetta eru. Ég veit að þetta eru tvö mál gegn honum en komon. Ég bjóst við max 4 leikja banni! Það liggur við að við verðum að kaupa mann í staðinn fyrir hann í janúarglugganum því þetta er svo mikil blóðtaka.

  15. Það á aldeilis að setja fordæmi hérna !! En 8 leikir, hvað er málið. Verður gaman að sjá Teery fá það sama……….algjör steypa !!

  16. Ég held að Liverpool hljóti að áfrýja þessu. Ef það er ekki til nokkur sönnun fyrir þessu þá er þetta með ólíkindum. Þá er í raun búið að gefa tóninn fyrir því að menn geti bara logið upp einhverju rugli og fengið menn dæmda í bann. Ég er brjálaður !!  

  17. 8 leikja bann. Eru ekki ákveðnir kynþáttarfordómar í dómnum?

  18. Ferguson er einhversstaðar með fyrsta ólyfjaða holdrisið sem hann hefur upplifað síðan 99!!

  19. Þetta var fyrirséð.  Þessi scum samtök ná að tryggja það að Suarez missi af Utd leiknum 11. feb.

    Það er eina ástæðan fyrir því að þetta eru 8 leikir og að þeir drógu að tilkynna niðurstöðu.

    Ætli FA fari svo ekki fram á að bannið verði stytt.  Nóg ómökuðu þeir sig fyrir bannið hjá Shreck.   

  20. 8 leikja bann. Veit ekki hvað skal segja. Menn hljóta að áfrýja þessum dómi en liðið hefur 14 daga til þess ef það verður ekki gert þá verður hann í banni í einum eða tveimur bikarleikjum og síðan tveimur deildarbikarleikjum þannig að hann gæti misst af fjórum til fimm deildarleikjum.
    Hann gæti síðan verið á leið í bann fyrir fingurinn, spurning hvort að það bætist við þessa átta leiki. Maður er nett sjokkeraður yfir þessum fréttum þó svo að maður hafi verið búinn að búa sig undir það versta. Mér þykir fróðlegt að vita á hverju dómstólinn byggði úrskurð sinn.
     
    Það mun væntanlega skýrast fljótt hvað LFC ætla sér að gera en ég hef fulla trú á því að menn áfrýi þessu og reyni að sýna fram á sakleysi Suarez í þessu máli. Þetta mál lyktar af einu stóru samsæri gegn Suarez og LFC og alveg spurning hvort að hægt sé að fara með þetta mál fyrir aðra dómstóla þ.e. einkamál Suarez gegn Evra.

  21. Þeir hljóta þá að hafa sannað að hann hafi verið með kynþáttafordóma og þá á hann alveg skilið þetta bann en þá er líka eins gott að John Terry fái eins bann. 

    Aftur á móti eru 8 leikir full much fyrir svona… 

    • Terry er enskur og fyriliði enska landsliðsins. Þar er ekki séns í helvíti að það verði eitthvað úr kæru á hendur honum, því verður pottþétt sópað undir teppið.

  22. Djöfulsins rugl er þetta!!! Rólegur á 8 leikjum. Það er u.þ.b. 1/5 af tímabilinu. Þetta er okkar besti leikmaður og ef þetta mun standa eru möguleikar liðsins á topp 4 orðnir miklu minni. Hann tjáði sig um að þetta væri S-Amerískt orð yfir félaga eða eitthvað svoleiðis. Og hann meinti ekkert móðgandi með því. Þvílík bull refsing og þetta fokking FA má bara hoppa upp í rassgatið á sér.

  23. Ef þetta atvik hefði átt sér stað í íslenskudeildinni þá hefði ekkert verið gert í þessu. Algört kjaftæði

  24. Fyrir þessu hljóta þeir að hafa góðar sannanir…..  Ef þeir hafa þær að þá á hann þetta skilið !  En nú hef ég miklar áhyggjur af sóknarleik liðsins þegar að hann kemur til með að vanta !  Ég sé ekki annað en að við verðum að kaupa okkur sóknarmann í byrjun janúar !

    • Bara það að hafa verið dæmdur af FA Þýðir ekki að hann hafi verið með kynþáttafordóma gagnvart Evra.. Það þýðir hinsvegar það að FA féllust á þann dóm að Evra hefði verið móðgaður af því sem Suarez sagði við Evra. Sem er almennt sagt  í s-ameriku. “Negrito” 
      “a word that is said to literally translate as ‘little black fella’ but is argued to be generally an affectionate term in Suarez’s native Uruguay and other parts of South America. Verð að segja að ef um er að ræða “málfræðilegan misskilning” þá er þetta alveg út í hött!

  25. Þvílíkir bavíanar sem eru í enska knattspyrnusambandinu. Þeir dæma Suarez í átta leikja bann fyrir ljót orðbragð meðan þeir dæmdu Ben Thatcher í bann í sama leikjafjölda fyrir morðtilraun árið 2006 ásamt því að dæma Roy Keane í einungis þriggja leikjabann fyrir grófa líkamsárás á Alf-Inge Haaland árið 2001 (bættu fimm leikjum við bannið árið 2002 eftir að Keane viðurkenndi að hann hafi verið að hefna sín).

    Að mínu mati eru skilaboð FA skýr, ofbeldi er ásætanlegri hegðun heldur en ljótur munnsöfnuður.

  26. Nú verða þeir í FA að dæma landsliðs fyrirliðan sinn í að minnsta kosti átta leikja bann, það er áhugavert !  Ef þeir gera það ekki, eru þeir þá ekki sekir um að mismuna mönnum eftir þjóðerni, sem er rasismi ef mér skjátlast ekki ??  Eða var það ekki nokkuð ljóst að Terry kallaði anton litla “you f-ing black c**t” ?

  27. Þvílíkt rugl, þetta FA drasl má fara lóðbeint til helvítis. Fordæmið er alla vega komið og Terry hlýtur að fá svipaðan dóm. Ef ekki þá eru þetta ekkert annað en útlendingafordómar að hálfu FA, og hvernig á að dæma það?? 
    En af myndum frá Melwood að dæma þá var Captain Fantastic að æfa á fullu í dag. Maður í manns stað…? en klárt að hvaða lið sem er myndi sakna sárt Suarez, Leiva og Gerrard…wtf

  28. Skrýtið að maður komi hingað inn að verja mann fyrir meinta kynþáttafordóma, þar sem meira að segja er búið að dæma í málinu. 

    Ég set stórt spurningamerki við það að ekki sé tekið tillit til þess að þetta orð sem hann á að hafa beitt sé orð sem notað er yfir svarta án fordóma í heimalandi hans. Miðað við líkamstjáningu þeirra á milli í leiknum þá held ég samt að Suarez hafi verið að leika sér að eldinum en ég bíð SPENNTUR eftir að sjá niðurstöðunum hjá Terry nokkrum þar sem hann segir þetta á cameru og getur ekki borið neinn menningarlegan mun fyrir sig. Þar ætti hann að fá fleiri leiki í bann að mínu mati. Gruna það samt sterklega að það mál verði látið safna ryki í skjalageymslum FA þangað til því verður gleymt.

    8 leikja bann og við það geta bæst 3-5 leikir fyrir puttann eftir Fullham leikinn… Góði Fowler, gefðu nú Carroll greyinu hæfileika þína til að skora í jólagjöf, nú er það hreint og beint að stökkva eða hrökkva fyrir þann leikmann.

    Það á að vera tekið á málum tengdum kynþáttafordómum en skrípaleikur FA hefur snúið þessu máli upp í eitthvað allt annað að mínu mati.

    Við höfum áður misst okkar lykilmenn í meiðsli, þunglyndi(Torres) og aðra vitleysu og það hefur oft skilað sér hreint og beint í betri spilamennsku hjá liðinu og ég vona svo sannarlega að það gerist núna.

    YNWA 

  29. Hann er náttúrulega með sögu á bakinu frá Hollandi, suðuramrískur, frekar ljótur, alltof góður í fótbolta, þarf líklega túlk með sér hvert sem han fer og er kominn með stimpilinn að láta sig detta.
    Þannig að FA nýtir náttúrulega tækifærið til að setja eitthvað svakalegt fordæmi gagnvart leikmönnum sem eru litaðir, ljótir, góðir í fótbolta með sögubak og þurfa túlk.

    Ef ég summa þetta upp Terry fær mestalagi 1 leiksbann 

  30. Algjör sýra og ekkert annað. Nornaveiðar. Stend með Suarez og yfirlýsingu Liverpool.

  31. Ég held að menn eigi að halda ró sinni aðeins,  þessum dómi verður alveg örugglega áfrýjað af LFC, en auk þess á eftir að birta rökstuðning gerðardómsins fyrir þessari niðurstöðu og því getum við ekki dæmt um eftir hvaða sönnunagögnum dæmt var.

    Þangað til er líklega best að slappa aðeins af.
     

  32. Ef að FA dæma Terry ekki í a.m.k 8 leikja bann líka, þá sting ég upp á því að þeir hefji auglýsingaherferð undir þessari yfirskrift:

    Afnemum rasisma með rasisma!!

     

  33. Óvenju harðort statement frá klúbbnum. Þetta hlýtur að vinda uppá sig.

    Orðspor klúbbsins er slíkt að ég treysti því að þeir sendi ekki svona statement frá sér nema þeir séu 150% vissir um sakleysi Suarez. Hvernig er hægt að dæma á þennan hátt vegna orða eins manns sem var eins og naut í flagi frá því áður en dómarinn flautaði leikinn á.

    Þessi kynþáttaumræða er að mínu viti komin út í algerar öfgar og hætta á að hún verði notuð sem vopn í misjöfnum tilgangi.

    En what the heck … þrjú stig á morgun, case closed.   

  34. Þeir gefa 8 leikja bann og lækka það svo niður í 6 eftir áfrýun….og bæta svo við tveimur leikjum fyrir fingurinn. Helv. mafía. Þá er bara kominn góður séns fyrir Carrol að hætta að standa í skugganum af Suarez, stíga upp og sanna sig. Það væri lang besta leiðin til að svara þessu. Suarez fær gott jólafrí og kemur tvíefldur á nýju ári og verður markakóngur í lok tímabilsins og gamli traktorinn fær þetta lóðbeint í andlitið þegar við spólum fram úr þeim í annað sætið. What goes around, comes around….

  35. þetta summar þetta ágætlega upp, “Patrice Evra himself in his written statement in this case said ‘I don’t think that Luis Suarez is racist’. ” og “We would also like to know when the FA intend to charge Patrice Evra with making abusive remarks to an opponent after he admitted himself in his evidence to insulting Luis Suarez in Spanish in the most objectionable of terms. ” er evra ákærður fyrir það onei. það er skítalykt af þessu öllu saman og það mun koma á daginn að þetta er FA viðbjóður út í gegn og ég trúi ekki að þeir muni koma vel út úr þessu öllu saman. annars innilega sammála state mentinu frá Liverpool. Luis Suarez er ekki kynþáttahatari.
    YNWA  

  36. Ljósi punkturinn er þó allavega yfirlýsing Liverpool við þessu banni. Ljóst að þar á bæ eru menn ekkert að kyngja þessu með brosi.
    Ef maður les yfir það, þá eru þeir mjög hissa á að dæmt sé í þessu máli á orðum P.Evra einum saman… Er það hægt? Má það?
    Skilst á lokaorðunum að þeir muni svo birta rökin sem styðja þessa ákvörðun, en fæ ekki séð hvenær.
    Spennandi að sjá hvað kemur úr því og nokk ljóst að þessu máli er hvergi nærri lokið.

  37. Hvernig ætli Evra verði tekið næst þegar hann mætir á Anfield. Ansi hræddur um að það gæti orðið frekar “ógeðfellt” dæmi. 

  38. Ja hérna hér…maður er eiginlega bara orðlaus ég átti ekki von á þessu. EN ef þetta verður niðurstaðan þá verða þeir bara að taka þetta The Liverpool way rísa upp allir sem einn  og sýna að það er ekki nóg að setja einn góðan leikmann í bann því þá koma allir hinir dýrvitlausir. Ég held að þessu máli sé langt í frá lokið og við eigum eftir að sjá mun meira drasl koma frá þessu FA….

    En við göngum aldrei ein og stöndum með okkar mönnum.

  39. Bíð eftir yfirlýsingu frá einhverjum af pennum kop.is , helst SSteini……..bull frá upphafi til enda sem hófst með einelti Ferguson í garð Suarez.

  40. Reyndar bara séð eina hlið á þessu máli, en fyrir mér virkar það eins og það sé bara orðið eitt og sér sem orsakað þetta bann.  Ef þetta er stefnan hjá FA þá þætti mér gaman að sjá henni framfylgt og sjá þá lista yfir þessi bannorð. 2 leikir fyrir F****ck  8 fyrir N****rii, 10 fyrir f***ing n****ri.  Ef það er svo auka bann fyrir c****t þá er Terry á leið í 11 leikja bann lágmark.  Getum svo talið bönnin sem Rooney á eftir að fara í, 2 fyrir hvert f***ck.

    Getur orðið spennandi að fylgjast með þessu og galopnar fyrir nýja möguleika á veðmálamarkaðnum. 

    En í alvörunni hvað í helv…  á þetta að þýða.  Má nú alveg taka á þessum hlutum en þetta eru nánast aftökur á knattspyrnumönnum.  Með þessu áframhaldi borgar það sig frekar að negla menn niður og fótbrjóta þá ef menn missa stjórn á sér.  Ekki viss um að það sé leikurinn sem við viljum.       

      

      

  41. Það er greinlegt að þið eruð flest blinduð af treyjunni af Suarez klæðist. Vissulega klæðist hann okkar ástkæru liverpool treyju, en það breytir ekki því að hann hefur verið dæmdur sekur – og eitthvað hlýtur FA að hafa haft því til sönnunar.
     
    Kynþáttaníð á ALDREI rétt á sér, hvort sem sá seki heitir Suarez eða Terry. Eigum við ekki bara bíða eftir að fá nánari niðurstöðum nefndarinnar.  Suarez var ekki beint eitthver engill með Ajax og í heimalandi sínu.

  42. ok ein spurning,  getum við sem liverpool aðdáendur og þá meina ég ekki okkur íslendingana bara;)  gert eitthvað til að sýna andúð okkar ?  
    Mótmæli á t.d facebook, hvetja fólk til að hætta viðskiptum við barclays eða bara eittvað….   orð á móti orði og hann er dæmdur í átta leikja bann….
    Þessar hugmyndir eru eflaust ekki þær bestu, en eitthvað hljóta miljónir aðdáenda að geta gert til að mótmæla þessu bulli.
    Að tala um að fólk sé litað að skyrtunni eða eitthvað annað er bara bull og fólk sem segir slíkt er i raun að dæma hann líka.
    Sjáum hvort FA úrskurðurinn sýni okkur eitthvað haldbært þessu til sönnunar. annars ættum við að láta í okkur heyra.
     

  43. Djöfull eru menn geðveikir hérna, maður getur skilið að menn séu hlutdrægir en þið eruð einfaldlega  úr tengslum við allan veruleika þegar að kemur Liverpool.

    Negrito er bara spænskt orð yfir lítinn negra, það er alvitað líka hjá Suarez. 

    • Nei það er ekki alvitað, einfaldlega vegna þess að Negro á spænsku er svartur en ekki negri og á sama hátt er Negrito litli svarti en ekki lítill negri.
      Þú virðist halda að svartur og negri sé sama orðið og þar af leiðandi ert þú sá geðveiki en ekki allir hinir hérna inni.

  44. Sjitt þetta er sturlun. Eru menn að ræða spillingu í Ítalska boltanum, þetta er ekki síður spilling og hræðilegt að einhver mafía í jakkafötum hjá FA sé að skemma deildarkeppnina. Suarez er enginn engill og sagði eitthvað ljótt en 8 leikir?þeir eru nánast eins á litinn og báðir með blandaðan bakgrunn. Þetta er alveg hræðilega spaugileg niðurstaða. Nei ég er ekki að segja að racismi sé í lagi en eru menn að grínast með 8 LEIKI?

  45. Lúlli: “negro” á spænsku þýðir einfaldlega “svartur”. Sambærilegt íslenskt orð fyrir “negrito” á íslensku væri “svertingi” (“-ingi” oft notað sem smækkunarviðskeyti í íslensku). “Negri” (og “negro” á ensku) er mun gildishlaðnara orð en “negro” á spænsku. “Negrito” er ekki notað í neikvæðri merkingu í S-Ameríku, ef þú ert jafngóður í spænsku og þú gefur þig út fyrir að vera ættirðu að vita það. Enginn annar en Chicharito notaði það um félaga sinn í Chivas í Mexíkó (http://thekop.liverpoolfc.tv/_Chirarito-is-Suarez-Saviour/blog/5499795/173471.html). Nú ætla ég ekki að fullyrða hver tilgangurinn hjá Suarez hafi verið, og ætla að bíða þar til niðurstöður FA birtast.

  46. Indeed, the Uruguayan has hit the frame of the goal a bewildering 19 times in his last 42 league matches – more alone than both Arsenal and Manchester United. Is it bad luck or just inaccuracy?   Tekið af goal.com frekar fyndið en um leið frekar sorglegt.

    Vonandi að Liverpool komi bandbrjálaðir til leiks og sýni og sanni að þeir eru sterkari en svo að láta FA koma allsherja ringulreið á hópinn. 0-5 verða tölurnar í leikslok og Suarez tekur þátt í 4 af þeim, karlgreyinu veitir ekki af smá gleði í dag.

    YNWA

  47. Þurfum 3 stig sama hvernig þau koma.
    En mig grunar að Suarez verði í banastuði í kvöld.
     
    Koooma svooo!

Kop.is Podcast #11

Luis Suarez dæmdur í 8 leikja bann