Luis Suarez dæmdur í 8 leikja bann

Enska knattspyrnusambandið var að fella sinn dóm í máli Patrice Evra leikmanns Man United gegn Luis Suarez, en Frakkinn sakaði S-Ameríkumanninn eins og alkunna er um að hafa verið með kynþáttaníð í sinn garð yfir 10 sinnum í leik liðanna fyrr á þessu tímabili. Þeir tóku ekki nema 10 vikur í að rannsaka þetta sem hefur líklega haft næg áhrif á Suarez og komust að lokum að þeirri niðurstöðu að 8 leikja bann væri við hæfi og sekt upp á 40.þúsund pund.

Stjórnarmenn Liverpool hafa nú þegar sett yfirlýsingu á opinbera heima síðu félagsins þar sem þeir lýsa yfir mikilli undrun sinni á þessari niðurstöðu og þá hlakkar til að sjá á hverju þeir byggja sinn dóm.

Hér má sjá yfirlýsingu félagsins

Yfirlýsing félagsins er um margt mjög fróðleg og algjörlega afdráttarlaus með Suarez sem fer ekki í bann fyrr en eftir 14 daga enda hefur félagið rétt til að áfrýja þessari niðurstöðu og við fyrstu sýn bara hljóta þeir að gera það.

Það hefur verið áberandi í þessu máli hvað lítið hefur komið upp á yfirborðið af sönnunargögnum sem styðja mál Evra og þeir í herbúðum Liverpool eru alveg á þeirri línu líkt og blaðamenn og auðvitað stuðningsmenn Liverpool.

We find it extraordinary that Luis can be found guilty on the word of Patrice Evra alone when no-one else on the field of play – including Evra’s own Manchester United teammates and all the match officials – heard the alleged conversation between the two players in a crowded Kop goalmouth while a corner kick was about to be taken.

Eins og þeir segja hérna þá er ótrúlegt ef enska knattspyrnusambandið dæmir Suarez eingöngu á því sem Evra heldur fram og því verður mjög fróðlegt að sjá á hverju þessi dómur er byggður. Það hefur verið talað um Suarez hafi kallað Evra “Negrito” sem telst víst alls ekki kynáttahatur í þeirri heimsálfu sem Suarez kemur frá og því jafnvel um misskilning að ræða. Svosem vonlaust fyrir Íslending sem hvorki kann spænsku eða hefur komið til S-Ameríku að leggja einhvern vitiborin dóm á þetta en maður setur a.m.k. alls ekki sömu merkinu í þetta orð og al versta kynþáttaníð og ég hreinlega neita að trúa að það sé dæmt mann, ekki bara í 8 leikja bann heldur sem rasista fyrir orð sem er hugsanlega ekki einu sinni talið sem kynþáttaníð og ekki einu sinni neikvætt í hans heimalandi. Það hlítur og bara verður að vera eitthvað meira í þessum skýrslum.

Aðeins til að undirstrika þetta er ekki úr vegi að benda á frábæra grein Tom Vicery sem kom á vef BBC í dag. Segir eiginlega allt sem segja þarf ef við erum bara að tala um orðið negrito sem er eins og er eina mögulega kynþáttaníðið sem Suarez er ásakaður um.

En annar áhugaverður punktur í yfirlýsingu félagsins sem vonandi var eitthvað tekinn með í dæmið er þessi:

 LFC considers racism in any form to be unacceptable – without compromise.  It is our strong held belief, having gone over the facts of the case, that Luis Suarez did not commit any racist act.  It is also our opinion that the accusation by this particular player was not credible – certainly no more credible than his prior unfounded accusations.

Hérna koma þeir inn á heldur betur áhugaverðan punkt því þarna er því haldið blákalt fram að framburður Patrice Evra er ekki beint sá áreiðanlegasti miðað við hvernig hann hóf þennan leik. Eins má kannski horfa til hvernig HM fór hjá hans mönnum síðast með hann í fararbroddi ásamt öðrum málum tengdum kynþáttaníð og Patrice Evra sem þó hafa kannski ekki tengst honum beint, þ.e. ásakanirnar þar komu ekki frá honum beint. En a.m.k. ég tek það með töluverðum fyrirvara þegar fyrirliði Man United og stjóri liðsins sem er frægur refur sem svífst einskis saka besta leikmann andstæðinganna um kynþáttaníð. Svo ég taki nú ekki sterkara til orða.

Annað sem gerir þetta átta leikja bann stórmerkilegt er þetta hérna sem kemur fram í tilkynningu Liverpool FC

It is key to note that Patrice Evra himself in his written statement in this case said ‘I don’t think that Luis Suarez is racist’.  The FA in their opening remarks accepted that Luis Suarez was not racist.

Er átta leikja bann alveg eðlilegt fyrir að segja ósmekklegt orð í leik m.v. við A – allt annað sem sagt er í leik allajafna (hvað haldið þið að Suarez fái að heyra í meðal leik um sinn uppruna?) og B – m.v. t.d. bara allar tæklingar sem stundum eru mun líklegri til að enda feril leikmanna (og hafa meira að segja gert það) fyrir sömu eða minni refsingu. Þetta er ansi furðulegt svona fljótt á litið og án þess að hafa séð öll sönnunargögn. Hvað er það sem ekki hefur komið fram í þessu máli? 

Svo til að gera þetta smá skondið þá er afi Suarez af sama kynþætti og Evra

Luis himself is of a mixed race family background as his grandfather was black.

Endahnúturinn er svo líklega áhugaverðastur í þessari tilkynningu frá félaginu:

It appears to us that the FA were determined to bring charges against Luis Suarez, even before interviewing him at the beginning of November. Nothing we have heard in the course of the hearing has changed our view that Luis Suarez is innocent of the charges brought against him and we will provide Luis with whatever support he now needs to clear his name.

Þetta mál hefur lyktað svolítið af þessu og eins og félagið segir virkar á mann eins og þeir hafi heldur betur ætlað að negla Suarez. En sjáum hvað stendur í þessum dómi áður en við fellum frekari dóma um þetta mál. Félagið hefur sagt sína skoðun. Eitt sem ég er þó að spá er að miðað við þetta þá hlítur ferli John Terry, fyrirliða Englendinga að vera lokið?

Að lokum hlakkar mig líkt og öllum öðrum til að heyra hvenær enska knattspyrnusambandið tekur þetta mál fyrir:

We would also like to know when the FA intend to charge Patrice Evra with making abusive remarks to an opponent after he admitted himself in his evidence to insulting Luis Suarez in Spanish in the most objectionable of terms.  Luis, to his credit, actually told the FA he had not heard the insult.

Ég einfaldlega trúi þessu ekki ennþá.

188 Comments

 1. Þetta er með ótrúlegum ólíkindum!

  En ég ætla að reyna að bíða eftir að þeir opinberi niðurstöðu gerðardómstóls, þeir hljóta að byggja þetta á einhverju öðru en bara orðum Evra, það bara hlýtur að vera! 

 2. Þetta er, vægt til orða tekið, fáránlegt. 

  En það er eitt sem mig langar að vita, er engir hagsmuna árekstrar fyrir David Gill að vera “Chief Executive at Manchester United F.C. and FA board member” ?

  Ég bara spyr, má þetta?

   

 3. kóngurinn: “Very disappointed with today’s verdict. This is the time when @luis16suarez needs our full support. Let’s not let him walk alone. KD”

 4. Segjum okkur úr ensku deildinni og fáum að joina þá skosku. Yrðum allavega fljótt langsigursælasta lið Bretlands.

  Trúi ekki öðru en að þessu verður áfrýjað og helst að Liverpool kæri Evra fyrir að vera hrokafullt franskt fífl í leiðinni.  

 5. Með ótrúlegum ólíkindum. Þessi sama fíflasamkoma fannst 3 leikir í bann of mikið þegar Rooney dúndraði aftan í mótherja þegar boltinn var ekki nærri. Kannski er best að bíða eftir að kæran (sem ég býst við að lögð verði fram) gangi sinn veg, en svo ætlast ég til að King Kenny púlli Ferguson og hrauni all hressilega yfir FA. Bann eða ekki bann fyrir það, svona helvítis vitleysu á ekki að taka þegjandi og hljóðalaust.

 6. þvílíkar nornaveiðar… svo á eftir að taka fyrir fokkjúputtann í leiknum á móti fulham… ojbarasta

 7. Evra sagðist í vitnaleiðslunum hafa verið með abuse í áttina að Suarez. Verður hann ekki dæmdur í bann fyrir það? Hann viðurkenndi það sjálfur?

  Og hvað með John Terry?

  Það sem hann gerði náðist á myndband og hann er ekki einu sinni kærður.

  Algjört grín þetta knattspyrnusamband. 

  • Terry vs Anton Ferdinand gerðist 2 vikum síðar.  Terry var kærður og fær þá sama fjölda af leikjum í bann.

   Fyrir utan að honum er varla stætt að vera fyrirliði Englands og Cappello ef hann heldur honum, getur ekki haft Rio með honum í miðri vörn. 

 8. 1. Chacarito kallar Evra víst Negrito. Þess vegna kom leikmönnum ManU þetta víst á óvart eins og Suarez.
   
  2. Merkilegt með sektina einnig því knattspyrnusambönd hafa ekki fengið svona háa sekt fyrir rasisma fleiri þúsunda manna í landsleikjum.

  • Varðandi atriði 1. þá hlýtur Chicarito líka að fá 8 leikja bann. Annað væri bara rugl

   • Já ég var einmitt að ræða þetta áðan. Það getur bara ekki annað verið.
     

 9. Þetta er rotið skítamal af hálfu Evra og FA hvort um sig. FA er búið að gera svo rækilega í brók að það er leitun að öðru eins. Er þá að meina framkomu þeirra vegna Rooney sem vísvitandi dúndraði niður andstæðing. Ef Evra hefur verið með niðrandi ummæli í átt að Suarez og Suarez svarað honum, því í ósköpunum er þá Evra ekki líka dæmdur í bann í þessu máli?

  FA er er gegnsýrt af viðbjóði. Hlakka pínulítið til næsta leiks okkar gegn Scummurum því ég er viss um að okkar menn dragi um það hver á eftir að negla þann gaur niður. 

  • Það verður ekkert dregið, það verður bara hver sem er næst hverju sinni!

 10. Þessu hlýtur að verða áfrýjað og trúi ég ekki öðru en að þegar áfrýjunin verður tekin fyrir að þessu banni verði aflétt eða stytt um allavega 75%.

  En það sem er verst í þessu máli er hversu ömurleg málsmeðferðinn í þessu máli hefur verið. Þetta hefur dregist á langinn síðan seinnipart október og það þarf enginn að segja manni að þetta hlýtur að hafa áhrif.

  Hvaða áhrif mun svo þetta bann hafa núna. Suárez fær 8 leiki í bann en það hefst ekki fyrir en eftir jólatörnina. Það er kannski sárabót að hafa Suárez í þeim leikjum en þá tekur við þessi bið og óvissa. Hún hlýtur að hafa áhrif bæði á leikmanninn og klúbbinn.

  Ég er sammála þessu með hvað verður um Evra, verður hann látinn ósnertur (af hræðslu við rauðnef kannski) og hvernig skyldi þetta enda með John Terry.

  Það er skítalykt af þessu öllu og vona ég að klúbburinn taki á FA sambandinu stöðvi það sem mér virðist stefna í hálgert einelti á Liverpool.

  Nú er að standa þétt við bakið á Suárez og muna mottó klúbbsins Y.N.W.A. Ég trúi enn á sakleysi hans þ.e.a.s að hann hafi ekki meint slæma hluti með orðinu “negrito” sem hann viðurkenndi að hafa sagt og eru einu sannanir sem þetta blessaða knattspyrnusamband hefur….

  Ákaflega vond jólagjöf….Vona að Suárez setji þrennu á móti Wigan….

 11. Context is crucial, not just in what Suarez may have done, but also in how it is judged. When Sepp Blatter apologised for appearing to suggest racist remarks could be overcome with a handshake, it gave English football another chance to indulge in Fifa-bashing.
  There must have been a temptation to throw the book at Suarez and send a strong anti-racist message to the world. The severity of the verdict would seem to indicate that this was a temptation the disciplinary board were not able to resist.

  Klárlega risastór punktur í þessari grein! 

  • Held því miður að okkar maður sé skotspónn í þessu FA vs FIFA stríði.  Því miður.

 12. Mario Ballotelli: The FA are willing to ban someone based on one persons claim, with no video evidence? In that case, the whole ManU squad racially abused me

  Segir allt sem segja þarf um þetta mál og hvað Balotelli er svalur 😉 

 13. Er þetta ekki einhver strangasti dómur sem hefur verið kveðinn upp um kynþáttaníð í knattspyrnuheiminum? Sem er með ólíkindum miðað við að þetta virðist vera orð gegn orði, ekki nokkur maður tók eftir þessu. Nú er bara að bíða og sjá gögn FA í þessu máli. Þessum absúrd dómi verður að sjálfsögðu áfrýjað og ef FA gefur sig ekki þá verður örugglega farið með þetta lengra (t.d Court of Arbitration for Sport (CAS) – http://en.wikipedia.org/wiki/Court_of_Arbitration_for_Sport).

  • Ég held að það væri gott fyrir Suarez og Liverpool ef þetta mál færi fyrir alþjóðlegan íþróttadómstól. Englendingar eru það miklir hræsnarar og útlendingahatarar (hart að nota þetta orð þar sem að í því felast ákveðnir fordómar en það þarf ekki snilling til að sjá það að það er tekið harðar á erlendum leikmönnum í Englandi, bæði hjá knattspyrnusambandinu og hjá fjölmiðlum) að ég tel engar líkur á því að Suarez fái sanngjarna málsmeðferð hjá FA, þ.e.a.s. að nefndarmenn verði ekki búnir að ákveða það að refsa honum löngu áður en þeir taka málið fyrir.

 14. Hvaða fordæmi mun þetta svo gefa? Ef það er rétt að Suarez hafi ekki notað kynþáttaníð, mun þá ekki hvaða leikmaður sem er (helst litaður) getað sakað hvern sem er um hvað sem er og fengið viðkomandi í bann. Ég sé fyrir mér að það verði 1-2 bestu leikmenn hvers lið í stöðugu banni.
  Ég hef líka verið að hugsa til baka þegar Mascherano vinur okkar hagaði sér illa fékk rauða spjaldið gegn scum. Þá talaði FA um að nú væri byrjað að taka á nöldri í dómara af hörku og þetta væri það sem koma skyldi. Við vitum allir hvað sú herferð entist stutt.
  Ég hef ógeð á þessu sambandi. Leikmenn sem fá verðlaun frá því eiga undantekningalaust að neita að taka við þeim, og það á neita að taka þátt í hverju sem þeim dettur í hug að gera. Þetta er stríð.
   

 15. Langar að bæta við að mér finnst aðdáunarvert að sjá yfirlýsingu klúbbsins okkar. Hún er hvöss og maður sér ekki annað en að LFC ætli að fara í slag gagnvart þessu máli. Okkar mottó glymur í hausnum á mér YNWA.

  Super (Stupid) Mario er alveg með þetta @14 

 16. Ef þetta verður áfrýjað þá er hættan að því verði hafnað og bannið lengt enn frekar.

  • Ég held að þú sért eini maðurinn á jarðríki í þessum pælingum.

   • Okei, en það þarf samt halda haus í þessum máli. Ég hef alla vegana á tilfinningunni að FA muni ekki gefa sig eitt fet í þessu máli sama hvað. En best að segja sem minnst þangað til þessi skýrsla er komin út.

 17. Það verður áhugavert að sjá á hverju þeir byggja þennan dóm, annað sem mér finnst merkilegt ef satt reynist að Evra á að hafa sagt “you f#$%&/( south amerikan …..”( einhverju er hnýtt þarna aftan við) þetta er pjúra rasismi eða getur maður sagt allt ef maður er svartur?

  • Sko, ef þú ert svartur máttu níðast á öllum, ef þú ert frá Asíu máttu níðast á öllum nema svörtum ef þú ert indjáni máttu níðast á öllum nema asíu og svörtum svo eru það arabar og svo hvítir sem allir mega níðast á.

   Svo meiga allir líka níðast á Sömum. 

 18. Þetta eru leiðinlegar fréttir, vil samt biðja menn um að gleyma ekki orðum sínum þegar þetta mál hófst. Þar var talað um að “ef no.7 yrði fundinn sekur þá ætti hann það skilið þar sem kynþáttaníð ætti aldrei rétt á sér.” Nú er dómurinn fallinn og menn verða að standa uppréttir núna. LFC tekur á þessu.

  • Það er Liverpool F.C sem stjórnar ferðinni hérna og trúðu mér ég trúi þeim og treysti betur fyrir að segja satt frá í þessu máli frekar en fyrirliða Man United, okkar erkifjenda og hvað þá Enska knattspyrnusambandinu sem lætur stjórn FIFA ítrekað líta vel út. 

   Klúbburinn virðist ætla að una þessum dómi illa, Dalglish hvetur stuðningsmenn til að styðja Suarez í þessu máli og það er töluvert mikið meira en nóg fyrir mig til að gera upp minn hug. 

  • Fyrir minn part að þá vil ég bíða og sjá hvaða rök FA er að leggja fram til stuðnings þessu banni.

   Miðað við það sem komið hefur fram finnst manni að þeir hafi ekki nokkra sönnun um að kynþáttaníð hafi átt sér stað.

   Hér er um að ræða misskilning og virðist sem FA ætli að teygja túlkunarsviðið sitt ansi langt til að ákveða að þetta sé kynþáttaníð og eru þá að koma sér á ansi hált svell og er hreinlega möguleiki á að þetta verði bara til þess að málum um kynþáttaníð rigni inn á borð hjá þeim…. 

  • Sko það eru jákvæðar hliðar á öllum málum 🙂

   (þekki þig ekki neitt, bara lagðir þennan svona líka upp:) 

   • En þú þekkir bróðir hans.  Óli baker. Sá sem skorar úr því sem Helgi leggur upp

 19. Hef trú á að þetta hitti upphafsmanninn í hausinn líkt og búmerang og við svörum þessu á þann eina máta sem ber að gera… inn á vellinum með 3 stigum á morgun og hinn og hinn og …! Samstilltari hópur fyrir vikið og þéttir okkur enn meir sem skilar LFC langt ofar 4.sætinu í vor! YNWA

 20. Húmorinn í kringum þetta mál er byrjaður:
  Breaking News: FA charge Blackburn forcing them to keep Steve Kean for eight matches after Patrice Evra took offence to the club’s name.

 21. Pólitík og einelti…..bæði ömurleg.   Ég er svo brjálaður!!!

 22. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst frábært hvað Liverpool FC og KK standa þétt við bakið á sínum manni. 

  They talk the talk and walk the walk – YNWA! 

 23. Jahá

  Áhugaverð fyrirsögn, texti við mynd og bara grein yfirhöfuð svo ekki sé meira sagt
  http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/mirror-football-blog/Luis-Suarez-banned-eight-games-for-racism-Suarez-has-let-down-himself-Liverpool-Dalglish-and-football-by-David-Maddock-article845010.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter 

  Svona miðað við yfirlýsingu Liverpool F.C og orð Dalglish. Mætti halda að blm hafi ekki farið inn á twitter eða opinberu heimasíðu Liverpool.  

  • Finnst líka hræðilegt að sjá fréttirnar tvær sem linkað er í undir þessari frétt (þrjár fréttir sem slefa upp ánægjuna með þessa ákvörðun) … úff, hvað sumir geta verið sorglega vitlausir og vondir.
    

 24. Saelir… Tetta er kannski einfoldun a malinu en mer finnst eins og stadan se einfaldlega su ad Suarez kalladi Evra e-h ordi sem hann taldi liklega nidrandi og i hans menningu, ne er heldur ekki tekkt i ensku, to ad afbrigdi tess se vel tekkt. 
  Eftir ad hafa lesid yfirlysinguna fra LFC ta fannst mer svona halfpart eins og tad hlakkadi i teim ad fa ad hakka FA i sig. Yfirlysingin var rosalega beinskeytt og hnitmidud og var greinilega ekki samin a 60. min. Gaeti truad ad tetta mal se langt fra tvi ad. Era lokid.
  Hvad aetlar F.A. Svo ad gera vid draumabarn sitt Terry? Hann er a myndbandi ad segja ,fucking black cunt’ og lidsfelagar Ferdinand (soguheyrn) segjast hafa heyrt tetta. Vornin hans er ad hann hafi bara verid ad endurtaka ord Ferdinands sem er mjog leleg vorn, ad minu mati.

  P.s. Bidst afsokunar a ad geta ekki skrifad islenska stafi. 

 25. Klúbburinn stendur við bakið á sínum manni. Félagið kemur strax með aðdráttarlausa yfirlýsingu þar sem allt er látið flakka. Ekki hvort ég hvort þetta sé Kenny sjálfur en á Twitter síðu hans (?) kemur strax fram að standa þurfi með okkar manni á þessum tíma.
  Mikið svakalega er gaman að sjá þetta. Dómurinn er áfall og hræðilegur, en….. félagið stendur saman! Menn styðja hvorn annan! Þetta er félagið sem ég hef alltaf haldið með. Gaman að það er komið aftur…. ÞESSI andi og þetta hjarta.

  Menn geta verið óánægðir með að hafa ekki náð að vinna fleiri leiki (sérstaklega þegar við erum betri aðilinn) og að Kenny skipti stundum ekki rétt inná. Hins vegar er Kenny Dalglish búinn að gjörbylta klúbbnum og hugsuninni innan félagsins. Liverpool Football Club er aftur orðið LIVERPOOL FOOTBALL CLUB. We are back in business! Bara bjartir tímar framundan.
  Áfram LFC!

 26. Ef ég væri enskur landsliðsmaður og spilaði með Liverpool. Þá myndi ég draga mig úr enska liðinu eins og skot. Bæði til að sýna Suarez stuðning og drulla yfir þetta enska knattspyrnusamband.

  • Af því að þér yrðir slátrað í öllum blöðum það sem eftir er í Englandi eftir það?  Þekkirðu ekekert til menningarinnar í kringum Enska boltan?

   • Var því miður ekki að spyrja um hvað myndi gerast ef ég myndi gera það heldur seigja hvað ég myndi gera.
           Enn gott að sjá að þú ert með puttann á púlsi  enskrar knattspyrnu menningar.

     

 27. Miðað við þetta þá er hann að missa hvað af þessum leikjum?

  1. Man City – Liverpool PL
  2. Liverpool – Oldham FA Cup
  3. Man City – Liverpool Carling Cup
  4. Liverpool – Stoke PL
  5. Bolton – Liverpool PL
  6. Liverpool – Man City Carling Cup
  7. Wolves – Liverpool PL
  8. Liverpool – Tottenham PL

  Reyndar ef við komust áfram í FA Cup sem verður að teljast líklegt þá dettur Liverpool – Tottenham leikurinn út í leikbanni en hins vegar gæti það hins vegar breyst ef hann verður dæmdur í meira bann útaf Fulham leiknum en ef hann fer í þessa 8 leiki með FA cup þá verður hann tilbúinn fyrir erfitt prógram þá er það leikir við sem sagt Tottenham svo Man Utd, Everton og Arsenal þannig vonandi nær hann þessum erfiðum leikjum. 

  • Pössuðu þeir sig ekki á því að dæma hann í dag svo hann myndi ná man city leiknum (aðalkeppinautum utd) og síðasti leikurinn í banninu væri á móti utd, en þeir gleymdu að reikna með því að við gætum mögulega komist áfram í FA bikarnum haha 😉 Þannig ef þetta stendur óhaggað og hefst eftir 14 daga þá væri fyrsti leikur Suarez á móti lafði fergie og félögum! Heimska spillta knattspyrnusamband! 🙂

  • Liverpool gerir bara jafntefli við Oldham og tryggir sér auka leik gegn þeim, þá fer 1 leikur í það bann líka.

 28. Ég er svo reiður yfir þessu. Get ekki sofnað og frúin löngu söfnuð, hvað á maður að gera?

 29. Það verður samt að segjast að Suarez er kjánakall að láta þetta koma fyrir sig, held hann hafi ekkert illt meint með þessum orðum að Evra, og viðbrögð FA eitthvað sem ég skil ekki. Svo ofan á bætist þessi puttatognun sem menn með hans laun eiga hreinlega ekki að láta áhorfendur plata sig í. Hann fer pottþétt í bann útaf því og ekkert sem við getum sagt… 

  Ég er svo alveg viss um að ef Liverpool fer í hart við FA, sem ég reikna með að þeir geri, og ég vona að þeir geri, þá eigum við eftir að sjá hefnd FA seinna meir. Kanski dæma þau Suarez í óþarflega langt bann útaf puttanum eða öðrum vanræðum seinna meir. Gefa kanski Liverpool á lúðurinn þegar við biðjum um einhver greiða…

  Mig langar að sjá Liverpool standa upp á afturfótunum og berjast gegn þessari Fergie klíku, en á sama tíma óttast ég langtíma afleiðingar, hvur veit…. kanski verða þær afleiðingar deildinni til bóta.. Það er allavega aldrei logn hjá Poolörum, það þekkjum við öll 

 30. fengi Grétar Rafn bann fyrir að segja á íslensku “helvítis surtur” ég er ekki viss

  ótrúlegt að hann fái lengra bann fyrir að segja óvart eitthvað heldur en að bíta annan í brjóstið.
   

 31. Eruð þið allir fullir eða bara 12 ára og yngri?  Af hverju er þetta samsærir Ferguson gegn LFC?  Ef því að Liverpool er í 1 sæti 12 stigum á undan man.utd og þetta er hans eina von til að fá LFC til að misstíga sig?  Kommon.  

  Dómurinn verður á netinu á morgun, þá kemur fram á hvaða forsendum Suarez var dæmdur og ég trúi því ekki að hann hafi verið sæmdur út af orðum Evra eins sem er ekki hvassasti kutinn í skúffunni.  Það liggur eitthvað meira til grundvallar en það hefur ekki lekið ennþá út.  Og í kjölfarið fær Terry lengra bann.

   

  • Algjörlega sammála þér.
    
   Hvernig nenna menn að vera svona bitrir og slá þessu alltaf upp í eitthvað “FA og Ferguson samsæri”.
    
   Kæmi mér ekki á óvart ef þetta yrði svo rifjað upp í Maí og þá haldið því fram að Liverpool hefðu orðið meistarar ef ekki væri fyrir Ferguson og FA samsærið enn eitt árið.
    
   Ekki beint eins og FA hafi verið að gera AF og Man. Utd. einhverja greiða í fyrra.  (Langt bann á AF + bann á Rooney fyrir að setja “f*ck” þegar hann fagnaði marki).

   Annars verður áhugavert hvaða sönnunargögn þeir koma með.  Ekki geta þeir eingöngu verið að byggja þetta á orðum Evra.  Þá bjóða þeir upp á fjöldann allan af svona málum, sérstaklega þegar stórliðin eru að mætast.

 32. Án þess að þykjast hafa nokkuð vit á þessu, þá langar mig nú bara að koma með smá pælingar um þetta. 8 leikja bann plús 2-3 fyrir puttann.  Suarez er á leið í ansi langt bann.  Sennilega 11 leikir, það er helmingurinn af þeim, deildarleikjum sem við eigum eftir.  Þó að nokkrir þessara leikja komi í bikarkeppnum, þá finnst mér ekki vera neitt sérstaklega mikil áhætta á að áfrýja þessu.  Munar ekki svo mikið um 2 til 3 leiki í aukabann.  Þarna grunar mig að FA hafi skotið sig í fótinn.   3-5 leikja bann er eitthvað sem allir hefðu sætt sig við og haldið kjafti yfir.  FA hefði komið vel út að taka hart á kynþáttafordómum.   Núna verður þetta áfrýjun sem þeir annað hvort tapa,  eða þeir vinna og þurfa að setja fordæmið fyrir svona brot í 10-12 leiki.  Það á eftur að opna svakalega ormagryfju og drekkja þeim á málum svipuðu þessu.

  Í staðin fyrir að koma með ásættanlega dóm og koma vel út eru þeir sennilega búnir að koma sér út í horn sem geta ekki bakkað úr.  Neyðast til að taka eins á máli Terry eða koma fram eins og gerspillt samtök sem ætla sér að ná sér niður á einum leikmanni. 

  Áfrýjunin á alla vega eftir að draga fram allar staðreyndir í þessu máli og bera þær saman við önnur svipuð mál.  það eiga eftir að koma fleiri svona áskanir.  Ef við vinnum hana þá lítur FA út fyrir að vera aum samtök sem geta ekki staðið við orð sín.  Ef við töpum þá lengist bann Suarez hugsanlega aðeins en það verður þó alla vega til þess að línurnar í svona málum verða dregnar og FA neyðist til að framfylgja þeim framvegis.  Hvort sem verður þá ferður þetta alla vega svakaleg slagsmál og hef það á tilfinningunni að hvernig sem fari þá verði Liverpool annað hvort fórnarlamb gagnslausra vanhæfra samtaka eða liðið sem sneri FA niður á hreðjunum.

  Ég ætla mér að vera bjartsýnn á þetta, bannið á eftir að standa.  FA missir allt traust liðanna í deildinni og það verða gerða róttækar breytingar á þessu kerfi.  Enska deildin á eftir að taka stórt skref í að útrýma kynþáttafordómum og nafn Suarez og Liverpool verður alltaf minnst í þeim efnum.  Evra verður úthrópaður vælukjói, (ekkert nýtt þar svo sem).  Suarez nær að spila þessa jólatörn skorar þrennu í hverjum leik, Gerard kemur aftur inn í liðið og annar superstriker verður keyptur í janúar.  Við náum 3 sætinu, Suarez skorar eins og geðsjúklingur í þeim leikjum sem hann nær eftir bannið verður markakóngur.  Liðið verður sterkar og samheldnarar fyrir vikið og við vinnum deildina og CL á næsta ári.     Ekki nóg með það að þetta bæti og styrki Liverpool liðið, deildin á eftir að verða betur skipulögð og betur stjórnað fyrir vikið.
                

  • 3-5 leikja bann er eitthvað sem allir hefðu sætt sig við og haldið kjafti yfir

   Nei, það væru líklega ennþá jafn “mikið” af sönnunum fyrir þessu.

 33. Maður spyr sig líka um réttlæti eðlis refsingarinnar, sem kemur vissulega niður á liðinu, þar sem þetta er ekki leikbrot. Menn eru ekki spjaldaðir fyrir munnsöfnuð við aðra leikmenn (nema í Vatnaskógi) og ennþá síður eru dæmd víti og aukaspyrnur fyrir slíkt. Því er spurning hversu réttlátt það er að dæma manninn frá keppni. Þarna er í raun verið að refsa liðinu öllu fyrir einhver orðaskipti sem hafa engin áhrif á leikinn. Fjársekt eða samfélagsþjónusta eða slíkt væri meira viðeigandi refsing að mínum dómi.

  Hinsvegar er þetta mál auðvitað búið að vera skrípaleikur frá fyrsta degi og því kannski tilgangslaust að beina einhverjum rökum að því. Það eru engin vitni í málinu, engin sönnunargögn og jafnvel þó orðaskipti hafi átt sér stað er óvitað hvað ákærði átti við með orðum sínum. Að dæma hámarksrefsingu í þessu máli er bara óskiljanlegt, og skiptir þá engu hvort þetta sé Liverpool maður eða ekki.

 34. Þessi dómur er bara í þeim anda sem við töluðum um í gær.  Ég mun aldrei draga striki yfir nokkuð sem heitir kynþáttaníð, það er hreinn viðbjóður í alla staði og ég reiknaði alveg með því að Suarez væri að fara í bann, alveg eins og ég spái því að bannið verði lengt fyrir fokkmerkið.
  Gáfulegast hins vegar núna er að bíða dómsorðsins á morgun og þá í kjölfarið er búið að setja í gang fordæmi sem heldur betur hlýtur að þurfa að standast.
  Þess vegna ætla ég að bíða hér, en mun senda Suarez sjálfum skilaboð á twitter á eftir – því hann á minn stuðning.  Liverpool FC er farið í stríð við FA og það mun hafa afleiðingar, ekki nokkur einasti vafi á því, sjáum fljótlega hverju það skilar.
  Í því stríði er ég í Rauða hernum frá Anfield…
  Andy Carroll og Craig Bellamy, það er komið að ykkur að stíga fram!

 35. Á hvað mála er þessi Mirror blaðamaður?

  Luis Suarez … YNWA 

 36. Surez er einn af 10 bestu sóknarmönnum í heimi, á því er enginn vafi en það sem ég skrifa núna hef ég skrifað hér áður, þegar veið keyptum hann var hann í 7 leikja banni.  Fyrir að bíta mótherja.  Ég hef alltaf haft það bakvið eyrað að hann er svona wild card gaur.  Og þess vegna get ég ekki stutt hann í blindni 1005 jafnvel þótt að annar skítakarakter sé sá sem höfðar málið gegn honum.  Ég held að Suarez sé jafnvel stjórnlausari en Bellamy.  Og það er kannski þessvegna sem dómurinn er svona þungur, menn hafa sögu hans til hliðsjónar?

 37. Sko, nú á eflaust eitthvað eftir að koma í ljós í þessu máli, en lengdin á þessu banni er slík að við yfirheyslur hefur komið í ljós að Suarez hlýtur að hafa verið að Evra surt og halanegra allan leikinn. 

 38. ég ætla að lýta á björtu hliðarnar og vona að Andy carrol taki sig virkilega samann og minnir fólk á að við eigum annan frábærann striker sem mun gera fjarveru suarez enn auðveldari fyrir lfc og aðdáendur, þetta er virkilega hans tími til að sýna okkur hvar davíð keypti ölið og þagga niður í gagnrýnis röddum.. við erum lfc við bökkum hvorn annan upp gegnum súrt og sætt þaðann kemur þetta liverpool stolt sem að enginn annar klúbbur á englandi kannast við.. það þarf meira en einelti til að brjóta okkur niður 

 39. Suarez er sekur…um thad er varla deilt….8 leikir faranlegt en Suarez hefur ekkert med ser…dyfingar, sifellt tud alla leiki ut allt og alla…fokk merki a Fulham….

  • Frekar það að ef Terry fer í 8 leikja bann þá verður refsingu Suarez breytt og Suarez sjálfur færi í rafmagnsstólinn

 40. Það eru gjörsamlega allir klúbbar á englandi að drulla yfir þessa yfirlýsingu hjá Liverpool og jafnvel nokkrir fyrrverandi leikmenn Liverpool. Ógeðslegt að þið styðjið Suarez ennþá þrátt fyrir að það sé búið að dæma hann sekan. Ég á ekki til orð.

  • Ég hef ekki séð neina yfirlýsingu frá neinum klúbb um þetta mál nema Liverpool.  Sendu okkur endilega link!

  • Það væri gaman að sjá þessar yfirlýsingar sem þú talar um.

   Kæmi mér reyndar ekkert á óvart ef Ferguson hrósi yfirmanni sínum fyrir vel unnin störf og að man utd komi með yfirlýsingu og hrósi eiganda klúbbsins.

  • Hahah….þú veist sjálfur að þegar að nokkrir scummarar tala um það að þetta sé fáránleg yfirlýsing og eitthvað meira, þá eru það ekki allir ,,klúbbar” 😉

   Þú lifir í draumaheimi skal ég segja þér, verður að taka hausinn útúr ra**ga***nu á þér og horfa á þetta hlutlaust….

   YNWA – King Kenny we trust! 

  • Sekan fyrir hvað? Vinur þinn hann Evra sagði nú sjálfur að hann taldi Luis Suarez ekki vera rasista, soldið að skjóta sig í löppina með því. 

  • Þarftu ekki að fara mjólka kýrnar eða gera eitthvað sniðugt í fjósinu?

 41. @Hannes H #45: Það er allt rangt sem þú heldur fram nema Fulham (lestu greinar og ummæli hér að ofan). Allt hitt eru gróusögur frá rauðnef. Spurning hvort þú haldir þig ekki bara á manu umræðuþráðum, eða eru engir slíkir til á íslensku?

 42. FA tók sér 10 vikur í að rannsaka ummælin, drátturinn skapar óþarfa og mikla angist fyrir alla málsaðila
  FA seinkaði úrskurði á síðustu mínútu um 5 daga, sem gefur í skyn óvissu, lítið skipulag og ófagleg vinnubrögð
  FA hefur enn ekki birt rökstuðning fyrir dómnum
  FA er með forstjóra Man Utd í stjórn sinni. Mætti forstjóri Microsoft vera í stjórn samkeppniseftirlits Evrópu?
  FA er með fyrirliða landsliðs síns sem náðist með kynþáttaníð á myndband fyrir 8 vikum síðan
  FA hefur ekki ákært enskar stjörnur fyrir fingramerki á velli, s.s. Rooney, en ákveður að kæra Suarez
  FA áfrýjar banni Rooney, en dæmir öðruvísi í eigin deild
  FA valdi þrjá menn til að úrskurða í máli Suarez þar sem tveir af þremur eru taldir tengjast Man Utd
  FA hefur ekki ákært Evra fyrir kynþáttafordóma gegn Suarez
  FA er alltaf með forseta úr konungsfjölskyldunni en ekki faglegan eða lýðræðislegan forseta

  Niðurstaða: Það þarf að hreinsa rækilega til hjá FA líkt og hjá FIFA, umbylta stjórnun og verklagi sambandsins. 

  • Æji getum við ekki hætt að hafa Man Utd á heilanum í smástund? Þetta er allt eitt stórt samsæri hjá Mr. Ferguson, ekki satt?
   Það eru nú bara nokkrir mánuðir síðan ég hló mig máttlausan þegar FA dæmdi Rooney í tveggja eða þriggja leikja bann á crucial tíma í fyrra fyrir að sjást blóta eftir að hafa skorað mark? Geðþóttaákvörðun hjá skítapakkinu í FA, þetta er fyrst og fremst kjánunum í FA að kenna, ekki ferguson.

 43. Eg er half ordlaus a mørgum her…..Eru menn virkilega svona blindir a Suarez ??  Thetta minnir mig oneitanlega a United menn og C.Ronaldo thegar hann var a synum fyrstu timabilum i enska boltanum..Rullandi um vøllinn , hvort sem hann var snertur edur ei..vælandi og skælandi , badandi ut høndum og med allt a hornum ser…Minnir thessi lysing ykkur a einhvern ???  Suarez er skita karakter…thad er løngu ljost…var thad adur enn hann kom til LFC…Ronaldo throskadist ( pinulitid  )og vid vonum bara ad Suarez geri thad sama….Thad er ørugglega verid ad nota Suarez i thessu kynthattahatursmali sem viti til varnadar…Liklega vegna thess ad engir nema støku LFC menn standa ad baki honum…..

  Ad halda ad FA se stjornad ad ykkar verstu ovinum er vægast sagt barnalegt…Mer heyrist nu oftast United menn væla mest yfir FA !

 44. Krúttlegt, og dáldið vitfirrt, hvernig Púlarar halda að þetta sé eitthvað United samsæri. 

  • Að hinn áreiðanlegi Patrice Evra fyrirliði Man United, sem FA hafa sjálfir sagt í skýrslu um annað mál að sé óáreiðanlegt vitni sé að saka besta leikmann Liverpool um kynþáttaníð. Það er sannarlega mjög sterk skítalykt af þessu máli og rúmlega það.

 45. Þetta er ekki samsæri, það vita allir. En þetta er engu að síður gjörsamlega fáránlegt, á sér ekki fordæmi og refsingin á hreinlega ekki rétt á sér miðað við þau gögn sem fram hafa komið. Ég hlakka til að sjá útskýringuna á þessu. Svo má fara að henda kynþátta/þjóðernis-spilinu í F.A. og krefjast þess að þeir hætti að refsa útlendingum í deildinni fyrir að vera útlenskir.

  • Þessi pistill er einhliðin á málinu og að mörgu leiti skiljanlegt eins og skrifin eru sett fram en greinin er einhliða eins og mörg kommentin hér. Ég held til dæmi að það færi um margan enskan spilarann að leika í Ameríku og nota f… orðið eða “shit” eins mikið og þeir gera í Bretlandi.. það þýðir bara ekki það sama  vestan haf og austan! Þá verða menn að hemja sig og oftar en ekki þarftu að vera stilltari en þeir sem búa landið sem þú kemur til til þess eins að vera metinn að verðleikum! Annars bendi ég á grein sem Viktor(50) bendir á! Held að enska sambandið aðhafist ekki neitt frekar með Terry.. kæmi mér allavega ekki á óvart!

 46. Ég verð nú að segja að það komi mér á óvart þessi yfirlýsing frá Klúbbnum okkar. Því bíða þeir ekki eftir útskurðinum/dómnum í heild sinni. Þetta er svoldið eins og reiður bloggari hafi skrifað þetta. Getur ekki með nokkru móti komið vel út fyrir okkur og hjálpar engum. 

  Hér verður að stíga varlega til jarðar. Liverpool FC er stærra en nokkur leikmaður. Að stiðja svona við bakið á einhvejrum sem hefur verið ákærður og dæmdur fyrir kynþáttaníð gæti fylgt klúbbnum um ókomna tíð. En með þessum mjög svo harða dómi er hálfpart verið að neyða klúbbinn til aðgerða, er það kannski einmitt sem FA vill ???

  Eins og einhver sagði hér að ofan, þá er einkennilegt hjá FA að ganga svona svakalagea hart fram ? Hefðu þeir látið hann fá 4-6 leiki hefði þetta kannski bara dáið drottni sínum, hann hefði tekið út sína refsingu og málið gleymt og grafið. Hvað vakir fyrir þeim ? 

  VIð getum aldrei “unnið” þessa baráttu. 

 47. Árið 2008 sagði FA orðrétt um Evra:”…supplying exaggerated and unreliable evidence”. Þremur árum síðar er framburður hans svo sterkur og trúverðugur að leikmaður er dæmdur í 8 leikja bann þrátt fyrir að engin vitni séu að orðaskiptum þeirra, hvorki inná vellinum né utan hans.

  FA á vissulega eftir að birta rökstuðning sinn – ég trúi því ekki að þeir ætli að horfa framhjá þeim menningarmun sem er á milli landanna. Og eins og e-h kemur inná hér að ofan, það virðast allir vera sammála um að Suarez sé ekki rasisti – FA & Evra segja það bæði. Samt verður niðurstaðan 8 leikja bann – maður skilur þetta ekki.

 48. Aðeins of margir sem fatta ekki að allir Púllarar og klúbburinn sjálfur líka tæki alveg undir að átta leikja bann væri bara sanngjarnt, og líklega lágmark, EF um kynþáttaníð væri að ræða. Bannið er eðlilegt ef hann er fundinn sekur.

  Það eina sem er umdeilanlegt er hvort hann hafi verið með kynþáttaníð eða ekki. Ég held að FA séu ekki alveg svona heimskir eins og menn láta af, þeir fatta alveg menningarmismuninn.

  En eins og Holt segir í Mirror: “It may be acceptable in Uruguay. It may be acceptable in Spain. But that does not mean that it must be acceptable here.”

  Þetta er örugglega lykilatriði hjá þeim. Því miður.

  Suarez fær bannið held ég, það verður ekki stytt. En ég er ekki sammála því.

  Þetta kemur engan veginn á óvart miðað við alla umræðuna um kynþáttafordómana og baráttuna gegn þeim undanfarið. En, ef þetta er viðmiðið, þá fá menn eins og Terry 10 leikja bann ef allt er eðlilegt.

  • Ég trúi því samt ekki að þeir séu þetta “einfaldir”. Fótbolti er leikur án landamæra. Á Englandi hafa spilað margir af bestur fótboltamönnum veraldar, gríðarlega margir af erlendu bergi brotnir og sem yfirvald sem setur og framfylgir reglum í þessari yndilegu íþrótt þá ber þeim að taka tillit til þess að ekki eru allir eins og heimamenn – það eru ekki allir æstir í fish and chips.

   Það er engin að segja að mönnum á að vera fyrirgefið allt af því að bakgrunnur þeirra sé öðruvísi en annarra – en það hlýtur að vera til einhver millivegur. Ekki bara FA way or the high way. Ég held að flestir séu sammála um það að Suarez sé ekki rasisti – því skil ég ekki hversvegna hann er dæmdur sem slíkur. Hver var ásetningur hans með þessum orðum, hver var meiningin að baki þeim ? Telja þeir í alvöru að hann sé verri en þegar menn inná vellinum kalla “fuck off” í hita leiksins að dómara & andstæðingum sínum, já eða kalla þá “wanker” ?

   Ég nefni þetta bara sem dæmi, þetta tengist ekki á nokkurn hátt ManUtd hatri – en telja menn í alvöru alvarleika orðsins og þá meiningu sem Suarez hafði að baki orðum sínum vera alvarlegri en t.d. viðurkenning Keane á því að hafa viljandi slasað AIH hérna um árið, sem orsakaði 5 leikja bann?

   Það er einnig sagt að Chicarito kalli Evra því sama og Suarez sagði – Það sér það hver maður sem horfir á þennan örlagaríka leik að Evra var ílla upplagður þennan dag. Hann var orðin bandbrjálaður löngu fyrir kick off. Löngu áður en títtnefnd orðasamskipti áttu sér stað. Hann var með öskur og handabendingar áður en flautað var til leiks og myndavélar á honum allan þann tíma.

   Hlakkar til að fá greinargerð FA um þetta mál – það hlýtur að liggja eitthvað meira að baki þessum dómi en það sem hefur komið fram. Ef ekki þá á Liverpool FC að fara með þetta mál eins langt og mögulegt er.

   Og hversvegna ættli Liverpool FC að stíga varlega til jarðar ? Suarez, sem er leikmaður LFC, segir sína útgáfu af þessum atburði og þeir ákveða að trúa hans framburði frekar en framburði United manns og fylgja þeim orðum sem eru sem rauður þráður í sögu okkar klúbbs – You´ll Never Walk Alone. Hann er saklaus þar til sekt hans er sönnuð, sem hefur ekki enn verið gert þrátt fyrir þennan dóm (rökstuðningur liggur ekki fyrir). Það eina sem það sýnir út á við er að Liverpool FC er annt um sína leikmenn og mun verja þá og standa með þeim í gegnum súrt og sætt – ef eitthvað annað kemur uppá yfirborðið sem myndi hrekja rökstuðningi félagsins þá myndi það eflaust grípa til aðgerða gegn leikmanninum – innan veggja klúbbsins.

  • Oliver Holt er að reyna vera umdeildur og tekst það sæmilega, tek hans skoðunum með fyrirvara. Hann tekur ekki inn í myndina að samtalið fór fram á spænsku að því er ég best veit og er þetta þá ekki fallið um sjálft sig?

   “It may be acceptable in Uruguay. It may be acceptable in Spain. But that does not mean that it must be acceptable here.”

   AMK er maður aðvaraður fyrst og bent á reglurnar áður en þú færð svona dóm og stimpil enda virðist Suarez ekki hafa haft grænan grun um að hann væri með kynþáttafordóma gegn Evra og hvorki enska knattspyrnusambandið eða Evra telja hann vera rasista.

   • Orðaskakið byrjaði á því að Evra kallaði Suarez “sudaca”
    “Pejorative term for South Americans. Not something you would say to someone’s face.”
    Úr yfirlýsingu LFC “We would also like to know when the FA intend to charge Patrice Evra with making abusive remarks to an opponent after he admitted himself in his evidence to insulting Luis Suarez in Spanish in the most objectionable of terms.  Luis, to his credit, actually told the FA he had not heard the insult”
     

     

     

   • Getur vel verið að Suarez hafi ekki heyrt Evra segja Sudaca en kannski gerði hann það. Málið er að í Suður-Ameríku er ekki niðrandi að segja þetta og því Suarez ekki talið það mikið mál. Ekki frekar en negrito/negrata (hef þetta frá minni konu sem kemur frá Suður-Ameríku).

   • Það er rétt að í Suður-Ameríku er “sudaca” ekki niðrandi, en á Spáni er það notað í niðrandi merkingu um fátæka innflytjendur frá S-Ameríku (svipað eins og með “ni**er”, það fer eftir því hver segir það, þó sudaca sé langt frá því að vera eins sterkt og “ni**er”). Eins og áður er þetta spurning um samhengi. Eflaust heyrði Suarez þetta (hvaðan annars staðar hefur LFC þessar upplýsingar?) en ekki viljað ákæra Evra, af einhverjum ástæðum. 

   • Holt þessi er sjálfskipaður riddari á hvíta hestinum sínum í baráttu við kynþáttahatur… ef það hentar í það og það skiptið. Holt er einnig mesti aðdáandi John Terry í heimi og ævisöguritari hans. Ég myndi því ekki taka mark á neinu sem hann ritar nema með því að deila í það með tíu.
    Hvenær verður rökstuðningurinn settur fram opinberlega?

 49. En Hjalti, Suarez var ekki með kynþáttanýð(samkvæmt honum sjálfum). Hann kallaði Evra nöfnum sem liðsfélagar hans kalla hann. 

 50. Ég er afskaplega leiður yfir svona ótrúlegum leikjafjölda á banninu, svo er þessi sekt sem að drengurinn fær út úr kú.
  En hér eru margir inni sem að gagnrýna LFC fyrir að styðja við bakið á Luis eftir dómsúrskurð..
  Í yfirlýsingu LFC kemur afdráttarlaust fram að þeir ætli EKKI að áfrýja fyrr en gögn þessa máls verða gerð opinber,, þá kemur þetta allt í ljós. Þó svo að það komi í ljós á endanum að Luis hafi orðið illilega á í messunni, verður klúbburinn að sjálfsögðu að standa enn þéttar við bakið á sínum manni.
  Ef að þeir gerðu það ekki…. hvaða leikmaður vill spila með þannig liði. Leikmenn gera mistök,misstór að vísu, en þeir þroskast nú yfirleitt frá þeim og læra.
  Vonum bara að FA verði tekið niður til algjörrar grandskoðunnar, það er löngu kominn tími á það.
  Enda eru þessi knattspyrnusambönd út um allan heim mörg hver vægast sagt vafasöm…. hafið þið komið í laugardalinn ,,,úps…

  Það verður fróðlegt að lesa málgagn FA .

  3.stig í kvöld og Luis leggur upp 3 fyrir A.C. 😉

 51. Þetta er við fyrstu sín alveg með ólíkindum, en það er best að bíða og sjá hvað liggur á bakvið þennan dóm, verður fróðlegt að sjá það. Einhvern vegin hefur maður það á tilfinninguni að þetta mál sé notað til að setja upp viðvarannir til annara leikmanna, og þá vaknar sú spurning hvort FA séu sjálfir sér samkvæmir, t.d. varðandi Treey… Bíðum og sjáum niðurlag dómsins…

  Áfram…LIVERPOOL…YNWA…

 52. Ef ég yrði uppvís af kynþáttaníð í vinnu minni yrði ég rekinn á staðnum.  Það er greinlegt að þið eruð flest blinduð af treyjunni af Suarez klæðist. Vissulega klæðist hann okkar ástkæru liverpool treyju, en það breytir ekki því að hann hefur verið dæmdur sekur – og eitthvað hlýtur FA að hafa haft því til sönnunar.
   
  Kynþáttaníð á ALDREI rétt á sér, hvort sem sá seki heitir Suarez eða Terry. Og sama þótt að fórnarlambið sé óttarlega vitlaus vælukjói sem heitir Patrice Evra. Eigum við ekki bara bíða eftir að fá nánari niðurstöðum nefndarinnar.  Suarez var ekki beint eitthver engill með Ajax og í heimalandi sínu.
   
  “Kick Racism Out Of Football… but yeah but not but yeah not when we’re dealing with our own player” – lfc
   
  Skömm

  • Hegðun Suarez hjá Ajax er engin sönnun um kynþáttaníð. En merkilegt að þú viljir frekar draga fortíð hans inn í þetta mál en fortíð Evra. Bæði FA og Evra sjálfur segja að Suarez sé ekki rasisti. Þetta, og viðbrögð Liverpool FC, er það sem menn vita fyrir víst og byggja skoðanir sínar á. Finnst þér þetta mál ekkert undarlegt? Ertu staddur erlendis í vinnu?

  • Ef þú lest kommentin hér á síðunni ætti þér að verða ljóst að menn eru ekki að verja kynþáttaníð. FA, Patrice Evra og Luis Suarez hafa sagt að Suarez sé ekki kynþáttahatari… 

   Hann hefur verið dæmdur á orði eins mans er því virðist og refsingin ekki í samræmi við refsingar sem fallið hafa í svipuðum, eða alvarlegri málum til þessa. Og ekki hefur Evra verið ákærður fyrir sinn þátt í þessu máli…

   Ef að við hefðum fengið að heyra einhverjar sannanir í þessu máli þá væri enginn að velta þessu fyrir sér!

   Nú bíður maður bara eftir útskýringum FA…
    

 53. FA einfaldlega hljóta að hafa í sínum fórum eitthvað skothelt sem sýnir og sannar sekt mannsins.  8 leikja bann getur ekki verið byggt á þeim gögnum sem fram hafa komið núþegar. 
  Annars er þetta bara einn stór farsi. 
  Terry er á mynd að drulla yfir Anton Ferdinand, hans ferli hlýtur þá að vera lokið.  Hver einasti leikmaður í ensku deildinni öskrar F**k off nánast í öðru hvoru orði að dómurum og leikmönnum, má það þá eða ? 
  Ég er mjög spenntur að sjá á hvaða gögnum FA byggja þennan dóm sinn á.

 54. Það verður vægast sagt mjöööög áhugavert að fylgjast með þessu máli á næstunni…

  Ef það er rétt sem kemur fram í yfirlýsingu Liverpool sem ég hef hingað til ákveðið að treysta þá hefur það verið ljóst frá upphafi að orðið hefur ekki verið notað í þeim tilgangi að vera með kynþáttafordóm. Ég get svosem skilið það að FA vilji hafa einhverja línu þannig að erlendir leikmenn geti ekki borið það fyrir sig að “þetta sé í lagi í heimalandinu”. En eru þetta rétt skilaboð? Að Suarez noti sama orð og Hernandez hefur eflaust notað oftar en þessi 10 meintu skipti sem áttu sér stað í leiknum.

  Auðvitað kemur þessi afstaða Liverpool klúbbsins og stuðningsmanna í þessu máli öðrum á óvart en það er eflaust vegna þess að aðrir sjá bara kynþáttaníðsmál sem var dæmt í en hafa ekki eytt tíma í að skoða málið í kjölinn.

  John W. Henry í stjórn FA!

 55. Dagur 2. Kæri Jóli. Ég er enn brjálaður út í þennan úrskurð FA. Ætla að horfa á leikinn í kvöld og vænti þess að okkar menn á vellinum, bæði leikmenn og áhorfendur láti heyra í sér varðandi þetta skolplagnamál FA.

  Þú þarna bóndi @47

  Það eru gjörsamlega allir klúbbar á englandi að drulla yfir þessa yfirlýsingu hjá Liverpool og jafnvel nokkrir fyrrverandi leikmenn Liverpool. Ógeðslegt að þið styðjið Suarez ennþá þrátt fyrir að það sé búið að dæma hann sekan. Ég á ekki til orð.

  Sitt sýnist hverjum eðlilega en þetta er heldur betur skotið yfir markið hjá þér og rúmlega of djúpt í árina tekið. Ef þú átt ekki orð þá held ég að flestum hér inni líki það bara afskaplega vel miðað við þessi orð þín.

 56. Ef raunin verður sú að FA byggja rökin sín á svipuðum nótum og Oliver Holt, þá er ansi hætt við því að enska deildin dali mjög mikið næstu árin. Ekki aðlaðandi fyrir erlenda leikmenn að spila undir svona dæmi.

 57. Ég ætla nú ekki að kommenta á dóminn sjálfan núna, er eiginlega of reiður til þess, burtséð frá sönnunum og sekt eða sakleysi, þá er 8 leikja bann algjörlega fáránlegur úrskurður miðað við það sem gengur og gerist í boltanum.

  En það sem ég fæ ekki á nokkurn hátt skilið er af hverju FA leggur ekki fram rökstuðninginn um leið og dómurinn er kveðinn upp.  Þeir eru búnir að taka F*****g 2 mánuði í þetta rugl og þeir hljóta að vera með þetta 100% klárt fyrst þeir geta ákveðið sekt og refsingu núna.  Af hverju í ósköpunum leggja þeir þetta ekki fram á sama tíma?  Hvað græða þeir á því að setja allt á annan endann í spekúleringum í kringum þetta.  Enn og aftur fáránleg skíta vinnibrögð hjá FA.

  • Annað sem mér finnst alveg út í hött. Suarez fær 14 daga til að áfrýja þessum dómi en samt er ekki ennþá komið fram á hverju FA byggir þessa ákvörðun sína.

   • Samkvæmt thefa.com að þá hefur hann 14 daga til að áfrýja eftir að nefndin skilar af sér skriflegri skýrslu: “An appeal must be lodged within 14 days of the date of the written reasons for the decision.”

 58. Grefur sína eigin gröf maðurinn með fráleitri framkomu frá 1. degi. Auðvitað eru 8 leikir galið, jafnvel þó sekur væri, en hann verður að fara að haga sér
   

  • Á bara að dæma hann í 8 leikja bann af því að hann hefur verið með fráleita framkomu frá 1. degi?

   Hafa þá FA menn bara hugsað eitthvað svona:

   Já, hann hagar sér svo illa að hann hlýtur að hafa verið með kynþáttaníð.

   Annars er þetta fáránlegt bann.  8 leikir.  Það hefur margoft komið fram að Suarez sé ekki rasisti heldur hafi notað niðrandi orð um Evra.  8 leikir eru allt of mikið fyrir svoleiðis. 

   • Hugsa fyrst, skrifa svo. Auðvitað á hann ekki að fara í bann þó hann sé óþolandi. Ég veit ekki hvort hann er sekur eða saklaus, ekki frekar en þú. Þetta snýst að miklu leyti um goodwill, sem hann hefur ekki, enda búinn að haga sér eins og fífl frá því að hann kom og hefur því grafið sína eigin gröf eins og ég benti á. Auðvitað á það ekki að skipta máli en það gerir það augljóslega, hvort sem okkur líka betur eða verr. Maður með gott goodwill, t.d. Gerrard, hefði aldrei fengið bann, hvað þá 8 leiki og sennilega hefði FA aldrei rannsakað ef hann hefði átt í hlut. Bannið er galið eins og ég benti á.

   • Er hann búinn að haga sér eins og fífl frá því hann kom?  Getur þú komið með dæmi um þetta eða ertu bara að ropa beint út í loftið?

   • Sæll Ari.
    Ég geri ráð fyrir að þú beinir orðunum  “hugsa fyrst, tala svo” að sjálfum þér? ef ekki þá þætti mér vænt um að þú myndir útskýra mál þitt frekar á því hvar í athugasemdinni við þitt innlegg virðist einhver skrifa án þess að hugsa, þ.e. hugtakið hugsa fyrst skrifa svo er til þess að lýsa einhverju sem er algjörlega fráleitt og á enga stoð í raunveruleikann, sbr orð þín “Grefur sína eigin gröf maðurinn með fráleitri framkomu frá 1. degi” Fyrir það fyrsta þá er framkoma og hegðun ALLS ekki sami hluturinn, en mig grunar að þú sért að vísa í hans hegðun inni á vellinum, því framkoma hans í fjölmiðlum, viðtölum og samskiptum við aðdáendur hefur verið til fyrirmyndar. En aftur að “framkomunni” Ef þú í þessu tilfelli meinar að hann skoraði í sínum fyrsta leik þá skil ég þig enn minna, en ef þú meinar að bregðast illa við því að fá ekki aukaspyrnur þá ertu að vísa í flest alla knattspyrnumenn í heiminum, ef þú meinar leikaraskap og að ýkja brot þá skil ég aðeins hvað þú meinar en heilt yfir þá er ég alveg glórulaus og finnst þetta statement sem þú setur fram vera rosalega stórt og það á nokkurs efni til þess að styðja það, svona rétt eins og ásakanir Evra.

    Svo ég orði þetta einfaldleg, viltu gefa frekari útskýringar á í hverju hans fráleita framkoma frá fyrsta degi hefur fólgið í sér 
      

  • Æ já Evra er nefnilega svo mikill engill sjálfur. Hvernig getur hann verið trúverðugari heldur en Suarez? Þetta er bara orð gegn orði….

 59. Með því að verja Suarez eruð þið að samþykja rasisma. Þetta er all time low á þessari síðu.

  Ætliði líka að verja nauðgara ef hann er dæmdur fyrir nauðgun ? 

  • Lestu nú allavega kommentin á síðunni áður en þú skrifar svona setningu hingað inn…

   It is key to note that Patrice Evra himself in his written statement in this case said ‘I don’t think that Luis Suarez is racist’.  The FA in their opening remarks accepted that Luis Suarez was not racist.

   Þessi hér setning breytir þessu máli algjörlega. Þar sem fórnarlambið og dómendur hafa sagt þetta í málinu þá er þetta farið að snúast um aðeins aðra hluti.

   LFC considers racism in any form to be unacceptable – without compromise.  It is our strong held belief, having gone over the facts of the case, that Luis Suarez did not commit any racist act.  It is also our opinion that the accusation by this particular player was not credible – certainly no more credible than his prior unfounded accusations.

   Þessi setning kemur líka skýrt fram í tilkynningunni og held ég nú (og vona) að þetta eigi við um alla þá sem eru að taka upp hanskann fyrir Suarez. Þetta mál snýst ekki um það að einstaklingur hafi talað niðrandi til annars vegna litarháttar miðað við það sem hefur komið fram, en hvað í ósköpunum snýst þetta mál þá um spyrja margir sig.

   Í framtíðinni, ekki láta sjálfan þig líta svona illa út með því að commenta hingað inn án þess að vita hvað þú ert að tala um.

   Vertu sæll,

  • Þetta eru sömu rökin og sumir nota til þess að sína fram á að einhver sé gyðingahatari afþví að hann er ósáttur við framgöngu Ísraela. Heilvita maður sér að slíkt gengur ekki upp. 

   Það er enginn á þessari síðu að samþykkja rasisma, það er verið að mótmæla því að það sé tekið svona hart á Suarez þegar ekki er takið jafn hart ef ekki harðar á t.d. hættulegum tæklingum sem geta stofnað öðrum í hættu. Einnig er reiði yfir því að Evra sé ekki sjálfur kærður fyrir kynþáttaníð enda viðukenndi leikmaðurinn sjálfur að hafa orðið sekur af slíku athæfi í leiknum alræmda.

  • Í Fowlers bænum haltu þig þá annars staðar ef þetta er allt svona low hérna inni.  Er allt að fyllast af kjánum og bjánum hérna núna?

   • Já allir kjárnir og bjárnir voru bannaðir á Liverpool.is, þeir verða koma eitthvert til röfla 🙂

  • Þetta er að öllum líkindum eitthvað það vitgrannasta comment sem ég hef séð….
    

 60. Nú verðum við að kaupa Edinson Cavani í janúar og ekkert múður.   Það eru bara algjör skilyrði á þessu tímabili að ná að minnsta kosti fjórða sætinu ef við ætlum að stíga næsta skref á næsta tímabili og ég tala nú ekki um að ná góðum leikmönnum til okkar í sumar.

  • Hvernig væri að lifa í raunheimi en ekki Football Manager. Cavani kemur aldrei í janúar, aldrei. Þetta er maður sem er að spila í meistaradeildinni.

 61. Held að þessi tilraun til þess að niðurlægja Liverpool svona eigi eftir að hafa sínar afleiðingar.

  Öflugustu stuðningsmenn í heimi láta ekki slá sig svona utan undir.

  Ég ætla mér að stela góðu quote-i úr slakri mynd (Pearl Harbor).

  “I fear all we have done is to awaken a sleeping giant.”

  Nú vill ég sjá allt brjálað! 

  • Þetta quote er reyndar upprunnalega úr myndinni Tora!Tora!Tora frá 1970, Michael Bay einfaldlega stal því úr þeirri mynd og setti það í sína mynd um árásina á Pearl Harbor.

   • Hey besserwisser…

    Þetta quote er líka eldra en Tora!Tora!Tora frá 1970

    Hvaða máli skiptir það?

    Var bara að tengja þetta við Pearl Harbor því það er þar. Margir hafa séð hana og geta því hugsað með sér… hmm óó já ég man eftir því.

    Þetta er ekki besserwissara síða kvikmyndanna, er það?

    Ef þú ert með link á svoleiðis síðu að þá getum við tekið upp þráðinn þar, ég er ekki kvikmynda amature. 

   • 76.1 Er mögulega tilgangslausasta comment sem ég hef lesið…

   • Æi þetta var kanski uppsafnaður pirringur af minni hálfu. Er ekki beint hress með þetta Suarez mál, er í þrasi við rauða djöfla á facebook.

    Svo virðist ég vera umkringdur besserwissum og eins óþolandi og þeir eru að þá fannst mér það ekki koma málinu neitt við hvort að þetta quote hafi verið notað í annari mynd eða ekki.

    Kjartan, biðst afsökunar á þessu out-burst, ætla ekkert að fara að kalla þig Negrito eða neitt 🙂

    Gleðilega hátíð.
    YNWA 

   • Ég veit að þetta var algjör smámuna semi í mér en ég bara réði ekki við mig. Það er algjör óþarfi að gefa Michael Bay kredit þegar hann á það ekki skilið.

   • Einsibongo

    Enginn þörf á því að biðjast afsökunar á því að kalla mig besserwisser, ég skil vel pirringin í þér og tók það ekki nærri mér . 

    Annars óska ég þér bara gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

    YNWA 

 62. Það mun ekkert gerast hjá FA með málið hans Terry í  dag, enda er það í höndum saksóknara eftir að einhver “member of the public”  kærði og FA bíður bara eftir þeirri niðurstöðu áður en þeir aðhafast nokkuð.  
  Ég einhvernvegin efast um að þeir myndu gera nokkuð við sinn mann, svona miðað við hvernig þeir stóðu að baki Rooney.  Mér finnst einhvernvegin að það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón hjá FA.

 63. (daniel taylor (RT James Pearce(85))): Breaking – John Terry WILL face criminal charges

  • Þetta er að ganga út í öfgar. Mér finnst bannið á Suarez fáránlegt en mér finnst ekki síður fáránlegt að Terry sé kærður af lögreglunni fyrir þau ummæli sem hann á hafa látið falla. Það á að leysa svona mál inn á knattspyrnuvellinum og ef það gengur ekki upp þá eiga knattspyrnusambandið og félögin að leysa þetta, ekki almennir dómstólar.

   • Kynþáttaníð er refsivert athæfi í Bretlandi, þess vegna þarf út af fyrir sig ekkert að koma á óvart að þetta verði að lögreglumáli. Ef Terry verður dæmdur sekur verða afleiðingarnar fyrir hann líklega enn drastískari en fyrir Suarez (nema FA kippi í einhverja spotta fyrir landsliðsmanninn sinn). 

 64. Ég renndi lauslega yfir FA reglurnar sem gilda um þessa háttsemi einkum þau ákvæði er varða meint brot Suares og málsmeðferðina: http://www.thefa.com/TheFA/~/media/Files/PDF/TheFA/Rules_Regs/RulesOfTheAssociation201112.ashx/RulesOfTheAssociation201112.pdf

  Það verður að segjast að reglurnar eru vægast sagt opnar og mjög matskenndar varðandi þá háttsemi sem mönnum er gerð refsing fyrir. Ég myndi ætla að ef FA ætlaði að geta staðið á bakvið ákvörðun sem þessa þyrftu þeir að hafa algjörlega konkret sannanir fyrir máli sínu. Af fréttaflutningi að dæma virðist það ekki vera.

  Eins og ég skil fréttirnar og yfirlýsingu Liverpool þá virðist jafnframt svo vera að ekki Suares eða klúbburinn hafi fengið rökstuðning FA. Það er einstaklega sérstök málsmeðferð svo vægt sé til orða tekið, að birta mönnum niðurstöðu kærumáls án rökstuðnings og láta sér nægja að segjast birta rökstuðning á síðara tímamarki. Slíkt er ekki gert fyrir dómstólum og mjög sérstakt að slíkt sé gert í þessari málsmeðferð. Verulega virðist skorta á sjónarmið um réttláta málsmeðferð hjá FA.

  Með hliðsjón af reglunum sem um ræðir og atvikum öllum eins og þeim hefur verið lýst þá tel ég mjög ólíklegt að æðra úrskurðarvald muni staðfesta þessa niðurstöðu sé það úrskurðarvald hlutlaus aðili sem horfir eingöngu á málsgögnin. Ef rétt er að eingöngu sé byggt á orðum Patrice Evra og engu öðru þá tel algjörlega ljóstað háttsemi Suares og orð hans eru ekki það sem er að ráða þessari niðurstöðu, það er eitthvað annað. Gögnin eins og þau eru presentuð að á þessu stigi geta bara engan vegin talist fullnægjandi um sönnun á broti Suares gegn reglunum. Mín skoðun á þessu máli er því sú að FA hafi hrapalega skotið yfir markið í baráttunni og þessari niðurstöðu verði hrundið.

 65. Hefur Suarez ekki viðurkennt að hafa kallað hann “negrito”?  Það er væntnalega byggt á framburðum þeirra beggja.  Vandamálið er að Suarez telur orðið ekki niðrandi en Evra og FA telja það hins vegar greinilega.  FA virðist því ekki skoða málið út frá því hvort það hafi verið ásetningur hjá Suarez að meiða Evra með ummælunum heldur einungis hvernig Evra upplifði ummælin.  Átta leikir fyrir þetta er fráleitt. 

   

  • Þetta er held ég allveg 100% rétt hjá þér, en þegar maður les þetta er þetta eins og einhver lélegur brandari 🙁

  • Skv. gr. E3(2), sem FA telur Suarez hafa brotið gegn:

   “In the event of any breach of Rule E 3(1) including a reference to any one or more of a person’s ethnic origin, colour, race, nationality, faith, gender, sexual orientation or disability (an “aggravating factor”), a Regulatory Commission shall consider the imposition of an increased sanction…” 

   Með því að nota “negrito” var Suarez að vísa beint í litarhátt Evra, því verður ekki neitað. Reglur FA virðast ekki gefa neitt svigrúm til túlkana eftir aðstæðum eða samhengi, þannig að þótt Suarez hafi ekki meint neitt niðrandi með þessu þá var ekkert tillit tekið til þess, og úrskurðurinn er í samræmi við það. Suarez “includes a reference to a person’s colour/race”, sem út af fyrir sig virðist vera nægilegt brot. Reyndar sá ég eitt gott komment einhvers staðar í morgun (get ómögulega munað hvar) þar sem bent var á að þessi úrskurður FA væri í raun algjört koppát, þar sem að ef Suarez hefði gerst sekur um raunverulegt kynþáttaníð hefði refsingin verið miklu strangari (mun lengra bann og Liverpool hefði látið leikmanninn fara) auk þess sem kynþáttaníð er refsivert athæfi í Bretlandi og því hefði Suarez verið kærður fyrir dómstólum í kjölfarið. Annað hvort var hann með kynþáttaníð eða ekki. Tilgangurinn með dómi FA virðist því fyrst og fremst sá að senda “a strong message”, en um leið viðurkenna þeir að þarna hafi ekki verið um kynþáttaníð að ræða.

 66. Auddi er alveg með þetta á Twitter…..eða ekki.

  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119037 

  Auðunn Blöndal útvarpsmaður: 
  Cantona 9 mànuðir, Rio Ferdinand 8 mànuðir og Rooney fékk 3 leikja bann fyrir að segja feck off hjà Cameru, jà FA elska Man.utd !! 

  Cantona réðist fólskulega á áhorfanda. Rio skrópaði í lyfjapróf sem hefði getað sett hann í 2 ára bann ef hann hefði mælst með ólögleg lyf í búknum. Rooney fékk það sem hann átti skilið m.v. að segja þetta beint í cameruna.

  Kannski er Auddi bara með þetta eftir allt saman….Rio hefði kannski bara átti að fá lengra bann miðað við að skrópa í lyfjapróf. Já. FA elskar Scums.

  King Kenny er allavega með þetta http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=DVl7edYGnc0

  • Spurning hvort Suarez fái lengra bann en Rooney fyrir að hafa sent áhorfendum puttann, sem er að mínu mati vægara brot en að blóta svo í myndavélarnar

  • Cantona réðst fólskulea á áhorfenda, mikið rétt og átti skilið langt bann og átti engar málsbætur. Rio hinsvegar mætti í lyfjaprófið sitt degi síðar og mældist með engin lyf. Hann fékk samt töluvert lengra bann heldur en Kolo Toure tildæmis sem féll á sínu prófi. ‘Eg held að UTD menn hafi alltaf bara viljað jafnræði í því máli, en auðvitað átti Rio að fá einhverja refsingu.
    
   Sama á um Suarez og Terry, þið yrðuð mjög ósáttir ef hann fengi lengri dóm en Terry.
    
   Um málið finnst mér þetta. ‘Eg hef enga trú á að Suarez sé rasisti, en hann vissi vel að hann var að vísa í hörundslit þegar hann reyndi að æsa Evra upp. FA geta bara ekki hundsað það og verða að refsa. Hann meinti e.t.v ekkert með því og ætti því bara að biðjast afsökunar og segja að hann hafi ekki meint neitt með því. LFC ætti að taka sama pól í hæðina í stað þess að kenna Evra um þetta, þeir eru að ráðast á ‘fórnalambið’.
    
   ‘Eg held að allir geti verið sammála um að fótboltinn þarfnast meiri kurteisi og minni rasisma, blóts og dónaskaps.

 67. Vona að stelpur megi líka kjósa…..það eru nefnilega líka til stelpur/konur sem halda með Liverpool……:)
   
  YNWA

 68. Núna er komin kæra á Terry frá Lögreglunni í Bretlandi, mikið vildi ég óska þess að þeir hefðu rannsakað þetta Suarez mál. Þar held ég að aldrei hefði verið kært vegna ónægra sannana eða þá að orð á móti orði sé einfaldlega ekki nóg. Þáer líka mjög ólíklegt að FA hefði þá getað gert nokkurn skapaðann hlut. Þetta er allt saman eitt stórt prump og ég bara skil ekki neitt lengur.

 69. Gordon Taylor, Chief Executive of the Professional Footballers’ Association, said that he thought the decision was “severe” but that it sent out a “very strong message” to other footballers.
  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8970604/Gordon-Taylor-Luis-Suarez-racism-ban-is-a-strong-but-correct-message.html

  Er þetta ekki kjarni málsins? Það er verið að krossfesta Suarez á hæpnum forsendum til að setja fordæmi. Hefur ekkert með sannanir eða menningarlegan mun eða orðanotkun að gera. FA hefur kostið að gera Suarez að blóraböggli í baráttunni við rasisma.

 70. banni hjá cantona má deila með 2 kom yfir mai juni juli og ágúst..Hvað er skalli blö að tjá sig

 71. Suarez að segja negrito við Evra er eins og að segja hlunkur um Steve Bruce eða rauðnefur um Alex Ferguson.  

   

 72. Nú er ég búandi í Suður-Ameríku og margir vina minna gangast undir nöfnunum Negro, Chino, Blanco, Waton (feiti) og ég undir nöfnunum flaco (mjói), rubio (ljóshærði) og gringo (útlendingur). Hér er menningin einfaldlega þannig að fólk ber oft á tíðum gælunöfn sem lýsir útliti þeirra og alls engin móðgun ætluð með þeim, þetta er bara í menningunni. Þess vegna finnst mér algjörlega út í hött að Suarez sé fundinn sekur um kynþáttaníð, hér nota dómararnir þessi orð!

  • Þetta gerðist í Englandi, ekki S-Ameríku, sérðu ekki muninn á því?

   • Þetta mál inniheldur samt S-Ameríkumann sem hefur ekki búið lengi í Englandi og hann var að tala við Frakka á spænsku…ekki ensku. Erum við ekki búnir að flækja þetta mál aðeins hérna? Er ekki helvíti mikið hart og rúmlega það að stimpla manninn sem rasista og dæma hann í 8 leikjabann og gefa eina þyngstu sekt sem komið hefur í svona málum?

     

  • Þetta átti að sjálfsögðu að vera svar við nr, 90.1.1, er ekki enn búinn að læra á nýja kerfið 🙂

 73. Sælir, ég sendi FA fyrirspurn varðandi þennan dóm sem að Suarez fær, lýsi því yfir að mér þykji hann ósanngjarn og spyr svo einnig hvort það eigi eitthvað að taka fyrir mál Terry og dæma hann í bann.

  Í stuttu máli er mér bent á úrskurð dómnefndarinnar og að FA hafi ekki tekið neina afstöðu varðandi Terry málið.

  Ég hvet ykkur all til að senda FA fyrirspurn varðandi þetta mál og lýsa yfir óánægju ykkar og fær rök fyrir því, getið gert það hér http://www.thefa.com/feedback 

  Mér þætti gaman ða sjá pistlahöfunda benda á þennan valkost að senda FA bréf og lýsa yfir skoðunum ykkar á kurteisan hátt og láta aðeins heyrast í okkur.

  YNWA 

  • Og svarið sem ég fékk 

   Dear David,
    
   Thank you for contacting The Football Association.
    
   With regards to this issue, a statement was released by an Independent Regulatory Commission. To access the statement please use the link below:
    
   http://www.thefa.com/TheFA/Disciplinary/NewsAndFeatures/2011/luis-suarez-20-12-11
    
   Please note that within this announcement, the commission does state that written reasons for its decision will be provided in due course, which will set out the following:
    
   (a)          the findings of fact made by it;
    
   (b)          the reasons for its decision finding the charge proved; and
    
   (c)           the reasons for the penalty.
    
   Please be assured that this information will be available via our website as soon as it is available.
    
   Further to the announcement by the Crown Prosecution Service [21 December] regarding the allegation against John Terry following the Queens Park Rangers v Chelsea fixture on Sunday 23 October 2011, The Football Association will not be making any comment at this time.
    
   We do appreciate all of the feedback we receive from supporters. This feedback is collated and used to build a picture of public opinion and is subsequently fed back internally within the organisation. Please rest assured your comments will form part of this feedback process. 

Wigan á morgun

Yfirlýsing frá öllum leikmönnum LFC