Byrjunarliðið gegn Villa komið

Við minnum á að við erum að vinna í uppfærslu á útliti síðunnar. Vinsamlegast sýnið biðlund á meðan hlutirnir líta ekki alveg eðlilega út.

Byrjunarliðið gegn Villa er komið og er sem hér segir:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Shelvey – Adam – Downing

Suarez – Bellamy

Bekkur: Doni, Carragher, Coates, Kelly, Kuyt, Maxi, Carroll.

Heldur betur óvænt að sjá Jonjo Shelvey byrja í dag, og verður spennandi að sjá hvað guttinn lærði í Blackpool. Craig Bellamy byrjar líka.

Af Villa er það helst að frétta að Darren Bent, Shay Given og Gabriel Agbonlahor eru frá í dag, sem er mikil blóðtaka fyrir þá. Emile Heskey og Stephen Warnock byrja fyrir Villa gegn sínu gamla liði.

Áfram Liverpool!

52 Comments

  1. Ég vill ekki vera gráðugur, en það væri voða fínt svona 0 – 4 fyrir Liverpool í dag og komast ofar en Arsenal í töflunni (gefið að þeir skora ekkert seinna í dag).
     

  2. 0-5 fyrir Liverpool ! Suarez x2 Downing. Shelvey og Bellamy x1 hvor. 

    LET’S GO !! 

  3. Carroll hefði nú alveg mátt fá sénsinn í svona leik, þó ekki væri nema bara til þess að flikka upp á sjálfstruastið hjá stráknum…

    • Hann kemur bara inn sem sub þegar við erum komnir 4 mörkum yfir með enga pressu á sér og skorar þrennu 🙂

      • Ætlar hann ekket að fara að henda honum inná þá?? 😉
         

  4. Thad eru fleiri en LFC seinheppnir upp vid mark andstædinganna… Vinir ykkar ættu ad vera tiu null yfir thessa stundina a Loftus Road…

  5. Frábært ! varamarkmaður Aston Villa að fara spila og sanna að hann eigi að vera í byrjunarliðinu og á eftir að verja svona 30 bolta ! 

    Ég vil bara sigra 1-0 og allt meira er bara ljúfur plús ! 

  6. jæja ég ætla vera bjartsýnn og spá því að El pistolero vinur okkar verði búinn að setja þrennu í fyrri hálfleik og við rúllum yfir þetta lið.

    Verð allavegana frekar pirraður ef við fáum á okkur mark gegn þessu slaka Villa liði sem vantar báðar fallbyssurnar í dag! 

  7. jájájájájá þvílk snilld. 2 mörk á fyrsta korterinu og nú vil ég bara að við völtum yfir þá og verðum búnir að klára þennan leik fyrir hlé svo við getum tekið því rólega restina af leiknum og verið sprækir fyrir jólatíðina.

    En eins og lýsandinn sagði : JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR!! 

  8. Tvö mörk á fyrstu fimmtán, og þau bæði koma úr horni!

    Ég hlýt að vera með stillt á vitlausa rás.

  9. Er liverpool í alvöru búið að skora 2 mörk úr hornum eða er mig að dreyma ? :S

  10. Hvað er að gerast, ætlum við að hleypa þeim inn í leikinn aftur?
    finnst menn vera að slaka aðeins á, Villa að ná að setja of mikla pressu.En frábært að fá 2 mörk úr hornum 🙂

  11. óþolandi Heskey stærsti maður deildarinnar liggur við og getur aldrei
    staðið í lappirnar, gerði það ekki einusinni hjá Liverpool, óþolandi.

  12. Fínt einsog er. Mættum skerpa okkur sóknarlega. Hugmyndasnauðir oft á tíðum ..

  13. Flottur fyrri hjá okkar mönnum, nú er bara að passa að hleypa þeim ekki inn í leikinn í seinni.
    Shelvey virkar eins og hann sé kominn til að vera, og eigum við að ræða skallann hjá Skrölta eitthvað?

  14. Nú er bara að byrja seinni af krafti og skora 3 markið fljótlega og klára leikinn. Ekki fara að verja þessa stöðu… það er hættulegt.

  15. Ekki tréverkið í hundraðasta sinn…. þennan sá ég inni. Suarez gerði allt rétt…

  16. #28 hehehe ég hugsaði þetta nákvæmlega sama.

    Ég hélt í alvörunni að þetta væri leikurinn sem við myndum skora stöngin inn! 

  17. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki eftir að koma í bakið á liðinu að hafa ekki nýtt færin betur. Þetta er orðið frekar þreytandi.

    En Bellamy búinn að vera hrikalega öflugur þarna vinstra megin og Shelvey að koma sterkur inn…

  18. Við erum með álíka mörg mörk á tímabilinu og skot í tréverkið, það er ekkert eðlilegt við það.

  19. Sá í eihverri hálfleiks samantekt á sky fyrr í vetur að Stven Gerard ætti flest skot í tréverkið í sögu premier league.  Man nú ekki hvað þau voru mörg, 50 og eitthvað minnir mig,  Suarez virðist ætla að slá það met í 2-3 tímabilum

    • Er ekki sammála því að þetta sé hendi, henn setur öxlina þarna út í boltann, hendin allveg föst uppvið líkamann.

      • Tók einmitt eftir því að þulirnir á Skývildumeina að þettaværi hendi… En samkvæmt knattspyrnulögunum þá er þetta ekki hendi. Ef líkaminn er stækkaður með því að setja út hendina þá er það brot en ef hendin er upp við líkamann þá telst hendin hluti af líkamanum og er ekki brot. í þessu tilfelli þá er höndin milli axlar og olgnboga allan tíman upp við líkamann og því aldrei hendi…. Finnst lélegt af lýsendum SKY að vita þetta ekki.

  20. Ten minutes left at Villa Park, but if there is a Villa comeback forthcoming they are hiding it well.  ;  )

  21. Haha, ég varð svona meyr inni í mér þegar Dalglish knúsaði Bellamy. Gott fyrir jólaskapið:)

  22. fínn sigur gegn ansi slöku Villa-liði en eins og fyrr finnst mér vanta allt drápseðli í liðið okkar,eftir að hafa komist í 2-0 eftir 14 mín. fannst mér að það væri séns að laga markahlutfallið verulega en það er eitthvað sem vantar??? Svo finnst mér Carroll vera eins og fiskur á þurru landi þegar hann fær að spila,vantar eitthvað mikið upp á hjá honum!!!

  23. Sá seinni hálfleik, síðustu 20-25 mínúturnar ógeðslega leiðinlegar en ég verð að vera bara nokkuð ánægður með þennan sigur.

Útlitsbreytingar – part 2

Aston Villa 0 Liverpool 2