Aston Villa á morgun

Þá hefst fjörið fyrst að byrja! Framundan er veisla fyrir fótboltaáhugamenn en frá 18.desember til 14.janúar spila okkar menn hvorki fleiri né færri en 8 leiki. Sex þessara leikja eru í deild og síðan koma leikirnir gegn Oldham í bikarkeppninni og fyrri leikurinn gegn City í undanúrslitum deildarbikarsins þarna inn á milli.

Alvöru prógramm og það byrjar gegn hinu ávallt óspennandi liði Aston Villa á þeirra heimavelli, Villa Park í Birmingham. Aston Villa er nokkurn vegin skilgreiningin á liði sem er of gott til þess að falla en of lélegt til að vera í toppbaráttunni. Þeir hafa dalað undanfarin ár og eru ansi langt frá því sterka liði sem Martin O´Neill náði að byggja upp og halda í toppbaráttunni  ca. 6 mánuði á hverju tímabili.

Fyrir þetta tímabil losuðu þeir sig við Houllier en náðu samt að fá ennþá meira óspennandi þjálfara í Alex McLeish. Hann var áður  hjá erkifjendunum í Birmingham og náði að koma þeim úr deildinni.

Borgin er fyrir mér þannig að þegar ég ímynda mér hana þá sé ég hana ekki í lit og liðið er ekkert voðalega spennandi þrátt fyrir að þar leynast sannarlega ennþá nokkrir góðir leikmenn.

Shay Given endaði á einhvern hátt í markinu hjá þeim en þar sem hann er meiddur eitthvað fram á nýtt ár fellur það í skaut Brad Guzan að eiga leik lífsins á móti okkur. Vörnin inniheldur breska Land Rovera eins og Dunne, Hutton og Warnock ásamt hinum stóra Cuellar. Á köntunum hafa þeir hinn efnilega Marc Albrighton og N´Zogbia sem reyndar eiga að fylla skörð Downing og Young. Frammi eru þeir síðan með nokkuð góða breska leikmenn….og Emile Heskey. Darren Bent væri kominn með svona 12 mörk í ár væri hann leikmaður Liverpool, Agbonlahor hefur aðeins fundið sig aftur eftir að Houllier fór og Delfouenso er síðan mikið efni. Emile Heskey er hinsvegar ennþá Emile Heskey og það var fyrst núna í ár sem fjölmiðlar fóru að átta sig á einum lífseigasta misskilningi ensku úrvalsdeildarinnar…þ.e. að Heskey er auðvitað í besta falli miðvörður, alls ekki sóknarmaður og líklega nýtist hann best í aftari röð hægramegin á varamannabekknum.  Ég gat ekki annað en vorkennt stuðningsmönnum Villa (þessum tveimur sem ég þekki) að hafa Houllier að stýra liðinu með Heskey frammi en fátt hefur farið meira í taugarnar á mér sem stuðningamaður Liverpool heldur en ást þessara manna á hvor öðrum. Við getum þó haldið í vonina að McLeish tefli okkar manni fram í þessum leik þar sem Agbonlahor er í banni.

Hrollur!

En Villa er með þétt lið, breskan kjarna og þeir geta staðið í hvaða liði sem er á góðum degi en eru ekkert að fara ná neinum árangri yfir heilt tímabil. Verst er að þeir hafa þannig séð verið á svipuðu róli og okkar menn í vetur. Þeir hafa skorað 18 mörk rétt eins og okkar menn en fengið öllu meira á sig. Villa hefur gert flest jafntefli allra liða í ár (sjö) sem er eðlilegt ef miðað er við að þetta er lið sem Houllier bjó til fyrir Alex McLeish, en auðvitað óeðlilegt ef tekið er með í reikninginn að Roy Hodgson er einnig að stýra liði í þessari deild.

Aston Villa er mjög gleymanlegt lið og Liverpool á að vinna þá…alltaf.

Downing er velkomið að skora sigurmarkið í þessum leik...fyrir Liverpool núna.

Allir leikir Liverpool eru must win leikir og er þá sama hvort við erum að tala um heimaleik eða útileik. Jafntefli á velli eins og Villa Park er svosem engin heimsendir en í ljósi þeirrar stöðu sem markaþurrð okkar manna á þessu tímabili hefur komið okkur í er alveg ljóst að við bara hreinlega verðum að vinna lið eins og Aston Villa, bæði heima og heiman. Fyrir Fulham leikinn, þar sem við vorum hreinlega rænd stigi eða stigum, hafði liðið ekki tapað í 12 leikjum ef ég man rétt, núna er bara nauðsynlegt að taka annað svipað run og leikjaprógrammið framundan er sæmilega hentugt til að gera einmitt það.  Liðið þarf að gíra sig inn í hvern leik eins og það sé gegn Chelsea því fleiri töpuð stig gegn „lakari“ liðum eru ekki í boði og allra síst eftir enn einn leikinn þar sem við sköpum færi til að vinna þrjá leiki.

Aston Villa leggur líklega upp með að verjast og gefa fá færi á sér og því er mikilvægt að brjóta vörn þeirra á bak aftur fljótlega í leiknum. Luis Suarez skoraði í síðasta leik og ég hef trú á að það lyfti töluverðu fargi af honum og hann taki gott run núna ef hann fær leyfi til þess. Herferðin gegn honum gæti farið að skila honum leikbanni á næstunni en það er umræða sem við ætlum ekki að taka í þessum þræði.

Sóknin er auðvitað smá áhyggjuefni enda skorum við ekki nógu mikið af mörkum en það er engu að síður miðjan sem ég hef meiri áhyggjur af í þessum mánuði. Það er hrikalega þungt högg að vera án bæði Lucas og Gerrard á sama tíma og öll lið myndu finna vel fyrir því. Adam og Henderson eru samt að leysa þetta vel en það má lítið útaf bregða og ég hef áhyggjur af því að þetta muni kosta okkur stig í þessum mánuði sem við ættum ekki að vera að tapa. Hversu oft t.d. hefur Gerrard klárað leiki líkt og þá sem við höfum verið að tapa stigum í á þessu tímabili?

Henderson og Adam stóðust prófið ágætlega gegn QPR í síðasta leik þó við hefðum tapað miðjunni aðeins í restina, núna er bara að byggja ofan á þann sigur og því spái ég að byrjunarliðið verði bara það sama og í þeim leik fyrir utan að ég tippa á að Carroll komi inn fyrir Maxi eða Kuyt.

Tippa á þetta svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Kelly, Carragher, Shelvey, Bellamy, Coates, Maxi.

Jonjo Shelvey fær að byrja á bekknum í þessum leik þar sem við unnum þann síðasta en hann er líklega farinn að banka mjög fast á byrjunarliðið enda sjóðandi heitur eftir góða lánsdvöl hjá Blackpool sem skilaði honum tilnefningunni sem besti ungi leikmaður mánaðarins í championship deildinni fyrir nóvember.

Spá: Þetta verður copy/paste af tímabilinu okkar til þessa, sækjum og sækjum en verðum í basli með að skora, ég ætla samt að vera bjartsýnn og segja 0-1 fyrir Liverpool og Suarez skori aftur.

Hvar  er best að horfa á leikinn: Leikurinn er auðvitað á Stöð 2 Sport 2 og er best fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að skella sér á NAM , nýjan veitingastað staðsettan á N1 Bíldshöfða fyrir leik og borða heima hjá sér yfir leiknum. 🙂

Annars er líka ágætt að minnast einu sinni á heimavelli Liverpool klúbbsins á Akureyri og í Reykjavík en bæði bæði bæjarfélög bjóða upp á vel keppnis heimavelli fyrir Púllara. Úrilla Górillan er málið ef þú ert í bænum og Sportvitinn fyrir þá sem eru svo vitlausir að halda að Goði geri bestu pylsurnar.

42 Comments

  1. Ég vill sigur í þessum leik. 0-2, Suarez og Downing með mörkin.   Mundi vel fíla það að fá Gerrard inná í ca 10 mín í lokin.

     YNWA 

  2. Bara ef úrilla górillan hefði meter meira í lofthæð – þá væri hún kannski ekki alltaf svona úrill!
     

  3. Þetta verður hörku leikur, en gott ef villa verða ekki án Agbonlahor sem er búinn að vera þeirra langbesti maður í vetur! Ég spái 1-3 sigri, Enrique, Suarez og Bellamy með mörkin, Heskey potar inn einu fyrir þá á 93.

  4. þetta er klárlega skylldusigur og ég ætla að vera svo kræfur að sega að LIVERPOOL vinni þetta 3-0 með mörkum frá Suarez, Carroll og Adam með eitt úr víti sem suarez fær.. heheh og Downing  leggur upp 2 mörk.. 

  5. Afar hressandi upphitun. Sérstaklega fyrsta setningin.

    Svo er þetta ekki síðra: t.co/tjoJsEJF

  6. “Nú hefst fjörið fyrst að byrja!”

    Say no more, þetta er 0-2 allann tímann. : )

  7. Ein leiðrétting, Houllier var ekki rekinn hann hætti af heilsufars ástæðum, eða er það ekki rétt hjá mér?  
    En að leiknum, þetta verður algjör slátrun hjá Liverpool sem mun samt ekki skila sér í mörkum.  Leikurinn endar 3-0 fyrir Liverpool Carroll og Suarez koma Liverpool á bragði og Downing klárar þetta svo í restin fyrir okkur.  Hljómar sem uppskrif af góðum Sunnudegi 🙂 

  8. Mér finnst ómaklega vegið að Houllier í þessum pistli. HROLLUR! Persónulega gleymi ég aldrei hvað hann gerði fyrir okkur 2001 og það var eitt skemtilegasta liverpool lið sem ég man eftir. (byrjaði seint að fylgjast með)
    En skamm fyrir þetta. Þú mættir taka pistilinn hans Magga til þín!
    He´s one of us! Liverpool legend í mínum huga. 

     

    UEFA Cup2001
    UEFA Super Cup2001
    FA Cup2001
    Football League Cup20012003
    FA Community Shield2001

  9. Nr 3 arinbjörn –

    Horfa á leikinn nam og heima hja sér, er thetta borguð auglýsing?

    Ekki beint, eða ég held ekki? Einar Örn var að opna þennan stað og ég var að reyna koma því að svona á léttu nótunum 🙂 

    Nr. 6 ÓHJ

    Afar hressandi upphitun. Sérstaklega fyrsta setningin

    Líklega best að taka það fram áður en málfærðilögreglan byrjar að vinna að fyrsta setningin er  smá grín sem hefur a.m.k. verið í mínum vinahóp lengi. “Ég er ekki eins heldur og þú fullur” er þar t.a.m. líka 🙂

    Nr. 8 Örn

    Ein leiðrétting, Houllier var ekki rekinn hann hætti af heilsufars ástæðum

    Ég reyndi að fara fínt í þetta með því að segja að þeir losuðu sig við hann sem er líklega ekki alveg rétt, hann hætti held ég örugglega af heilsufarsástæðum en ég held að hann hafi ekki beint verið öruggur í starfi og það hafi ekki verið neinn heimsendir í þeirra augum að hann hafi þurft að hætta með liðið. 
     

  10. Ekki að byrja mað Carrol inná frekar að byrja mað Bellamy inná. Svo tökum við þetta bara 4-0 og ekkert kjaftæði.

  11. Hørkuleikur….1 – 1 ……7 gul….2 raud….og ovænt uppakoma….

  12. Nr. 9 Ólafur

    Nokkuð til í því hjá þér og pistill Magga mjög góður og gefur flotta mynd á muninn á stemmingu eftir leiki hér inni eða á öðrum verfsíðum og svo stemmingunni fyrir utan Anfield. 

    Ekki taka pistilinn hans samt sem svo að Scousers sé með öllu hafnir yfir gagnrýni á sýna menn og ég hef alveg heyrt þá tala um Houllier og lesið þeirra (t.d. Brian Reade o.fl.) álit á honum…og það er ekkert alveg rósrautt og fallegt.

    Alls ekki ætlunin að fara yfir tíma GH í þessum þræði enda efni í heilan þráð en svo ég svari þessu örlítið þá gerði Houllier margt gott hjá Liverpool og má segja að hann hafi nútímavætt klúbbinn og ég virði hann sannarlega sem eins af fyrrverandi stjórum Liverpool og er þakklátur þeim árangri sem hann náði. Sama með Heskey hann reyndi alltaf sitt besta. Það breytir því ekki að ég þoldi ekki ást þeirra á hvor öðrum og skil ekki ennþá hvernig leikmenn eins og t.d. Fowler eða Litmanen fengu að hanga á tréverkinu fyrir Heskey. Fótboltinn sem Houllier spilaði var síðan aldrei spennandi, honum mistókst að þróa fleiri þætti en varnarleikinn og heimamenn, líka þeir sem fara á völlinn voru svo sannarlega komnir með nóg af hans tegund af fótbolta löngu áður en hann var rekinn frá félaginu. 

    Myndin sýnir Houllier setja Heskey inná og því smá grín m.v. pistilinn að skrifa Hrollur við hana. Ég meina myndir þú vilja sjá þetta gerast hjá Liverpool? 🙂

    Húlli var fær stjóri, gerði margt mjög gott en fer held ég ekki á fánana sem Liverpool legend, hann reyndar vildi eigna sér evrópumeistaratitilinn (rétt eins og Heimsmeistaratitil Frakka hér um árið). En hann vann hvorugan þessara titla.

  13. Haha sýnist gaurinn vinstra megin (frá okkar sjónarhorni) við Heskey á fyrstu myndinni líða eins vel með að hann spili og við!

  14. Babu
    Þessi Hrollbrandari var alveg skondinn, ég gef þér það. Ég gleymi því heldur ekki þegar Heskey var frábær vinstri kantari í augum Houllier. Alveg sammála þér.
    En ég gleymi því heldur aldrei þegar Houllier kom með villa til Liverpool og sagði að ef hann ætti að tapa leikjum þá væri það frábært að það væri allavega fyrir liverpool liðinu sýnu, eða eithvað svoleiðis.
    He´s one of us!

    Takk samt fyrir pistilinn. Þetta er besta síða í heimi 

  15. Þar sem þið eruð að auglýsa staðina hans Einars hérna, þá langar mig að spurja Einar, afhverju hann opnar ekki Serrano eða aðra staði á Akureyri? Það bráðvantar! =)

    Annars spái ég 1-2 fyrir Liverpool! Carroll og Suarez! 

  16. Þakka plöggið, Babú.

    Sverrir Björn, við höfum áhuga á því að opna á Akureyri og erum vongóðir um að það gerist á næsta ári. 

    Annars er þetta myndband, sem Óli benti á í kommenti #6 algjörlega epískt!  Það er skylda að horfa á það.

    Ég spái 5-0 tapi á morgun. 

  17. Stoke eru 2 stigum á eftir okkur í deildinni í dag !  Voðalega er það eitthvað ömurleg staðreynd. 

     

  18. Voðaleg deja vu tilfinning hellist yfir mann þegar maður les kommentin hérna fyrir leik,það á gjörsamlega að rústa andstæðingnum og liðið það besta í heimi en svo þegar hálftími er liðinn af leiknum og staðan er enn 0-0 þá eru allir að tapa sér og lilðið orðið það versta í heiminum,svona er þetta með allflesta leiki.

  19. Það vantar stað til að horfa á LFC í Keflavík! Einhvern annan en Paddy’s semsagt, slæm gæði og slæmt crowd þar.

  20. Þessi leikur er skemmtilega ógirnilegur uppá stigasöfnun að gera en eitthvað segir mér að LFC vinni þrátt fyrir jafnræði. 

    Spái því líka að Tottenham sé búið að toppa þetta sísonið. 

  21. verður að taka þetta með alla vega 3 mörkum,  Arsenal að spila við City og tapar þeim leik með 2 til 3.  Getum náð af þeim 5 sætinu og komist nokkrum mörkum uppfyrir þá á töflunni.

  22. Vel gert Babú – endilega talaðu meira niður til Heskey … leiðinlegt fyrir þig ÞEGAR hann setur þrennu gegn okkur 🙂

    Heskey. Fokking Heskey. Getur ekkert, en auðvitað er borðleggjandi að hann eigi leik lífs síns gegn okkur á morgun. Sérstaklega eftir svona háðulega útreið!

    Þannig Heskey vinnur þennan leik á morgun fyrir Villa. 3-0 fyrir Heskey. Augljóst.

    🙂

    Homer 

  23. Ég ætla að vera andskoti bjartsýnn á þetta og segja 4 – 0.

    Suarez með 2, Carrol 1 og Downing 1.

    Einhverntímann þarf þetta að gerast =) 

  24. Nr. 25 Homer

    Takk fyrir þetta enda kenni ég þér klárlega um úr þessu. Jinx-ið er á þér.

    Kemur samt ekki að sök enda yrðu líklega endalok alheimsins sama dag…

  25. Chelsea að tapa stigum þar sem Torres var enn og aftur ónothæfur og Newcastle að tapa stigum líka. Nú er málið að bíta á jaxlinn, snúa saman bökum og beita heilvítis oddinum! Verðum að fara gefa verulega í þessari baráttu um 4 sæti og sérstaklega þegar keppinautar okkar tapa stigum!
     
    Annars góð upphitun Babu, þú ert ekki jafn leiðinlegur og þú lítur út fyrir að vera 🙂

  26. VERÐUM bara að vinna þennan leik og næsta!!!!! Villa á morgun og Wigan á miðvikudaginn báðir úti. þessir leikir bara verða að vinnast! Arsenal á city á morgun þar tapar einhver stigum (vonandi Arsenal). Chelsea tapaði stigum í dag. svo á Miðvikudaginn fáum við Wigan á meðan Tottenham og Chelsea mætast á fimmtudaginn! Við erum að tala um að ef Arsenal tapar á morgun og ef tottenham-Chelsea verður hagstæður fyrir okkur (jafntefli) og við klárum þessa tvo skyldusigra þá gæti Liverpool,Chelsea,Arsenal og tottenham verið komin í pakka í 3-6 sæti þar sem aðeins 0-3 stig væru á milli þessara liða. vonum bara að Tottenham misstigi sig líka á morgun ennþá betra !!!!!! VERÐUM AÐ VINNA !! AAAAAAAAAAAAAAAAA

  27. er að horfa á Sevilla – Real.M. Real hafa aldrei litið svona vel út hljóta að líða mjög vel í þessum búningum! serstaklega Alonso og Arbeloa !

  28. Var ekki lítið svekktur í morgun þegar ég vaknaði og hlakkaði til að horfa á leikinn – áttaði mig svo á því að það væri laugardagur og leikurinn væri daginn eftir. Frábært!

    Hlakka mikið til þessa leiks og hef fína tilfinningu fyrir honum. Ætla að tippa á að Carroll dragi loksins fram skotskóna og Downing kemur með fyrstu stoðsendinguna í vetur. Hverjir skora hin þrjú mörkin verður bara að koma í ljós 😉 

  29. Hvernig er það Babu? Er ekki neitt að gera á Slefossi? Hvar í ósköpunum finnur þú tíma til þess að svara nánast hverju einasta kommenti sem kemur á þínar upphitanir? Bara aðeins að forvitnast. og hey, þetta nýja look er allt í lagi en síðast þegar kommenta kerfinu var breytt þá urðu næstum óeirðir afþví að númerin á kommentum duttu út. Bara heads up!!

  30. Carlito 

    Hvernig er það Babu? Er ekki neitt að gera á Slefossi? Hvar í ósköpunum finnur þú tíma til þess að svara nánast hverju einasta kommenti sem kemur á þínar upphitanir? Bara aðeins að forvitnast.

    Varstu uppiskroppa með hluti til að tuða yfir? Þrjú svör í þessum þræði áður en kemur að þessu við færslu sem ég skrifaði sjálfur (fylgjum þeim oft eftir). Það er bara ekkert svo mikið. 

    Hefur þú ekkert uppbyggilegt að segja um leikinn gegn Aston Villa?  

  31. Ég ætla að vera raunsær og þakka fyrirfram fyrir að hafa náð jafntefli við Aston Villa í dag, nú ef leikurinn vinnst þá er það bara hið besta mál, ekki eins hið besta ef hann tapast. Miðað við allar þær stangir og slár sem eru að þvælast fyrir þá á ég allt eins von á að þetta fari 0-0 og gengið geggjast úr gremju……. en það sem ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. !! YNWA

  32. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það sama verði upp á teningnum og hefur verið í undanförnum leikjum. Það þarf nú svosem ekki mikla spádómsgáfu til að komast að þeirri niðurstöðu, bara smá dass af raunsæi og neikvæðni! 

    Ef ég leyfi mér hinsvegar að vera bjartsýnn þá vinnur Liverpool að sjálfsögðu leikinn 3-0 með tveim mörkum frá Suarez og einu frá Adam. Downing mun eiga tvær stoðsendingar.

     

  33. Nú er ég orðinn verulega spenntur eftir hagstæð úrslit gærdagsins.
    Sigur sigur og svo að lokum sigur er mantra dagsins.
     
    Koooooma svo!

  34. Það er bara eitt sem Liverpool þarf að gera,,,,,SKORA FULLT AF MÖRKUM = NÝTA FÆRIN

  35. Ég vill 0% hafa Kuyt inná, Bellamy inná alla daga vikunnar !!

  36. Liverpool: Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Adam, Henderson, Shelvey, Downing, Suarez, Bellamy. Subs: Doni, Carroll, Maxi, Coates, Kuyt, Carragher, Kelly.

  37. Liverpool eiga að rústa þessum leik ég segi að það endi 3 1 fyrir liverpool

A Scousers view

Smá breytingar í gangi