Opinn þráður – Torres til sölu í janúar?

Ég set inn nýjan þráð um þetta því þið eigið eflaust eftir að vilja ræða þetta:

Daily Mail eru með frétt í fyrramálið þar sem þeir halda því fram að Fernando Torres sé til sölu fyrir 20m punda. Nú þegar eru einhverjir Púllarar byrjaðir að óska þess á Twitter að við tökum hann til baka. Endilega ræðið þetta eða hvað sem þið viljið.

Ég minni á frábæra færslu Magga um Hillsborough Justice Campaign hér fyrir neðan!

Annars er þetta opinn þráður. Þið megið ræða það sem ykkur sýnist.

124 Comments

 1. ahhahahahah
  En ég held annars að það gæti verið gaman að sjá hann í rauða búningnum aftur.

 2. Ef það er eitthvað til í þessu þá á klárlega að bjóða í hann. Ef hann skyldi enda aftur í rauðu treyjunni væri það rosalegasta ever held ég bara. Keyptum hann á ca. 23, seljum á 50, kaupum til baka á 20. 3 og hálft tímabil með Torres og svo væri hann nokkur ár í viðbót og værum í ca. 5m í gróða. Það væri bara fáránlegt. Auðvitað launakostnaður en samt gjörsamlega absúrd dæmi.

 3. Ég persónulega væri meira en til í þetta, það er ákveðin markaþurrð hjá liðinu og þrátt fyrir að Torres sé ekki búinn að skora mikið undanfarið þá held ég að hann passi miklu betur inn í Liverpool heldur en nokkurn tímann Chelsea. Getiði líka ímyndað ykkur hvað hann mundi fá mikla hjálp til að skora? Þegar Gerrard er kominn til baka þá erum við að tala um þetta svona: Miðja: Maxi/Kuyt/Henderson – Gerrard – Adam – Downing Framherjar: Suarez – Torres, mundum líka ekkert eiga slæma kosti á bekknum….

 4. Væri mikið til í svona Ian Rush dæmi, selja og kaupa til baka á spott prís.
   

 5. Sko, það væri helvíti risky að fá hann aftur, því leikmennirnir eru eflaust e-h fúlir við hann, eða það held ég allavega. Svo er líka spurning hvort hann passi inn í leikkerfið sem við erum að nota, þar sem hann getur verið frekar mikill einspilari.
  Síðast en ekki síst væri Carroll búinn að vera sem Liverpoolmaður ef Torres kæmi aftur, þar sem ég held að Torres myndi verða valinn fram yfir Carroll og við gætum ekki spilað þeim saman, eins og Torres og Drogba gátu ekki spilað saman.
  Allavega, þetta er bara mín skoðun, hvað finnst ykkur? 

 6. Myndi taka hann til baka á slaginu, ekki spurning. Hef fulla trú á að við getum fengið það besta út úr honum aftur með gerrard/suarez/adam að spila til hans. Form is temporary, class is permanent eins og sagt er. 

  Hugsið ykkur hvað það væri gaman að sjá hann koma til baka og ná sínu gamla formi og heyra kop syngja… (þótt að það sé ekki líklegt að hann fái 9-una aftur)
  http://www.youtube.com/watch?v=cpV0ygkmhP4 

 7. Djöfull væri ég til í hann aftur, líka ef hann myndi koma aftur myndi hann þurfa leggja sig svo geðveikt mikið fram til þess að vinna aðdáenduna aftur á sitt band. Held að liverpool aðdáendur væru ekki lengi að taka hann í sátt

 8. Þetta væri draumur, svo eru Carroll og Drogba ekki eins leikmenn og erfitt að segja að af því að Torres og Drogba virkuðu ekki saman að það sama eigi við um Carroll og Torres.

  Suarez og Torres með Gerrard fyrir aftan … markaþurrð lokið. 

 9. Vá! Ekki eitt comment frá einhverjum sem hraunar yfir hann og kallar hann svikara eða þaðan af verra.  Vonandi verður umræðan á þessum nótum í framhaldinu.
  Annars held ég að það séu litlar líkur á því vegna þeirrar niðurlægingar sem Chelsea yrði fyrir ef hann færi aftur í Liverpool.

 10. Við verðum aðeins að hugsa. Þetta er eins og að hitta gamla kærustu á djamminu sem fòr frá manni fyrir annan fola og sagði að sá foli væri “stærri” og betri en þù en nù er hùn byrjuð að gefa þèr aftur undir fòtinn og þù hugsar um gömlu og gòðu tìmana sem þið áttuð saman.

  Þetta er flòkið mál, þò sumir væru til ì að endurnýja kynnin er ekkert ì heiminum flòknara en fyrrverandi kærasta sem maður hefur smá tilfinningar til og gæti alveg eins verið að hùn vilji flýja land og finna annan fola ì öðeu landi.

  Ég vill ekki hryggja mig 2 sinnum á sömu merinni svo ég segi nei takk pent og vill finna eina frìska og kannski yngra model 🙂

 11. Maður efast nú um að það sé fótur fyrir þessari frétt http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2073746/Fernando-Torres-sale-Chelsea-20m-January-flop-striker.html

  81 mark í 142 leikjum fyrir okkar menn, enginn í sögu Liverpool hefur verið sneggri að ná 50 mörkum.  
  Ef kappinn er til sölu á útsöluverði og hefur áhuga á að koma þá er þetta ekki spurning. Það er útilokað að Torres sé bara búinn að vera.    Myndi ekki hika eitt augnablik.

 12. Afhverju að fá til baka útbrenndann  og uppgefinn leikmann sem að passar ekki inní kerfið ? 

  Sú snerpa sem að einkenndi hann, sjálfstraustið og killer touchið er horfið, mynduði vilja fá Owen til baka ?

   Væri best fyrir hann að fara til PSG, Rússlands eða Ameríku og verða að einhverju sætabrauði þar.

 13. aaaa shi ég vorkenni Torres maður, þetta er öruglega fínasti gaur sem tók bara skref í vitlausa átt. Ég vill hann aftur fyrir 20 miljónir, en efast um að það sé að fara gerast útaf þá erum við að gefa ákveðið ‘hint’ á replacementi-ið hans; Carroll, sem er ekki buinn að geta mikið frekar en Torres. Ef Torres myndi koma þá myndi tækifærin hjá Carroll minnka ennþá meira, hvað eigum við þá að gera við Torres,Suarez,Carroll,Kuyt og unga gutta? eða reyndar eru öll topp liðinn með 4 eitraða striker-a, við ættum auðvitað að vera með það líka.
   

 14. Ef Torres langar aftur heim þá finnst mér engin spurning að kaupa hann aftur á þessum prís. Vissulega er komin meiri breidd í hópinn en samkeppnin er af hinu góða. Svo má alltaf reikna með að einhverjir meiðist eða verði settir í bann (Suarez) af einhverjum orsökum. Við sjáum hvað gerðist þegar Lucas meiddist, þó við eigum ágætis miðjumenn eru þeir ekki í sama klassa og Lucas. Liðið er ágætlega mannað varnarlega en það er ekkert launungarmál að töluverð markaþurrð hefur verið það sem af er. Carrol virðist eiga langt í land með að komast í almennilegt form og sjálfstraustið ekki gott. Einnig hefur Kuyt hefur ekkert skorað enda spilað minna undanfarið þar sem Henderson hefur tekið hans stöðu.

 15. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en ÉG HELD að flestir hörðustu stuðningsmenn Liverpool í Liverpool borg mundu ekki vilja sjá hann, var með þeim á Stamford Bridge í Febrúar og þeir litu Allir á hann þar sem svikara sem þeir vildu alls ekki sjá… Kannski er það breytt í dag ég veit ekki sko….

  Ég er sár útí Torres að hafa tekið þetta Move í Janúar en ef hann mundi vilja koma til okkar og Chelsea væri til í að láta okkur hafa hann á 20-25 milljónir mundi ég fyrirgefa honum á sekúndunni sko ….. Sé þetta samt ekki gerast … 

 16. Fá hann tilbaka, ekki spurning.  Hann tók ranga ákvörðun, og það kemur fyrir alla á lífsleiðinni.   Hann á eftir að finna lífsgleðina, leikgleðina, og bara gleðina yfir að vera þá loksins komin í ALVÖRU klúbb, aftur.

  Komdu bara kallinn minn.  Komdu til félags með sál og hjarta.

  YNWA   

 17. Getum prófað að prútta og niðurlægt Chelsea smá með að bjóða 12m punda í Torres! “Sætt” okkur svo við 17-18!
  Hann hefur sagt að honum líði ekki vel í London og sakni Liverpool borgar, augljóst á hvernig hann ber sig að hann er orðinn hálfgert outcast þarna og líklega lent í einhverju rifrildi við þjálfarann. Ef við getum fengið hann ódýrt er þetta no-brainer. Ef eitthvað lið getur fengið allt útúr honum aftur er það Liverpool. Framlínan Torres-Suarez þar sem báðir eru í toppformi fær mann bara til að kikna eins og smástelpa í hnjánum og er þráðbein vísun á titla.

  Ég hef hinsvegar fullkomlega enga trú á að Chelsea vilja selja okkur hann tilbaka. Fer ekki eins og Anelka til Kína en hann fer frá Englandi ef hann verður seldur.  

 18. Reiðin út í hann hefur smám saman breyst í vorkunn hjá mér. Ég myndi þyggja hann, en það þýðir þó ekki endalok Carroll eins og menn muna, heldur ef eitthvað er minni pressu á Carroll, því Torres myndi vera undir allsvakalegri pressu. 

  En það er ekkert víst að hann vilji koma aftur, úr því að hann vildi endilega fara. 

 19. His armband proved he was a red Torres, Torres
  You’ll never walk alone it said Torres, Torres 
  We bought the lad from sunny spain
  He gets the ball and scores again
  Fernando Torres Liverpool’s number nine! nana..nana..nana..nana..nana..nana..
  Fernando Torres Liverpool’s number nine!!!

 20. Jón Magnús (#10) segir:

  Vá! Ekki eitt comment frá einhverjum sem hraunar yfir hann og kallar hann svikara eða þaðan af verra.  Vonandi verður umræðan á þessum nótum í framhaldinu.

  Það er nú bara af því að Maggi er ekki vaknaður og búinn að sjá þessa frétt. Þá færðu mótbárurnar, þegar hann sér þetta. 🙂

  Annars skil ég þá sem hika við að fá hann aftur. Torres hefur dalað á síðustu 1-2 árum en það er ekki þar með sagt að hann geti ekki skilað góðu verki fyrir okkur. Hann verður kannski aldrei aftur 2007/8-Torresinn okkar en ef Fowler gat komið aftur eftir þrítugt og staðið sig vel þrátt fyrir að vera kominn vel yfir hæðina ætti Torres að geta það líka.

  Lykilatriðið í þessu er hvort hann hefur áhuga á að koma aftur. Ef menn settu sig í samband við Chelsea og fengju leyfi til að ræða við Torres ættu skilaboðin að vera einföld: “Fernando, we are willing to buy you back but only if you are excited about it. We dealt with your moodswings in 2010 and we won’t pay 20m to deal with them again.”

  Bjóða Chelsea 15m punda í hann, bjóða honum gamla samninginn sinn aftur (aldrei þau laun sem Chelsea borga honum, en hann fær þau laun heldur hvergi annars staðar eftir þetta skítaár sitt) og segja honum að ákvörðunin sé hans.

  Ef hann vill koma, fínt. Ef ekki þá höldum við bara áfram að fagna því að hafa fengð 50m punda fyrir flopp ársins. Ein besta sala í sögu Úrvalsdeildarinnar, án efa.

  Eitt að lokum: mér sýnist gengi Carroll hjá Liverpool hafa mkil áhrif á skoðanir manna gagnvart Torres. Ef Carroll hefði slegið í gegn hjá okkur væru menn kannski ekki jafn fúsir að fyrirgefa, en af því að hann er ekki að ná sér á strik og fólk var hvort eð er farið að slúðra um framherjakaup í janúar opnar það held ég dyrnar meira fyrir Torres í hugum fólks. Athyglisvert.

 21. Ef hann er til sölu á þessu verði þá þori ég að veðja að hann fari heim til spánar á ný til liðs við sinn gamla klúbb……

 22. Æjh, ég veit það ekki. Þetta er alveg spurning…þetta væri jú típan sem við erum að leita að, þ.e.a.s. ef hann nennir þessu!

  Ég myndi ekki hoppa hæð mína ef ég myndi frétta það að Torres væri á leiðinni til baka, alls ekki.
  Persónulega vill ég hann ekki aftur, held að það sé tími kominn á að fá eitthvað ferskara í liðið. Væri til í t.d að sjá Eccelstone fá séns einhverntíman með Suarez, ágætur að klára færi og er tiltölulega snöggur.

  Nei, takk!

  P.S -> Daníel #11, ef menn sjá líka Meireles þá er greinilega mikil gleði sem brýst innan með þeim báðum!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 23. Chelsea myndi aldrei selja okkur Torres til baka, þeir eru ekki til í það að selja leikmann til samkeppnisaðila, EITTHVAÐ SEM VIÐ ÆTTUM AÐ TAKA TIL FYRIRMYNDAR

 24. Heldur ad fá ungan og spennandi leikmann sem er framtíd í, en ad fá thennan gráduga medslapésa og fílupúka sem er á fáranlegum launum. Ég get ekki séd ad hann eigi eftir ad toppa aftur. 
  Hann stakk hníf í bakid á okkur, og á ekki skilid ad klædast rauda buningnum aftur. 

  Success is temporary, loyalty is forever!
   

 25. Í könnuninni varðandi einmitt þetta sem var hér um daginn, sagði ég að ég væri til í að fá hann aftur fyrir 20 milljónir. Býst samt ekki við að það verði neitt úr þessu, AVB er ný búinn að segja að hann sé mjög ánægður með Torres.

 26. #28 – Hvað veist þú um kaup- og sölustefnu Chelsea? Á síðustu árum hafa þeir selt Diarra, SWP, Wayne Bridge, Gallas, Ben Haim og áreiðanlega einhverja fleiri til samkeppnisaðila, ásamt því sem þeir lánuðu Benayoun til Arsenal. Þetta eru einungis stóru nöfnin sem fóru til stóru liðanna, og engu að síður eru þau þónokkur talsins.

  #12 – Þetta er ekki eins og að hitta kærustuna sem fór til „stóra folans“, þetta er meira eins og ef Liverpool er pimp og gat einfaldlega grætt vel á því að selja Torres í hálft ár. Það er ekkert að því að fá gott til baka, sérstaklega ef gróðinn er góður.

  Persónulega væri ég til í Torres aftur; ef hann var seldur þegar hann vildi fara af hverju er þá ekki í lagi að kaupa hann þegar hann vill koma? Sér í lagi ef hann hefur séð að sér og Liverpool kemur út í miklum gróða?

 27. Já góðan daginn.

  Fernando Torres er bara á þeirri leið sem hægt var að sjá fyrir í fyrra, frá Englandi.  Hann er ekki lengur í spænska landsliðinu, hann hefur án vafa tapað niður hluta af snerpu sinni eftir meiðslin á sínum tíma.  Þeir sem hafa horft á Chelsea spila í vetur hafa séð það og þeir félagar mínir sem eru svo óheppnir að halda með Lundúnaliðinu vilja ekki missa Drogba og allir sjá að Sturridge er maðurinn sem Chelsea mun byggja á næstu árin.  Leikmaður sem kemur ekki lengur inná hjá Chelsea og það er ekki liðið ár síðan hann talaði niður til Liverpool FC á hreinskilinn hátt.

  Ég heyrði Norðmann stinga þessu að nokkrum Scouserum á borði á The Park á laugardaginn og ég viðurkenni það að gleðin hríslaðist niður bakið á mér að heyra niðurlægingaflauminn sem kom frá heimamönnunum.  Nákvæmlega á þeim nótum sem komment númer 12 kemur með.  Það er stanslaust bros og gleði á æfingum hjá LFC þessa dagana – viðurkennum það nú bara öll að við vorum ekki að horfa fram á það þegar “Lady Boy Torres” eins og þeir kölluðu hann við borðið virðist nú ekki vera glaður að öllu leyti, og hefur ekki verið síðan 2009.

  Ef að menn ætla sér að eyða 20 milljónum punda í senter hlýtur skrefið að vera að reyna að kaupa annan Spánverja sem passar miklu betur í liðið okkar, Soldado að nafni.  25 mörk í 39 leikjum í fyrra og 14 mörk í 19 leikjum sem liðnir eru núna. 

  Ég er búinn að tala harðari íslensku um þetta mál áður og ætla ekkert að endurtaka það, enda prúður lengstum.  En ég ítreka það að á Melwood vona ég innilega að Torres komi næst sem blaðamaður spænskrar sjónvarpsstöðvar að reyna að fá viðtal við átrúnaðargoð Liverpoolmanna.  Eftir kannski 5-7 ár.

  En svarið sem hann fengi á Melwood?

  Sorry mate, we’re too big a club to grant interviews to has-beens!

  Sama svar og hann hlýtur að fá í vetur.  Lið á uppleið þarf ekki að endurnýja kynni við svikara á niðurleið.

 28. Burt séð frá því hvort maðurinn heitir Torres þá finnst mér spilamennska hans síðustu tvö árin ekki hafa verið heillandi og það er engin tilviljun að hann er orðinn 3-4 senter hjá Chelsea. Miðið við þá spilamennsku þá hef ég lítinn áhuga að fá hann tilbaka fyrir 20 milljónir. Hins vegar mætti alltaf halda í vonina að hann myndi finna sitt gamla form, væri ekki leiðinlegt að geta stillt upp Suarez og Torres saman í toppformi, svo mætti alltaf auka hraðan í framlínunni og bæta Bellamy við í framlínuna.

  Annars er Daily Mail þekktur slúðurmiðill og fyrirsögnin hjá þeim selur. Ég efast um að Torres verði látinn fara í janúarglugganum, sérstaklega í ljósi þess að Anelka fer frá liðinu í janúar og það er ekki hlaupið að því að fá gæða senter á þeim tíma.  

  Ég er hins vegar á því að Torres þurfi að skipta um umhverfi og liggur beint viða að flytjast aftur til Spánar og reyna að ná ferli sínum aftur á flug þar í landi. Valencia, Malaga eða A. Madrid gætu verið klúbbar sem ættu að hafa efni á honum og hann ætti möguleika á að fá að spila reglulega.

 29. Torres á ekki afturkvæmt! Hann var orðinn leiður og slæmur liðsmaður. Hann stakk okkur í bakið en skyldi þó eftir fullt af peningum, sem hefði nú mátt verja betur, hann er alls ekki velkominn aftur í mínum huga! Svo er ég líka búinn að brenna Torres bolinn;)

 30. Ég held að KAR sé með þetta í #24.

  Það hefur ekki verið hægt að tala við mig um þennan leikmann síðan hann fór. Og hvað þá á þeim nótum að hann ætti einhvern tímann afturkvæmt til Liverpool nema sem upphitunarefni fyrir varamannabekk andstæðinganna.

  En – og það er þetta stóra en – okkur bráðvantar framherja. Við hlægjum af því hvernig 50 milljón punda leikmaðurinn hefur staðið sig hjá Chel$ki, en við höfum sjálfir 35 milljón punda leikmann (dýrasta Englending sögunar) á okkar launaskrá og ekki hefur hann beinlínis verið að gera góða hluti. Báðir eiga það sameiginlegt að geta varla keypt sér mark, báðir hafa misst sæti sín í landsliðinu, og hvorugir eru nægilega góðir fyrir sín félög. Þannig við ættum kannski að róa okkur aðeins í að hlægja að þeim spænska – hvers nafn mun ekki verða nefnt af mínum vörum eða fingrum framar – á meðan við dúkkum upp á okkar púðurskotaframherja.

  Í dag, samt sem áður, finnst mér það ekki svo vitlaus hugmynd að fá þann spænska aftur, jafnvel þó ég beri 0 virðingu fyrir honum lengur. Ástæðan er einfaldlega sú að hann passaði miklu betur í leikstíl Liverpool heldur en Carroll mun nokkurn tímann gera. Og þar fyrir utan, þó puntdúkkan hafi ekki staðið sig sem skyldi síðustu mánuði, þá er hann allan daginn betri og hættulegri leikmaður en Carroll. Hann hefur sannað sig sem einn skæðasti framherji Evrópu, og menn hætta því ekkert bara einn, tveir og bingó.

  En fokkit shit fokk! Ég vil ekki sjá hann. Megi hann bara vera sem lengst í Chelsea með sín leiðindi og ömurlegheit. Hann fór því hann vildi keppa um titla. Gjörðu svo vel, minn “kæri”. Þú fórst frá félagi sem var ekki að keppa um titla, til félags sem var og er á stöðugri niðurleið og verður það á næstu árum. Hjá okkur áttiru ef til vill meiri möguleika á að vinna titla á næstu árum, en þú tókst þína ákvörðun og útmálaðir þig sem plain old skíthæll (afsakið orðbragðið!). Þú brenndir allar brýr að baki þér hjá Liverpool og við munum ávallt gleðast yfir öllum þeim dauðafærum sem þú mun klikka á. Megi þau færi vera sem flest. Okkar vegna.

  Homer

 31. Til að byrja með þá hef ég nákvæmlega enga trú á neinu sem The Daily Fail segir og ef Torres er til sölu á 20 m. pund þá efast ég um að þeir frétti það fyrstir. M.ö.o. hann fer ekki fet í janúar enda ömurlegur tími til að selja hann þá því hann getur varla gjaldfallið mikið meira, Chelsea fær ekki þann pening sem þeir vilja fyrir hann núna og enginn borgar honum þessi laun…nema hugsanlega eitt lið sem á nú þegar of marga sóknarmenn.

  Eini sénsinn sem ég sé á því að það sé möguleiki að fá hann aftur til Liverpool er ef að Chelsea hafi ekki borgað okkur þessar 50m út strax og þeir keyptu leikmanninn og skuldi okkur fyrir hann. (Svipað og t.d. þegar við seldum Robbie Keane aftur). Þannig væri hugsanlega til flugbraut fyrir Torres aftur inn á Melwood og eins og ég hef áður sagt þá værum við fljót að snúa því okkur í vil að fá hann aftur. Góður höggsaður á Chelsea og við værum að endurheimta besta striker Liverpool frá síðasta áratug aftur á góðum aldri og hagstæðu verði. Það er ómögulegt að segja til um það fyrirfram en ef við sæjum Torres aftur skorandi að vild í Liverpool búningnum væri maður fljótur að gleyma þessu framhjáhaldi hans.

  Þetta eru samt of mörg “ef” að mínu mati og ég bara sé þetta ekki gerast og líklega setur Gunnar #12 þetta best upp. Á móti er Andy Carroll þetta fríska yngra módel og þær þurfa ekki alltaf að vera betri til lengri tíma litið.

  Leggjum þetta svona upp, ef að Torres fer frá Chelsea vona ég að hann hypji sig frá Englandi. Ef hann fer í annað lið á Englandi vona ég að það verði Liverpool.

 32. Maður sér auðvitað fáránleikann í að Torres komi aftur. Samlíkingin við kærustuna sem tók ríka gaurinn fram yfir góða gaurinn til þess eins að komast að því að sá fyrrnefndi var með pínulítinn tilla á fullan rétt á sér.

  Á sama hátt væri ótrúlega heillandi ef El Nino kæmi aftur heim til að finna formið góða. Ég gef ekkert fyrir neikvæð ummæli um Torres á einhverjum bar. Ef hann stendur sig munu Scuserar opna hjarta sitt og fagna sínum uppáhaldssyni. M.o.ö. það mætti einnig nota gömlu bíblíusöguna um týnda soninn sem dæmisögu um endurkomu Torres.

  Í ljósi þess að það eru að koma jól væri það mjög við hæfi kannski?

 33. His armband lied he was no red, Torres Torres!
  He’s just a rent-boy like they said, Torres, Torres!
  Into our backs he pludged his knife, I hope John Terry shags his wife, Fernando Torres, Chelsea’s fucking nine!

 34. Ég er alveg á því að Chelsea vilji selja Torres.
   
  Held einfaldlega að ástandið á æfingasvæði félagsins sé afar dapurt  og svei mér ef Roman ætlar ekki bara að leyfa AVB að taka til.  Ég hef talað á þann veg að sennilega sé verkefnið of stórt fyrir Portúgalann unga en nákvæmlega það hjá honum að losa sig við Anelka, setja annan fýlupúka – Alex – á sölulista auk þess að nota einfaldlega ekki Torres þegar betri kostir eru í boði og virkilega sýna fram á þá augljósu staðreynd að Frank Lampard er ekki lengur nógu góður í byrjunarlið Chelsea, allavega alls ekki þegar liðið leikur gegn öflugri miðju með stál og hjarta.  Allt þetta segir mér að strákurinn ætli að standa í lappirnar og ennþá virðist Abramovich ekki ætla að skipta sér af.
  Kannski er það vegna þess að hann er að standa í dómsmáli í London og að nýja byltingin í Rússlandi getur orðið til þess að áhrifamennirnir sem sköffuðu honum auðinn missi völd.  En kannski er hann að átta sig á því að hann þarf að byrja í alvörunni upp á nýtt og hugsa á öðrum nótum.
   
  Það er augljóst að enginn mun kaupa Torres fyrir meira en 20 milljónir, en það fengist fyrir hann núna.  Ég myndi telja Malaga líklegasta kostinn, en mögulega Internazionale líka.  Ef að Drogba fer ekki þá er Torres ekki að fara að spila mikið fram á vor og þá fer hann enn lægra í verði.
  Svo ég trúi því alveg að Chelsea vilji fækka óánægjupésunum á æfingasvæðinu og séu með Torres til sölu núna.
   
  En það breytir því ekki að ég treysti því að Comolli sé ekki að ræða við Kónginn um hvort eigi að reyna aftur.

 35. Svo bara skalf ég þegar talað er um Torres sem einn af uppáhaldssonunum. 
   
  Það verður hann aldrei eftir sína framkomu.  Þegar menn eins og McManaman hafa ekki fengið æruna aftur þá væri kjánalegt að ætla Torres að vera nálægt uppáhaldssonum Liverpool Football Club.
   
  Þar erum við að tala um framherja eins og Roger Hunt, Kevin Keegan, John Toshack, Ian Rush, Kenny Dalglish og Robbie Fowler.  Menn sem mátu ást “The Kop” á sér allt til enda.  Og það að bera saman mál Rush eða Fowler og Torres er sögufölsun á hæsta stigi. 
  Þegar Rush fór til Juventus var hann búinn að spila með Liverpool í nokkur ár, vinna allt sem hægt var að vinna.  Liverpool í banni frá Evrópukeppni og launin í ítalska boltanum margföld á við þann enska.  Honum leið ekki vel á Ítalíu, kvaddi Juventus í góðu og allir urðu glaðir.  Fowler var hrakinn í burt af Houllier og Thompson því þeir þoldu það illa að hann var önnur týpa en þeir fíluðu og var dáður meira en allir aðrir í klúbbnum.  Daginn sem Fowler var seldur byrjaði ég að missa trúna á GH og ég grét alvöru tárum af gleði þegar hann kom heim.
   
  Scouserar á “einhverjum bar” er sál klúbbsins í dag.  Enginn í heiminum þekkir fótboltahugsun Scousera betur en sá sem stjórnar og einmitt þess vegna er ég handviss um að KD tekur það inn í reikninginn.  Í sögu Liverpool mun verða talað um Torres auðvitað, sem mannsins sem skoraði mörg mörk.  En það mun líka alltaf fylgja honum að hann vann engan titil og brottför hans var merki um það þegar rottan telur skipið vera að sökkva og stekkur frá borði. 
  Svoleiðis á sagan að enda, en við hlæjum áfram að þessari sögulega heimsku ákvörðun þessa manns.  Skulum ekki vanmeta það að í deildarbikarleiknum fékk Torres að heyra baul allan leikinn.  Niðri á hliðarlínunni stóð einn mest passionate Scouser allra tíma og hlustaði á það.
   
  Ef við ætlum að tala niður til þess hvernig Scouserar horfa á fótbolta erum við farnir að teygja okkur í þær áttir að vilja færa klúbbinn frá því sem einmitt hefur gert hann sérstakan í gegnum tíðina og það vill ég ekki fyrir nokkurn einn leikmann.  Eins og KD sagði þá taldi Torres sig stærri en Liverpool FC og þegar ég sá viðtölin við kónginn þá sannfærðist ég um það að Torres hafði ekki það sem til þarf að ná árangri hjá því knattspyrnuliði sem ég elska.
   
  Scousers FC!

 36. Hver vildi annars selja Torres? Alla vega ekki ég. Ekki veit ég hver er ástæðan fyrir því að hann fór. Get ekki séð að nokkur hér viti hana.
  Torres og Suares saman. Baneitruð blanda. 🙂

 37. Bubbi….djók????? Maðurinn vildi fara og seldi sig sjálfur.

  Maggi vaknaður og búinn að segja nánast allt sem segja þarf 🙂 og djö*** er ég sammála honum.

  Langar líka til að minna menn á það sem Babu kom inn á: Daily Fail heitir þetta blað oftast…

  Ég veit svo sem ekki baun um þetta frekar en margur en ég held að ef það “eigi að vera einhver möguleiki á endurkomu Torres” þá snúist það nr. 1, 2 og 3 um það hvernig viðhorf innan klúbbsins sé gagnvart Torres og ekkert annað. Mig grunar að það sé ekki það besta og þá sérstaklega frá KD en hann sýnir það alls ekki enda heiðursmaður á ferð þar.

  Torres er held ég ekkert búinn að tapa hæfileikum sínum. Það þarf einhvern til að skrúfa hausinn rétt á hann og það er bara ekki að gerast hjá bláliðum fyrir sunnan. Hann móðgaði okkur flest sem elska þennan klúbb þegar hann fór. Hann hefði hæglega getað gert þetta með meiri virðingu og auðmýkt en hann kaus að gera það ekki. 

  Þessvegna vil ég ekki sjá hann án þess að ég ætli mér eitthvað að drulla á hann í leiðinni. Vil frekar eins og sumir hér fá yngri mann í sóknarleikinn hjá okkur sem er annaðhvort jafngóður og Torres eða helst betri.

  Bara sorry Torres. Þú kaust að fara af vagninum þegar hann var að auka hraðann og ég vil ekki að við stoppum eða hægjum ferðina fyrir þig.

 38. Það er ýmislegt búið að ganga á hjá Liverpool undanfarin ár og allt ekki skemmtilegt. Við höfum eignast heimsklassaleikmenn en hvar eru þeir? Dæmi: Alonso, Arbeloa, Mascherano, Meireles, Torres, Aquilani. Hvernig væri liðið í dag með alla þessa menn innanborðs? Þetta er búið að vera eins og starfmannaveltan í Bónus. Það gengur ekki að kenna bara leikmönnum um. Það eru fleiri ástæður fyrir þessu.
  Jú takk – einn Torres á diskinn minn.

 39. Maggi svarar þessu 100%
  Þarf ekki að ræða þetta frekar.
   
  Áfram Liverpool

 40. Ég var að vakna. Missti ég af einhverju? Hvar eru allir leikmennirnir sem voru að spila fyrir okkur? Eiga Knoll og Tott örugglega ekki ennþá liðið?

  Sorry Bubbi ég veit ekki hvort maður eigi að eyða tíma í að svara þessu en þetta eru FM draumar hjá þér held ég. Við erum að tala um lið í norður Englandi með öllum þeim kostum og göllum sem það svæði býður upp á. Allir þessir menn sem þú taldir upp eru frá sunnanverðri Evrópu og Suður-Ameríku og allsendis óvíst hversu lengi þeir tolla hjá liði í norður Englandi. Mígrúa af leikmönnum hafa komið frá þessum svæðum þarna uppeftir og afskaplega fáir hafa endst eitthvað þarna.

  Auk þess. Enginn af þessum mönnum sem þú taldir upp vildu á endanum vera hjá okkur þótt mest megi setja spurningamerki við Alonso en það vita allir þá sögu með hann, Rafa og Barry sem Rafa vildi.

  Wake up and smell the coffee pal. 

 41. Fyrir það fyrsta, þá tel ég afar hæpnar líkur á því að Fernando Torres muni einhverntíman aftur spila í rauðu treyjunni. En mér þykir gaman af umræðunni, sem auðvitað er öll ef-umræða og á þeim forsendum langar mig að leggja orð í belg.

  Þegar Fernando “El Nino” Torres kom, þá heldur betur kom hann, hann sá, og hann sigraði ! 81 mark í 142 leikjum með rauða hernum. Því miður þá skilaði það honum engum titli, og ekki bætti það stöðuna að mikið rót var á klúbbnum, bæði utan vallar sem og innan hans. Á þessum tíma var Torres heimsklassa-framherji sem hefði getað gengið inn í hvaða byrjunarlið sem er í heiminum. Liverpool í 7.sæti þarna, en reyndar King Kenny tekinn við. Mikið er búið að ræða um umboðsmenn, og þeirra vafasömu þátttöku í leikmannaviðskiptum sérstaklega hin síðari ár. Hvernig er þeim málum háttað hjá Torres ? Svo fyrir viðtöl, eins og t.d. debut-viðtal Torres við chelsea-channel þá er auðvitað alveg ljóst að pr. menn eru fengnir til að vélrita leikmennina fyrir slík viðtöl, hvernig sé best að koma leikmönnunum af stað gagnvart stuðningsmönnum. Andy Carroll var hrakinn frá Newcastle að eigin sögn, en honum langaði ekkert að fara, las þetta í einhverjum ábyrgum miðli eftir kaupin á honum.

  Ég meina, auðvitað væri það svalt, ef Liverpool væri raunverulegur keppinautur við önnur lið um meistaratignina, að segja Torres bara að hoppa upp í ra……… á sér eftir framkomu hans við Liverpool F.C. en staðreyndin er einfaldlega sú að hann nánast raðaði inn mörkum fyrir okkur og við höfum enn ekki fengið svona striker eins og við áttum í Torres. “El Pistolero” myndi ég ekki skilgreina sem striker, miklu frekar sem svona playmaker með free role inn á vallarhelmingi andstæðinganna og okkur vantar ennþá, því miður hákarl í boxið. Gæti sá hákarl verið Fernando Torres á nýjan leik, veit það ekki fyrir víst, en mig grunar það. Ef ég legg höfuðið aftur með lokuð augun og ímynda mér töfrasýningar Torres með Liverpool í þessum 142 leikjum er svarið auðvelt.

  Það er ljóst að Fernando Torres gerði mistök, alltsvo ef ákvörðun hans um að fara til chelsea hafi verið fagleg fyrir hann sem knattpspyrnumann, en ekki ef um fjárhagslega ákvörðun hafi verið að ræða. Þá er spurningin sú hvort eigi að gefa honum annað tækifæri. Hvernig ætli King Kenny lesi í það, ef það rennur upp fyrir honum að Torres sé falur fyrir kannski 15-20mills. Hann hlýtur bara að velta þeim möguleika verulega fyrir sér.

  Var að baka í gær, og hlustaði á rómantísk jólalög við baksturinn og kannski er maður enn undir áhrifum þess þegar ég segi það að ef Liverpool gefst kostur á að næla í El Nino aftur, þá myndi ég veðja á það, fá Neil Ruddock á Melwood og láta hann lesa Torres pistilinn í svona 3 klst og segja honum svo að drullast á æfingu og allt falli í ljúfa löð.

 42. Hvað eru menn að setja inn lagið um Torres? Óviðeigandi með öllu. Þetta lag er gleymt og grafið og verður aldrei sungið aftur á Anfield. Ætla menn að fara að rifja upp texta með Michael Owen næst afþví að samningurinn hans hjá Scum er að renna út? Sínum smá sjálfsvirðingu!
   
  Torres er ekki að fara að koma aftur það er bara þannig. Nú eru einhverjar fréttir um það Chelsea vilja skipta á honum og David Villa. Það er mun líklegra heldur en hitt. Frekar vil ég fá 36 ára Robbie Fowler aftur ef við erum að tala um endurkomu. Fowler hefur þó hjartað á réttum stað! Ætli það séu ekki jafnmiklar prósentu líkur á því að Torres snúi aftur á Anfield og að Guð snúi afturl. Svei mér þá!

 43. Voðalegar dramadrottningar eruð þið margir hérna. Búúhuu hann sveik okkur osfr
  Fyrir fótboltamann með metnað til að vinna eitthvað þá var Liverpool bara enganveginn á þeim stað þegar Torres fór. Hann var einfaldlega besti striker í heimi og eins og einhver sagði, gat gengið inn í hvaða lið í heimi.
  Er það ekki rétt munað hjá mér að hann vildi fara sumarið áður, ég meina Alonso og Mascherano voru þegar farnir en við sannfærðum hann um að vera lengur. Var Reina ekki að hugsa  um að fara á þeim tíma líka ?  Klúbburinn var bara í rugli á þessum tímapunkti. Því hefði Torres átt að vera að vorkenna Klúbbnum sem hafði lofað honum öllu fögru um leikmannakaup ofl en svikið það allt.

  Hvernig þetta kom svo allt til er auðvitað ekki alveg eftir bókinni en ég er alveg 100% viss um að þetta hafi verið í hönum annara en bara Torres. Svo horfir Torres á að það er verið að brenna búninginn hans af Liverpool stuðnginsmönnum nokkrum dögum eftir brottför. Miðað við framgang Liverpool stuðningmanna gagnvart honum þá skil ég ekki að hann hafi ekki hraunað meira yfir okkur !!

  Maðurinn skoraði yfir 80 mörk fyrir okkur, seldi örugglega milljónir treyja, skildi eftir sig 50 millur og hann fær ekkert nema skít til baka !  Skil hann vel, hann gerði ákveðin mistök þegar hann fór en stærstu mistök hans var að vera áfram hjá okkur eftir sumarið 2010,

 44. Veit ekki hversu margir ykkar hafa dottið á hausinn í hálkunni nýlega, eru menn búnir að gleyna þegar hann fór frá LFC hvað þið drulluðuð yfir Torres?
   
  Ég persónulega vill ekki sjá þennan pappakassa sem drullaði svo yfir Liverpool… Frekar væri ég til í að nota þessar 20.m.punda í Edison Canavi eða álíka leikmann. EKKI Torres takk.
  YNWA
   

 45. @50.  – Mig langar að segja við þig mikið af ljótum hlutum en ég vil ekki fá bann, svo ég læt þetta nægja.

  His armband proved he was a red, Torres, Torres
  But now he’s scrawny blue instead, Torres, Torres
  You should’ve fucked off back to Spain
  You’ll never walk with us again
  Hunt, Rush, Fowler, Liverpool’s #9’s 

 46. ok ein spurning.  Ef Alonso myndi nú lýsa því yfir að hann vildi fara frá Madrid og koma aftur tll liverpool myndum við  vilja það ?  flestir þenkjandi menn svara þessu játandi býst ég við..  Hver er þá munurinn á honum og Torres?  Báðir vildu fara, Xabi vegna framkomu Rafa árið  áður og Torres vegna umrótsins sem var í kringum klúbbinn á þeim tíma.  
  Ef Torres myndi sjálfur stíga upp og lýsa yfir löngum til að koma  aftur “heim” þá væri það bara wonderful.
  Gleymum ekki að það eru bara 2 ár síðan liverpool var talið tveggja manna lið,  og annar liðsmanna þess liðs var Torres.

  kv
   

 47. @55 – Xabi fór til Spánar, Torres til Chel$ki. Torres gaf okkur ca 1-3 daga til að redda replacement-i og Xabi drullaði ekki yfir klúbbinn í fyrsta viðtali sínu hjá Real.
  Ég elskaði Torres mest af öllum í LFC, en þetta er ófyrirgefanlegt. 

 48. Torres á Anfeild ef það væri hægt fyrir slikk væri ég meira en til…… 

 49. Eftir allt umtalið um breytingar á klúbbnum með nýjum eigendum er nú varla hægt að segja að þetta sé sami klúbbur og Torres gafst upp á og sveik.  Hann skeit hins vegar á nafnið og það verður seint fyrirgefið.  Ef maður hinsvega hugsar það svona seldur á 50,  keyptur til baka á 20.  Þá er tvennt í stöðunni, hann blómstrar aftur og verður þá vel þessara 20 mill virði.  Hann floppar og við seljum hann til Atletico aftur á 10 millur.  Finnst þetta í raun ekki svo mikil áhætta fyrir mann með hans record.  Erum þegar búnir að græða 30 netto millur á honum,  finnst hann alveg eiga það skilið að veðja 10 á hann.  Það þarf í raun ekkert að fyrirgefa honum fyrir fullt og allt.  Hann fer á skilorð í 2 ár og ef hann stendur sig, liðið vinnur deildina og kemst úrslit CL, þá verða allir búnir að gleyma því sem hann gerði.  Nú ef ekki þá er hægt að losa sig við hann fyrir helmingin.
   
  Svo finnst mér reyndar líka þessi kaup vel þess virði bara til að sjá hverlsags skítur er í gangi hjá Chelsea.   Þessi sala yrði ein mesta hneisa í sögu fótboltans og ekki sjens að nokkuð lið sé til í ganga í gegnum það nema eitthvað mikið sé í gangi.  Hugsanlega annað Leeds meltdown að gerast.

 50. á sínum tíma var Gerrard nokkur nú ansi nálægt því að fara til Chelsea og þegar þetta stóð sem hæst var ég einmitt staddur í Liverpool borg vegna vinnu, þar var sagt ansi margt miður fallegt um þann mann og raunar ótrúlegt að sömu menn skildu líta á sig sem hörðustu stuðningsmenn þessa liðs, daginn eftir kannaðist engin við að hafa sagt nokkurn skapaðan hlut og allir höfðu alltaf elskað Gerrard. 

  Og Maggi það er alveg rétt að þessi svokölluðu Scousers eru án nokkurs vafa hjarta og sál þessa klúbbs og þeir eiga sína virðingu skilið fyrir það, en þeir hafa aldrei valið í liðið,  Hversu margir hötuðu Paul Ince eða Michael Thompson o.s.frv.

  Reyndar hef ég enga trú á því að það sé nokkur vilji hjá Liverpool að fara á eftir Torres, við myndum einfaldlega eyða 20 mills í yngri og vonandi betri leikmann.  En það er bara ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Hicks og Gillet voru mjög nálægt því að draga þennan klúbb á bóla kaf og leikmenn voru mjög óánægðir, Reina hefur t.d. talað um hversu svekktur hann var yfir því að fá ekki leyfi til að tala við Arsenal.

 51. @ 61
  “Erum þegar búnir að græða 30 netto millur á honum”
   
  Við borguðum 20+ fyrir hann til að byrja með, ágætt að hafa það með í svona reikningsdæmi ; )
  Kæmum samt út í plús ég veit, en rétt skal vera rétt.
   

 52. gerði nú ráð fyrir að þessi 80 mörk hefðu dugað upp í þessar 3 milljónir sem standa út af, OK 27 millur ef þú vilt.

 53. @64
  Hvað áttu við mansi?
  Þetta er ekki flókið.
   
  Borguðum yfir 20 fyrir hann þegar hann kom frá A. Madrid
  Seldum hann fyrir 50 til Chelsea
  Ef við keyptum hann svo til baka fyrir 20 þá eru þetta 10 sem eftir standa ekki satt?
  Minna ef eitthvað, þar sem við borguðum meira en 20 upphaflega.

  Ætla svo sem ekkert að fara að þræta um einhverjar vangaveltur sko : )

 54. Eru nú þegar með einn framherja sem skorar ekki (reyndar fleiri) en framherjnn sem við erum með núna stakk okkur ekki í bakið og hann er mun yngri. Þannig Torres haldu bara áfram því frábæra verki sem þú hefir verið að gera síðastliði ár sem er að geta ekkert og skora ekkert hjá Chelsea þannig hjálparðu Liverpool mest.

 55. Það er hægt að segja margt um Torres, en hann er engin svikari þó að hann hafi farið til Chelsea, svona hlutir hafa skeð áður í boltanum og eiga eftir að gerast aftur. Ég vill persónulega fá hann aftur, og það skiptir engu máli þó að hann hafi ekki spilað vel hjá Chelsea, það segir ekki að hann geti ekki spilað vel með Liverpool. Ég er ekki sammála því sem einhverjir hér tala um þegar að þeir segja að hann henti ekki Liverpool eins og þeir spila í dag, held að þetta sé akkúrat rétti tímin fyrir hann að koma heim aftur… Hann er og verður Púlari allt sitt líf, og ef þessar fréttir eru réttar þ er ég viss um að Liverpool er það lið sem honum langar til að komast til… Tökum hann til baka á 20 millur… Það væri alger snild… Og höfum eitt í huga að það gera allir mistök, menn verða bara að reina að læra af þeim…

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 56. ef Torres er og verður LFC-maður allt sitt líf þá er ég gíraffi. Annars segir #12 allt sem ég vildi segja um málið

 57. Chelsea er aldrei að fara að selja Torres í janúar.  Drogba og Kalou að fara í afríkukeppnina og Anelka til Kína.  Ekki margir strikerar eftir.  Torres fær nóg að spila í janúar.
  Annars væri bara snilld ef Chelsea skiluðu Torres til okkar og við myndum svo skila Carroll til Newcastle, hvorugt liðið væntanlega búið að borga fyrir leikmennina.  Gleyma þessu rugli þarna í janúar 2011.
  0% líkur á að það gerist samt, segi bara svona…

 58. ég elskaði Torres meira en ég hataði hann þegar hann fór …. væri alveg til í Torres

 59. Það er hægt að segja margt um Torres, en hann er engin svikari þó að hann hafi farið til Chelsea

   
  Veistu Valli, ég held ég hafi aldrei verið eins ósammála nokkru kommenti og þessu á þessari síðu.  En ég held við eigum ekki að eyða miklu fleiri orðum í þessa umræðu…

 60. Getur einhver sagt mér hvernig Torres niðraði klúbbinn ?.. þ.e. hvaða orð féllu af hans vörum sem særðu menn svona svakalega. Ég sá ekki og las ekki þetta fræga viðtal og gaman væri að sjá hvernig þetta var allt saman.
   

 61. Hann er velkominn tilbaka hvenær sem er. Ég held bara að hann vilji ekki koma.

 62. @73 Gottik, hann sagði að hann ánægður að vera loksins kominn í alvöru klúbb og gæti loksins spilað á hæsta leveli.

 63. “It’s always very tough to play against Chelsea, they are one of the biggest teams in Europe, always fighting for everything. So after that there is no more to look forward — it’s the top level and this is the target for every footballer. To play in one of the top level clubs in the world and I can do it now, so I have to be very happy, as I am.”

   
  Fyrsta viðtal við Torres eftir að hann varð blár.
   

  But, when it came to loyalty and the bonds from which he had wrenched free at Anfield, he offered only brutal honesty. “I never kissed the Liverpool badge,” he said.

   
  Þetta kom svo á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik hans í bláa búningnum.  Þetta var reyndar afsannað og sýndar myndir af honum kyssa merkið eftir að hafa skorað fyrir okkur.
   
  Þessi tvö komment eru það sem helst hefur verið talað um sem hnífsstungurnar í bakið GottiK.  Ég hef vissulega aldrei búið í Liverpool, eða unnið í langan tíma, en mín skoðun að Scouserar myndu aldrei taka við Torres styrktist enn frekar um liðna helgi.
  Og ég held að það sé alveg á hreinu að það væri mikil áhætta að taka hann til baka inn í leikmannahópinn núna, það einfaldlega skiptir hópnum í tvennt…

 64. Sjálfsagt er hægt að finna þráðinn sem var hér þegar Torres fór og tilvitnanir þar í viðtölin sem hann gaf áður en hurðin lokaðist á eftir honum á Anfield. Eitt af því sem hann sagði þá var að hann hefði ekki tíma m.v. aldur sinn að taka þátt í uppbyggingu klúbbs eins og greinilega var framundan með okkur, FSG búnir að taka yfir og ráða KD til starfa. Hvernig lítur Chealse út núna b.t.w????

  Varðandi muninn á brottför Alonso (og reyndar fleirri spánverja) vs. Torres er eins og að bera saman eðalvín og gruggugan gambra. Alonso fór með reisn og hefur alla tíð talað um Liverpool með virðingu svolítið sem Torres gerði ekki m.a. með orðunum að nú væri hann loks kominn í alvöru klúbb…..klúbb sem m.a. stal borðum sem okkar stuðningsmenn gerðu fyrir hann 🙂 Í dag er hann svo að segja að stuðningsmenn viti ekki alla söguna á bakvið þetta. Ég segi á móti so fokking what? Talaðu hreint út eða sleptu því.

 65. Umræðan hérna sýnir svart á hvítu hvað Torres skipti okkur miklu máli á sínum tíma. Vitanlega eru engar líkur á að Torres snúi aftur á Anfield. Heimildin fyrir því er álíka merkileg og ef einhver dúfa kurraði uppi á þaki. Samt eyða menn dýrmætum tíma sínum í fabúleringar með og á móti.

  Torres kemur við einhverja sára kviku og er útmálaður kvislingur fyrir vikið. Torres er svikamörður sem engin leið er að fyrirgefa. Þá verðum við að fá að vera sammála um að vera ósammála um alvarleika málsins.

  Ég man eftir að Torres lét falla óheppileg ummæli um LFC og samanburðinn við Chelsea en að hann hafi skitið yfir félagið minnist ég ekki. Ég biðst þá forláts hafi ég misst af því. Miklu oftar hef ég heyrt kappann tala af virðingu um félagið, stuðningsmennina og borgina. Ég heyrði m.a.s. haft eftir honum að hann saknaði Liverpool.

  Það merkilegasta er samt allur þessi taugatitringur út af engu. Torres spilar örugglega aldrei aftur á Anfield sem leikmaður LFC. Verði hann seldur á annað borð fer hann líklega aftur til Spánar. Allt annað eru fræðilegar pælingar og snúast um viðtengingarhátt framtíðar s.s. “ef”.

  Ég ber vitanlega virðingu fyrir skoðunum þeirra sem vilja ekkert með Torres hafa en tel að menn fari á köflum nettu offari.

 66. Kalt mat
  Ef við fáum Torres fyrir 20 milljónir+ þá eru það góð kaup.
   
  Við söluna á Torres vitnaði Dalglish í söluna á Rush og sagði að stundum kæmu menn til baka.

 67. Já, sæll. Hér í Noregi ætlaði ég aðeins að kíkja á íslenskar fréttir. Fór yfir það helsta á netinu og allir brjálaðir að rífast um femínisma og Icesave enn einu sinni. Hér er síðan verið að rífast um Torres!
   
  Það verða greinilega friðarjól á Íslandi.

 68. Þegar ég skít upp á þak, t.d. skít á mig í prófi er mjög ólíklegt að þankagangur minn brjóti mig niður. Ég hugsa ekki ,,ég er vitleysingur sem get ekki náð svona prófi” eða ,,þarna skeit ég upp á þak því ég er niðursetningur”. Flestir reyna árangursríkari aðferðir til að finna lausn ávandanum eins og t.d ,, prófið var of þungt” eða ,, ég var ekkert búinn að lesa þannig að niðurstaða prófsins segir ekkert um getu mína”. Er í eðli okkar. Roman skeit upp á þak með kaupunum á Nando. Ef hann selur hann aftur til LFC til að skína þar, er það að mínu mati svipuð yfirlýsing og fyrrnefndur þankagangur varðandi fall á prófi. Með því myndi hann viðurkenna vanmátt sinn. Það er aldrei að fara að gerast. Menn rífa sjálfa sig ekki þannig niður. Ef það gerist er hundur köttur. Líklegra að hann selji hann til Spánar og kenni Nando sjálfum um hvað hann var lélegur fyrir þá. Segir ekkert til um hann sem kaupsýslumann í atvinnumannafótbolta.
  Sorry með langsótta samlíkingu
  sé þetta bara ekki gerast þó ég væri persónulega sjúkur í Nando aftur

 69. Við getum allveg hætt að eiða tíma í þetta Torres dæmi, hann kemur aldrei aftur á Anfilde
  YNWA

 70. celski selur hann aldrei, en menn mega ekki gleyma að Torres var svikinn af könum, af hverju ætti hann að treysta nýjum könum sem voru að kaupa klúbbinn ?  Það er allt í lagi að setja sig líka í spor leikmannsins. 

 71. Menn eiga ekki að horfa á hvað hann gerði fyrir okkur heldur hvað hann gæti í dag, miðað við þá frammistöðu sem að hann hefur sýnt frá því að hann slasaðist 2010 væruði til í að sjá hann í Liverpool búning ? Með svona hugsunarhætti að þá er liðið jafnvel sett með að reima takkaskónna á Kenny.

   

 72. Sjitt hvað þessi umræða er steikt.  Staðreyndir málsins eru að hann hefur lítið sem ekkert getað í eitt og hálft ár og menn vilja fá hann til baka vegna þess að ‘hann passar svo vel inní leikkerfi’ eða guð má vita hvaða rök eru notuð.  Þetta er bara eitthvað tilfinningarunk.
  Ég vona að Dalglish hafi ælt uppí sig og kyngt henni aftur þegar hann sá fréttirnar um ‘Torres aftur til Liverpool’. 

 73. Gerrard farin að æfa aftur gott mál, liverpool sveik Torres ílla. Torres í kjölfarið sveik liverpool, þannig er þetta og verður alltaf, súrt hann fór thats life  en hann er engin júdas að mínu mati. setjiði ykkur sjálfir í hans spor. tek glaður við honum aftur , en það er aldrey að fara að gerast. chelsea selur hann aldrei til okkar , ef þeir eru á annað borð að fara að selja kauða.  GERRAR AÐ KOMA AFTUR

 74. Ég er sammála mönnum með að ef Torres fer til annars liðs á Englandi þá vil ég að það sé Liverpool, snýst allt um verðið á honum, 12-18 mpundar er að mínu mati réttlætanlegt fyrir hann þó frekar lægri fjárhæðin heldur en hin hærri. Með hliðsjón af því að svo virðist sem Kenny hafi keypt suares til að spila með Torres upphaflega þá hlýtur hann að vera spenntur fyrir þessum möguleika, þ.e. ef verðið er rétt.
  Ég vona að við sjáum hann aftur, eins brjálaður og ég varð þegar hann fór þá mun ég ekki erfa það stórlega við hann standi hann að þeim mun virðingarmeiri endurkomu en brottför. Ég held að Suares, Torres og Maxi/Bellamy verði svaðalegir sem okkar frestu menn.
   

 75. Örn #81. Já hér erum við að ræða Torres enda gaman að velta þessu slúðri fyrir sér og heyra skoðanir manna, sem mér sýnist vera nokkuð afgerandi í aðra hvora áttina. Annað hvort “hell No” eða “ohh Yes”. Hvað er verið að ræða í Noregi annars í dag. 100 ára afmæli Amundsen væntanlega og skort á smjöri?
  Gleðileg jól annars til ykkar.

 76. ég held að Liverpool séu aldrei að fara að kaupa hann ! Og ég held að hann hafi ekki bara svikið klúbbin. Þeir vildu selja hann. Stefna þessara eiganda er að kaupa menn unga og meiga kosta soldið en selja þá svo á topp aldri 28 ára fyrir meiri pening og nota þá peninga til að kaupa annan. Torres keyptur 24 ára á 22m. seldur 28 ára á 50 mills. þeir eru ekki að fara að kaupa hann aftur nema á skíta prís því hann fer að verða of gamall

 77. Núna er víst byrjað að rétta í málinu með Suarez og Evra og reikna þeir með að niðurstöðu megi vænta innan 2-3 daga.
  Hvað er mögulega versta niðustaðan sem við megum vænta, ef við gefum ookur það að hann verði fundinn sekur ?
  Erum við að tala um 2-6 leiki í bann.
  Og ef að Suarez verður sýknaður, hvað má vænta með Evra ?
  Ætti hann þá að fara í bann ?
   
  Hefur einhver vitneskju á þessu ?

 78. Heim með týnda soninn.  Núna.  Hann mun blómstra á ný.

  Maggi… nú ætla ég að beina orðum mínum aðeins til þín! Ég skil ekki þessa heift í þér út í Torres. Jú .. hann fór á versta tíma og sagði hitt og þetta en menn gera mistök. Við erum öll bara mannlegar manneskjur!

  YNWA 

 79. Finnst menn full miklir vælukjóar, ef þetta væri í alvöru séns að fá hann fyrir þennan pening væri ég til að fyrirgefa honum þetta stundarbrjálæði sitt fyrst King Kenny er til í það, en er hann til í að fá hann aftur voru ekki einhverjar sögu sagnir um að hann væri ekki mikill liðsmaður, það er betra að vera með aðeins verri leikmann sem fittar inní hópinn heldur en frábæran leikmann sem eyðileggur móralinn

 80. væri svona að hann eigi ekki að vera hjá chelsea heldur bara porto fc eða svona arsenal

 81. Það eru nákvæmlega engar líkur held ég á því að Torres verði seldur í janúar og ef ég hef rangt fyri rmér, þá verður hann ekki seldur til liðs í EPL sem er í samkeppni við Chelsea. Það væri einfaldlega heimsk ákvörðun.  Anelka er að fara, Drogba og Kalou eru að fara í Afríkukeppnina að öllum líkindum.   Sturrage, Mata og Torres verða því “stikerarnir” sem eru available og verða notaðir. 

  LFC mun aldrei taka Torres aftur eins og Maggi fer yfir og Torres vill ekki fara til LFC.  Hann er góður drengur en fyrri eigendur sviku hann og tóku af honum of mikið svo hann geti fyrirgefið klúbbnum það.   Þeir sem lásu RAWK bloggið vita hvernig meiðslasagan var fyrir HM og hvernig læknaliðið er talið hafa logið að Torres um að hann væri klár þegar hann var það ekki.  

  Torres karlinn er í verulegri tilvistarkreppur og ég held að næsta múv hans verði suður til Spánar í sumar. Hvað hann kostar kemur svo bara í ljós.  Held að hann sé búinn að fá nóg af Englandi.   

 82. Mjög áhugavert ef Chelsea selja Torres í Janúar, Anelka farinn og hálft liðið í afríkukeppnini. . .

 83. Þetta er greinilega tilfinningamál,skiljanlega.Allir vitum við hvað Torres getur og með Suares frammi yrðu þeir martröð fyrir hverja vörn sem er í ensku deildinni.En við erum með einn svona pésa eins og Torres og heitir Carrol.Ef menn eru til í að afskrifa hann eins og Chelsea er líklegt til að afskrifa Torres þá er þetta í góðu ef ekki þá verðum við að láta hann spila.Alveg klárt að Carrol yrði ekki mikið inná ef Torres kæmi aftur.En hver veit kanski væri það allt í lagi,Carrol er ungur og þolir smá bekkjasetu.(Ég er farin að vera eins og Ragnar Reykás)held ég fari að sofa.Aðeins eitt áður,menn eru að keppast við að naga Downing og vissulega er tölfræðin ekki með honum frekar en liðinu þegar kemur að því að skora,en í leiknum á móti Q.P.Rþá átti hann hið minnsta þrjár stoðsendingar sem áttu að skila mörkum færin voru bara ekki kláruð.Þetta kemur í næsta leik:) Y.N.W.A

 84. hann kann allavega að nýta færin er miljón sinnum betri enn carrol sem nennir ekki að koma sér í form 20 millur já takk hann þarf ekki nema 2 til 3 mörk og hann er komin í form svo er líklegt að roman kaupi í janúar hann er ekki blankur enn og láti torres fara og kaupi fyrir 100 millur.

 85. Torres > Villa. Like sem vilja fá hann aftur í Rauða Herinn

 86. ég segi að það væri frábært að fá hann aftur á 20 mills og ég held að gerard, kuyt, maxi eða þeir sem eru eftir úr vörninni verði ekki svektir að fá hann aftur ef hann fer að skora (flestir frá því í fyrra eru farnir). Og ef hann kemur í liðið mun losna um suarez og fl. of þeir munu eiga auðveldara að skora + ef torres gat skorað svona mikið með liverpool eins og það var, hvað getur hann þá skorað núna, og svo náðu þeir svo vel saman gerard og torres…. og adam og torres gæti orðið svakalegt… 
  í sambandi við skít þá segi ég: í fyrra var drullað mikið hérna á síðunni yfir leikmenn og þá sérstaklega lukas og og hvað vitum við ? kannski eftir 2 ár verður drullað yfir suarez ef hann frá okkur…. þegar torres fór var allt í rugli hjá okkur, enginn metnaður, en þegar alonso fór frá okkur enduðum við í öðru sæti í deildinni og áttum sjens að vinna hana að ári, en þá fer hann í fílu og fer, er það bara í lagi…. það er þá held ég að torres hafi gefist upp…..MÁLIÐ ER AÐ HANN GRUNAÐI EKKI AÐ KENNY GÆTI TEKIÐ ÞETTA SVONA UPP EINS OG HANN ER AÐ GERA, svo það að carrol gæti lært af honum og svo jafnvel tekið við…

 87. ókei er til í hann aftur ef við fáum hann 10 millur og ekki krónu meira og hann þyrfti líka að taka á sig svakalega launa lækkun því hann er ekki búin að geta blautan í 2 ár…sem sagt hann á ekki að koma og ég held að við getum eytt 20 millum tölvert betur en Þetta! ég meina comon 20 millur eru svakalegu díll fyrir chelskí efast um að neitt lið borgi svo mikið fyrir hann…

 88. Hélt Torres við konuna hans Magga eða eitthvað?

  Ég hata Chelsea eins og pestina en það fer nú að koma tími á að sýna AVB smá virðingu. Mér finnst nokkuð ljóst að þarna fer alveg magnaður einstaklingur. Ekki aðeins talar árangurinn sínu máli heldur er augljóst að hann er með bein í nefinu og svo er hann alveg drullusvalur í allri framkomu innan vallar sem utan. Persónulega hefði ég viljað fá þennan mann á Anfield. 

 89. Alonso fór útaf Benitez vildi ekki hafa hann!!! Ekki útaf því að hann fór bara í fílu!!

 90. Nú held ég að kominn sé tími á það að við hættum að tala um leikmann Chelsea, finnst sorglegt að heill þráður sé um leikmann sem er ekki í rauðum búning og verður væntanlega aldrei aftur.
  Og dúlli minn, LFC og mál þeim tengd snúast ekki um fjölskyldur okkar, lofa þér því að konan mín er það heiðvirð að hún mundi ekki halda fram hjá manninum sínum.  Helst ekki ræða um hana hér aftur, skjóttu bara á mig vinur ef það lætur þér líða betur.
   
  Við hljótum í alvöru talað að hafa um eitthvað skemmtilegra að ræða en varamann í London og uppskrúfaða frétt úr slúðurriti sem enginn alvöru miðill vill ræða um.

 91. Umræðan á The Park sem ég benti á hérna áðan var einmitt kláruð á fínan hátt og ég hef það mín síðustu orð á þessari síðu um umræddan leikmann.
   
  Norskir aðdáendur sátu á The Park og ræddu við heimamenn um Liverpool á næsta borði við mig.  Komst ekki hjá því að heyra þegar einn Norðmaðurinn spurði þá hvort við ættum að taka Torres til baka.  Menn voru nú heldur betur ekki á því.  Minntu þá á ömurlegar frammistöður Torres á sínu síðasta leiktímabili, þar sem kjarninn var “he didn’t care” og síðan fylgdu sterkorðaðar yfirlýsingar um svik hans við klúbbinn.
  Einn nojarinn skaut þá til baka, “but he is a really good player we need”.  Þá kom yfirvegað svar sem ég held að sé kominn tími á hér.  “In here we don’t talk about other teams or players, if you want to do that you should look for another place.  Here we talk about our football club and our players”.
   
  Ég ætla þar með að ljúka máli mínu um Torres.

 92. 72 # Maggi, Ég ætla engum að vera sammála mér hér á síðunni, það sem ég set hér inn eru bara mínar hugrenningar, og ég er alveg sammála þér að það væri betra að eiða kröftum okkar í aðra umræðu en þetta Torres mál, enda eru Chelsea ekki að fara að selja strákinn…

  Mér findist aftur á móti gaman ef menn kæmu með eitthvað kommenit á hvað við ættlum að gera varðandi miðjuna og það skarð sem hefur myndast eftir að Lucas meiddist, fanst góður punktur í síðasta potcasti hjá þér varðandi þá leikmenn sem við ættum að beina kröftum okkar að, og þar færðir þú að mér fanst góð rök fyrir því hvaða leikmann við ættum að reina ná í, hvað finnst mönnum varðandi þetta ?

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 93. Tilhugsunin um að fá Torres aftur – og þá sérstaklega ef samstarf hans og Suarez, Gerrard og fleiri yrði jafn eitrað og menn geta gert sér í hugarlund – er vissulega afskaplega freistandi. En til að þetta geti gerst þurfa margir hlutir að ganga upp:

  – Chelsea þarf að vilja selja hann

  – Liverpool þarf að vilja kaupa hann

  – Kenny þarf að hafa trú á að hann geti gert gagn

  – Torres sjálfur þarf að vilja þetta

  – Allir núverandi leikmenn Liverpool þurfa að vera sáttir við að fá hann til baka

  Ef eitthvert eitt atriði klikkar, þá verður þetta ekki jafn mikið legend og margir myndu vilja. Ég er því ekki að sjá þetta gerast.

 94. einn pæling….. kannski var þetta planið allan tíman og hann kemur aftur til okkar og skorar fullt af mörkum 🙂 kannski er hann rauður að innan 🙂

  þetta væri bara æðislegt 🙂
    

 95. Er ekki i lagi med marga herna…????   Hann var ømurlegur i 4 manudi adur en hann for…Hann er buin ad vera ømurlegur sidan….

 96. Niðurstöðu úr máli Suarez er að vænta innan skamms og menn eru að tala um að hann sé mögulega að fá 6 leikja bann fyrir þetta með Evra og þá er puttamerkið eftir.

  Ég trúi ekki að hann sé að fara í svona svakalega langt bann. Og ef þetta reynist satt þá hlýtur Terry að fá 10-15 leikja bann.

 97. Er ekki málið að hefja nýjan þráð með Suarez áður en allt springur?

 98. Suarez fer í janúar, eins og hann fór frá axax eftir 7 leikja bannið sem hann fékk þá.  Hann er snjall en hausinn í honum er í ólagi.  Bless.  Vona að við fáum 35m fyrir hann.

Hillsborough Justice Campaign

A Scousers view