Liverpool 1 QPR 0

Okkar menn unnu í dag heimaleik gegn QPR í deildinni.

Dalglish byrjaði leikinn svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Downing – Henderson – Adam – Maxi

Kuyt – Suarez

Bekkur: Doni, Coates, Carragher, Kelly, Shelvey (inn f. Downing), Bellamy (inn f. Maxi), Carroll.

Það er lítið um fyrri hálfleikinn að segja, hann spilaðist eins og allt of margir hálfleikir í vetur. Okkar menn með öll völd á vellinum, tjölduðu upp við vítateig gestanna en náðu ekki fyrir sitt litla líf að koma góðum skotum á markið. Markalaust í hálfleik.

Sigurmarkið kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Charlie Adam tók fyrirgjöf af vinstri kantinum með hægri fæti og sú endaði á kollinum á Luis Suarez sem var óvaldaður á markteignum og skoraði sitt fyrsta mark í rúma tvo mánuði í deildinni. Loksins.

Eftir þetta drógu okkar menn sig allt of langt aftur á völlinn fyrir minn smekk. Þetta QPR-lið í dag var að spila það slappan bolta að við áttum að vera löngu búnir að bæta við mörkum en þess í stað var reynt að þétta og halda fengnum hlut og því kláruðu menn leikinn í allt of miklu stressi um að jöfnunarmarkið kæmi. Það kom þó aldrei og okkar menn gátu andað léttar í leikslok.

Maður leiksins: Charlie Adam. Var yfirburðamaður á miðju beggja liða í dag, flest allt skapandi kom í gegnum hann í dag og hann lagði frábærlega upp sigurmarkið. Adam er einn af fáum leikmönnum í liðinu sem þora að reyna hlutina og er að skapa á fullu á meðan allir í kringum hann virðast þjást af skorti á sjálfstrausti eða hvað það nú er. Flottur leikur hjá Adam.

Þessi sigur lyftir okkur upp fyrir Newcastle í deildinni og nú er Herkúlesarátakið eftir, að ná Arsenal, Chelsea og Tottenham. Vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir restina af desember.

71 Comments

 1. Gat nú verið að hann fór í slána hjá Wright Philips í lokin, ef þetta hefði verið á móti öðru liði en Liverpool þá hefði hann klárlega farið inn.

 2. Enn vandræði með færanýtinguna. En þrjú stig í dag. Héldum hreinu. Sáttur.

  Mig langar svo að koma með smá athugasemd varðandi upphitunina fyrir þennan leik, skrifaða af SSteini.

  Fyrst vil ég segja að þessi síða er frábær og orðin órjúfanlegur hluti af lífi íslenskra Liverpool-aðdáenda. Pistlarnir oftast mjög góðir, flottar upphitanir, góðir pennar og skemmtilegar umræður sem skapast hér fyrir, eftir og á milli leikja.

  Upphitunin fyrir leikinn í dag var góð að öllu leyti, nema þetta raus um dómgæsluna í síðasta leik. Já, ég kalla þetta raus.

  Eftir síðasta leik þá reyndi SSteinn að tala niður sennilega mest “upp-þumlaða” kommentið í sögu þessarar síðu.

  Hann sagði m.a.

  “Eru bara hálfvitar að skoða þessa síðu?”

  Ómaklegt, verð ég að segja.

  Varðandi dómgæsluna þá er það nú svo að þetta jafnast allt saman út yfir tímabilið. Sumt fellur með okkur og annað á móti – t.d. væri hægt að benda á sigur okkar gegn Everton þar sem dómarinn átti arfaslakan dag, okkur í hag.

  Að lokum; áfram Liverpool, þetta er allt á réttri leið, hægt en örugglega.

  YNWA!

 3. Mér fannst þetta nokkuð góð frammistaða. 75% af leiknum var bara eitt lið á vellinum en menn verða að fara nýta færin, Maxi hefði getað verið með 3 og Suarez 2.  Góð spilamennska þangað til QPR fóru að pressa hátt til að reyna að jafna en við héldum út.

 4. hvað er málið með þessa markmenn sem koma þeir geta bara ekki hætt að brillera og þetta var 3 markmaður qpr ef það hefði verið 2 eða 1 þá hefðum við gert jafntefli…… eða ekki. en shit það þarf að leggja þetta í rannsókn með þessar hornspyrnur hvernig er hægt að fá shit mikið af þeim og ekki skora úr neinni. var Adam ekki keyptur út af þessum hornum hjá honum, var ekki rauðnefur að segja að hann myndi borga 10 mills bara fyrir hornin hjá honum…. getum við ekki rukkað hann um þær

 5. Innihaldslaus og slök leikskýrsla….á sama standard og leikur okkar manna eftir að við komumst yfir. Sammála síðan Dude#3 með greiningu okkar á “óheppni” eftir síðasta leik.

 6. Com´on guys….vorum að vinna leikinn !!!!!! tuð tuð og tuð..
  Verum sáttir við 3 stig og förum svo út að moka snjó 🙂

 7. Mér finnst Suarez og Maxi vera að ná svaka vel saman, mjög flott spil þarna hjá þeim á köflum

 8. Er ég einn um það en ég er að elska þessi sláar og stangar skot vill ekkert heitar en að setja eitthvað met í þessum efnum. við erum komin með vel á annan tug í fyrstu 15 leikjunum endilega halda þessu áfram, telst þetta ekki sem slárskot hjá SWP vil endilega þá það skráð á okkur.

 9. Fyrir hvað fékk Bellamy spjald ??? Þetta er náttúrulega alveg fáranlegt. !!!!!

 10. Svakalega var þetta andlaus leikskýrsla, soldið eins og leikur okkar manna síðasta korterið. Einhverjir (t.d. Hafliði) voru að kvarta að Maxi hefði ekki spilað síðasta leik þar sem hann sé sá eini sem geti skorað fyrir þetta lið, uuuuhhhh ekki af þessu leik að dæmi. Maxi átti að skora þrennu en gerði það ekki frekar en aðrir leikmenn undanfarið. 18 mörk þá komin í sarpinn. Aston Villa næst á útivelli. Eg spái urmull af sláar og stangarskotum en lifi ég voninni að þar verði stönginn eða sláinn inn.

 11. Copy/paste af flestum okkar leikjum í vetur, fullt af færum, markmaðurinn með sinn besta leik í langan tíma og tvö skot í tréverkið. En meðan við vinnum svona leiki, sama hvernig er ég sáttur. Þessir 1-0 sigrar eru jafn mikilvægir og sigur á t.d. Chelsea. Eins var liðið mikið mikið betra en QPR í dag og átti að vinna stærra…eins og vanalega. 

  Bjórinn er bara betri eftir sigurleiki.  

 12. Sammála leiksýrslunni varðandi Charlie Adam, klárlega maður leiksins. Þvílík snilldarkaup sem þetta voru. Adam hefur verið frábær á tímabilinu og mér finnst hann vaxa með hverjum leik. Algjör snillingur.

  En annars var þetta bara svipaður leikur og vanalega, flottur bolti, erum miklu betri, sköpum fullt af færum, en eigum í vandræðum með að skora mörk. Væri nú gaman að fara sjá stífluna bresta og vinna einn yfirburðarsigur þar sem við röðum inn mörkum. Kannski í næsta leik.

  En á meðan við erum miklu betra liðið, spilum flottan bolta og VINNUM leiki, þá kvarta ég ekki. Líka frábært að sjá Suarez enda markaþurrðina.
   

 13. Ef ykkur finnst skoðanir penna/ritstjóra á þessari síðu svona hrikalega lélegar og asnalegar hættið þá að lesa síðuna! Ef þið haldið áfram að lesa hættið þessu nöldri þá. Það sem er skrifað hér er skrifað í sjálfboðavinnu og þeir sem skrifa hljóta mega skrifa það sem þeir vilja og hafa þær skoðanir sem þeir vilja.
   

 14. Liverpool er í því að búa til góða markverði í liðum sem það spilar gegn.

  En 3.stig – það er jákvætt

  ynwa

 15. Góð nauðsynleg 3 stig og komnir uppfyrir Nýja kastalann. En harðlífið upp við markið heldur áfram og nýtingin heldur áfram að vera skelfileg. 

 16. Verð að segja að suma verður seint eða aldrei hægt að gleðja, en ég er ekki í þeim hópi, ég er himinlifandi með stigin 3 þó markið hafi bara verið 1, það skilaði sínu, hvað meira vilja menn eiginlega ??????

 17. Góður skyldusigur og þrjú stig fengin en það er það sem skiptir öllu máli. Ónefnt lið sem er “ekki að ströggla” í CL hefur einmitt verið að klára nokkra leiki sína svona og jafnvel óverðskuldað. Það er styrkleikur að klára svona leiki því QPR eru með fínt lið og baráttuglatt. 

  Mér finnst markaþurrðin stafa töluvert vegna skorts á góðum uppsetningum á föstum leikatriðum. Við fengum mjög margar hornspyrnur í dag sem ekkert kom út úr!

  Eins finnst mér ótrúlegt hvað Liverpool hefur átt fáa virkilega góða skotmenn undanfarið, hver saknar ekki markanna sem Gerrard, Riise, Alonso gerðu oft á tíðum með föstum góðum skotum fyrir utan teig?

 18. Kærkominn sigur í dag og ánægður að Suarez hafi settann, það er best að svara fyrir sig inná vellinum.

  Síðustu 15 mínutur leiksins einkenndi lið sem hefur verið að ströggla og ekki mikið sjálfstraust. 3 stig í hús og við eigum að taka það með okkur í næsta leik. Ef við vinnum næsta leik eykst sjálfstraustið og boltinn fer sláinn inn ekki sláinn út eins og hefur verið því miður einkennandi fyrir framan mark andstæðingana í vetur.

  Ótrúlegt hversu oft markmenn eigi leik lífs síns á Anfield. Ég mun allavega ekki klappa fyrir markmanni aðkomuliðsins þegar ég fer á Liverpool – Newcastle í Kop. Það er á hreinu, þetta er komið fínt.

  Vörnin var traust í dag og Adam er að koma sterkari inn. Annars fannst með Henderson líka flottur í dag, mikið í þennan strák spunnið og á bara eftir að vera betri.

  YNWA

 19. Ánægður með þrjú stig. Vandamálin eru þó síður en svo leyst og munu hrjá okkur í næstu leikjum líka. Það er sama sagan og áður, náum ekki að klára þótt við séum með boltann 70%. Við fáum kannski heldur ekki algjör dauða-dauðfæri í þessum leik fyrir utan færin hjá Maxi. Og þá á hann alltaf markmanninn eftir. Tvisvar varði markmaðurinn vel frá honum en þriðja slúttið var bara mjög slakt. 
  Miðjan var mjög góð og Adam átti mjög góðan leik, stoðsending með hægri og fjöldi annarra góðra sendinga.

  Núna í framhaldinu vil ég sjá Maxi halda áfram að byrja. Það má skipta Kuyt út en annað ætti að vera óbreytt. Maxi býður upp á mikið flæði í liðið, bæði með sendingum en ekki síður hlaupum. Það er alls ekki tilviljun að hann sé að komast í svona mikið af færum, hann sér svæðin og nýtir sér þau, eitthvað sem fleiri leikmenn mættu gera.  

 20. Frábært að fá 3 stig það skiptir öllu máli.  Sammála mönnum eð nýtinguna en hún er farin að verða dálítið brosleg þannig að hér kemur bros :0)
   
  Að mínu mati er Skrtle maður leiksins.  Hann tók allt sem kom nálægt honum í þessum leik.  Algjör fagmaður og át alla skallabolta og öll návígi sem hann komst í.
   

 21. Vörnin var góð í dag eins og undanfarið þegar reyndi á hana. Sammála með Adam.

  En mér fannst sóknin bara alls ekki nógu góð. Ég vil hafa Suarez fyrir aftan annan sóknarmann, ekki Kuyt. Auðvitað væri best að það væri Carroll, en það er alveg ljóst að við þurfum að fara að kaupa framherja sem skorar reglulega. Það er svo ekkert að því að eiga Carroll með.

  Enn og aftur veldur Downing vonbrigðum, hvenær ætlar hann að fara að skila einhverju? Maxi fann sig ekki, en SUarez var líflegur. Þá fannst mér Kuyt slakur. Henderson lala.

  En fínn sigur þó að hann hefði mátt vera öruggari.

 22. Góður sigur á heimavelli gegn liði sem fyrirfram virtist með bókað stig í leiknum miðað við frammistöðu okkar móti nýliðum deildarinnar.
  Annars allt bara eins og svo oft áður, dóminerum í fyrrihálfleik á þess að klára færin.
  Byrjum seinni þar sem frá var haldið í þeim fyrri með mikilli pressu að marki andstæðingana, en loksins skilaði það marki eftir frábæra fyrirgjöf frá Adam og loksins náði Suarez að klára tuðruna í netið.
  Það sem gladdi mig aukalega í markinu var sú staðreynd að loksins voru mættar rauðar treyjur á fjarstöngina, meira að segja tvær, Kuyt og Downing voru báðir tilbúnir ef Suarez klikkaði.
  Ef leikmenn Liverpool hefðu verið duglegri að mæta á fjarstöngina í fyrri hálfleik hefðum við hæglega verið komnir í 2-0 eftir 15 mín.
  Og 17 hornspyrnur sem ekkert kemur úr er eitthvað sem þarf að skoða.
   
  Flott að komast upp fyrir Newcastle í dag, Chelsea næst, en þeir munu ekki fá stig í næsta leik sem gegn Man City.
   
  Fram að jólum munum við mæta Aston Villa og Wigan, báðum á útivelli.
  Tökum 6 stig frá þeim leikjum.
   
  Arsenal og Chelsea eiga erfiðara prógram en við fram að jólum.
  Man City – Arsenal 18 des
  Tottenham – Chelsea 22 des
   
  Taflan gæti litið mun betur út þegar jólin ganga í garð, en auðvitað er ekkert öruggt 😉
   

 23. #11
   
  Maxi átti ekkert að skora þrennu. Hann fékk vissulega þrjú góð færi, en ég myndi segja að hann hafi gert nokkuð vel eða mjög vel í öll skiptin, markvörðurinn stóð sig einfaldlega vel líka.

  Menn sem hafa kallað á Maxi inn í liðið geta einmitt bent á þennan leik sem gott dæmi um það að hann er einfaldlega einn af okkar hættulegustu leikmönnum, og mættu aðrir framherjar og sókndjarfir miðjumenn þessa liðs taka hann til fyrirmyndar hvað varðar sóknarhreyfingar. Öll þrjú færin eru gott dæmi um hvað hann er öflugur að finna pláss í teignum eða að stinga sér innfyrir vörnina á réttu augnabliki. Við það bætist síðan að hann hefur sérlega gott auga fyrir samspili við liðsfélaga sína og kann að halda boltanum innan liðsins en jafnframt á hreyfingu, og er alltaf einn bestu manna liðsins þegar hann spilar. Það er synd hve fá tækifæri hann er búinn að fá í vetur því það verður að segjast eins og er að það sem af er þessu tímabili eru fáir leikmenn sem hafa haldið sama standard.

 24. Sævar
  Ef mönnum finnast skoðanir ritstjóra/penna hér á síðunn hrikalega lélegar er það bara þeirra skoðun,
  en svo til að hafa það á hreinu þá þurfa menn ekkert að hætta að lesa þessa síðu þótt þeir séu ekki sammála þeim. Ég er nú einn af þeim sem er oftar en ekki 100% sammála þeim en það er annað mál. Menn verða að verða að hafa þann rétt á því að vera ósammála.

  En menn sem eru að væla yfir því að þessi leikskýrsla sé þunn er þá er ég alveg sammála því að hún sé þunn EEENNN hún segir bara það sem hún þarf að segja það er ekkert meira að segja um þennan leik. Allt það þraus og endalausu vangaveltur um vandamál Liverpool eru þeir búnir að skrifa þúsund sinnum um áður þannig að ég skil það vel að þessi skýrsla sé aðeins nokkur orð.
  Það er í raun ekkert meira að segja um þennan leik. Það hefur allt verið skrifað áður og það í milkum mæli,þetta er einhver BESTA Liverpool stuðningsmanna síða sem um getur og það er bara þennig.
  Við náðum í 3 stig í dag en náðum samt ekki að leysa okkar stærsta vandamál og það er eins og ALLIR vita að við bara getum ekki skorað jú við náðum einu í dag en það hefur svo sem gerst áður, við bara virðumst ekki með nokkru móti geta gengið frá leikjum sem við eru með mikkla yfirburði í sem er okkar stóra stóra vandamál.
   

 25. Suarez skoraði eftir 2 mánuði. Hann var nákvæmlega í 2 mánuði captain í fantasy liðinu mínu, tók hann út og hann skorar. 

  En ég bara verð, við vinnum og það eru undir 30 commentum  þegar leikskýrslan er kominn. Þegar  við töpum eða gerum jafntefli eru kominn 50+ comment áður en leikskýrslan kemur. Er fólk virkilega að koma hingað inn bara til þess að röfla?

 26. Sigurinn og stigin þrjú er aðalmálið, en tilfinningarlega vantar Gerrard inn… það vantar einfaldlega inn skaparann á miðjuna… sem dælir á framherjanna og skorar sjálfur reglulega 🙂

 27. 26.
  Því miður er það mjög ríkt í mannfólkinu að neikvæðar fréttir selja betur en þær jákvæðu, það virðist gilda um þegar um tapleiki er um að ræða. Megi þeir vera sem fæstir!

  Við eigum 4 leiki eftir í desember, hvernig væri nú að fá 12 stig út úr þeim og hefja nýja árið með blússandi sjálfstrausti og beint í Maraþonkeppnina við mansjittí!
   

 28. Flott að fá loksins sigur, en þetta var alltof erfitt – við hefðum átt að klára þetta löngu áður.

  Við höfum núna skorað 18 mörk og skotið 16 sinnum í tréverkið.  Það er með ólíkindum.

  Í hálfleik skipti ég yfir á aðra stöð og var hundfúll yfir því að Chelsea skyldi vera að vinna Newcastle.  Korteri seinna poppaði upp staðan í Norwich-Newcastle og ég fattaði að ég var að pirra mig á stöðunni í leik sem var spilaður fyrir viku.  Og svo skoraði Liverpool.  Það voru góðar mínútur.

 29. Og varðandi lengd skýrslunnar – stundum langar manni bara ekki að skrifa langa skýrslu eftir leiki.  Það gerist.  Ég persónulega hefði ekki haft skýrsluna mikið lengri, enda ekki um mikið að ræða.  Þetta var bara sama og síðustu vikur, nema með því twist-i að við náðum actually að vinna.  Sem er gott.

 30. #3 sigur, yfirburðir á vellinum og jólin nálgast – lighten up.

 31. Voðalega eru menn æstir að einhver sé þeirra skoðuna að eitt stykki leikskýrsla sé andlaus. Ég var ekkert að segja að síðuhaldarar eigi ekki rétt á að skrifa andlausa skýrslu, þeir mega það alveg ef þeir vilja. Einar svarar þessu svo málefnalega. Kop.is er flott og skemmtileg síða, óháð einni leikskýrslu, alveg eins og Liverpool er besta lið í heimi þótt við séum í toppsætinu þessa stundina.

 32. Liðið gerði það sem þurfti að gera í dag og vann, vissulega hefði verið gaman að fá fleiri mörk en það féll ekki með okkur í dag.

  Við erum búinir að standa okkur mjög vel varnarlega á tímabilinu, (nema á móti Tottenham) nú vantar að við nýtum færin okkar og ef við náum því þá mjökumst við í átt að toppi deildarinnar. 

 33. Sannfærandi sigur. Meira sannfærandi en allir 1-0 Scum Utd í vetur. Vissulega mega þeir nýta færin betur en það er ekki hægt að kvarta yfir þessum leik. Þetta er allt á réttri leið ekki hægt að neita því og verum bara glaðir með sigur og fáum okkur öl á þessu flotta laugardagskvöldi og horfum á el clasíco þar sem Móri mun örugglega pota augað úr einhverjum Barcelona meginn….

 34. Ég skrifaði leikskýrsluna og mér finnst hún bara af hárréttri lengd. Stundum er minna meira. Ég hefði getað skrifað þúsund orð um þennan leik en þá hefði ég í raun bara verið að endurtaka hluti sem hafa verið margsagðir í flest öllum leikskýrslum og ræddir í fleiri klukkutíma í síðustu podcast-þáttum.

  Liðið var betra allan tímann, skoraði eitt mark og barðist svo við að halda því forskoti. Punktur.

  Stundum er bara ekki hægt að skrifa mikið meira. Ég skil vel að menn vilji fá langa og flotta pistla inn á síðuna og við höfum í á áttunda ár núna gert okkar besta til að verða við því, en stundum er lítið að segja og þá er það í lagi líka.

  Annars er ég bara feginn að þessi leikur vannst. Þetta var dauft og allt of tæpt, en sigur er sigur og vonandi byggja menn bara á þessu fyrir næstu leiki. Það er ekki eins og liðið sé beint að spila illa, það bara skortir einhvern neista fremst. Vonandi glæðist sá neisti fljótlega.

 35. Mjög sáttur með að hafa unnið en þetta átti að fara 10- 0 og þeir hjá Liv verða að farra að skora meira en þetta, djö foking fokk.

 36. Já og svo er þetta alveg með ólíkindum hvað markverðir eiga alltaf frábæra leiki gegn Liverpool á Anfield. Radek Cerny er þriðji markvörður QPR í goggunarröðinni, fékk að spila í dag vegna meiðsla og forfalla og spilaði eins og hann væri Oliver Kahn. Þetta er eiginlega bara fyndið.

 37. Þetta snýst ekki um neitt annað en að vinna leiki og fá 3 stig. 3 stig í höfn eftir þennan leik og það er gott.

  Það má samt alveg hafa býsna miklar áhyggjur af frammistöðunni. Eða öllu heldur, af sóknarleiknum. Enn og aftur virðist liðinu fyrirmunað að breyta yfirburðum sínum í mörk. Það er bara alveg sama hvaða leikmaður á í hlut, á móti hverjum liðið er að spila og hver sé dómarinn – alltaf vantar mörkin.

  Ég hef stutt liðið í á þriðja áratug, í gegnum súrt og sætt. En ég hef sjaldan verið vitni að jafn steingeldum sóknarleik og liðið er að bjóða upp á á þessu tímabili. Og ég er alveg að taka með í reikninginn síðustu tvo stjóra Liverpool, sem voru ekki beint þekktir fyrir sambabolta!

  En fjandinn hafi það, ég tek 1-0 sigur samt alltaf frekar en einhverja markasúpu þar sem liðið tapar stigum 🙂

  Kveðja
  leiðinlegi gaurinn 🙂 

 38. 3 stig í hús! gemmér knús! 🙂 Skil ekki þessa nöldrara hérna, við unnum leikinn og því skal fagna. Menn ættu að vera farnir að sjá það að ekkert lið í þessari deild er “easy win” og 1-0 er bara ásættanlegt. Okkar besti striker farinn að skora, Adam flottur á miðjunni og ekki má gleyma hörðustu miðvörðum deildarinnar sem fá sjaldnast á sig mark. YNWA

 39. Þessi leikur vannst og sem betur fer var match winnerinn H.Helguson ekki með, þá hefðum við ekki gengið jafn reistir af velli held ég.

  Kaupa kjéppann, þar er gaur sem nýtir sín færi! Ehaggi??

  En að leiknum. Ég myndi segja að Skrtel, Adam, Henderson og Suarez standi allir jafnir að manni leiksins…flottur bolti í gangi og Skrtel með 100% vinnslu í leiknum! Suarez vann rosalega vel en mér fannst Adam og Henderson flottir að miðjunni, tveir menn sem geta dreift spilinu sem og varist, gargandi snild.
  Það er náttúrulega magnað að markmenn sem koma á Anfield eigi ALLTAF rosalega góða leiki…þetta er náttúrulega eitthvað sem að Horatio Caine ætti að rannsaka! Pottþétt ólöglegir skór og hanskar sem koma í ljós!! Fawk…

  En flottur sigur í dag, gríííííðarlega nauðsynlegur og vonandi kemst Suarez í gang eftir þetta mark, þ.e.a.s þegar að hann kemur úr þessu blessaða banni!!!!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 40. Ekki sammála með Adam, þó svo að þetta hafi verið einn af skárri leikjunum hans. Ég væri til í að sjá einhverja tölfræði um hversu oft hann tapar boltanum á miðjunni! Finnst hann alltof oft vera hlaupa af stað með boltann og tapa honum á hættulegum stöðum. Einnig finnst mér hann alltaf vera að leita af einhverri úrslita sendingu (þó svo að sendingin hans á Suarez hafi verið góð í dag).

  Krossar hjá Liverpool eru ööömurlegir. Downing, Henderson og Jose Enrique eru alltaf með einhverja fallhlífa-bolta sem varnarmenn eiga í engum vandræðum með að skalla í burtu.

  Og getur einhver sagt mér afhverju Dirk Kuyt er að spila í þessu liði. Í fyrra flaut hann á því að hann potaði inn mörkum en núna hefur hann nákvæmlega ekkert getað.
  Síðan er ég mjög ósammála mönnum um að Maxi sé fínn leikmaður. Hann hefur hvorki styrkinn né hraðann til þess að spila á Englandi. Hann er ekki vængmaður, hann er ekki miðjumaður, hann er ekki striker… Hann er einhvernveginn ekkert. Hvar er hans staða á vellinum?

  Góður sigur samt gegn slöku QPR liði að mér fannst.

  Það þarf vængmann í þetta lið, sárlega… 

 41. Kiddi ertu að tala um Maxi, miðjumanninn sem er með 9 mörk í seinustu 11 leikjum ?
  Já hann er ömurlegur…..

 42. Ég er sáttur með stigin 3 á heimavelli. Ef við hefðum átt lýtalausan leik þá hefði hann unnist 10-0 en svoleiðis gerist bara ekki alltaf….stundum 8-0 þó.

  Ferlega fyndið að lesa frétt á fótbolta.net sem segir að við höfum rétt marið QPR  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118555  en klukkutíma síðar er frétt unnin og vitnað í Warnock http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118561 en skrifað þar að þeir hafi aldrei látið reyna á Pepe….samt tókst okkur “rétt að merja” sigur á þeim.  🙂 

  Við eigum að geta byggt á þessum leik og hjólað í jólatörnina ákveðnir. 

 43. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta eftir þennan leik, ef það er ekki hægt að gleðjast yfir góðum sigri og þrem stigum þá þarf maður víst að fara líta í barm sinn – jákvætt að loksins kom mark. Sóknarleikurinn var kannski ekkert fljótandi eins og hann á best að gera en liðið var að halda boltanum vel innan liðsins og varnarleikurinn var traustur sem endra nær.

  Ótrúleg breytingin sem KD hefur náð að gera á varnarleik liðsins á rétt tæpu ári. Fyrir ári síðan fékk þessi sama vörn (- Enrique) á sig 3 ódýr mörk gegn Newcastle á útivelli og hélt varla hreinu í neinum einasta leik. Nú er annað upp á teningnum þar sem liðið er með bestu vörn deildarinnar ásamt City og ef við (í hlutleysi okkar) lítum framhjá 4-0 tapinu gegn Spurs erum við aðeins búnir að fá á okkur 9 mörk í 14 leikjum. Ég held að Steve Clarke eigi mikið í þessari umtörnun á skipulagi liðsins aftarlega á vellinum. Þetta er allt saman mjög jákvætt.

  Ég veit að það er ljótt að gleðjast yfir óförum annara en mikið óskaplega fannst mér gaman þegar upp kom á skjáinn áðan “Swansea – Fulham 1-0 – Dempsey sjálfsmark”. Svo aftur undir lok leiksins “Swansea – Fulham 1-0 – Dempsey klúðrar úr víti”.  Dásamlegt.

 44. Við þurfum að næla í eitt stykki “poacher” í janúarglugganum – þá tökum við svona leiki 4-0

 45. Gott að fá þessi stig, en taugarnar voru þandar síðasta korterið, enda við oft tapað niður unnum leik í jafntefli. verðum að fara að nýta marktækifærin betur. Maxi og Suarez fínir þarna frammi.
   
  Áfram Liverpool að safna stigum til að komast aftur í Meistaradeildina!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 46. Ásmundur, já ég er að tala um Maxi. Það líta allir vel út ef þú setur upp svona tölfræði, þessi mörk verða vissulega ekki tekin af honum.

  Hversu marga leiki hefur hann spilað og hversu mörg mörk? Hvað hefur hann lagt upp mörg mörk? Ógnin af honum þarna á vængnum er nákvæmlega engin.

  Ef þú lítur á heildarmyndina, leikmanninn sjálfan þá hlíturu að sjá að þetta er ekki leikmaður í Liverpool standard. 

 47. Það er vonlaust að hafa Reina í fantasyldeildinni. Vörnin er svo góð að hann er að fá 2-3 skot á sig í leik. Það er frekar fyndið að maður verði að hafa markmann í slöku liði til að fá einhver stig 🙂

 48. Tryggvi #45: Ég er algjörlega sammála þér. Fyrir mér væri algjör draumur að fá Inzaghi lánaðan út tímabilið til að sýna Suarez, Carroll og Kuyt hvernig á að klára þessi færi eins og honum er einum lagið.

 49. rosalega flottur leikur en mig langaði að sjá meiri mörk en flottur leikur hja liverpool mönnum ég spáði að það var 5-0 fyrir Liverpool

 50. Sigur, alveg sama hvernig sigrarnir eru, bara að það séu sigrar á móti þessum litlu liðum.

 51. Guys, guys, ekki grenja eftir sigurleik…same shit en LFC vinnur…þá er nú eitthvað í rétta átt.
   
  Fariði svo að koma með þennan kaftein…svona áður en Spearing kemur úr banni.

 52. Ég er ekkert hissa á því að hver einasti markmaður eigi stórleik á ANFIELD.  Þeir hafa aldrei á ævinni upplifað aðra eins stemmningu.   Ég er viss um að Steingrímur J Sigfússon mundi eiga stórleik ef hann spilaði í marki andstæðingana á Anfield. 

   3 stig og höldum hreinu, það er fyrir öllu.  Flóðgáttirnar opnast fyrr en síðar.

  YNWA   

 53. Skyldusigur í dag, og hann var alltof tæpur útaf þessum óendanlegu færum sem eru ekki nýtt.. að taka 17 horn og eiga 40 skot og enda með eitt mark er sorglega slæmt. Vorum að domineita leikinn en útaf því að við gátum ekki aukið forustuna þá vorum við _ótrúlega_ heppnir að sleppa með sigurinn eftir þetta eina alvöru færi QPR sem endaði í slánni.

  Mér fannst Maxi vera drullufínn í dag og er bara nauðsynlegur þarna inná til að það sé meiri hreyfing á framlínunni.. hann er með fáránlega góðar staðsetningar oft og var óendanlega óheppinn(lélegur í einu færinu) að setja hann ekki. 

  Alveg eins og áður þá þá vantar bara finishing í þetta lið sem veeeeeeeeeeeeeeeeeeerður að gera eitthvað í í janúar.

 54. Finn leikur, ekkert meira en tad… 3 stig mjog asaettanleg. Meina tetta lid vann Chelsea (ad visu med Heidar)…. En tetta er enska urvaldeildin og tar er enginn leikur audveldur.

  En tetta mark hja Suarez eftir sendingu var svo ekta Gerrard/Torres mark ad tad halfa vaeri nog. Hversu oft sa madur Gerrard finna Torres tegar tad atti ekki ad
  vera haegt?

  P.s. Skil ekki gagnrynina a skyrsluna… Segir gjorsamlega allt sem segja tarf… Ad hafa hana lengri hefdi i raun bara verid tilfinningarunk.

 55. Adam yfirburðarmaður í liði Liverpool í dag. Ágætis leikur að hálfu Liverpool og að mínu mati hefðu við að minnsta kosti átt að skora 3 mörk, áhyggjuefnið er það sama og áðurm, við erum í vandræðum með að skora. Adam er hreinlega sá maður ásamt Suarez sem er mest skapandi í Liverpool liðinu í dag. Auðvitað misheppnast sendingar hjá honum enda er hann að reyna erfiðari hluti en margir.

  Henderson, Lucas, Kuyt og fleiri passa oftast upp á að tapa ekki boltanum, það kemur vel út á statsinu, Adam er meira að pæla í því að skapa mörk, er hann ekki búinn að leggja upp einhver 6-7 mörk og skora 2 sjálfur?… Flottur leikmaður og er verðskuldað maður leiksins!
   

 56. Djöfull var nú gott að vinna loksins skyldusigur á Anfield.
  Það var góð vinnsla í liðinu, okkar menn hirtu tuðruna hvað eftir annað með góðri pressu.  En það skortir gæði í sóknarleikinn.  Ef við bætum ekki við okkur í janúar verða jafntefli ansi algeng niðurstaða í leikjum okkar manna það sem eftir er tímabils og fjórða sætið í öruggri fjarlægð.  Koma svo KD, seldu Kuyt í janúar, spilaðu eða seldu Carroll, kauptu útherja með púður í görn, kauptu markskorara, settu menn úr ungmennaliðunum á bekkinn, Suso, Sterling.  Hvað sem er til hrista upp í mönnum og blása lífi í fyrirsjáanlegan sóknarleikinn.

   

 57. @56 gjorsamlega sammala ter med Adam. Auk tess var Skertel flottur i kvold.
  Hins vegar ta er eg ad verda gedveikur a tessari mytu u. Ad Lucas gefi alltaf till baka eda ad hann passi fyrst og fremst upp a ad missa ekki boltann. Lucas er snillingur i ad finna naesta mann sem GETUR fengid boltann og t.d. I leiknum gegn City ta atti hann 3 langar sendigar framm vollinn, sem allar heppnudust.
  Tad ad hann gefi bara alltaf ti baka og taki enga sensa er ad verda mjog treytt myta… Rett eins og ad. IBV geti ekkrt eftir tjodahatid.

  P.s. Horfdi a Chelsea U18 vs Portsmouth U18 i dag og tar var einn Brasiliskur Lucas ad spila og hann var verulega flottur… Mjog likur Kaka a velli

 58. Ég er ósammála #3 með að þetta hafi verið raus í SStein. Fannst þetta nú ágætlega upptalið og rökstutt sanngjarnt kvart í 10 liðum yfir dómgæslu sem kostaði okkur leikinn gegn Fulham.

  Eins er það ekki rétt að dómgæsla jafnist alltaf út yfir tímabilið. Það þurfa nefnilega alltaf einhverjir að borga fyrir plúsana sem Man.Utd enda alltaf í 🙂

 59. Burt séð með dómgæsluna þó hún sé stundum slök. þá getum við sjálfum okkur um kennt. Við erum að fara fáránlega illa með færin þó svo að við séum að yfir spila liðin. Það að fá á annan tug mjög góðra færa og skora aðeins einu sinni eða ekkert mark í leik veldur mér miklum áhyggjum. Allir markmennirnir í slöku liðunum eiga leik líf síns á móti okkur Það er hrikalegt að vera tapa stigum á móti lélegu liðunum upp á toppbaráttuna að gera. Því það er ekki hægt að ætlast til að halda hreinu leik eftir leik. Hvað er orðið langt síðan við unnum með meira en eins marks mun. Ef og þegar þetta lagast þá hef ég ekki nokkrar áhyggjur af leikjunum.

 60. Það verður forvitnilegt að sjá hvað eigendurnir, Comolli og Dalglish gera núna í janúar. Carroll er augljóslega ekki skorarinn (ennþá) sem hann átti að vera. Spurning hvort það eigi að kaupa mann sem er mættur og skorar, t.d. Bent – sem reyndar hefur ekki verið í góðu formi í vetur. 

  Annað, þegar maður sér samantekt úr leiknum, þá er alveg með ólíkindum að Suarez er allt í öllu í sóknarleik liðsins. Það gerist akkúrat ekkert nema hann taki til sinna ráða. Ég frábið mér að hugsa til þess að hann meiðist en það er jafnframt alveg klárt að við þurfum sterkara back-up fyrir vorið heldur en Carroll. Þessvegna held ég að senter sé aðalmálið í janúar, miðjan virðist geta leyst fjarveru Lucasar þokkalega vel, þótt við eigum eftir að sjá hvort hún dugi í leikjunum gegn Shitty.

 61. Mér er alveg sama hversu tæpt, hversu slappt, hversu léleg nýting … bla bla bla … ég gleðst yfir sigri any time of the day!!! Eitt orð: æði!
  Áfram Liverpool!

 62. Auðvita er frábært að vinna og flott spilamenska hjá okkar mönnum, en MÖRK það vantar mörkin hjá okkur, er farinn að halda að þeir æfi með engin mörk og finnst ansi margir í liðinu vera ragir við að skjóta og gefa boltann á td, Suarez eða þann sem er jafnvel í verri stöðu en Kenny fer auðvita að skipa gaurunum að skjóta, eða þannig, en allt í góðu. 🙂

 63. #26
  Gat nú verið að gamli söngurinn með fjölda kommenta eftir sigurleiki kæmi? Alltaf þurfa einhverjir specialistar að koma með þetta eftir sigurleiki. Eins og það megi ekki bara gleðjast yfir þremur stigum í stað þess að skrifa hvað þurfti að bæta/laga. Er það ekki yfirleitt þannig að maður getur bent á fleiri punkta þegar upp á vantar? Aftur á móti er það þannig að talan með fjölda kommenta er oft ekki mikið lægri eftir sigurleiki en eftir tapleiki (en lægri þó).

  Að öðru. Eina lausnin við þessari slöku færanýtingu er tvíþætt.
  a) Fara á æfingasvæðið. Vinna í smáatriðum varðandi slútt og tækni þar. Láta menn bæta tilfinningu fyrir slúttinu og alls ekki gleyma að einblína á litlu atriðin. Það eru þau sem skera á milli í 5-10 metra færum.
  b) Taka hausinn á sér aðeins í gegn því þetta er andlegt dæmi einnig. Menn þurfa að grafa aðeins inn í sjálfan sig og muna að þeir eru hörku fótboltamenn, að þeir hafi alla burði til að klára þessi færi. Í framhaldi af því þurfa þeir að breyta þessari hugsun um að færin fari alltaf forgorðum í það að þetta muni breytast og að færin muni fara inn.
  Það þarf nefnilega bara smá hugarfarsbreytingu og einn leik þar sem þetta gengur upp. Þá kemur takturinn og í kjölfarið er þetta komið.
  Og í guðanna bænum hættum þessu heppnis kjaftæði. Heppni er ekki til. Af hverju haldið þið að bestu liðin séu alltaf “heppnari” en hin? Af hverju falla fleiri hlutir með efstu liðunum en hinir? Er eina skýringin virkilega sú að þau séu “heppin”?

 64. Flott að þessi 100 miljón pund séu að skila einhverju, reynum að skvísa aðrar 100 miljónir úr könunum til þess að koma okkur í meistaradeildina.

  City er efst, ég þoli ekki þegar lið kaupa sér árangur!!! 

 65. #60 “Hvað er orðið langt síðan við unnum með meira en eins marks mun”

  Chelsea 0 – 2 Liverpool 29.11.11

  Ekkert svo langt síðan, er það? 🙂

  Annars er eitt sem ég tók eftir í leiknum í dag, og hef svosem pirrað mig á í svolítinn tíma.  Það er það hversu illa við erum að fara með hornin, við náum sjaldnast að gera okkur mat úr horninu sjálfu og svo náum við nær undantekningarlaust ekki frákastinu.  Til hvers að eiga leikmann sem tekur “hornspyrnur fyrir 10mp”  ef við nýtum þær aldrei?

 66. Hvað er að frétta af Steven Gerrard? Er langt í hann? Væri hrikalega sterkt að fá hann inn í jólatörnina.

 67. já frábært að loksins skuli Tottarar tapa. Núna fer þetta að verða spennandi pakki þarna frá 7 – 3 sætisins.
  Og þegar City taka Chelsea þá er þetta allt komið í eina kös og við með sæmilega möguleika á að koma okkur hærra í næstu leikjum 

 68. Gætum mögulega endað í 4. sæti í næstu viku ef City tekur bæði Chel$ki og Arsenal og við vinnnm Villa.

 69. LFC erum með 5 mörk í plús á meðan arsenal er með 8 mörk í plús
  Ef Arsenal tapar 2:0 og við vinnum 2:0 þá dettum við í það langþráða 4 sæti….en það hefur aldrei lofað góðu að koma með þess ef þetta og ef hitt. Undanfarið þá hefur það oftar skilað vonbrigðum.
  Hvað haldið þið að verði keypt í janúarglugganum? Adebayor 🙂 ?
    

Liðið gegn QPR

Opinn þráður – Tölfræði