Liðið gegn QPR

Liðið gegn QPR er komið og það er svohljóðandi:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Maxi – Henderson – Adam – Downing

Kuyt – Suarez

Bekkur: Doni, Kelly, Carragher, Shelvey, Bellamy, Coates, Carroll.

Áhugavert og nokkuð léttleikandi byrjunarlið. Henderson kemur inn á miðjuna með Adam og fær líklega góðan stuðning frá öllum fjórum sóknarþenkjandi leikmönnum okkar í dag. Maxi kemur loksins inn í byrjunarliðið í deildarleik og hann á það sannarslega skilið. Carroll er hinsvegar á bekknum sem er nokkuð hávaxinn í dag með Coates, Kelly, Shelvey Doni og Carragher þarna líka ásamt Bellamy.

Síðast þegar við spiluðum við QPR, ágúst 1995, var það Neil Ruddock sem skoraði eina mark leiksins í ósannfærandi sigri. Eigum við ekki að segja að þetta verði svipað í dag og Skrtel klári þennan leik með skallamarki, 1-0?

40 Comments

  1. Heiðar meiddur og ekki með í dag, liðið því svona hjá gestunum

    Cerny
    Young, Ferdinand, Gabbidon, Traore
    Mackie, Barton, Faurlin, Wright-Phillips
    Bothroyd, Smith

    Enginn Trevor Sinclair heldur 🙁

  2. mer finnst Kenny alltaf hafa Carroll á bekknum þegar hann á ekki að gera það og hafa hann svo inná þegar hann ætti frekar að vera á bekknum eins og á móti mjög Hárri vörn fulham svo á Bellamy alltaf að vera í byrjunarliðinu fyrir kuyt eða downing sem hafa ekkert getað !! En Maxi er inná og mer lýst vel á það!

  3. já, ég er sammála #3. Í þessum leik hefði ég viljað hafa Carroll inni fyrir Kuyt

  4. Spádómar mínir hafa reynst vægast sagt slæmir að undanförnu.  Þannig að ég spá því að QPR vinni þetta 0-4.

  5. Andsk… Heiðar ekki með! 🙂 Vona að hann skori eins og vitleysingur eftir þennan leik fyrst svo er.

    Usss… Það er svo mikilvægt að vinna þennan leik!!

    Vinnum 2-0. Kuyt og Suarez með mörkin í sitt hvorum hálfleiknum. Langar í gott jólarönn og eiga gleðileg Liverpool-jól

    YNWA!
     

  6. Frekar erfitt að tippa á annann markaskorarar en Maxi í dag. Segir 5-0 maxi með fernu en suarez með mark og maður leiksins rétt fyrir bann

  7. Flott lið og ekkert í boði nema þrjú stig. Gott að eiga sterka menn á bekknum ef á þarf að halda. Reikna með að öll mörkin okkar í þessum leik verði stöngin inn 🙂

  8. #3 Lóki

    Skil ekki alveg af hverju Carroll ætti ekki að nýtast gegn “hárri vörn” eins og gegn Fulham. Það er ekki eins og hann sé 1.50 á hæð og 40 kg.

    Carroll er kraftframherji, stór og stæðilegur og ætti skv. forskriftinni að nýtast gegn öllum tegundum að varnarmönnum – stórum, litlum, sterkum, veikum, góðum, lélegum o.s.frv.

    Vandamálið er bara það að Carroll er ekki nægilega góður leikmaður. Flestir virðast sammála um það að hann bráðvanti sjálfstraust, sem kemur aðeins með því að skora mörk. En hvað segir það manni um hann, þegar hann kemst ekki einu sinni í byrjunarliðið gegn nýliðum QPR? Og það á Anfield?

    Annars líst mér vel á þetta lið, Maxi á allan daginn að vera byrjunarliðsmaður í þessu liði, og nú er að duga að drepast fyrir Suarez að fara að sýna eitthvað annað en fingurinn! 🙂

    Þetta verður solid jafntefli, líkt og gegn hinum nýliðum deildarinnar á Anfield. 2-2, og Barton skorar öll mörkin 🙂 (Jinx away!)

    Homer 

  9. Mikilvægt að byrja vel og koma marki snemma á QPR. Hætt við að sjálfstraust þeirra vaxi eftir því sem líður á leikinn nái þeir að halda hreinu. Gæti trúað að Dalglish leggi upp með að halda boltanum niðri þar sem miðverðir þeirra eru stórir og þungir. Skýrir væntanlega bekkjarsetur Carroll í dag.

  10. Nú er tækifærið fyrir Henerson að sanna sig í sinni eiginlegu stöðu. Það verður fróðlegt að sjá Adam detta aftur, en það gæti hentað honum ágætlega. Adam sagði einhversstaðar að honum líkaði ágætlega að vera aftarlega á vellinum, jafnvel sem hafsent. Ástæðuna segir hann vera að þá fái hann meiri tíma á boltann fyrir langar sendingar! Kannski fáum við að sjá langar og flottar sendingar upp á kantana … vonum það besta! Ég er ekki bjartsýnn í fjarveru Lucas og svo drullar þetta lið oftast alveg langt upp á bak á móti svona liðum

  11. Mig grunar að markstöngunum á Anfield líði svipað og pungurinn á manni þegar maður er að spila paintball, þær eru skíthræddar!

  12. YES virðist vera með þýsku deildina? einhver annar góður sopcast linkur?

  13. YES er bara með þýska þangað til enski byrjar. Virðast samt ekki vita hvort þeir ætla að vera með okkar menn eða Arsenal.
     

  14. #18. ég er með kveikt á YES á sopcast. Eins og er, þá er þýska deildin. En held að það verði skipt yfir um leið og flautað verður til leiks
    edit: búið að skipta yfir á okkar leik ;o)

  15. Hvað er að Suarez? Hann gæti klárað 3$ vændiskonu þessa dagana!!

  16. Eru QPR svona lélegir eða erum við bara góðir ? ´Svo vantar okkur einhvern á helv fjærstöngina !!!!

  17. Ég er ekki að kaupa það að 3. markvörður QPR sé að fara eiga besta leik sinn á ævinni á Anfield í dag.
    Það liggur við að henda Rush í búning og planta honum inní teiginn. Vantar klárara í framlínuna.

  18. maður getur alveg sleppt því að horfa á fyrri hálfleik með liverpool. nóg að horfa bara á síðasta korterið yfirleitt

  19. Alveg merkilegt að Carroll starti ekki í þessum leik gegn þessum hræðilegu varnarmönnum QPR….

    Vil fá Kuyt útaf í hálfleik og Carroll inn.

    Annars er ég bara sáttur með spilamennskuna en ekki þessa glötuðu nýtingu á yfirburðum okkar   

  20. Flóðgáttirnar opnast í seinni hálfleik. Vinnum þetta 4 – 0 og MVP-inn okkar Luis “Klobbi” Suares setur þrennu. Flott spilamennska í fyrri hálfleik.

  21. Djöfulsins sending hjá Adam, með hægri!

    Edit: Enginn að kommenta á markið. Koma menn bara hingað til að væla?

  22. Já það er meiri stemning yfir spjallinu þegar illa gengur, því miður.

    En vörnin hjá QPR var reyndar í ruglinu en þetta var vel gert og frábært að Luiz skuli hafa skorað. Nú er bara að hamra járnið meðan það er heitt og klára þetta, get ekki horft uppá eitthvað bull mark hjá lélegum andstæðingum eina ferðina enn !

  23. Ég bara skil ekki hvað það er með markmenn andstæðinga á Anfield……

  24. Það er ekkert mál með neina markmenn, Liverpool slúttar bara alveg skelfilega illa.

  25. Markmenn eru farnir að hlakka til að fara á Anfield
    þeir eiga að óttast það.
     

  26. Flott þrjú stig……ekkert væl félagar gleðjumst bara yfir þessum úrslitum

QPR á morgun

Liverpool 1 QPR 0