Kenny ver Suarez og Liverpool liðið

Ég veit ekki með ykkur, en ég ELSKA að lesa fréttir af blaðamannafundi Kenny Dalglish í gær. Hann stendur upp gegn FA og ver Suarez og aðra leikmenn Liverpool. Að mínu mati fullkomlega réttlætanlegt, enda voru atvik í þessum Fulham leik fullkomlega fáránleg.

Mæli með þessari frásögn af fundinum á Guardian. Hann ver Jay Spearing og talar svo um Bellamy og Dempsey atvikið, sem var eitt það fáránlegasta í leiknum:

“If you look at the way Craig Bellamy was being provoked [by Clint Dempsey] at Fulham you can only say his discipline was unbelievable. He didn’t commit a foul, he didn’t respond to the player shoving his head into his face, and yet he was the one to get booked. Once that happened we ended up having to take him off so we weren’t left with nine players.”

Og almennt um leikinn:

“We just want to be dealt with fairly,” Dalglish said. “We want the same rules to apply to us as to everyone else. At Fulham I think we got the short end of a lot of 50-50 decisions that on another night might have gone our way. Anyone watching the clips can see that for themselves.”

Og að lokum um Luis Suarez:

“The charge only landed yesterday afternoon and I have yet to speak to him about it, but everyone at this club will stand by him. We know what the truth is. Because he’s such a fantastic player, opponents who can’t stop him on the pitch find other ways to get at him. People are entitled to tackle him, but tackle him fairly. That’s all we are saying.

“People are just jumping on the bandwagon now and accusing him of this, that and everything else. He is happy here, happy in his environment, but we need the outstanding issues to be cleared up before we can start talking about the man as a footballer.”

Hann mótmælir einnig hversu fáránlegt það sé að þetta rasista mál sé enn óleyst núna NÍU vikum eftir leikinn gegn United. Það þarf enginn að segja mér annað en að þetta mál hafi áhrif á Suarez.

Suarez þarf auðvitað að læra að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Að mörgu leyti getur hann lært af því hvernig Cristiano Ronaldo lærði af reynslunni eftir HM (ekki 18 ára Ronaldo, sem var endalaust að væla, heldur sá sem varð smám saman næst besti leikmaður heims).

7 Comments

    1. Dempsey ekki rekinn útaf fyrir að skalla Bellamy. Bellamy fær gult í staðinn. Dempsey skorar svo sigurmarkið.
    2. Senderos ekki rekinn útaf fyrir að rífa Adam niður í augljósu marktækifæri.
    3. Brotið fært út fyrir vítateigslínuna og aðeins aukaspyrna gefin.
    4. Löglegt mark dæmt af Luis Suarez.
    5. Dæmt brot á Bellamy gegn Riise fyrir ekkert. Hann var þar á spjaldi og því orðinn tæpur svo að Dalglish þurfti að taka hann út af.
    6. Senderos sleppur við seinna gula þegar hann togar Carroll niður.
    7. Senderos sleppur við seinna gula þegar hann togar Suarez niður.
    8. Spearing fær beint rautt sem stendur. Ennþá óskiljanlegur dómur fyrir mann sem reyndi við boltann með manninn við hliðina á sér, og náði boltanum.
    9. Gerði engar athugasemdir í skýrslu við aðkastið sem Suarez fékk frá áhorfendum – ljótt orðbragð og hlutum kastað í hann við hliðarlínu. Þess í stað var Suarez kærður eftir leik fyrir löngutöngina.
    10. Kvartaði í skýrslu yfir því að leikmenn Liverpool hafi hópast að sér í kjölfar brottreksturs Spearing. Klúbburinn fær þá kæru ekki á sig nema dómarinn kvarti eftir leik.

    Tíu atriði. Er einhver furða þótt Dalglish hafi kvartað yfir Kevin “Friend”?

  1. Kallinn er alltaf nettur á blaðamannafundum, finnst hann gera gott mót með því að verja okkar menn því að meiri að segja scum menn styðja mann í þessu máli….þetta var náttúrulega fáránlegt að Dempsey og Bellamy fái báðir gult spjald fyrir það að Dempsey veitist að Bellamy….hvar eru rökin þarna á bakvið?? Væri til í að sjá það í skýrslunni, rökin fyrir þessum spjöldum.

    Suarez er með þetta mál á bakinu, kynþáttanýðina, og held ég að það sé að hafa töluverð áhrif á kallinn. Hann hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir þetta mál…hugsanlegt að hausinn á kallinnum sé ekki á réttum stað, sem væri nú alveg skiljanlegt!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  2. Það er engin tilviljun að enskir dómarar dæma sjaldan í meistaradeildinni… Þeir eru jafnvel verri en þeir íslensku…

  3. Ég sé ennþá fyrir mér skítaglottið á Senderos þegar hann klappar Friend á bakið og virðist þakka honum fyrir gula spjaldið eftir að hafa rífið CA niður… Kemst ekki hjá því að verða ögn pirraður.

  4. Ég var búinn að átta mig á því eftir korter af þessum leik að þessi dómari væri að fara gera okkur grikk þetta kvöld.. hann var alveg alltaf með fáránlegar ákvarðanir og þegar að hann leyfði senderos að benda sér hvar brotið átti sér stað vissi ég að þetta væri game over.

  5. Það er ekki annað hægt en að dá Daglish:

    “Nine weeks to reach a decision is a joke, if it goes on any longer it will soon be due a testimonial”

    He disagreed that the Suárez gesture to the Fulham crowd was in any way comparable to the Wayne Rooney outburst into a television camera at West Ham:
    “I don’t see any similarities between the two incidents at all,” he said. “Saying they are a bit like each other is like saying a man is a bit like a woman.”

    Það reynir auðvitað á að vera stuðningsmaður Liverpool – enda hefur þetta verið meira súrt síðustu ár en sætt – en það er bara alveg þess virði þegar Daglish heldur um stjórnartaumana.

    Homer 

  6. Ætla aðeins að fara yfir einhvað af þessu þar sem þetta var klárlega skrifað í einhverju reiðiskasti. Dempsey ekki rekinn útaf fyrir að skalla Bellamy. Bellamy fær gult í staðinn. Dempsey skorar svo sigurmarkið.
    Senderos ekki rekinn útaf fyrir að rífa Adam niður í augljósu marktækifæri.Þetta aldrei augljóst marktækifæri
    Brotið fært út fyrir vítateigslínuna og aðeins aukaspyrna gefin. Brotið byrjaði fyrir utan teig og þó að Adam dettur síðan inní teigin þá á ekki að dæma víti á það.

    Löglegt mark dæmt af Luis Suarez. Þetta var rangstæða.

    Dæmt brot á Bellamy gegn Riise fyrir ekkert. Hann var þar á spjaldi og því orðinn tæpur svo að Dalglish þurfti að taka hann út af. Væl.

    Senderos sleppur við seinna gula þegar hann togar Carroll niður.Þó að lýsirin sagði að Senderos togaði hann niður þá sást í endursýningunni að þetta var Murphy

    Senderos sleppur við seinna gula þegar hann togar Suarez niður.
    Spearing fær beint rautt sem stendur. Ennþá óskiljanlegur dómur fyrir mann sem reyndi við boltann með manninn við hliðina á sér, og náði boltanum. Er það ekki rautt spjald að fara með takkana á lofti í ökklann á andstæðingnum??

    Gerði engar athugasemdir í skýrslu við aðkastið sem Suarez fékk frá áhorfendum – ljótt orðbragð og hlutum kastað í hann við hliðarlínu. Þess í stað var Suarez kærður eftir leik fyrir löngutöngina.
    Kvartaði í skýrslu yfir því að leikmenn Liverpool hafi hópast að sér í kjölfar brottreksturs Spearing. Klúbburinn fær þá kæru ekki á sig nema dómarinn kvarti eftir leik.

One Ping

  1. Pingback:

Suarez kærður – LFC áfrýjar ekki Spearing-dómnum

QPR á morgun