Suarez kærður – LFC áfrýjar ekki Spearing-dómnum

Frábært nr. 1:

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ákæra Luis Suarez fyrir að hafa sýnt áhorfendum á Craven Cottage löngutöngina eftir leik á mánudagskvöldið. Clint Dempsey var ákærður fyrir sama hlut eftir leik liðanna á sama velli í vor og fékk þá tveggja leikja bann. Fyrir liggja augljós sönnunargögn í þessu máli þannig að það er nokkuð ljóst að Suarez er á leiðinni í tveggja leikja bann líka. Að minnsta kosti, því við bíðum jú enn niðurstöðu í hinu málinu sem hann hefur verið ákærður fyrir.

Frábært nr. 2:

Liverpool FC hefur ákveðið að áfrýja ekki brottrekstri Jay Spearing á mánudagskvöldið var. Klúbburinn tekur undir með Kenny Dalglish að dómurinn sé áfrýjunarverður en þar sem ljóst þykir að Kevin “Friend” dómari leiksins muni standa fast við ákvörðun sína inná vellinum verði áfrýjun ekki til neins nema mögulega að þyngja dóminn yfir Spearing.

Við verðum sem sagt án Jay Spearing og Luis Suarez í næstu 2-3 leikjum.

Frábært nr. 3:

Ofan á þetta allt saman hefur Liverpool-klúbburinn sjálfur verið kærður fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í kjölfar brottvísunar Jay Spearing. Jább, félagsins bíður sekt af því að leikmenn voguðu sér að mótmæla rauða spjaldinu.

Allt saman frábært, alveg.

Ég leyfi ykkur að ræða þetta í ummælunum. Ég hef nokkrum sinnum sl. tvo sólarhringa ætlað að byrja á pistli um það að Suarez verði að læra að haga sér og hætta að gefa höggstað á sér, og um að leikmenn verði að bera ábyrgð á eigin óheppni (11 stangarskot í 14 leikjum er ekki bara óheppni heldur líka klaufaskapur), og hversu slæm dómgæslan í garð Liverpool hefur verið eftir að King Kenny kvartaði yfir dómgæslunni í október, en ég hef ekki enn geð í mér til að ræða Liverpool mikið. Tveimur dögum eftir leik.

Hafið mig núna afsakaðan. Ég þarf að æla smávegis …

74 Comments

 1. Vona að þetta verði til þess að þjappa hópnum saman frekar en að valda veseni. Verður fróðlegt að sjá hvernig “nýja” liverpool liðið bregst við svona mótlæti.

 2. Er ekki kominn tími á að Suarez hætti að stimpla sig sem svona mikið fórnarlamb? Annars finnst mér að Bellamy hafi átt að henda sér niður þegar Dempsey fer í hann. Ekki eins og Bellamy muni eithvern tímann hækka í áliti aðdáenda annara liða. Samt ótrúlegt hvernig Friend og vinir hans eyðileggja vinir hans á línuni eyðileggja leikinn. Taka löglegt mark af okkur og reka mann útaf í stöðunni 0-0. Annars tel ég að Liverpool þurfi að kaupa sér framherja sem kann að klára færi. Andy Carrol augljóslega ekki maðurinn í það.

 3. Eins og það er bent á fékk Dempsey bann fyrir sama hlut í fyrra og fékk Rooney ekki líka tveggja leikja bann fyrir að segja f*ck í sjónvarpsmyndavélar. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að Suarez er að fara í bann, sem gæti svo lengst ef að FA drullast nú einhvern tíman til að taka meint kynþáttaníð hans fyrir. Ég vil fara að sjá hann hætta þessu tuði og pirring og fara að finna smá skynsemi og leikgleði hjá sjálfum sér, þá held ég að það sé fátt sem stoppi hann.

 4. Það væri áhugavert að sjá hvað Suarez hefur fengið mikið færri aukaspyrnur eftir að Sir Alex tók hann fyrir heldur en fyrir þá árás.

 5. Þetta er ágætis samantekt sem thegun bendir á í kommenti 4.  Rooney og Cole sleppa en Suarez er kærður.

  Þetta þarf ekki að koma á óvart.  Suarez er hinn nýji Ronaldo í huga enskra stuðningsmanna.

  En við skorum nú varla mikið færri mörk í deildinni án Spearing og Suarez, þannig að þetta er ekki endalok heimsins.   

 6. Ekki gleyma “Frábært nr. 4: Búið er að kæra Suarez fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra.”

 7. Algjör viðbjóðsgjörningur frá FA.  Vona að þeir fari ALLIR með tölu í jólaköttinn í ár. Maður fær bara óbragð í munninn þegar maður sér hverjir eru í stjórn FA.   Enska deildin er að verða að einhverjum skrípaleik, SELJA BLÖÐ ! ! !

 8. Hverja hofum vid sem geta spilad frammi med Carroll? Efast um ad hann se ad fara vera einn tharna uppi. Vona allaveganna ekki.

 9. Fouls on Suarez in the seven games after SAF’s diver commentFulham – 3Man City – 3Chelsea – 2Swansea – 2West Brom – 2Stoke – 2Norwich – 0Fouls on Suarez in the seven games before SAF’s diver commentMan United – 5Everton – 2Wolves – 0Spurs – 3Stoke – 2Bolton – 1Exeter – 1Total fouls on Suarez after SAF’s diver comment – 14Total fouls on Suarez before SAF’s diver comment – 14

 10. #7
  (Það væri áhugavert að sjá hvað Suarez hefur fengið mikið færri aukaspyrnur eftir að Sir Alex tók hann fyrir heldur en fyrir þá árás.) 

  Tók það ekki dómarana bara þann tíma að átta sig á honum, sama hvort Ferguson sagði það eða ekki. Það eru fleiri LFC menn svona en Suarez t.d hefur mér fundist fyrirliðinn oft látið sig detta auðveldlega eins og margir aðrir í boltanum. Suarez verður bara að hætta að taka búúúið inná sig, fara að standa í lappirnar eins og maður og spila eins og LFC maður.
  Y.N.W.A 

 11. leikmenn verða bara að haga sér betur inni á vellinum það eru 100 myndavélar á þeim þannig að þeir komast ekki upp með neitt

 12. ég get svo svarið það að leikmenn nýta sér þennan “orðstýr” suarez um dýfur og brjóta meira á honum og vita að þeir komist upp með það, það er þessvegna ekki hægt að bera saman eins og hann gerði í nr 12. 

 13. Guð minn góður, nenniði að hætta að vera svona mikil fórnarlömb? Hann gaf puttann og á skilið bannið sem verður óumflýjanlega dæmt. 

  Ég er harður stuðningsmaður Liverpool en aðra eins sjálfsvorkunn hef ég ekki séð lengi. Þægilegt að geta lokað augunum fyrir eigin vandamálum og einbeitt sér að hverri samsæriskenningunni á fætur annarri.

  Rooney fékk bann fyrir að segja fuck eftir að hafa skorað mark á síðasta seasoni. Var það samsæri gegn United? Nei, það var bara FA  að vera FA og finnst mér til að mynda það töluvert saklausara en það sem Suarez gerði.

  Já, Fa sambandið er frekar heilalaust dæmi. En þeir eru heilalausir gagnvart öllum. Taka algjörlega random ákvarðanir þvers og kruss en að ætla að halda því fram að það beinst fyrst og fremst gegn Liverpool er einfaldlega barnalegt. 

 14. Og fyrst það er Ferguson sem stendur á bak við það að nú er alltaf dæmt gegn Suarez (sjá komment #12 sem afsannar það) afhverju hefur hann þá ekki beitt þessum áhrifum sínum á FA gegn city?  Það er jú það lið sem hann óttast.  Get ekki séð að hann missi svefn yfir LFC?

 15. Var alltaf ljóst að Suarez fengi á sig ákæru, við skulum sjá hvort hann fer í bann.  Miðað við það sem ég les út úr þessu verður hann löglegur um helgina, en mætir svo til FA á mánudaginn þar sem farið verður yfir mál hans.
  Suarez er “heitur” karakter og eins og Einar Örn bendir réttilega á búinn að fá “Ronaldo-skikkjuna” afhenta á Englandi.  Hvernig sem okkur líkar það þá er það hann sem mun heyra “cheat” og “diver” kallaðan á sig um alla eyjuna sem hann spilar á.  Hann er einfaldlega hataður af mótherjum LFC og bara eitthvað sem ég nenni ekki að rífast um lengur, ætla bara að dá hann meira sjálfan í staðinn.  Hins vegar þarf karlanginn að átta sig á sinni stöðu á þessari köldu eyju og berjast við að aðlagast þessu “andsnúna” umhverfi sínu.  Ef hann gerir það mun hann ná hæstu hæðum!
   
  Jay Spearing var aldrei að fara að fá þessu spjaldi snúið, einfaldlega vegna þess að myndir sem teknar voru sýna sólann á honum á kaf í kálfanum á Dembele.  Þarna var á ferð strangur dómur, en í huga FA aldrei nokkurn tíma hægt að reikna með að þar yrði hans bann tekið til baka.  Ef að á að reikna með að það gerist þarf að sanna rangan dóm, sérstaklega erfitt þegar dómarinn er 5 metra frá atvikinu.  Kæran til félagsins vegna þess að menn hópuðust að dómaranum var líka eitthvað sem mátti reikna með.  Er í áhersluatriðum FIFA vegna “respect” baráttunnar fyrir störfum dómara.  Vissulega eitthvað sem mætti skoða þegar United spilar líka, en var viðbúið þarna.  Er enn fúlastur yfir “ólöglega” markinu og því að fá ekki víti.
   
  En við erum í “sveifluvetri” og erum niðri núna, það er bara vonandi að laugardagurinn sveifli okkur upp á við aftur!

 16. Það er rétt sem menn segja – Suarez er kominn í skóna hans Ronaldo hvað stuðningsmenn annarra liða varðar. Og viti menn … Nú þarf Suarez einfaldlega að læra af Ronaldo hvernig á að bregðast við þessu mótlæti.

  Hann fékk það óþvegið og óstraujað á öllum leikvöngum landsins. Ávallt púað á hann, hann kallaður öllum illum nöfnum og fjölmiðlarnir hötuðu nú ekki beint að fjalla um hans mál á svipuðum nótum. Samt, já samt, sló hann öll met á síðustu tveimur tímabilum sínum hjá Manchester United og varð besti leikmaður heims.

  Nú þarf Suarez að læra af þeim besta (eða, næst-besta!). Besta leiðin til þess að svara öllu púi og svindl-kommentum er einfaldlega að skora mörk og vinna leiki.

  Já og auðvitað á Liverpool að vera kært fyrir að hafa ekki hemil á sínum leikmönnum. Mér er bara alveg sama þó þeir hafi verið að mótmæla rauða spjaldinu, menn eiga ekki að hópast í kringum dómarann og “spjalla” við hann hver ofan í annan. Ég man vel eftir þeirri umræðu hér, og á öðrum vettvöngum, um hvernig þetta var ein taktíkin hjá Mourinho hjá Chelsea. Og hverjir létu þetta fara mest í taugarnar á sér? Jú, við stuðningsmenn Liverpool. Um okkur eiga ekki að gilda aðrar reglur. Liverpool ætti bara að játa þessa kæru, segja að þetta mál verði tekið fyrir og ekki einu sinni reyna að verjast þessu.

  Homer 

 17. Það var vitað mál frá upphafi að Suarez væri blóðheitur, dæmin sanna það.
  Málið er bara að hann er þess virði.

 18. Ég skil ekki þetta raus um að Carroll sé ekki maðurinn sem skorar mörk, hann skoraði aðeins í vor (var eitthvað meiddur). Og hann skoraði 9 eða 11 mörk fyrir N’castle fyrir jól í fyrra og grimmt í 1.deildinni. 

  Það hafa allir, allir, allir framherjar lennt í markaþurrð. Ég veit ekki betur en að Suarez, David Villla og Rooney, að ógleymdum Torres sem var að aðdáendum LFC besti framherjinn á sínum tíma hafi verið að lenda í þessu undanfarið. Hann er 22 ffs

 19. Smá þráðrán… erum við að sjá bæði manchester liðin detta úr CL í kvöld?

 20. Ha ha ha, fokk hvað ég hlakka til þegar videóin af Rauðnef storma af blaðamannafundinum eftir leikinn 🙂

 21. He he he 🙂
  Ææ, mikið finn ég til með Manure og Sjittý.
  UEFA League here they come 🙂

 22. Ja hérna hér……..þessu bjóst ég nú aldrei við. En gaman að þessu óneytanlega  ;  )

 23. Eftir öll ömurlegheitin sem hafa gengið á hjá klúbbnum frá því að meiðsli Lucasar komu ljós voru úrslit kvöldsins kærkomin sárabót og ylja manni dásamlega í frosthörkunum. Það verður flott að sjá Man Utd – Man City mætast í EL. Verður líka gaman að heyra hvernig Utd aðdáendur munu koma til með að tala um þessa keppni þegar þeir eru sjálfir mættir til leiks 🙂

 24. ManUtd fer í það sem aðdáendur þeirra kalla “B-Evrópukeppnin”

  Hinsvegar sú keppni núna að þeirra mati búin að breytast í æðstu Evrópukeppnina ef ég þekki þá rétt

 25. Mikið var gaman að halda með liði sem nýtir færin, áfram Basel!!!

 26. Eruði ekki að djóka?

  Aðal Evrópukeppnin!

  Ánægður með að hafa dottið út úr þessari faggalegu keppni. Langaði ekkert að vinna hana
   

 27. Ég vil nota tækifærið og þakka United fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þeir enduðu allavega fyrir ofan Otelul Galati og ekki vill maður gera lítið úr þeim árangri.
   

 28. Veit að við erum ekki einu sinni í Evrópukeppni og höfum kannski ekki alveg efni á að gera grín að þessu, þá ætla ég samt að gera það.

  Hehehehehehehehehehehehe

  Þessu var ég aldrei að búast við. 

 29. Veit ekki hvort við eigum að vera fagna þessu úrslitum hjá Man liðunum:( þýðir þetta ekki að það fara bara 3 lið í CL á næsta ári?? Skiptir kannski ekki máli þar sem við náum hvort sem er ekki 4 sætinu:(

 30. já það hafa fleiri lið dottið útúr C.L fyrir Basel. Duttum út fyrir þeim í lokaleik í riðlakeppninni mynnir mig c.a 2003-2004 (leiðréttið endilega). Einhvernveginn held ég að margir hafi fengið að heyra það frá man utd mönnum þá (duttuð út fyrir Basel blablabla) what goes around comes around.

 31. Gaman að því þegar að góðu fréttirnar flæða inn. Maður bjóst svosem við því að Suarez yrði kærður fyrir að gefa puttan en samt sem áður skiptir það máli hvort það sé Jón eða Séra Jón…nokkup ljóst.
  Hann verður nú bara að hætta þessu rugli og skora bara í staðin til þess að troða einhverju ofaní andstæðingana og þeirra stuðningsmenn, er það ekki bara málið!

  En Spearing kallinn var frekar óheppinn í þessari tæklingu sinni en samt sem áður var þetta súrt…,,Friend” er samkvæmur sjálfum sér í þessu og heldur sig við sína ákvörðun sem er okkur í óhag en svona er þetta, agalegt!

  En, þá er það bara hvernig liðið verður uppsett í næsta leik. Ég held að litlar breytingar verða gerðar á því nema að Kuyt kemur inn Spearing kjéllinn og þá væntanlega Carroll fyrir Suarez, og mun þetta líta svona út –

  Reina; Johnson, Skrtel, Agger, Enrique; Kuyt, Henderson, Adam, Downing; Bellamy, Carroll. 

  Þetta verður svona í næsta leik, spurning með Johnson vs Kelly…persónulega langar mig að sjá meira af Kelly, hrikalega góður og traustur til baka.

  En að þriðja ,,frábæra” hlutanum….hversu oft hafa lið mótmælt spjöldum eða dómum og allt í einu núna er tekið uppá því að fara að refsta fyrir þetta? Þetta finnst mér frekar asnalegt, ef satt skal segja…ekkert samræmi í þessu nema að einhverjir leikmenn hafi einfaldlega veist að dómaranum (tel það samt ólíklegt þar sem ekkert þess háttar var sýnt). 
  En við verðum víst að ,,sætta” okkur við þetta…því miður!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 32. Ódýrt en þetta er stíllinn í kvöld:
  Of course, it was only a couple of weeks ago that Sir Alex Ferguson was offering BBC Sport’s Matt Slater a withering laugh at his suggestion that Man Utd were struggling in Europe. I can’t imagine anyone wants to be reminded of that. Oops

  Didnt nasri leave Arsenal to play European football at a higher level?”

 33. Mér finnst Suárez búinn að breytast mjög mikið síðan frá seinasta tímabili.. finnst að hann ætti bara soltið gott að hann fengi smá pásu og hann myndi síðan koma aftur með aðeins eitt í huga… haga sér eins og atvinnumaður og sína stolt sitt í alvöru atvinnubúning!! 🙂

 34. Ég ætla að taka smá pollyönnu á þetta og segja að bannið komi á góðum tíma, það hefur mikið verið um það rætt að hann þurfi á hvíld að halda eftir nánast 2 ár stanslaust í fótbolta. Vona bara að hann sé saklaus af hinu málinu.
   

 35. Að aðdáendi tottenham skuli koma hér og rífa kjaft er bara einum of fyndið.
  Talar um að eins og þeir sé stórlið þegar þeir hafi ekkert afrekað.
  Þarf greinilega lítinn árangur svo að tottenham fan fari á flug og missi sig í gleðinni.

 36. Hvar er Tottenham fan að rífa kjaft? ef það er verið að tala um komment #18 finnst mér tæpt að kalla það að “rífa kjaft”

  P.s:
  Tottenham hafa endað fyrir ofan okkur í deildinni tvö ár í röð. Þeir eru betri en við þessa dagana og hafa verið í nokkur ár. Staðreynd.

 37. Það var annað comment inni rétt áðan og farið út. Nema að ég sé farinn að sjá ofsjónir.
  Tott hefur verið betri lið en við síðustu 2 ár og spila góðan bolta og eru með sterkan hóp, gott og vel.
  Fannst fyndið að tottanham fan sé að blása sig út og tala um Liverpool sem smá lið.

  Síðasti alvöru titill þeirra kom ’91 – FA cup og svo komust þeir í meistaradeildina fyrir 2 árum.
  Fannst þetta mjög fyndið, kannski er ég bara með brenglaðan húmor.

 38. Vil bara segja sem united maður að í síðustu leikjum Liverpool (fyrir utan Fulham) hef ég virkilega stutt Liverpool liðið. Lið sem ég á leikdegi gegn United, hata ég virkilega, en óneitanlega er saga þessara tveggja liða samtvinnuð. Á hvaða degi sem er myndi ég þó vilja frekar að Liverpool myndi vegna betur en City og Chelsea. Að eitthverjir nýríkir menn í FM leik geti komið og keypt sér titla er eitthvað sem ég er virkilega ósáttur með. Liverpool og Manchester United eru bæði alvöru lið með alvöru sögu, City og Chelsea eru bara lið valin af handahófi nýríkra olíuapa til að leika sér með. 

  Þótt ótrúlegt sé þá vona ég að ykkur vegni betur þetta árið en síðustu ár. En það er væntanlega vegna þess að ég er líka að vona að fótboltinn haldi áfram eins og hann var þegar ég byrjaði að horfa, alvöru (leik)menn að spila fyrir alvöru klúbba, útaf ástríðu fyrir klúbbnum, en ekki ástríðu fyrir peningum. 

  Að lokum ég vil hrósa ykkur fyrir bestu íslensku stuðningsmannasíðuna, og óska þess að þið eigi betri tímabil framundan, í öðru sæti á eftir Unted 😉

  kv. Siggi

 39. Siggi eins og talað úr mínum munni. Skemmtilegasta við fótboltann er þegar United og Liverpool eru að spila uppá sitt besta og allt getur gerst.

 40. Er í alvöru að hlakka´i fólki afþví að Man utd tapaði leik í gær og mun spila í UEFA keppninni? HVERJUM ER EKKI DRULLU SAMA UM MAN UTD????  Einbeitum okkur bara ða Liverpool, hættum að haga okkur eins og smákrakkar!

  Með bannið, þá á Suarez það fyllilega skilið fyrir fingurinn, hann á að vita betur og erfitt að berja þetta. Sömuleiðis finnst manni furðulegt að dómari leiksins gegn fulham ætli að standa fastur á sinni skoðun og Liverpool menn séu vissir um að FA muni ekki hlusta á rök Liverpool þegar þeir benda á regluverkið… Fyndið samt að í þessum töluðu sé þetta sama FA samband með fjóra lögfræðinga að reyna hnekkja banni Wayne Rooney fyrir næsta sumar…hvar er samræmið?

 41. #19  Hvenær höfum við ekki upplifað sveifluvetur…    🙂   Taugakerfið í áhangendum Liverpool hlýtur að vera sérstaklega þjálfað fyrir sveiflum!

  YNWA

  P.S.
  Þessar kærur voru fyrirséðar!    En nú hlýtur Lady Lukka að fara að snúast á sveif með oss. 

 42. Það fer soldið víða núna á Twitter að blaðamannafundur Dalglish á Anfield verði athyglisverður… menn eru að giska á að hann muni koma Suarez sterkt til varnar.
   
  Verður spennandi að sjá þetta… verst að ég er ekki með e-season ticket til að horfa á þetta í beinni.

 43. Af hverju má ekki gleðjast yfir óförum Man. Utd.?  Nágrannarýgur er nú bara eitt af því sem gerir fótboltann skemmtilegri og umræðuna í kringum hann skemmtilegri. Ég fengi nú lítið útúr því að fylgjast með fótbolta ef ég myndi bara einbeita mér að mínu liði og ekki fylgjast með því sem er að gerast hjá andstæðingunum og hafa mínar skoðanir á því. Ég hreinlega neita trúa því að það vekji ekki neinar tilfinningar hjá Liverpool aðdáenda að Utd dettur útúr CL, hvað þá að einhverjir Liverpool aðdáendur séu í sárum yfir þessum úrslitum í gær, vegna þess að þeir finna svo til með Ferguson og hans strákum.  Get alveg garanterað að Utd aðdáendur hafa svipaðar tilfinningar gagnvart Liverpool.  

  Ég get ekki að því gert enn mér leiðist ekkert að sjá svona mynd af Utd. og ekki síst Evra. Helst af öllu mætti bæta Neville í þennan hóp. (Tengill á mynd fjarlægður – tenglar á The Sun eru ekki leyfðir á þessari síðu. -KAR)

  Að sama skapi myndi mynd af Utd að taka á móti CL bikarnum fara óskaplega í taugarnar á mér.
  Ég er ekki í vafa Man Utd eigi eftir að koma tilbaka eftir þetta áfall enda liðið einfaldlega þannig gert. Þeir koma alltaf tilbaka. Ég ber virðingu fyrir Utd, Chelsea og Everton en engu að síður að þá fara þau óskaplega í taugarnar á mér og sigur á þessum liðum gefur manni alltaf extra mikið. En þó svo að þessi lið séu pirrandi þá væri lífið og fótboltinn einfaldlega miklu leiðinlegri án þeirra.

  Þess vegna finnst mér allt í lagi að menn komi hér inná þennan vef og tjái tilfinningar sínar. Það er um að gera að njóta augnabliksins því eftir tvo daga er komin ný umferð og ný umræða. Þetta er saklaust hjal, gerir engum mein og gerir lífið bara skemmtilegra!.

 44. einare.
  Þrátt fyrir að ég geti ekki annað en notið þess að horfa á myndina sem þú linkar á, þá vil ég benda á að tenglar á þennan miðil eru bannaðir hér (ekki mitt að ritstýra ég veit)
  Minnir mig allavega, en myndin er flott : ) (Innskot: ég fjarlægði tengilinn. -KAR)

  En sammála því sem þú talar um, njótum augnabliksins.

 45. Það er erfitt að taka menn alvarlega sem hugsa meira um Man utd en sitt eigið lið og toppa svo allt saman með því að troða uppá okkur tengla úr skítasnepplinum….Man utd maður í dulargerfi?

 46. Vont að setja “putta upp” á commentið hans Sigga United, vegna síðustu setningarinnar, en ég gerði það samt.

 47. Ég get ekki neitað því að það hlakkaði í mér að bæði M liðin skyldu detta út í gær, nóg er maður búinn að fá að heyra það undanfarin ár þegar Liverpool gengur illa, það er allt í lagi að njóta þess að skjóta smá til baka.  Sá að það er búið að stytta landsleikja bannið hjá Rooney niður í 2 leiki þannig að FA verður vonandi samkvæmt sjálfu sér og beitir sér fyrir að Spearing fái ekki bann í deildinni.  Svo er kannski ágætt að Suarez fái smá hvíld fyrir að sýna puttann og komi svo band brjálaður til baka og skori eins og vitleysingur.  Þá er bara fyrir hina að sýna að þeir eigi heima í liðinu á meðan.

 48. Ég get ekki sagt það að þessar fréttir um Liverpool síðustu daga og vikur séu eitthvað rosalega spennandi. Lucas meiðist, Spearing fær óverðskuldað (að mínu mati allavega) rautt spjald sem ekki er talið vera líkur á að hægt sé að áfrýja, svo er Suarez kærður fyrir hitt og þetta – og það sem mér finnst í raun vera heimskulegast í þessu öllu saman er að Liverpool sé kært fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í kjölfar spjaldsins. Seriously!?

  Ég skil mætavel að Suarez skuli vera kærður fyrir það sem hann gerði eftir leikinn gegn Fulham og finnst það alveg sjálfsagt að menn fari í bann fyrir það enda mikil óvirðing frá leikmanni sem allar myndavélar eru á öllum stundum, þó ég stórefast um að stuðningsmenn Fulham hafi aðeins kallað fögur orð í garð hans inn á völlinn. Hins vegar ef dæmi eru um að aðrir leikmenn gera þetta líka en sleppa bara alveg við kæru þá eru þetta mjög óstabíl vinnubrögð frá FA – sem kemur í sjálfu sér bara alls ekkert á óvart.

  Það sem mér finnst vera hvað verst í þessu öllu saman eru þessi vinnubrögð hjá FA. Ég held ekki að þeir styðji Utd eitthvað frekar en önnur lið þó svo að Gill sé í samtökunum og þeir séu í einhverju “mission-i” um að kála Liverpool eða eitthvað þannig. Ég vona að það sé allavega ekki þannig. Ég held að FA sé bara samansett af einhverjum vitleysingum með of mikið vald og óskýrar stefnir, vinnuhætti o.s.frv.

  Það er alltof oft sem maður sér FA ætla að taka upp nýjar stefnur og taka strangar á einhverjum vissum atburðum, taka þar með svona “sýnidæmi” og dæma leikmenn/þjálfara í bann eða sekta þá fyrir eitthvað sem tíðkast ekki oft og senda þau skilaboð að “þetta verða afleiðingarnar fyrir þá sem leika þetta eftir”!

  Það er í sjálfu sér gott og gilt finnst mér ef það er þannig og í raun nauðsynlegt til að prúðmennskan og allt það drasl verður áfram í boltanum en þegar þeir taka upp svona “nýjar aðferðir” við bönn og svona þá standa þeir aldrei við það og ekkert gert í þessu aftur.

  T.d. skiptið sem Eduardo var sentur í bann fyrir að dýfa sér inni í teig, Mascherano/Cole voru sentir í bann fyrir að rífa kjaft við dómarann, Rooney blótaði við míkrafón og svona mætti lengi telja áfram, en bönn við þessum hlutum hafa síðan bara ekkert sést og það er ekki eins og leikmenn séu hættir að rífa kjaft við dómarann, blóta eða dýfa sér. Það er of oft sem að þeir ætla að senda sterk skilaboð til liðanna með svona ákvörðunum, það gæti t.d. verið málið með kæruna á hendur Liverpool fyrir mótmæli gegn dómaranum og Suarez fyrir þetta meinta kynþáttaníð og “fallegu” skilaboð sín til stuðningsmanna Fulham. Verði Liverpool og Suarez fundin sek í öllum þessum málum þá eiga þetta að vera klár skilaboð en eitthvað sem að ég býst ekki við að muni endilega vera kært fyrir aftur. Það er ekki eins og öll félög deildarinnar muni fá á sig kæru fyrir að mótmæla dómaranum og það er ekki eins og við höfum séð þetta áður hjá öllum liðum deildarinnar hvort sem þau heita Man Utd, Liverpool, Chelsea eða Wigan.

  Síðan það að FA hafi séð sóma sinn í því að áfrýja rauða spjaldinu á Rooney, þegar hann var ekki einu sinni að reyna við boltann og hamraði aftan í leikmann, sendir mjög slæm skilaboð til liðanna í deildinni og sömuleiðis sendir UEFA fáranleg skilaboð til annara félaga/liða í álfunni með því að stytta bannið. Það er ekki eins og þetta athæfi Rooney hafi ekki verðskuldað þriggja leikja bann, ef þetta gerir það ekki hvað gerir það þá?

  Núna býst ég fastlega við því að félög eigi eftir að vera duglegri við að áfrýja bönnum hjá FA og munu þá jafnvel notast við þetta dæmi og FA er í mjög slæmri stöðu þegar kemur að því að hafna þeim áfrýjunum. Þeir máluðu sig út í horn þarna og enn einu sinni verða vinnubrögð þeirra óskýrari.

  Ætli það megi svo ekki búast við kæru á Dalglish á næstunni eftir að hann gagnrýndi og talaði um FA á blaðamannfundi núna í morgun?

 49. Engum öðrum en mér sem finnst það frekar góðar fréttir að Spearing sé í banni, amk. fyrir leikinn gegn QPR á laugardaginn?

  Þetta finnst mér, með fullri virðingu fyrir Spearing, vera hið fullkomna tækifæri til að loksins raða upp sóknarsinnaðri miðju á Anfield gegn liði sem við eigum á eðlilegum degi að vinna. Núna er ég ekkert að gera lítið úr framlagi Spearing, sem hefur stundum komið manni á óvart, eða Lucas (sem gerir mun meira sóknarlega en Spearing, sjálfur er ég einn stærsti aðdáandi Lucas) heldur finnst mér alveg tími til kominn að almennileg pressa verði sett á lið sem heimsækja Anfield. Þrír menn sem sækja á miðjunni, tveir á köntunum og vonandi Suarez frammi. Lið sem fá aldrei boltann skora mjög sjaldan og það er það sem Liverpool þarf að fara að gera. Í svona leikjum sé ég bara ekki þörfina fyrir “akkeri” á miðjunni, menn eins og Hendo (sem þarf að fara að fá mun fleiri leiki á miðjunni sjálfri) hafa alveg úthaldið og formið til að vinna til baka þegar þess þarf. Myndi vilja sjá Adam og áðurnefndan Henderson manna miðjuna á laugardaginn með Suarez fyrir framan þá, Carroll á toppnum og Maxi og Downing/Kuyt á köntunum.

  Annars þarf Suarez aðeins að róa sig í “him against the world” stemmingunni og hætta að taka nærri sér hvað fullar fitubollur á heimavelli Fulham segja við hann. Eins og réttilega er bent á hérna þarf hann að taka Ronaldo sér til fyrirmyndar og leggja bara enn harðar að sér því hann hefur klárlega hæfileikana í að gera svipaða hluti og hinn gerði í Englandi. 

 50. Já drengir sögulega slæmur dagur fyrir mína menn. Þessi CL riðill var einn sá slakasti sem ég hef séð en samt klúðrast þetta. Því miður vantaði alla sköpunargáfu á miðjuna og liðið tapaði sanngjarnt.

  Nú er spurning hvort áhrif Glazeranna fari að koma í ljós. Við höfum náð stórkostlegum árangri innan vallar sem utan og selt Ronaldo á 80M punda. Ekki hefur það dugað til að kaupa mann eins og Snejder á miðjuna. Nei, það hefur bara dugað sem mótvægi við hvernig Glzerarnir skuldsetja og soga fjármagn út úr félaginu. Núna er hins vegar engin meistaradeild og City tekur deildina þægilega spái ég.

  Svo hlýtur að telja eðlilegt að það hlakki í andstæðingunum yfir þessum úrslitum. Tap Liverpool gegn Fulham var nóg til að gleðja mig.  

 51. Ég tel erfiðleika þá sem Suarez er að eiga við núna einungis vera sjálfsskaparvíti. Suarez hefur verið með allt á herðum sér undanfarið og eftir að spjótin fóru að beinast að honum í auknu mæli, finnst mér hátterni hans hafa versnað. Ef eitthvað er hefur dýfum hans fjölgað og miðað við það sem ég hef séð, hef ég orðið var við aukinn pirring í honum.
  Ef hann verður dæmdur í bann, eins og allt bendir til, tel ég það vera af hinu góða, þar sem hann getur þá litið í eigin barm og skoðað hátterni sitt. Vonandi lærir hann sína lexíu af þessu og kemur tvíefldur til baka. 

 52. Er ég nokkuð að misskilja, er þetta ekki Liverpool spjall. Úlli 60 er greinilega að villast og 61 og 62 virðast líka vera á einhverjum villigötum. Suarez er skrautlegur karakter en verðskuldar ekki þá meðferð og umtal sem hann hefur fengið. 

 53. Það vantar skapandi miðjumann til að bakka upp Suarez og ég skil vel pirringinn hjá honum þar sem hann þarf í raun að bera boltann frá miðju og skora líka sjálfur. Ekki er stóra dökkhærð stelpan að klára dauðafærinn sem Suarez gefur honum hvað eftir annað. 

 54. Sigurður #63 það er rétt hjá þér að þetta er Liverpool spjall síða og sem slík ætti hún að vera að vera kjörinn grundvöllur fyrir umræður um liðið og allt sem snertir það, hvort sem það er til þess að berjast gegn ákvörðunum sem falla gegn liðinu eða til þess að benda á það sem manni finnst betur meiga fara.

 55. FA hlýtur að vera einhversskonar skammstöfun fyrir fullkomna hræsni. Finnst Dalglish vera að taka ágætlega á þessu og mikið er ég ánægður að klúbburinn styður sína menn út í eitt.

 56. Suarez er ekkert voðalega heill í kollinum en við vissum það nú fyrir. Sem betur fer sýndi hann bara puttann og fær smá bann en beit engan. Suarez er Suarez, verðum bara að taka því slæma sem fylgir öllu því góða sem hann færir okkur.

 57. Maður vonar bara að þeir verði snöggir að henda þessari kæru í gegn fyrist það er nokkuð ljóst að hann fær ca tvo leiki í bann. Það er nefnilega svipað alvarlegt að vísa fingri til himins og að sparka aftan í fólk, ekki satt? Annars vona ég og trúi því að Dalglish nái nú að ræða við drengskrattann svo hann læri af þessu.

 58. Hérna er linkur á viðtalið við Kenny í dag. Fyrir mér er þetta algjör lykilsetning:
   
  “I think enough has been said about the game the other night and we don’t want to put extra pressure on referees. We just want to be dealt with like everyone else. If they’ve done that, then fine.”
  Hann pakkar öllu ruglinu í fallegan jólapakka og sendir dómurum deildarinnar.
   
  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-on-suarez-and-fa-charge

 59. Jæja, fyrsti dagur Man.Utd í Evrópudeildinni að renna á enda og enn hafa ekki borist neinar fréttar af kaupum man.utd.is á Babu! – Það er allavega jákvætt

 60. Nr. 71 Haha það eru samningsviðræður í gangi og þetta er á viðkvæmu stigi. Bjóða rosa vel samt, ferð á staðinn ef þeir fá lið frá Færeyjum og svona. 🙂 

 61. #61, þú sem kallar þig Lucas nr. 1.  Hvernig er hægt að vera þreyttur á SUAREZ, eins góður fótboltamaður eins og hann er.  Leikmaður sem lék sér að ÖLLUM varnarmönnum manutta fyrir nokkrum mánuðum, og hefur síðan leikið sér að miklu fleiri varnarmönnum.  Ég sem LIVERPOOL maður í þónokkur mörg ár, get bara ekki verið þreyttur á þessum snillingi.  Hann er að fá viðbjóðs meðferð frá varnarmönnum og dómurum, en það er líka eina ráð þeirra til þess að stoppa hann.   Hann á eftir að herðast upp, og Kenny á eftir að ræða við hann og leiðbeina honum og gera hann að enn betri leikmanni, ég hlakka enn meira til þess.  Það sem Kenny segir hérna er þó mesta bullið frá FA.

  Dalglish labelled the way the FA have dragged their heels over Suarez’s racism charge as a “joke”.
   

  The alleged racist incident with Manchester United’s Patrice Evra occurred in the 1-1 draw at Anfield in mid-October.
  No date for a hearing – at which Suarez will deny the allegations against him – has been set.
  “The fact it has taken nine weeks to get a decision on one of the other charges is a bit of a joke as well,” added Dalglish.
  “I don’t think that has helped as well. The circus which is around about him has been caused mainly by that.
  “That will be done sooner rather than later and we will move forward.”

  Read More http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/12/08/liverpool-fc-boss-kenny-dalglish-says-fa-have-not-set-good-example-appealing-wayne-rooney-s-three-match-ban-100252-29918437/#ixzz1g03OAV1B   

 62. Pétur F. (#71) segir:

  Jæja, fyrsti dagur Man.Utd í Evrópudeildinni að renna á enda og enn hafa ekki borist neinar fréttar af kaupum man.utd.is á Babu! – Það er allavega jákvætt

  Babú er ekki til sölu. Og ef United reyna að kaupa hann er ég fram á tvöfalt uppsett verð. 🙂

Opinn þráður – Stuð

Kenny ver Suarez og Liverpool liðið