Liðið gegn Fulham

Liðið gegn Fulham er samkvæmt áreiðanlegum heimildum svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam – Spearing

Suarez – Carroll – Bellamy

Hef ekki enn séð staðfestan bekk. Og ég veit svo sem ekkert hvernig Kenny stillir þessu upp – hvort að þetta sé 4-4-2 með Henderson og Bellamy á köntunum og Suarez-Carroll frammi eða einsog ég stilli þessu upp. Kemur í ljós eftir klukkutíma.

Uppfært (EÖE): og bekkurinn er svona: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Downing, Carra og Kelly.

77 Comments

 1. Downing þarf að fara að spíta í lófana ef að Bellamy á hreinlega ekki að hirða af honum þessa stöðu, orðinn hvað 32 ára ?.
  En ég vona að Andy karlinn hrökkvi í gang á eftir og skori með einni sleggju af 35 metrunum.

 2. Þetta er líklega eitthvað 4-4-2 afbrigði. Bellamy og Henderson úti og Spearing og Adam á miðjunni. Miðað við hvernig hann hefur stillt þessu upp kallinn hingað til þá myndi ég lesa það frekar úr þessum hóp. 
   

 3. Þetta er staðfest lið
  Liverpool: Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Henderson, Adam, Spearing, Bellamy, Carroll, Suarez.
  Subs: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Downing, Carragher, Kelly.
   
  Sterkur bekkur og gott byrjunarlið, þó hefði ég viljað sjá liðið spila án Spearing.

 4. Þetta er örugglega 4-4-2 með Henderson og Bellamy á vængjunum, lýst vel á þetta og spái 1-3 … Bellamy, Suarez og Carroll skora …..

 5. Sáttur með allann hópinn og er sannfærður um að Spearing eigi eftir að eiga flottann leik

 6. Góðir hálsar, spearing og carroll eru að fara klára þennan leik fyrir okkur í kvöld 1-3 !!

  YNWA 

 7. Ég á mjög erfitt með að skilja þetta, Maxi hefur skorað 10 mörk í síðustu 9 leikjum sem hann hefur byrjað, en samt fær greyjið maðurinn sárasjaldan að byrja. Er King Kenny hræddur um að skora of mörg mörk? Maður spyr sig, inná með Maxi!!!

 8. Ansi var ég frá því í þetta sinn!

  Jæja, ítreka það sem ég sagði að ég treysti kóngnum og hans mönnum.  Verður gaman að sjá hvort við erum að fara að sjá 4-4-2, 4-4-1-1 eða bara 4-3-3 í kvöld.  Erum með sóknarsinnað lið, svo mikið er víst!

  Eina sem er, ég hefði viljað sjá Shelvey á bekknum í stað annars hafsentsins en svona bara er það…

 9. jonjo ekki einusinni á bekk, skil ekki afhverju það hann fékk ekki bara að vera lengur hjá Blackpool.

 10. Jonjo á eftir að fá tækifæri. Hann er rétt kominn til baka og þarf að ná fókus á mun betri stað:-)

 11. Þokkalega liflegt so far…á báða bóga, LFC þó aðeins betri so far. Johnson eitthvað shaky…
  er einhver með góða sopcast link? 

 12. Mikið rosalega saknar liðið Lucas, miðjan og vörnin alltof alltof opin þessar fyrstu 20 mín

 13. Mér er ekkert farið að lítast á blikuna. Fulham búnir að ná nokkrum góðum skotum á mark og aðeins Reina sem hefur náð að bjarga þessu. menn of staðir á miðjunni og sá eini sem reynir eitthvað er Adam sem einnig er mistækur, en er þó að reyna. Vona að það fari að smella mark hjá okkur, en stóri sláninn okkar er doldið eins og belja á svelli..

 14. Enn eitt stangarskotið…. þá er bara að brenna víti svo þetta sé eðlilegur leikur.

 15. Hef aðeins verið að horfa á sendingar hjá okkar mönnum síðustu leiki og mér hefur fundist vanta svolítið uppá gæðinn hjá þeim, miðað við að við erum Liverpool og höfum leikmenn sem að eiga að geta sent fínar sendingar hvort sem að þær séu stuttar, stungu eða kanta á milli.
  Þetta þarf að mínu viti að vinna í betur í á æfingasvæðinu því að maður er að sjá ágætis opnanir með hlaupum hjá okkur en svo klikkar loka sendingin í vel flestum tilfellum.
  En við erum ágætlega þéttir fyrir í kvöld og erum að skapa okkur færi en þyrftum kannski að vanda okkur í að klára þau, ekki alltaf reyna að rífa netmöskvana!!

 16. Ellefu sinnum í tréverkið – fjórum meira en næsta lið. Vá hvað við gætum notað þessi mörk…

 17. Mikið skelfilega er þetta lélegt. Vörnin og miðjan alltof opin trekk í trekk.

  Carroll og Suarez fara alltaf á sömu mennina í pressum sem reyndar er kannski útaf því að þeir eru ekki vanir að spila saman og miðjan situr hrikalega aftarlega sem leiðir til þess að það er ENGIN pressa, charlie adam er búinn að vera með hrikalegar sendingar og eins og Bellamy var góður í síðasta leik er hann slakur í dag. Hendo óheppinn með stangarskotið.

  Eins og oft áður er Enrique og Reina okkar bestu menn.

  Berja smá kraft í okkar menn og segja Suarez að vinur hans Friend mun ekki gefa honum ódýrar auakspyrnur.
   

 18. Vörnin er of opin hjá LFC.  Reina er búin að bjarga tvisvar.  Nú þarf Maxi bara að koma inná og klára þetta.

  YNWA

 19. Lucas væri nú alveg velkominn inn á miðjuna, sést núna hversu duglegur hann er að skýla vörninni. Spearing kann þetta samt  alveg, hann þarf bara fleiri leiki. 

  Umfjöllunin um Suarez að verða til þess að hann fær tiltal eftir rétt hálftíma um að hætta að dífa sér…  

 20. #28
  Það er ekki umfjöllunin sem veldur því
  Það eru dýfurnar hjá honum, í hverjum einasta leik 

 21. Margt fínt fram á við í fyrri hálfleik en ljóst að við þurfum að venjast fjarveru Lucasar Leiva.  Auðn fyrir framan hafsentaparið okkar og Fulham nýtt sér það illa á köflum, sem betur fer.

  Hins vegar erum við að spila við líkamlega sterkt lið sem liggur mikið til baka og hleypir okkur ekki svo glatt í færin.  Við þurfum að fá meira á síðasta þriðjungnum en ég held að við sjáum það gerast í seinni hálfleik.  Suarez og Bellamy stíga núna upp, er alveg sannfærður um það…

 22. Og hann var ekki lengi að sanna mín orð
  Hahahaha þviliki leikarinn! 

 23. Er að fylgjast með leiknum hérna í gegnum android. Erum við alveg hörmung?

 24. Anton vertu úti, ef þú ert að tala um atvikið þegar hann sendir boltann framhjá og reynir hlaupið hinum megin þá er það ekki dýfa. Hann er 20kg léttari en hinir tveir og er einfaldlega ýtt. Ekki tappa af froðaheilanum hérna.

 25. Mikið skelfilega er þetta slakur dómari.

  Ég á bara ekki til orð. 

 26. Ef að Cahill verðskuldaði að fá rautt spjald um helgina hvað átti þá Sanderos að fá í þessari stöðu?
  Dómarinn algjörlega ruglinu!

 27. Frábært línuvörðurinn í ruglinu líka…Það á ekki af þessu liði að ganga

 28. Mér þykir leiðinlegt að segja það, en þessi leikur lyktar af því að við töpum þessu 1 – 0 !

 29. Þetta var víti og svo Suarez ekki rangstæður. Þoli ekki dómgæsluna í enska!!

 30. Þá kórónar dómarinn sinn leik með því að reka Spearing útaf RANGLEGA

  Ótrúlegur dómaraandskoti 

 31. Nei í alvöru!

  Það á einhver að taka þennan helvítis pappakassa út á horn og skjóta þennan Friend, TEKUR af okkur víti og rekur svo spearing útaf þegar það átti ekki einu sinni að dæma aukaspyrnu 

 32. Þvílíkt rugl – Spearing vinnur boltann…. ALDREI RAUTT.

 33. Hvað eru menn að kvarta yfir dómaranum… hver er þetta þarna í rauðu #9 sem er lang lélegasti leikmaður vallarins ?

 34. Í alvörunni! Að þvílíkur og annar eins fjöldi af lélegum dómurum skuli finnast í einni og sömu deildinni…og það þeirri vinsælustu.

 35. Einmitt, skulum bara geyma heitasta mann liðsins á bekknum!! Díses kræst!!

 36. haha og til að toppa vitleysuna, afhverju er senderos ekki rekinn í sturtu!!!!!!!!!!!!!!!!!

 37. Hvenær skoruðum við síðast eftir horn – var ekki Vigdís forseti þá?

 38. Jæja, það er ekki hægt að vinna leiki þegar dómarinn er á móti þér.

  Það er bara svoleiðis. 

 39. ….ömurlegur dómari, helvítis rammin blababla, við ættum að vera búnir að venjast þessu en ég set stórt spurningamerki við Suarez í þessum leik, virkar fúll, hendir sér niður í tíma og ótíma, vælir útaf engu. Skjótið mig bara en hann minnir mig á Torres in the end.

 40. ÚFF hvað það er stundum erfitt að horfa á þessa leiki…

 41. tekið af okkur mark og víti fáum svo rautt og fulham skorar frábært 

 42. þetta lá einhvernveigin í loftinu, var  með 1 á þennan leik í leingjunni

 43. Mér finnst við aldrei vinna þegar Kristinn Kærnested er að lýsa. Er það bara ég?

 44. Ömurlegur dómari! Ömurlegur sóknarleikur! Og ömurleg ákvörðun að vera með Carroll inná og Maxi á bekk!

  Djöfull er maður pirraður!!

 45. Menn verið að tala um Andre Villas Boas og hans lélega árangur með Chelsea. En ég minni á að þeir eru 5 stigum ofan við Liverpool. Fer þá ekki að hitna undir Kenny Dalglish líka?

  Skelfilegt alveg hreint!

 46. Það er alveg ljóst að við eigum ekkert erindi í þetta fjórða sæti eins og staðan er í dag. Endalaus jafntefli og svo auðvitað hjálpar ekki lélégur dómari leiksins. Held að Dalglish og félagar ættu að leggjast í hýði og endurmeta takmörkin. Reyna að ná kannski Europe leage sæti frekar. 

 47. Þetta var svo hrikalega óverðskuldaður ósigur… ótrúlega svekkjandi á að horfa… :/

 48. Djöfulsins væl er þetta í ykkur, flottur leikur að mörgu leiti hjá okkar mönnum. Vorum aldrei að fara að tapa 11 á móti 11, en 10 á móti tólf gerir málið aðeins verra. Og ekki vera að bera saman KD og Villa Boas. Mér sýnist þetta vera sömu nfnin sem hlaða KD lofi þegar við vinnum og vilja síðan reka hann þegar við töpum. Alvöru stuðningsmenn! Nei bara tækifærissinnar… 

 49. Maður ætti ekki að skrifa neitt fyrr en á morgun.
  En dómarinn var ansi spes.  Ég tippa á að rauða spjaldið verði fellt niður og dómarinn fluttur niður um þrjár deildir.
  Senderos braut fyrir innan og það var alltaf af yfirlögðu ráði. Hvað er það … fjórir á móti þremur og komnir að vítateigslínunni … varnarmaður brýtur af sér innan teigs af yfirlögðu ráði.  Auka fyrir utan … út í sandinn og dómarinn sötrar rautt með Jol.

  Það vantar samt smá yfirvegun í færum og lukkan er bara ekki til staðar.
  HFF!

  Des verður samt sweet. 

  YNWA

Fulham á Craven Cottage

Fulham 1 – Liverpool 0