Fulham á Craven Cottage

Enn einu sinni hafa starfsmenn Liverpool þurft að bóka hótel í London þetta haustið. Mér telst til að af þessum fyrstu 14 leikjum liðsins okkar í vetur verði leikurinn sá á morgun númer 4 í deildinni, auk Carling leiks við Chelsea.

Á undanförnum árum hefur þetta ferðalaga stundum virst erfitt en kóngurinn hefur vissulega náð að breyta töluvert um brag þegar kemur að útileikjunum í suðrinu, af þeim sem liðnir eru höfum við unnið 3 af 4 og árangurinn frá komu Dalglish í fyrra í höfuðborginni var líka góður.

Þ.á.m. var þessi snilldarframmistaða við Thames ána í fyrravor, 2-5 sigur okkar manna í verulega góðum leik þar sem Maxi nokkur gerði þrennu.

Mánudagskvöldið 5.desember vonumst við eftir annarri slíkri frammistöðu hjá liðinu. Vissulega er stórt skarð að fylla inni á vellinum þar sem sennilega stöðugasti leikmaður liðsins Lucas Leiva byrjar í meiðslaútlegð sinni í þessum leik en þrátt fyrir fjarveru hans er leikmannahópur okkar í vetur sterkari en hann var í vor og eftir 10 leiki án taps og marga öfluga leiki hlýtur liðið að vera fullt sjálfstrausts fyrir þessa viðureign.

En fjarvera Lucasar þýðir að það er eilítið spurningamerki hvernig Dalglish stillir upp. Mitt mat er það að með brotthvarfi Brassans muni þjálfarateymið bregðast við á þann hátt að spila nú 4-2-3-1 eða 4-3-3. Við eigum einfaldlega engan mann sem vinnur eins öfluga varnarvinnu og því er erfitt að spila 4-4-2 í fjarveru hans eða þangað til nýr maður líkur honum finnst (sem er nú ekki einfalt verk).

Eftir yfirlegu ætla ég að tippa á að svona verði stillt upp:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam
Kuyt – Maxi – Downing
Suarez

Á bekknum Doni, Kelly, Carragher, Spearing, Bellamy, Shelvey og Carroll.

Gæti alveg orðið öðruvísi, Bellamy og Carroll gætu alveg verið látnir byrja á kostnað einhverra aftan við Suarez en einhvern veginn verður maður að tippa og þetta er mitt skot.

Fulham hafa verið að mínu mati gríðarlega óheppnir í sínum leikjum og eiga mikið af stigum inni. Horfði á þá tapa fyrir Tottenham í leik sem þeir áttu skilið að vinna ef maður skoðar leikinn úti á vellinum og um síðustu helgi voru þeir nálægt sigri á Emirates gegn Arsenal liði sem hefur fundið formið sitt.

Vandinn þeirra hefur verið á báðum endum vallarins hins vegar. Nýta ekki færin sín vel og leka of mikið af mörkum. Sá kokteill auðvitað veit ekki á mörg stig, en Martin Jol er að láta liðið spila fínan fótbolta og mun örugglega safna fleiri stigum á næstunni.

EN – sú vegferð hefst eftir mánudaginn, ég spái því að okkar menn færist aftur nær CL-sætispakkanum með sigri í London. Hann verður erfiðari en í fyrra samt, við vinnum leikinn 1-2 með mörkum frá Suarez og Maxi.

KOMA SVO!!!!!

59 Comments

  1. Vonandi verður Caroll inn á fyrir Downing, og Maxi þá á vinstri kanti.

  2. Kuyt hefur að mínu mati ekkert að gera í þennan leik, ég vil sjá Bellamy og Downing á köntunum og Adam og Hendo á miðjunni og Maxi er búin að sanna það að hann skorar þegar hann byrjar inná þannig að hann ætti að vera fyrir aftan Suarez.
    Carragher verður svo á sínum stað á bekknum þar sem að Agger og Skrtel hafa verið frábærir ásamt þeim Johnson og Enrique.
     
    Ég er þokkalega bjartsýnn og spái þessu 1-3

  3. Flott upphitun, spái að leikurinn fari 2-0.

    En veit einhver hérna hvað það er langt síðan að Suarez skoraði í deildarleik?

  4. Getur einhver upplýst mig um það hvenær von er á Gerrard aftur til leiks?

  5. Ekki ideal að segja það en ég hef miklar efasemdir um að Maxi kallinn fái að byrja.
    Þó svo að hann hafi verið solid fyrir okkur í undanförnum leikjum held ég að hann verði látinn byrja á bekknum fyrir kostnað Carroll.

    Mitt lið er þá eftirfarandi (4-2-3-1):

    Reina; Johnson, Skrtel, Agger, Enrique; Spearing, Adam; Henderson, Suarez, Downing; Carroll.

    Líklegt byrjunarlið, að ég tel…Downing er alveg 100% þarna inn, að ég held, og Henderson verður látinn vera að rúlla á kanntin/miðjuna á morgun og Spearing fær sénsinn á miðjunni.

    Hörku leikur, eins og ávalt, sem endar með 0 – 3 sokkar manna og Suarez setur eitt og Carroll stangar 2 inn!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  6. Alveg sama hverjir byrja!!!
    Alveg sama hverjir skora!!!

    Vil bara vinna helvítis leikinn!!!

  7. Svona miðað við síðustu leikskýrslu Magga og það að sá leikur fór eins og hann sagði fyrir um þá getur maður bara sagt: Maggi hefur talað. Það er skrifað í skýin. Amen og hana nú.

  8. Finnst einhvernveginn eins og Spearing byrji þennan leik með Adam á miðjunni. Henderson og Bellamy með Carroll og Suarez frammi.

  9. Reina
    johnson- Skrtel-Agger-Enrique
    Bellamy-Henderson-Adam-Downing
    Suarez-Carrol

    Vona að þetta verði á þessa leið, setji bara allt á fullt fram á við, vitandi það að það gæti kostað okkur mark en við skorum bara fleiri. Mín Spá 1-4 ef liðið verður á þessa vegu. Ef Spearing byrjar þá höldum við hreinu og náum kannski að setja 1-2 á þá. 

    P.s. Vinnuhestar eins og Kuyt og Spearing meiga koma inn á í stöðunni 0-3

    YNWA 

  10. Góð upphitun, Maggi, en þú (og fleiri) eruð í einhverri afneitun með Spearing, sé ég. Hann byrjaði inná í 2-5 sigrinum á Fulham í vor. Hann byrjaði líka á Stamford Bridge í síðasta leik. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að hann byrji aftur á morgun. Ég spái liðinu svona:

    Reina

    Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

    Henderson – Spearing – Adam

    Kuyt – Suarez – Bellamy

    Downing, Maxi og Carroll svo sterkir inn af bekknum, ásamt Carra, Shelvey, Kelly og Doni. Basic.

    Þessi leikur hefur lagst eitthvað illa í mig en í dag greip mig bjartsýnin og ég held að við vinnum þetta á morgun. Og Spearing mun leika vel. Og Maggi og SSteinn munu ekki vilja viðurkenna það. 🙂

  11. Adam og Hendo eru öruggir á miðjunni. 

    Held og vona að Bellamy verði á öðrum hvorum kantinum. Hann er bara búinn að sýna betri frammistöður en Kuyt og Downing. Hann á skilið að byrja í deildinni!! Búinn að fá sex daga hvíld frá seinasta leik. 

     

  12. og City og United drógust saman á heimavelli city ! Það verður nóg að gera hjá city í janúar!

  13. Þessi dráttur er bara dásamlegur. Aldrei þessu vant fáum við neðrideildarlið á heimavelli á meðan United þurfa að heimsækja besta lið Englands. Það er líka okkur í hag varðandi undanúrslitin í Deildarbikarnum að City þarf núna að spila bikarleik heima við United þremur dögum fyrir heimaleik sinn gegn okkur í D-bikarnum, og svo heimaleik gegn Tottenham í deildinni þremur dögum fyrir seinni leik okkar á Anfield.

    Góður dráttur. Mér líst vel á janúar. 🙂

  14. já og erum á heimavelli í F.A Cup einkennilegt. Við vinnum Fulham og Spearing byrjar inná, Daglish byrjar alltaf með DM inná ef hann á hann og tekur hann ekki útaf fyrr en að hann drullar uppá bak, sem verður vonandi ekki,

  15. Hefði litist vel á janúar ef Lucas væri ekki meiddur. Held að miðjan hjá City muni éta okkar miðju…

  16. Ég vona að liðið verði eftirfarandi;
               Reina
    G.J Skrtel Agger Enrique
         Hendo Adam
    Kuyt Maxi Bellamy
           Suarez

    Downing hefur ekkert getað og á ekki skilið byrjunarliðssæti. Svo ef KK vill vera með djúpan dm er þá ekki hægt að nota Agger? Einhverjir hafa sagt það sama og ég held að það sé ekkert svo galið. Annars er mjög líklegt að Spearing verði þar en væri gaman að sjá hvernig Agger myndi pluma sig þar. Samt ólíklegt að einhver tilraunastarfsemi muni eiga sér stað. Svo er Skrtel miklu betri með Agger sér við hlið. Þannig að það er hægt að pæla mikið í þessu:-)

    Verðum hreinlega að vinna, megum ekki missa liðin fyrir ofan of langt frá okkur. Ég segi solid 2-0 sigur, Maxi með bæði og Suarez 2 assists.

  17. Ég er nokkuð sammála liðsuppstillingunni. Hinn möguleikinn er að Spearing komi inn og Downing út þannig að það verði Spearing og Adam á miðjunni, Henderson, Kuyt og Maxi þar fyrir framan. Held að það sé ekkert ólíklegt að Spearing komi inn í þetta. Vonast eftir góðri frammistöðu og marki frá Suarez. Löngu kominn tími á að hann skori. 

    Fyrir þá sem vilja Agger, Carragher eða einhverja aðra að spila út úr stöðu djúpa á miðjunni þá yrði það algjört diss á Spearing og raunar Shelvey líka. Spearing er hluti af þessum hóp og þegar maður í hans stöðu meiðist þá er bara lógískt að hann færist framar í röðina. Hins vegar þarf hann að sanna sig framfyrir Adam og Henderson í þessu djúpu stöðu. Best væri auðvitað að hann gerði það svo um munaði og hægt væri að halda sama kerfi áfram, að hann kæmi bara inn fyrir Lucas. 

  18. Ég myndi nú ekki vilja fórna Agger úr miðverðinum til að taka þetta að sér. Auk þess held ég að hann sé ekki nógu fljótur/úthaldsmikill til að vera að hlaupa menn uppi á miðjunni í heilan leik. Frekar myndi ég halda honum í vörninni og gefa Spearing sénsinn eða sjá hvernig Adam-Henderson leysa þetta með einn í holunni fyrir framan sig.

  19. Ég bara spyr hvað hefur Kuyt getað síðustu vikur og mánuði annnað en að brjóta klaufalega og tapa boltanum?  En er bara sáttur ef Kuyt vermir bekkinn eða utan hóps aðrir hafa staðið sig þokkalega þó svo Carrol hafi lítið sýnt enda lítið spilað.
    Ég trúi á sigur á morgun.

    Y.N.W.A. 

  20. Hvað er Daglish að spá að kaupa bara miðjumenn? Veit maðurinn ekki okkur vantar miðvörð fyrir Carra, og hreinræktaða kantmenn…. 

  21. Vantar miðvörð? Ég hef ekki séð betur en Skrtel hafi staðið sig vel uppá síðkastið og Coates leit mjög vel út í Chelsea leiknum. Besti miðjumaðurinn okkar var líka að meiðast. En, kannski var þetta kaldhæðni hjá þér, og þá skil ég hana vel.

  22. Auðvitað er Agger besti miðvörðurinn okkar en persónulega líður mér ekkert illa hvernig hann stillr upp miðvörðunum okkar vs. Fulham.. Þó að það sé Coates-Skrtel Agger-Carra eða Skrtel-Agger er ég viss um að þeir geta höndlað hvaða sókn sem er í deildinni..

    Ef að KK telur að Agger sé besti kostur okkur til að fylla skarð Lucas, sem ég reyndar efast um, þá mun ég styðja þá ákvörðun. Reyndar myndi ég líklega styðja KK þó að hann myndi setja Spearing í markið, eins og allir aðrir ættu að gera.

  23. List vel a tessa uppstllingu. Maxi setur tvo. Stevie G, hetjan okkar, einhver med frettir?

  24. Rafa Benitez að taka við Paris SG. Við óskum góðvini okkar að sjálfsögðu til hamingju með það og vonumst til að mæta honum í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

  25. Spearing er allan tímann að fara að byrja þennan leik á morgun!  Ég held að hann muni koma þægilega á óvart.

  26. Góð upphitun hjá þér Maggi…. Hvernig uppstillingin verður er hálfgert spurningarmerki eftir að Lucas fór á sjúkralistan, persónulega vill ég ekki sjá Kuyt í byrjunarliðinu hann hentar okkur illa í hröðu spili sem verður það sem verður lagt upp með í þessum leik…. Við erum ekki að fara fá á okkur mark á morgun en við setjum 4. Suarez með tvö, Maxi með 1 og Downing með sitt fyrsta fyrir klúbbin…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  27. Bara svona til að hafa það algjörlega á tæru þá er Spearing ALLTAF að fara að hefja þennan leik, King Kenny hefur ofurtrú á kappanum og það er ekki einu sinni minnsti vafi í mínum huga, Spearing verður með fyrstu mönnum á blað.  Ég er sjaldan á öndverðri skoðun við Kónginn, en við gerum það í þessu máli.  Hefði viljað sjá Hendo koma inn á miðjuna fyrir Lucas.

  28. Ég spái 1-2 fyrir okkar mönnum. Vonandi kemur Spearing inn, enda sé ég ekki neinn annan til þess að fylla í skarð Lucas.

    YNWA 

  29. Skulum alveg vera rólegir með að ég hafi ekki trú á Spearing, hef alveg gefið honum fullt kredit undanfarið og verð sko alls ekkert svekktur ef hann byrjar á morgun, þá væntanlega í stað einhvers undir senternum og Henderson fer út á kant.
     
    Ég hafði bara einhvernveginn þá tilfinningu að liðið færi í þéttari pakka inni á miðsvæðinu og þar sem Henderson hefur spilað mun fleiri leiki í deildinni en Spearing (sem hefur ekki byrjað í deildinni í vetur held ég) þá myndi kóngurinn stilla svona upp. 
     
    Þetta er ekki liðið sem ég vill endilega sjá.  Kuyt hefur átt dapurt tímabil hingað til, ekki bara sóknarlega heldur varnarlega líka og ég myndi vilja stilla Suarez upp á kantinum á móti Downing og Carroll uppi á topp með Maxi fyrir aftan þann stóra.
     
    En Dalglish velur og liðsstillingin mín efst var að reyna að grípa hans haus.  Hins vegar þurfum við ekkert að óttast, liðið okkar er ósigrað í 10 leikjum, lék 9 þeirra afburðavel og rétt uppsettir, karlinn er búinn að vera með liðið á fjögurra daga prógrammi og er að færa liðið í átt að vera “Lucasarlaust”.  Megum alveg búast við smá hiksti, en vinnum samt…útaf því að Kenny og þjálfararnir eru með’etta!
     

  30. Spearing er alveg hörku leikmaður, hann er alveg kill or be killed fyrir Liverpool og leggur sig allan fram og hann á bara skilið að spila til að bæta sinn leik sem hefur nú ekkert verið slæmur. Hef séð 2 leiki með honum í vetur á móti Stoke og Chelsea þar sem hann spilaði þá báða alveg glimrandi vel. 

    http://www.youtube.com/watch?v=yKByJuLavdE 

  31. Suarez setti hann síðast 1.október á móti Everton, panta eins og tvö stykki frá honum á morgun 🙂

  32. EF VIÐ ÆTLUM AÐ NÁ MEISTARADEILDARSÆTI, VERÐUM VIÐ AÐ VINNA SVONA LEIKI!!!!!!!!!!!
     
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

  33. Allajafna þá virðist King Kenny vilja hafa Henderson, Adam og Downing í byrjunarliði og þá miðju munum við sjá á móti Fulham. Fyrir framan verða Kuyt og Suarez og Carroll á toppnum.  Ég yrði sáttur við þetta. Mér finnst Spearing ekki nærri því eins góður og þessir gaurar. Við eigum ekki að þurfa á massa varnartengilið að halda í þessu leik. Henderson verður bara aðeins neðar en Adam og Downing. Henderson er alveg hæfur til þess að taka á sig smávegis varnarskyldu. Við tökum þetta 3-1. Carroll, Suarez og Downing.

  34. Ágætis dagur í dag. Konan á afmæli, þolir ekki boltann og við erum að fara að spila í kvöld = Leikurinn verður á skjánum hjá mér. Langar annars til að benda á þetta hér  en fari svo að við vinnum þá er Dalglish að ná áhugaverðum árangri í fjölda sigurleikja í röð á útivelli. Jafna met frá 81-82 og 88 en þegar við náðum því þá, þá var tjéður Dalglish við völd. Svo erum enn að tala um að Dalglish sé ekki með þetta???  Piff!

    Segi það enn og aftur eins og flestir að það er töluvert í land enn að ná landstitlinum en ég trúi því að við séum mun nær því á næstunni en við höfum verið (svona að undanskildu 2. sætinu undir stjórn Rafa um árið). 

    Vænti þess að við höldum hreinu í kvöld og nú verðum við að setja 2-4 á andstæðinginn og taka þetta nokkuð þægilega. 

  35. Leitt með Lucas og hans verður sárt saknað,  en sé það samt ekki alveg vera lausinina til langtíma að fara að breyta leikskipulagi eða láta menn fara að spila mikið út úr stöðum út af einum leikmanni.  Ef þú skoðar önnur lið í toppbaráttu þá sérðu þau ekki riðla öllu leikskipulaginu til þess að fylla skarð sem meiddur leikmaður skilur eftir sig.  Kenny er gamaldags sjtjóri, sem ég er reyndar mjög sáttur við.  Hann heldur sama kerfinu, setur nýjann mann inn.  Spearing í þetta skipti.  Ef það gengur ekki þá prófar hann aðra menn í stöðuna.  Það er sennilega sama ástæða fyrir því að hann notar ekki Maxi meira.  Maxi er ekki varnarmaður, hann er ekki beint miðjumaður,  ágætur á kantinum og þokkalegur í sókn.  Hann passar bara hreinlega ekki inn í heildarmyndina hjá Kenny og er þess vegna á bekknum.  Ef við ætlum að komast aftur upp á pall þeirra bestu verður liðið að fara að finna “sitt” kerfi og spila það no matter what. 

  36. Sælir félagar.
    Fín upphitun Maggi og ég held að uppstillingin geti alveg verið eins og þú segir.  Hinsvegar getur verið að hún verði allt öðru vísi.  King Kenny mun stilla liðinu upp og vinna þennan leik.  Því nenni ég ekki a’ð taka þátt í þessum pælingum og bíð kvöldsins með óþreyju.  Sigur og ekkert nema sigur á erfiðum útivelli.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  37. Ég veit ekki hvað það er en ég hef það á tilfiningunni að við munum sjá þrjá miðverði í þessum leik, s.s. 5-3-2 kerfi. Mér þætti eftirfarandi uppsetning koma vel til greina:
     
    ———————————–Reina—————————–
     
    —————–Skrtle———–Carra———–Agger————
     
    —-Johnson———————————————Enrique—-
     
    —————Adam———Spearing—————Hendo——-
     
    ———————-Suarez——————–Carroll————
     
     
    Með þessari uppstillingu höfum við þétt vörnina og erum sterkir í loftinu auk þess sem að Spearing myndi vernda vörnina auk þess að veita stuðning fram á við. Við höldum kantspilinu með bakvörðunum og náum þannig að nýta breidd vallarins auk þess sem að við höfum ágætis sóknarlið þar sem við getum keyrt á 3-4 mönnum í hröðum sóknum og getum stillt upp í “hægum” sóknum með allt að 6 leikmenn sem geta sótt, þar af einn turn inní teik sem ætti að taka til sín nógu mikið til sín til að búa til pláss fyrir Suarez.
     
     

  38. Sigur í kvöld er það eina í boði, sem og sigur í hinum 5 leikjunum í desember.

  39. Við verðum að hrista af okkur þetta vesen með “litlu” liðin og vinna leikinn í kvöld, og leggja þannig grunn að dásamlegum Desember : )
     
    0-2 með mörkum frá Suarez og Maxi.

  40. Ég vaknaði í morgun sannfærður um að Liverpool vinni alla sex leiki sína í desember……….

  41. Sportvitinn á Akureyri verður opinn í kvöld, eins og áður hefur komið fram þá er þetta lang flottasti sportbar Norðurlands og einn af þeim flottustu á landinu.

    30 fm tjald, virkilega flott! 

  42. Maxi mun skora í kvöld, það er alveg á hreinu.  Ef hann er ekki inná vellinum, þá mun hann lenda á einhverjum svakalegum sjens um kvöldið. Þannig að vonandi verður hann inná.

  43. Reina
    Johnson-Skirtel- Agger-Enrique
    Kuyt-Adam-Henderson-Maxi
    Bellamy-Suarez

    Doni-Kelly-Carragher-Spearing-Carroll-Downing-Shelvey

    2-3 Bellamy,Maxi og Henderson fyrir okkar menn

  44. Tommi stand up.. held að Gerrar verður ekki með.
    Ég vona eftir byrjunarliðinu svona:

                      Reina
     Johnson Agger Skrtel Enrique
    Maxi Henderson Adam Downing
                    Bellamy
                    Suarez

    Bekkur: Doni, Kelly, Carra, Spearing Shelvey, Kuyt, Carroll

    Ég spái þessu easy 3-0 sigri. Suarez með sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool, svo held ég að Reina ver víti í leiknum.. Ég vill ekki sjá Kuyt í byrjunarliði vegna lélegar frammistöður síðasta leikja.

    Kv. Þórir Sigurjónsson og Tomma stand up

  45. Mánudagsleikir….úff þeir eru nú oft ansi þunglyndislegir og leiðinlegir. Ég er smeykur við þennan leik, spái 1-1 í hundleiðinlegum leik.

  46. Samkvæmt meiðslalistanum á fotbolti.net er G. Johnson meiddur til 10.des. Er þetta eitthvað bull eða hvað? Maður hefur ekkert heyrt fréttir þess efnis að hann væri meiddur. Ef svo er hlýtur Kelly að byrja í right-back í kvöld.

  47. Hér er slúður sem ég sé víða um liðið í kvöld …

       #LFC : Reina; Johnson, Skrtel, Agger, Enrique; Henderson, Spearing, Adam; Bellamy, Carroll, Suarez …

    Væri gaman að sjá þetta 

  48. Starting XI : Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Spearing, Adam, Bellamy, Carroll, Suarez

  49. Ég vona að liðið verði svona

                    REINA

    JHONSON-COATES-AGGER-ENRIQUE

    HENDERSON-MAXI-ADAM-DOWNING
     
                 SUAREZ- BELLAMY

    PS.Ég giska að það verði 3-0 sigur.Áfram liverpool.YNWA

  50. Var jákvæður… áttaði mig svo á því að Schwarzer er í markinu hjá Fulham, hann hefur oft reynst okkur erfiður.  Ætli hann eigi ekki sinn besta leik á leiktíðinni í kvöld.. reikna allavega með því.

Opinn þráður – Helgin

Liðið gegn Fulham