Liðið gegn Manchester City

Það eru ótrúlega fréttir sem berast frá Bretlandi um að landsliðsþjálfari Wales, Gary Speed, hafi framið sjálfsmorð í morgun.

Craig Bellamy hefur dregið sig úr Liverpool hópnum, enda voru þeir Speed nánir. Leikurinn mun þó fara fram og byrjunarliðið er samkvæmt áreiðanlegum heimildum svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Kuyt – Suarez

Á bekknum: Doni, Kelly, Carragher, Coates, Spearing, Maxi, Carroll.

Semsagt, Downing og Henderson koma inn fyrir Bellamy og Maxi.

Svo sem alveg skiljanlegar breytingar. Einhverjir kvarta sennilega yfir því að Maxi sé tekinn út fyrir Downing, en ég er ágætlega sáttur við þetta lið. Ég átti alveg von á því að Carroll myndi byrja, en það er ekki raunin.

City liðið er svona: Hart; Richards, Kompany, Lescott, Kolarov; Milner, Barry, Yaya Toure; Silva, Agüero, Nasri

Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik. Horfði á Napoli leikinn og okkar menn geta vel unnið þetta lið. Spá 2-1 sigri. Henderson og Suarez skora.

59 Comments

 1. Hræðilegar fréttir af Gary Speed, skemmtilegur leikmaður og flottur karakter. R.I.P.
   
  Varðandi leikinn þá geri ég mér ekki miklar væntingar um gleði, en held í vonina þrátt fyrir að óttast það versta : (

 2. Er ágætlega sáttur með liðið. Vill sjá Maxi og Carroll koma inn fyrir Henderson og Downing. Og ég vona að Kenny skipti inn snemma í seinni hálfleik ef hann sér að leikmenn eru orðnir þreyttir. Við verðum að vera 110% allan tímann!

  En koma svo Liverpool!! Tökum City!

   

 3. Er einhver að grínast með bekkinn??? Þetta á að gerast þannig að við skorum 2 mörk og höldum, that’s it!

  2-1 fyrir Liverpool, Kuyt og Suarez.

  YNWA – King Kenny we trust! 

 4. Hvíl í friði, Gary Speed. Einn flottasti miðjumaður Úrvalsdeildarinnar sl. tvo áratugi. Ótrúlega sorglegt.

  Að liðinu. Það verður svakaleg pressa á Stewart Downing í dag. Ég átti von á að Maxi héldi stöðu sinni eftir fyrri hálfleikinn gegn Chelsea fyrir viku, en að vita að honum á bekknum þýðir að Downing veit að hann verður að fara að sýna meira en hann hefur gert.

  Vonandi er þetta rétt lið. Áfram Liverpool!

 5. Ég skil vel að Downing komi inn í byrjunarliðið í stað Bellamy.. En að Henderson byrji í stað Maxi finnst mér fáranlegt!!

 6. Flott lið… en ég vona að Henderson sé fyrir framan Adam-Lucas og Kuyt á kantinum!

  Ótrúlegar fréttir af Gary Speed… ég er ekki enn að ná þessu!

 7. Ég vaknaði morgun alveg nokkuð viss um að Henderson myndi eiga góðan leik og Downing mun loksins gera eitthvað af viti!

 8. Ég held að uppstillingin sé á þessa leið
   
                     Reina
  Johnson  Skrtel   Agger   Enrique
  Kuyt     Lucas     Adam     Downing
                  Henderson
                     Suarez
   
   

 9. Djöfull er ég orðinn fokking pirraður yfir því að alltaf sé horft fram hjá Maxi!!!!

 10. Skil vel að Maxi spili ekki þennan leik þar sem að möguleiki er á að við verðum minna með boltann í þessum leik og þurfum að elta. Þá er Maxi ekki rétti maðurinn, hann skortir bæði uppá hraða og tæklingar.

 11. Manni langar hreinlega til að fara grenja við að sjá þessa frétt um þetta legend! Maður ólst upp við að horfa á þennan nagla á miðjunni, þvílíkur atvinnumaður og karakter þessi maður var. Hann var ekki sá hraðasti, en hann þekkti samt leikinn út og inn.

 12. Þið eruð held ég með vitlaust Man City lið. Liðið er svona: Hart; Clichy, Richards, Lescott, Kompany; Barry, Toure, Milner, Nasri, Silva; Aguero.

   

 13. Erum við að tala um að þrátt fyrir ótrúlegan bekk gestanna, þá sitji dýrasti varamaður leiksins á okkar bekk?

 14. Hjörvar Hafliða spáir 2-1 fyrir Liverpool, vona að stuðla sérfræðingur Íslenskra Getrauna hafi rétt fyrir sér 🙂

 15. 2-0 fyrir Liverpool, Suarez og Enrique með mörkin…. þið heyrðuð það fyrst frá mér

 16. djöfull hélt ég að enrique væri að fara að tapa leiknum fyrir okkur en reina reddar þessu!
   

 17. áður en fólk fer að missa vatnið og brjálast þá erum við að keppa við besta lið Englands 

  Edit: okei þetta var töff

 18. Ætlaði að koma með verulega óþroskað blótsyrðakomment varðandi skítaliðið sem við erum að spila við en þà jafnaði Lescott, takk

 19. haha Reynir þarna hitturðu naglann á höfuðið.

  Sérstaklega ánægður fyrst það þurfti að vera sjálfsmark að það var enni sem skoraði fyrir okkur.

  Miklu opnari leikur en ég bjóst við en við megum þakka fyrir að Reina fékk ekki rautt.

  Ánægður með leikinn sofar, en charlie adam mætti standa meira í lappirnar 

 20. Mjög vel spilaður fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og skemmtilegur leikur.

 21. Fyrri hálfleikur eins og við mátti búast, finnst Dalglish leggja þennan leik 100% rétt upp með að draga liðið svona aftarlega, vill sjá Carroll inná síðustu mínúturnar og stela sigrinum.
   
  Eigum erfitt með að verjast Silva eins og öll hin liðin í Englandi, en eini sénsinn er að pakka fyrir framan mitt markið og henda sér fyrir allt.  Væri bara flott að fá Kompany eða Barry útaf og þá gæti eitthvað breyst.
   
  Loksins féll eitthvað með okkur í dómgæslunni, margir hefðu rekið Reina útaf eftir slæmu sendinguna hans Enrique…

 22. Var atvikið hjá Reina ekki eins og flest atvik þar sem boltinn fer í hönd varnarmanns í vítateignum og enginn dæmir, Slys, sem átti að dæma á, en ekki er dæmt á.

 23. gat ekki séð betur en að boltinn hafi farið í öxl reina, ekki höndina
   

 24. Getur einhver sagt mér afhverju þessir kettlingar í City eru með hanska?? Hvað er í gangi!! 🙂

 25. Góð barátta hjá okkar mönnum. Helst til kæruleysir í sendingunum á stundum og við mættum alveg sækja á fleiri mönnum stundum. Annars getur þetta endað á hvorn veginn sem er.

 26. Lucas er að eiga mjög góðan leik á miðri miðunni.

  Ég hef sagt það áður og segi enn … Lucas er hinn brasilíski Hamann!

  Homer 

 27. Alveg klárt mál hvort liðið var betra í dag en sjáum hvernig úrslitin verða

 28. Okkar menn eru bara frábærir; það er ekkert öðruvísi en það :).  Vonandi að við klárum þetta með sigri, en hvort sem verður eru þegar fyrstu 80 mínútur mjög góðar.

 29. hvernig er dalglish ekki búinn að skipta neinum inná… carroll og maxi eiga að vera komnir inná

 30. hvað er að ykkur sem segið alltaf henderson útaf, búinn að eiga bara ágætan leik, og afhverju öskrið þið þá ekki á enrigue að fara af velli….!!!!!!

 31. Eruði að grínast með þennan Joe Hart án efa langbesti markmaður deildarinn og Henderson lang lélegasti miðjumaður deildarinnar. Stór leikur hjá Liverpool og mikið er ég ánægður með liðið mitt í dag sem átti svo skilið að vinna sem er auðvitað Liverpool.

 32. haha alveg mökkur af stupid commentum hérna. Hefðum átt að vinna en tek stigið

 33. Svenni á hvaða leik varst þú að horfa!!!! Henderson var mjög góður og pepe reina bjargaði miklu betur heldur en joe hart þótt hann hafi átt eina draumamarkværslu í endann!!!

  Reina MIKLU betri markmaður! 

 34. af hverju þurfa allir markmenn að eiga leik lífs síns á anfield!!!!

 35. Alltaf eins, Liverpool betra lið á heimavelli en endar með jafntefli. Skiptir ekki hvort það er Swansea, Norwich eða Manchester whatever. Downing hittir ekki markið, markmenn andstæðingana eiga leik lífs síns. AALLVEEEGGG!!!

 36. Siffi ég var að horfa á Liverpool á móti City en þú? Henderson gat ekki gefið sendingu í þessu leik skammarlaust og til að toppa það á 91 min átti hann sendingu inn í teig þar sem voru 5 city menn og ekki 1 liverpool maður þú skorar ekki Þannig nema ef þú býst við sjálfsmarki.
   

 37. Þetta er bara skandall að Henderson og Downing skulu vera valdir fram yfir Maxi. Þetta kemur ekkert úr þessum mönnum og Downing fer að detta í virkilega slæm kaup. Mér er alveg sama hvort hann er búinn að skapa slatta eða whatever, annaðhvort eru þetta lélegar sendingar fyrir eða ekki nógu gott skot. Ef einhver leikmaður í hefði verið keyptur í “stórliðin” á 20 millz og eftir u.þ.b. 15 leiki væri stats væri 15/0/0 (games, goals, assists) þá værum við að hlægja að honum og liðinu sem fjárfesti svona hrikalega illa. Út með Downing, inn með Maxi!!

  En þetta með Gary Speed. Hrikalega sorglegt. Ég trúi þessu hreinlega ekki.

Man City á morgun

Liverpool 1 – Man City 1