Varaliðssigur og opinn þráður…

Horfði á varaliðsleikinn í gær þar sem okkar lið stútaði Sunderland 5-1. Flottur fótbolti lengst af, vinur minn Spearing fannst mér bestur og svo kom Nathan Ecclestone með svakalega innkomu. Sá strákur er nú sennilega ekki af því kalíberi að verða Liverpoolleikmaður en getur gert hrottalega flotta hluti og skoraði tvö frábær mörk – stöðuskilningurinn hans er þó ekki góður og hann týndist á milli. Held hann gæti þó spjarað sig í neðri hluta efstu deildar eða í toppliði í 1.deild.

Spenntastur var ég að sjá Coates og þar er klassaefni á ferðinni. Flottur í fótinn og áræðinn, en þó gerði hann sig sekan um þrjú slæm mistök í leiknum sem er sennilega ástæða þess að hann er ekki farinn að spila meira með aðalliðinu, þar kosta jú mistökin meira.

Í heildina var gaman að sjá liðið okkar spila skemmtilegan fótbolta og ég er sannfærður um að ráðning Borrell í stjórastöðuna hjá þeim var hárrétt skref sem mun skila okkur fleiri leikmönnum í aðalliðið á næstu árum.

Annars getur fólk valið sér umræðuefni að vild, Joe Cole og Lille að daðra við að hann gangi endanlega til liðs við þá fljótlega, alls konar nöfn nefnd á leiðinni til liðsins og liðin úr “Borginni illu” bæði að ströggla í Meistaradeildinni, jafnvel þó ónefndur dóni neiti að tjá sig um það.

En kannski er sú frétt ekki rétt, það er allavega engin frétt um það á áreiðanlegasta íþróttamiðli landsins, vísi.is þó komin sé frétt þar um þann ágæta mann og umræddan blaðamannafund……..

63 Comments

 1. “…jafnvel þó ónefndur dóni neiti að tjá sig um það.”

  Geturðu útskýrt hvað þú átt við, heimski ég er ekki að ná þessu 🙂 

 2. Djöfull hló ég upphátt við að horfa á myndbandið þar sem Sir-inn móðgast og strunsar út : )
   
  Þvílíkur hrokagikkur, hárrétt spurning hjá blaðamanni þó, hvað segir það um Ensku Úrvalsdeildinna ef að liðin sem eru í 1 og 2 sæti eru að ströggla í CL?
   

 3. Maggi ég verð að vera ósammála þér að afskrifa Ecclestone sem aðalliðs leikmann Liverpool seinna meir. Drengurinn er 21 árs og ef hann fengi t.d. allt næsta tímabil á láni, helst hjá PL liði, þá gætum við fengið hann til baka sem mjög öflugan leikmann. Ég vil allavega ekki afskrifa það að þetta gæti orðið topp leikmaður einn daginn. 

  Annars fannst mér þetta frábær leikur og gaman að sjá Coates skora. Hann gerir vissulega mistök en um leið og hann hefur vanist umhverfi, tungumáli og menningu betur og hefur komið sér almennilega fyrir þá hef ég fulla trú að allt fari að rúlla hjá honum.

  Spearing heldur áfram að sína leiðtogahæfileika sína með varaliðinu og blómstrar þar. Ég væri einnig til að sjá hann á láni heilt tímabil hjá PL liði því hann virkilega þarf spilatíma í PL til að verða quality leikmaður þar.

  Annars gaman að sjá öflugt varalið Liverpool! Akademían er að gera góða hluti! 

 4. Vona að þú hafir rétt fyrir þér Birkir, því þessi strákur hefur verið töluvert hype-aður upp undanfarin ár en ekki náð að spjara sig hjá lánsliðunum.  Var t.d. að koma frá Rochdale í C-deildinni þar sem hann skoraði 1 mark í 7 leikjum og endaði þar sem varamaður.  Dettur út úr leikjum milli þess sem hann gerir flott mörk finnst mér.  En ég vona að hitt verði rétt.
   
  Mjög sammála þér að ef að Spearing á að verða klassamaður á að lána hann, til toppliðs í Championship eða liðs í PL.  Taka bara Jonjo til baka fram á vorið, hann er þvílíkt að brillera hjá Blackpool að ég er viss um að hann gæti dottið í fínan gír á nýju ári.

 5. Sammála þér með Seb Coates.. margir hafa haldið að strákurinn myndi labba inn í liðið strax, en hann á eftir að læra heilan helling áður en það verður hægt að treysta honum í marga leiki með aðalliðinu.  

 6. Sælir strákar

  Ég byrjaði í fantasy keppninni í síðustu viku. Eruð þið hér á kop með sér deild og ef já er möguleiki að komast inn í hana 🙂 

 7. En eru allir samt búinn að gleyma Danny Wilson eða á hann enga möguleika í koma sér í aðalliðið aftur var hann ekki talinn svipaður talent og Coates þegar Liverpool keypt hann eftir Rafa var búinn skoða hann.

 8. Danny Wilson átti góðan leik í gær með varaliðinu. Hann og Coates stóðu sig vel. Sunderland ógnaði markinu lítið, hefði ekki verið fyrir mistök Coates(gaf þeim víti) hefði vörnin án efa haldið hreinu. 

 9. Oft er spennandi að fylgjast með varaliðinu. Mér hefur eitt þótt vanta undanfarin ár, það eru hreinlega leikmenn eins og Spearing, sem vilja vera hjá félaginu án þess að vera fyrsti kostur. Ef Ecclestone getur orðið slíkur leikmaður, þá er það bara fínt. Hann þarf ekkert endilega að verða einhver súperstjarna til að geta fúnkerað hjá Liverpool. Ég myndi telja það óskastöðu ef leikmenn sem eru rétt utan hóps séu flestir eða allir heimalningar og því væntanlega og vonandi sáttari við að vera utan liðs og jafnvel 18 manna hóps. Þessir menn þurfa þó að vera gæðaleikmenn, tilbúnir að koma inn á bekk og geta skilað sínu til liðsins.

 10. Að hugsa sér skemmtun á einni viku, aðeins 4 dagar í city leikinn og 6 dagar í annan chelsea leik og það á afmælisdaginn minn, ætla að biðja um sigur í afmælisgjöf frá liðinu.

 11. Tómas Örn, talaðu við Magga. Hann getur víst reddað þessum sigri fyrir þig, viltu að einhver sérstakur skori sigurmarkið?

 12. Egill, ég er kannski að biðja um mikið en ég væri til í að sjá Gerrard leikfærann og setjann!

 13. Aquilani með stóran þátt í jöfnunarmarki A.C. á móti Barca, stórkostleg sending á Seedorf sem læddi honum innfyrir á Ibrahimovic sem rúllaði boltanum framhjá Valdes

 14. Gjörsamlega óþolandi lið þetta Barcelona, Xavi lætur sig detta í teignum og fær víti.

 15. Sælir félagar,

  Er að leita að miða á Liverpool leik sem kostar ekki handlegg!  Einhver með upplýsingar fyrir mig 🙂

  Kv,
  -SS 

 16. Chelsea tapaði fyrir Bayer Leverkusen í CL áðan, hvað ætli sé að fara í gegnum hausinn á Abramovich núna?
  Chelsea spilar síðasta leikinn í riðlunum gegn Valencia, en þeir unnu Genk 7-0 í kvöld.
   
  Sú ótrúlega er því kominn upp að þrátt fyrir lélega byrjun í EPL þá er Arsenal eina Enska liðið sem er öruggt áfram í CL.
   
  Fokk hvað það verður gaman að horfa á Liverpool í CL næsta vetur 🙂

 17. Alveg er það merkilegt að Ferguson labbi útaf fundi einsog einhver smákrakki.

  United eru í riðli, sem væri ekki auðveldari þótt hann hefði handvalið liðin.   Basel, Benfica og eitthvað lið sem ég get ekki skrifað nafnið á.  Þeir hafa leikið 5 leiki í þessum riðli og bara unnið 2 af þeim.  Og þeir eiga ennþá á hættu að komast ekki áfram nú þegar ein umferð er eftir.  

  Þetta kalla ég ströggl. 

 18. Það væri tómt rugl að fá spikaða vandræðagemsann C. Tevez í janúarglugganum á fáránlegum launakjörum. Hvað með þennan í staðinn á láni út leiktíðina eða spottprís til að auka líkurnar á topp 4? (Ef Chelsea vilja selja til okkar)
  http://www.visir.is/anelka-ma-fara-fra-chelsea/article/2011111129600

  Að mínu mati… Ef við hefðum keypt þennan kappa 2001 í stað El Hadji fokking Diouf, hefði hann og Owen verið löngu búnir að skila okkur Englandsmeistaratitlinum langþráða. 

 19. Var að skoða higlights úr leiknum (varaliðs)…Flanno var góður í þessum leik, átti sínar rispur upp kanntinn og allavega í eitt skipti átti Stearling að klára færið. Fannst Eccelstone gera bara nákvæmlega það sem hann þurfti til þess að sína sig. Hann tók flottar rispur í báðum mörkunum og oftar en ekki fannst okkur þetta nóg þegar að Torres gerði það sama, sást ekki í 75 mínútur en kom svo og kláraði þetta…held að þetta geti orðið góður 3rd options í striker hjá okkur, ef ég segi alveg eins og mér finnst.

  Svo voru menn að tala um mistök Coates í vítinu sem var dæmt…Flanagan átti að vera löngu búinn að koma boltanum frá sér á kanntinum en leikmaðurinn nær boltanum og keyrir beint á Coates sem er 1v1. Sunderland tappinn er bara of snöggur og gerir þetta vel, engin mistök hjá Coates beinlínis heldur frekar Flanno….persónulegt mat 😉

  Gaman að fylgjast með þessu varaliði, rosalega öflugir strákar og líst mér á Hansen í markinu, öflugur strákur og fljútur að koma boltanum í leik. Hörku markvörður.

  YNWA – King Kenny we trust! 

 20. Hver var að spila á vinstri kant (nr 11) hjá Liverpool í þessum leik?
  Er líka forvitin hverjir hinir eru ef einhver vill lista það upp.

 21. Spyr að því sama, eru einhverjir hérna sem gætu reddað miðum á Anfield?
   

 22. Þeir sem eru að velta fyrir sér miða á Anfield…
   
  Í vetur er það þannig að nýja kerfið flækir málin töluvert og ef maður vill vera 100% viss um að fá miða þá er bara að treysta á ferðaskrifstofur sem eru að bjóða miða, VITA-ferðir og Úrval Útsýn.  Reyndar gætuð þið reynt að finna manneskju í All-red klúbbnum og græja hana til að hjálpa ykkur en ég held að á meðan þetta er í frekar miklum ólestri úti þá sé ekki á neitt að treysta.
   
  Ég er að fara út núna eftir 16 daga og er að tala við Lúlla hjá VITA-ferðum, ludvik@vita.is – ég hef yfirleitt náð að redda mér miðum sjálfur en núna treysti ég því ekki, skilst t.d. að það sé nær vonlaust að fá miða fyrir utan völlinn.

 23. Það er leiðinlegt að segja það, en mikið hefði verið frábært að fá Phil Jones í staðinn fyrir Coates í sumar. Vorum ekki langt frá því. Coates spjarar sig þó vonandi, hef trú á honum, en Jones í það minnsta er tilbúinn til að spila núna, er fjölhæfur og að spila nokkuð vel.

 24. Verðum að hætta að naga okkur yfir því Hjalti, hann vildi einfaldlega ekki koma…buðum meiri að segja hærra í hann en allt kom fyrir ekki.

  Persónulega myndi manni langa að sjá Wilson fara að detta inn á bekkinn og kannski taka einhverja leiki…held að það sé drengur sem á eftir að gera það gott. Allavega skrítið að hann fái ekki bekkjarsetu finnst mér.

  YNWA – King Kenny we trust! 

 25. Ferguson er stórmerkilegur andskoti.
   
  Það virðist algerlega tilviljun háð hvaða spurningar móðga hann.
   
  Þegar ég horfi á þennan blaðamannafund finnst mér, eins og í viðtalinu við kóngsdótturina, framan af maðurinn vera vinalegur eldri maður sem er bara að vinna sína vinnu. En svo allt í einu verður hann brjálaður. Ég næ engri tengingu við þessa hegðun; hroki er eitthvað annað, þetta er óskiljanlegt. Af hverju móðgaðist hann ekki þegar hann var spurður hvort hann hefði saknað Vidic? Af hverjur er verra að spyrja hvort Lindegaard fái tækifæri í næsta leik en Berbatov? Mér finnst ég ekki eiga neitt sammerkt með þessum manni, við ættum þó að vera af sömu dýrategund, meira að segja báðir ættaðir úr Norður-Evrópu.
   
  Ég hef tvær kenningar um téða hegðun:
   
  A. Hann er búinn að ákveða fyrir fram að sármóðgast út af spurningu númer eitthvað ákveðið, eða eftir einhvern ákveðinn tíma, án þess að segja nokkrum frá því. Það skýrir þetta slembival sem virðist eiga sér stað.
   
  B. Hann er ekki homo sapiens. Hann er vélmenni sem er búið að forrita til að eiga samskipti við fólk; en það eru hnökrar í gervigreindinni. Hafið þið prófað að tala við Cleverbot? Það minnir um margt á viðtal við Alex Ferguson.

 26. Ég tek það fram að ég þoli ekki Ferguson en áður en við hraunum yfir hann og hans sérlund þá verðum við líka að líta á okkar mann.

  Hafið þið heyrt og séð hvernig Daglish svarar blaðamönnum ? Hann svarar svona einni af hverri 5 spurningu, hinu svarar hann með skætingi, hæðni, hroka eða þá spurningum til baka ? Hann er alveg á mörkunum stundum kallinn verð ég að segja þó að hann sé auðvitað lang flottastur.

   

 27. Hvað varðar miða þá mæli ég með því að menn skoði corporate hospitality pakkana. Þar eru miðar frá 99 pundum og uppúr. Boot room post match miðarnir eru t.d. ágæt lausn, með miðum og mat á eftir á vellinum hvar fyrrum leikmaður kemur og talar við hópinn. Miðað við hvað ferðaskrifstofurnar selja miðana á og hversu dýrt getur verið að kaupa þetta eftir öðrum leiðum þá getur þetta verið mjög hagkvæmur kostur. Ég nýtti mér þetta um daginn í fyrsta skipti og það var ótrúlega einfalt. Við fórum tveir og borguðum 200 pund fyrir miðana og gátum pantað þá með miklum fyrirvara sem var mjög gott uppá flug og gistingu líka. 

 28. SB: Miða við stuðið sem er alltaf á blaðamanna fundum hjá Dalglish, þá held ég að blaðamenn elska hann. Fyrir utan kannski að hann gefur þeim aldrei upp slúður og það sem er að gerast innanbúðar, sem er bara plús. Kóngurinn er einmitt Kóngur viðtala…

 29. Ég er gjörsamlega ósammála þér SB, mér finnst stór munur vera á kímni eða hroka.  Hann reynir að beina svörum sínum fyrst og fremst að eigin liði og hann svarar helst ekki því sem ekki snýr að því.  Ég hef allavega ekki ennþá séð hann svara fyrir með hroka, frekju eða að ganga í burtu og þessir fjölmiðlamenn sem eru að spyrja hann spurninga, taka þessu (af því sem maður sér og les) sem fyrst og fremst húmor.

  En tvær afar mjög góðar kenningar hjá #29 🙂 

 30. Finnst þessi viðbrögð rauðnefs einkennast af hroka og þreytu á starfi sínu. Get ekki séð að manjúr þurfi að skíta á sig úr hræðslu varðandi þessa lokaumferð í þessum umræddum riðli en vonandi munu Basel menn gera einhverjar rósir eins og þeir gerðu hræðilega um árið! En vissulega hefur manjur strögglað í þessum riðli. Það sjá allir sem vilja sjá.

  Það er byrjað að magnast upp spenna í mannni fyrir leikinn á sunnudag svo um munar!

 31. Yfir í annað.. Hvernig færi að fá Eden Hazard í Liverpool og segja öllum öðrum liðum að halda kjafti?

 32. Siggi #36
  Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur en af hverju ætti Hazard að vilja að koma í Liverpool,
  Það var eitt sem að ég sá í síðasta transfer glugga á þessari síðu og það var hversu ótrúlega fáránlegar væntingar þið hafið til leikmanna kaupa Liverpool fc….Aguero, hazard, og fleiri og fleiri áttu að fara að verða Liverpool leikmenn, en alltaf var það sama sagan, stórlið keyptu þessa frábæru leikmenn eða eins og í Hazard tilvikinu þá fór hann ekki.
  Hvenær ætlið þið að átta ykkur á því að Liverpool hefur ekki sama kaupmátt og United, City, Chelsea, Barca, Real ofl…..
  Lið sem að er ekki í Evrópukeppni og virkilega langt frá því að vera með öruggt sæti í CL á næsta ári 

 33. Eru Arsenal eða Chelsea eitthvað öruggara með CL sæti? Þetta er opnasta keppni hingað til. Chelsea,Arsenal,United ef þeir ströggla meira, Liverpool, Tottenham eru öll líkleg.

 34. Væri ekki magnað að pissa aðeins utaní Cavani í janúargluganum? Er það ekki smá gulrót að við höfum tvo Úrúgvæa í okkar herbúðum fyrir hann? 🙂 

 35. Liverpool á möguleika að kaupa stórstjörnu maður þarf bara horfa á  Manchester City þeir voru ekki meistaradeild þegar keyptu David Silva og Tevez svo afhverju ætti Liverpool ekki hafa möguleika á Hazard sem gæti farið á 43 milljónir punda:
  http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/1309/93/arsenal-set-be-priced-out-move-hazard-lille-demand-%E2%82%AC50m

  en það er annar leikrmaður sem ég væri alveg til sjá koma til Liverpool næsta sumar og það er Marco Reus sem er búinn skora 10 mörk í 13 leikjum og Liverpool gæti fengið hann ódýrt þar sem hann er með buy clause  á 18 milljónir  evra.

 36. Var að skoða blaðamannafundinn þar sem sörinn snappaði og varð sér til stórskammar rétt eina ferðina.

  Ég meina hvað er gaurinn að mæta á svona fundi? Af hverju sendir hann ekki einhvern sem þolir hitann?
  Ekki þar fyrir að mér finnst dæmið liggja fyrir. Karlkvölin var fyrst hinn spakasti og svaraði þreytulega spurningunum út í hött. Ég veit það ekki en hann minnti mig á Ingva Hrafn Jónsson í kippnum. Í það minnsta var eldgamla brýnið algjörlega úti á túni. Svo kemur sárasaklaus spurning um hvort ManU sé að ströggla í augnablikinu! 

  Sko, það var ekki verið að spyrja Ferguson að því hvort blaðamaðurinn mætti sofa hjá dóttir hans! Það var ekki spurt hvort Ferguson væri hættur að berja konuna sína! Það var spurt að því hvort ManU væri að ströggla! Og fíflið rýkur á dyr!!!

  Blaðamenn eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni. Upp til hópa eru þeir bjánar sem gerir það enn aulalegra að taka þá jafn alvarlega og sörinn gerir. Ferguson er s.s. kominn á sama plan og heimskasti blaðamaðurinn að mínum dómi.

  Anyway – who gives a fuck!

 37. siggi.. til þess að shittí ættu möguleika á því að fá þessa leikmenn, þá þurftu þeir að borga þeim óheyrð laun, bjuggu til nýtt launaviðmið í fótboltaheiminum. eitthvað sem Liverpool hefur ekki efni á og mun ekki gera, menn þurfa að koma niður á jörðina með það hverja við eigum möguleika á að fá og hverja ekki. erum ekki með í baráttunni um hazard eða götze, það er klárt mál, reus hinsvegar er spennandi valkostur sem gæti verið möguleiki, þeas ef bayern hafa ekki áhuga á honum.

 38. Hefur einhver hugmynd um hvað er í gangi með Steven Gerrard, Captain Fantastic. Skurður á ökkla og sýking, mánuður frá og engar fréttir um hvenær hann kemur aftur. Fékk hann ekki líka sýkingu í nárann og lagðist inn á spítala. Vona svo innilega að þetta sé ekkert alvarlegt, en hljómar svolítið undarlega…??

 39. Hæhæ, getur einhver hér inni bent mér á hvar er hægt að nálgast The Complete Record hér á Íslandi ???

 40. Þar sem að það er núna rétt rúmlega mánuður í að janúarglugginn opni væri þá ekki gaman að fara að sjá pistil frá frábærum síðuhöldurum um leikmannaslúðrið. Margir leikmenn orðaðir við okkur eins og Lucas, Hazard, Lars Bender, Aly Cissokho, Philippe Coutinho, Seydou Keita, Nathan Dyer, Chris Samba, Seamus Coleman og hellingur í viðbót.

  Hvað finnst mönnum, hvar vantar okkur helst að styrkja okkur og hverjir eru möguleikarnir á að við séum að fara að kaupa leikmenn í janúarglugganum. 

 41. Einn match-winner dugar, sama hvort hann sé 30 ára eða 19 ára. Bara fá einhvern teknískan fljótan match-winner. Höfum verið að ströggla og Suarez ekki í gírnum, þá þurfum við eitthvað auka. Kaupa hann í jan og þá erum við í góðum málum.

 42. Marveaux meiddur í 4 mánuði vegna nárameiðsla. Hver hefði geta séð þessi ósköp fyrir?
  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/15877805.stm

  Að sjálfsögðu tengist þetta ekkert því vandamáli sem plagaði hann fyrr á ferlinum og ku hafa orðið til þess að Liverpool vildi ekki gefa honum feitan samning í sumar. Enda sagði Marveaux sjálfur að svo væri ekki og hann væri við hestaheilsu (eða a.m.k. grófhakkaða hrossabjúguheilsu).

  Svo er bannað að hlæja að óförum annarra og sérstaklega að reka upp hrossahlátur. Glott eða vottur af Þórðargleði er varla við hæfi heldur enda hið sorglegasta mál…….

 43. Sælir flottur sigur hjá 18 ára liðinu núna á man.u. 2-1. búnir að vinna tvöfald yfir m.u síðustu 2 árin

 44. jack dunn með bæði fyrir liverpool í leik sem hefði klárlega geta farið manure 2,3 – liverpool 6,7. marc pelosi nýi kaninn okkar var maður leiksins 

 45. Sammála því að Pelosi leit mjög vel út í dag, verulega skemmtilegt orðið að horfa á U-18 og varaliðin. 
   
  Vinnan hjá U-18 og varaliðunum er heldur betur að komast í lag, er sannfærður um að við munum sjá ansi margt gott koma þaðan innan skamms.  Dunn AM-C, Pelosi M-C, Morgan S-C, Belford GK – Regan CD voru allir flottir þarna líka og það er verið að spila fótbolta hratt á jörðinni!

 46. jen chang frá sports illustrated hefur reyndar ekki trú á pelosi .. en það er erfitt að segja til um hverjir “meika það” á þessum aldri og hverjir ekki. en fótbolti pep segura og rodolfo borrell er farinn að sjást á liðunum og bara skemmtilegur bolti í gangi hjá þeim  

 47. jæja hvernig ætli King stilli upp á sunnud. Er ekki spurning um 532 eins og hann gerði á síðasta seasoni?? gæti virkað á móti city

 48. Áhugaverð staðreynd sem er vellt upp á vísi.is í sambandi við leikinn á morgun. Liverpool hafa fengið 20 af seinustu 24 mögulegum stigum í leikjum á móti manchester liðunum, arsenal og chelsea. Ef Liverpool mundi ná að halda þessu hlutfalli að meðaltali yfir heilt season á móti öllum liðum þá myndi liðið ná 95 stigum sem mundi án efa duga til að vinna deildina.

 49. Hversu lélegir voru hinir keppendurnir í fyndnasti maður Íslands fyrst að Daníel Geir vann

 50. Hehe.. ef þetta var ekki eitthvað djók á FM95BLÖ þá var gæjinn sem lenti í öðru sæti hálf-fatlaður útlendingur sem talar, skiljanlega, bjagaðu íslensku og sagði “skiliru, sko” í annari hverri setningu.. Mig grunaði reyndar að þetta var djók hjá Audda Blöndal en hafði ekki fyrir því að kynna mér það..

  Kemur mér samt ekki á óvart að hann hafi verið á móti svona keppendum víst að hann vann..

 51. Ég auglýsi eftir einni feitri leikskýrslu!

  Þessi leikur á eftir að vera ROSALEGUR 

 52. 60

  Hann sagði að allt sem hann vissi um Ísland væri að Hemmi Hreiðars komi þaðan.  Þeir voru samherjar hjá Portsmouth í tvö eða þrjú ár.

 53. mig vantar slóð á síðu þar sem ég get horft á leikina.

Opinn þráður – Breskir blaðamenn

Man City á morgun