Byrjunarliðið komið

Þá er liðið komið og ég er sannfærður um að enginn hugsaði það rétt.

Allavega, ég held að þetta sé svona sett upp

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Maxi – Lucas – Adam – Bellamy

Suarez – Kuyt

Eða svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Adam
Kuyt – Maxi – Bellamy
Suarez

Á bekknum: Doni, Downing, Carroll, Carragher, Henderson, Kelly, Spearing

Chelsea liðið er líka forvitnilegt, Torres og Meireles komast ekki í 11 manna byrjunarliðið í dag…

KOMA SVO!!!!!

49 Comments

  1. Maxi í liðinu er eina virkilega óvænta þetta verður spennandi(miða við að fréttirnar í hádeginu voru að Suarez myndi ekki byrja, þá er maður bara sáttur).

  2. Mér líst vel á þetta lið. Þetta er talsvert sókndjarfara en ég hefði haldið að Kenny stillti upp, en það er bara jákvætt. Nú er bara að vona að miðjan okkar verði ekki yfirspiluð. Ég ætla að spá því að Suarez verði banastuði í leiknum og setji 2 mörk.

  3. Vona að Maxi komi spólgarður til leiks og sýni Kónginum hversu vitlaus hann hefur verið það sem af er seasons : )
     
    Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik!

  4. Þykist vita hvað dalglish er að hugsa spilar 4-2-3-1 fyrstu 70 min og hendir siðan Downing og Carrol i double suber sub og þeir klára þetta fyrir okkur 2-1 suarez og carrol en Lampard fyrir Chelsea.

  5. Það góða við þetta lið er að Downing og Henderson fá verðskuldaða pásu frá áskrift að sæti í byrjunarliðinu.

    En Maxi?

    Ég er mikill aðdáandi hans, og hef fundist hann fá ósanngjarna meðferð hjá Daglish á þessu tímabili, þannig ég er ánægður fyrir hans hönd að fá loksins að spila.

    En Maxi? Á móti Chelsea? Á Stamford? Í engu leikformi?

    Hef ákveðnar efasemdir um að ÞETTA sé leikurinn þar sem best hefði verið að koma honum aftur í gang, en það bara hlýtur að vera ástæða fyrir því að Daglish tekur þessar ákvarðanir og ég er bara heima í sófanum …

    Ég býst við hinu versta en vona auðvitað það besta. Þannig ég segi 0-3 fyrir Liverpool, og Maxi skellir þrennu í dag 🙂

    Homer 

  6. ég er hrikalega sáttur með  þetta lið :D:D maxi með og læti, ætla samt að spá tapi, ekkert jinx hérna 😀 torres með þrennu

  7. Kemur á óvart að Downing sé ekki í liðinu. Átti stórleik með Englandi á móti Svíum og hefur verið að tjá sig mikið fyrir leikinn um að nú sé hann að detta í gang og við þurfum að keyra á Chelsea. Einnig finnst mér Bellamy vera meira týpan til að koma inn á í svona leik þegar varnarmenn andstæðinganna eru þreyttir og froðufella af pirringi yfir að fá svona óþreyttan, hraðan baráttuhund á móti sér. 

    Kemur líka á óvart að Carra sé ekki settur í vörnina, hefði haldið að hann væri alltaf að fara að spila þennan leik ef hann væri heill þannig að væntanlega er hann ekki alveg 100% heill. Eða kannski er Dalglish bara ánægður með vörnina þegar Skrtel og Agger spila saman og vill gefa þeim smá séns að halda áfram, hvað veit ég 🙂

    Einnig er ég þrusuánægður með að Sturridge byrji á bekknum hjá Chel$ki, hann var leikmaðurinn sem ég var hræddastur við fyrir fram. 

  8. Sælir, er einhver með góðan tengil fyrir leikinn? Þarf að koma upp tengingu fyrir fjölskyldumeðlim sem er á sjúkrahúsi en langar að fylgjast með.

  9. Bookmarkið þessa drengir – http://www.vipbox.tv/sports/football.html

  10. Maxi réttur maður á réttum stað, og auðvitað slúttar hann þessu.

  11. haha enginn þeirra vildi skora, en maxi tók það á sig, gangi þér vel í chelsea maxi 😀

  12. Þvílík pressa samt, það eru bara 3 leikmenn að umkringja manninn með boltan, þetta er svakalegt

  13. Það er magnað að sjá hvað menn eru búnir að gera mikla grýlu úr honum Suarez. Ef hann biður menn afsökunar þá neita menn að taka í höndina á honum eins og Luiz áðan.

    Fínn fyrri hálfleikur annars. Mér fannst miðjan okkar ekki nógu sterk í upphafi, en hún vann mikið á og það var talsvert jafnræði þegar á leið á hálfleikinn. Nú verðum við bara að vona að við náum marki áður en langt líður á seinni til að gefa okkur smá olnbogarúm.

    p.s. hvað er annars málið með þessi horn hjá Adam? 

  14. Svo er þetta líka Luis sem vildi ekki taka í höndina á honum. Hann er ekki beitasti hnífurinn í skúfunni!!!

  15. Sammála með Suarez, það er fáránlegt að menn gefi skít í hann þegar hann ætlar að biðjast afsökunar (sem er btw meir en margir hefðu gert) asnalegt og í þessu tilfelli, Luis til skammar!

  16. Týpiskt við þetta helvítis timabil. Kunna ekki að vera með fucking forystu í  leik.

  17. Þetta er ekkert nema fyndið. Tveir lélegustu menn vallarins hjá okkur hafa skorað í dag.

  18. Johnson lélegur ? Ónei, snillingur, þvílíkt snilldarmark. og það eftir gullsendingu frá hinum þunga Adam.

  19. 42. Já, ég held að ég eigi ekki betra skilið. Aldrei að efast : )

  20. Er ekki sammála því að Johson hafi verið lélegur, hvað þá lélagasti maður vallarins.

    EN það er ekki spurning hver er maður leiksins; JOSE ENRIQUE

  21. ÞETTA ER FRÁBÆR TILVINNING SVO BARA CITY NÆST VINNA ÞÁ OG ÞAÐ YRÐI BESST!!!!!!!!!

  22. Johnson lélegi var víst valinn maður leiksins fékk kampavínið eftir leik   ,en frábær sigur loksins smá heppni með Liverpool

Chelsea á Brúnni – nóvember 2011

Chelsea 1 – Liverpool 2