Manchester City tilkynnir mesta tap sögunnar

Okei, nokkrar tölur í þessari geðveiku rekstrarútkomu Manchester City.

– Launakostnaður Manchester City er 21 milljón punda hærri en ALLAR tekjur félagsins.
– Liðið tapaði 197 milljónum punda á síðasta ári.
– Liðið keypti leikmenn á árinu fyrir 156,5 milljónir.
– Mansour er búinn að eyða ÁTTA HUNDRUÐ MILLJÓNUM PUNDA á þeim þremur árum sem hann hefur átt liðið.
– Samkvæmt UEFA fair play má lið eingöngu tapa 38 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Tap Manchester City á síðasta ári er því FIMMTÁN SINNUM MEIRA en UEFA Fair Play mun leyfa í framtíðinni.

Og þetta hefur skilað liðinu í efsta sæti deildarinnar. Og sannar þá að í fótboltanum skiptir ríkur eigandi meira máli en vel rekinn klúbbur. Bitur? Ég?

22 Comments

  1. Já, maður er búinn að lesa eitthvað um þetta, en ég veit samt ekki hvernig maður á að bregðast við. Þessar upphæðir eru náttúrulega algjörlega út úr kú! Ætti að vera búið að stoppa þá fyrir löngu.

  2. Hvað getur maður verið annað en bitur? Þeir eru svo ríkir, með svo rosalegt lið, að manni er alveg sama um þá lengur. Veit að það er ekki séns að ná þeim.

    Þetta er allt sem er að fótboltanum í dag.

  3. Tvær spurningar sem koma upp í hugann. Hvernig á að vera hægt að keppa við þetta? Og hvernig mun Fifa og þetta FFP taka á þessu ef eitthvað svipað verður uppi á teningnum þegar reglurnar taka gildi?

  4. Er farinn að hata City meira en United. Mér fannst Chelsea alltaf hálfgert svindl en þetta er eitthvað allt annað.

  5. Hef líka alltaf viljað hafa það að þú mátt ekki fara yfir 50mill pudna í glugga. Ef þú kaupir fyrir 90 millur þá verðuru fyrst að vera búinn að selja fyrir 40millur. Þetta er eina leiðin til þess að byrja á ða jafna þetta eitthvað út.

  6. Chelsea er þegar byrjað að hugsa um fair financial regluna sem mér finnst frábært, en GUÐ MINN ALMÁTTUGUR þetta er of mikið tap …. Peningar eru að eyðileggja fótboltann. þó það sé alltaf gaman fyrir mig sem stuðningsmann Chelsea sjá liðinu ganga betur með alla þessa peninga 😀 

  7. Er einhver samsæri bakvið þetta? gæti hluti af peningnum sem er að hverfa í heiminum verið að fara fótbolta? maður spyr sig, þetta eru ótrulegar upphæðir.

  8. Ertu ekki að djóka Ási #4?
    Það eru svona 20 ár þangað til að ég muni hata City meira en Manure!
     
     

  9. Ég er ekki viss ! En ég tel líklegt að ég myndi snúa baki við mínu ástkæru félagi sem ég hef stutt síðan 1974 ef þetta væri staðan hjá okkur ! Mér bara finst þetta ekki vera rétt !!!

  10. If you are asked who your favourite players are from down the years – your credibility is at stake here – don’t say Francis Bell, Colin Summerbee and Yaya Dzeko though these names exists, they are combinations – have a good scan over the club website and check out who the current favourites are and who the club legends are and take notes!

    þetta birti shittí á sinni eigin síðu sem “svindl” til að vera ekki gloryhunter supporter ….  eitt það fáránlegasta sem ég hef nokkurtíman lesið  

  11. Það myndi enginn snúa baki við liði sem er að vinna tittla 😉

  12. Þetta krystallar bara heiminn í dag og það sem er að honum. Það er akkúrat ekkert eðlilegt við það að einn einstklingur eigi svona mikla peninga. In the long run þá klárast peningarnir eða hann missir áhugann og City fer þangað sem þeir eiga að vera, í basli um miðja deild. 

  13. Vissulega mjög svo sláandi tölur! Það má næstum alveg flokka þetta undir svindl, að geta eytt 800 milljónum punda og skila gífurlega miklu tapi er bara ekki heilbrigt og sanngjarnt að mínu mati.

    Það sem ég get hugsanlega séð hvað jákvæðast við þetta er að ég get alveg séð þessa City bólu springa, eða þá allavega missa flugið eitthvað til langs tíma. Ef eigendurnir taka puttana úr rekstri félagsins eða bara slaka aðeins á klónni þarna þá getur allt skollið niður með háum hvelli. Þessar tölur sem við erum að sjá fara út úr félaginu er alveg lygilegt og gæti til langs tíma komið illa niður á City.

    Heilbrigður klúbbur, heilbrigður rekstur, góð markaðsetning og langtímaáform sem eru fylgt eftir “á budget” er held ég besta leiðin til að klúbbur nái hámarki sínu og haldi sér þannig til margra, margra ára. Við höfum strax séð andstæðu þess hjá Chelsea sem voru mjög sigursælir fyrir nokkrum árum, eyddu pening og voru grand á því. Svo um leið og eigandinn minnkaði fjármagnið sem hann lagði inn í félagið þá er þetta ekkert sama veldi og það var fyrir nokkrum árum. Svona aðferð getur verið hættuleg að ég held og gæti komið niður á City eftir nokkur ár – og vonandi að UEFA taki á þessu eins og þeir hafa lofað að gera.

    City, eða neitt annað lið, verður langlíft með svona rekstri. Ef þetta lagast ekki á næstu árum þá gæti útkoman verið ljót fyrir þá. Þeir gætu þó hugsanlega bjargað sér eitthvða enda með marga frábæra leikmenn í sinum röðum sem þeir gætu vel selt fyrir ágætis pening ef þeir þyrftu að bjarga sér eitthvað smá fyrir horn.

    Ef við skoðum þessar tölur sem að City virðist geta “leyft sér” að tapa þá er alls ekki skrítið að félög eins og t.d. Liverpool reyni allar leiðir sem það getur til að auka fjárflæðið inn í félagið. Það bara þarf svo að liðið geti verið samkeppnishæft við þetta peningaveldi. Ef City, eða eitthvað annað lið sem leikur slíka leiki, geta komist upp með svona lagað þá kæmi það mér ekki á óvart ef samkeppnisaðilar þeirra fari að reyna að fá stærri bita af kökum sínum, t.d. með þessum sjónvarpsréttum utan Englands o.s.frv.

    Ég vona að þessi City bóla springi enda finnst mér þetta hundleiðinleg og ósanngjörn leið til árangurs. Einn ríkur maður með puttana í klúbbnum og hann verður allt í einu sá best mannaðasti og hættulegasti í deildinni. Virkilega leiðinleg þróun að mínu mati! 

  14. Þetta sannar ekki að ríkur eigandi skipti meira máli en vel rekinn klúbbur. Real Madrid er eins og minni spænsk útgáfa af City t.d. og hafa samt sem áður verið eftirbátar Barcelona undanfarin ár.

    Man. City er í efsta sæti deildarinnar sem stendur en við skulum ekkert vera að afhenda þeim titilinn núna í nóvember, meira en 2/3 eru eftir af tímabilinu enn. Persónulega finnst mér þetta sífellda tuð í fjölmiðlum um ægivald peninga City og peningar séu að eyðileggja fótboltann vera gengið út í öfgar. Ég hef ekki komið auga á þessa ægilegu eyðileggingu ennþá.

    Samkeppnin á toppi EPL hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og þar af leiðir að deildin er meira spennandi en oft áður. Liðin sem berjast á toppnum fara ólíkar leiðir, okkar menn undir núverandi stjórn vilja spila taktískt og setja langtímamarkmið, s.s. með kaupum ungra leikmanna, breskum kjarna vegna yfirvofandi reglna um hlutfall heimamanna í liðum o.fl. Tottenham hafa komið mikið á óvart undanfarin ár og Redknapp gert góða hluti í leikmannaviðskiptum án þess að punga út stærstu upphæðunum. Ekki eru mjög mörg ár síðan Arsenal rúllaði upp deildinni og fóru taplausir í gegnum tímabil (2003-2004) og ekki voru þeir að eyða grimmt þá. Í dag eru þeir eitt þeirra liða sem berjast um meistaradeildarsæti og áhersla lögð á hagkvæman og jafnvel sjálfbæran rekstur. Chelsea áttu heiðurinn að botnlausasta sukkinu á leikmannamarkaðnum fyrir nokkrum árum en Manchester City hefur nú yfirtekið þann sess. Newcastle hafa verið spútnikliðið það sem af er þessu tímabili og sitja í meistaradeildarsæti sem stendur, en of snemmt er að segja til um hvort þeir eru bóla sem springur þegar á reynir, t.d. í næstu þremur leikjum þeirra. Óþarfi er að fjölyrða um M.U. en þeir djöflar eru einu sinni sem oftar í toppbaráttunni núna, jafnvel þótt þeir hafi enga arabíska sjeika sem bakhjarla. 

    Valdajafnvægið er að breytast og deildin er meira spennandi fyrir vikið, t.d. eru sjö lið í augnablikinu í baráttunni um meistaradeildarsæti. Mér finnst a.m.k. skemmtilegra að Liverpool þurfi að hafa áhyggjur að fleiri liðum en bara Manchester United, Chelsea og Arsenal eins og verið hefur. Það er ekkert annað en hvatning til þess að halda sér á tánum og leggja harðar af sér til þess að halda stöðu meðal þeirra bestu.

    Enska úrvalsdeildin er sterkasta knattspyrnudeild í heiminum í dag, að hluta til vegna þess að moldríkir menn hafa komið inn með fjármagn til þess að ná í bestu leikmennina frá öllum heimshornum og safna þeim saman í sömu deild.

    Ég var einn þeirra sem var sáttur að sjá City valta yfir United um daginn, ekki af því að “þar hafi sannast að peningar séu að eyðileggja fótboltann,” heldur vegna þess að Ferguson fór að kjamsa á tyggjóinu af meiri áfergju en venjulega og virtist áhyggjufullur, hann þarf að laga sig að breyttum tímum eins og aðrir, finna svör við nýjum ógnum og aukinni samkeppni á toppnum.

  15. “Þessar tölur sem við erum að sjá fara út úr félaginu er alveg lygilegt og gæti til langs tíma komið illa niður á City”.
    Óli Haukur þessar tölur fara í félagið í þessu tilfelli Man City. Það er eigandinn sem borgar þetta. Það hvartar hins vegar enginn yfir því að United borgi 70 milljónir punda í vaxtagreiðslur á ári! Þessi fótbolta elita sem hefur verið einráð frá stofnun CL og hirt nánast allar tekjur er núna farinn að titra. 
    Þið ættuð að kynna ykkur Man U liðið þeirra er dýrara en City liðið!

  16. City munu svo sleppa undan þessari UEFA reglu með því að nýta sér flugfélag bróður eigandans en þeir gerðu einhvern ruglaðan styrktarsamning við Etihad sem meikar ekkert sens í raunveruleikanum. Etihad hafa aldrei skilað hagnaði og þessi samningur er bara til að færa peningana úr einum vasa í annan til að komast framhjá reglunum. Mér finnst þetta pínu súrt þegar önnur lið þurfa að passa upp á reksturinn hjá sér og fylgja reglunum,

  17. @Siggi Helga – hvernig færðu það út að lið United sé dýrara en City? Þar keypti eigandinn félagið með lánsfé og færði svo skuldina yfir á félagið og notar hagnað félagsins til að greiða niður skuldina. Áður en það gerðist var félagið að ég held skuldlaust og var ekki að nota lánsfé eða fé frá eiganda félagsins til að kaupa leikmenn, eingöngu hagnað úr rekstri félagsins.
    http://www.transferleague.co.uk/
    Þessar tölur á þessari síðu eru eflaust ekki fullkomnar en gefa kannski einhverja hugmynd um eyðslu vs innkomu á leikmönnum.

    Væri líka gaman að fá tölur yfir launakostnað City borinn saman við önnur lið í úrvalsdeildinni.  

  18. Fyndið að sjá stuðninsmenn liða eins og Man U og Liverpool, meira segja Chelsea kvarta all duglega yfir eyðslu City. Þetta eru öll lið sem hafa eytt duglega seinustu ár til þess eins að halda forskoti á hin liðin. Þetta eru einnig sömu liðin sem hafa einfaldlega sett mörkin fyrir fótboltaheiminn og hvernig markaðslögmálin ganga fyrir sig þar.       
    Spurningin ætti miklu frekar að vera afhverju það kostar svona ótrúlega mikinn pening fyrir lið að komast í elítuna(klíkuna) sem toppbaráttan er orðin. Það er allavega ekki City að kenna.

    Lið eins og Man U og Liverpool hafa stundað það lengi vel að fá sínu framgengt og vera skrefinu á undan öðrum liðum með peningum. 

    Svona pistlar snúast því eingöngu um biturleika yfir stöðu mala í deildinni en ekki að einhverri réttlætiskennd sé misboðið. 

     

  19. Lúlli, finnst þér sem sagt eðlilegt að launakostnaður einn og sér sé heilum 21 milljónum punda hærri heldur en heildarvelta félagsins?  Held að menn séu fyrst og fremst að setja út á þessa hrikalegu öfga sem í dæminu eru.

  20. Mér finnst það ekki eðlilegt frekar en að Man U borgi 70 miljón punda vaxtagreiðslur árlega eins og hefur verið komið inn á. Mér finnst það ekkert eðlilegt frekar en að lið skipti um eigendur reglulega sem hreinsa upp skuldir fyrrum eigenda. Mér finnst þetta ekkert eðlilegt frekar en vangefið miðaverð á leiki með bestu liðunum. 

    En í þessu brjálæða markaðsumhverfi fer City einfaldlega eftir þeim reglum sem eru settar. Eina ástæðan yfir því að menn þola það sérstaklega illa er að City brýtur upp þá klíku sem hefur eignað sér efstu sætin.

    Ef menn vilja gera breytingar þá þarf að bakka töluvert lenga en fyrir þann tíma sem furstarnir keyptu City. Peningur og miljarðamæringar eru fyrir löngu byrjaðir að móta í fótbolta.

    Það var sá tíma að lið eins og Nottingham Forest, Everton, Man City, Derby og Leeds voru að taka dolluna líka og jafnvel evrópudolluna. Fyrir þessi lið verður aldrei séns nema að miljarðamæringur eyði samanborðið og Man City hefur gert. Þá geta stuðningsmenn þessara liða mögulega fengið gömlu tímana aftur.

    Staðreyndin er sú að toppnum á Englandi hefur verið haldið fyrir lið sem eiga pening. 

  21. Vert er að nefna að vinningar úr keppnum og fleira er ekki tekið með í þessu svo þetta “tap” er ekki svona stórt.

Suarez ákærður fyrir kynþáttaníð

Ný færsla