Kop.is Podcast #9

Hér er þáttur númer níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 9.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars jafnteflið gegn Swansea, slappt gengi liðsins á heimavelli í haust, með/móti Andy Carroll og hituðum upp fyrir stórleikina gegn Chelsea og Manchester City.

29 Comments

 1. Smá þráðrán… Downing er búinn að vera svaka flottur í kvöld með Enska landsliðinu. Þetta er allt á réttri leið.

 2. Shit….Lukaku er 94 kg samkvæmt http://www.premierleague.com/page/PlayerProfile/0,,12306~48813,00.html

  En já…rooosalega gaman að hlusta á ykkur og alveg klárt mál að SSteinn verður alltaf að koma Everton að, sem er sorglegt miðað við hve blár hann er ;).

  Chelsea leikurinn verður allsvaðalegur leikur sem endar með 0-2 leik hjá okkur! Suarez setur eitt og Downing annað….rooosalega fínt!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 3. Flottur þáttur að venju, en er Drogba meiddur en ekki bara að taka út 3 leikja bann eftir qpr?

 4. Held að Drogba sé líka í banni. Held að LFC leikurinn ætti að vera þriðji leikurinn hans í banninu, þori samt ekki alveg að hengja mig upp á það.

 5. Það sem þið félagarnir komuð inn á verðmiðann á Carroll að þá langar mig bara að segja, er það eðlilegt að stjórnarformenn Liverpool vildu einungis fá 15 milljón punda meira fyrir Torres heldur en þeir myndu greiða fyrir Carroll? Mér finnst það persónulega stórfurðulegt að það hafi verið viðmiðið, því Torres er stórstjarna á heimsmælikvarða sem hefur óumdeilanlega mikil gæði (þó hann sé í persónulegri krísu í dag) og það er ekki fyrir svo löngu síðan að hann var talinn einn af skæðustu framherjum heims. Á meðan Carroll er enn þá bara efnilegur leikmaður sem gæti orðið stórstjarna. Ég vil meina að Newcastle hafi einfaldlega átt sölu ársins með þessum viðskiptum. Ég hef alveg trú á því að Carroll geti orðið frábær leikmaður en það réttlætir ekki verðmiðann á kappanum. Það skiptir engu máli hvernig á það er litið Carroll var einfaldlega alltof dýr. Lið eins og Man City hefur efni á að gera svona áhættusöm kaup en ekki Liverpool. Það er lúxus að geta keypt 10 framherja á 200 milljónir og treysta svo bara á að nokkrir þeirra slái í gegn.

  Ég vona annars að þið spilið með Bellamy gegn City, hann er alltaf að fara skora gegn þeim. 

 6. 11. Andy Carroll – Liverpool 
  Það hafa verið miklar kröfur á Carroll enda keyptur á 35 milljónir punda. Hann hefur lítið sem ekkert borgað til baka af þeirri upphæð. Á erfitt með að halda sér í formi og er með fyrstu snertingu á við ruðningskappa. Færið sem hann klúðraði gegn Swansea er lýsandi fyrir frammistöðu hans fyrir Liverpool. 

 7. Gummi, koddu með linkinn líka og einhverja umræðu þegar að þú setur eitthvað svona inn, þetta er innantómt þegar að þú setur þetta svona fram…just sayin’ 😉

  En já, Carroll er klárlega ekki 65 kg…meira um 90 kg myndi ég halda.

  En mig hlakkar nú örlítið til helgarinnar…þetta verður suddalegur leikur!!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 8. Skv. soccernet er Andy Carroll 79 kg það er mun raunhæfari tala: http://soccernet.espn.go.com/player/_/id/91478/andrew-carroll?cc=5739

  Þó Andy Carroll sé mjög hraustur inn á vellinum að þá er hann samt frekar grannur og því fyndist mér ótrúlegt ef hann væri 90 kg. Þess má til gamans geta að Elokobi er sagður vera tæplega 90 kg á wolves síðunni, Elokobi er 1,75 m 🙂 
  http://www.wolves.co.uk/page/ProfilesDetail/0,,10307~30252,00.html 

 9. Þá ét ég það sem ég sagði um þyngd Carroll hér að ofan 😉

  YNWA – King Kenny we trust! 

 10. Sorry thradran en Adam Johnsom buinn ad skrifa undir nyjann samning vid City, Getum gleymt ad fa hann.

 11. FA er greinilega vel spillt samtök og við ættum að kæra þessi helvíti.

 12. John Terry got caught RED-HANDED calling Anton Ferdinand a black c*nt on video and nothing happened. But Luis gets charged but there was no video evidence.

 13. Skilst að þetta sé þannig að Terry málið sé lögreglurannsókn þar sem það náðist á video og því geti FA ekkert gert þar. Las þetta samt bara á twitter og veit ekkert um þetta og því síður á hvaða grundvelli Suarez er ákærður. 

 14. Það er enn verið að vinna í málinu hjá Terry, fyrst þetta tók mánuð þá má alveg búast við því að það mál muni líka taka mánuð bara að fá kæru. Eitthvað hljóta þeir að hafa í höndunum sem við höfum ekki fengið að sjá annars myndu þeir ekki kæra Suarez, auk þess voru einhver myndbönd í gangi sem áttu að sýna eitthvað af þessu, þau voru bara í svo lélegum gæðum að maður náði ekki að sjá það almennilega. FA ætti að vera með allar upptökur sem til eru (þ.m.t. þær sem ekki hafa verið sýndar í sjónvarpinu) og auk þess hefur Suarez komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um það sem hann sagði við Evra, spurning hvort það hefði verið betra að hlýða FA og tjá sig ekkert um þetta mál.

 15. Rooney var keyptur á um 30 millur árið 2004 þegar hann 19-20 ára og hann skoraði 11 mörk á sínu fyrsta tímabili og svo skoraði hann 14 mörk og hefur bætt sig á hverju ári. Andy Carrol er 22 ára og hefur alla burði til þess að bæta sig, það væri töluvert annað mál ef hann væri 28-29 ára gamall og keyptur á þennan pening.
  Hann er ekki búinn að sanna sig en ég er 100% sannfærður um að hann eigi eftir að standa undir þessu með aukinni reynslu með sínu nýja liði.

 16. Halló? Eru menn farnir að verja Suarez og benda á hina og þessa og allt öllum öðrum að kenna nema Liverpool! Common verum ekki barnalegir hérna inni! Finnst þessi síða vera yfir það hafinn. Fyrst FA er að kæra leikmanninn okkar hljóta þeir að vera með eitthvað í höndunum og ef svo er þá má Suarez éta það sem úti frýs! Hversu heimskur þarftu að vera???

 17. what what in my but! Hvað þýðir þessi kæra fyrir Suarez? Erum við að tala um að ef hann er fundinn sekur að hann fari í langt bann? 

 18. Jæja við skulum nú anda rólega í bili, það er búið að ákæra manninn en síðast þegar ég vissi var maður saklaus þangað til sekt er sönnuð…. og til jóns péturs segi ég nú bara að það er bara ekkert víst að FA sé með neinar “sannanir” heldur bara eitthvað sem þeim finnst vera refsivert, td bannið hans rooney fyrir að blóta og fleira í þeim dúr. Jújú það er bannað að blóta í myndavél en common þessir FA dúddar eru úti að skíta.
   
  Þannig að þótt maður reyni að vera bjartsýnn þá væri alveg hægt að búast við allavegana 5-10 leikja banni þar sem FA vill sýna fordæmi…. og svo er spurning hvernig bannið hjá Terry verður þar sem óyggjandi sannanir eru þar en allavegana engar sannanir enn komnar fram í Suarez málinu.

  Hins vegar mun ég ekki verja Suarez ef það koma sannanir fyrir því að hann hafi verið með kynþáttaníð og þá á hann skilið langt bann, hins vegar mun ég verja hann þangað til einhverjar sannanir koma.
   
  Mitt mat : Leyfum Blatter að ráða í þetta skiptið, handshake og málið er dautt. http://www.soccerway.com/news/2011/November/16/blatter-weighs-in-on-racism-issue/

 19. Til upplýsinga, þá er væntanlega verið að kæra Suarez fyrir brot á reglum FA nr. E3, sem er mjög víðtæk og tekur m.a. (en ekki eingöngu) á móðgunum vegna kynþáttar. Á Íslandi er það refsivert að níða menn vegna kynþáttar, en það er líka refsivert að bera á menn sakir um refsivert athæfi, ég geri ráð fyrir svipaðar reglur gildi á Englandi sbr. t.d. Jón Ólafsson vs. Hannes Hólmsteinn.

  Það er möguleiki á því að Suarez hafi kallað hann e-ð sem telst vera móðgun skv. reglu FA nr. E3 en felur ekki jafnframt í sér lögbrot. Ég vona a.m.k. að ákæran sé “léttvæg” og ætla að trúa mínum manni. Svo verð ég að segja að mér þykja það undarleg vinnubrögð að lýsa opinberlega yfir kæru, en segja ekki jafnframt fyrir hvað – þeir eru kannski ekki búnir að ákveða það ennþá…?

 20. Ég mun styðja Suarez sama hvað, þó hann hafi kallað Evra [ritskoðað – er ekki allt í lagi með þig? -KAR], who gives a fuck?

 21. #24 Óþroskaði kjáni. Ég vona innilega að Suarez sé saklaus, en ef FA nær að sanna annað, þá ber þeim að refsa honum. Kynþáttaníð á hvergi heima, og síst af öllu í LFC

 22. “In Uruguay, terms like negro and negrita do not have racial overtones at all. Negro, for instance, is colloquially used to mean mate or pal.”

  – Engin heimild fyrir þessu, sá þetta bara á facebook.

 23. Hann er búinn að búa í Evrópu núna í hvað, 5-6 ár? Hann getur ekki notað þetta sem afsökun, finnst allavega ólíklegt að FA taki það til greina. En annars er það rétt að negrito sé ekki meint sem niðrandi í S-Ameríku en er engu að ýjað að því að einstaklingur sé svartur. Suarez gekk of langt þarna að mínu mati og þarf því miður að bíta í það súra epli. Algjörega óafsakanlegt af honum.

 24. Á þessu máli eru margar hliðar. Ekki misskilja mig; ég hef megnustu fyrirlitningu á kynþáttaníði. Allir menn eru jafnir óháð því hvaða kynþætti, kyni eða trú þeir tilheyra.

  En kynþáttaníð og kynþáttaníð þarf ekki að vera sami hluturinn. Ef Suarez hefur hreytt einhverjum ónotum í Evra í hita leiksins og notað óheppilegt orðalag, svo sem að kalla Evra negra, er það vissulega barnalegt og óþroskað en varla eitthvað stórkostlegt brot á mannréttindum leikmannsins eða kynþáttahatur per se.

  Hafi Suarez hins vegar ráðist á Evra með því að svívirða kynþátt hans og gert lítið úr uppruna hans sökum þess að leikmaðurinn er þeldökkur gegnir öðru máli.

  Það er leiðinlegt að þurfa að benda á þetta en ekki er hægt að líta fram hjá að línan á milli vanþroskaðra ummæla og kynþáttarhaturs er giska fín þótt regindjúp séu í rauninni þarna á milli. Hið sama gildir t.d. meðal harðra feminista þar sem stundum er dregið jafnaðarmerki á milli tiltölulega léttvægrar strákagreddu annars vegar og vændis og mansals hins vegar samanber uppákomuna á Players um helgina. Þótt ekki megi ræða það þá gildir um sum mál harður pólitískur rétttrúnaður hvort sem okkur líkar betur eða verr.

  Ekki misskilja mig; ef Suarez hefur svívirt kynþátt Evra er það óafsakanlegt út frá þeim manngildissjónarmiðum sem ég hef tileinkað mér. Ég er bara að benda á að Evra er enginn engill og heldur einhver virkilega að hann sé að tóna niður samskiptin við Suares? Er ekki einnig sá möguleiki hugsanlegur að Evra sé að magna upp alvarleika málsins?

  Ég tel miklu líklegra er að Suarez hafi bölvað Evra eins og hverjum öðrum erfiðum andstæðingi. Evra valdi síðan að kæra Suarez eftir leikinn enda liggur okkar maður óneitanlega vel við höggi en Evra í góðri aðstöðu.

  Ekki minni maður en Sepp Blatter hefur í rauninni bent á þetta.

 25. Ásmundur #19 – Rooney kom til okkar 18 ára (á nítjánda aldursári), hann skoraði 17 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili og vann PFA young player of the year. Þegar Rooney var á sínu nítjánda ári var hann búinn að sanna sig töluvert meira heldur en nokkurn tímann Carroll 22 ára hefur gert í dag. Það útskýrir að mörgu leyti þann klikkaði verðmiða sem var á Rooney á sínum tíma sem voru btw 25,6 milljónir punda (ekki 30 kúlur), skv. soccerlens: http://soccerlens.com/top-10-most-expensive-transfers-in-football/5244/

   Ég hef líka trú á því að Carroll verði öflugur leikmaður og ef hann verður stórstjarna hjá Liverpool að þá verður auðvitað öllum skítsama hvað var borgað fyrir hann. En það breytir því ekki að kaupin á Rooney vs kaupin á Carroll eru langt frá því sambærileg. Því þegar Rooney var seldur til United var hann einfaldlega kominn lengra heldur en Carroll er í dag. Ég vona að flestir geti nú viðurkennt það.

Einar og fantasy framherjarnir

Suarez ákærður fyrir kynþáttaníð