Einar og fantasy framherjarnir

Fantasy premier league rivionzeÍ fyrsta skipti á ævinni hef ég tekið fantasy fótbolta alvarlega í vetur. Það gekk ágætlega til að byrja með og ég leiddi deild ristjóranna hérna á kop.is og var ágætlega staddur í hinum tveimur vina-deildunum, sem ég var í.

Eftir fjórar vikur var ég í góðri stöðu og það var ekki síst að þakka góðri frammistöðu framherjanna minna. Þeir voru þrír: Gyan, Rooney og Suarez – en þeir tveir síðastnefndu voru að skila mér inn ágætis stigafjölda. Gyan var hins vegar ómögulegur og því ákvað ég að skipta á honum og heitasta framherja deildarinnar, Dzeko, sem hafði í leikjunum þremur áður en ég keypt hann skorað 6 mörk. Hann hlyti að brillera áfram í mínu liði.

En niðurstaða næstu vikna var öðruvísi. Hérna eru framherjarnir í liðinu mínu og öll mörkin sem þeir skoruðu:

Vika 5 – Rooney, Suarez, Dzeko – 0 mark
Vika 6 – Suarez, Dzeko (Rooney á bekk) – 0 mark
Vika 7 – Suarez, Dzeko, Rooney – 0 mark
Vika 8 – Suarez, Rooney, Dzeko – 0 mark.

Þarna sá ég að þessi Dzeko tilraun hafði misheppnast. Hann var alltaf á bekknum hjá City svo ég seldi hann og keypti Adebayor frá Spurs. Dzeko, nýseldur úr mínu liði byrjar hins vegar að brillera, skorar tvö mörk í einum leik, svo eitt mark og svo aftur eitt. En mitt lið…

Vika 9 – Adebayour, Suarez, Rooney – 0 mark.

Ok, Adebayour tímabilið var skammlíft, því ég ákvað að það væri gáfulegt að hafa framherja frá Manchester City, sem er heitasta lið deildarinnar. Og þeirra heitasti framherji var Mario Balotelli, sem hafði skorað 5 mörk í fjórum síðustu leikjum. Með hann í liðinu hlyti þetta að koma…

Vika 10 – Balotelli, Surez, Rooney – 0 mark.

Ok þetta var smá klúður. Ég þurfti að skipta um varnarmann í þessari viku þannig að ég hélt tryggð við þessa miklu markaskorara. Þrátt fyrir að ég hafði lofað í podcasti að ég myndi selja Suarez, þá var ég tilneyddur til að halda framherjateyminu óbreyttu. Þetta hlyti samt að koma…

Vika 11 – Balotelli, Suarez, Rooney – 0 mark.


Núna er komin vika 12 og það er greinilegt að það hvíla óútskýranleg álög á liði mínu. Við sem fylgjumst með fótbolta af innlifun vitum auðvitað að okkar aðgerðir heima í stofu hafa gríðarleg áhrif á frammistöðu leikmanna á Englandi. Þessvegna pössum við okkur á því að vera í réttu treyjunni fyrir leik, að vera ekki of sigurvissir og svo framvegis. Allt slíkt getur haft áhrif.

Það að framherjarnir í mínu liði fái 0 stig er svo sem ekki það versta sem gæti gerst í þessum heimi. Það er jú ágætt að menn einsog Rooney skori engin mörk. En það sem er alvarlegra er að okkar maður Suarez hefur þurft að líða fyrir veru sína í þessu fantasy liði mínu. Hann hefur skorað einsog óður maður í leikjum þar sem ég fæ ekki fantasy stig fyrir, svo sem í deildarbikarnum og í landsleikjum með Úrúgvæ. En í deildinni hefur hann ekkert skorað.

Þess vegna ætla ég að gera róttækar breytingar á liði mínu fyrir næstu umferð og beita þessum álögum til góðs fyrir Liverpool. Ég ætla að selja Luis Suarez útúr liðinu. Og í stað hans ætla ég að kaupa Robin van Persie. Ekki nóg með það heldur ætla ég að kaupa van der Vaart á miðjuna. Með þessum breytingum mun ég ekki aðeins sjá til þess að Suarez mun byrja að skora í deildinni um helgina, heldur mun ég líka stoppa sigurhrinu Tottenham og Arsenal.

Verði ykkur að góðu.

21 Comments

 1. Loksins!

  Áttarðu þig á því að þú hefur valdið því að King Kenny sætir harðri gagnrýni? Ég veit ekki hvort við getum litið þig sömu augum aftur. RVP og VDV er samt góð byrjun, það var kominn tími til að þú fórnaðir þér fyrir liðið.

 2. Ævintýralega seint í rassinn gripið m.v. hversu meðvitaður þú ert um stöðuna!

  Ætla samt að taka þig á orðinu og gera þetta líka til öryggis.  

 3. Ég ætla hins vegar að vona að þessi álög ykkar geri Suarez gott og held honum inni hjá mér…reyndar með Persie og Aguero….þið verðið að standa ykkur!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 4. Martin Atkinson dómari vs Chelsea, vonandi að hann taki aðra Rodwell ákvörðun.

 5. Ég ætla rétt að vona eftir þrennuna hjá Suarez um helgina að þú standist freistinguna að kaupa hann aftur í liðið þitt!!

 6. Ánægður með þig Einar, þú ert klárlega jafn hjátrúarfullur og ég… ég hef reyndar ekki verið með Suarez í liðinu mínu á þessu tímabili en ég keypti Jose Enrique fyrir Norwich leikinn og viti menn, okkar menn héldu ekki hreinu, ég seldi hann því strax.
   
  Var svo að sjá á twitter áðan að þjálfari Úrúgvæ á að hafa staðfest að Suarez spili ekkert gegn Ítalíu á morgun.  Vonandi er það vegna þess að hann vill ekki hætta á frekari meiðsli frekar en að Suarez geti ekki spilað vegna meiðsla.

 7. Var að skipta út Sturridge fyrir suarez fyrir Chelsea leikinn, 

  Nú er ég þessvegna með:

  Kun Aguero – v.Persie(c) – Suarez 

  Ramirez – David Silva – Luka Modric – Scott Parker

  Gary Cahill – Phil Jones – Jose Enrique

  Shay Given

  Hefði viljað losna við Cahill og Ramirez en það verður að býða betri tíma. 

 8. Mér finnst nú liggja í augum uppi að Torres, Ramires og Sturridge eru réttu mennirnir fyrir þitt lið, Einar.

 9. Van Der Vaart meiddist á læri með landsliðinu og er tæpur fyrir næsta leik. Það er ekkert komið um það inn á Fantasy ennþá en ég myndi bíða aðeins með að kaupa hann. 🙂

  PS. Ég skipti Rooney út fyrir RVP rétt áður en hann hrökk í gang. Besta sem ég hef gert… 

 10. Hver kannast ekki við þessa tilfinningu? Sjálfur seldi ég Dzeko á sama tíma og þú – en að vísu Dembdi ég mér í staðinn á Ba sem hefur verið heitur, svo ég var heppnari hvað það varðar.

  Ég ætla samt að vera leiðinlegi gæinn og benda á að Suarez skoraði bæði í 6. og 7. umferð gegn Wolves og Everton. Heimild: Fantasy-liðið mitt sem hefur innihaldið Suarez frá fyrsta degi.

  Lawyered.

 11. Þráðrán…

  Það er að flæða um Twitter og Facebook að Suarez sé ,,meiddur” þ.e tæpur fyrir leikinn gegn Ítölum og hann mun ekki spila þann leik.

  Jákvætt, mjög jákvætt ef satt skal segja. Þurfum alla okkar bestu menn heila fyrir komandi átök!

  En já…rosalega getur maður sáð í þessu fantasy dæmi! Sæll!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 12. Suarez er ekkert meiddur, það var búið að gefa það út að hann myndi ekki spila þennan leik gegn Ítölum.

 13. Reyna menn ekkert að halda liðunum scum-fríum ? Eða er allt gert fyrir stigin…

 14. Ekki málið Magginn, þetta var hinsvegar að koma á Twitter fyrir ekki svo löngu (svipað leiti ég setti þetta inn hér að ofan) þannig að ég vissi bara ekki meir hvort þetta hafi verið gefið út eða ekki 😉

  En ég held hinsvegar mínu liði scum-fríu…er hinsvegar með shitty og chelsea þarna…og Persie 😉

  YNWA – King Kenny we trust! 

 15. sælir, ég hef ekki enn prufað þennan fantasy leik, en langar að prufa þetta og gera mig klaran fyrir næsta season getur einhver hent link á þessa siðu fyrir mig ?
   

 16. Það er alveg nauðsynlegt að hafa einn svona í hverri deild 🙂 

Opinn þráður 13.nóv

Kop.is Podcast #9