Stjórnun Liverpool – vond eða góð?

Eins og við öll vitum sitjum við nú í algengri súpu sem er slæm úrslit rétt fyrir langt landsleikjahlé.

Það er auðvitað nóg til að drepa niður allan fótboltaáhuga, hvað þá þegar að þetta hendir ítrekað. Þá þarf maður að leita sér huggunar í að lesa eins mikið og maður getur til að reyna að viðhalda neistanum.

Ég ákvað að skoða stjórnendateymið hjá Liverpool FC og kannski aðeins reyna að rýna í hvort hægt sé að lesa einhver karaktereinkenni nú vera að koma fram í leik liðsins sem eru ættuð frá stjórnendunum.

Heildarmyndin

Nútíma stjórnunarhættir byggja margir á því að þar ríki ákveðið form dreifstjórnunar þar sem ábyrgðarhlutverk hvers einstaklings í teyminu er skilgreint bæði vítt og þröngt. Það þýðir held ég að reikna má með að eigendurnir,klúbbstjórinn (Ayre) yfirmaður fótboltamála (Comolli), stjórinn og þjálfararnir hafi allir ákveðið hlutverk í stjórnun félagsins og ákvarðanatöku en síðan sjái þeir líka um afmarkaðan þátt, t.d. klárar Comolli leikmannasamninga, en Dalglish velur liðið. Þetta byggi ég á viðtölum við þessa stjórnendur alla og lýsinguna á stjórnendastrúktur Boston Red Sox, sem er einmitt á þessum nótum.

Við megum jú aldrei gleyma því að Liverpool Football Club er fyrirtæki á heimsvísu sem reka þarf sem slíkt, en ekki fótboltalið 11 manna sem 1 þjálfar.

Eru núverandi stjórar í lagi?

Ian Ayre

Þegar þeir FSG-menn tóku við liðinu má segja að eiginlega hafi bara tvennt verið í góðu ásigkomulagi.

Ian Ayre hafði náð góðum árangri sem markaðsstjóri, beinlínis ótrúlega góðum miðað við allt sem á gekk, og endurskipulagning unglingastarfsins var komið á fulla ferð undir styrkri stjórn McParland og Dalglish, þó vissulega sem arfleifð Rafa.

Félagið var nærri gjaldþrota við yfirtöku þeirra og auðvitað var það því rökrétt að ráða Ayre sem “klúbbstjóra” (managing director), því að sjálfsögðu er það þannig með fyrirtæki sem standa orðið völtum fótum að orðstír þeirra innan viðskiptaheimsins þarf að laga, ekki bara með orðum heldur gerðum. Forveri hans í starfi var sá fyrsti í okkar sögu í raun, Christian Purslow.

Hlutverk þessa stjóra snýst ekki um leikmannamál eða þjálfararáðningar og miðað við það sem ég hef lesið var aðalástæða þess að Purslow var látinn fara einmitt sú að hann var farinn að teygja sig langt út fyrir verksvið sitt, m.a. með því að vera lykillinn að brottrekstri Rafa og svo auðvitað hinir óborganlegu nafnalistar með leikmönnum sem átti að losa og fá.

Frá ráðningu Ayre hefur viðskiptahlið LFC enn styrkst og hann hefur nú komið upp samskiptaleiðum við yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjórann sem hluta heildarmyndarinnar en stígur ekki inn í þeirra störf. Ég held því að við getum klárlega sagt að Ayre sé mikil framför í þessu stjórnandastarfi frá því sem áður var.

Damien Comolli

FSG bætti við nýju starfi, Director of Football, og réð inn franskan mann að nafninu Damien Comolli. Ráðning hans var sú fyrsta af þeirra völdum og segja má að henni hafi verið mætt með töluverðri tortryggni. Mikið var gert úr því að þar færi valdafíkill sem hefði verið látinn fara frá Tottenham og hefði ekki náð árangri hjá St. Etienne. Nú væri kominn inn maður sem yrði valdameiri en stjóri félagsins og myndi nýta sér þá stöðu.

Því meira sem maður áttar sig á starfi Comolli og hlutverki hans innan hópsins verð ég alltaf sannfærðari um að sköpun þessa starfs og ráðning hans var snilldarverk. Hann hefur “frjálst skotleyfi” um allan klúbbinn. Hann fundar reglulega með öllum þjálfurum félagsins, auk þess að vera yfirmaður njósnanetsins og í beintengingu við eigendurna. Það er í hans höndum að vera í samskiptum við umboðsmenn og ganga frá kaupum á þeim leikmönnum sem félagið óskar. Ekki bara stóru nafnanna heldur líka þeirra ungu.

Comolli finnst mér alveg frábær í sínu hlutverki. Hann vinnur verk sín í fjarlægð frá björtu ljósunum en virkar vel ofvirkur og alltaf nálægt þegar eitthvað er í gangi. Sjáið t.d. framlengingar á samningum Glen Johnson og Lucasar, fréttin bara allt í einu datt inn á opinberu síðunna með þá í stuttubuxunum á myndinni nýkomnir af æfingu.

En hann er líka yfirleitt á svæðinu þegar maður horfir á útsendingar leikja U-18 ára liðsins eða Varaliðsins í Kirkby, jafnvel við bekkinn hjá stjórunum. Svo á leikdegi á Anfield megum við yfirleitt reikna með honum í sínu sæti.

Öfugt við Parry og Purslow þá veit ég ekki til þess að nokkur leikmaður sem fór í viðræður við Liverpool FC eftir að hann kom til starfa hafi afþakkað boðið (Phil Jones og Ashley Young töluðu aldrei við aðra en United, þó félög þeirra hafi samþykkt tilboð frá okkur). Það er lykilatriði fyrir félag eins og okkar að það sé ekki pappakassi sem sér um þá hluti, lúxus sem hefði verið gaman að sjá Benitez hafa innan sinna raða.

Kenny Dalglish

Fyrir það fyrsta þá vill ég að það sé á hreinu að Dalglish er uppáhalds Liverpoolmaður minn í sögunni, þar á eftir koma Rush og Fowler. Hvernig sem þessi stjóratíð hans endar sé ég það ekki breytast. Maðurinn er með stærsta LFC-hjarta í heimi og hefur fært stærri fórnir fyrir þennan klúbb en nokkur annar.

En er hann rétti maðurinn til að stjórna okkur? Þá komum við sennilega að fyrsta punktinum, hvað þarf stjórinn okkar að hafa? Í mínum kolli eru lykilatriðin, í þessari röð:

Taktísk hugsun, mótiveringarhæfileikar, vinna undir álagi og mannauðsstjórnun (man-management).

Auðvitað er kjánalegt hjá manni að vera að velta fyrir sér hvernig kallinn vinnur eftir svo stuttan tíma. En þó, ekki fékk Woy karlinn okkar alla þessa mánuði!

Ef ég fer yfir þessa fjóra þætti finnst mér eftir lestur viðtala og greina um kónginn að síðustu þrjá kostina sé óumdeilt að hann sé öflugur í þeim þáttum. Allir leikmenn sem hafa unnið með honum og/eða fyrir hann dásama þennan karakter. Hann vinnur sem einn af hópnum (eins og t.d. Mourinho) og ver leikmenn sína út fyrir allt á meðan þeir eru hjá klúbbnum, tjáir sig ekki um þá þegar þeir eru farnir. Mannauðsstjóri ætti hann því að vera góður. Vinna undir álagi kemur yfirleitt best fram þegar verulega fer að halla undan fæti og í raun held ég að sú staða sé ekki enn uppi. Hann fékk frítt spil fram á vor og það er í raun bara eftir síðasta leik sem beittu hnífunum hefur verið hent. Hann hefur á sér það orð í gegnum tíðina að standa traustur í álagi og slíkt breytist ekki hjá karakterum. Sumir telja samskipti við fjölmiðla sýna hvernig maður bregst við mótlæti, þar er hann auðvitað heimsmeistari og að mínu mati öllum fremri, hreinskilinn, ákveðinn og skemmtilegur.

Mótiveringarhæfileikana sáum við klárlega í fyrra, t.d. með ungu mennina á Emirates, einbeitingu leikmanna á Brúnni eftir Torres-farsann og öflugan sigur á United, með laskað lið.

En taktísk hugsun? Þar leyfi ég mér að hafa eilitlar áhyggjur. Mikið hefur verið lagt upp úr 4-4-2 kerfinu hans og það talið “úrelt” og “ekki henta hópnum okkar”. Það held ég að ráðist töluvert af því að ákveðin lið hafa spilað 4-2-3-1 kerfið og náð góðum árangri. Það finnst mér einföldun á taktík, því hún er meira en kerfið á blaði.

Ef við skoðum þó ekki væri nema þá leikmenn sem við höfum keypt þá sjáum við að þeir eru vanir kerfinu (t.d. Suarez bæði hjá Úrúguay og Ajax). Enda er eini munurinn hvort senterinn fer djúpt og þá hversu hátt vængmennirnir fara. Ég hef meiri áhyggjur af því að við stillum oft upp of “léttri” miðju gegn liðum sem spila með þrjá, stundum líkamlega sterka, miðjumenn – nokkuð sem þýðir það yfirleitt að við förum mikið upp kantana (sem er gott) en fáum á okkur líka sóknir. Leikirnir okkar eru mjög opnir, í þeim koma langflest skot á mark í deildinni, það er t.d. með hreinum ólíkindum að í leik helgarinnar voru 38 marktilraunir (26-12) en leikurinn endaði 0-0.

Auðvitað má vel vera að þetta breytist með Gerrard heilum, eða því að við kaupum vængmann eða sóknarmiðjumann í janúar, því liðið á enn eftir að bæta við sig gæðum. Þetta pirraði mig að sjá gerast aftur gegn Swansea, eftir að hafa klikkað gegn Norwich.

Þó ekki eins mikið og það sem mér leiðist mest við Dalglish. Eins og í fyrri stjórastörfum sínum er hann mjög íhaldssamur í liðsvali og innáskiptingum. Þeir sem mest pirruðu sig á “squad-rotation” umræðunni um Rafa og voru sammála Rauðnef hljóta að gleðjast núna þegar Dalglish stjórnar. Hann stillir 80% upp sama liði ef allir eru heilir og heldur sig við það lungann úr 90 mínútunum, sérstaklega þegar staða í leikjum er jöfn. Það finnst mér alveg ferlegt og sýna ákveðna veikleika í taktískri hugsun, ekkert skylt kjarki!

Þess vegna á Dalglish enn eftir að sannfæra mig taktískt, en á meðan að hinir þættirnir eru framúrskarandi góðir vona ég og tel að hann sé rétti maðurinn til að taka liðið áfram. Hodgson sýndi fljótlega að hann væri slakur í öllum fjórum þáttunum, utan kannski man-management fyrst um sinn. Þess vegna tel ég þessa stjórnunarstöðu í góðum höndum og í framför frá því sem var fyrir ári (og hugsanlega árum því Rafa var búinn að tapa mannauðsstjórnaþættinum).

Þegar rætt var um aðra kosti en Dalglish var talað um Villas-Boas og Klopp. Ég er enn jafn sannfærður um að Villas-Boas er langt frá því tilbúinn taktískt og hefur aldrei upplifað mótlæti (enda á hann mjög erfitt núna) og ég er alls ekki viss um að karakterinn hans Klopp félli inn í ensku deildina, reyndar lítur liðið hans líka ekki vel út í Evrópu hingað til. Ég er líka alveg handviss um það að Rafa á ekki afturkvæmt, nema þá að þeir leikmenn sem töldu hans tíma liðinn þá hyrfu á braut. Þar erum við ekki bara að tala um Gerrard og Carragher, heldur líka Reina og líklega Agger og Johnson. Aðrir kostir eru því ekki feitir að mínu mati, en endilega bætið inn nöfnum ef þið finnið…

Þjálfarateymið

Í fyrra voru það Sammy Lee og Alan Kelly. Í dag Steve Clarke og Kevin Keen. Miðað við leik liðsins sjáum við augljós merki um bættan varnarleik, talað var um það í sumar að Clarke hafi strax í janúar viljað fá Enrique til liðsins og að hann hafi tekið eftir Phil Jones. Varnarfærslur liðsins snúast nú meira um maður á mann dekkun og mikið er lagt upp úr líkamsstyrk varnarmannanna (endurlit til Chelsea anyone?) Kevin Keen var bætt inn í jöfnuna sem þjálfara sem auka átti flæði sóknarleiksins – tölfræðin um fjölda marktilrauna Liverpool í haust gefur til kynna að margt sé gott í sóknarleiknum, utan þess að nýta færin. Ég held við séum vel stödd með þjálfarateymið og þjálffræðilegu vinnubrögðin hjá þrekdeildinni er nú tekin sem dæmi víðs vegar um heim sem eitthvað til að læra af.

Leikmannahópurinn

Hansen, Spearing, Poulsen, N’Gog, Shelvey, Jovanovic, Ecclestone. Hverjir eru þetta? Varamannabekkur Liverpool FC 10.nóvember 2010 í leik gegn Wigan. Já. Konchesky var inná.

Ég held að við séum öll sammála um það að leikmannahópurinn sé töluvert betri og það þýðir vissulega að við eigum að standa ofar í töflunni. Það er klárt. Mikið hefur verið rætt um leikmennina sem komu inn í sumar og fólk ekki á allt sátt með þá sem fengnir hafa verið. Í þeirri umræðu gleymist stundum að við stálum Henderson við nef Rauðnefs eins og þeir hirtu Jones við okkar nasir og Downing karlinn var örvfættur með 8 stoðsendingar af kantinum gegn 9 Young, sem lengst af spilaði senter. Í því kerfi sem Dalglish hefur spilað byggir hann á vídd og þess vegna held ég að Downing hafi verið aðalkostur stjóranna, sem þó buðu í Young. Coatez, Enrique og Suarez eru óumdeild kaup held ég, við ergjum okkur á Adam, en hann var ekki dýr og klárlega enginn leikmaður sem við áttum sem hefur hans eiginleika en Carroll má ræða í drep – sérstaklega ef mann langar að eltast við peningana í dæminu.

Þolinmæði – eða?

Undanfarnar vikur hafa nokkrir komið með komment um þolinmæði. Sum segja okkur verða að vera þolinmóð og önnur að það sé ekki til tími í fótboltanum. Ég stend þarna mitt á milli. Ég segi í þúsundasta skipti að um þetta leyti fyrir ári síðan horfði ég á það að liðið mitt væri hið nýja Leeds og á leið í forarsvaðið. Þess vegna reyni ég eins og ég get að sannfæra mig um að vera þolinmóðan því margt sé á réttri leið. Sem að það er!!!

En mig langaði í allt sumar að sjá Aguero í okkar búningi, daðraði við hugsunina um Ribery á kantinum og stórum sjokkkaupum á David Silva. En á meðan að við komumst ekki í launaslaginn við “sykurpabbaliðin” eða stöndum utan CL þá einfaldlega líta stórstjörnurnar ekki á okkur sem kost. Þó við séum stórkostlegasti klúbbur í heimi – peningarnir tala, auk mistískra áhrifa Meistaradeildarkeppninnar!

Svo að lendingin hér held ég að sé að þrátt fyrir að við verðum að vera þolinmóð er klúbburinn okkar þess eðlis að hún má ekki verða endalaus, við þurfum árangur sem fyrst!

Samantekt

Þeir sem enn eru að lesa átta sig örugglega á því að það er Reykás-blóð í mér!

Ég held samt eftir yfirlegu síðustu daga líði mér vel með klúbbinn minn. Fyrirtækið er í góðum höndum, það er vel rekið markaðslega og lykilstjórnendurnir eru allir að vinna á línu heildarmyndarinnar – sem skiptir öllu máli í fyrirtækjarekstri og er uppskriftin af velgengni.

Það eru þó öflugar hindranir á veginum, fyrst og fremst vegna skertrar samkeppnisstöðu miðað við ofurrík lið og líka sá skuggi sem síðustu tvö ár hefur lagst á allt starf klúbbsins og sett í gang neikvæðar öldur sem aldrei fyrr.

Niðurstaðan hjá mér, í dag þann 10.nóvember 2011 er sú sama og í haust. Ég vill sjá liðið mitt í úrslitaleik á Wembley og ná í Meistaradeildarsæti. Ef það tekst ekki tel ég eigendurna þurfa að setjast niður og skoða hvað virki best.

Hvort það væri skipti á stjórnendum eða stefnubreyting sem leiddi til þess að við færum að slást við risana í launamálunum veit ég ekki, vonandi þurfum við ekki að velta því fyrir okkur!

You’ll never walk alone…

54 Comments

  1. Mjög góð grein. Skemmtileg lesning. Hef aðeins eina athugasemd: KD er klárlega ekki að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem við eigum. Ég held að menn verði að sætta sig við það að hann er ekki framtíðarstjóri Liverpool. Af því leiðir að við eigum að fá nýjan mann inn strax.

  2. Ég verð bara að komment á þetta – þetta var glæsileg grein hjá þér, og hafðu þakkir fyrir að hafa nennt að skrifa hana.

    Það er í raun og veru ekki mikið hægt að bæta við þessa grein. Flest okkar höfum ekki minnstu hugmynd um störfin á bak við klúbbinn. Við þekkjum Kenny sem þjálfara, Comolli sem Director of football, já og svo kannski Clarke. En þá er það líka eiginlega upptalið.

    Kenny sem þjálfari – OK. Ég er á sömu línu og Maggi, á meðan hann er við stjórnvölin þá hefur hann stuðning mikils meirihluta stuðningsmanna. Það er bara þannig. Hann er Liverpool holdi klætt. Mér er sama hvað aðrir segja, það er og hefur alltaf verið einn maður sem er stærri en klúbburinn. Sá maður hefur alveg efni á því, og á það líka bara skilið. Hann heitir Kenny Daglish.

    Hann vinnur bara ekki á sama leveli og aðrir stjórar. Þessi maður mun aldrei missa stuðning okkar. Hann mun aldrei missa tökin á búningsklefanum líkt og Rafa (og fleiri stjórar gera). Lögmálið er svona:

    #1 – Kenny is the King and his will is the way.
    #2 – If you disagree, see #1.

    Samt, ég velti því stundum fyrir mér hvort það hafi verið mistök að ráða hann út frá þeirri ástæðu að eigendurnir munu aldrei geta rekið hann án þess að fá alla upp á móti sér. Við sáum Knoll og Tott fá háðulega útreið frá stuðningsmönnum félagsins, en menn sem myndu reka Kenny … þeim yrði slátrað (engin hótun, bara smá svona kryddað til að magna upp tilfinninguna).

    Comolli – Ég er ekki viss um hann. Jájá, hann fór á eyðslufyllerí og keypti fullt af leikmönnum, en það er lítil reynsla komin á það. Hingað til myndi ég segja að einn leikmaður hafi verið frábær kaup – þið vitið um hvern ég er að ræða. Aðrir hafa meira og minna ekki staðið undir væntingum. Þannig ef við ætlum að fella dóm um “snilld” Comolli í dag, þá gæfi ég honum falleinkunn. En sem betur fer þá ætlum við ekkert að fella neina dóma um hann í dag!!!

    Eitt sem mér fannst þó frekar skrítið í greininni var þetta: 

    tölfræðin um fjölda marktilrauna Liverpool í haust gefur til kynna að margt sé gott í sóknarleiknum, utan þess að nýta færin. 

    Hvað er sóknarleikur ef engin eru mörkin? Allir geta hlaupið fram með bolta, gefið sendingar inn í boxið og hvað eina sem við teljum sem sóknarleik, en hann er til lítils ef það eru engin mörk skoruð. Þannig ég myndi miklu frekar orða þetta þannig að sóknarleikur Liverpool er langt frá því að vera góður, vegna þess að við getum varla ekki keypt okkur mörk, hvað þá skorað þau.

    Að öðru leyti get ég eiginlega kvittað upp á allt í þessum pistli, og endurtek að Maggi á heiður skilinn fyrir metnað þann sem hann hefur augljóslega lagt þessa vinnu.

    Homer 

  3. > Ef við skoðum þó ekki væri nema þá leikmenn sem við höfum keypt þá sjáum við að þeir eru vanir kerfinu (t.d. Suarez bæði hjá Úrúguay og Ajax). 

    Ertu viss um þetta?  Ég er nokkuð viss um að Ajax spilar 4 3 3  (sem er miklu nær 4 5 1 heldur en 4 4 2).  Ég stóð í þeirri trú að Suarez hefði spilað vintsra megin frammi í 4 3 3 hjá Ajax. 

    Í Copa America stillti Úrúguay yfirleitt upp 4 4 1 1 sem mætti segja að segja bæði 4 5 1 og 4 4 2, en það skiptir samt töluverðu máli hvað aftari framherjinn gerir.  Hjá Liverpool hefur Carrold yfirleitt verið aftar en Suarez þegar þeir spila báðir, en ekki nógu aftarlega til að geta talist þriðji miðjumaður – vandamáið hefur einmitt verið að það hefur myndast stórt bil milli miðju og sóknarpars.
    Annar munur á leikskipulagi Liverpool og Úrúguay er að á Copa America pressaði Úrúguay yfirleitt lið andstæðinga en Liverpool pressar lítið í dag þrátt fyrir að hafa pressað ágætlega eftir að Dalglish tók við líðinu á síðasta tímabili.

    Mæli annars með http://www.zonalmarking.net/ ef fólk vill skoða hvernig lið hafa stillt upp í leikjum.

  4. “Mótiveringarhæfileikana sáum við klárlega í fyrra, t.d. með ungu mennina á Emirates, einbeitingu leikmanna á Brúnni eftir Torres-farsann og öflugan sigur á United, með laskað lið.”

    Rak augun í það að þegar þú talar um að hann ætti að vera góður í að mótívera lekmenn þá nefniru bara 3 stórleiki.Ég myndi akkurat halda að það sjáist best hversu góður stjóri er í að mótívera leikmenn, í leikjum gegn litlum liðum, að drullast til að klára þá leiki og berjast eins og ljón allan tímann… Það er kanski bara ég en ég held að enginn leikmaður þurfi mótíveringu fyrir stórleik á Brúnni eða á Old trafford.

  5. Flott grein hjá þér Maggi, ekki oft sem ég er sammála ykkur í vel flestu sem þið skrifið en ég held að maður geti kvittað undir flest allt sem þú ferð yfir þarna. Eins er líka gott að reyna að fá menn niður á jörðina með það hvaða leikmenn við eigum möguleika á í dag, erum einfaldlega ekki samkeppnishæfir um stærstu bitana í fótboltaheiminum eins og er, vonandi að menn fari að fatta þetta og geri raunhæfari kröfur um hverjir eiga að koma til okkar.

    Hef lent í allnokkrum rifrildum við menn á slúðursíðu Liverpool á facebook þar sem ég skrifa, um td. Eden Hazard, leikmaður sem er 90% að fara til Real Madrid en sumir hafa bara ekki viljað kaupa það og talið sér trú um að hann sé á leið til Liverpool.. Vonandi að menn fari að setja markið á raunhæfari leikmenn en þetta, og ef einhver af hans kaliberi myndi ákveða að ganga til liðs við okkur, að taka því þá frekar sem óvæntum glaðning, frekar en að svekkja sig þegar að þessir tappar velja Barca, Real, Shittí, Chel$kí eða manure… 

  6. Þakka fyrir þessa grein.

    Margt misjafnt má um Bandaríkjamenn segja en engir kunna betur að byggja upp langlíf fyrirtæki. Það má líka segja að engir eru skæðari við að byggja upp loftkastala. Við höfum kynnst báðum hliðum hjá LFC. Ég nenni ekki að ræða um fávitana og spákaupmennina frá Texas, þeir eru sagnfræði fyrir mig, en langar samt að leggja orð í belg.

    Það sem sést hefur hingað til, bæði í verki og í orði, er að verið er, hægt og bítandi, að byggja, upp lið sem er nógu gott til að vinna titla.

    “Hægt og bítandi” er hér aðalatriðið því FSG sækir hugmyndafræði sína í stefnumarkandi áætlunargerð eftir uppskriftum manna eins og Michael Porter og Henry Mintzberg. Galdurinn á bak við stefnumarkandi áætlunargerð er þolinmæði, skýr markmið og mótaðar leiðir til að ná markmiðunum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að þetta er verkið sem verið er að vinna hjá LFC í dag. Ef leita ætti að rekstarlegri fyrirmynd að því módeli sem FSG styðst við kemur Bayern Munchen fyrst upp í hugann. Bayern er traust og voldugt eins og píramídi í Gaza eyðimörkinni sem stendur enn á sínum stað 5000 árum eftir að hann var byggður. Ekkert rugl þar á ferðinni heldur alltaf gæði, alltaf árangur.

    Það er til önnur leið vitanlega sem sumir sem tjá sig í hita leiksins vilja líklega heldur fara. Það er “sykur-pabbaleiðin”. Einhverjum grilljónera hrútleiðist og fær sér glorified áhugamál. Á meðan áhuginn er til staðar er keypt eins og enginn sé morgundagurinn. Meðallið verða nánast á einni nóttu gjaldgeng í helstu keppnir og fara jafnvel að vinna titla.

    Gallinn er bara sá að þetta er eins og píramídi á hvolfi. Lið sett saman af dýrustu og best launuðu leikmönnum heims þarf að halda uppi yfirbyggingu sem einkennist af glórulausum rekstri, eins og hjá Chelsea og City, eða hefur verið tæmd af peningum eins og hjá Manchester United. Vill einhver virkilega skipta á eigendum spyr ég nú bara?

    Allt sem FSG hefur gert fram til þessa rennir stoðum undir að þeir séu komnir til að vera. Þeir eru búnir að reikna út þá gífurlegu möguleika sem fótboltinn hefur s.s. í Asíu og Afríku. Ætlun þeirra er að ná markmiðum sínum á sama hátt og bestu fyrirtæki heimsins ná þeim. Á verðleikum og raunverulegum árangri en ekki gengdarlausum peningaaustri á meðan einhver olíuprinsinn hefur enn áhugann eða spákaupmenn eins og Glaziers, sem myndu ekki rata inn á Old Trafford þótt haldið væri í hendina á þeim, geta tottað meira út úr rekstrinum. Halda menn virkilega að City verði fugl eða fiskur eftir 10 ár?

    Sumir telja að Kenny sé búinn að missa það. Sjálfur er ég handviss um að tilviljun réði ekki því að Kenny fékk starfið. Vera má að hann þurfi að aðlagast leiknum aðeins betur og þá gerir hann það bara. Simple as that! Kenny var ráðinn vegna þess að hann er rétti maðurinn til að vekja aftur þau gildi sem voru við að fara forgörðum en við púlarar erum kannski stoltastir af. Það mun honum takast og þá fylgir annar árangur í kjölfarið. Í ljósi þess sem framundan er hlýtur Kenny að teljast hárréttur maður á hárréttum stað á hárrréttum tíma.

    Stundum þegar ég les sum kommentin um klúbbinn, einstaka leikmenn og Dalglish verður maður hreinlega stum. Jafnvel kornungir menn eins og Carroll og Henderson, sem eiga nánast allan ferillinn framundan, eru lýst sem misheppnuðum fótboltamönnum. Frábærum þjónum eins og Carrager og Gerrard er lýst sem útbrunnum og Kenny er maður gærdagsins. Gott ef einn spekingurinn taldi ekki að Suarez væri á leiðinni eitthvað annað af því LFC myndi ekki ná CL sæti! Vá, hvað menn geta verið steiktir.

    Er þetta virkilega virðingin sem borin er fyrir því frábæra starfi sem verið er að vinna innan raða LFC? Greinarhöfundur lýsti þessu ágætlega; fyrir ári var LFC í raun gjaldþrota og menn ræddu í alvöru um að liðið yrði dæmt niður um deild. Leeds United revisited! Sjá menn ekki þá ótrúlegu breytingu til batnaðar sem blasir við á öllum vígstöðvum. ÖLLUM!

    Í dag er LFC vel rekið félag, vel mannað ungum leikmönnum og framtíðin gríðarlega björt. Þekkja menn eitthvað félagt á Englandi sem á jafn mikið inni! Mér þætti gaman að vita hvaða félag það er. Auðvitað hefur ekki allt gengið eftir en þeir sem vaða hér upp á dekk og hafa ekki annað fram að færa en að rífa niður þá frábæru vinnu sem unnin hefur verið á rúmu ári ættu að mínum mati að skammast sín og halda kjafti.

  7. Síðasta komment segir allt sem segja þarf. YNWA 4EVER!!!

  8. Frábær grein Maggi, ég held og sýnist að við séum með ansi hreint gott stjórnendateymi í þessum topp stöðum, og hefur sú ekki verið raunin afar lengi.  Ég er líka afar ánægður með innleggið hérna hjá Guderian hér að ofan.  Munurinn á öllu setup-i í kringum allt félagið er bara svo fáránlega mikill miðað við hvernig þetta var fyrir rúmu ári síðan, að það er bara ekki heilbrigt.

    Homer, nokkrir punktar sem mér finnast ekki alveg eins góðir og hin innleggin.  Mér finnst þú vera að snúa all hressilega út úr þessu hjá Magga þegar þú kemur inn á sóknarleikslínuna.  Auðvitað þarf að klára færi til þess að skora mörk, en í mínum huga er sóknarleikur svolítið meira en bara þessi síðasta snerting sem setur boltann yfir línuna.  Mér sýnist Maggi eiga við flæðið í leik liðsins og fjöldi skapaðra færa segir nú ansi margt um sóknarleik.  Er sem sagt í þínum huga sambærilegur sóknarleikur þar sem lið gerir 0-0 jafntefli, kemst aldrei yfir miðju, ekki eitt skot í átt að marki og engar hornspyrnur eða föst leikatriði á vallarhelmingi andstæðinganna, og svo hins vegar lið sem gerir 0-0 jafntefli, á 15 stangarskot, 20 sláarskot, 50 aðrar marktilraunir og 10 mörk dæmd af vegna rangstöðu?  Auðvitað er ég að setja inn fáránlega extreme dæmi sem við sjáum ekki í raunveruleikanum, en samkvæmt þessu sem þú segir, þá eru bæði þessi lið með jafn góðan sóknarleik?  Auðvitað er hin sára staðreynd sú að bæði þessi lið koma út með jafnmörg stig úr leiknum, en mér sýnist Maggi ekki hafa verið að meina beint stigasöfnun, heldur flæði og sóknarleik almennt.  Menn bara hreinlega verða að fara að nýta færin sín, það er bara morgunljóst.

    Er heldur ekki sammála þér með Comolli.  Auðvitað eigum við eftir að meta hann heildstætt þegar meiri reynsla er komin á marga af þeim sem hann hefur fengið til liðsins.  Mér persónulega fannst hann gera algjört kraftaverk í sumar þegar horft er til þess hversu mikið af slökum leikmönnum hann náði að losa okkur við.  Ég flokka Suárez sem algjörlega klassakaup, og mér finnst Enrique einnig eiga skilið að flokkast sem frábær kaup.  En það er bara ekki hægt að dæma þetta heildstætt strax, mér finnst hann allavega hafa náð að umbylta leikmannahópnum til hins betra á pappírunum á innan við ári.  Það finnst mér afar jákvætt og eins og þú sagðir, þá er ekki hægt að meta þetta núna og finnst í rauninni ekki hægt að segja að hann ætti að fá falleinkunn ef metið yrði í dag.

    En ég er svo sammála þér með King Kenny 🙂 

  9. Annars frábær grein og virkilega skemtileg lesning! Takk fyrir mig!

  10. Komment nr 8 er mögulega eitthvað það besta sem ég lesið inn á kop.is
    Benda má þeim sem vilja kynna sér þær aðferðir sem FSG byggir módel sitt á, á myndina Moneyball með Brad Pitt sem nú er sýnt í kvikmyndahúsum landsmanna. Hún fjallar um Billy Beane sem var GM hjá Oakland A´s í amerísku hafnaboltadeildinni, myndin á að vera þrusugóð og fær góða dóma alls staðar þar sem hún er rýnt (8.1 á imdb).

  11. Flott grein hjá þér Maggi. Mér finnst Comolli hafa unnið besta starfið sem af er. Hann náði að gera eitthvað sem manni þótti ómögulegt á svona stuttum tíma, það var að losa sig við alla þessa “sorp”leikmenn. Eina sem ég hef útá að setja á Kónginn er uppstillingin og skiptingarnar, það er ekki hægt að segja að hann spili ekki sóknarbolta. Vonandi rífa menn sig upp eftir þetta landsleikjahlé og hugsi sinn gang, það er ekki nóg að skapa færi, maður verður að nýta þau! 

    Allavega, takk fyrir góðan pistil! 

  12. Flott grein hjá þér Maggi. Mér finnst Comolli hafa unnið besta starfið sem af er. Hann náði að gera eitthvað sem manni þótti ómögulegt á svona stuttum tíma, það var að losa sig við alla þessa “sorp”leikmenn. Eina sem ég hef útá að setja á Kónginn er uppstillingin og skiptingarnar, það er ekki hægt að segja að hann spili ekki sóknarbolta. Vonandi rífa menn sig upp eftir þetta landsleikjahlé og hugsi sinn gang, það er ekki nóg að skapa færi, maður verður að nýta þau! 
    Allavega, takk fyrir góðan pistil! 

  13. #10 SSteinn

    Ekki skilja það sem svo að ég hafi verið að mótmæla Magga eitthvað kröftuglega með sóknarleikinn … eða jú, ég var að því! 🙂 Ég skildi hann samt líkt og þú, að flæði leiksins og allt það sé ágætt. Ég get alveg kvittað undir það, að það hefur á tíðum verið jákvætt.

    Það sem ég vil hinsvegar meina er að jafnvel þó sóknarleikurinn getur flætt alveg fram og aftur, og við gætum jafnvel horft á Liverpool taka Barcelona í kennslustund í því, hvernig á að byggja sóknarleik! EN – og það er þetta stóra en – það skiptir engu ef það er ekki hægt að búa til mörk.

    Þetta er svona dálítið eins og (afsakið, ef þetta særir blygðunarkennd einhvers) kynlíf án … þið vitið. Eða, á öllu fínlegri nótum, brandari á punchline-sins.

    Með öðrum orðum, besti sóknarleikur heims getur varla talist góður ef það eru engin mörk skoruð.

    Extreme-dæmið þitt er gott. Þú spyrð hvort ég myndi segja að sóknarleikur beggja liða væri jafngóður. Því er auðsvarað – ég myndi í báðum tilfellum segja að sóknarleikur beggja liða væri afar slappur. Jafnslappur. Á liðunum er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur. Annars vegar ertu með lið sem getur ómögulega komist fram yfir miðju, og hinsvegar ertu með lið sem á milljón skot á markrammann, en allt í tréverkið, markmanninn eða sjálfa sig. Bæði liðin eru afar slöpp sóknarlið.

    Fyrra liðið þyrfti sennilega að henda út svona eins og öllu liðinu eins og það leggur sig, og fá betri leikmenn í staðinn sem kunna að spila knattspyrnu. Seinna liðið þarf minna, ekki nema kannski einn eða tvo leikmenn sem kunna að snúa færum yfir í mörk.

    Í þessu dæmi væri Liverpool klárlega seinna liðið. Ég get kvittað undir að það sé jákvætt að liðið býr til færi, er meira með boltann og á flest skot á markið. En þegar lið getur átt 24 skot á markið (eins og mig minnir að hafi verið raunin gegn Swansea) og ekki skorað eitt einasta mark, slíkur sóknarleikur er aldrei góður í mínum augum.

    Eitt enn varðandi Comolli. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að taka það af honum, að hann gat á einhvern ótrúlegan hátt fundið leið til að losa okkur við marga ansi takmarkaða leikmenn, og fyrir það fær hann stóran plús hjá mér 🙂

    Homer 

  14. Kl. er 21.09 og U21 Englendinga er að spila við Ísland og staðan er 2-0. Jordan Henderson lagði upp fyrra mark og Kelly skoraði hitt markið.

    Ekki hlakka ég yfir óförum landa minna en áðurnefndir Henderson og Kelly eru klárlega vormenn Englands þótt einhverjum þyki þeir kannski ekki merkilegir fótboltamenn.

  15. flott grein þakka bara fyrir , gaman að lesa þetta 🙂 sammála þér í einu og öllu finnst einmitt veikleiki Kenny Daglish felast í því hversu trúr hann er sínum fyrstu 11 mönnum, og ragur með skiptingar, en við skulum nú vona það lagist, og einnig með þetta 442 kerfi sem mér finnst ekki vera að gera sig hjá okkar liði. væri mun frekar til í að fara í sömu taktík og Rafa notaði 4 2 3 1. og í januarglugganum finnst mér algert must að kaupa striker og kantara. en takk fyrir Frábæran pistil.

  16. Flott grein og sendi eg margar takkir til Magga fyrir hana.
    Svo verd eg ad skjota adeins a samlikingu Homers. Lang lang faestar soknir i knattspyrnu enda med marki, medan flestar kynlifslotur enda med… Ja marki (i tad minnsta hja karlmonnum).
    Er svo alveg sammala Ssteini vardandi skilgreiningu a soknarleik. Ef vid myndum skilgreina soknarleik ut fra skorudum morkum ta vaeri ekkert knattspyrnulid i heiminum talid soknarthenkjandi, enda sjaldan ad lid skori 4 mork eda meira i leik og samkvaemt tvi sem Homer segir ta atti lidid bara 4 soknir i leiknum.
    P.s. Langadi ad gera nokkra thumbs up aa komment #8

  17. #8 Bravo þetta er eins og talað úr mínum munni bíðum og sjáum.YNWA

  18. Sælir félagar
     
    Þegar ég var búinn að lesa þessa frábæru grein Magga og komment Guderian nr.8 hætti ég lestrinum.  Það sem á undan var og á eftir kom mundi aldrei segja neitt meira af því sem þarf að segja. Takk Maggi og Guderian.


    Það er nú þannig.


    YNWA

  19. Mér finnst líka mikilvægt í umræðu um þolinmæði að líta á það að 6 leikmenn, Enrique, Adam, Henderson, Downing, Suarez og Carroll, sem alla jafna eru í byrjunarliði hafa ekki verið hjá klúbbnum í ár. Fæstir lengur en 4-5 mánuði. Það er ekki sjálfgefið að 1 leikmaður nái strax saman við lið, og það er ennþá sjaldgæfara að 6 leikmenn komi inn í lið og það nái strax góðu samstarfi. Hvað þá með nýjan stjóra, nýja eigendur og nýtt þjálfarateymi?

    Hvernig sem litið er á það, þá er Liverpool á uppleið. Kannski ekki jafn hraðri og við vonuðum, önnur lið eru líka kannski að taka of hröðum framförum fyrir okkar smekk (City, Tottenham og Newcastle til dæmis) en eina sem við getum gert er að vona að framfarirnar hjá Liverpool haldi áfram. Meistaradeildarsæti í vor væri stórt stökk og ekki óeðlilegar væntingar, sem gefur okkur meiri peninga og kost á að næla í leikmenn sem vilja spila í CL. Klúbburinn var í molum fyrir ári og maður sá fram á að missa bestu mennina og vera í miðjumoði um ókomna tíð. En nú er klúbburinn í góðum höndum og ég sé fram á bjarta framtíð.

  20. Held að þeir sem gefa Comolli falleinkun ættu að hugsa málið út frá fleirri þáttum en bar þeim leikmönnum sem við höfum keypt.  Það besta sem hann hefur gert og er það í raun stórkostlegur árangur er að losa okkur við allan dead wood í liðinu!!. Hann náði að selja eða losa sig við leikmenn sem spara Liverpool að mig minnir 33 milljónir punda. Ef það er ekki góður árangur að losa okkur við menn eins og Poulsen, Konchesky og Jovanovic þá veit ég ekki hvað er góður árangur.

    Held að hann muni sanna sig en betur þegar okkar menn fara virkilega að spila sig saman, Held að við eigum eftir að eiga mjög góð jól og svo frábært nýtt ár 🙂  

  21. Góð grein.
    Verð að koma því að, að sóknarleikur telst ekki einungis í mörkum skoruðum. Extreme dæmið hans SSteins var kannski ekki svo extreme – 2 bestu sóknarlið í heimi spila núna á Spáni og hafa þau gert nokkur jafntefli líkt og önnur lið síðustu árin (kannski ekki eins mörg en samt). Engum dettur í hug að segja að sóknarleikur þeirra hafi ekki verið til staðar í þeim jafnteflum.
    Ekki skilja þetta svo að ég sé að bera saman okkar ástsæla lið við þeirra sóknarleik heldur er ég bara að benda á að sóknarleikur er ekki talin upp í mörkum skoruðum – tölfræðin hefur margt um sóknarleik að segja, líkt og SSteinn bendir svo réttilega á.
    YNWA

  22. Frábær pistill takk fyrir mig!

    Get ekki annað séð en að stjórnun klúbbsins sé góð sama hvernig á það er litið. Búið að losa út mikið af “deadwood” og fá inn aðra og betri leikmenn í staðinn. Staðreyndin er sú að hálft byrjunarliðið okkar er nýtt, það er nýr þjálfari og þjálfarateymi. Höfum fengið inn mikið af ungum leikmönnum og það blasir við að verið er að byggja klúbbinn upp til framtíðar. Sumir heimta árangur strax og vilja sjá stórstjörnur keyptar í kippum en staðreyndin er sú að Liverpool er ekki í meistaradeild og það er erfitt að laða að stærstu nöfnin nema menn séu tilbúnir að greiða risa launatékka sbr Man City.

    Það tekur lengri tíma heldur en einhverja 10-15 leiki að stilla þetta allt saman og fá gott flæði í leik liðsins. Mér reyndar finnst það aðdáunarvert hvað menn eru að ná vel saman nú þegar þó svo að ekki sé hægt að segja að Liverpool hafi verið gríðarlega heppnir það sem af er tímabili, sbr óteljandi skotum á tréverkið og það að markmenn andstæðingana hafa oftar en ekki átt jafnvel bestu leiki síns ferils. Varnarvinnan hjá liðinu hefur hins vegar verið gríðarlega góð og það er einungis eitt lið í deildinni sem hefur fengið á sig færri mörk, Newcastle. Núna vantar bara að skerpa á sóknarleiknum (það vantar ekki mikið upp á) og þá fara stigin og mörkin að detta inn og við vonandi að tryggja okkur langþrátt meistaradeildarsæti, vonandi á kostnað Chelsea. Held að það vanti eins og eitt eða tvö púsl til viðbótar í hópinn (hægri kant og sóknarmann) og hlakkar mig mikið að sjá hvað gerist í janúar glugganum.

    Hvet menn til þess að slaka örlítið á þegar liðið á í basli. Missa sig ekki í eitthvað drull á leikmenn og þjálfara klúbbsins. Það er engan veginn tímabært að afskrifa menn eins og Carroll og Downing…hvað þá Dalglish, Gerrard og Carragher. Slíkir hælbítar geta ekki kallað sig stuðningsmenn. Maður eiginlega hálf skammast sín þegar maður les sum ummælin hérna og vonast til þess að stuðningsmenn annarra liða séu ekki að lesa síðuna og sjái hverslags hælbítar eru í okkar röðum. Þú styður liðið þitt í gegnum súrt og sætt, punktur basta.

    Að lokum vil ég minna á einkennisorð okkar. You will never walk alone. Sakar ekki að staldra aðeins við þessa setningu og reyna að skilja hvað þetta þýðir fyrir liðið og stuðningsmenn þess. Þeir sem ekki geta gert það ættu að finna sér eitthvað annað lið til að styðja að mínu mati.

  23. Margir góðir punktar hér í þessum athugasemdum við pistilinn.
    Sérlega ánægður að menn minnist hér á “hreinsun” Comolli sem var mögnuð, ég setti hana ekki inn því við erum að horfa til framtíðar en maðurinn vann einfaldlega afrek þar.
    Við sem höfum æft þessa íþrótt munum eftir æfingum þar sem 32 mættu, það þýddi yfirleitt leiðindi með stóru L-i enda þar með 21 leikmaður sem ekki var að fara að spila næsta leik.  Enda nýttu þjálfarar sér oft það tækifæri og létu mann hlaupa þar til maður ældi, til þess eins að fækka fyrir þá næstu.  En Comolli hreinsaði vel til og einhverntíma í vetur ætla ég að skoða feril þessara gaura sem kvöddu okkur í sumar, bara svo við áttum okkur enn betur á auknum gæðum hópsins.
    Svo tala menn um mótivation gegn litlu liðunum.  Ég skrifa bara upp á einn leik þar sem liðið var ekki í nógu góðu andlegu standi, það var síðasti leikurinn gegn Swansea.  Gegn Norwich vorum við einfaldlega aular að vinna ekki í leik þar sem við fengum færi allan leikinn og eftir á að hyggja var til of mikils ætlast að halda að við gætum tekið Sunderland leikinn með trompi í 90 mínútur, það lið þekktist einfaldlega ekki allt – Enrique t.d. búinn að mæta á eina æfingu. 
    Mótivation skiptir vissulega máli, en það sem ég t.d. les um Mancini er að hann eigi töluverðan vanda þar og láti aðstoðarmenn sína um lesturinn í klefanum.  Eins og t.d. Mourinho sem lætur leikmennina mjög oft peppa upp klefann, hann kaupir í liðið og þjálfar menn á æfingavellinum.  Þar búa menn til alvöru motivation, finnur sigurvegara og kýlir þá saman í eina heild.  Þau 20 ár sem ég kom nálægt fótbolta í meistaraflokki var það á æfingum sem ég öðlaðist (eða tapaði) virðingu fyrir þjálfurum og/eða samherjum.  Þegar dómarinn flautaði á komst ekkert annað að en að vinna helv**** leikinn, og voru þó ekki 45 þúsund trylltir áhangendur að horfa á.
    Þegar KD kom í viðtal eftir Swansea leikinn og tjáði óánægju sína á frammistöðu leikmanna hlustaði klefinn á.  Því treysti ég.  Það þarf ekki hárþurrkur til hjá öllum karakterum og þetta sem kóngurinn sagði hefur áhrif í næsta svona heimaleik, gegn QPR 9.desember þar sem ég ætla að vera í eigin persónu og sjá til þess að svo fari!
    En það er kominn tími á að blaðamenn spyrji kónginn út í innáskiptingarnar hans, eða kannski frekar skort á þeim!

  24. Flott viðtal við Kevin Keen og vinnuna á Melwood.
     
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/why-kenny-surprised-me
     
    Í stuttu máli þá lýsir hann enn og aftur stjórnunarhæfileikum Dalglish, ótrúlegu skipulagi Steve Clarke og sameiginlegum hugmyndum þeirra um að sóknarknattspyrna sé leiðin fram á við.  Spenntur að vinna fyrir klúbbinn og að kjarninn í vinnu þeirra sé að láta leikmenn njóta þess að spila leikinn, hafa gaman.

  25. ÆÐISLEGUR PISTILL MAGGI, alveg frábær reyndar og ég er alveg sammála honum.

    Liðið er að spila vel á köflum, skapar slatta af færum og ótrúlegt að við skorum ekki 3 sinnum fleiri mörk, þetta hlýtur að skána andskotinn hafi það…

    Adam finnst mér vera að koma til, Carroll líka, Suarez og Enrique frábærir en áhyggjurnar eru Downing sem byrjaði ágætlega en hefur lítið sést í síðustu 5 deildarleikjum því miður…

    Það sem stendur einhvernveginn uppúr á hverju ári finnst mér samt vera það sama einhvernveginn, okkur vantar alltaf 1-3 ALVÖRU leikmenn í viðbót, svona X factora eins og Suarez er fyrir okkur í dag. Td ef við fengjum mann eins og Tevez og Eden Hazard, 2 slíka leikmenn við hópinn sem við höfum í dag og við værum MIKLU líklegri til þess að sigra fleiri leiki, er ekkert endilega að tala um að fá þessa 2 leikmenn en er að tala um eitthvað í þessa áttina, David Villa eða eitthvað álíka.

    Lykillinn er að ná 4 sætinu á þessum mannskap og fá 2 alvöru kalla næsta sumar, ekki væri verra að fá eitt nafn í janúar eins og Tevez ef það væri hægt, Arsenal og Tottenham fá hann ekki og hann fer ekki aftur til United, er Liverpool til í að borga honum 150-200 kall á viku ? ég veit ekki, hann er víst til í að lækka sig eitthvað úr 250 kallinum og Arsenal og Tottenham fara ekkert í 150 kall held ég. Þarna er spurningin bara við eða Chelsea í Englandi sem gæti tekið hann fari hann á annað borð frá City og vill vera í Englandi áfram.

    En já liðið er betra en í fyrra og búnir að vera ansi óheppnir með okkar 11 stangar og sláarskot í deildinni og allt það, stjórnendurnir greinilegá í góðu lagi en eitthvað vantar held ég, pínu betri leikmenn á 2-3 staði á vellinum….

    Eigið góða helgi ….                

  26. Viðar Geir, í alvörunni, þú hlýtur að vera að djóka með þetta Tevez dæmi ekki satt?  Ég bara hreinlega trúi því ekki að það séu til menn sem vilja fá þennan svepp til okkar.  Haldið þið að það sé tilviljun að það séu endalaus vandræði í kringum þennan gaur.  Nei takk, ekki séns að maður vilji taka áhættuna með að hann nái að eitra allt í kringum sig með hegðun sinni.  Haldið þið að hann verði ánægðari með veðrið í Liverpool heldur en í Manchester?  Hann er marg búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki verið á Englandi, og surprise, surprise, Liverpool er víst á Englandi hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.

  27. Góður pistill. Þó heldur jákvæður fyrir minn smekk, líkt og pistillinn um innkaup Comolli hérna fyrr í haust. Við vitum einfaldlega sáralítið um það hvort stjórnun liðsins sé góð eða slæm. Það á ekkert frekar að mæra menn upp til skýjanna frekar en að afskrifa þá eftir 11 leiki. Við verðum bara að gjöra svo vel að bíða þangað til í maí með að meta hvort stjórnunin sé góð eða slæm. Það fer eftir því hvort fjórða sætið náist. Þó má ekki gleyma því kraftaverki sem Comolli vann í að losna við óþarfa leikmenn af launaskrá.

    Ég hef ekkert vit á þessum djobbum Comolli, Ayre og þeirra, get því ekkert tjáð mig um það en sem fótboltaáhugamaður hlýtur maður að hafa skoðun á Dalglish.
    Ég veit að það er bannað að hallmæla goðsögninni en það er sérstaklega eitt sem ég hnýt um við hann. Það er, líkt og höfundur nefnir, taktísk hugsun. Ég er sjálfur mikill talsmaður 4-4-2 og hefði líklega stillt liðinu upp á svipaðan hátt og Dalglish hefur gert í síðustu leikjum væri ég í hans sporum. Hins vegar held ég að það hafi komið í ljós að til að geta spilað 4-4-2 þarftu tvo box-to-box miðjumenn sem geta báðir sótt og varist, gefið langar sendingar, stuttar sendingar og fundið glufur á vörnum andstæðinganna. Ég veit ekki um neinn svona leikmann í dag á því kaliberi sem Liverpool þarf, nema ef vera skyldi Frank Lampard. Charlie Adam er of óagaður, hann brýtur klaufalega og er hreint ekki góður að verjast. Tekur oft óþarfa hlaup og reynir jafnvel að sleppa við að taka hlaupin til baka. Lucas Leiva er Defensive midfielder og er ekki útsjónarsamur, á ekki langar diagonal sendingar og finnur ekki glufur. Og getur ekki skotið fyrir utan.

    Þetta þýðir að með þriðja miðjumanni myndu þessir tveir blómstra. Ef Lucas Leiva fengi bara að vera varnartengiliður og Charlie Adam fengi að vera fyrir aftan senter, jafnvel með Steven Gerrard, þá færu hlutirnir svo sannarlega að gerast. Ekki svo að skilja að færin hafi ekki komið í haust, heldur hefur miðjan verið allt of opin, eins og fjallað er um í pistlinum. 

    Og að lokum, varðandi leiðina sem félagið er á: rétt leið. Sýnum þolinmæði og jafnvel þótt fjórða sætið náist ekki í vor þá erum við samt á réttri leið. Þá mun taka aðeins lengur að komast á toppinn, en með þeirri hugsun sem unnið er eftir innan félagsins mun félagið komast á toppinn að nýju.

    1. Unglingastarf er í miklum blóma. Félagið hefur innanborðs einhvern besta unglingaþjálfara heims auk marga af efnilegustu leikmönnum heims.

    2. Innkaupastefna félagsins er til framtíðar: Öll kaup munu ekki ganga fullkomlega upp. Við munum sjá flopp. En ef við kaupum unga og efnilega leikmenn til framtíðar þá höfum við einfaldlega efni á því að floppa öðru hvoru.

    3. Markaðsstarfið og tekjur því tengdar hafa snaraukist.

    4. Þjálfarinn er óumdeildur.

    5. Leikmannahópurinn hefur styrkst mjög mikið og stjórn liðsins virðist vera tilbúin til að styrkja hópinn enn frekar um það sem til þarf. 

     Over and out!

  28. Steini Dalglish tæklar hann bara. Hann er bara góður fotboltamaður það er staðreynd, ef er hægt að hafa hann góðan þá væri hann frábær kostur

  29. Sammála Sstein að Tevez er of skemmdur í hausnum! Hann er reyndar búinn að seigja að fjölskyldan hans sé loksins flutt til Englands og hann þurfi ekki eins mikið að komast á heimaslóðir og hann geti alveg verið áfram á Englandi. En hann myndi samt alltaf velja Italiu eða spán (Real,AC,Inter) fram yfir England held ég. Svo minnir mig að hann hafi einhverntíman sagt eftir að hann losnaði fá United að hann myndi aldrei fara til Liverpool. En hann á spottprís og hausin skárri væri svakalegt, viðurkenni það alveg. Eplið er bara það rotið, löngu skemmt einn steinn eftir í mesta lagi! 

    En vona ekki að þetta sé þráðrán, en ætla að láta þetta fylgja (þá hentið þið þessu bara út) En vááá mikið svakalega vil ég sjá KOP stúkuna einhvað í líkindum við þessa stúku þegar nýr völlur verður byggður! Bikarinn yrði ekki lengi í hús ef Liverpool stuðningsmenn fengju svona stúkur !!  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=117286

  30. Suarez að setja 4 fyrir landsliðið á móti Chile. Nú er bara að vona að hann fari að nýta færin í rauða búningnum líka.

  31. Ef að lýsingarnar á leikjunum hjá Stöð 2 væru eins og í myndbandinu sem nr. 37 setti inn, þá væri maður sko að fá eitthvað fyrir peninginn.

  32. Meiriháttar pistill Maggi.

    Það sem hefur hrjáð Liverpool liðið síðan leiktímabilið 2009/2010. Er fyrst og síðast hvernig liðið bregst við mótlæti.
    Við einfaldlega lendum endurtekið í miklum vandræðum þegar við lentum undir eða náum ekki að brjóta “litlu” liðin niður. Reyndar tel ég að það mætti gagnrýna fyrirliðateymið jafnmikið í þeim þætti. Lykilatriðið í hinum góða árangri tímabilið 2008/2009 var það hversu oft liðið náði að koma til baka í erfiðum stöðum.

    Svo er auðvitað hægt að diskutera leikmannakaupin til dauða. En það verður að taka með í reikningin að það geta ekki öll kaup “heppnast” Það hefur engu liði tekist í sögu fótboltans.
    En hlutirnir eru klárlega að skána og þetta lið á alveg helling inni. Liðin sem við erum að keppa við eru flest að “toppa” um þessar mundir. Þannig að þetta er allt í góðu ennþá.

    p.s.

    Er ekki kominn tími á semja við Messi 🙂 (djók)

     

  33. Framherjar okkar eru sjóðheitir um þessar mundir. Bellamy búinn að setjann fyrir Wales. Hrikalega oflugur og mætti alveg fá fleiri tækifæri hjá okkur að mér finnst.

  34. Var að horfa á England vinna Heims- og Evrópumeistara Spánverja 1-0. Leikurinn var ekki góður og maður hlýtur að velta fyrir sér hvort veldi Spánar sé að láta undan. Jú, jú gamli góði reitaboltinn var þarna en Englendingar áttu aldrei í vandræðum með að verjast og Spánverjar bjuggu nánast ekki til færi allan leikinn.

    Veit það ekki; kannski er komið það nálægt EM að enginn vill sýna á spilin en þessi lið eru ekki að fara að gera neinar rósir í sumar ef þetta er það sem koma skal.

    Annars fannst mér Glen Johnson leika vel í kvöld en Downing kom lítið við sögu. Reina gat ekkert gert við markinu. Gömlu LFC spilararnir í spænska liðinu voru því miður skelfilega lélegir nema Alonso. Sakna Alonso.  Brilljant leikmaður!

  35. @Guardian. Greinilegt að við vorum ekki að horfa á sama leik… Englendingarnir litu út eins og Grikkland þegar þeir unnu EM 2004. Fyrir mér þá voru ekki að gera neitt fram á við, eina hugsunin var að láta ekki andstæðingana skora… “við getum svo bara spilað fótbolta seinna… Svei mér þá að það vantaði ekki bara handklæði á hliðarlinuna og við  hefðum verið komnir með Stoke liðið holdi klætt… 
    Horfð á leikinn á enskri krá og þar voru menn alls ekki sáttir með það að sínir menn skyldu liggja til baka og leyfa Spájnverjunum að vera með boltann meirihluta leiksins, svo ég vitni í einn bretann # aren´t we supposed to be the cradle of football?”

    p.s. G. Johnson var að mínu mati slakasti leikmaður Englands í dag… eða þar til Downing kom inn… varð fyrir smá vonbrigðum meðmína menn

  36. Veit ekki með Björn í #43 en Glen Johnson slakasti maður Englands? Hann var bara solid í dag, einu mistökin ef kalla má mistök þegar hann skallar hann beint á David Villa sem átti skot í stöng. Jones og Milner voru frekar daufir í dag, Downing auðvitað sást ekki og Parker lang bestur. England vörðust frábærlega og Johnson var partur af 4 manna vörn sem leit þokkalega vel út, ekki á hverjum degi sem spánverjar skora ekki í leik. Englendingar þurftu á þessu að halda og gleðst ég yfir þessum sigri, enda held ég með Englendingum á EM næsta sumar.

  37. hver tekur mark á æfingalandsleik ? spáverjar fallnir af stallinum útaf tapi í þannig leik….. menn ættu aðeins að róa sig 

  38. Varla hægt að dæma þessa gæja fyrr en að tímabili loknu. 

    Varðandi leikmannakaup þá er það allavega ljóst að Carroll á 35M punda er eitt mesta brjálæði sögunnar. Þó Torres hafi verið keyptur á alltof háa upphæð er það óskiljanlegt að hafa látið Newcastle taka sig svona í rassgatið.  
     

  39. @ #46

    Guðmundur góður hvað þetta er að verða þreytt umræða, spurning um að setja upp sér spjallsvæði einhvers staðar þar sem menn geta bara rætt um kaupin á Carroll og farið yfir það hvað hann nú kostaði.  Einhver tilbúinn að setja upp slíkt? 

  40. @ #47. Mjög góð hugmynd. Þetta er ótrúlega þreytandi umræða og lýjandi og engin leið að komast áfram með þetta. Það er spurning um hvort síðuhaldarar setji upp svokallað “Væluhorn” þar sem menn geta vælt yfir t.d. verðinu á Carroll, yfir Downing, yfir Adam.

  41. Þegar ég dæmi þessa menn finnst mér hreinlega ansi stór ákvörðun að þeir borguðu 35M fyrir Carroll. Þetta er slík veruleikafyrring að ég mun aldrei komast til botns í henni. Þvílíkur díll hjá Newcastle. 

  42. Til lengri tíma litið voru kaupin á Carrol góð.(þegar líður á tímabilið verður þessi umræða um 35 m pund gleymd).Vona bara að Downing fari að hrökkva í gang.P.S góður pistill.Er með uppstillinguna fyrir chelsea      kelly .skrtel .agger .enrique                   kuyt.GERRARD.henderson .bellamy    carrolSuares  (já ég veit að Downing hrekkur ekki í gang ef hann fær ekki að spila en þetta er alltof þýðingarmikill leikur.Hans tími kemur næst.)                                                                                      

  43. Flottur pistill hjá þér Maggi, mjög skemmtileg lesning og þetta er líklega það svið sem hefur vakið hvað mestan áhuga hjá mér síðan eigendaskiptin áttu sér stað í fyrra. Umbyltingin og bætingin fer hvergi á milli mála og er aðdáunarvert að sjá hvernig hægt sé að snúa jafn stóru blaði við á jafn stuttum tíma.

    Eins og staðan er í dag þá er ég sáttur við alla útlimi stjórnarinnar hjá félaginu. Ayre hefur aukið flæðið á fjármagni inn í félagið svo um munar og við höfum séð aukningu á fjölda og á stærð auglýsingasamninga á milli Liverpool og annara fyrirtækja. Yfirvofandi er svo risastór treyjusamningur við Warrior og mögulega stór samningur um nafnrétt á nýjum heimavelli félagsins. Hef ekkert út á þessa hlið að setja.

    Damien Comolli hefur gert að mínu mati mjög vel í leikmannamálum félagsins og ráðningu starfsmanna og fleira. Mér finnst kaupin hafa öll verið góð á sinn hátt, misgóð auðvitað og sum gætu átt eitthvað inni en í heildina séð þá er ég mjög sáttur með störf hans þegar kemur að því að semja við leikmenn félagsins og að fá nýja leikmenn inn. Það sem ég er hins vegar mest ánægður með í hans vinnu er það hve virkur hann er innan félagsins, hvað hann fylgist mikið með yngri liðum félagsins og duglegur að verðlauna þá sem standa sig vel með nýjum samningum. Get líka trúað að hann eigi stóran þátt í því að reyna að útvíkka starfsemi Liverpool, t.d. með því að reyna að fá asíska stráka inn í unglingastarfið og koma á fót samstarfi á milli Liverpool og Nacional. Ég gæti trúað að kaup Comolli geti náð hæstu hæðum á næstu 1-2 árum enda mikið um unga leikmenn sem hafa verið keyptir með hann við stjórn, nokkrir af þeim leikmönnum sem hann keypti til Spurs á sínum tíma eru að bera liðið upp núna en margir sáu ekki tilganginn í þeim kaupum á sínum tíma – gefum honum tíma. Að mínu mati má telja hann í guðatölu fyrir framlag sitt í að koma óþarfa leikmönnum úr röðum Liverpool á einhvern óskiljanlegan hátt!

    Eigendurnir koma alltaf jafn vel fyrir. Segja og lofa litlu en gera meira, faglegir, metnaðarfullir og styðja vel við bakið á öðrum starfsmönnum félagsins og hoppa ekki út í einhverjar róttækar og dramatískar ákvarðanir nema þeir vegi og meti alla kosti og galla áður. Ég er hæst ánægður með þá og get vel trúað að Liverpool sé í stjórn eina bestu eigendur íþróttafélags sem hugsast getur. Langtímamarkmið, traust, metnaður – allt mjög gott!

    Hvað Kenny varðar þá er ég mjög hrifinn. Það er auðvitað eitthvað sem mér finnst hann mega bæta og vinna í en hann er flottur stjóri, frábær karakter og ég er viss um að Liverpool muni ná árangri undir hans stjórn.

    Ég er fullviss um að Liverpool mun ná hæstu hæðum og gera það í langan tíma en til að það takist þá gætum við þurft að sína þolinmæði, stuðning og skilning. Mörg þessara “nýríku” félaga skjótast upp á stjórnuhimininn en um leið og dregst úr peningunum eða eitthvað álíka þá virðast þau hrapa hratt niður aftur svo vel skipulagður og metnaðarfullur stjórnarháttur skiptir miklu máli upp á langtíma árangur. Liverpool hefur byggt grunninn og mun halda áfram að byggja ofan á hann á næstu árum. Mér líst mjög vel á þetta allt saman. 

  44. dúlli…..þú hlýtur að vera að djóka með þessa umræðu um Carroll og hans 35M ??  Ef ekki, farðu þá og….dúllaðu þér bara. Það á ekki að þurfa hvern þráðinn á eftir öðrum til að endursegja sömu söguna um verðmiðan á þeim dreng.

    Varðandi pistilinn þá er hann eins og svo oft áður góður og viðamikill, skemmtilegur lesningar og erfitt að finna eitthvað “að” honum því hann er vel rökstuddur.

    Langar að koma með smá athugasemd gagnvart þeim sem eru með flop stimpilinn tilbúinn á ennið á Comoli að slaka pínu á. Hann sagði það sjálfur í lok sumars að þeim hefði í raun komið á óvart hversu vel gekk að vinna á leikmannamarkaðnum og hann þakkaði eigendum traustið sem þeir fengu í leikmannamálum. Hann sagði að við hefðum náð að tryggja okkur næstum alla þá sem voru efstir á blaði á óskalistanum og í raun bara eitt nafn sem tókst ekki því sá vildi taka skref niður á við á sínum ferli og fara til The Scums. (Það á að vera skylda hjá okkur að bauna á þessa plebba í hverjum pósti).

    En það sem var ansi merkilegt í því sem Comoli sagði að núna væri bara að sjá til hvernig þeir leikmenn sem við fengum koma út. Það er engin trygging fyrir því að leikmaður nái að fóta sig í nýju liði og brilleri. En það tókst að landa þessum leikmönnum og núna eiga þeir næsta leik þ.e. að sýna hvers virði þeir eru. Svo verðum við bara að sjá til eftir tímabilið…..sagði téður Comolli. 

    Dæmum hann því ekki sem flopp. Hann á það alls ekki skilið og vonum að hann finni nú og semji við eitthvert undrabarnið og svo næsta…..og næsta….og næsta….. 

  45. já Óli Haukur þetta er alltsaman alveg dásamlegt. Downing frábær kaup,, við heppnir að fá hann á 20 milljónir punda. Henderson hefur sýnt það svo ekki verður um það deilt að hann er kominn til að taka við af Gerrard, þessar 16 millur gjafaverð.

    Að fá Adam inn fyrir Meireles og Aqualaini var aldrei spurning. Skítt með þó Meireles hafi farið til Chelsea og okkur hafi ekki tekist að selja ítalskan landsliðsmann.

    Erum við svo nokkuð að borga meira en 60 þúsund pund á viku með Joe Cole, eða er það minna? Þó hann sé að brillera með Lille sýnir þessi lánastarfsemi snilli Comollis svo ekki verður deilt um.

    Ítreka líka líka að sýna þolinmæði og stuðning. Titillinn gæti orðið okkar í framtíðinni, hvort sem okkur endist aldur þangað til eða ekki.

  46. Megaz
     
    Kemur bara gas út úr hausnum á þér !!!
     
    Meireles er dottin út úr byrjunaliði Chelsea og hefur lítið gert eftir söluna þangað, Aqualaini er búinn að væla um að komast aftur til Ítalíu í 2 ár, Skiptir littlu máli hvað við erumk að borga fyrir Joe Cole þar sem hann er í söluglugganum núna og því betur sem hann stendur sig því meira fáum við fyrir hann. Gat ekkert hjá okkur allavega.
    Hvenær hefur Henderson spilað í stöðu Gerrards ?? Þegar hann fær það tækifæri þá skulum við dæma hann, á meðan skulum við þakka honum fyrir að hafa komið okkur áfram í littla bikarnum með frábærri sendingu á Suarez.
    Downing, hefur átt margar góðar rispur og var óheppin að skora ekki í síðasta leik okkar. Hann á eftir að gera sitt.
     
    Held að adam hafi bara staðið sig ágætlega. En endilega vældu eins og súngin grís eftir 10 leiki þar sem Liverpool er með nýtt lið sem er að spila sig saman.

Opinn þráður 8.nóvember

Opinn þráður 13.nóv