Opinn þráður 8.nóvember

Áfram landsleikjahlé!

Ef við rennum yfir Liverpoolblöðin til að afla okkur umræðuefna má fyrst benda á að varalið félagsins gerði markalaust jafntefli við Blackburn Rovers í gær. Liðið er í ár nær eingöngu skipað mönnum úr U-18 ára liðinu og þeim sem nýgengnir eru upp úr því, í leikmannahópi gærdagsins var enginn úr aðalliðshópnum.

Anfield Road tók sig til og stóð upp og klappaði Swansea City af velli um helgina. Þetta er nokkuð sem þekkist held ég ekki á öðrum völlum Englands og aðkomudrengirnir eru hrærðir yfir þessu hjá þeim sem þeir kalla nú “bestu aðdáendur í heimi”. Veit ekki með ykkur, en ég er stoltur af þessu framtaki.

Í Liverpool Daily Post greinir Mark Lawraenson frá því augljósa. Það að Liverpool FC á erfitt með að skora þrátt fyrir að leika betur úti á vellinum í fyrra og hann hefur áhyggjur af skorti á sjálfstrausti liðsins á Anfield ef það skorar ekki snemma. Fínn pistill sem ég er mjög sammála.

Í gær gekk svo fyrirliði bandaríska U-17 ára liðsins frá samningi við Liverpool. Þessi strákur heitir Marc Pelosi, spilar á miðjunni og þykir mikið efni. Yfirmaður yngriliðastarfsins, Frank McParland, er afskaplega glaður að okkur tókst að ná þessum dreng til okkar og reiknað er með að hann spili bæði með U-18 og varaliðinu okkar.

En annars er þráðurinn opinn í alla enda.

Myndin er tekin af www.ussoccer.com

73 Comments

 1. hvernig er það. Er ekki ennþá Íslendingur að spila hjá Liverpool?
  Kristján Gauti eða e-ð. Veit einhver hvað er að frétta af honum ?

 2. Af þessum lista væri athyglisvert að fá Gary Cahill fra Bolton, Hugo Rodallega frá Wigan og Hoilett frá Blackburn. -Þetta eru yfirburðarmenn í sínum liðum það væri hægt að fá þá þrjá fyrir 7-10 milljónur í janúar eða frítt næsta sumar (fyrir utan einhverjar uppeldisbætur fyrir Hoilett.
  Þá gætum við næsta sumar eytt allriupphæðinni til leikmannakaupa í tvo heimsklassaleikmenn og haft svo þessa þrjá til að stækka hópinn.

 3. Einhvern veginn get ég ekki verið sammála því að klappa aðkomuliðið af velli. Ég hélt að tilgangurinn með heimavellinum væri að útbúa stemmningu sem að væri ógnvekjandi fyrir aðkomuliðið, þannig að mönnum myndi kvíða fyrir því að mæta á völlinn og fá smá mótlæti úr stúkunni jafnt sem vellinum. Þá er ég ekki að tala um níðsöngva og henda smáhlutum í leikmenn. Heldur óvinsamlegt viðmót og litla gestrisni.  Átti þá ekki alveg eins að klappa fyrir m.united þegar þeir náðu jafntefli á Anfield og De Gea með stórleik?? Ef að menn hafa horft á myndina sem að Einar Örn benti á í pistlinum um Steve Bartman þá þóttu Cubs yndislegir heim að sækja og aðdáendur þeirra þóttu með þeim vinalegri, enda var liðið með gælunafnið “Lovable losers”. 
  Er það e-ð sem við viljum??

   

 4. Swansea er smálið sem gerði virkilega vel á Anfield, manchester united er eitthvað sem ekki verður klappað fyrir á Anfield. Punktur.

 5. Maggi því miður þá rýmar Hoilett við toilett og þess vegna gengur það ekki upp. Sorry, leiðinlegt fyrir hann 

 6. Eftir að hafa farið yfir listann af fótbolta.net (í fyrsta kommentinu) sér maður að við erum í góðum málum á þessu sviði, en það er bara önnur áminning að það er ekki nóg að vera góður á pappírunum, eins og við þekkjum allt of vel.
  Við þyrftum bara að fá Anelka og Drogba báða frá Chelsea. Þó þeir séu báðir eld gamlir, eru þeir enn með auga á markinu, og það væri ekki nema sanngjarnt að Chelsea gæfu okkur þá.
  Og ekki gleyma Gary Cahill, hann ætti bara að vera kominn.

 7. Það var klappað fyrir Swansea því þeir mættu á Anfield og spiluðu sóknarbolta. Í uppbótartíma fóru þeir ekki að tefja heldur spiluðu boltanum sín á milli í stað þess að eyða korteri af leiknum í að þrífa boltann með handklæði. Stoke mætti taka þá til fyrirmyndar.

 8. Liverpool hugsanlega að fara bjóða 34.2m punda í David Villa hjá Barcelona. Nær Silly Season núna yfir allt tímabilið? 🙂

  Við áttum aldrei að selja Igor Biscan.

  p.s. styð að fá Heiðar Helguson á free transfer, held hann sé lúxusútgáfan af Carroll.

 9. Sá að Liverpool/Comolli er linkaður við þennan 19 ára Brassa í dag en Sau Paulo láta hann víst ekki ókeypis frá sér. Verðmiðinn er 20 millur punda, er sagt kannski ekki mikið miðað við aðra leikmenn sem voru keyptir á háar fjárhæðir á síðastliðið ár. Væri alveg til í þennan. En verður maður ekki að taka slúðrinu með vara.

  kíkið á linkinn, sjón er sögu ríkari. 

  http://www.youtube.com/watch?v=iMCpsfSZDmw
   

 10. Greinilegt ad Suarez hafi eitthvad a samviskunni, afhverju aetti Evra ad bidja hann afsokunnar ef hann er med kynthattafordoma i hans gard?:S

 11. Hvernig er það greinilegt að Suarez hafi eitthvað á samviskunni. Geturu ekki alveg eins verið að hann sé bara kurteis og vill að Evra biðji sig afsökunar fyrir að vera ranglega ásakaður?

 12. Hann endurtekur aftur í viðtalinu að hann hafi ekki verið með kynþáttafordóma

 13. Afsakið mig, kannski aðeins og fljótur á mér hér að ofan (undir Hjalmar). Samkvæmt vísi þá tekur hann fram að þær ættu að biðja hvorn annan afsökunnar, en á mbl.is vill hann fá afsökun frá Evra en tekur samt fram að hann hafi kallað Evra nafni sem liðsfélagar hans eru vanir að kalla hann (les út úr því að það sé eitthvað tengt kynþætti eða litarhætti hans). Pointið, líklega sett í meiri æsifréttamennsku stíl á Vísi, hef ekki nennt að leit að þessu viðtali á erlendri síðu. En við sjáum til hvernig þetta fer allavega…

 14. Hér er eitt skemmtilegt sem ég sá á Fésinu áðan frá síðu fyrir Steven Gerrard:

  After 11 games into the season, Apart from 2008-2009 season this is the best start for Liverpool in the past 9 years

  Krafa okkar verður auðvitað alltaf að vera sú að fara í alla leiki til að vinna og við verðum að halda stöðugri pressu á okkur sjálf aðallega en það er gaman að sjá þetta með árángurinn í fyrstu 11 leikjum í ár. Ég vil samt meira 😉  og ég er viss um að það kemur. 

 15. Ég var spurður að því í gær hvaða þjálfara ég mundi vilja sjá taka við Liverpool ef Kenny Dalglish gengi ekki upp. Ég vonast auðvitað til þess að Kenny klári dæmið og verði kóngurinn í brúnni næstu ár eða lengur.
  Einnig langar mig eiginlega ekkert að starta umræðu um það hver sé að fara að taka við Liverpool afþví að okkur langi í annan þjálfara, það er ekki þannig.
  En fyrir mitt leiti þá sá ég engan annan sem myndi kæta mig meira sem stjóri Liverpool, en Rafa Benítez.
  Er það geðveiki?

 16. Sammála #23. Engin geðveiki þar.  Rafa með pening, er skemmtileg tilhugsun.

 17. Slúður. Liverpool að undirbúa tilboð í David Villa og ræðir einnig við barca um sedorf keita??? hljómar vel, eeen á eftir að sjá það gerast..

 18. Er með hugmynd til þess að leysa markaskorunar problemið sem við erum í.

  Kaupum Tevez og David Villa.

  Stillum upp

  Lucas – Adam og Gerrard á miðjunni

  Tevez og Suraez sem vængsenterum og Villa uppá topp… Carroll svo ferskur á bekknum og kemur inná og setur hann reglulega…

  Usss hvað þetta væri rosaleg sóknarlína, má maður ekki láta sig dreyma einstaka sinnum annaðslagið ?              

 19. Þið sem eruð að lesa slúðrið um Keita og/eða Villa: Þetta er bull. Liverpool eins og það er rekið núna myndi ALDREI kaupa Villa (nema verðið væri “afbrigðilega” lágt). Hann verður þrítugur í byrjun des og ásett verð er langt fyrir ofan 10 milljón pund. Sama með Keita og hvaða stöðu á hann að fylla í? Taka pláss frá ungum leikmönnum sem gætu verið að koma upp í miðjustöðuna? 
  Það væri voða gaman að fá Villa, en það eru stjarnfræðilega litlar líkur á því að það yrðu “góð kaup”.

 20. “There are things that happen in football, all in the moment, that leaves one feeling bad. Now we have to wait to see this issue decided and then the Manchester player and I will have to clear things up. Depending on who ends up in the wrong, one of us will have to apologise.”

  Þetta er það sem hann sagði skv daily mirror. Ég fatta ekki alveg hvert hann er að fara með þessu, hann hlýtur að vita hvort hann sé saklaus eða ekki og þá hvor þeirra á að biðjast afsökunnar. 
  Ég held að Suarez hafi sagt eitthvað en ekki áttað sig á því hvort hann hafi gengið of langt eða ekki. Vonandi fer þetta að skýrast svo hann haldi ekki áfram að tjá sig um þetta því FA gæti dottið í huga að refsa honum fyrir það.

 21. David Villa er akkúrat maðurinn til að klára þau færi sem við erum að skapa okkur í leikjum. En 35 milljónir punda er of mikill peningur fyrir þrítugan leikmann.

 22. Varðandi eftirmann KD að þá held ég að ég verði að vera sammála kommenti #24. Hef oft velt því fyrir mér hvernig þetta hefði þróast ef Benitez hefði haft þessa eigendur á bak við sig.

  Annars vil ég bara helst að KD rífi þetta lið upp á rasshárunum og komi því á sigurbrautina og held að það þurfi ekki mikið til að svo verði. Höfum verið fáránlega óheppnir uppi við markið í síðustu leikjum og einhverntíman hlýtur þetta að snúast við og stöngin út verður stöngin inn.

 23. “Eftirmann Dalglish”!

  Hvað er í gangi hér?

  Kóngurinn er á besta aldri og á fullu að byggja upp eftir svakalegustu tiltekt seinni tíma hjá fótboltafélagi og svo fer einhver að ræða um hver á að taka við af honum.

  Það eru mörg ár í að það verði tímabært og megi Dalglish lengi blómstra í starfi.

 24. Ekki miskilja mig nr 32.
  Ætluni var ekki að ræða um eftirmenn Dalgish þannig. Enda er ég hjartanlega sammála þér að hann er á besta aldri og er að byggja upp liðið.
  Ég var bara aðeins að fá annað álit á þessari pælingu minni, að EF ekki Dalgish, þá kom enginn annar í 1, 2 og þriðja sæti hjá mér heldur en Benítez þegar þessi spurning var borin á borð hjá mér.
  En vonandi kemur ekki til þess, því ég hef enþá fulla trú á kóngnum!

 25. Er ég að lesa rétt ? Vilja Liverpool stuðningsmenn Benitez til baka, Stockholm syndrome ?

 26. Einhvern veginn hélt ég nú að flestir væru farnir að sjá það stærsta vandamál Liverpool þessa tíma var ekki Benitez heldur eigendur klúbbsins. Ég hef fulla trú á að Benitez hefði getað, með núverandi eigendur á bak við sig, farið með Liverpool alla leið og náð okkur í fremstu röð. Ef ekki Kenny Dalglish þá væri ég meira en til í að sjá Benitez aftur sem stjóra liðsins.

 27. Nr 34.
  Ekki beint til baka. En samt skemmtileg pæling. þeas, hvernig hefði þetta farið með Benítes ef hann hefði FSG bakvið sig í sinni valdartíð. Annars einsog ég sagði hér í byrjun. Ef af einhverjum ástæðum KD færi frá liðinu á einhverjum tímapunkti, þá vildi ég engan annan en Benítez í stólinn. Og alls ekki lesa í þetta þannig að ég vilji Kónginn eithvað í burtu. Það eru ekki mín orð og örugglega engra sem styðja LFC. 

 28. #37
  Jú jú, það er vissulega skemmtileg pæling. Þar sem ég hef ágætis álit á KD þá finnst mér gagnrýni ósanngjörn. Valdatíð Benitez blasir þannig við mér. Liðið hafði litla breidd, og var rosalega háð kjarna af mönnum sem voru ekki Bretar. Þetta voru menn sem svo yfirgáfu liðið (Alonso, Mascherano) eða misstu áhugann (Torres) og skildu liðið eftir í djúpum. Þar af auki virðist búningsklefinn hafa verið mjög langt niðri við. Ég vill kannski ekki líkja RB við sjálfstæðisflokkinn, en menn sjá kannski tenginguna.

  Mér finnst Dalglish hafa tæklað þetta nokkuð vel, fengið Jose Enrique, Henderson, Suarez, Downing, Adam, Carroll og Bellamy. Að vísu hefur verið greitt svívirðilega mikið fyrir suma, en sökin þar gæti mögulega legið hjá peningamönnunum en ekki KD þar. Þar af auki var reynt að fá Phil Jones í vörnina sem hefði hentað ykkur mjög vel.

 29. Þakka þér svörin Shearer.
  En ég verð að árétta enn og aftur að það er enginn að gagrýna Kenny Dalglish. 
  Einnig verð ég að koma inná punktinn með liðið hans RB sem þú segir að hafi haft litla breidd. Það er alveg hárrétt hjá þér, get my point? Hvernig væri það með FSG og RB? 
  Svo yfirgáfu Torres og Mascherano ekki LFC í valdatíð Benítes, heldur þvert á móti. 

 30. Menn hérna hafa nú gagnrýnt eftir síðustu leiki. Pointið mitt er aðallega að mér finnst allt tal um að fá Benitez aftur fáránlegt. Ég veit að þeir yfirgáfu liðið ekki í hans valdatíð en liðið sem hann byggði var klárlega of háð þessum mönnum.  Benitez keypti helling af leikmönnum (Riera, Johnson, Keane, Degen, Dossena, Ngog, Babel, Aquilani svo ég nefni nokkra) og sumir voru ekki ódýrir. Svo má ekki gleyma valdatíðinnin hjá Inter. 

 31. Benitez keypti vissulega mikið af mönnum en það voru ekki alltaf þeir menn sem hann virkilega vildi fá til liðsins heldur oft á tíðum menn sem hann fékk að kaupa til liðsins og það er mikill munur þar á.

  KD er ekkert að fara neitt og þó að maður velti þessu fyrir sér er ekki þar með sagt að maður vilji hann burt.
  Ef hinsvegar RB hefði haft þessa eigendur að þá er alveg eins víst að hann væri enn með liðið og KD væri enn í því starfi sem RB fékk hann í.

  Muna svo að gagnrýni og hugleiðingar er tvennt ólíkt. 

  Áfram Liverpool 

 32. Kæri Shearer værir þú til í að halda póltík utan við þessa síðu,hún er allt of skemmtileg eins og hún er.Annars skil ég ekki þessa umræðu DAGLISH er við stjórnvölinn punktur.

 33. Shearer
  Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessari upptalningu.
  Ég er ekki að fara í leik við þig þar sem ég tel upp leikmenn sem einhver annar hefur keypt.
  En ég get líka bent á að Rafa keypti Reina á 6 mp. Alonso á 10mp. Mascherano á 18mp og Torres á 20 mp. En ég sé ekki hvað það hefur með neitt af þessum hugrenningum mínum að gera 😉
  Svo er vert að benda á að þeir sem komu á eftir Rafa hjá Inter hafa ekki beint verið að gera neina gloríur þar. Hvorki Leonardo sem var látinn taka pokan eftir 1 tímabil, Gasparini sem var rekinn eftir að hafa ekki unnið leik held ég og svo Ranieri sem er þegar þetta er skrifað búinn held ég alveg örugglega að tapa 2 gera 2 jafntefli og vinna 2, með liðið í 17 sæti. Það gæti verið að þetta alltsaman sé ekki alveg 100% en allavega fjandi nálægt því og þú skilur hvað ég er að fara. Rafa vann þó allavega Ítalska súperbikarinn og heimsbikarinn 🙂

  Ég verð að segja það einusinni enn, bara svo það sé alveg á kristal tæru, ég er ekki að óska mér að við fáum Rafa Benítes aftur og þá sérstaklega ekki í staðin fyrir KD
  Og einsog Styrmir segir  KD er ekkert að fara neitt og þó að maður velti þessu fyrir sér er ekki þar með sagt að maður vilji hann burt.

 34. Ég held að Benitez myndi brillera með þetta lið sem við höfum í dag.

 35. Tilhugsunin um comeback í einhverri mynd hjá Benitez rómantísk en ég tel hana frekar óraunhæfa og óskynsama. Dalglish er stjóri Liverpool og mun vonandi standa sig það vel að hann verði þar næstu árin. Pepe Reina hefur sagt það beint út að Benitez hafi verið búinn að missa klefann og hann hafi hætt með liðið á réttum tíma. Það sama á við um fleiri leikmenn.

 36. Allt tal um Rafa Benitez og Stockholm-syndrome í sömu setningu er fáránlegt og ber vott um að sá sem það skrifar hafi ekki nokkuð vit á því sem gekk á í herbúðum Liverpool þau rúmlega 3 ár sem Hicks&Gillett áttu liðið. 

 37. Tvennt sem ég var að pæla í :
  a) Rafa Benitez… hann (eða væntanlega tvífari hans) sást fyrir utan Anfield með kokkasvuntu framan á sér … nýtt starf? (bróðir minn náði mynd af honum, hvernig linkar maður hérna á Facebook mynd?)
  b) ég breytti um gravatar  –  vill einhver giska hvað ég er búinn að drekka marga þarna? 🙂
   
  Að öllu gamni slepptu, þá trúi ég því að við verðum í mikilli baráttu um fjórða sætið. Raunhæf spá í byrjun tímabils … og það hefur ekkert breyst! (We’ll be coming…)

 38. Eru menn í alvuru að leita af eftir manni King Kenny?

  Okei við erum ekki búnir að vera að brillera, en við hverju bjuggust þið eiginlega? Við erum í 6.sæti með 19 stig, og þá eru 3 stig í að við séum í 4.sætinu sem mönnum fannst raunhæfasta markmið okkar á þessu tímabili. Héldu menn að við myndum vera í top 2 á þessum tíma eða? Þó svo að við værum nú alveg öruglega í top 3 ef bara 3 af þessum 20 stangar skotum hefði farið inn.

  Mér finnst eins og menn séu bara strax búnir að gleyma hvað allir voru að segja í byrjun tímabilsins.. Þetta tekur allt saman smá tíma. Róm var ekki byggð á einum degi. Þetta verður uppbyggingar tímabil. Og svo framvegis….

  Ég er allavega ekki búinn að missa trúnna á liðinu, og hvað þá King Kenny. Auðvitað eru mjöög margir að spila undir getu og allt það, en kommon skulum nú ekki bara afskrifa allt strax bara útaf við erum ekki 3 stigum ofar… 

 39. “Eru menn í alvuru að leita af eftir manni King Kenny?”
   
  Nei, ekki get ég séð það. Hinns vegar poppar þessi umræða stundum upp um hvar við værum mögulega staddir ef Rafa hefði hlotið þá náð að starfa undir núverandi eigendum en ekki þessum /&$#”&”$”%&” sem öllu réðu í hans tíð.
   
  Fullkomlega eðlileg umræða og kastar á engann hátt rýrð á Kónginn ; )

 40. #49

  Man.utd eru að spila undir getu.  Þeir hafa ekkert sýnt fyrir utan þegar þeir rúlluðu Arsenal upp og kannski tottenham líka.  En þeir hafa bara tapað fyrir City.  Og í stöðunni 3-1 fóru þeir með 10 menn í sókn og fengu á sig 3 auka mörk, þegar þeir freistuðu þess að jafna.  Ég sé aldrei Liverpool sýna þetta þegar staðan er jöfn, að fara með allt liðið í sókn til að tryggja sigur eða eitthvað.  Nei þá liggja menn aftur og það er bara Suarez sem er einn frami. 

  Aldrei nein áhætta tekin.  Ekkert drápseðli, engin hugsun;  nú ætlum við að vinna!  

  Jafnvel þó að það gæti kostað tap.  Ég held að þeir sem eru að væla hérna yfir liðinu séu að kvarta yfir karakerleysi liðsins.  Það er betra að tapa 6-1 ef þú veist að allir 11 mennirnir sóttu og gáfust ekki upp og skildu þessvegna allt galopið, en að sjá okkur gera markalaust jafntefli gegn Swansea sem var leikur sem hefði getað farið 1-0 fyrir Swansea.  

  Maður vill að leikmenn berjist og taki áhættu, ekki að þeir sætti sig við hvert jafntaflið á fætur öðru.  Sá hugsunarháttur kemur okkur aldrei í topp 4.  Hvað þá lengra.  

  Og þessi hugsunarháttur er orðinn landlægur á anfield og á útivöllum. Kannski er það af því að liðið er ,,allt nýtt og er annþá að spila sig saman” eftir 11 leiki?  

  Það er bara vond afsökun.  Arsenal eða man.utd mundu aldrei skýla sér bak við þá afsökun og þeirra lið geta tekið inn 4-8 nýja leikmenn á ári og samt staðið undir væntingum. Af hverju ekki við?

  Þá er þetta stjórinn.  Hann hefur ekki komið nálægt fótbolta í 10 ár plús og hefur þetta ekki.  

  Ekki lengur.  

  Og núna erum við að fara að mæta stórliðum, ekki Norwitch og Swansea í næstu tveimur leikjum og hvernig verður það?  Engar skiptingar?  Bellamy fær að spila í 3 mín?  Carroll leiðir sóknina?  

  Sjálfsmorð.

  Kenny kom með ferskan andblæ þegar Roy var búinn að leggja allt í rúst (eða Rafa áður en Roy kom) , og kom okkur af stað.  Og gerði góða hluti.  Og gerði það besta úr því sem orðið var en núna með plús 100m í eyðslu, ekkert er að ganga og hann notar alltaf mennina sem hann keypti og skiptir þeim aldrei útaf.  

  Það er slæmt.

  En ég er ekki stjóri hjá LFC en mér segir sá hugur að ef við verðum ekki í 5. sæti í janúar eða ofar, þá fari Suarez að tjá sig um það að það hafi alltaf verið draumur hans síðan hann var ungur að spila á spáni eða ítalíu (þið ráðið hvaða lið hann nefnir) og núna finnist honum kominn tími til að láta þann draum rætast.

  Heimur knattspyurnunar er ekki sá sami og þegar Kenny var síðast alvöru stjóri.  Sá heimur er grimmari í dag og krefst árangurs og peninga og meiri árangurs.  

  Ekki:  Við erum að byggja upp til framtíðar!

  Ég er líka vissum að Downing er himin lifandi:  góð laun og alltaf í byrjunarliðinu án þess að gera neitt!

  Segir allt um LFC í dag. 

 41. Vill alls ekki skipta út Dalglish en ég hef verið að velta fyrir mér hvað varð um þetta pass and move system sem hann lagði með upp eftir áramót það virðist alveg vera horfið og menn eru aftur farnir að bíða eftir að Torres/Suarez eða Gerrard reddi þeim stigunum 3. Líka 4-4-2 hentar alls ekki þessum hóp. Við bara höfum ekki nóga sterka miðjumenn. Það er því miður ekkert hægt að treysta á Gerrard lengur hann er bara orðinn meiðslahrúga því miður.

 42. Líka góðar fréttir að David Villa orðrómurinn hækkar og hækkar, sjáum hvað setur.

 43. Ari Ö, #51. Það er rétt með drápseðlið og ætlunina að vinna. Þurfum ekki einu sinni að ræða Swansea-leikinn. Á móti Norwich var óþolandi hvað áherzlan var greinilega á að halda hreinu en ekki að knýja fram sigur. Svo var það nú mest svekkjandi jafnteflið á móti Manchester United. Þegar staðan var jöfn var bara eitt lið á vellinum sem sýndi áræðni og freistaði þess að vinna leikinn, hitt liðið lá bara aftur. Óþolandi. Maður vill að leikmenn berjist og taki áhættu frekar en að sætta sig við jafntefli. Eins og þú bendir réttilega á kemur sá hugsunarháttur liði aldrei í eitt af efstu fjórum sætunum.
   
  Það er líka illþolandi hvað Arsenal og Manchester United standa stöðugt undir væntingum. Skemmst er þess að minnast þegar ég horfði á leik Liverpool og Arsenal með félaga mínum sem er Arsenal-maður. Við ræddum fátt annað yfir leiknum en vonbrigðin sem liðið og maðurinn við hliðarlínuna ollu.
   
  Annars er ég ekki viss um að fólk muni eftir þeim leik. Það er einfaldara að muna bara síðustu 45 mínúturnar sem liðið manns lék.

 44. Mér hefur ekki fundist vandamálið vera að liðið hafi ekki áhuga eða kjark til að klára leiki. Það hefur verið meira og minna blússandi sóknarbolti en getan til að klára sóknir og færi hefur verið úti á túni. 

  Varðandi David Villa þá efast ég um að hann verði keyptur nema hann fáist með dúndur afslætti því hann verður þrítugur í næsta mánuði.  Síðan er hann í raun ekki að skora mikið meira en Andrés Tómas Carroll okkar. Carroll er með 2 mörk í 10 deildarleikjum. Villa er með 3 mörk í 11 deildarleikjum.

 45. Mig langaði til að taka eina umræðu um dýfingar frá öðrum sjónarhóli og sjá hvert það leiðir.

  Dæmi:  Sóknarmaður fær boltann í fæturnar frá bakverði/miðverði/miðjumanni á miðjum vallarhelmingi andstæðinganna.  Varnarmaður hleypur í humátt á eftir honum og rétt áður en sóknarmaðurinn nær snertingu við boltann fær hann varnarmanninn í bakið, missir jafnvægið til að geta tekið vel á móti boltanum og í staðinn fyrir að missa boltann frá sér þá lætur hann sig detta til að fá aukaspyrnu og halda þar af leiðandi boltanum innan liðsins.

  Þetta er sennilegast algengasta dæmið um “dýfingar” og alveg örugglega hægt að taka langar og flóknar rökræður um hvað er rétt og hvað er rangt, hvenær skal dæma og hvenær ekki, enda færi það örugglega eftir atvikum.  Fleiri dæmi er hægt að taka til sem eru algeng, en við skulum láta nægja að tala um dýfingar héreftir sem almennan hlut.  Framherjar eru dæmdir í fjölmiðlum ef þeir láta sig detta auðveldlega til að fá einhvern ávinning fyrir sitt lið, að ég tali nú ekki um ef þeir láta sig detta milliliðalaust!  Þann óhróður viljum við allir losna við úr leiknum án tafa.

  Margir framherjar hafa fengið vel að kenna á þessu tiltekna atriði í gegnum tíðina og þeir sem hafa fengið á sig dýfinga-stimpilinn hafa fengið stærri skammt en aðrir þar sem dómarar virðast oft á tíðum taka á þessum dýfinga-pésum með því að gefa þeim aldrei aukaspyrnur nema við grófustu brot.  Þar af leiðir ganga varnarmenn ansi harkalega fram oft á tíðum, til að láta reyna á lukkuna.  Það er alltaf hægt að öskra og kasta til höndum til að sýna með látbragði að sóknarmaðurinn sé aumingi með hor og sé bara að leika sér (ath. þetta bragð virkar sama hversu gróft þú hefur brotið af þér).  Við þessi látalæti taka auðvitað áhorfendur við sér og garga og púa á liggjandi mann, jafnvel þó hann hafi augljóslega orðið fyrir leikbroti.

  Þetta er eitthvað sem allir vita, þrátt fyrir að umræðan snúist miklu frekar um dýfingarnar og hversu óheiðarlegar þær eru.  Enginn virðist vilja tala eða skrifa um óheiðarleikann sem felst í því að ganga hart fram, brjóta af sér viljandi, og leika sér svo að því að fá áhorfendur (og dómarann ef vel tekst til) upp á móti þeim sem brotið er á.

  Ég gæti skrifað meira og af meiri hita um þetta mál en hér á undan, en það er annar punktur sem er mér ennþá hugleiknari og er ennþá meira grafinn, er aldrei talað eða skrifað um, og virðist vera ALGJÖRLEGA samþykktur sem leið til að fá ávinning fyrir liðið þitt … það eru varnarmenn sem gera NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA og sóknarmaðurinn í dæminu hérna efst!

  Hver af ykkur man ekki eftir í það minnsta einu atviki í hverjum leik sem þið horfið á þegar varnarmaður lætur sig detta með sóknarmann í bakinu upp við endalínuna?  Algjörlega augljóslega dýfing?  Þetta er sennilega alveg jafn algengt og hitt dæmið að mínu mati.  Ég skil ekki þessa hræsni.

  Algeng rök sem dregin eru upp eru að afleiðingar þess að sóknarmaður lætur sig detta eru meiri en þegar varnarmaður lætur sig detta, en ég spyr, er það virkilega svo?  Sóknarmaður lætur sig detta og getur fengið víti, hættulega aukaspyrnu, gul eða rauð spjöld dæmd á varnarmann.  Það er óumdeilt.  En er það ekki yfirleitt bara skitin aukaspyrna sem hann fær? 30 metra eða meira frá marki?  Sem er alveg sami ávinningur og varnarmannsins þegar hann lætur sig detta upp við hornfána.  Báðir fá að halda boltanum og halda sókninni áfram.  Auk þess má auðveldlega sýna framá að afleiðingar dýfinga varnarmanna séu miklar þegar þeir láta sig detta í staðinn fyrir að missa boltann á hættulegum stað til að koma í veg fyrir hættulegt færi og mark.  Þegar þeir þykjast fá bakhrindingu í hornum/fyrirgjöfum.  Væri ekki Carroll búinn að setja tveimur mörkum fleiri ef ekki væri fyrir leiktilburði varnamanna (eða í það minnsta vel ýkt viðbrögð við litlum snertingum)?

  Ég vil enda á að segja að ég er á móti dýfingum fullkomlega.  Mín skilgreining á dýfingum nær hins vegar ekki yfir dæmið hér efst, í flestum tilfellum.  Einhvers staðar liggur lína sem fjandi erfitt er að negla niður og segja “þetta er brot en þetta er dýfa”.  Við vitum hvernig brot lítur út og við vitum hvernig dýfa lítur út, en stundum virðist munurinn liggja í einhverju sem erfitt er að greina frá.  Þess vegna á þetta alltaf eftir að vera umdeilt, að því gefnu að sjónvarpstækni verði aldrei notuð til að skera úr um atvik í opnum leik.   Það er bara svo pirrandi að horfa uppá að sóknarmenn og varnarmenn sitja ekki við sama borð þegar kemur að dýfum, ekki hjá dómurum, ekki hjá fjölmiðlum og ekki hjá áhorfendum.  Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt.

  Áfram Liverpool. 

 46. Ég er einn af þeim sem dauðleyðist allan leikaraskap og óhóflegt látbragð… en hinsvegar er það augljóslega hluti af fótboltanum þegar menn sækja brotin og er það vel.

  Þegar varnarmaður hleypur aftan að Suarez og setur hendurnar á axlirnar hans og Suarez lætur sig detta þá finnst mér það bara allt í lagi… og frekar en að fjölmiðlar eyða orku í að gagnrýna Suarez fyrir að detta auðveldlega þá eiga þeir að skamma þessa varnarmenn fyrir að vera svona vitlausir.

   

 47. @ Andri Árnason # 57
   
  Held að þú verðir að sleppa því alfarið að lesa allar síður sem á einhvern hátt fjalla um fótbolta (kop.is líka) ef þú hefur ekki skráp fyrir smá grín, hversu lélegt það nú er ; )

 48. ef þú hefur ekki skráp fyrir smá grín…

  Verð nú að segja fyrir mitt leiti, ef þetta er “grínisti” þá held ég að hann verði fljótt atvinnulaus.  Sé ekki snefil þarna inni sem fær mann til svo mikið sem hreyfa munnvikin upp á við.  Kannski grætur einhver úr hlátri við að lesa eitthvað um að Elokobi sé vöðvastæltur.  Eða að Peter Crouch sé mjög hávaxinn.  Eða Walcott fljótur.  Úff, þetta er bara vont og ekki svo lítið sem snefill af einhverjum húmor (og þetta er ekki þannig vegna ummæla um  “dýfingameistarann”).  Vona svo sannarlega hans vegna að hann sé eitthvað smá fyndinn svona face to face, því ekki er hann það á prenti.

 49. Annars finnst mér innleggið frá Sigga hér að ofan alveg frábært og gott innlegg í þessa “dýfingar” umræðu alla saman.  Það er alveg magnað hversu mikið varnarmenn komast upp með að falla auðveldlega og bara í rauninni fáránlega lítið fjallað um það.  Þetta er svo einföld útleið fyrir dómara til að komast hjá einhverjum erfiðum og vafasömum aðstæðum.  Hversu oft sjáum við bara dæmt á “eitthvað” eftir hornspyrnu og enginn veit í rauninni á hvað var dæmt?  Það er ekkert fjallað um það eftir leikina, því þetta gerist svo oft.  En þetta er bara örugg leið fyrir dómarann til þess að komast hjá gagnrýni.

 50. Algjörlega sammála Steina í 61.

  En að öðru fyrst þetta er opinn þráður: Hversu margir eru eingöngu á twitter til að komast í “twitter dagsins” hvort sem er á mbl eða fótbolta.net? Minnir mig á moggabloggið þegar það var upp á sitt versta þar sem margir twitta eingöngu til að komast í “twitter dagsins” og fá fría auglýsingu á sitt twitter-svæði

 51. Og í stöðunni 3-1 fóru þeir með 10 menn í sókn og fengu á sig 3 auka mörk

  Ég hef greinilega verið að horfa á annan leik á milli þessara liða en þú.  Gat nú ekki séð að ManYoo hafi hent 10 mönnum fram, þeir voru einfaldlega sundur spilaðir allan leikinn.  Ég veit heldur ekki betur en að Liverpool hafi átt flest skot í rammann á þessu tímabili og flest færi sköpuð.  Menn eru bara ekki að klára þau og það telur bara ekki að eiga flest skot í stöng eða skapa sér flest færin, ef menn ná ekki að nýta þau.  En það hlýtur samt að segja okkur það að menn eru að reyna að sækja og að menn séu ekki að sætta sig við jafntefli.  Finnst persónulega þessir punktar hjá þér vera fáránlegir.  Heldur þú að menn ákveði hreinlega að brenna af þessum færum af því að menn “sætta” sig við jafntefli? 

  Arsenal eða man.utd mundu aldrei skýla sér bak við þá afsökun og þeirra lið geta tekið inn 4-8 nýja leikmenn á ári og samt staðið undir væntingum. Af hverju ekki við?

  Ertu að reyna að halda því fram sem sagt að Arsenal eða ManYoo hafi þurft að fara í gegnum sömu uppbyggingu og Liverpool undanfarið?  Man ekki eftir svona stórum breytingum á lykilmönnum þeirra liða á einu tímabili.  Auðvitað er þetta ekki ideal, en nærðu samt ekki punktinum um að þegar jafn margir leikmenn eins og raun ber vitni um, eru nýjir hjá félagi, að það taki einhvern tíma að slípa hlutina til?  Reyndar finnst mér spilamennska okkar á köflum hafa sýnt það að liðið hafi slípast hraðar til en menn gerðu sér vonir um.  Það eru fyrst og fremst tveir leikir (Spurs og Swansea) þar sem alltof mikið hökt var á liðinu í sóknaraðgerðum.  Enn og aftur komum við að þessari staðreynd sem hefur háð okkur svaðalega, þ.e. að nýta þessi helvítis færi okkar.

  Og gerði það besta úr því sem orðið var en núna með plús 100m í eyðslu, ekkert er að ganga og hann notar alltaf mennina sem hann keypti og skiptir þeim aldrei útaf.

  Skil ekki hvað menn fá út úr þessu, hreinlega skil það ekki.  Eyðslan hlýtur að teljast vera nettó talan úr kaupum og sölum, ekki satt?  Og hvað viðkemur seinni hluta fullyrðingar þinnar, þá er best að fara aðeins yfir málin:

  Swansea:  Henderson skipt útaf í hálfleik, Carroll á 75 mínútu, Bellamy inná (aðeins meira en 3 mínútur).  Coates á bekknum og kom ekki inná.  Adam, Surárez, Enrique og Downing spiluðu allan leikinn (NB aðeins 3 skiptingar eru leyfðar í hverjum leik)

  WBA:  Suárez skipt útaf á 82 mínútu fyrir Bellamy (aðeins meira en 3 mínútur).  Coates allan tímann á bekknum.  Henderson, Downing, Adam, Carroll og Enrique spiluðu allan leikinn (Adam og Carroll skoruðu mörkin)

  Stoke:  Suárez skipt útaf á 89 mínútu, Bellamy inn á 82 mínutu (aðeins meira en 3).  Coates, Henderson og Carroll spiluðu allan leikinn.  Adam allan tímann á bekknum og Downing og Enrique ekki í hóp.

  Norwich:  Bellamy útaf fyrir Henderson á 69 mínútu (örlítið meira en 3), Downing útaf fyrir Carroll á 80.  Enrique, Suárez og Adam spiluðu allan leikinn (enn bara 3 skiptingar leyfðar).  Coates ekki í hóp.

  ManYoo:  Henderson skipt inná á 57 mínútu.  Enrique, Downing, Adam og Suárez spiluðu allan leikinn.  Carroll og Bellamy á bekknum allan tímann og Coates ekki í hóp.

  Everton:  Adam skipt útaf á 67 mínútu, Downing útaf fyrir Bellamy á 67 mínútu (aðeins meira en 3) og Henderson inn á 88 mínútu (NB enn þessi asnalega regla í gangi með að það eru bara 3 skiptingar leyfðar).  Enrique, Suárez og Carroll spiluðu allan leikinn (tveir síðast nefndu með mörkin) og Coates allan tímann á bekknum.

  Wolves:  Henderson skipt útaf á 71 mínútu og Suárez á þeirri 81.  Enrique, Downing, Adam og Carroll spiluðu allan leikinn.  Coates og Bellamy allan tímann á bekknum (pínulítið minna en 3 mínútur).

  Brighton:  Suárez skipt útaf á 75 mínútu.  Coates og Bellamy spiluðu allan leikinn (pínku meira en 3).  Downing og Carroll á bekknum allan tímann.  Henderson, Enrique og Adam ekki í hóp.

  Tottenham:  Coates inná á 27 mínútu, Downing út á 70 og Suárez út fyrir Bellamy á 70 (more than 3?).  Enrique, Henderson, Adam og Carroll inná allan tímann (helvítis 3ja skiptinga kerfi).  Bellamy á bekknum allan tímann.

  Stoke:  Henderson út fyrir Bellamy á 67 (þessar þrjár mínútur lengi að líða?), Carroll inná á 67.  Enrique, Downing, Adam og Suárez inná allan tímann (3ja skiptingakerfiðjúnó).  Coates á bekknum allan tímann.

  Bolton:  Henderson út á 76 og Suárez út fyrir Carroll á 77.  Enrique, Downing og Adam inná allan tímann (Kenny, farðu nú að gera eitthvað í þessu 3ja skiptinga kerfi).

  Exeter:  Carroll inn á 22 mínútu, Suárez út fyrir Downing á 59 og Adam út á 77 (3 skiptingar anyone?).  Henderson spilaði allan leikinn.  Enrique á bekknum allan tímann.

  Arsenal:   Carroll út fyrir Suárez á 71 mínútu.  Enrique, Henderson, Downing og Adam inná allan tímann. 

  Sunderland:  Henderson útaf á 61 og Suárez út á 75.  Enrique, Downing, Adam og Carroll inná allan tímann.

  Þannig að ég sé alveg strax að þessi fullyrðing stenst algjörlega.

  En ég er ekki stjóri hjá LFC en mér segir sá hugur að ef við verðum ekki í 5. sæti í janúar eða ofar, þá fari Suarez að tjá sig um það að það hafi alltaf verið draumur hans síðan hann var ungur að spila á spáni eða ítalíu (þið ráðið hvaða lið hann nefnir) og núna finnist honum kominn tími til að láta þann draum rætast.

  Já, er það vegna þess hvernig hann hefur verið í gegnum tíðina.  Var hann ekki búinn að vera mun lengur hjá Ajax en menn bjuggust við, gríðarlega mörg lið á eftir honum, en hann fór ekki strax þó svo að Ajax hafi nú ekki alltaf verið upp á sitt besta.  Hann hefði getað verið miklu styttra þar, en hann sýndi sínu félagi virðingu til enda, og er hann líka mjög virtur þar.  Hann kom svo fram síðast í morgun til að tala um hversu ánægður hann sé með lífið og tilveruna hjá Liverpool, vill helst lengri samning.  Þó svo að við vitum alveg að hjá fótboltamönnum í dag, er lítið um loyalty, þá finnst mér engu að síður algjör óþarfi að mála skrattann á vegginn og gera mönnum upp skoðanir og ummæli.

  Það er eitt að gagnrýna hlutina, bara alveg sjálfsagt mál.  En maður hefur oft sagt það og heldur því áfram, gagnrýni verður að vera framsett á sæmilega góðan hátt svo á mark sé á takandi.  Því fer víðs fjarri hjá þér ari.  Auðvitað á maður ekki að svara svona dæmi, en ég held bara að við þurfum öll sem eitt að pæla aðeins í þessu, þ.e.a.s. hvernig við gagnrýnum og hvað býr að baki. 

 52. Veit ekki með hvernig menn horfa á þetta Páló, en ég get ekki séð að menn séu að fá neitt út úr því að auglýsa sitt Twitter svæði.  Ekki eru menn að selja auglýsingar eða neitt slíkt, þannig að ég veit ekki af hverju menn ættu að vera að reyna að auglýsa það eitthvað.  Maður Twittar fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og til þess að eiga samskipti við aðra sem eru með svipuð áhugamál.  Hvort menn komist í Twitter dagsins einhvers staðar held ég að skipti ekki nokkru einasta máli.

 53. Tessi daniel geir er h@/fviti og ofyndnasti sjalfskipadi grinisti sem eg hef a aevinni rekist a

 54. Ekki er enska knattspyrnusambandið að auðvelda okkur leiðina að Wembley með því að setja leik Chelsea og Liverpool á þriðjudag, eftir leik Liverpool og City á sunnudegi. Dalglish að gefa í skyn að mögulega munum við stilla upp mjög ungu liði vegna þess. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-critical-of-cup-tie-date

  Ég get ekki annað en verið sammála Dalglish – ef FA er farið að stilla þessu móti upp með hliðsjón af því að þetta sé bara varaliðakeppni, þá geta þeir varla gagnrýnt lið fyrir að nota varaliðin sín í hana. 

 55. Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að ég er alveg lööööngu hættur að lesa fotbolta.net.
  Fyrir mér er þessi síða bara á sama stað og “fréttir” eftir henry birgi þarna vibba.
   
  Ótrúlega miklir scum sneplar. Þessi dýfingaherferð hjá gamla alkóhólista og hans félögum fer óendanlega mikið í pirrurnar á mér. Og menn taka þetta upp svo gjörsmlega án þess að pæla í því. Enda finnst þeim það ekki leiðinlegt. Og ekki láta mig byrja á sammarinn.com. Allar þessar síður þykjast vera hlutlausar en samt eru ekkert nema scummarar að skrifa þarna inn og ég bara nenni ekki að lesa það. Eftir allan þennan tíma þar sem þetta lið hefur verið með titil í áskrift eru þessir gloryhunterar alls staðar. Hrokinn í fyrirrúmi og ég nenni ekki að hlusta á þetta pakk
   
  En það er kannski bara ég 🙂

 56. Hvernig ætli standi á því að Scummararnir hata Benitez svona mikið en segja yfirleitt ekkert neikvætt um woy eða Daglish?

 57. Ég man nú einmitt sérstaklega eftir því hvað Man utd menn vildu endilega að Liverpool gerði ævisamning við Benitez, svo vonlaus þótti þeim hann. Benitez var stór baggi á Liverpool liðinu undir lokin. Ég er ekki að segja að allt hafi verið honum að kenna, heldur betur ekki, en hann var stór hluti og alls ekki undanskilinn.

 58. Þetta er nú bara ein ógeðslegasta mynd sem ég hef séð: 
  RITSKOÐAÐ Jónus come on, linkur á The S*n með mynd af Gary Neville. Líklega versta sem gert hefur verið á þessari síðu. (Babu).

 59. Lárus # 69

  það var liðið hans sem vann þá 1-4 á old – Trafford 😀 og það kannski nærst versta niðulæging scums á heimavelli 😀 frá upphafi 😀 

 60. Já sorry Babu… þegar þú leggur þetta svona upp þá sé ég hvað þetta er fáránlega óviðeigandi. Gott að vita af þér á “tánum” hérna….

Opinn þráður

Stjórnun Liverpool – vond eða góð?