Liðið gegn Swansea

Byrjunarliðið er komið og það er óbreytt frá síðustu helgi, eins flestir bjuggust við:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Suarez – Carroll

Bekkur: Doni, Kelly, Coates, Spearing, Maxi, Kuyt, Bellamy.

Sterkt lið, sterkur bekkur – nú er bara að taka þennan leik! Koma svo!

70 Comments

 1. Mér lýst mjög vel á þetta. Sóknarsinnaðir bakverðir, aðeins einn holding midfielder (reikna með því að C.Adam verði duglegur fram á við og skemmtilegir kantarar (Downing setur eitt á eftir eða leggur upp, ég lofa því).
   
  Vonandi byrja þeir af krafti og setja eitt á fyrstu 10 mínútunum. Þá verður þetta veisla, annars gæti þetta orðið erfitt ef fyrsta markið lætur á sér standa.
   
  Ein spurning samt, var eitthvað búið að staðfesta meiðsli Gerrard og hve lengi hann verður frá?
  Ég er einungis búinn að sjá hann á forsíðum slúðurblaða þar sem sagt er að hann verði mögulega frá í tvo mánuði til viðbótar…

 2. Ég vil sjá Maxi fá tækifæri í þessum leik.. Er mjög ánægður með byrjunarliði fyrir utan það að ég væri alveg til í að sjá Kelly þarna í stað Johnson

 3. Já þetta verður spennandi, langar í þrennu frá Saurez en maður fær náttúrulega ekki allt sem maður vill.

  En hefur einhver fundið góðan Sopcast link á leikinn?  

 4. Þetta verður spennandi að sjá. Flott uppstilling og sóknarsinnað lið. Tökum þetta örruggt 2-0 með mörkum frá Suarez og Adam.

 5. 100% sammála að hafa óbreytt lið frá wba leiknum.  Koma svo, nýta færin 30 sem við fáum í þessum leik.

  YNWA

 6. Carroll verður bara að skora úr svona færi, þessi færanýting liverpool er alveg með ólíkindum, þetta verður bara verra með hverjum leiknum.

 7. Getur einhver sagt mér þessi rauðu merki standa fyrir sem allir leikmenn eru að spila með um þessar mundir?

 8. Það er minningarmerki um fallna breska hermenn í stríðinu.
   
  Þessi leikur svipar mjög mikið til Norwich leiksins og það boðar ekki gott :/

 9. jæja, þá eru swansea menn farnir að tefja, og við nýtum ekki færin.  Róandi takk fyrir

 10. Ætli það sé annar Norwich leikur í uppsiglingu? Það kæmi mér allavega ekki á óvart miðað við byrjun þessa leiks.

 11. Lyktar af 0-0 jafntefli. Ekkert að gerast í þessum leik. Mjög hugmyndasnauður sóknarleikur. pirrpirr
   

 12. swansea bera sko enga virðingu fyrir Liverpool og eru alveg eins líklegir til að skora, það segir meira en mörg orð um þessar fyrstu 35 mín.   Leikmenn Liverpool verða að fara að girða sig í brók, ef ekki á illa að fara.  Lykt af norwich leiknum 🙁 trúi ekki að það sama sé að gerast hér.

 13. Mér líkar afskaplega vel við þetta Swansea lið, þeir eru óhræddir við að sækja og sýna af sér góðan þokka. Ég vona að þetta lið haldi sér uppi og haldi áfram að þróa sig næstu árin.

 14. arsenal með 5 marktilraunir á móti wba og tvö mörk, Liverpool með 10 marktilraunir og eitt skot á rammann. :-/  SHIT ! !

 15. Þeir eru of kurteysir okkar menn.  Það vantar “killerinn” í þá til að taka af skarið! 
  Þeir eru að dribbla boltanum allt of mikið.  

 16. Rosalega vantar okkur betri kantmenn í þetta lið, menn með hraða og getu til þess að taka menn á. Það er sorglegt að horfa uppá þetta færanýtingu hjá þessu liði.

 17. Okkur sárvantar einhvern slúttara í þetta lið, þessi topplið eru með menn sem þurfa eitt til tvö færi og þá er mark. Okkar mönnum virðist algjörlega fyrirmunað að koma þessum boltum í netið, ég er hættur að kalla þetta óheppni, vantar bara meiri gæði í skotin.

 18. Mikið vorkenni ég þessum greyjum sem að borguðu sig inná leikinn og þurfa svo að horfa á Charlie Adam spila fótbolta. Eða öllu heldur horfa á hann ekki spila fótbolta.

 19. Fullt af færum og markið kemur á fyrsti 10 mín seinni hálfleiks.
  Kóngurinn gefur klassa tips um hvernig skuli setjann : )
   
  Kóngurinn sagði sjálfur í viðtali fyrir leikinn að leikmenn og áhorfendur yrðu að vera þolinmóðir í þessum leik, Swansea spila pass and move og eru erfiðir mótherjar.
   
  Setjum 2 í seinni !

 20. Held að við verðum bara að fara að sætta okkur við að Liverpool er bara ekki með það gott lið að það geti valtað yfir andstæðingana sma hvað þeir heita,svo finnst mér að menn mættu aðeins fara að slaka á lýsingarorðunum,ef við vinnum leik þá erum við besta lið í heimi,ef við töpum leik þá eru allir sem koma nálægt liðinu aumingjar!!!

 21. Svakalega er þetta átakanlega slakt hjá okkar mönnum.  Vantar leiðtoga á miðjuna.  Menn klappa boltanum of mikið.  Of margar snertingar

 22. Mikið rosalega vantar okkur alvöru stuðningsmenn inn á þessa síðu sem eru ekki sívælandi og grenjandi.

 23. mér finnst kanntarnir ekki vera að gera mikið.
  Henderson er bara enginn kanntari. Væri mikið til í að Kóngurinn myndi skipta Hendrson út fyrir Bellamy. Fyrir 60 min. ekki á 80 min. eða eitthvað álíka.
  Svo væri maður nú allveg til í að fara að sjá 4231 kerfið hans Benitez aftur. Þetta 442 kerfi með þessa “kantmenn” sem við höfum er bara ekki að gera sig….
  En hvað veit ég 🙂 

 24. Leikurinn er ekki búinn. En það er strax farið afhausa menn hægri vinstri. Taugaveiklunin algjör.
   
  Og það sem meira er, yfirburðir Liverpool eru algjörir og með smá meiri áræðni kemur þetta.

 25. Freysi #38, þá er wes brown búin að uppfylla eina klásúlu í sölu hans frá scum til sunderland 😉

 26. Tetta er otrulega lelegt. engin skopun, engin faeri og engin stemmning. Faum Andy ut og Bellamy inn svo vid hreinlega topum tessum leik ekki. Tetta er Swansea for crying out loud!

 27. Hvað þarf kóngurinn að horfa upp á marga svona leiki til að sjá að þeta vængspil er ekki að gera sig? Við erum ennþá, að ég held, með flestar fyrirgjafir í deildinni en ekkert einasta mark hefur komið upp úr þeim. Liðið er miklu hættulegra þegar þeir spila sig í gegnum miðjuna. Ekki einu sinni Carroll er búinn að nýta þessar háu sendingar, hans mörk hafa komið eftir stungusendingar eða lágar sendingar inní. Þeir taka jafnvel við honum í góðri stöðu við teiginn og senda hann síðan út á vængina, burt frá hættusvæðinu. Það er ótrúlegt að horfa upp á þetta. 

 28. Það er nákvæmlega ekkert í gangi í leik liðsins, sennilega lélegasti leikur liðsins á öllu tímabilinu. Inn með Bellamy og jafnvel Maxi líka.

 29. Liverpool er lélegra liðið síðustu 15 mín. Heppnir að vera ekki undir, Reina að bjarga okkur, úff. 🙁

 30. Þykir það miður en ég verð að benda á það augljósa,það hefur í rauninni ekkert breyst frá því í fyrra,hitteðfyrra,árið þar áður eða  lengra aftur í tímann,þetta er sama meðalliðið og það hefur verið undanfarin ár þrátt fyrir óhemju peningaeyðslu!!! 

 31. úff þetta er átakanlegt, það er eins og oft mikið action í kringum downing en kemur ekkert út úr því…. andy carroll átti að skora í fyrri en gerir víst lítið þegar ALLIR krossar fara beint á markmann eða í fyrsta varnarmann…. varnarvinnan á miðjunni er átakanleg..
   
  Fá Bellamy þarna inn með golfkylfuna og reyna berja smá líf í menn! Tökum þetta 3-0 eftir góðan endasprett

 32. Ég er enginn sérfræðingur en mér finnst vanta verulega upp á samspilið. Ég skil ekki almennilega afhverju t.d. Maxi kemur ekki inn þegar aðrir virðast ekki geta sett saman fleiri en tvær til þrjár sendingar áður en einhver gerir mistök. Swansea eru annars með fínt lið og engin skömm að valta ekki yfir þá í dag.

 33. Liverpool á náttúrulega ALLTAF að vinna swansea vandræðalaust á anfield!!!

 34. jæjaaaaa….það mætti alveg fara fá ferska fætur og þyngja sóknina

 35. það liggur alveg fyrir að miðjan hjá okkur er búin að vera vond. Og ég veit ekki hvor er búinn að vera verri, Adam eða Lucas.

 36. Ekki veit ég hvort er verra leikur Liverpool eða þessi vælukór sem er hér að tjá sig.

 37. Auðunn eiga menn að vera sáttir með þessa frammistöðu ? Farðu og vertu boltasækir fyrir Downing, hann þarf á því að halda.

  Við tökum þetta á síðustu 15, koma svo!! 

 38. Af hverju erum við ekki yfir? hrmmp þeir fá að gera allt of mikið

  Koma svo!!

 39. Ef þessi leikur sýnir okkur eitthvað þá er það það að við munum eiga í verulegum vandræðum með að komast í hóp fjögurra efstu í maí!!!

 40. Veit ekki með þessa taktík að spila sama liðinu leik eftir leik og skipta aldrei inná?
  en vonandi kemur eitt rautt mark á næstu mínútum.  

 41. Var ég að segja að ég væri sáttur ??? Liðið er ekki að spila vel en leikurinn er ekki búinn og það er bara fáránlegt hvað menn eru neikvæðir hérna búið að vera frá fyrstu mínútu í þessum leik og menn alltaf að heimta að Liverpool vinni alla leiki 5-0. Kominn tími til að menn átti sig á því að við erum ekki meistara höfum ekki verið en erum vonandi að nálgast það smátt og smátt. Það er lámark að menn reyni nú að vera stuðningsmenn á meðan leik stendur. Reynum svo að vera með uppbygginlega gagnrýni ekki ” Carrol er ekki 35 milljón punda virði frekar en ég” eða “Mikið vorkenni ég þessum greyjum sem að borguðu sig inná leikinn og þurfa svo að horfa á Charlie Adam spila fótbolta. Eða öllu heldur horfa á hann ekki spila fótbolta.”

 42. Það er virkilega farið að draga af Adam…..er virkilega ekki leyfilega að skipa inná þremur mönnum?

 43. Sýnist það að Kenny þurfi að hætta með þessa helv*** stefnu að kaupa alltaf breska leikmenn
  Þeir geta flestir ekki rassgat.
  Fá inn einhverja almennilega útlendinga.
   

 44. Sæmi , Michel Vorm er bara að eiga sinn venjulega leik , hann á alltaf stórleik

 45. það er hver einasti leikmaður liverpool að spila undir getu og það er svo augljóst að ef suarez er ekki að spila vel þá getur þetta lið ekki neitt

 46. hvað á að gefa þessum einstaklingum sem eru með áskrift í liði marga sénsa…. þarf að hrista í þessu og athuga hvort við getum ekki fengið að sjá t.d. maxi eða bellamy í byrjunarliðið og hvað er málið eiginlega með þetta lið miðað við liðið í fyrra þegar kóngurinn með “crappy” lið gat spilað bolta sem var gaman að horfa á og það voru skoruð mörk en núna er eitthvað stórmerkilegt að…….
   
  hvað er að gerast.

 47. Það sem mér fannst sérstaklega óskiljanlegt, er það að í hvert skipti sem sendir voru krossar á fjær þá vann Carrol alltaf boltann og skallaði hann út í teiginn.

  Adam, Suarez, Downing og Henderson voru bara alls ekki nógu grimmir, það var aldrei neinn inni í boxinu til þess að dúndra þessu inn.

  Lampard hefði sett svona 3.

 48. ég sé allveg rosalega eftir Torres þar sem hann var alltaf hreifanlegur og galdraði bara nánast mörk stundum

Swansea á morgun

Liverpool 0 Swansea 0