Swansea á morgun

Síðdegis á morgun taka okkar menn á móti nýliðum Swansea City á Anfield í elleftu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.

Um nýliðana er ekki of mikið að segja. Þetta er mikið stemningslið sem hefur fengið hrós fyrir að leika sama skemmtilega sóknarboltann í Úrvalsdeildinni og skilaði þeim upp úr Championship-deildinni í vor. Það virðist líka vera að skila árangri því fyrir þessa umferð sitja þeir í 10. sæti deildarinnar með 12 stig úr 10 leikjum.

Hins vegar hefur megnið af þessum stigum þeirra komið á heimavelli. Í fimm leikjum þeirra þar hafa þeir unnið þrjá og gert tvö jafntefli, og eru enn taplausir heima. Á útivelli hafa þeir hins vegar aðeins náð einu jafntefli og tapað fjórum, eru sigurlausir, þannig að á pappírnum á þetta að vera skýr krafa um þrjú stig frá okkar mönnum á Anfield á morgun.

Ég hef ekki séð þetta Swansea-lið mikið en miðað við það sem mér er sagt, og það sem ég heyrði hjá Magga í síðasta Podcast-þætti okkar, er ekki við öðru að búast en að nýliðarnir muni reyna að sækja á Anfield líka. Þeir hafa lagt traust sitt á sóknarboltann hingað til og fara eflaust ekki að breyta því núna.

Þá er vert að nefna að í þeirra röðum er enski miðjumaðurinn Scott Sinclair sem hefur verið orðaður við Liverpool að undanförnu. Ég legg ekki mikið traust á það, þótt hann sé uppalinn í unglingaliði Chelsea undir stjórn Steve nokkurs Clarke sem er nú aðstoðarstjóri Liverpool, en það verður samt áhugavert að fylgjast með honum á morgun. Sinclair er næst markahæstur í liði Swansea með 3 mörk í deildinni í vetur, framherjinn Danny Graham er markahæstur með 4.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að fyrirliðinn Steven Gerrard verður frá með sýkingu í ökkla næstu 3-4 vikurnar og varafyrirliðinn Jamie Carragher er tæpur fyrir þennan leik. Ég held að Carra verði í mesta lagi á bekknum á morgun, þar sem Skrtel og Agger léku feykivel saman gegn West Brom úti um síðustu helgi og eiga skilið að halda áfram saman. Það eina sem ég set spurningarmerki við er vinstri kanturinn hjá okkur; þar hefur Stewart Downing átt nokkra slaka leiki í röð og utan vallar bíður Cardiff-maðurinn Craig Bellamy eftir að fá séns í þessum leik.

Ég ætla að spá því að Bellamy fái sénsinn og liðið verði sem hér segir:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Bellamy

Suarez – Carroll

Bekkur: Doni, Carra, Kelly, Spearing, Downing, Kuyt, Maxi. Vel mannað.


MÍN SPÁ: Ég var svo sem búinn að lýsa þessu yfir í podcastinu en ég held að þetta ætti alveg að geta verið 3-0/4-0 sigur fyrir okkur. Það er lykilatriði að halda hreinu á morgun, festa vörnina aðeins í sessi eftir að hafa lekið mörkum í upphafi móts, og svo bara hlýtur að koma að því að við tökum eitthvað lið og nýtum flest okkar færi gegn þeim. Þá verður það flenging og ég spái henni á morgun.

4-0 fyrir Liverpool. Suarez skorar, Carroll skorar, Bellamy skorar og svo sólar Enrique svona átta manns og vippar yfir markvörðinn (með hægri) í uppbótartíma. Allir sáttir. 🙂

Koma svo!

31 Comments

  1. Algjörlega skýr krafa um 3 stig og kominn tími á að skora 3+ mörk á morgun. Held líka að KD stilli þessu svona upp eins og Kristján Atlli gerði. Ég væri samt til í að sjá liðið svona;
     
                  Reina
    Johnson Skrtel Agger Enrique
             Lucas Adam
    Maxi    Suarez   Bellamy
               Carroll

  2. 2-0 sigur og algjör skylda að vinna þetta solid, verðum að halda áfram að sýna það að við getum lokað á þessi “minni” lið eins og við gerðum gegn WBA, ætla segja að Suarez setji fyrsta markið og Bellamy klári seinna.

  3. Ég vil sjá Maxi og Bellamy koma inn fyrir Lucas og Downing. Setja Hederson á miðjuna með Adam og hafa Bellamy og Maxi á köntunum að mata Suarez og Carrol. Ég held að það sé ekki mikil þörf á Lucas í þennan leik og Adam og Hendo ættu að geta séð um þessa miðjubaráttu.

    Svo verðum við vonandi með þá Skrtel og Agger saman og þá höldum við þess hreinu aftur.
    Spái þessu 4-0

  4. Sannfærandi sigur vill maður sjá á morgun. Halda hreinu og Setja 2-4  í netmöskvann væri fínt.

  5. Ég vill að Suarez nái sér úr þessari markalægð. Hann er búinn að vera frábær en hann verður að taka 2-3 mörk bara til að segja fólki að halda kjafti.

  6. Ég vill sjá Maxi, Bellamy, Henderson og Carrol í byrjunarliðinu. Lucas á ekki að vera nauðsynlegur í þennan leik.
     
    Þessi leikur á að vera þriggja marka skyldusigur og ætla ég að spá honum 4-1. Adam með tvennu, Suarez og Agger með sitthvort.
     
    YNWA

  7. Þótt við höfum unnið öruggan, verðskuldaðan og síst of stóran sigur á WBA á síðustu helgi þá vil ég ekki meina að eitthvað rúst sé framundan. Það er ekki eins og stöðugleikinn, færanýtingin og vörnin séu bara orðin pottþétt eftir sigur á Woy of the Wovers. Minni á að síðasti heimaleikur fór 1-1, gegn svipuðu liði. Held við ættum að róa okkur í kröfum um 3/4-0 og biðja bara um sigur. Ég yrði manna sáttastur ef liðið myndi setja slatta af mörkum en á þessum tímapunkti snýst krafan mín aðeins um 3 stig. Hvort sem það verði 1-0 eða 4-0.

  8. Segji 3-0 4-1 segja að Andy carrol kallinn skori 2 hérna Suarez eitt og Downing eitt,ég vil fyrst og fremst að við höldum hreinu,það má ekki vanmeta svona lið og það vita allir,ef við tökum þetta öruggt þá er ég sáttur og líka halda hreinu.                                                                                                                  
                                        

  9. Ég vill sjá sama lið og vann wba, það á ekkert að vera að hræra íliðinu bara til að hræra í því, á meðan liðið er að vinna leiki.  Það eru 11 menn í sigurliði, og 11 menn í tapliði.  Skiptir engu þó svo við viljum meina að einhver sé í “llægð” eða ekki nógu góður. 

     Mér finnst þessi gagnrýni á Downing alls ekki réttmæt, hvað þá á Carrol.  Meðan LIVERPOOL vinnur leiki, þá er ég sáttur.  Þeir mættu þess vegna allir 11 vera í “lægð” fyrir mér ef LIVERPOOL heldur áfram að sigra leiki.

     Spái þessum leik 4-1.  fyrir LFC, vona samt að við náum að halda hreinu.

     YNWA    

  10. Þetta getur ekki verið flókið – haldið ykkur við umræður um efni pistilsins nema um opna þræði sé að ræða. Sjá reglur Kop.is áður en menn skrifa ummæli hér inn. Við getum ekki verið stífir á reglunum en slakað svo á þeim þegar um United-brandara eða Simpsons-fréttir er að ræða. Reglur eru reglur og hér er verið að ræða leikinn við Swansea á morgun og ekkert annað. Það er hægt að ræða allt annað í heilum tveimur opnum þráðum frá því fyrr í þessari viku. Vinsamlegast virðið reglurnar.

  11. Góður sigur í síðasta leik, ég trúi því að Liverpool sé komið á beinu brautinna og að leikurinn fari 5-0. Held að þetta verði leikurinn sem allt smellur saman 🙂

  12. Tvö mörk frá Carroll á morgun. Annars megið þið níðast á þessu “commenti”!.
    Annars glæsileg upphitun og nauðsynlegt að vinna á morgun. 🙂

  13. Þetta er leikurinn sem Downing brýtur múrinn og hrekkur í gang. Held að það myndi henta honum vel að mæta Swansea þar sem þeir spila hugsanlega framar en lið eins og Man Utd, Stoke eða Blackburn sem spila með aftarlega með 5-6 miðverði. Myndi alveg sjá Bellamy úti á hinum kantinum. Carroll og Suarez frammi. Lucas og Adam á miðjunni.
     
    Spái 2-1 fyrir Liverpool. Suarez og Downing með mörkin.

  14. #13 Gísli
    “Andy Carroll skorar. Sáuð það hér fyrst.”. Ég sá það fyrst í leikskýrslunni reyndar. 
    En þetta er skyldusigur. Fleiri mörk gefa meira feelgood en 3 stig eru það sem þetta snýst um. Halda áfram að safna stigum, halda í við/minnka muninn á liðin fyrir ofan okkur. Þetta verður ekkert flókið annars, sama lið og vann WBA.  

  15. Já, Suarez mætti fara að nýta skotin sín betur enda er drengurinn með verstu skotnýtingu “topp”sóknarmanns í deildinni,.. man ekki hvort að það voru heil 12% á meðan að Aguero er með 40%

  16. sit á Hampton, Hilton hótelinu í Liverpool… Í fyrsta skiptið, með pabba og føðurbróðir mínum
    ég spái 4-0 fyrir okkar monnum
    COME ON YOU REDS! 

  17. Alveg klárt í mínum huga að Downing byrjar þennan leik og ef einhver breyting verður á liðinu mun Henderson detta út fyrir Kuyt eða Bellamy.

    Við erum að fara að sjá 4-4-2 og lið sem spilar fótbolta á móti okkur, vona að færanýtingin hrökkvi nú í gír en er ekki að fara að lofa því.  3-1 sigur í leik sem býður upp á mikið af góðum fótbolta.

  18. suarez verður eiginlega að skora á morgun.  Ef hann gerir það ekki fer hann að detta dálítið í áliti.  Maður gerir jú þá kröfu til toppklassa sóknarmanna að þeir skori reglulega og þá sérstaklega gegn minni liðum.

    Vona líka að Bellamy fái að byrja.  

    Held að leikurinn fari 3-0.  Þetta er skyldusigur. 

  19. Það verður sama lið og í síðasta leik. Henderson er ekki að fara að detta úr liðinu enda búinn að spila vel síðustu tvo leiki. Sigur og ekkert annað kemur til greina. Þetta verður áttundi leikur liðsins í röð án taps (6 sigrar og tvö (ósanngjörn) jafntefli). Þetta lið er á svaka skriði (“rönni”).

  20. Nú opnast flóðgáttir.6-0. Carrol með þrennu. Fallegur draumur sem mun rætast. Stangarskotin hljóta að færast þessa tvo sentimetra sem vantar á réttan stað. Þ.e. í netið.

  21. Menn eru bjartsýnir, svo sem engin ástæða til annars. Ég ætla að búast við erfiðum degi á Anfield. 1-0 og Luis Suarez skorar dramatískt sigurmark.

  22. Alveg sammála Kristjáni Atla með upstillinguna og 3til5-0. Mér hefur fundist Maxi hægja á spilinu en hann þarf að spila meira vegna þess að hann getur skorað en sjáum hvað KD the king gerir.

  23. Er alltaf hræddur við svona leiki, þar sem talað er um skandal ef liðið vinnur ekki. Vonandi höldum við áfram á þessari sömu braut því hún er sú rétta, að skapa sér fullt af færum!

    2-0, Suarez og Adam. 

  24. Bara láta ykkur félagana vita ad eg er fyrir utan Anfield á park ad fara á leikinn, áfram Liverpool!!!! YNWA

  25. 27# trúi þer ekki! Þá ættir þú að vera búinn að drekka of mikið af bjór til að geta skrifað þessi ummæli án stafsetnigarvillna 🙂

  26. er það það eitthvað tegnt að vera alki og halda með Liverpool ?

    við tökum þennan leik eftir að hafa lennt undir 0 -2 suarez skorar síðan þrennu og carrol bætir við 4-2 

Nýr haus

Liðið gegn Swansea