Nýr haus

Nýjir tímar – nýr haus á Kop.is. Enn og aftur er það Kristinn Geir, sem á heiðurinn að hausnum hérna á Kop.is og við þökkum honum fyrir!

30 Comments

 1. Þetta lítur mjög vel út.  Verð þó að benda á eitt lítið atriði sem gerir hausinn of stórann, það er að Titillinn Liverpool bloggið er of langt til hægri (þ.e.a.s. CSS eigindið) og þar af leiðandi fer undirtitillinn íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi í næstu línu ef þannig má að orði komast…
  Ég er sjálfur í vefsíðusmíð með WordPress og Firebug leysir þetta vandamál með því að setja width á #site-title eigindinu í CSS t.d. í 500px í stað 700px.
   
  Tek það fram að ég nota Firefox og þetta birtist svona hjá mér, gæti verið að þetta sé í lagi í öðrum vöfrum…

 2. Gott að hafa svona “Technical Red Army” til taks ….

  Góður punktur, þetta er eins og var einmitt að pæla í líka hvort það væri ekki hægt að minnka þetta white-space fyrir ofan, flott ef undirtitillinn myndi færast upp í flútt við titilinn og bannerinn þá með upp.

  Trúi ekki öðru en að Einar og co. kíki á það 🙂

  YNWA 

 3. Mjög flottur haus á flottustu heimasíðu landsins!
  Haldið bara endilega áfram því góða starfi áfram.  Kemur manni í gegnum veturinn 😉
  kv, Manni

 4. Mjög flottur haus!

  ætlaði að skjóta einu að ykkur hérna, sem kemur hausnum á síðunni þó ekki beint við, vona að það sé í lagi.
  Ég er að fara á minn fyrsta leik á Anfield núna á laugardaginn og sjá okkar menn takast á við Swansea. Eru einhverjir sérstakir pubbar sem þið mælið með að maður kíkji á fyrir leik? 🙂

  Væri flott ef einhver reyndur “Anfield-ari” vissi um einhverja flotta staði.

 5. Svo ég fái að skjóta inn annari í spurningu í framhaldi af þessari, er einhver pöbb nálægt oxford street í London þar sem Liverpool menn hittast og horfa á leiki þarna úti?
  En glæsilegur haus og þessi magnaða síða verður bara betri og betri

 6. Jón, The Sandon pöbbinn er líka fínn, kannski eins mikið sungið þar en ekki alveg eins mikið af fólki þar eins og á Park.  Sandon er aðeins lengra frá Anfield, labbar í raun áfram framhjá Park og Anfield.

 7. Ég sé oft að menn eru að spyrja um góða pöbba í Liverpool og hvað er best að gera í svona ferðum. Ég legg til að þessir snillingar sem halda úti kop.is síðunni setji inn færslu eða hreinlega bara link þar sem einhver kunnugur sérfræðingur staðháttum fari yfir hvernig á að gera hlutina. Hvar eru bestu pöbbarnir….hvar er best að versla…hvar á að hita upp fyrir leik og fleira.
   
  Menn reka sig oft á veggi þegar þeir fara út en ég fór út árið1998 og er með lærdóm af misstökum sem ég gerði þar. Skoðunarferð á Anfield er algjört möst ef það er kostur á henni. Mitt ráð til Liverpoolferðalanga er að ef hún er kl 10 laugardagsmorgun ekki drekka ykkur ofurölva á föstudagskvöldi og sofa yfir ykkur og missa af skoðunarferðinni!!! 🙂

 8. Jón, Park er algjör snilld ef þú mætir snemma… allt er orðið TROÐFULLT 2 tímum fyrir leik, og erfitt að komast að… pabbi og mamma eru að fara á þennan leik með vinum sínum svo ég mun ekki horfa á þennan leik til að bíta í það súra epli að kallinn hafi ekki boðið mér með.. hef farið 2 !

 9. Sammála Fóa hér að ofan… Það væri rosalega flott ef það væri svona “what to do when visiting Anfield list” linkur hérna við hliðin á. Væri frábært ef Ssteinn eða aðrir þaulvanir Anfieldfarar myndu gera svona lista með þeirra ráðlegingum fyrir okkur sem óvanir eru Anfield og eru kannski að fara í fyrsta skiptið. Held að það gæti gert góða ferð enn betri. Mætti jafnvel vera Word skjal með punktum sem hægt væri að prenta út.
  Myndi gera frábæra síðu enn betri.

 10. Góð hugmynd Fói með leiðbeiningar og verður eflaust tekið til greina.

  En varðandi þetta (og ég er aðallega með menn eins og mig og Fóa í huga hérna, eða álíka drykkjuhrúta)

  Mitt ráð til Liverpoolferðalanga er að ef hún er kl 10 laugardagsmorgun ekki drekka ykkur ofurölva á föstudagskvöldi og sofa yfir ykkur og missa af skoðunarferðinni!!! 🙂

  Mun betra ráð er að sleppa frekar skoðunarferðinni alveg, semi ná úr sér þynnkunni og taka leikdaginn allann með style og EKKERT annað á dagskrá en að syngja sig í stuð fyrir leik 🙂

 11. @Kjartan Már. Blessaður bjó út í London og ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að þú finnur engann pub á oxford street til þess að horfa á fótbolta. Þarft að fara út fyrir túristastaðina til að finna góða pubba. Eini staðurinn sem gæti verið að sýna leikinn er Cheer´s pubbinn en mig minnir að hljóðið sé ekki á. Ég myndi prófa að fara til Islington þar er allt vaðandi í pubbum og er ekki nema 10mín með undergroundinu þangað.

 12. @Kjartan… Þú getur skellt þér á Walkabout í Covent Garden sem er innan við 10mín labb frá Tottenham Court Road á Oxford Street(svo er Covent Garden margfalt skemmtilegri ferðamannastaður en Oxford). Walkabout er ekki hefðbundinn enskur pöbb en er mjög góður sportbar með klassa veitingar… Svo mælir stuðningsmannklúbbur LFC í London með þessum stað sem vinveittum Liverpool. 

 13. #10: ‘Bonds’, rétt við Bond Street, 50 metra frá Oxford Street, er heimavöllur nokkurra valinkunna íslendinga í London. Valtýr Björn ku vera fastagestur. Ekkert sérstakur Liverpoolpöbb en fín aðstaða, og bið að heilsa Bjössa ef þú rekst á hann 🙂
  Annars er ‘Ruse’ frábær Liverpool bar í London, 5 mínútna labb frá London bridge. Þar er öllu tjaldað til þegar Liverpool spilar, mæli með honum.

 14. Fyrst menn eru að ræða þetta – hver myndi vera besti staðurinn á Akureyri til að horfa á Liverpool-Swansea á laugardaginn?

 15. Mjög flotttur haus en eitt er aðeins að bögga mig en kannski hverfur það…ég sakna þess að sjá ekki Gerrard o.fl. í hausnum. Mér finnst hálf tómlegt að sjá bara Suarez, þó hann sé auðvitað alger snillingur!

 16. Alla tíð frá því að ég gerði fyrst svona bannera hér á KOP.is hafa alltaf verið aragrúi af mönnum 🙂

  Nú ákváðum við að gera þetta bara aðeins einfaldara en í staðin voru gerðir 4 stk. þannig að kannski innan bráðar poppar inn nýr leikmaður (á annars sama grunni)

  Auðvitað ætti að vera skylda að vera með Kaftein Grjótharðan (Gerrard) í hverjum einasta banner 🙂

   

 17. Líst vel á það Kiddi, þannig að eftir fyrstu þrennu Carroll poppar hann inn í hausinn 😉 Það er flott að hafa fjölbreytni í þessu.  Ég væri líka alveg til í að sjá King Kenny þarna einhverntímann! (kannski eftir sigur á Man City?)

 18. #20 – sé ekki hvernig þetta kemur á óvart.

  Það hlýtur að vera eðlilegt að þau lið sem hafa ekki verið sigursæl í gegnum tíðina séu ofarlega á þessum lista (City, Che, LFC osfrv) á meðan Utd sé frekar neðarlega þar sem þeir hafa verið með áskrift af titlinum síðan fyrir aldamót. Þessi listi er aftur á móti villandi vegna sölu á CR. Kaupin á honum fara fram 2003 og hann er seldur fyrir 80mp árið 2009. Bara ef þú strokar þá sölu út er Utd komnir í þriðja sætið með rúmar 136 mp í net eyðslu.

  Það eru líka lykilmenn í liði Utd sem voru keyptir fyrir 2006 á talsverðan pening:

  Rooney – 2004
  Rio – 2002
  Vidic – 2005
  Evra – 2005

  Utd hefur svo getað bætt við kjarna sinn með solid kaupum í gegnum árin á meðan öll önnur lið hafa verið að fara í gegnum miklar breytingar á eignarhaldi, leikmannahópum osfrv. Þeir hafa sem sagt getað leyft sér að kaupa gæði á meðan önnur lið hafa (ranglega? Líklega nauðsynlegt þó) keypt magn.

  Það eina sem kemur mér á óvart samt sem áður er Net eyðsla Liverpool, að hún skuli vera þetta há þrátt fyrir sölu FT, Alonso & Masch, sem er hátt í 100mp. En á móti kemur að flestar aðrar sölur LFC hafa verið með tapi. Við erum eigum langan lista af Cisse og Dioufum, því miður.

 19. Það eina sem vantar undir þennan svaka flotta haus er svaka flott upphitun fyrir Swansea leikinn 😉

 20. Þessi listi sem #20 kemur með væri fínn…ef hann væri réttur.  Talan fyrir kaupin er nánast rétt, en talan fyrir selda leikmenn er rúmum 14 milljónum punda of lág, sem myndi setja okkur á par við Aston Villa í nettó eyðslu pr. tímabil og rétt fyrir ofan Stoke og Sunderland.  

  Ekki að þetta skipti öllu máli, en það er bara ávallt þannig að svona tölum/listum ber alltaf að taka með talsverðum fyrirvara.  Fyrst þetta er svona með Liverpool, þá getur vel verið að um skekkjur sé að ræða hjá öðrum félögum.

Opinn þráður – Þáttur um A Complete Record

Swansea á morgun