Opinn þráður – Þáttur um A Complete Record

Endilega hlustið á podcastið frá því í gær og haldið áfram að ræða það í síðasta þræði.

Setjum þó annan opinn þráð í gang hér, aðallega til að benda lesendum á að stilla á LFC.tv klukkan 22:30 í kvöld. Þá verður sýndur hálftíma þáttur um bók þeirra Mumma og Arngríms, en þá félaga þarf vart að kynna fyrir lesendum kop.is.

Bókin heitir A Complete Record og hefur verið til umræðu hérna áður, en í kvöld verður viðtal við þá félaga á opinberu síðunni sem við hvetjum alla til að fylgjast með.

23 Comments

 1. Varst augnabliki á undan mér með þessi tíðindi Helgi, hann fær greinilega inn á reynslubankann þarna í Blackpool

 2. Ég fór sérstaklega inn á síðuna til að skrifa það nákvæmlega sama

 3. Takk strákar! Þetta var skrýtinn lífsreynsla að horfa á sjálfan sig í viðtali á LFC.tv 🙂

 4. Náði þeim félögum ekki en þar inni er líka að finna viðtal við Ian Ayre sem talar um nýju myndina sem Carra, Gerrard og Dalglish leika í. Það koma nokkrar stiklur af þeim félögum að reyna leika, frekar kjánalegt. Ég held að þeir fái allavega engar óskarstilnefningar… vona að þeir haldi sig bara við fótboltann! 🙂

  Linkur á behind the scenes sem hver sem er getur séð. Þarf ekki að vera með account:
  http://www.liverpoolfc.tv/video/features/10063-behind-the-scenes-of-will

 5. Hahahaha… snilldar klippur úr Will. Svipurinn á Carra er bara eins og hann ætli að myrða greyjið strákinn þegar hann er að tala við hann.

 6. Þátturinn verður endursýndur kl. 16.30 á morgun – þurfti að fara út úr húsi til að horfa á hann því Meistaradeildin yfirtók LFC.tv í gærkvöldi.. maður fær sjálfsagt tilboð út á þetta.. 🙂

 7. Líklega er hægt að sjá þetta á e-season líka. Ég horfði á þáttinn á LFC.tv þar í gær þökk sé þessari leiðinda bikarkeppni sem var orðin þreytt árið 2006. 🙂

 8. Þátturinn er endursýndur í dag, á morgun og á laugardag á eftirtöldum tímum:
  Fimmtudag kl. 19:30
  Föstudag 16:30
  Laugardag 12:30
  Menn ættu því að ná að sjá þetta.

 9. Ég varð svolítið pirraður þegar ég ætlaði að horfa á þáttin og þá var meistaradeildin í staðin.  Var spenntur að sjá þá félaga.   Af hverju setja þessir menn ekki lfc.tv rásina á sér rás á ljósinu og í adsl sjónvari?

 10. #9 Dabbi Guðjóns.

  Ekki dettur mér í hug að kætast yfir óförum annarra og athugasemdin hjá fotbolta.net að sjálfsagt hlakki í okkur við þessar fréttir eru ósæmandi. Enginn sannur Liverpool stuðningsmaður gleðst yfir meiðslum knattspyrnumanna. Hvað þá þeirra sem hafa fært okkur titil nánast upp á sitt einsdæmi (FA á móti Arsenal).

 11. Er reyndar kl. 19:00 í kvöld.. menn hafa séð í hendi sér að það yrði að sýna þetta úrvalssjónvarpsefni eins oft og hægt er..

 12. Sælir,

  Varðandi þessa óheppilegu setningu sem var skrifuð í frétt okkar um Owen þá hefur hún verið fjarlægð. Hún var klárlega ófagleg og vanhugsuð. Fréttaritari hefur sjálfur viðurkennt það.

  Kv. Elvar Geir
  ritstjóri Fótbolta.net 

 13. @17 gunmi daða  Owen er alls ekki Liverpool maður og verður það aldrey !!
  Ég get alls ekki sagt allt það sem ég vill im þennan litla kall þvi þá mundi ég brjóta ansi margar reglur.
  Mér fynnst þetta allveg jafn gott á hann hvort sem það standi á fótbolta.net hvort það hlakki í Liverpool mönnum eða ekki.
  Sannur Liverpool maður mundi ALDREY !! byrja bara allt í einu að halda með man utd !  

 14. @dabbiguðjons,.

  Meinar aldrei!   en engin gleðst yfir þessu…enginn nema þú!  og hvað segir það um þig? 

Kop.is Podcast #8

Nýr haus