Kop.is Podcast #8

Hér er þáttur númer átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 8.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars jafnteflin gegn Norwich og Man Utd, sigurleikina gegn Stoke og W.B.A., nornaveiðar Luis Suarez, dráttinn í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins og horfðum til Swansea-leiksins um næstu helgi.

32 Comments

  1. Takk fyrir þetta, og Fowler blessi ykkur fyrir þessa síðu. Nú ætla ég að eiga notalega kvöldstund með kaldan bauk og podcastið.

  2. Bölvað hljóðið/netsambandið hjá mér virðist hafa klikkað aðeins án þess að ég vissi af því. Laga það fyrir næsta þátt og biðst velvirðingar ef þetta fer í taugarnar á einhverjum hlustendum. 

  3. Flott podcast…sammála hverju orði.

    En mig langar að spurja ykkur snillingana hvað ykkur finnst um Danny Wilson, hvar er hann? Þurfti að kaupa miðvörð fyrst að hann var til takst sem og Kelly?
    Coates er mikið efni, það er nokkuð ljóst en þetta fer pínu í mann að við höfum Danny Wilson til taks (í þó nokkurn tíma) en Coates er notaður meira. Wilson var byrjunarliðsmaður hjá Rangers og stóð sig afskaplega vel (nauðsynlegur leikmaður sem þeir seldu)…finnst ykkur ekkert furðulegt að engin not séu fyrir kappann?

    Rauðnefur er náttúrulega plága útaf fyrir sig eins og þið nefnið, hann stjórnar öllu sem hann kemur nálægt og eyðinleggur orðspor og meira eins og honum sýnist, einungis til þess að gera það!
    Hann er settur undir allt annan hatt en aðrir stjórar, alveg magnað!

    Rosalega gaman hlusta á ykkur, manni langar oftar en ekki að vera á staðnum til þess að tjá sig en maður röflar bara útí loftið þegar að maður hlustar, þ.e þegar að manni langar að bæta einhverju við í hita leiksins.
    Glæsilegt að fá þessar vangaveltur ykkar beint í æð og vona ég svo innilega að landsleikjahléið fari ekki mjög illa með Steina, hann á ekki eftir að jafna sig ef svo verður.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  4. Frábær skemmtun þessir podcast þættir hjá ykkur drengir. Flott framtak!

    Takk fyrir mig. 

  5. Ótrúlegt hvað það er skemmtilegt að hlusta á ykkur.
    Þakka bara kærlega fyrir vel unnin störf, og það allt frítt. 

  6. Góður þáttur. Ég er ennþá ekki sammála ykkur með Meireles en tel persónulega að leikirnir á móti Norwich, Stoke og Utd hefðu dottið í sigur ef hans hefði notið við. Algjör game braker að mínu mati. En það er rétt að hann vildi ekki sætta sig við að vera í litlu hlutverki og vildi fara….. so be it.
     
    Það væri gott að fá álit ykkar í næst þætti á hvaða ungu leikmenn úr akademínunni gætu komið inn í liðið á næstunni. Raheem Sterling hefur farið á kostum með varaliðinu í síðustu tveimur leikjum. Hann skoraði 1 og lagði upp 2 á móti Chelsea fyrir skömmu. Síðan skoraði hann eitt mark á móti Bolton í dag. Þessi drengur verður 17 ára í næsta mánuði og er ekki spurning að Kenny gefi honum séns eftir áramót?

  7. Fínn þáttur.

    Ég man ekki hver ykkar talaði um Downing og að hann hefði samkvæmt tölfræðinni (Maggi um Chalkboards á Guardian kannski?). Málið er að þetta segir ekki alltaf allt. Þó að þetta sé talin heppnuð sending inn í teig, er þetta ekki endilega einhver geðveik sending sem skapar dauðafæri. Þetta gæti verið jarðarbolti á mann sem er á leið út úr teignum með 8 menn fyrir aftan sig. Er ekki að tala um Downing núna eða þennan leik, bara að tala almennt.

    Ég gagnrýndi Downing og finnst hann þurfa að skila meiru. Auðvitað verður maður að horfa helst á tölfræðina, 0 mörk og 8 stoðsendingar, en ekki segja ef og hefði þetta og þetta gerst væri maður ekki að væla. Það er rétt. EN þetta gerðist ekki! Þessvegna er eðlilegt að gagnrýna.

    Svo er ekki rétt það sem þið sögðuð um Ferdinand og brotið, já hann viðurkenndi snertingu en sagði að þetta hefði ekki átt að vera aukaspyrna. Ekki gleyma að fótbolti er leikur snertinga! Það má snerta, það er ekki alltaf brot!

    “There was the slightest contact, but I don’t think it was enough to make a fella of 12 or 13 stone fall on the floor,” Ferdinand said.

    Tek það samt fram að mér fannst þetta vera klár aukaspyrna.

    Og það sem Kristján sagði um að stuðningsmenn United gætu ekki borið höfuðið neitt rosa hátt ef þeir ynnu eftir að hafa farið léttari leið en önnur lið í úrslitin. Þetta er bara bull. Mér væri fjandans sama! Það man enginn hverjum Tottenham mætti í 16-liða eða 8-liða úrslitum árið 2008. Það sem stendur eftir er að liðið fór alla leið og vann titilinn. Fólk man í mesta lagi eftir úrslitaleiknum. Það er það sem skiptir máli.

    Svo segið þið líka að Liverpool sé alltaf á útivelli, eða fái erfiða heimaleiki. Á það sama ekki við um önnur lið sem svo komast áfram? Þeir fá líka alveg erfiða leiki, eða þá að Liverpool hefur ekki verið nógu gott til að vinna þessi lið.

    Takk aftur fyrir þáttinn 🙂

  8. Renndi yfir kommentin sem komin eru og gat ekki séð að einhver minntist á Carling Cup dráttinn en það er ekki búið að draga til undanúrslita eftir því sem ég best veit, sjá t.d. hér, http://www.carling.com/carlingcup/draw/
     
    Snilldar podcast by the way !

  9. er verið að grínast með könnunina á fotbolta.net?

    Hver er mesti dýfari úrvalsdeildarinnar?

    Hægt er að velja um m.a. Drogba, Nani, Suarez.  OG STEVEN GERRARD. Hvað er það?  Og svo er Suarez efstur.  Meira að segja langefstur.

    Hvusslags eiginlega er þetta?
    Í hvaða heimi er Suarez meiri dýfari en Nani til dæmis? 

  10. nr. 12

    Við hverju er hægt að búast við af þessum gelgjum á fótbolti.net? Ef fótbolti.net væri ekki á íslensku þá mundi enginn lesa hana

  11. Veit eiginlega ekki hvaðan þessi könnun kemur, enda tímasetningin furðuleg varðandi að það hefur ekki verið mikil umræða um dýfingar það sem af er tímabilinu (utan suarez).
    Eins og fleiri og fleiri eru farnir að taka eftir er fréttamenskan hér á landi oft á lágum standard, t.d. voru fréttirnar í gærkvöldi hjá stöð2 að snúast mikið um að Newcastle hafi skorað kolólöglegt mark og fengið svo vítaspyrnu sem hefði aldrei átt að standa, en ekki minnst á að stoke fékk víti fyrir enn minni sakir og dómarinn því eingöngu samkvæmur sjálfum sér.
     

  12. Frábær þáttur hjá ykkur. Löðrandi metnaður að vera með podcast. Kíp it öp!
    Páló(13), það er svolítið til í þessu hjá þér með fótbolta.net.

  13. 13# og 15#
    Ég les þessa síðu ekki nema fréttin sé um íslenska boltann.
     
    En að podcastinu þá er þetta bara glæsileg viðbót við frábæra síðu. Varðandi Ferguson sv. Suarez kommentið þá veit ég svosem ekki hver skilaboð FA voru til hans og Kenny um að ræða atvikið ekki með Evra, en er Ferguson ekki að gera löglegt en siðlaust þ.e.a.s talar ekkert um kynþáttafordómana en nefnir Suares í öðrum tilgangi og hefur gjörsamlega tekist ætlunarverkið sitt. Pressan úti (og hér heima) gleypir þetta ein og Jónína Ben og það var augljóst í Norwich leiknum hvernig til tókst. Í raun finnst mér að FA ætti að leita skýringa á því hvernig Suarez fékk ekki eina aukaspyrnu dæmda í leiknum, og ef þetta voru ekki aukaspyrnur af hverju var hann þá ekki spjaldaður fyrir leikaraskap.

  14. 16#
    Gerrard hefur nú látið sig detta nokkur skipti, en ef hann er þarna af hverju í andskotanum er Rooney ekki valmöguleiki líka.

  15. Smá þráðarán, spurning hvort að stjórnendur geti búið til smá póst um þetta en …
    Í kvöld kl. 22:30 á LFC.tv þá verður sýndur hálftíma þáttur um bókina Arngríms.
    22:30 Liverpool Library: A Complete Record
    Icelandic Reds Arnie Baldursson and Gudmundur Magnusson talk about their new Liverpool book

  16. Jonjo Shelvey með 2 fyrir Blackpool á útivelli á móti Leeds.. í fyrri hálfleik

  17. Magnað podcast kop-arar! Ég tek strætóinn ca 20 mínútur í vinnuna og heim aftur á hverjum degi (Já, ég bý í útlöndum) og þessi “podcöst” redda alveg strætótímanum í svona 2 til 3 daga á 3 til 4 vikna fresti. Ég græti það ekkert að hafa fleiri en það verður jú að vera einhver slatti til að tala um í hvert skipti.

    Annars var ég sammála flestu sem þið töluðuð um og þá sérstaklega um miðvörð nr. 1 = Agger. Algjört lykilatriði að hann haldi sér heilum! Ef ég get sett út á eitthavð þá fannst þið eyða heldur miklum tíma og púðri í Ferguson. Ég veit vel að það er hægt að eyða heilu tímunum í að tala illa um hann(eða bara rétt) en ég myndi ekki nenna að eyða svona miklum hluta af þessum þáttum í hann.

    Vona að þið hafið rétt fyrir ykkur með Swansea leikinn…  það væri gaman að fara að sjá eitt almennilegt rúst!     

  18. Góður þáttur og gaman að hlusta á menn tala um eitt lið með jafn mikinn áhuga og maður sjálfur.

    Gaman að segja frá því að Jonjo Shelvey var að smella þrennu á móti Leeds. Vonandi er þetta bara topp leikmaður sem notar þennan tíma til að þroskast 🙂 

  19. Takk fyrir brilljant show drengir! Virkilega málefnaleg og skemmtileg umræða hjá ykkur.  Mér fannst sérstaklega ánægjulegt að heyra álit ykkar á Downing. Ég er sannfærður um að hann er rétt að ,,hita” upp fyrir framtíð sína hjá Liverpool, og hann er reyndar búinn að gera margt mjög gott hingað til. Svo sýnist mér Carroll vera heldur betur að koma til, ég er alveg viss um að hann á eftir að setja í kringum 15 tuðrur í netið í vetur, þegar uppi er staðið.

  20. það var allt frábært sem þið voruð að segja þar til þið gagnrínið roy hodson fyrir að standa ekki með Torres og drullið yfir Ferguson fyrir að standa með Ronaldo og segið svo að daglish se alvöru gaur vegna þess að hann stendur með Suares,…ég er liverpool gaur og er búin að vera það í um 40 á en ég viðurkenni það að það eru til góðir gaurar í öðrum liðum , meira að segja man udt  eða what ever…….Who cares .,,, eina liðið sem skiftir  máli er LIVERPOOL og hvað þeir gera ekki hvað man jún gera.Ekkert lið verður meistari á einu ári, þetta mun taka 3 til 4 ár og eftir það munu  við verða meistarar í mörg ár…..
    þetta er mín trú og þessir ungu gaurar munu koma til… það eru alltaf einhver léleg lið sem eiga stóran fyrri hálfleik(fyrir jól) en detta svo niður í seinni hálfleik (eftir jól) það eru newcastle og Tottenham núna, spurning að vísu með Tottenham, veit ekki hvort þeir detti niður…..ég er viss um að við munum enda í 3 til 4 sæti……

  21. Nú hafið þið verið að væla yfir hvað Liverpool fái alltaf erfiðan drátt í bikarnum en United erfiðan. 
    Ég er stuðningsmaður ManUtd og finnst þessu einmitt öfugt farið! Svo var ég að tala við Arsenal-félaga minn og já honum fannst Arsenal alltaf fá slæman drátt. 

    Í guðanna bænum hættið þessu væli eða gerið smá úttekt á þessu og bakkið upp þetta kjaftæði.  

  22. Þetta snýst ekkert um einhverja tölfræði og staðreyndir Kári. Þetta er Liverpool blogg og hér eru menn öskrandi hlutdrægir, og ekki veitir af.

    Ég er alveg sammála því að United fær jafnan auðveldan drátt, og sérstaklega auðvelda riðla í meistaradeildinni yfirleitt.

    .. Og ég ætla auðvitað ekkert að bakka þetta upp neitt sérstaklega.

  23. Kári

    Eflaust mikið til í þessu hjá þér og það hefst ekkert með því að væla yfir svoalöguðu.

    Þú skilur samt vonandi smá pirring hjá okkur að fá 10 útileiki af 13 í bikarkeppnum og í þessu tilviki Chelsea úti sem hefur nú ekki beint verið happavöllur fyrir útiliðin. Á sama tíma er þetta stundum eins og Ferguson dragi sjálfur, sérstaklega þegar United fær Aldershot þegar það er áberandi léttasti kosturinn á pappírum og svo aftur í næstu umferð á eftir með Crystal Palace og það heima.

    Svipað í evrópu, þar eru Galati og Basel eða hvað þessi lið heita í riðli með þínum mönnum meðan við fáum bara útileik gegn Rangers!…oh

  24. Vildi bara þakka kærlega fyrir mig. Þessi Podcast eru algjör snilld! Núna er maður orðinn svo góðu vanur að maður vill bara meira, ég væri til í eitt á dag! En eins og ég sagði algjör snilld, og ég vona að þið getið haft þau eins mörg og þið hafið tíma til, og ég bíð spenntur eftir næsta!

Kop-gjörið – tíu vikur búnar

Opinn þráður – Þáttur um A Complete Record