WBA 0 – Liverpool 2

Okkar menn mættu á Hawthorns í kvöld og mættu Woy Hodgson og félögum í WBA. Útileikur gegni miðlungsliði, Hodgson að stýra mótherjum og ég með skýrslu. Fyrirfram leit þetta kannski ekki vel út.

Kenny stillti liðinu svona upp í byrjun:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Suarez – Carroll

BEKKUR: Doni, Flanagan, Coates, Spearing, Maxi, Bellamy, Kuyt.

Liverpool var betra liðið frá upphafi í fyrri hálfleik og eftir mikla pressu fékk Luis Suarez vítaspyrnu þegar hann var felldur innan vítateigs. Pottþétt vítaspyrna og það eina skrýtna var hvernig dómaranum tókst að missa af vítinu, en það var aðstoðardómarinn sem benti réttilega á brotið. Charlie Adam tók spyrnuna, markvörðurinn fór í vitlaust horn og Adam skoraði. Ekki besta víti í heimi, en mark engu að síður.

Liverpool hélt áfram að pressa og liðið hefði sannarlega geta fengið tvö víti í viðbót. Varnarmaður varði boltann með hendi og svo var Carroll hrint innan teigs. WBA gerðu lítið og fyrir utan 2-3 mínútuna pressu í lok hálfleiksins þá voru þeir ekki líklegir til stórræða.

Þegar stutt var eftir af leiknum gerðu hins vegar varnarmenn WBA mistök og gáfu boltann á Liverpool. Suarez átti svo góða sendingu inn fyrir á Carroll, sem náði að klára færið og koma okkar mönnum í 2-0 í hálfleik.


Í seinni hálfleik róaðist aðeins yfir okkar mönnum, en Liverpool voru þó sterkara liðið allan tímann. Liðið skapaði sér slatta af góðum færum og Carroll, Downing, Suarez og fleiri hefðu getað skorað. Downing skaut m.a. í stöng (skot í stöng og slá eru orðin lygilega mörg hjá Liverpool í vetur). Einsog svo oft áður eru okkar menn að nýta færin illa.

En WBA var aldrei líklegt til að komast inní leikinn og okkar menn kláruðu þetta með sóma.

Maður leiksins: Það lék allt Liverpool liðið fínan leik í kvöld. Einsog hefur verið svo oft í vetur þá er liðið á tímum að leika alveg frábæran sóknarbolta. Slæm nýting á færum hefur gert það að verkum að við erum ekki í toppbaráttu, en fjöldi færa sem þetta lið skapar er alveg ótrúlegur.

Vörnin var mjög góð í kvöld. Án Carra gerðu þeir Skrtel og Agger engin mistök og héldu WBA mönnum alveg niðri. Verulega góð frammistaða hjá þeim báðum. Bakverðirnir voru svo fínir, bæði varnarlega og framar á vellinum.

Á miðjunni voru þeir Adam og Lucas mjög góðir að mínu mati og þá sérstaklega Lucas. Á köntunum var Henderson fínn, en Downing var frekar daufur einsog hann hefur verið að undanförnu. Það er vonandi að það fari að rætast úr forminu hans og við fáum að sjá þann Downing, sem við sáum í byrjun tímabils.

Frammi var svo Luis Suarez enn einu sinni gríðarlega hættulegur. Hann vann vítaspyrnuna, sem gaf fyrra markið, gaf sendingu á Carroll í marki tvö og hefði sjálfur geta skorað nokkrum sinnum.

En ég ætla að gefa Andy Carroll verðlaunin fyrir mann leiksins. Hann skoraði gott mark og var öflugur í leiknum að mínu mati. Menn virðast gleyma því alltof fljótt að Carroll ákvað ekki verðmiðann á sjálfum sér og maður hefur heyrt það að þrátt fyrir að hann sé stór og hafi komið sér í vandræði að hann sé með frekar brothætt sjálfstraust. Hann hefur verið að vaxa mikið að undanförnu eftir erfiða byrjun og núna hefur hann skorað í tveimur útileikjum í röð. Það er frábært og það var gaman á tíðum að sjá samvinnuna á milli hans og Suarez.

Núna eru okkar menn í fimmta sæti, aðeins stigi á eftir Chelsea og Newcastle. Næsti leikur er gegn Swansea á Anfield áður en við förum svo á Stamford Bridge og spilum við Chelsea.

En góður útisigur í dag svo að menn ættu að geta farið ánægðir inní þetta laugardagskvöld.

75 Comments

 1. Góður sigur, en hefðum átt að setja fleiri mörk, vantar aðeins betri nýtingu á færum og drápseðlið.

   
  YNWA

 2. Tíunda skiptið sem Liverpool setja boltann í tréverkið á þessarri leiktíð skv enska þulinum .. : / satt og rétt sem einhver sagði hér um daginn yfir Everton leiknum, “hvað ætli okkar menn væru búnir að setja mörg mörk ef ramminn væri bara 5cm stærri” !! Góður sigur samt, þrjú stig í hús : )

 3. Kominn tími til að okkar menn héldu hreinu. Skrtel – Agger litu bara mjög vel út í dag ! 

 4. Frábær leikur hjá flestum í liðinu.
  Helst langar mig að hrósa Sktrel – Agger combóinu og vonast
  ég til þess að þeir haldi sínu sæti sem fastast í liðinu í næstu leikjum. 

 5. Charlie Adam og Enrique bestir í annars mjög góðu Liverpool liði.. Hefði verið gaman að sjá skotið hjá Downing inni.

 6. Mjög sáttur með sigurinn 😀
  Sammála því að Carroll er maður leiksins…

  En mér fannst lítið sem ekkert koma af hægri kantinum… Hefðum mátt skipta Bellamy fyrr inná og þá jafnvel fyrir Adam og setja Henderson á miðsvæðið… Fannst líka átakanlega leiðinlegt að horfa á síðustu 15-20 min af leiknum en helsta ástæðan fyrir því er líklega vegna þess að maður er búinn að horfa á fótbolta frá því um hádegi :/

 7. caroll er allur að koma til, leit bara vel út í dag… Sktrel maður leiksins og það besta í þessum leik fyrir utan 3 stig að þetta er í fyrsta skipti sem Suarez fær víti án þess að baða út höndonum…

 8. Vitið þið hvernig meiðslin eru hjá Gerrard? Ætla þessi nárameiðsli að verða krónísk hjá kallinum sem er frekar slæmt enda erfið meiðsli að eiga við.
   
  Annars góður sigur. Unnum 2-0 þrátt fyrir fullt af færum. Ef Liverpool fer að nýta þessi færi 50% betur ættu við að sigla auðveldlega í gegnum leiki á móti minni spámönnum.

 9. Mér fannst Carroll slappur í leiknum en hann lætur mikið til sín taka og hann er nauðsynlegur inn á vellinum. Í jöfnu liði okkar manna kýs ég 1) Adam 2) Skrtel 3) Henderson

 10. @Fói: Eina sem ég hef lesið er að Gerrard sé með “ökla sýkingu”. Ekkert staðfest samt.

 11. “Menn virðast gleyma því alltof fljótt að Carroll ákvað ekki verðmiðann á sjálfum sér ”

  Veit einnhver hvað við borguðum fyrir Carroll ? ?

 12. Fínn sigur og flott vörn gott að halda hreinu,síðan bara tökum við næsta leik moti Swansea 3-0….YNWA.

 13. Mér finnst mikill munur á liðinu í dag en fyrir nokkrum vikum.
  Spilagetan er að komast í betra horf og menn virðast vera að fara að skilja hvorn annan betur og flæðið er orðið mun betra, sem er ekkert nema bara jákvætt. CA átti gott víti og AC átti frábært mark og var þetta mjög vel gert hjá honum. Verð að viðurkenna að ég var nokkuð viss um að hann væri að fara að klúðra þessu.
  Vörnin frábær og ósk margra var uppfyllt í dag með Skrtel og Agger saman.
  Sanngjörn úrslit !

 14. Gríðarlega flottur sigur. Varla hægt að taka nokkurn mann út í mjög jöfnu liði. Sjötti leikurinn í röð án taps og í öllum þessum leikjum hefur Liverpool dóminerað leikina. Það er ákaflega langt síðan að maður hefur séð jafn stabílt og gott Liverpool lið.

 15. Fullt af færum er mjög jákvætt, Suarez enn og aftur mjög gódur og einn besti leikur Skrtl fyrir Liverpool. Flott momentum í spilamennskunni og nú væri flott ad taka run fram ad jólum og klifra upp í top 4, gera okkur heimankomna þar!

  Hreint lak, loksins, er svo frábært mál.

 16. ein lauflétt spurning, byrjaði gerrard sem hægri bakvörður hjá liverpool?

 17. Flottur skyldusigur.  
  Það munar talsvert um jafnvægið í liðinu að hafa Lucas og gaman að sjá hann stjórna leiknum trekk í trekk með glans.    Fyrirfram átti maður von á hápressu frá WBA þar sem þeirra mál væri að stoppa flæðið í spili LFC og það varð raunin.  

  Eina sem pirraði mig í leiknum er hvað hinn stórskemmtilegi Suarez er rosalega mikill sjálfsspilari.  Trekk í trekk fannst mér hann eiga betri kost á því að gefa boltan frá sér í teignum í staðinn fyrir að taka skot úr frekar vonlausum tækifærum.   Kenny verður bara að laga það, því þá í leiðinni losnar meira um hann.  

  Annars, bara fínt.  

 18. Flottur leikur og úrslitin sanngjörn, hefi getað orðið enn stærri sigur.
  Einstaklega frábært að horfa á Liverpool taka WBA og pakka þeim saman á öllum sviðum fótboltans og það fór um mig sæluhrollur að sjá Woy all svakalega pirraðann á bekknum 🙂
   
  Ég get ekki annað en valið Suarez sem mann leiksins þrátt fyrir að margir hafi staðið sig afar vel, eins og t.d. Enrique sem átti mjög góðan leik.
  Flott að sjá vörnina vinna sína vinnu án þess að stíga feilspor og liðið í framhaldi halda hreinu.
   
  Alls ekki maður leiksins er Arnar Björnsson skuldlaust.
  Margan misgóðan daginn hefur hann nú átt blessaður (eins og allir) en maður lifandi hvað hann var ekki að horfa á sama leikinn og ég a.m.k. í dag.
  En ekki þó alvondur dagur hjá A.B. því honum til mikillar blessunar er ekki mikið um að róttækir feministar horfi á fótbolta (ekki steriotýpu femininstar a.m.k.), því að líkja smávægilegum árekstir tveggja leikmanna við kynferðislega áreitni félli líklega ekki í góðann jarðveg hjá einhverjum.

 19. Feginn að hafa fengið Enrique í staðinn fyrir Clichy UFF! flottur leikur og solid sigur.

 20. Verulega flott frammistaða hjá liðinu okkar.  Er SVO sammála Einari Erni varðandi vítið, slökkti á hljóðinu um stund eftir að Arnar fór að tala um gjafir, varnarmenn mega ekkert taka sér svona stöðu og reikna með því að sleppa með það!
   
  Leikkerfið okkar er alltaf að verða meira 4-4-2 og það er greinilega alltaf að verða betra samstarf S & C, hversu oft lenti Suarez í rangstöðu eftir flikk þeim stóra og svo lagði Suarez á móti. Þetta auðvitað hefur þýtt það að við erum að fara meira upp vængina heldur en í gegnum miðjuna og varnarmennirnir eru að senda lenggri bolta sem að svo er sent til baka eða út á vængi.  Miðjumennirnir Lucas og Adam leystu þennan leik að mínu viti algerlega frábærlega, fram og til baka.  Charlie Adam er á góðri leið með að verða sá sem stýrir þessu liði okkar og hann var ásamt Agger sá eini sem gerði tilkall til að taka mann leiksins af Carroll, nokkuð sem ég er mjög sammála Einari.
   
  Skora á fólk að fara og búa sér til “Chalkboard” inn á Guardian og bera saman sendingaleiðir þessa liðs okkar frá í fyrra, við erum að fljúga upp vængina til að krossa og víddin sem við höfum varla séð í 10 – 15 ár er alveg að smella.  Í dag fannst mér frábært að sjá varnarvinnu Henderson og Downing, sem þýddi það að bakverðirnir þorðu ofarlega á völlinn.
  Mér finnst ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af Downing, þetta snýst um samvinnu og í dag hélt hann vídd, fór framhjá bakverði þegar þess þurfti og kom inn til að hleypa Enrique upp vænginn.
   
  Þetta lið okkar er alveg að tikka inn, nú er búið að tengja saman tvo flotta útisigra og héðan af þarf ekki lengur að velta Woy kallinum upp aftur.  Nú þarf að tengja þetta saman áfram og nú gengur ekkert bull heima á móti Swansea City um næstu helgi.
   
  Flott, flott, flott og bara dásamlegt að vera farinn að hlakka til að horfa á liðið sitt spila fótbolta og sjá merki um framför.  Í dag vorum við án Carra og Gerrard, ég segi enn og aftur að það þarf “þjálfara” inni á vellinum og í dag fannst mér Reina virkilega stíga upp í hlutverkinu sem fyrirliði, yfirvegaður og flottur (ætla ekki að skjóta á þann sem vildi frekar Cech en Reina – í dag sást vel að Tékkinn er að verða gúmmí, annað en okkar maður) og stjórarnir á miðjunni héldu merkinu hátt.
   
  Enginn leikmaður lék illa og það er alveg pottþétt mín kæru að það er gaman í rútunni á leiðinni heim, verður skemmtilegt á næstu æfingu hjá drengjunum.  Ég held við getum þorað að segja framan í alla að við erum með alvöru lið!!!

 21. no. 21
  Ég sá Gerrard koma inn á í leik gegn Blackburn i minni fyrstu ferð á Anfield.  Ég held svei mér að það hafi verið hans fyrsti leikur.  Þá var hann settur í Hægri bakvörð.  ég man ég hugsaði, hvaða rengla er þetta að koma inn á.  Maður sá fljótt samt að þarna var eitthvað sérstakt á ferðinni.  Hreyfingar og tæklingar voru eitthvað sem piltar á hans aldri áttu ekki að gera.
  2-0 sigur og Owen setti bæði minnir mig. 

 22. Þungamiðjan er sú staðreynd að LFC hefur innan sinna raða mest spennandi leikmann Evrópu í dag, þ.e. Suarez.

  Gaurinn er hreinn og klár snillingur. Ákafinn og ástríðan er án hliðstæðu að mínum dómi. Fyrir andstæðinga LFC er hann algjör martröð að eiga við. Hann dúkkar upp á ólíkegustu stöðum og gerir ótrúlegustu hluti. Ég hef fylgst með fótbolta 30 ár og minnist ekki leikmanns með annan eins X-faktor!

  Allir, utan púllara, munu elska að hata Suarez. Hann mun fá flest púin og endalausa yfirskitu frá fjölmiðlum og öðrum vitleysingum en þessi náungi er nánast á eigin spýtur að koma LFC á þann stall sem við viljum hafa félagið.

  Svo vil ég segja að lokum að vællinn um að hann detti of auðveldlega er hrein og klár taktík til að hafa áhrif á dómara og áhorfendur. Það á að stimpla okkar mann og furðu sætir að sjá stuðningsmenn LFC taka undir þá steypu!

 23. nr21  wimbledon sá ég 1999 og var okkar ástkæri  gerrard í  hægri bakvörð á heimavelli(tók ala skriðtæklingar og komst upp með það,sko 2 -3 fætur)(minnir að Hemmi hafi spilað með)
  nr 25 hvaða ár var þetta
   

 24. “ein lauflétt spurning, byrjaði gerrard sem hægri bakvörður hjá liverpool?”

   Hans fyrsti leikur var í hægri bak en annars var hann mest á miðjunni. http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Game/2190

   http://www.lfchistory.net/Players/Player/Profile/305 Gerrard burst unto the scene in 1998 when Jamie Redknapp got injured. He played 13 games….He also proved his versatility as in one year he had played at left back, right back, defensive and offensive midfielder and on the right wing.
   

 25. nr 26  það er líka gaman að hlusta á enskan lýsendur sem hata Suarez og segja hvað hann dettur og dásama hann í næsta orði. Bellamy er kórdrengur meðan við  Suare. Við verðum líka að muna hvað hann var búinn að gera í síðasta landi, enn Bellamy og Suarez eru og verða umdeildir ENn óútreiknalegir og skemmtilegir góðir. Það veit enginn hvað þeir gera næsta;golfkylfa eða bit í andstæðing

 26. Sæmi no 27 þetta var árið 98.  Blackbur féll held ég þetta síson, og gott ef Roy Hodgeson nokkur var ekki stjóri !

 27. mér finnst liðið okkar  spila mjög vel í dag og við vinnum Swanesa og Chelsí  ,    En maður leiksins að mínu mati  luis enrige ,  hann var traustur í dag og spilaði vel Og Agger líka sömmuleiðis,  góðar Stundir áfram Liverpool við erum bestir !,

 28. Um leið og það var ljóst að Carragher væri meiddur var enginn spurning að þetta yrði sigur. Vörninn leit vel út og við skulum vona að Daglish þori að hætta að nota hann sem fyrsta valkost.
  Frábær sigur og ótrúlegir yfirburðir okkar manna.

 29. #25 Steini H
  Ég var á sama leik og þú þ.e. fyrsti leikur Gerrards þegar Liverpool mætti Blackburn! Ég sagði við vin minn hvaða slúbbert er þetta 🙂 Það er rétt að þessi leikur fór 2-0 en Owen skoraði bara annað markið. Paul Ince skoraði fyrsta mark leiksins með þrumufleyg fyrir utan teig. En maður þarf klárlega að fara aftur. Ætla ekki að sætta mig við að heilvítis Man.Utd menn skora einu mörkin sem ég hef séð með berum augum á Anfield 🙂


 30. Miðvaraparið í leiknum var frábært. Bakverðirnir góðir. Miðjan sterk, Suarez frábær og Carroll allur að koma til. Bellamy á að koma inn fyrir Downing (tímabundið) á kantinn og við verðum óstövandi. 100% vítii og Arnar félagi minn í algjöru rugli varðandi brotið.

 31. Öruggur sigur
  Miðvarðaparið mjög sterkt.
  Erum komnir með vinstri bakvörð
  Adam og Lucas traustir
  Henderson er á réttri leið
  Suarez er bara snilld!
  Carrol var maður leiksins
  Downing og Johnson eiga mikið inni
  🙂

 32. Flott hjá okkar mönnum en fatta ekki þetta með “ekki besta víti í heimi” er ekki flott og best að gabba markvörðinn í vitlaust horn ????? En þetta er alveg að detta inn hjá okkur ef það er ekki nú þegar dotti.

 33. ég verð nú að segja það að ummæli Hodgson (ef rétt er farið með mál á fotbolti.net) um að vítaspyrnudómurinn hafi verið harkalegur séu frekar aum. Hann segir að varnarmaðurinn hafi ekki ætlað sér að brjóta á….. ekkki ætlað sér?? er ekki allt í lagi með þetta f**l. OK ég hef séð verri brot, en samt sem áður þá er þessi mjaðmahnykkur (sem er löglegt bragð í glímu) hjá varnarmanninum ekki það sama og öxl í öxl, (það er ekkert sem heitir “mjöðm í mjöm” í fotboltareglunum) þannig mér finnst þessi dómur alveg réttlætanalegur.

  roy er afturendi!! (ekki skítkast einfaldlega staðreynd)
   

 34. Miðað við leiki dagsins þá eru okkar menn komnir með eitt besta lið deildarinnar. Chelsea, Arsenal og Man Utd hafa sýnt ótrúlega veikleika sem við höfum í sjálfu sér ekki sýnt. Liðið hefur verið nokkuð stöðugt síðan í tapleiknum gegn Spurs og það hefur vantað að reka endahnútinn á sóknarleikinn. Þá hefur liðið lekið inn mörkum án þess að hafa gefið mörg færi á sér. Ef þessi tvö atriði lagast, eins og þau gerðu í dag, þá eru okkar mönnum allir vegir færir – a.m.k. upp í 2. sætið. 

  Leikurinn í dag var líklega sá besti síðan gegn Bolton. Vörnin var mjög sterk og gaf ekki eitt einasta færi á sér. Mér fannst Skrtel fara þar fremstur í flokki ásamt Enrique. Lucas og Adam átu miðjuna, stigu hvorugir feilspor. Downing var kannski slakasti leikmaðurinn í dag en hann átti samt mjög gott skot í stöng og það hefði bjargað leiknum fyrir hann. Henderson var fínn en ég er sammála skýrsluhöfundi, Carroll var maður leiksins. Sá er að koma til, vonandi að hann nái sér stöðugum í næstu leikjum. Það þarf varla að minnast á Suarez, ég er sammála Guderian með það, hann er einhver mest spennandi leikmaðurinn í Evrópuboltanum í dag. Alveg á pari við Aguero og Silva, ef hann næði að nýta færin.  

 35. Fannst Liverpool byrja leikinn ágætlega í dag. En hafa ber í huga að WBA voru algerlega hörmulegir í þessum leik og reyndi því afar lítið á Liverpoolliðið. Hefði maður einnig viljað sjá meiri gæði í móttöku, sendingum og slútti í sóknarleiknum því við áttum að vinna þennan leik a.m.k. 0-5 miðað við  hversu hryllilegir WBA voru. Í svona leikjum er gott að hamra andstæðinginn og sækja á fleiri mönnum þegar færi gefst eins og oft var í seinni hálfleik. Svona sóknarleikur mun ekki duga til sigurs gegn Chelsea og Man. City á næstunni en hugsanlega duga gegn Swansea. En 3 sitg eru vel þegin en að mínu mati á Liverpool þó nokkuð í land með að geta talið sig líklega til að hrifsa 3.-4 sæti. Máli mínu til stuðnings bendi ég þá á þá staðreynd að Liverpool hefur skorað jafn mörg mörk og Norwich og Sunderland og einu marki meira en Aston Villa og Blackburn. Varnarleikurinn er búinn að vera góður lengst af og skilað liðinu þessum stigum en við erum að skora 10, 13 og 22 mörkum minna en Manchesterliðin og Chelsea. Gæði sóknarleiks liðsins í heild eru að mínu mati ekki góð og Suarez að búa mest af þessum mörkum til sjálfur upp á sitt einsdæmi.

 36. Flottur sigur en við verðum að vera sterkari í leikjunum i nóvember þ.m.a Chelsea úti Manchester city heima Chelsea aftur uti i deildarbikarnum :O

 37. Erum við sammála um að lið spilar ekki betur en andstæðingurinn leifir? Öryggið, RÓIN og yfirvegun í öftustu línu var aðdáunarverð í leiknum. Hver var ekki að spila?

 38. #45 ÞHS

  “Hver var ekki að spila ? ”

  hmm.. uu… Rio Ferdinand ?

  Carl Berg

 39. Konshesky 43.
  Liverpool hefur átt tíu já 10 skot í tréverkið í haust og bara Man city hefur átt fleyri skot á mark heldur en Liverpool,svo að ég held þú ættir ekki að vera að skrifa hingað inn eitthvað prump fyrr en þú ert með staðreyndirnar á hreinu.

 40. Flott hjá okkar mönnum en fatta ekki þetta með “ekki besta víti í heimi” er ekki flott og best að gabba markvörðinn í vitlaust horn ??

  Ég veit nú ekki hversu mikinn þátt leikmaðurinn á því að gabba markmanninn í vitlaust horn.  Ég var bara að segja að ef markmaðurinn hefði valið hitt hornið þá hefði hann eflaust varið vítið.  En það skiptir ekki máli.

  Annars er núna sunnudagsmorgun og það eru bara komin 47 komment eftir leik og þar af nokkuð mörg um einhverja gamla Steven Gerrard leiki.  Það er jákvætt merki.  🙂 

 41. Frábær sigur og næsti leikur er leikurinn: Liverpool – Swansea! Sjitturinn hvað ég hlakka til að sjá þann leik með bræðrum mínum á Anfield!
  Áfram Liverpool!

 42. Sko nafni, ef markmaðurinn hefði valið hitt hornið þá hefði boltinn farið hinumeginn eða þannig. 🙂 Er annars sammála þér með allt og hefðum átt að fá 2 víti í viðbót, en þetta er alveg nóg. Charlie Adam hefur víst ekki klikkað á víti hingað til. Annars eru allir sáttir með okkar menn í dag, eða það held ég. 🙂

 43. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Fannst allir spila vel og getumunurinn á liðunum augljós. Verð til dæmis að hrósa Skrtel sem steig ekki eitt feilspor í leiknum, Carroll sem er búinn að eiga tvo flotta leiki núna í sömu vikunni en var reyndar orðinn þreyttur undir lokin sýndist mér og hélt ég reyndar að Kyut kæmi inn fyrir hann síðustu mínúturnar. og miðjumönnunum sem voru í engum vandræðum með fimm manna miðju WBA. Þeir fengu ótrúlega mikið pláss til að athafna sig og sama má segja með Suarez, hann fékk boltann og fékk að snúa sér trekk í trekk og skapa stórhættu. Hann var að vanda besti maður liðsins.

  Svolítið sérstakur leikur og undarlegt andrúmsloft eftir vítið. Leikmenn og stuðningmenn voru trylltir eftir það en það sást í endursýningum að þetta var hárrétt ákvörðun. Þetta var bara ákaflega klaufalegt af Thomas að brjóta þegar engin hætta var á ferðum, Suarez að hlaupa í átt frá markinu og einfaldlega slakur varnarleikur.

  Lee Mason fær hins vegar engin prik frá mér fyrir sína frammistöðu. Hann var mjög vel staðsettur í a.m.k. tvö af þessum þremur skiptum sem Liverpool átti að fá vítaspyrnur en hann átti ekki frumkvæði af því að dæma í eitt skipti.     

  Eigum Swansea næst heima en þeir hafa bara fengið eitt stig í fimm leikjum á útivöllum í vetur. Vona að höldum áfram að skapa svona mikið af færum og við höfum verið að gera og fáum góð úrslit. Á eftir Swansea koma svo Chelsea og Man City.  

 44. Það eru margir að hrósa Skrtel og Enrique hér að ofan. Ég held að stór ástæða fyrir því að þeir áttu eins góðan leik og þeir eiga hrós skilið fyrir sé út af AGGER. Hann er svo öruggur á boltann, staðsetur sig vel og getur auðveldlega spilað boltanum upp, þar af leiðandi gerir hann leikinn mun auðveldari fyrir Skrtel og Enrique og um leið eykur það sjálfstraust þeirra.
  Þegar Carra er með Skrtel er þetta bara ekki eins og Enriqe á nánast alltaf góðan leik þegar hann hefur Agger við hlið sér.

  Mín niðurstaða er því sú að Agger er maðurinn á bakvið góða vörn liðsins.

  YNWA 

 45. Sammála, þegar Carra og Skrtl eru saman í vörninni þá setja sóknarmennirnir í hinu liðinu sig í stellingar og loka bara á alla aðra. Þetta endar oft í “chicken” á milli Carra og Skrtl um það hver á að negla honum fram.

 46. Þetta var flottur leikur hjá Liverpool. En ég er núna með leikinn í gangi aftur og ég er aftur orðinn pirraður á honum Arnari Björnssyni hvað er í fjandanum er að þessum manni. Suarez er felldur í teignum og það er ekkert vít að hans mati, sem ég er enn að reyna að átta mig hvernig hann nær að sjá það. Síðan rennur Suarez og lendir á leikmanni WBA og þá segir hann að Suarez hafi tekið hann niður og sé heppinn að fá ekki gult spjald og séð að gera sér upp meiðsli. Hefur Suarez gert honum eitthvað persónulega eða hvað er málið. Er hægt að óska eftir því við stöð 2 sport 2 að þessi maður lýsi ekki Liverpool leikjum framar alla kæri ég mig ekki um að borga áskrift af stöð þegar maður sem er að lýsa er #############. Þetta var það eina sem mér fannst vera að leiknum í gær.
   
  #43 Hvernig á að ég að geta hlustað á mann tala um Liverpool sem skýrir sig Konchesky. Er Chelsea að fara að vinna okkur ef þei spila eins og þeir gerðu á móti QPR eða Arsenal? Við erum ekkert að fara að vinna Chelsea ef við spilum eins og á móti Tottenham. Málið er að það skiptir bara engu máli hvernig við eða þeir spiluðu einhverja leiki á undan það skiptir bara máli hvernig við spilum á móti Chelsea eftir tvær vikur.
   
  Jú við erum ekki búnir að skora jafn mörg mörk og City og United við erum með svipað mörg mörk og Tottenham og Newcastle sem eru í næstu sætum við okkur og við höfum heldur ekki verið að skora 5-8 mörk í leik eins og City og United hafa gert. Við höfum hins vegar haft færin til að skora þetta mörg mörk en boltinn hefur ekki viljað inn en það er bara tímaspursmál um hvenær það gerist. Það er alveg ótrúlegt að menn skulu alltaf finna sér eitthvað til að nöldra yfir eftir hvern leik. Væri ekki bara betra, fyrst menn geta ekki glaðst yfir sigrum, að halda bara þá með City eða United. Liverpool hefur ekki unnið þennan titil í meira en 20 ár og á svipuðum tíma í fyrra vorum við í fallsætinu. Ekki ætlast menn til að 12 mánuðum seinna sé liðið í fyrsta sæti ekki búið að tapa leik með markatöluna 50-0? Eftir 10 leiki í á síðustu leiktíð vorum við búnir að vinna 3 leiki 3 jafntefli og 4 töp. Núna eru tölurnar svona 5 sigrar, 3 jafntefli og 2 töp. Ef þetta er ekki eitthvað til að brosa að þá veit ég ekki hvað. Aðeins 3 lið sem eru búin að tapa færri leikjum en Liverpool (Newcastle, City og United) og þrjú lið sem eru búinn að vinna fleiri leiki (Chelsea, United og City). Þetta er allt eitthvað sem hlýtur að teljast jákvætt.
  Kóngurinn er góður stjóri en hann er ekki galdramaður. Það er verið að byggja upp lið sem á að vera samkeppnishæft við bestu liðin. Það mun ekki takast á 12 mánuðum og líklega ekki heldur á 24 mánuðum en við erum klárlega á réttri leið.

 47. Þetta var flottur leikur hja liðinu varla hægt að segja eitthvað vont um leik okkar manna,síðan bara i november þurfum við að kljást stórliðin og ofdekruðu liðin í nóvember 😀
  ég segji við getum tekið þessi lið með góðri vörn og nýta færin betur arrrrrrgggggggghhhhhhh koma svo….YNWA….

 48. Hvernig fannst ykkur Suarez ekki vera maður leiksins? Hann var allt í öllum okkar aðgerðum framávið, fékk víti og átti svo assist. Þetta er að gerast leik eftir leik! Getiði ímyndað ykkur ef við fengum annan leikmann í sama klassa og Suarez? En til þess verðum við að enda í meistaradeildarsæti til að laða þá að. Carroll er enþá ungur og ég er 100% viss um að hann eigi eftir að reynast okkur vel í framtíðinni en við getum ekki beðið öllu lengur. Mér finnst ég bara að vera benda á það augljósa hérna?

  Að auki,
  Auðvitað vonar maður (og veit) að Suarez pakki Chelsea saman tvisvar á þessu 10 daga tímabili í lok Nóvember en þá er komið upo vandamál. Jú Chelsea á það til að kaupa þá leikmenn hjá okkur sem skora hjá þeim og við vitum allir að það eru flestir ef ekki allir fótboltamenn þarna úti sem eru að þessu fyrir peninganna, þeas. Ef leikmanni býðst að tvöfalda launin sín auðvitað gerir hann það, ég myndi gera það, fótboltaferillinn nær bara ákveðnum aldri og menn vilja lífa góðu lífi eftir það.

 49. Sælir flélagar
   
  Góð skýrsla, góður leikur, góður sigur og góð 3 stig.  Sem sagt gott.  Hvað þarf að segja meira?  Auðvitað má ræða hver var maður leiksins umfram aðra, hver stóð sig verst og hver framtíð liðsins er.  Einnig má bölsótast útí þá sem ekki spiluðu o.s.frv.  En það sem skiptir máli er það sem ég sagði í upphafi.  Annað eru auka-atriði.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 50. Ég skil ekki hvað menn eru að pirra sig á Arnari Björnssyni. Síðast þegar ég vissi þá hafði hann mjög takmarkað vit á fótbolta, hann kann ekki að tala um eða lýsa fótbolta og það eina sem hann gerir er að þylja upp tölfræði.

 51. Mjög jákvætt að klára þennan leik sannfærandi. Mér fannst mikið öryggi vera yfir liðinu og loks sýndum við yfirburði gegn svona miðlungsliði. Mikilvægt fyrir Carroll að skora, hann átti mjög fínan leik og vonandi er hann hrokkinn í gang. Margt jákvætt hægt að taka úr þessum leik.

 52. horfði á leikinn á netinu þarsem að ég er ekki með áskrift af stöð2 eða hef áhuga á að hlusta á þá þar, horfði á hann á espn á netinu og þar voru menn einróma sammála um að þetta væri víti og að liverpool hefði átt að fá 2-3 í viðbót, var líka með annað augað á twitter og bbc textalýsingunni og allir  voru sammála um að þetta væri víti nema einn rasshaus í stúdíói á íslandi. Er ekki málið að sleppa því að láta vitleysuna í honum fara í taugarnar á sér og setja bara á mute á útsendingunni eða reyna að finna aðra útsendingu ?

 53. #61

  Ég var einnig að horfa á þetta í gegnum netið og það var breskur lýsandi sem hélt því fram að þetta hefði alls ekki verið víti.

  Mér er samt slétt hvort að þetta hefði verið víti eða ekki, bara sáttur að við höfðum unnið.

 54. #54 svo sammála þér! Er sjálfur með disk og horfi á flesta leiki á SKY eða ESPN en fór í heimsókn í gær að horfa og sá hann á sport2 og Arnar Björnsson pirraði mig allan tíman!. Eina sem er skrítið við þennan vítaspyrnudóm er að dómarin skuli ekki hafa haft pung í að flauta og að línuvörðurinn skuli hafa þurft að gera það! Hefði dómarinn flautað hefði ekkert verið sagt! Þeir þarna á sport2 eru svo lélegir fyrir utan Gumma Ben kannski að það er hræðilegt! Skil ekki hvernig þeir geta rukkað þessar rosa upphæðir fyrir áskrift með þessa lélegu þuli og íþróttafréttamenn! Það skín í gegn hjá þeim öllum með hverjum þeir halda og svo geta margir þeirra aldrei sagt sína skoðun og koma með bull eins og “ef dómarinn flautar þá hlítur það að vera rétt” og Arnar sem er svo hræðilegur lísandi að hann þarf að vera með 2000 bls af einhverii bull tölfræði !

 55. Mér finnst afar mikilvægt að Carroll byrji svona leiki. Hann virðist ekki vera þessi supersub týpa, hann þarf tíma til að komast inn í leiki, enda hefur hann skorað í síðustu 2 leikjum sem hann hefur byrjað í deildinni. Ég myndi vilja sjá Carroll, Suarez og Kuyt/Bellamy/Downing sem byrjunarliðs framlínu í sem flestum leikjum. Sérstaklega gegn minni klúbbum.

  Góður leikur annars hjá öllu liðinu, Suarez er fáránlegur. Ótrúlegt að sjá hversu mikilvægur hann er fyrir sóknarleikinn hjá okkur. 

 56. Þetta var flottur varnaleikur hja liðinu og við erum í þriðja sæti yfir að fá fæstu mörkin á okkur sem mér finnst bara gott en ef við verðum með svona hörkuvörn ennþa þegar liður a leiktiðina held eg að við verðum í 1-2.sæti yfir að fá fæstu mörking á okkur,ef agger og skrtel verða ennþa í vörnini í þessum leikjum held ég að við náum þessu því við erum allavega með 3 hörku varnarmenn sterka miðju þannig þetta lítur bara mjóg vel út

 57. Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu.
  óskar Carroll innilega til lukku með eitt af mörkunum fimm sem hann á eftir að skora í vetur. #catindasack #pint

  Þetta segir Henry Birgir um Carrol.  Ég ætla að verða sá fyrsti sem hringir í hann þegar Carrol skorar sjötta markið sitt.  Þvílíkur vitleysingur sem þessi maður er.  

 58. 66# Maðurinn er bara fífl!! Hann ætti kannski að skoða Rooney áður en hann kemur með svona. Rooney skoraði 11,16,14,12,12. Þetta eru skoruð mörk í deildinni fyrstu 5 árin með United! Hann náði ekki 20 mörkum fyrr en á síðustu leiktíð. Carroll skoraði 13 mörk í deildinni á síðasta tímabili. Held að þetta fífl ætti að fara að hugsa um að hætta í fjölmiðlum og vera bara heima hjá sér!! Betra fyrir alla! þoli ekki greinarnar hans sama un hvað þær eru

 59. 66# og 67#

  Hann er ekki kallaður kleinuhringurinn að ástæðulausu 😀 

 60. Varðandi “umdeilda” vítið sem dæmt var fyrir brot á Suarez, mér virðist flestir íslenskir fjölmiðlar apa hverjir eftir öðrum að vítið hafi verið umdeilt og vafasamt. Hafa blaðamenn ekki horft á atvikið eða eru þeir ekki betur gefnir en þetta? Fyrir mér er ekki minnsti vafi að þetta var vítaspyrna og ekkert annað!

 61. Eina ástæðan fyrir því að Suarez er “góður” að næla sér í víti í leik er sú að varnarmenn eiga mjög erfitt með að stoppa hann nema að brjóta á honum. Og þegar varnarmaður keyrir inní hann inn í teig er ekki hægt að halda því fram að þetta hafi ekki verið víti. Ef þetta brot hefði verið á miðjunni þá hefði engin talað um leikaraskap en afþví þetta gerist í vítateignum þá er suarez mesti leikari allra tíma.

   

 62. Sælir félagar
   
  Öfund fylgismanna annara liða ríður ekki við einteyming.  Suarez er hættulegasti maður deildarinnar í og við vítateig andstæðinganna.  Þessi staðreynd kallar fram viðbrögð af ætt öfundar og þar með illmælgi.  Þó svo að hann hafi fengið réttmætt dæmt víti á varnarmann West Brom. þá sleppti dómarinn amk. tveimur vítum þar fyrir utan.  Vælið í West brom liðum sneiðir algjörlega fram hjá þessari staðreynd þegar þeir emja undan vítinu sem dæmt var.  Ömurlegir taparar sem aldrei áttu von í þessum leik.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

Liðið komið: Gerrard og Carra frá

Opinn þráður á mánudegi