Liðið komið: Gerrard og Carra frá

Liðið í dag er komið og báðir fyrirliðarnir eru frá vegna meiðsla:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Suarez – Carroll

BEKKUR: Doni, Flanagan, Coates, Spearing, Maxi, Bellamy, Kuyt.

Gerrard fékk einhverja sýkingu í ökkla og verður frá í nokkra daga, Carra meiddist í fyrri hálfleik gegn Stoke í vikunni og missir af og Kelly hlýtur að vera meiddur líka fyrst hann er ekki einu sinni á bekk. Að öðru leyti er byrjunarliðið nokkurn veginn eins og við mátti búast m.v. meiðslin.

Koma svo!

67 Comments

  1. Hversu langt er síðan að Carra eða Gerrard voru hvorugur í byrjunarliði Liverpool í deildinni?
     
    Tökum þennan leik og komumst upp fyrir Arsenal aftur !

    Edid:
    Ku hafa verið 22 jan síðast liðinn, fannst það vera muuuun lengra síða ; )

  2. Þessi leikur bara verður að vinnast. Spái 1-3 og Suarez með 2 og Carroll 1

  3. Þessi leikur er stór prófraun. Verðum að vinna hann ef við ætlum að vera í þessari baráttu um 4. sætið.
    Verðum að gefa Arsenal skýr skilaboð og fara uppfyrir þá strax aftur!

  4. Þetta verður flottur leikur, Suarez og Carroll gera góða hluti frammi og Downing ætlar að leggja upp í fyrsta sinn í deildinni!

  5. Fyrir þá sem eiga eftir að biðja um linka á leikinn… asiaplatetv.com  rojadirecta.es  og atdhenet.tv 
     

  6. Glæsilegt byrjunarlið, sennilega okkar stekasta lið fyrir utan Gerrard og mögulega Carra líka. Koma svo…

  7. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik til að vera með í baráttunni um 4.sætið. Þetta lið á að vinna WBA á útivelli. Með sigri erum við ekki nema stigi á eftir Chelsea. Það væri vel ásættanlegt eftir 10 umferðir. Vonandi að Carroll hrökkvi í gang og setji eins og eitt og síðan gæti ég trúað Adam til að negla einu. Koma svo!

  8. ohhh ég hef einhverja skíta tilfinningu fyrir þessum leik, júnæted drullaðist í gegnum sinn leik, shitty vann sinn leik með herkjum og chelsea tapar…. ávísun á eitthvað slys hjá okkur. 25 skot á mark og woy stendur uppi sem sigurvegari á 93 mín!!
     
    vonandi hef ég ekki nostradamusar gáfurnar í mér því ég er farinn að þrá stórsigur hjá okkar mönnum!

  9. PL er buin ad vera frabær skemmtun thad sem af er….Margir frabærir leikir og bilud urslit….

  10. Líst vel á þetta lið nema ég hef miklar efasemdir með Henderson á hægri kant..Annars ætti þetta að duga til sigurs. KOMA SVO!!
    Ynwa

  11. Djöf, hvað er að Gerrard núna ?  Vill einhver fara að senda honum Lýsi

  12. Aquilani með flotta stoðsendingu á ibramovich.
    við vinnum svo í dag 0-4

  13. Ekki get ég sagt að við veikjumst mikið með meiðslum Carragher og Gerrard hefur sama og ekkert spilað sem þýðir í raun bara “same as usual”. Ég spái 3-4 mörkum í þessum leik og sigri LFC.

  14. Annars vardandi thennan leik tha er thetta 1 – X – 2 leikur…Omøgulegt ad spa um urslit…Ef eg thyrfti ad leggja eitthvad undir mundi eg liklega tippa a X.

  15. Mér er sama hvernig við vinnum, ég vil bara þrjú stig. Það má vera óverðskuldaður heppnissigur, bara vinna leikinn og ná í þrjú stig.

  16. Hvað skreið uppí rassagtið á lýsandanum á Sport2?
    A.B. finnur Liverpool allt til foráttu frá því fyrir leik!

    Annars verðskulduð forusta okkar manna.

  17. Kannski er loks eitthvað að falla með okkur. Þetta var amk flott víti hjá Adam.

  18. þetta er eins og alltaf… Það er alveg ótrúlegt hvað varnarmenn komast upp með að berja á Andy Carrol. Þetta er algerlega óþolandi. 

  19. Liverpool hefur vissulega fengið ódýr víti, en þetta er ekki eitt þeirra – hárréttur dómur að mínu mati.  

  20. Algerlega ósammála því að þetta hafi ekki verið víti, maðurinn teigir löppina út og fellir Suarez.

    Punktur

  21. Þetta var bara einfaldlega víti. Leikmaður WBA var aldrei að hugsa um boltann heldur einungis að hindra Suarez. Víti.

  22. Háréttur dómur í þessu víti. Er það annars dagskipunin hjá WBA í þessum leik  að brjóta á Suarez og saka hann svo um leikaraskap í hverju broti.
    Svo virðist Jonas Olson vera harðákveðinn í að ná sér í rautt í þessum leik. 

  23. Frábær sending hjá Suarez á Carrol en varnarmaður ver boltann með höndinni, ekkert dæmt :-/

  24. Það er ansi augljóst að áhorfendur og leikmenn WBA hafa áhrif á dómarann því Liverpool ætti að vera búið að fá 3 víti.

    Einnig er það óþolandi með öllu að í hvert skipti sem Carroll notar styrk sinn þá er flautað á hann. 

  25. Liverpool er gjörsamlega að yfirspila WBA… þeir bara verða að ná öðru marki fyrir leikhlé

  26. Verðum að auka forustuna, erum að sundurspila heimamennina eins og oft áður.
    Ég get ekki slakað á fyrr en við komumst í 0-2.

  27. Er Arnar Björnson að horfa á leikinn?
    Sá hann ekki að Suarez datt á WBA gaurinn!

    Flott mark 2-0 🙂

  28. Flottur CARROLLLLLLLLLL ……….. 🙂 Suarez með ótrúlega góða sendingu

  29. Þetta VARÐ að koma fyrir leikhlé!!  Ánægður með okkar menn 🙂

  30. JÁÁÁÁ 0-2 ANDY CARROLLLLLLLLLL!!!!
    FRÁBÆR SENDING OG GLÆSILEGA KLÁRAÐ!

  31. enn og aftur leikur sem Arnar (RITSKOÐAÐ) er að bulla svo mikið út úr rassgatinu á sér að það hálfa væri nóg. ef þetta fær mann ekki til að endurskoða áskrift sína á stöð 2 sport öllum pakkanum þá veit ég ekki hvað… var hann að byrja eða hvað. aldrei vitað aðra eins ófagmennsku í lýsingu.
     

  32. Flottur fyrri hjá okkar mönnum og vonandi höldum við áfram að keyra yfir þá í þeim seinni.

  33. sweeeeeeet!!!! Frábær skyndisókn og frábær afgreiðsla hjá Carroll. Kappinn farinn að skora í hverjum leik sem hann byrjar 🙂

  34. Finnst að 365 ættu að bjóða uppá leikina án lýsingu, bara hljóð og allir sáttir þannig að ef að það er einhver pappakassi sem að fer í taugarnar á manni þá getur maður útilokað hann en notið þess samt að horfa á leikinn.
     
    Liðið að spila vel og við gætum búnir að vera skora fleiri mörk með smá heppni. WBA eru ekki með og við eigum ekkert að vera leyfa þeim að vera með.

  35. Alltaf víti og svo átti Carroll að fá eitt,finnst allir vera spila vel nema Downing.
    bætum við 3 í seinni 😛 

  36. @isak – med digital getur madur valid original og faer tha ensku thulina (virkar ekki islandi?)

    hvar eru gagnrynendur adam og henderson og carroll, sofnadir 🙂 

    ynwa 

  37. Höddi B @12

     You just took the words right out of my mouth….. ég ætlaði einmitt að minnast á lýsið, best að senda honum eins og eina 200 ltr. tunnu.. 😀
     

  38. Kjánalegt svar Bjarni, hann vill hafa hljóð á leiknum, vill bara losna við íslenska þulinn.

  39. Þurfum að setja Ian Rush inná til að taka síðustu snertinguna fyrir Suarez.
    Ekki góð nýting… en allt annað í world class

  40. shhhh  fæ einhverja tilfinningu um að þeir séu að slaka of mikið á!

  41. Váá hvað Carroll er ekki með tötsið í lagi. Þarf oftast 2-3 snertingar bara til að ná stjórn á boltanum. Fáum Kuyt og Bellamy inn og göngum frá þessu. Skil ekki af hverju Kóngurinn skiptir ekki meira…?

  42. Vörnin búin að vera fáránlega solid í dag, þvílík maskína! Adam búinn að vera flottur á miðjunni í dag með Lucas og það er góður stígandi í leik Carroll. Downing er búinn að valda mér vonbrigðum í dag, með frábæra tækni og öskufljótur en það er eins og það komi aldrei neitt út úr því. En fyrst og fremst varnarlínan búin að vera stórkostleg!

  43. Spurning um að Kóngurinn taki bremsuna af sambandi innáskiptingar, það sem ég var að óska. Að hvíla og nota

  44. Óþægilegt hversu mikið við erum að hleypa WBA inn í leikinn þessar síðustu 10.
    Vonandi fáum við ekki á okkur mark, kominn tími á clean sheet.

  45. Downing ætlar bara ekki að skila boltanum í markið….greyið segi ég nú bara….væri gaman að sjá hann fara að skora.

  46. Stöngin hjá Downing… oohhh hefði verið æði að fá mark frá honum

  47. Getur einhver sagt mér afhverju Arnar Björns heldur því fram að þetta hafi ekki verið víti??

  48. Fyrsta skiptið sem liðið heldur hreinu á móti andstæðingi með fullskipuðu liði sem sagt fín vörn þrátt fyrir að Carrager sé ekki með,ágæt að sá gamli geti slakað á án þess að allt fari í kaldakol.Maður leiksins að mínu mati Jose Enrique.Fínn leikur
                                                     YNWA

Deildarbikardráttur: Chelsea úti!

WBA 0 – Liverpool 2