Deildarbikardráttur: Chelsea úti!

Eftir sigurinn á Stoke spurðum við lesendur hverjir væru óskamótherjarnir. Þar voru Chelsea neðstir á blaði, aðeins 4% ykkar vildu mæta þeim og enginn á útivelli. Það var því alveg borðliggjandi að við myndum dragast gegn þeim á útivelli!

Drátturinn:

 • Chelsea – LIVERPOOL
 • Arsenal – Man City
 • Man Utd – Crystal Palace
 • Cardiff – Blackburn

Eruð þið að grínast með þetta United-lið? Þeir fá gefins miða í undanúrslitin án þess að þurfa að lyfta litlafingri en við þurfum að fara í gegnum Exeter, Brighton, Stoke og Chelsea – allt á útivelli – til þess að komast þangað. Djöfulsins heppni á þessu liði alltaf.

Allavega, Chelsea er það á Stamford Bridge í nóvember. Það verður spennandi leikur.

38 Comments

 1. Djöfulsins grín er þetta.  United fær svo sigurvegarann úr Cardiff-Blackburn á heimavelli og kemst í úrslitin.  Bitur?  Ég?

 2. Jæja ég heyrði einhvern tímann að maður yrði að vinna bestu liðin til að fá bikara.

  Sum lið fá bara alltaf erfiðari leiðina samanber Lyon er ALLTAF í riðli með Real madrid, Arsenal fær alltaf Barca og júnæted well þeir fá ansi oft lakari lið og komast upp með að spila á varaliði

 3. æja ég heyrði einhvern tímann að maður yrði að vinna bestu liðin til að fá bikara

  Ekki ef þú heitir Manchester United, greinilega.

 4. Finn það ekki núna, var ekki enhver sem skrifaði að Liverpool hafi fengið 9 útileiki í síðustu 12 bikardráttum? Eða er ég að rugla..?

 5. Hvaða væl er þetta eiginlega, táraflóð útaf þessum drætti. Mér gæti ekki verið meira sama hvaða lið við mætum, því sterkara lið því betra. Það gerir bikarinn enn verðskuldaðri ef við vinnum hann. Maður verður að vinna öll þessi lið ef maður ætlar að lyfta dollunni og hvenær maður gerir það skiptir engu. Ber vott um ótrúlega minnimáttarkennd að vilja forðast stóru liðin og bölsótast síðan útí United vegna þeirra dráttar. GROW UP!!!

 6. þannig að Liverpool þurfa að fara í gegnum Chelsea útu svo líklega City til að fá að mæta United í Final! Djöfulsins fokking rugl ! Ekkert má fyrir United að vera í öllum keppnum þegar þeir geta hvíld í Carling og meistaradeildinni þar sem þeir eru í skíta riðli líka FOKK

 7. Já þetta er líka svona í deildinni.Fokking  United fær alltaf heimaleiki!

 8. Maður er kannski eitthvað bitur eftir áralangt einelti en þetta er ekki einleikið !!

  Það voru svosem ágætis líkur á að fá eitt af stóru liðunum úti og Chelsea er ekkert skárra eða verra en City, United eða Arsenal. Það hefði bara verið virkilega sweet að fá heimaleik, en það er auðvitað of mikils til ætlast.

  En talandi um skít, hvað er málið með United !  Vantar bara að Howard webb verði settur á úrslitaleikinn !

 9. Fimm stórlið af átta.  Tveir innbyrðis leikir og það er akkúrat Júníted sem sleppur og fær heimaleik gegn lakasta liðinu?
   
  Nei hættiði nú alveg…

 10. Ég sagði að ég myndi fá velgju að sjá Liverpool mæta Chelsea á Brúnni. Sjálfsagt situr enn í manni allar viðureigninar úr CL milli þessara liða auk þess sem þessir leikir hafa ekki haft mikið skemmtanagildi í gegnum árin.  Unnum þetta leiðindalið tvisvar á síðustu leiktíð og sé ekkert því til fyrirstöðu að endurtaka það.

 11. Shit hvað ég er pirraður. Ef það ótrúlega gerist og við náum að vinna Chelsea á Stamford Bridge, þá eigum við samt eftir að fara í gegnum (líklegast) MANCHESTER CITY!

   Á meðan, eftir að hafa sigrað Crystal Palace á Old Trafford, þurfa United að vinna Cardiff/Blackburn til að komast í úrslit.

  ……

 12. Ætla ekki að eyða mörgum orðum í ManUtd og hversu mikið ógeð þeir eru ár eftir ár.

  En mér lýst vel á þennan útileik gegn Chelsea. Þeir eru langt frá því að vera jafn sterkir og þeir hafa verið undanfarin tímabil. Nýr þjálfari sem er að reyna finna taktinn í enska boltanum (greinilega ekki búinn að finna hann Þegar leikmannahópur og árangur eru skoðuð saman) og vörnin þeirra er gjörsamlega ALL over the place.
  Auðvitað hefðum við viljað slátra þeim á Anfiled, en ég held að svo lengi sem Chelsea fari ekki á eitthvað rosalegt run í nóvember, þá tökum við þennan leik.  
  Það er líka eins gott að við fáum Man City á heimavelli í undanúrslitum ef við gefum okkur að við vinnum Chelsea.

 13. Eruð þið að EFFIN grínast með þessu væli! Þetta er bikardráttur, öll lið eru i pottinum og það er dregið!
  Hvað er í gangi með ykkur vælu poolara, HVAÐ haldið þið að United sé að svindla eða að borga fyrir auðvelda andstæðinga??????
  Hugsið bara um ykkur og hættið þessu væli!!!!!!!! 

 14. Ef það má ekki tuða aðeins yfir United á Liverpool síðu þá er nú fokið í flest skjól.

  Þetta er samt ekki einleikið með þá og þessa drætti.

  Legg til að Stefán þessi verði lokaður úti. Leiðinlegt þegar svona mikil ofnotkun á upphrópunarmerkjum á sér stað. 

 15. Stefán! Þú ert að segja okkur að hugsa um okkur sjálfa, síðan ert þú að væla á Liverpool síðu! Ekki sérðu Poolara vera að væla á man u spjallborðum? skottastu núna í burtu!

 16. Thad er engin heppi eda oheppni i lifinu….Menn eru fyrst i vandrædum thegar their nota heppi/oheppni til ad skyra eitthvad…

 17. André Santos vinstri bakvörður hjá Arsenal er sennilega einn sá slakasti sem ég hef séð maður, átakanlegt að horfa uppá manninn verjast.

 18. Chelsea eru ekki jafn sterkir og þeir hafa verið síðastliðin ár. Tapandi 3-5 fyrir Arsenal. Við unnum þá í vor á heimavelli. Það verður bara endurtekning á því.

 19. Þráðrán. Hvað er Robin van Persie búinn að skora mörg mörk á árinu 2011? Hann er búinn að vera algjörlega frábær fyrir Arsenal.

 20. Jæja Arsenal komnir uppfyrir okkur með þessum frábæra sigri á Chelsea. RVP er ótrúlegur leikmaður. En svona er þetta, við verðum að nýta færin okkar til að halda okkur í baráttunni um 4 sætið. Hver hefði trúað því að Arsenal myndi ná okkur svona snemma miðað við hvernig þeir byrjuðu? Við verðum að fara að gera betur, svo einfalt er það.

 21. Við mætum Chelsea á Brúnni 20. nóv í deildinni, City heima 27. nóv, sem er sunnudagur þannig að líklega fer deildarbikarleikurinn fram þann 30. nóv sem er miðvikudagur.  Þrír stórleikir á tíu dögum, þetta verður vonandi gaman.

 22. Van Persie verður nú sennilega kominn í ljósblá skyrtu í janúar,sé ekki Arsenal  geta haldið honum mikið lengur.

 23. Þetta er bara flott, verður að gaman að skeina bláa draslinu tvisvar í röð á heimavelli með 8 daga milli bili

 24. Þó það væri best að fá heimaleik þá líst mér bara vel á þetta. Verður fínt að fara til höfuðborgarinnar og vaða yfir þetta lið á skítugum skóm og skilja þá vælandi eftir með Terry í broddi fylkingar. Vona svo að við sjáum nett skot á T**res frá Agger.

 25. Smá þráðrán er það rétt að Gerrard sé meiddur og verði ekki með fyrir en eftir jólin,ég var að spá er þetta satt.

 26. Ógeðis dráttur, en við tökum þessu eins og hverju öðru hundsbiti.  vinnum bara þetta drasl á útivelli.

  YNWA

 27. Suarez byrjar!

  Liverpool: 
  Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Adam, Lucas, Henderson, Downing, Carroll, Suarez.

  Subs: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Flanagan, Bellamy.

 28. Rólegir við vinnur þetta Chelsky drasl og látum Terry og Torres grenja úr sér augun.

W.B.A. á morgun!

Liðið komið: Gerrard og Carra frá