Opin umræða: óskamótherjar 8-liða úrslita

Okkar menn slógu út Stoke í gærkvöldi og því er eðlilegt að við spyrjum okkur:

Hverjir eru óskamótherjar okkar í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins?

 • Crystal Palace (28%, 255 Atkvæði)
 • Manchester Utd (27%, 241 Atkvæði)
 • Cardiff (20%, 183 Atkvæði)
 • Manchester City (9%, 82 Atkvæði)
 • Blackburn (7%, 65 Atkvæði)
 • Arsenal (5%, 44 Atkvæði)
 • Chelsea (4%, 37 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 907

Loading ... Loading ...

Þetta er stutt könnun, hún lokar í hádegi á laugardag eða rétt áður en dregið er. Koma svo, hverja viljum við fá (á Anfield, að sjálfsögðu)?

Ath.: Þetta er opinn þráður, þið getið rætt það sem ykkur sýnist hér.

46 Comments

 1. Að vissu leyti væri gaman að fá stórleik á Anfield (þá fengjum við a.m.k. einn leik með Evrópustemningu í miðri viku þetta tímabilið) en það hentar okkur auðvitað best að fá lakasta liðið á Anfield og það er Crystal Palace. Ég kaus þá.

  Fáum samt eflaust annað hvort Manchester-liðið á útivelli. Við erum aldrei heppnir með drættina í þessari keppni, að því er virðist.

 2. ManUtd á Anfield 🙂 … Finnst fátt skemmtilegra en að sjá Ferguson í fýlu, enda munu þeir ekki eiga séns!!!

 3. Ég kaus Blackburn…hingað til höfum við ekki riðið feitum hesti þegar að þessi ,,lakari” lið koma itl okkar, sbr í fyrra.

  Alveg bókað mál að við fáum annað hvort manchester liðanna eða Chelsea…það er nú ALLTAF þannig hjá okkur!

  ÉDUM’EDDA!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 4. Ég kaus Crystal Palace líka en þeir fara pottþétt á Old Trafford, United fá alltaf fína drætti í bikarkeppnum. 
   
  Annars er fyrsta ósk að við fáum heimaleik það er kominn tími á það… og ætli við lendum ekki á móti Manchester City, ég spái því.

 5. Ég kaus Crystal Palace. Ef mig misminnir ekki þá mættum við þeim í undanúrslitunum 2001 þar sem við töpuðum fyrri leiknum úti og burstuðum þá svo 5-0 á Anfield. Unnum þennan bikar það sama ár. Það má alveg endurtaka það núna takk. Kominn tími á bikar, bara einhvern bikar.

  Svona til gamans þá setti ég liðin sem komin eru áfram í svona random shuffle og þá kom þetta svona upp..

  MAN UTD vs LIVERPOOL

  BLACKBURN vs CARDIFF

  ARSENAL vs CRYSTAL PALACE

  MAN CITY vs CHELSEA
   
  Vonandi verður þetta ekki svona samt 🙂

 6. Man Utd heima… miklu skemmtilegra að fá alvöru lið heldur en að fá Cardiff eða C. Palace

 7. ég Kaus Blackburn. Væri til í að fá lærlinga Steve Kean á Anfield og taka þá í kennslustund. Þó svo að Cardiff og Crystal palace séu slakari lið á pappírum er meira undir hjá þannig liðum í svona leikjum og þau eru til í að deyja til að komast lengra í svona keppnum. Ég held að Blackburn séu óskamótherjar.
  Svo fáum við Chelsea í undanúrslitum. og vinnum svo annaðhvort manchester liðið í úrslitum..

 8. Ég kaus Blackburn. Þeir eru á botninum, hafa tapað 6 leikjum, gert 2 jafntefli og unnið 1. Cardiff og Crystal Palace eru í efri hlutanum í næst efstu deild, og ég er bara ekkert viss um að Blackburn sé sterkara en þessi lið í dag. Auk þess þá virðast þessi neðrideildar lið oftast gírast upp við að fá að spila við stórlið á útivelli. Við erum hreinlega alltaf að brenna okkur á þessu. Frá 2008 þá hafa Barnsley, Reading og stórlið Northampton hent okkur út í bikarkeppnunum, í öll skiptin á Anfield.

 9. Fá 1.deildar liðin ekki heimaleikjarétt ?

  Annars vona ég að við fáum United á Anfield. Það væri ansi gaman ;  )

 10. Það er dregið í hádeginu á laugardaginn og ég held það verði í beinni á Sky.  Leikirnir í næstu umferð fara svo fram 29. og 30. nóvember eða eins og tjallinn segir week commencing 28. november.

 11. Kaus Cardiff.  Annars er mér alveg sama hvort við fáum þá CP eða Blackburn.  Liverpool á að vinna öll þessi lið bæði á heima og útivelli.  Svo held ég að Man City og Man Utd mætist og Chelsea vs Arsenal.

 12. Kaus Arsenal, aðallega vegna þess að bróðir minn er brjálaður stuðningsmaður þeirra.

  Annars er mér alveg sama, ef við fáum heimaleik þá getum við unnið öll lið 🙂

 13. Chelsea ekki spurning. Mig langar til að sjá móttökurnar sem Torres fær á Anfield og auðvitað pakka honum saman!

 14. Kaus Manchester United. Í fullkomnum heimi fengjum við leik við þá í Ruslakistunni, það er fátt skemmtilegra en að vinna þá á eigin heimavelli 🙂

  Opin umræða segiði … þá vil ég endilega opna umræðu um Carroll. Hann er ,,heitt” umræðuefni, reyndar jarðar það bara við íslenska stjórnmálaumræðu að nefna hann á nafn – “hlutirnir eru bara svartir eða hvítir, bara nákvæmlega svona eða hinsegin. Þú ert annaðhvort með okkur eða á móti okkur.”

  Það er ekki hægt að ræða íslenska pólitík án þess að hlutirnir falli í þennan ömurlega sandkassa, en ég velti því fyrir mér hvort við gætum rætt um ágæti og ekki-ágæti Carroll á svona nett málefnanlegum nótum?

  Ég er kannski gamaldags en ég trúi því að helsta hlutverk framherja sé að skora mörk. Þeir eru og verða dæmdir af því. Það er allt gott og blessað með að hann berji frá sér, láti engan bolta ósnertan og allt það, en framherjar eru ekki dæmdir á því hversu mikið þeir hlaupa í leikjum eða hversu marga skallabolta þeir vinna, eða hversu margar heppnaðar sendingar þeir eiga, eða hversu margar tæklingar þeir vinna.

  Við eigum annan framherja sem gerir allt þetta betur en flestir aðrir. Hann heitir Kuyt, en þið þekkið hann kannski betur sem Energizer-kanínan. Ef það er einhver maður sem gefst aldrei upp og berst fram í rauðan dauðan, þá er það hann. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var hann gerður að hægri kantmanni, og heldur bara áfram að berjast þar. En við þurfum ekkert á öðrum svona baráttu-framherja að halda. Og, dare I say it, ef við vildum fá annan slíkan þá var klárlega hægt að fá einn sem kostaði ekki 35 milljónir punda! 🙂

  Liverpool seldi ónefndan framherja fyrir 50 milljónir punda, mann sem raðaði inn mörkum að vild, svona næstum því. Fínt, ég græt það ekki (lengur). Ég nefni hann bara ekki lengur á nafn, hann er jafndauður fyrir mér og Júdas í Manchester United. En vorum við í alvörunni að skipta út heimsklassaleikmanni fyrir baráttuhund? (ég er ekki að kalla Carrol hund!)

  Þið kannski náið því hvert ég er að fara – ég er ekki allskostar sáttur við Carroll. Ég tek þó ekki af honum að hann er efnilegur, en það er stórt skref að fara úr því að vera efnilegur og að vera góður. Og hvað þá að verða heimsklassaleikmaður. Carroll hefur margt sem getur gert hann að góðum leikmanni, en hann hreinlega verður að skora meira. Ég veit að það má varla nefna það hvað hann kostaði, en ég bara verð að gera það. Fyrir 35 milljónir punda þá hlýtur að mega ætlast til þess að framherjar hafi eitthvað annað og betra fram að færa en að berjast.

  Eða hvað?

  Homer 

 15. Hómer: Hann skoraði nú 11 mörk í 20 leikjum fyrir Newcastle. Hann kann þetta alveg, hæfileikar hans hafa bara ekki nýst almennilega hjá Liverpool.

 16. Homer, ef þú skoðar til dæmis markaskorun hjá ónefnda markaskoraranum sem skoraði af vild og Carroll sem er baráttuhundurinn sem við skiptum honum út fyrir þá sérðu að Carroll er búinn að spila 15 PL leiki og skora 3 mörk á meðan heimsklassa leikmaðurinn er búinn að skora 3 mörk í 20 PL leikjum. Og ekki má gleyma, sérstaklega þegar menn þurfa alltaf að tala um peningana sem voru borgaðir (eins og menn hafi verið að punga út fyrir honum úr eigin vasa), að Suarez kom basically fyrir mismuninn á milli.

  Hvað um það. Framherjar verða ekki dæmdir á því hversu mikið þeir hlaupa í leikjum? Jú. Það eru til margar týpur af framherjum, sumir eru með meira en 1 mark í hverjum 2 leikjum. Sumir minna. Carroll fellur í undir það seinna. Hann er leikmaður sem hentar ekki gegn öllum en nýtist vel í ákveðnum leikjum, eins og í gær. Vonandi á hann eftir að eiga tímabil þar sem hann skorar 35 mörk í deildinni, hann er nú ekki nema 22 ára.

  Mér finnst hálf óþolandi að sjá menn alltaf að tala um hvað hann sé slappur og hvað hann hafi verið dýr. Ef við hefðum ekki keypt hann, þá værum við bara að horfa upp á sömu gömlu söguna. 1 frábæran framherja og enga samkeppni og engan til að leysa hann af ef hann meiðist og engann til að breyta til í leikjum þegar hann er ekki að virka. 

 17. Sælir félagar
   
  Á Anfield kaus ég MU.  Það er fátt skemmtilegra en hýða þessa kóna á heimavelli okkar til ánægju fyrir bestu fylgismenn í heimi innan og utan Englands.  það er að vísu enginn stórleikur að taka litla liðið í Manchester í bakaríið en óneitanleg mikil skemmtun.  Á útivelli mundi Cardiff vera ásættanlegt.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 18. ég held að það yrði gaman að fá Arsenal heim á Anfield, þeir leikir eru alltaf skemmtilegir og við eigum á venjulegum degi að taka þá easy miðað við þann hóp og þá breydd sem við búum yfir en bið fyrir því að Man Utd og Man Sjittí dragist saman væri gaman að fá þann leik aftur. líkt og birkir.is kom inná þá finnst mér ekkert eins gaman og að sjá Ferguson í fýlu

 19. Ég vil fá Chelsea á Anfield, ég er kannski einn um það hérna, en ég sakna þess tíma þegar Liverpool spilaði 4-5 sinnum við CFC á hverri leiktíð. Maður gat nánast gengið að því vísu að það yrði toppleikur.
  Annars vil ég helst ekki sjá Cardiff og þá sérstaklega ekki á Anfield. Afhverju? Það virðist vera þannig að þegar Íslendingur mætir á Anfield þá á hann toppleik og skorar jafnvel eins og eitt mark, og ég þoli ekki að lesa fyrirsagnir eins og “Aron sökkti Liverpool” og vil því helst að það sé enginn möguleiki á því að það gæti gerst. Aron er samt flottur fótboltamaður.

 20. Væri til í að fá Chelsea á heimavelli! Væri gaman að sjá Torres og Meireles fara þaðan tómhenta!

  Annars væri líka skemmtilegt að fá Cardiff og sjá Aron Gunnarsson kljást við okkar menn!

 21. Villi:

  Ónefndi skoraði að vild – þátíð, ergo – skoraði hjá okkur að vild (nánast). Mér gæti varla staðið meira á sama hversu ömurlegur ónefndi hefur verið fyrir þarna hitt liðið sem enginn fílar! 🙂

  Ég var ekkert að kalla eftir því að Carroll skori í hverjum leik, heldur að hann skori meira en hann hefur gert. Er það til of mikils ætlast? Mér finnst það jafnóþolandi að sjá framherja ekki skora mörk, og þér finnst það óþolandi að heyra í mönnum eins og mér tala um hvað hann kostaði.

  Það er ekkert leyndarmál hvað Carroll kostaði. Og já, ég borgaði það ekki úr eigin vasa. Fjármál liðsins míns eru samt ekki þess eðlis að mér sé sama. Væri mér sama um það hvernig félagið væri rekið, þá væri mér sama um framtíð þess. Félagið var hársbreidd frá því að fara á hausinni fyrir réttu ári síðan, rekið með gengdarlausu tapi, mér var ekki sama þá og mér er ekki sama núna.

  Carroll var keyptur. Ég er ekkert búinn að ákveða að hann sé ömurlegur, langt í frá. Á meðan hann er leikmaður Liverpool þá styð ég minn mann, það er ekki einu sinni spurning. En eins og með allt sem tengist Liverpool, þá gagnrýni ég það sem er gagnrýnivert (enda felst í því orði að rýna til gagns!), á sama hátt og ég hrósa því sem vel er gert. Stóra málið í þessu er, og ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun (nema kannski hér inni, hvað veit ég?!) að Carroll þarf að gera meira og skora meira til þess að réttlæta þessi kaup. Fyrir 35 milljónir punda þá ætlast ég allavega til þess að hann skori meira en mark í fimmta hverjum leik (miðað við þína tölfræði).

  Ég hef það samt bak við eyrað, það sem King Kenny sagði eitt sinn (hvort það var um Carroll eða einhvern annan) – hann var ekki keyptur til styttri tíma, heldur til næstu 5 ára hið minnsta, þannig ég hef alveg nægan tíma til þess að sjá hann blómstra hjá Liverpool.

 22. Nr. 23

  Væri til í að fá Chelsea á heimavelli! Væri gaman að sjá Torres og Meireles fara þaðan tómhenta!

  Hrikalega ósammála þessu. Annaðhvort vinna þeir eða þá að við vinnum og þeir kaupa manninn sem kláraði leikinn gegn þeim í næsta glugga! 🙂

 23. Eigum við ekki bara að fara að setja dæmið þannig upp:
   
  Torres 50 Milljónir inn
   
  Suarez 35 Milljónir út
  Carrol 15 milljónir út
   
  Þá lítur dæmið talsvert betur út og við getum bara brosað of haft það gott 🙂

 24. Væri alveg til í að sjá þann sama og tók G.Neville hér um árið henda hamborgara í Torres. 🙂

 25. Djöfull er ég sammála Homer. Hvað þarf 35 milljón punda maðurinn að fá langan aðlögunartíma?

 26. kleinfeld, maður á 5 ára samningi getur fengið andskoti langan aðlögunartíma, sérstaklega ef hann er að gera fullt af flottum hlutum.

  Hann hefur verið óheppinn fyrir framan markið, en Suarez hefur verið það líka!

  Þetta kemur vonandi hjá honum með kalda vatninu. 

 27. Það er best að klára stóru liðin núna á heimavelli og fá svo slakari lið á hlutlausum Wembley eins og í FA 2006, þá fengum við United og Chelsea heima í 8 og 4 liða en West ham í final Þetta er best fyrir okkur:

  Liverpool – United

  Chelseal – M City

  Blacburn – Arsenal

  Palace – Cardiff

  Og undanúrslitin yrðu svo Þessi :

  Liverpool – Chelsea

  Cardiff/Palace – Blackburn 

  Eða er það ekki örugglega þannig að í FA eru 4 liða á Wembley en ekki í þessari ??????
   

 28. @Lóki #32

  Í þessari keppni er leikið heima og að heiman í fjögurra liða úrslitum. Í FA er alla veganna leikið á hlutlausum velli í undanúrslitunum, man ekki hvort það er búið að flytja þá báða á Wembley eða hvort það eru fundnir vellir annars staðar eins og var, t.d. þegar Hillsborough slysið varð. 

 29. Ég vil stórleik á anfield eitthvað af manchester liðunum,líka því við erum oft mjög góðir móti svona liðum.

 30. Þetta er orðið helvíti dapurt þegar þetta er orðin aðal keppninn hjá Liverpool…. maður hafði engan áhuga á henni fyrir nokkrum árum, enda sakknar maður Benites tímanna…

 31. @35. Hefuru einhverstaðar lesið um að Carling Cup sé aðal keppnin hjá Liverpool þetta árið ? Þar sem við erum ekki í evrópukeppni þá finnst mér frábært að Liverpool sé að taka þessa keppni alvarlega. 

  Alltof langt síðan maður sjá Captain Fantastic lyfta bikar ! 

 32. Þetta er orðið helvíti dapurt þegar þetta er orðin aðal keppninn hjá Liverpool

  Deildin er aðalkeppnin í ár og það hefur held ég ekki nokkur einasti maður sagt annað. Deilarbikarinn er hinsvegar sú keppni sem við vorum að spila í gærkvöldi og því eðlilega umræða um það.  

 33. Man Utd. heima. Náðum ekki alveg að klára þann leik um daginn þannig að það væri mjög gott að fara í það mál bara.

  ps. Eru fleiri að lenda í vandræðum með þessar kannanir, það kemur bara loading og svo ekki söguna meir. Nota Chrome en búinn að prófa Explorer líka. Ráð vel þegin.

 34. Kaus Man Utd, myndi samt ekkert hata að sjá City strauja aftur yfir Utd!

 35. Crystal Palace – Manchester City – CP  vinnur
  Liverpool – Manchester Utd – Liverpool vinnur

  Cardiff – Arsenal – Arsenal vinnur

  Chelsea – Blackburn – Blackburn vinna í framlengingu.

 36. AndriFreyr…hefuru einhverntíman tekið gleðipillur? Myndi ráðleggja þér að prufa það því neikvæðnin frussast útúr þér….alltaf!
  En ég er nokkuð viss um að okkur muni ganga vel í þessari keppni, sama hver andstæðingurinn verður í næstu umferðum 😉
  Spearing var flottur í seinasta leik, skemmtilegt hvað hann var að berjast mikið og þegar að hann einfaldlega vöðvaði Jerome útaf vellinum einu sinni var unaður! Flottur leikmaður í anda Marcherano, er það ekki það sem við erum að leita að??
  Hann náði líka að dreifa spilinu ágætlega fannst mér, en samt sem áður var hann ekki alveg nægilega nákvæmur í sendingunum…samt fannst mér hann flottur í leiknum. En ég viðurkenni það að ég dæsti þegar að ég sá hann í byrjunarliði en hann sannaði það fyrir mér að hann á alveg efni á að spila svona leiki.
  YNWA – King Kenny we trust!

 37. Mér finnst magnað hversu mörg atkvæði Man Utd fer! Greinilegt að menn eru ekki hræddir við erkifjendurna (lengur). Það er bara mjög jákvætt!

  Annars er upphitun fyrir leikinn á morgun komin inn.

One Ping

 1. Pingback:

Stoke 1 – Liverpool 2

W.B.A. á morgun!