Smá breyting á ummælakerfi

Ég setti inn viðbót við ummælakerfið. Nú eiga lesendur að geta lagað sín ummæli í 5 mínútur eftir að þau eru send inn eða beðið um að þeim sé eytt.

Látið mig vita ef þið rekist á einhver vandamál þessu tengdu.

Ég tók einnig út Google+ og Twitter hnappana, sem voru við hverja færslu. Það var enginn að nota þá.

35 Comments

  1. Frábært að geta lagað það sem maður skrifar, stafsetninga- og áláttarvillur sem maður tekur ekki eftir í hita umræðunnar. Virkar mjög vel.

  2. fínt að fá aðeins að breyta…  stundum sér maður eftir því sem maður setur inn svona rétt eftir leik, gott að fá aðeins að milda það með breytingu. Virkar…. nice

  3. Þetta er snilld 😀

    eitt af betri ummælakerfum á netinu sem ég veit um allavega !

  4. Fói
    Leyfum þessu og færslu Magga aðeins að lifa fram á kvöld, þá kemur Stoke upphitun sem verður álíka skemmtileg og þetta Stoke-lið.
    (lesist, helv upptekinn og næ ekki að græja hana fyrr en í kvöld:)

  5. Spenntur fyrir Stoke upphituninni! Get varla beðið eftir leiknum!!

    (Þetta er snildar uppfærsla á kerfinu)

  6. Veit ekki af hverju en ég er búinn að vera með kop opið í allt kvöld meðan ég á að vera að læra… ég spenntur fyrir þessari upphitun sem og leiknum annað kvöld!
     

  7. ohhh var búinn með netrúntin og ætlaði að kíkja á upphitunina…. Keyra etta í gang

  8. flott mal!

    heyrdu er bannad ad setja inn brandara um mu utd her??

    eg setti inn nokkra i gaer og thvi var eytt ut (undir peninga pistli magga) ad thvi er virdist

    takk 

  9. Testing…

    *kynþáttaníð fjarlægt*

    Góð viðbót við flottan vef. KUTGW.

Peningarnir tala…

Stoke á morgun í deildarbikarnum