Liverpool 1 – Norwich 1

Ok, ég er búinn að öskra blótsyrði og lemja nokkrum sinnum í sófann svo ég geti skrifað þessa skýrslu.

Norwich kom á Anfield í dag og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst okkar mönnum ekki að vinna leikinn.

Kenny stillti liðinu upp svona í byrjun:

Byrjunarliðið í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Downing – Gerrard – Adam – Bellamy

Kuyt – Suarez

Bekkur: Doni, Agger, Carroll, Maxi, Spearing, Henderson, Flanagan

Liverpool byrjaði miklu betur en Norwich og hefðu auðveldlega geta skorað 2-3 mörk á fyrstu 15 mínútunum. Suarez hefði leikandi geta skorað 2 mörk auk þess sem aðrir klúðruðu færum. Í raun var Liverpool með algjöra yfirburði nánast allan fyrri hálfleikinn. Það var þó ekki fyrr en að komið var fram í uppbbótartíma í hálfleiknum að Liverpool skoraði. Það kom há sending fram, þar sem að Suarez barðist við varnarmann Norwich og boltinn endaði hjá Bellamy, sem keyrði á markið og náði að skora framhjá Ruddy. Fínt mark og Liverpool yfir í hálfleik 1-0 verðskuldað eftir algjöra yfirburði.

Í seinni hálfleik var Liverpool áfram betra liðið en yfirburðirnir voru ekki eins miklir og í þeim fyrri. Suarez hélt þó áfram að klúðra færum, sem hann var að búa sér til.

Og einsog svo oft áður þegar við náum ekki að slátra liðum sem við yfirspilum þá komst Norwich inní leikinn og jöfnuðu eftir um 60 mínútur. Það kom há sending inná teig, sem Reina missti af og einhver Norwich maður skoraði.

Það sem eftir var þá var Liverpool svo í sókn í leit að sigurmarkinu, en það kom ekki. Carroll var fáránlega nálægt því og Suarez lét Ruddy verja frá sér á ótrúlegan hátt. Niðurstaðan var verulega pirrandi 1-1 jafntefli.

Maður leiksins: Mér er illa við að velja Suarez sem mann leiksins því hann klúðraði öllum sínum færum, en hvernig hann skapaði sum þeirra var svo ótrúlega magnað að það geta bara snillingar gert.

Ég nenni ekki að fara yfir restina af liðinu. Enn einu sinni náum við ekki að nýta okkur algjöra yfirburði. Við töpuðum á móti Stoke og gerðum jafntefli gegn Sunderland þrátt fyrir að hafa verið miklu betra liðið og nú getum við bætt jafntefli gegn Norwich í þann hóp.

Við vorum alveg að spila nógu vel í dag til þess að klára þennan leik 4 eða 5-0. En okkar menn klúðruðu einfaldlega öllum sínum færum. Hvað veldur skil ég ekki alveg. En mikið ofboðslega er pirrandi að horfa á svona leiki. Ég hef ekki verið svona reiður síðan ég horfði á tapið gegn Stoke. Þetta var gríðarlega svekkjandi jafntefli og nú fjarlægjast topp 3 liðin okkur enn frekar. Jákvæðu punktarnir eru auðvitað að liðið er að spila fínan bolta. En á meðan að menn klára engin færi, þá verðum við ekki í toppbaráttunni. Því miður.

128 Comments

 1. Þetta er skandall! Varnarleikurinn hjá Liverpool er til skammar! Og hvernig skiptingar eru þetta hjá Dalglish?? Ég get ekki annað en fórnað höndum yfir svona skíta frammistöðu frá liðinu!

 2. Þetta er bara ekki að ganga upp hjá okkar mönnum. Hundraðþúsund skot á markið og ekki vill tuðran inn. Hvað er í gangi?

 3. Er Dalglish jafn slæmur og Rafa? …jafnvel verri? Guð minn almáttugur hvað þetta var slagt. 

 4. Alveg er þetta magnað helvíti!!
   
  Hvenær komumst við yfir það að vanmeta “litlu liðin”?

 5. Afhverju byrja menn að pressa stíft á 88 mínútu þegar að jöfnunarmarkið kemur á 60 mín??  Þetta er óásættanlegt – ekkert flóknara!

 6. Frammistaðan alls ekki slæmt og mæli með því að menn taki sér 1-2 mínútur í cool-down áður en þeir byrja að skrifa einhver ummæli hérna, Liverpool voru MIKLU betri allan leikinn en voru svo rosalega óheppnir að ná ekki að setja inn fleiri mörk og það var bottom-lineið í leiknum. Við vorum ÓHEPPNIR!!!!

 7. Þetta er ekki hægt ….. Fullt af sjensum en ekkert gerist!  ….. 
  Miðjan samanstóð af tveimur ágætis leikmönnum sem virka ekki saman sérstaklega ef Kapteinninn er bara í hálfum gír eins og í dag.   Hefði verið betra að hafa Spearing með Adam … til að sópa upp eftir hann.  Adam var hinsvegar dapur! með afbrigðum. 

  Skólastjórinn frá Hellisandi hefur greinilega rétt fyrir sér.   

   

 8. Maður getur nú verið helv. pirraður!!!
  Skil ekkert í Dalglish að skipta ekki dauðþreyttum Adam fyrir löngu síðan!
  Carroll að koma allt of seint inná.  Skil þetta ekki.

 9. 29 skot og þar af 9 á markið frá okkar mönnum. 12 skot og 7 á markið frá Norwich. Okkar menn þurfa klárlega að æfa skotin og að tímasetja hlaupin betur inn fyrir vörnina. 9 rangstöður. Allt of mikið! Lélegt að klára ekki leiki sem við eigum kláralega að vinna.

 10. @Kristján Kristinsson – það sem er að, er að sóknarmennirnir okkar eru ekki nógu góðir í að klára færi.  Ekkert flóknara.  Suarez hefur ótrúlega hæfileika, gerir ótrúlega oft allt 100% rétt og kemur svo með slakt skot. 
   

 11. Af hverju í FJANDANUM var Bellamy tekinn útaf fyrir Henderson
  sem hefur ekki getað neitt frá því að hann kom fyrir illa notaðar 20 milljónir.

 12. Vörnin réði ekki við þessa háu bolta og við söknuðum Lucas að hreinsa upp dauðu boltana sem duttu eftir þessa löngu bolta á okkur. Kyut á ekki að spila nema 4-6 leiki á ári enda með eindæmum slakur, en að skipta Agger inn fyrir hann skilur enginn.
  Enn er færanýting okkar helsta áhyggjuefni.

 13. Nota bene. Það sást í dag afhverju Lucas er svona góður. Hann átti einn slæman leik við United en það sem hann býður uppá þegar hann er inná er að Charlie Adam fær smá frið til að klína boltunum á kantana og þá hefur Gerrard miklu betra og meira pláss til að spila sýna bestu stöðu, á bakvið framherjana. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem saknar Lucas þó að það hafi bara verið þessi leikur.

 14. Suarez verður líka að fara að líta upp og gefa boltann á menn sem eru í betri stöðu. Kuyt var lélegur og átti ekki að vera inn á.
  En það er eitthvað að. Ekki það að Liverpool hafi verið að spila illa, 30 skot á markið (níu á ramman), þrjú í tréverkið, dauðafæri sem eru ekki kláruð, geggjaðar markvörslur. Tuðran vill bara ekki markið.

 15. þetta er bara djók, nú mega menn skammast sín leikmenn og þjálfarar. hvurslars skipting var þetta á 90 minutu hvað er í gangi ????  

 16. Mér finnst nú að menn sem eru að segja að Liverpool hafi verið miklu betri en Norwich í þessum leik ættu að horfa aftur. Í seinni hálfleik sóttu Liverpool kannski meira en Norwich áttu mjög góðan seinni hálfleik. Markið þeirra er svo ekkert annað en slakur varnaleikur! Skandall

 17. Sorglegt, en maður hefur séð svona leiki áður. Við verðum að klára þessa leiki með öðru marki því vörnin okkar heldur litlu þessa dagana. Nú erum við með þrjá leiki sem við töpum niður forystu (Sunderland, ManU, Norwich) og þetta er að kosta okkur 6 stig. Pælið í því, við værum í ÖÐRU SÆTI ef við hefðum haldið út þessa þrjá leiki.
   
  Að auki, sá á Twitter að fyrir leikinn var Liverpool það lið sem var með eina verstu nýtingu færa í deildinni, grunar það við höfum ekki bætt okkur mikið þar.
   
   

 18. @ Viktor, það er ekki óheppni að vera miklu betri í öllum leikjum – en taka samt ekki þrjú stig.  Látum það vera að lið geti verið óheppið einu sinni og einu sinni – en það er ekki óheppni að gera þetta leik eftir leik eftir leik – sbr. Sunderland, Stoke, Man Utd og nú Norwich – þar sem liðið er miklu betra en uppskeran rýr.  Það er einfaldlega slakt.

 19. Erfitt að vera málefnalegur á svona stundu, manni langar mest að öskra og bölva og kalla alla og allt aumingja. Ég skil ekki af hverju Andy Carrol var ekki kominn inná miklu fyrr og á meðan Downing var inná þar sem hann var að dæla boltum inní teigin. Sást greinilega hvað Lucas er mikilvægur þessu liði, Gerrard og Adam voru alltof opnir og hægir varnalega, Norwich átti alltaf séns með þessa uppstillingu. Henderson skiptingin var skrítin, en það er auðvelt að vera vitur eftirá. Mikið svakalega getur Suarez verið frábær leikmaður en á sama tíma gert mann gráhærðan, t.d. þegar hann átti að gefa á Gerrard fyrir opnu marki en skaut sjálfur, svo verður hann að fara slaka aðeins á þessu með að detta alltaf, it’s getting old. Megum ekki við að tapa 2 stigum á móti Norwich nema að stefnan sé 6 sætið aftur 🙁

 20. Þetta er ekkert endalaust ÓHEPPNI þetta er bara drullu lélegt, enn einu sinni vinnum við ekki lið á Anfield sem er nýkomið upp. Skiptingarnar gríðarlega slappar, ég get svarið fyrir það að Liverpool er eina liðið af þessum svokölluðu “stóru 5” sem henda hafsent inná á 90 min á heimavelli á móti liði sem var að drullast upp í þessa blessuðu deild í stöðunni 1-1 !! eins gott að losa sig við Meireles og Aquilani rétt fyrir lok gluggans! Svo er striker keyptur fyrir litlar 35 millur, það var farið að líta þannig út að hann geti bara skallað eftir arfaslaka byrjun en svo kemur bara á daginn að hann getur það varla, eða ekki á markið allavega. Þetta er ekki endalaust óheppni!

 21. Eins og mer finnst gaman að horfa á Suarez að spila þá vá hvað hann er hræðilegur í að nýta færin sín! Og eins og mer finnst svakalega gaman að Dalglish sé stjóri þá er hann ömurlegur í að skipta inn varamönnum!!! til hvers í anskotanum að skipta caroll inn þegar þú tekur Downing og Bellamy út? mennina sem eru bestir í að krossa! Og af hverju í anskotanum tók hann Bellamy útaf ! var mjög góður! 

  Anfield vígið er hrunið það geta öll skíta lið komið og náð sér í stig! Norwich spilaði bara bolta og Sunderland gerði það líka, lið sem hafa þurft að pakka.M United spilaði reyndar varnarbolta enda mesta skítaliðið!

 22. Það er nú yfirleitt sjálfsmorð að gagnrýna Gerrard en eftir þetta hlýtur maður bara að spyrja sig afhverju hann var inná, augljóslega ekki match fit. Var að spá í því hvernig hann hefði verið á móti Manchester fyrir viku og fattaði að ég mundi ekki eftir honum nema í markinu? Ég veit að hann var valinn MOTM en það var nú ein þvæla…. Er þetta bara ég eða?
   

 23. Skelfilegt, alveg hræðilegt. Hvað er í gangi með Suarez? Hann tætir í sig vörnina en þegar hann þarf að picka honum auðveldlega framhjá markmanni þá tekur hann Adebayor á þetta.

 24. Ekki hægt að segja að frammistaðan hafi verið góð í dag. 

  Góður fyrri hálfleikur en svo allt niður á við í hinum síðari. Stundum skil ég ekki skiptingarnar hjá Kenny, skiptir Henderson inn á fyrir líklega líflegasta manninn í liðinu og þann sem skoraði, þann sem er bæði markheppinn og var líka duglegur að komast upp að endamörkum og gefa fyrir, skiptir síðan downing út af fyrir Carroll…, hver átti að koma Carroll í færi í leiknum, líklegustu mennirnir til þessu voru þeir tveir sem teknir höfðu verið út af, síðan er Kuyt tekinn út af fyrir Agger á 90. mínútu…? Hverju í ósköpunum átti það að skila? Var hann að tefja leikinn?

  Ef það hefði átt að þétta miðjuna hefði átt að senda Agger/Spearing inn á í seinni hálfleik fyrir annaðhvort Gerrard/Adam sem voru sjáanlega mjög þreyttir í lok leiks, sem skýrði hversu erfiðlega gekk að halda boltanum.

  Ef markmiðið var að skora mörk átti að setja Andy Carroll inn á  (tökuvert fyrr en gert var) fyrir Kuyt, sem var sjáanlega orðinn þreyttur, byrjaður að gera mistök og kom lítið út úr honum eftir ca. 60. mínútu (var þó góður, sérstaklega þegar við beittum hápressu í fyrri hálfleik).

  Tel síðan að Henderson hefði einnig átt að koma inn á fyrir annað hvort Gerrard eða Adam og þá inn á miðjuna, það var nákvæmlega ekkert að gerast hjá þeim félögum ca. eftir 70. mínútu, fyrir utan dífur og klúður, sérstaklega hjá Adam. 

   

 25. Það er skemmtilegra að horfa á kvennaknattspyrnu en Liverpoolliðið, máttum þakka fyrir jafnteflið!!!!!!!!!!!
   
  Orðið ansi þreytt að horfa á svona leiki.

 26. Oft sagt að maður eigi ekki að láta neitt frá sér þegar maður er reiður en ég bara verð að fá að blása aðeins eftir þessa ömurlegu frammistöðu. Þetta lið í dag var til háborinnar skammar, frá markverði til fremsta sóknarmanns. Liðið er einfaldlega ekki nógu gott og allt of margir leikmenn langt frá sínu besta, nema þeir séu svona lélegir. Vörnin getur ekki neitt, miðjan getur ekki neitt og sóknarmennirnir geta ekki neitt. 1-1 á heimavelli gegn Norwitch er svo langt frá því að vera ásættanlegt að það hálfa væri nóg. Og það þýðir ekkert að tala um að þetta lið þurfi að slípast saman því það séu svo margir nýir leikmenn, það hefði átt að nota undirbúningstímabilið til þess og það var ekki gert og það skrifast á þjálfarann. Skil oftast ekki hvað Dalglish er að hugsa en þetta skrifast að mestu leyti á leikmennina sjálfa því það eru jú þeir sem spila leikinn.Er algerlega brjálaður eftir þessi úrslit og er hræddur um  að vinur minn Lee Nober hefði gjörsamlega ærst eftir svona frammistöðu og mönnum hent á erfiða æfingu strax efrir leik. Mikið rosalegt spark þurfa þessir menn í óæðri endann og það svo fast að ég heyri það hingað til Íslands. 
  Ömurlegt og skammarlegt.  

 27. Hvernig væri að nýta einusinni helvítis færin, já ég er að tala um Suarez. Ætla vera svo djarfur að gagnrýna þann pilt harðlega víst enginn annar þorir því, dreng staulinn þarf svona 15 – 20 færi til að skora hvert fokking mark.
  Ég er gjörsamlega að tapa mér hérna búin að berja hluti sundur og sama svo stór sér á hlutum hér.

 28. Gaman að sjá menn nefna Kuyt of jafnvel Rafa til að blóta einhverjum af gömlum vana eftir tapleik. Geta þeir sem eru að blóta Kuyt nefnt mér eitt atriði sem gekk upp hjá Downing í þessum leik?
  Skil ekki af hverju Carroll fær ekki að byrja.

 29. Þessi úrslit eru mikil vonbrigði, við eigum að vinna heimaleiki gegn liðum eins og Norwich, punktur.
  Enn einu sinni erum við að sundurspila andstæðinginn á þess að sýna það á skortöflunni, hversu oft átti Downing skot í varnarmann? 5 sinnum? 10 sinnum? Og það allt rétt við vítateiginn!
   
  Er það ásættanlegt að byrja að pressa andstæðinginn í von um að skora sigurmarkið 3 mín fyrir lok venjulegs leiktíma?
  Og það þegar Norwich jafnaði á 60 mín!
   
  Svo er það alveg ljóst að Gerrard er ekki í leikformi, margar góðar sendingar en líka alltof margar slæmar og svo virtist úthaldið alveg búið eftir 70 mín.
  Ég ætla að velja Suarez mann leiksins fyrir öll töfrabrögðin sem hann sýndi, en maður lifandi hvað hann þarf að fara að hætta þessu helv væli í dómaranum og einbeita sér að leiknum, þetta endalausa væl er farið að minna á Torres á síðustu mánuðunum hjá Liverpool.
   
  Djöfull er ég pirraður!

 30. Dalglish með enn eina skituna þessi maður þorir ekki að skipta inná og þegar hann gerir það er það svo vitlaust að það nær ekki nokkuri átt. Hvað var hann að gera með að halda Adam inna þegar hann gat ekki neitt allan leikinn og svo þegar hann skiptir inná tekur hann okkar hættulegasta leimann útaf og setur ofmetin táning inná. Til að toppa þetta allt er að setja Agger inná þegar við þurfum virkilega að skora. Liðið okkar er ekki að fara að lenda í topp 5 hugsa að þetta verði enn eitt vonbrigða árið. Sættum okkur við að liðið okkar er ekki betra en þetta meðan stjórinn er sáttur við að kaupa menn á ofsprenguverði sem geta voðalega lítið. 

 31. Reynir, gerir það leik Kuyt eitthvað betri þó Downing hafi líka verið lélegur?

  Dirk Kuyt var ömurlegur enn og aftur….afhverju er ekki búið að losa þennan mann af launaskra?  

 32. Set spurninamerki við Reina í síðustu leikjum. Fær oft á sig mörk þar sem hann fær einungis eitt skot á sig eða svo. Maður sér þennan mann ekki taka mörg skot.

 33. Tek undir skýrsluna að öllu leyti. Stutt og hnitmiðuð.
   
  Það sem ég velti þó fyrir mér eru skiptingarnar. Bellamy var búinn að vera hættulegast leikmaður liðsins og var sá eini sem var að ná einhverjum krossum fyrir. Hreinlega skil ekki af hverju hann var tekinn útaf á undan Downing og hvað þá Kuyt sem var algjörlega úti á túni í þessum leik. Hefði viljað sjá Carroll fara beint í senterinn í byrjun seinni hálfleiks fyrir Kuyt, því það voru að koma krossa inní teyginn sem Suarez og Kuyt áttu ekkert í.
  Svo má alveg deila um það hvort að Carroll hefði ekki átt að byrja í ljósi þess að hann skoraði loksins í leik gegn Everton og er síðan settur á bekkinn gegn Utd. og svo aftur gegn Norwich. Fær 10 mín. í lok leiksins til þess að setja mark sitt á leikinn. Ég vona að ekki sé búið að brjóta niður það sjálfstraust sem hann náði sér í eftir leikinn gegn Everton.

 34. Sælir félagar
   
  Algjörlega óásættanleg niðurstaða. Leikmönnum Liverpool virðist fyrirmunað að skora úr færum sínum.  Það kann ekki öðru að stýra en jafnteflum og tapi.  Öll þau færi sem hafa farið í súginn í haust eru sóknarmönnum liðsins til vansa.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 35. Enn ein aumingja-frammistaðan hjá þessum oflaunuðu vesalingum.
   
  Miðlungsliða-stimpillinn virðist vera orðinn algjörlega fastur við þetta lið.
   
  Tímabilið er einfaldlega farið í vaskinn.
  Við munum detta út úr deildarbikarnum á móti Stoke í næsta leik.
  Við munum ekki vinna næsta deildarleik á móti WBA á útvelli.
  Munum hugsanlega vinna Swansea heima.
  Svo munum við tapa fyrir bæði Chelsea og Man City.
   
  Og fokk hvað ég mun ekki nenna að lesa einhver pollýönnu-komment hérna á eftir um að leikurinn hafi verið ágætur og að við höfum sótt meira og að við hefðum við óheppnir… fokk maður… þið sem eruð á þessari skoðun, wake the fuck up!
   
  Fooookkk fokk fokkkk!!1

 36. 4-4-2 er alveg búið sem leikkerfi… Það er ekkert lið í nútíma knattspyrnu sem spilar 4-4-2 nema Scum Utd. og þeir eru með Wayne Rooney sem alveg eins gæti verið fremsti miðjumaður eða aftasti varnarmaður… út um allann völl þessi gæi…
   
  Við ættum að stilla upp með eitthvað annað leikkerfi sem krefst þess ekki að Steven “ekk’í-formi” Gerrard þarf ekki að hlaupa enda vallarins á milli og Charlie “þreytti” Adam þarf ekki að vera að hlaupa með boltann.
   
  Fyrir utan þetta þá botna ég ekkert í þessum skiptingum hjá Skotanum… Setja Henderson á kanntinn sem er vita bitlaust og taka Bellamy útaf. Sérstaklega þar sem Henderson er enginn helvítis kanntari! SVO fyrir utan það að henda Agger inná þegar við þurfum að skora… FÁRÁNLEGT svo ekki sé meira sagt…
   
  Veit að hér inni eru menn sem eru tilbúnir að verja hvaða vitleysu sem kemur frá Kónginum, en þetta er nátturulega kjaftæði í hæsta gæðaflokki…

 37. Nýtinging á færunum sem við fengum í dag var til skammar. 2 töpuð stig.
  Suárez er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hann er gjörsamlega óþolandi þegar hann byrjar á þessu væli og liggur eins og skotinn belja eftir smávægilega snertingu, er ekki að þola það að vera með Drogba týpu í liðinu.
   
  Liðið var ekki að spila illa í dag og það er í raun ótrúlegt að við skyldum ekki skora nokkur mörk í þessum leik en eins og ég sagði nýting á færum og heimsklassa markvörslur er það sem fór með okkur í dag.

 38. Djöfull er þetta grátlegt, þetta er bara Liverpool í hnotskurn síðustu ár, vantar gæði í þetta lið. Þessi kaup sem gerð voru í sumar að undanskildum Enrique eru afar undarleg, það að við hefðum eytt yfir 100m punda í leikmann frá því að Dalglish tók við og einungis tveir af þeim eru í háum klassa (Suarez, Enrique), það er sorglegt. Einnig sú ákvörðun að senda Meireles til Chelsea á einhvern skitapening er mér hulin ráðgáta, hefðum betur gefið honum launahækkun en að eyða einhverjum 30m í tvo mun lakari miðjumenn. Úff það gjörsamlega sýður á mér hérna, ég er bara orðinn svo þreyttur á þessari helvítis skítaspilamennsku. Og Downing? Eruði að djóka í manni eða? Ekki nóg með að maðurinn er afspyrnuslakur þá er hann húðlatur og fer ekki i eitt einasta 50/50 baráttu. Svo nenni ég ekki einu sinni að fara út í þessar skiptingar sem áttu sér stað, þær voru furðulegar svo ekki sé meira sagt.

 39. Carroll hefði mátt koma inn í hálfleik, amk. strax eftir markið. Bellamy besti maður liðsins í dag.

 40. Ok, Downing slappur. En Kuyt var bara alls ekki að meika það í þessum leik. Allir hans Akkilesarhælar sáust í þessum leik: Fyrsta snerting, sendingar, hlaup, hlaup með bolta. Ekkert gekk upp hjá honum. Hann er að mínu mati allt of hægur í leik sem þessum. Ef að á að nota hann þá á hann að vera efstur. Gott að vera vitur eftir á, en Maxi átti að vera í stað hans í þessum leik. Nú eða Andy.
  En við verðum aðeins að horfa raunsætt á þetta. Vandamálið var að koma ekki boltanum 2-3 sinnum í markið, nóg var af færunum. Þeir boltar sem fóru fram hjá var oft á tíðum ekkert annað en léleg afgreiðsla. Í sumum tilfellum ætluðu sumir að klára þetta sjálfir, þó svo að aðrir voru í mun betri stöðu að skora. Vandamálið er ekki að andstæðingurinn hafi skorað eitt mark, shit happens. Vandamálið er upp við mark andstæðinganna. Hvernig er hægt að bæta þann hluta?

 41. Gunnar, ég get einfaldlega ekki verið sammála þér í því. Mun aldrei geta samþykkt það að Kuyt hafi verið “ömurlegur enn og aftur”, því lang oftast stendur hann sig mjög vel. Þrátt fyrir að mér hafi fundist Downing lélegur ætla ég ekki að koma með kjánalegar yfirlýsingar eins og að það eigi að “taka hann af launaskrá”.
  Í einni línu tekst þér svo að drulla yfir bæði Dalglish og Rafa, þjálfara sem ég met mjög hátt og er þakklátur að hafi verið hjá Liverpool. Svo ég tel að okkur muni ekki koma saman um margt.

 42. Æ, mig langar bara að curl myself up in an assball og fara gráta …. eða niðrí bæ á eftir og berja einhvern Man Utd mann. 4 mikilvæg stig búin að tapast á 1 viku, getum gleymt einhverri toppbaráttu. Til hvers í slefandi andskotanum vorum við að spila æfingaleik í vikunni? Af hverju setti liðið ekki 150% á fullt og hápressaði útum allt eftir jöfnunarmarkið í stað þess að byrja spila fótbolta á 85.mín?

  Dalglish sagði í vikunni að hann vissi ekki enn hver besta staða Jordan Henderson væri. Nákvæmlega það sama og Hodgson sagði á sama tíma í fyrra. Það hræðir mig, og við mætum fokking WBA á útivelli í næstu umferð. Henderson er með gott touch og getur hlaupið eins og Duracell kanína allan daginn, afhverju í ósköpunum fékk hann ekki núna 1 leik á miðjunni þar sem hann er vanur?  
  Hvað er einnig að frétta með 35m punda manninn Senjor Carroll? Hvenær ætlar Downing að fara skora og leggja upp mörk eins og hann fær morðfjár borgað fyrir? 

  Þetta er bara ekki ásættanlegt að klúðra svona unnum leikjum á heimavelli trekk í trekk. Svona gera ekki sigurvegarar. Fari það í brennisteinsrjúkandi helvítis fokking fokk. 🙁

 43. Veit ég fæ örugglega hressilega ræðu um hvað ég er heimskur, en verð að vera smá sammála Ronny 34#

  Reina hefur bara alls eki verið að standa sig vel uppá síðkastið. Mörgum Púlurum finnst hann vera með betri og jafnvel besti markvörður heims, en er hann ekki núna sá þriðji í goggunarröðinni hjá Spáni á Eftir Valdes og Casillas? Er ekki bara tímaspursmál hvenær De Gea fer líka framfyrir hann. Svo las ég einnig að hann hefði ekki varið víti fyrir okkur síðan 2007! Hvaða rugl er það??? Hefði verið til í að Liverpool hefði keypt De Gea í sumar, og fannst ömurlegt að hann hafi farið til United. Benítez sagði jafnvel sjálfur að hann hafi haft De Gea í huga sem staðgengil Reina.

  Þetta komment er svosem skrifaðí smá reiðiskasti eftir leikinn, en samt þá er ég vonsvikinn með Reina hingað til í deildinni.

 44. @44
  Hvernig er hægt að bæta þann hluta?
   
  Kaupa fleiri og betri sóknarmenn. Það er bara einn klassa sóknarmaður í liðinu í dag og það er búið að vera svoleiðis í ansi langan tíma.
   
  Kuyt, Carroll og Bellamy eru allir miðlungsleikmenn og verða seint flokkaðir sem matchwinner-ar.

 45. Ég vil vekja athygli á einu; við höfum ekki fengið góðar 90 mínútur nema í einum leik; gegn Bolton heima í 3.umferð.

  Ég veit vel að við eigum 3 skot sem fara í tréverkið, en mér fannst við aldrei líklegir, þrátt fyrir 29 skot! til að vinna þennan leik. Frammistaðan í heild var ekki nógu góð – við eigum að gera þá kröfu að vinna þessa leiki – þetta eru leikirnir sem munu skera úr um hvort við séum nógu góðir til að ná 4.sæti hvað þá meira.  Leikir gegn hinum “hefðbundnu” stóru liðum skera ekki úr um það. Þar er ekki ólíklegt að tapa stigi eða stigum stöku sinni en fjandinn hafi það – við virðumst bara ekki ná nógu langri góðri frammistöðu í einu til að þetta telji.

  Það er alveg greinilegt að þetta lið þarf Lucas til að geta sótt. Eru menn að átta sig á því hvað hann er að vinna mikla varnarvinnu og mynda þann grunn fyrir liðið til að geta sótt. Í dag voru bæði Gerrard og Adam að böðlast í því að halda stöðu, rembast í návígjum aftarlega á vellinum og fyrir vikið kom ekkert út úr þeim sóknarlega og það skilaði sér í flatri frammistöðu alls liðsins.

  Ég saknaði gríðarlega mikið að sjá stöðuskiptingar inni á vellinum – eins og stundum hefur verið – en það var ekki því að skipta. Menn voru algerlega geldir og voru að treysta á einstaklingsframtak hjá Suarez. Svo set ég S.TÓ.R.T. spurningarmerki við ákvarðanatöku stjórans – skiptingarnar hans skiluðu engu og komu alltof seint – Carroll inn á á ´79 mín??? 

  Dalglish fær slaka einkunn hjá mér í þessum leik, mjög slaka.

  Koma svo, við erum betri en þetta!

  YNWA

 46. Ok Fannar, who cares hvort Reina er annar eða þriðji í goggunaröðinni hjá Spáni. Reina er næst besti markmaður Liverpool EVER. Hann er besti markmaður EPL. Hann átti margar fínar markvörslur í þessum leik, var oft skruggu fljótur að koma boltanum í leik sem oft á tíðum setti andstæðinginn í veruleg vandræði. Þeir sem voru frammi áttu einfaldlega ekki góðan dag. Og hann hefði aldrei varið þennan bolta ef hann hefði staðið á línunni. Þetta var bara fínt mark hjá Norwich og slíkt gerist.
   
  Gerrard var auðvitað orðinn þreyttur enda lítið spilað á þessu ári. En skítt með það, það þarf að koma honum í form. Þá eru menn látnir spila.

 47. Ég hef aldrei verið eins nálægt því að henda sjónvarpinu mínu útá bílaplan. Þessi færanýting Liverpool á tímabilinu er brandari og á eftir að senda mann á hæli fljótlega ef þetta fer ekki að lagast. Suarez er stórkostlegur og frábært að sjá hvernig hann skapar sér færin, en yfirgengilega ótrúlegt að sjá hann klúðra þeim öllu á færibandi. Stewart Downing átti allavega tvisvar í þessum leik fullkomnar fyrirgjafir í þessum leik. Kuyt skallaði eina af þessum fyrirgjöfum í innkast og í eitt skiptið var Suarez gjörsamlega óvaldaður inn á teig en hreinlega gaf boltann á markmanninn með forkastanlega ömurlegum skalla. 

  Það bara verður að fara að kippa þessu í lag. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Við erum miklu betri aðilinn í flestum leikjum en náum ekki að klára þetta. Við getum gleymt meistaradeildinni á næsta tímabili ef menn fara að að hysja upp um sig. 

 48. Ég er bara alls ekki sammála því að Reina sé besti markmaður ensku úrvalsdeildarinnar, maðurinn hefur ekkert getað á þessu tímabili og er ekki að skila þessum match-winner vörslum eins og Cech, Joe Hart, De Gea og fleirri hafa verið að gera. Tæki Cech og Joe Hart alltaf framyfir Reina.

 49. Það er nú algjör óþarfi að segja að Norwich sé skítalið – lið sem er um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni hefur eitthvað fram að færa…  Mér finnst Liverpool liðað annars bara alveg þokkalegt og ef þeir hefðu potað inn einu marki í viðbót, þá væri hljómurinn hér öðruvísi. Mikið afskaplega munaði litlu. Sá sem helst gerði gæfumuninn var markvörður Norwich sem stóð sig hrikalega vel.

  En Andy Carroll hlýtur að sakna Newcastle:

  4. Newcastle     9  5  4  0  12:6   19
  5. Liverpool       9  4  3  2   12:10 15

 50. Það sást líka í þessum leik að Glen Johnson er heldur ekki kominn í leikform. Vantaði oft þá áræðni sem einkennir hans leik fram á við. Vörn og markvarsla var þó fín í þessum leik þrátt fyrir markið.
   
  Ekki sammála að Suarez hafi verið besti maður leiksins, þrátt fyrir 11 skot á markið og 6 á rammann. Fyrir mér var enn og aftur Enrique maður Liverpool. Menn leiksins voru Leon Barnett og markmaður Norwich, John Ruddy.
   
  En ég er á þriðja bjór sem gerir mann rólegan og raunsæjan, en deyfir líka sársaukan.

 51. ÉG  ER ALGJÖRLEGA GEÐBILUÐ.

  Forsíða íþróttablaðs Daily Mirror í dag er liverpool logoið með í staðin fyrir you’ll never walk alone – you’ll never win like this. Inní blaðinu er svo risa grein um hvað klikkaði hjá Benitez og öðrum undir fyrirsögninni “Small teams – Big Problem” og þar er rætt um hvernig Liverpool er fyrirmunað að ná í 3 stig úr leikjum sem virðast gefnir.

  Aldeilis sem mín ætlaði að afsanna þetta í dag með góðum sigri á liðinu sem að er svo lítið að maður man varla hvað það heitir.

  Fokk ðis sjitt.

  Ég er að fá svo brjáluð flassbökk frá seinustu leiktíðum og þá sérstaklega  2009 að mig langar að gubba.

  Hvernig er þetta hægt? Hvernig er þetta bara vísinlega mögulegt? HVAÐ ER AÐ? Með þvílíka yfirburði allan leikinn, en ná ekki að klára, ná ekki að skora, ná EKKI AÐ KLÁRA FÆRIN. Ég hef ekki tölu á því hversu mörgum færum okkar menn klúðruðu í dag. Er þetta bara löglegt? Þetta er svo geðbilaðslega pirrandi að ég er í alvörunni Liverpool rauð í framan.

  Það voru vaktaskipti á barnum sem að ég horfði á leikinn á í hálfleik. Bar-keep-in labbaði út með orðunum “Tss.. I don’t even have to watch this match – it could easily go 10-0” Og það er nákvæmlega málið.  En þar sem að þetta er LFC sem er að spila, en ekki scums, þá gerir það það ekki.

  Þetta er munirinn á okkur og ógeðunum, þeir klára sína leiki, jafnvel þegar að þeir spila illa, jafnvel þegar að þeir eru varla inná vellinum. Þeir fá 2 færi í leik og klára bæði.  Við fáum 29, og klárum eitt.

  Svo veit ég ekki hvort að ég má minnast á þetta án þess að verða brennd lifandi – en Suarez fer niður ALLTOF auðveldlega. Það þarf einhver að upplýsa þennan yndislega fallega og hæfileikarík dreng um að hann er að spila á Englandi, ekki í Suður Ameríku.

  Ég er brjáluð, og ég biðst afsökunar á ofnotkun hástafa. EN NÓG ER NÓG. Þetta er ekki í lagi. Hvernig getum við verið að klikka á sömu atriðunum með nýja leikmenn og nýjan stjóra? Hver er ástæðan?

  Samt sem áður – you’ll never walk alone – við göngum þá bara saman, brjáluð. 

 52. Kuyt hefði allt eins getað verið í gulri treyju í þessum leik….og Downing var ekki langt frá því heldur…..

  það er einfaldlega krafa að vinna lið eins og Norwich á heimavelli….það þýðir ekki að standa í þessum 4 stóru og vera svo með hugarfar eins og þetta eigi að gerast að sjálfu sér á móti minni liðum….

  algerlega óásættanleg úrslit….1-0 sigur hefði líka verið óásættanlegt…..það vantar KILLER instinct á móti svona liðum…..held að þeir hefðu ekki ráðið við Liverpool ef planið hefði verið að sækja stíft á þá…. 

 53. Gamli; Hahah, þetta er einungis mín skoðun. Er eitthvað að því að halda því fram að Cech og Joe Hart séu betri markmenn heldur en Reina? mér persónulega finnst ekkert að því, ef þú lítur yfir frammistöður þessa markmanna það sem af er á þessu tímabili, þá er þetta engin spurning í minum augum.

 54. Bellamy á klárlega að vera í byrjunarliðinu alltaf. Eitt færi eitt mark. Suarez verður að fara nýta færin sín sem og Carroll.
   
  Þessi spilamennska hjá Liverpool er á köflum bara léleg! Í síðari hálfleik voru alltof margar sendingar misheppnaðar. Þeir þurfa að fara í kennslu hjá Barcelona hvernig á að gefa sendingar. Síðan allar þessar rangstöður, menn verða að læra að staðsetja sig rétt!
   
  Að lokum ætla ég að leyfa mér að gagnrýna Kónginn! Hann er að nota alltof fáar skiptingar í þessum leikjum og of seint að mínu mati. Hvað á Agger að gera fyrir liðið á 89 mín? Afhverju var dauðþreyttur Kuyt ekki skipt útaf á 75 mín og Maxi settur inn? Þetta er óskiljanlegt.
   
  Mig langaði virkalega ekki að vera pirraður eins og 99.9% ummæla hér en stundum er ekki annað hægt. Hversu oft hafa lið eins og Chelsea og Man.Utd klárað svona leiki þrátt fyrir ströggl. Liverpool er ekki að ná því enda segir staðan í deildinni nú og síðustu ár að við eigum ennþá töluvert í land með að ná þessum liðum! Framfarir á milli ára eru litlar sem engar þrátt fyrir stórbreyttan mannskap og stjóraskipti. Það er bara ekki ásættanlegt fyrir stórklúbb eins og Liverpool FC!

 55. Eg er að verða svartsýnn á að við náum Newgastle.  Tottenham sem eru með betra lið en við eiga tvo leiki á okkur og fara sennilega fram úr okkur á morgun . Það er leiðilegt að þurfa að segja það en eini leikmaðurinn sem var keyptur í sumar og stendur undir verðmiðanum sínum er sá ódýrasti (Enrique).Nýju leikmennrnir okkar eru ekki að höndla pressuna sem fylgir því að leika fyrir Liverpool og það sést langar leiðir,alla vega vantar allt markvist spil í liðið og leikur liðsins er allt of hægur. Það er orðið ljóst að það er langtímaverkefni að snúa þessu gamla stórveldi aftur á toppinn og spurningin er hverrsu lengi koma eigendurnir til með að treysta Dalglish fyrir liðinu ef það sem við sáum í dag og svo oft áður í haust batnar ekki mjög fljótlega. En ætli Carroll og Enrique sé ekki farið að langa aftur heim?

 56. Ótrúlegt að lesa þetta væl í svokölluðum stuðningsmönnum Liverpool núna. Suarez á frábæran leik en er óheppin að klára ekki færin og þá er hann bara slakur t.d.

  Er alveg að gefast upp á því að lesa comment eftir leik hér inni, eins og síðan er góð og greinaskrifendur góðir. 
  Því er miður….. 

 57. strákar, ég get gubbað að lesa commentin um hve mikið við söknum Lucas, í hverju er hann góður ? duglegur =já….annað = nei…taka menn á =2,5…sendingar annað en aftur á hafsentana = 3,5….skot = 1,5
  skandall dagsins er Henderson inn fyrir Bellamy

 58. Held að þú Arnór #60 ættir kannski að skoða í smástund varnarlínurnar sem Chec og svo Joe Hart eru með fyrir framan sig, og bera þær svo saman við mennina sem Reina hefur, svona áður en þú drullar yfir manninn ; )
   
   
   
   

 59. Það má ekkert orðið segja hérna inni, meira djöfulsins ruglið, Það var enginn að drulla yfir Reina, ég tók það fram að mér fyndist hann hafa verið slakur á þessu tímabili og ég tæki Joe Hart ásamt Cech alltaf framyfir hann. Reina hefur verið frábær öll þessi ár sem hann hefur leikið í treyju LFC, en mer finnst hann vera spila langt undir pari á þessu seasoni og einfaldlega vera að verja of lítið af boltum. Og jú varnarnlinan hjá þessum liðum er sterkari en það breytir því þó ekki að þegar þeir þurfa að grípa inní og verja alvöru vörslur þá gera þeir það.

 60. Hverskonar rugl stuðningsmenn eru það sem hrauna svona yfir liðið sitt og finna allt til foráttu leikmönnum, leikskipulagi og framkvæmdastjóra þótt á móti blási?

  Ekki að ég sé ekki jafn pirraður og aðrir en LFC skapaði sér líklega 17 góð færi í leiknum og sundurspiluðu andstæðinginn. Höfðu algjöra yfirburði 80% af leiknum og spiluðu á köflum frábæran bolta og allt tal um að leikmenn hafi ekki sig fram eða ekki getað baun í bala er bullshit.

  Hvað ef Suarez hefði skorað á 92 mín eða Carroll á 93 mín? Hefði þá liðið verið frábært og Dalglish gjöf Guðs til fótboltans?

  Þrátt fyrir þessi grátlegu og óréttlátu úrslit verður ekki annað sagt en að framtíðin sé björt. Muna menn hvernig LFC var að spila fyrir ári síðan? Muna menn að þá var LFC örfáum stigum frá fallsæti?

  Þeir sem trúa á kraftaverk ættu frekar að fara á messur í Krossinum en að halda að Dalglish nái að vinna þau. Það eru engin kraftaverk til í fótbolta á þessu leveli bara vinna og meiri vinna. Læra eitthvað af hverjum leik og smáþoka liðinu áfram. Það tekur tíma og þolinmæði að búa til lið af sömu gæðum og helstu andstæðingarnir tefla fram. Við það verðum við að sætta okkur. Svona leikir munu því detta inn af og til.

  Ég er sársvekktur yfir úrslitunum en ég er samt í raun hæstánægður með framkvæmdastjórann minn og liðið mitt. Þetta er allt á réttri leið.

  Amen

 61. Svo það sé á hreinu þá var ekkert að markvörslu né varnarleik Liverpool í þessum leik. Skertl var með betri mönnum Liverpool í dag (t.d. hefur enginn verið að skammast yfir honum í dag). Reina var flottur, margar fínar vörslur. Spurning hvort það voru mistök að fara í boltann eða að standa á línunni í marki Norwich. Mitt ískalda mat er að mark Norwich var einfaldlega gott.
   
  En hvað með Suarez? Ellefu skot á markið þar af sex á rammann. Á maður ekki að gera kröfu að hann skori 1-2 mörk? Oft finnst mér hann líka vera allt of eigingjarn og ætti að boltann meira (fleiri stoðsendingar sem gefa mörk). Hann hefur ekki verið að skora mikið í undanförnum leikjum miðað við öll færin/skotin. Frábær leikmaður og allt það en ég vil sjá fleiri mörk frá honum og stoðsendingar miðað við færin.
   
  Síðan er hitt að Gerrard-Suarez combóið er ekki komið í gang ennþá.

 62. Það er yfirgengilega ótrúlega pirrandi hvað okkur gengur illa að klára færin okkar. Ég væri virkilega til í að sjá tölfræði yfir nýtingu færa hjá liðum í EPL. Við áttum hvert færið á fætur öðru í þessum leik en eins og oft áður gengur okkur erfiðlega að klára leikina. Markvörður Norwich var með fanta markvörslu og var maður leiksins að mínu mati.
  Við erum að spila fantagóðan bolta á köflum, sköpum færi, dúndrum boltanum í stöng, þverslá nú eða markmenn hins liðsins verja á undraverðan hátt. Það er alveg grátlegt að horfa svo upp á td Man Utd á köflum í meðalmennsku bolta en klára svo þessi færi sem þeir fá. Þetta er það sem skilur á milli okkar og toppsins í dag. Við getum bara einfaldlega ekki klárað leikina þrátt fyrir gott spil og gnægð af færum.
  Helsta sem stendur eftir hjá mér eftir þennan leik
  # Kuyt drap niður þrjár eða fjórar skyndisóknir með afspyrnu vondum sendingum, þar á meðal tvær á Bellamy sem voru alveg út úr kú.
  # Suarez er frábær, creative spilari sem er endalaust að búa til færi. Vælir of mikið og lætur sig detta of mikið. Vantar að klára færin sín.
  # Skil ekki skiptingarnar hjá Dalglish, finnst þær hafa verið undir pari í síðustu leikjum, finnst hann mætti vera aðeins djarfari þegar leikir okkar eru í þessum gír og augljóst að það þarf að gera taktískar breytingar.
  # Ég vil sjá Carroll fara að byrja leiki aftur og spila efstan upp á topp, mér finnst Suarez nýtast miklu betur þegar hann spilar ekki upp á topp heldur í holunni eða fá bara að vera í frjálsu hlutverki.
  # Liðið er að spila miklu skemmtilegri bolta heldur en fyrir ári síðan. Við verðum að muna að við erum með marga nýja menn og þetta er allt að slípast til.
  # Við þurfum eitt stykki kantmann í viðbót og sóknarmann. Henderson er enginn kantari og ég vona að ég sjái hann aldrei spila þar aftur.
  # Skrtl er allur að koma til.
  # Við mætum WBA á útivelli eftir viku og King Kenny hefur viku til að hrista mannskapinn saman og mæta snar fokking brjálaðir og pakka lærisveinum Roy nokkurs Hodgson saman. Ég panta 3 mörk frá Suares í þeim leik, hann þarf að detta á einn flottan leik þar sem sallar niður mörkum og þá er ég pottþéttur á því að við förum að sjá hann salla niður andstæðinga okkur.
  # YNWA
  # Ég nenni ekki að skrifa meira
  # Downing verður að fara að skila stoðsendingum og/eða mörkum.

 63. Þetta ætlar að verða lenskan að maður þarf að skrolla yfir a.m.k. fyrstu 50-60 ummælin áður en maður nær að lesa gáfulegar og rökstuddar skoðanir eftir leiki. Hvernig er hægt að gagnrýna leikmenn fyrir eitthvað annað en að nýta ekki færin sín eftir svona leik? Ráðast svo á stjórnanda liðsins og skiptingar hans, þegar að liðið skapar sér tæplega 30 færi í leiknum en einstaka leikmenn voru einfaldlega ekki að ná að hitta á ramman!!! Verst að það skuli ekki vera hægt að ritskoða svoleiðis ummæli (þó það yrði sáralítið eftir)! Sorglegt að lesa þessa síðu þegar hlutirnir ganga ekki upp!

 64. Arnór það er rétt hjá þér að hér þurfa allir að vera í hallelúja kórnum til að vera með. En taflan lýgur samt ekki og Liverpool er ekki með betra lið en í fyrravetur þrátt fyrir alla eyðsluna.

 65. Tommi, plíiiiiiiis vertu málefnalegur. Liverpool er að spila 10x betur en fyrir ári síðan. Það vantar bara að klára færin.

 66. Djfulsins væll fram og aftur hjá ykkur. liðið var i sjálfu sér frábært í dag. enda sést það á tölfræðinni. liðið er að bæta sig leik frá leik og þið verðið að anda með nefinu. þetta er langt og strangt mót, drullið aðeins meira yfir henderson þar sem að gaurinn er nu enn að spili i undir 21 árs liðinu, hann þarf að fá að spila til að geta eitthvað. það er ekki auðvelt að koma inn i leik þegar allt liðið er að flýta sér og eiga að gera einhverjar rósir. hann átti flotta innkomu á síðustu helgi. Suarez er langbesti leikmaður liverpool og er alveg ótrúlegt að menn skuli vera að pirra sig yfir honum. ég hugsa að hann hafi skapað 90% af færum liverpool í þessum leik. Gerrard þarf að fá að spila sig i form. +reina gerði ein mistök en varði frábærlaga þess á ,illi. það er óþolandi hvað þið getið verið mikil helvítis börn þegar þið talið um, liverpool. ef þið hefðuð verið í stúkunni í istanbul 2005 þá hefði hún líklega tæmst í hálfleik. þið getið ekki kallað ykkur stuðningsmenn þegar þið talið svona.

 67. Var framkvæmd “face off” aðgerð á Kenny Dalglish og Roy Hodgson í morgun?

 68. Nokkrar tölfræðistaðreyndir af Chalkboard.
   
  Sendingahlutfall:
  Suares með 70%, einungis ein heppnuð sending á samherja innan teigs.  Lélegasta sendingahlutfall liðsins.  Suarez og Downing er næst lélegastir þar, með 73%  – Enrique er þó verri þegar kemur að því að senda inn í teig, þar heppnast 1 af 7 gegn 4 heppnuðum af 8 á Downing.  Með heppnaðri er átt við sendingu sem ratar á samherja (með snertingu samherjans)
  Gerrard reynir flestar sendingarnar, eða 84 (með 88% sendingahlutfall) og næst þar á eftir í fjölda koma bakverðirnir.  Segir okkur auðvitað að planið var að fara upp vængina með utanáhlaupum og láta Gerrard rúlla miðjunni.
  Suarez á 11 skot að marki en skorar ekki.  Það er hryllileg tölfræði sama hvernig við lítum á það.  Þess utan að vera með lélegt sendingahlutfall og minnst fimm sinnum sleppa því að pressa heldur liggja og lemja völlinn eða röfla við dómaratríóið.
   
  Fannst þetta ekki ásættanleg frammistaða hans í dag.  Sorry Suarez minn, þú ert klárlega uppáhalds, en í dag vantaði okkur þig sem match-winner og fengum ekki!
   
  En vandi þessa liðs okkar er klárlega komið á sál leikmanna og þjálfara.  Það er ekki séns að við náum markmiði okkar og keppum í CL á næsta ári nema að við fáum aukinn gæði í nýtingu færanna okkar.  Punktur.  Þessi leikur var ekki illa leikinn að öllu leyti, en 27 skot að marki og 1 mark er fullkomin della, enn einn leikinn.  Suarez misnotaði flest en það má líka benda á Kuyt, Carroll og Downing þar.
  Þegar leið á leikinn fannst mér Norwich, sem er flott fótboltalið, alveg matcha okkur upp og þá því miður varð ég enn einu sinni fyrir vonbrigðum með ákvarðanir þjálfarateymisins.  Of lítil breyting og of seint.  Fannst reyndar alveg skiljanlegt að Bellamy færi útaf, utan marksins fannst mér afar lítið koma frá honum en vildi fá Kuyt útaf á sama tíma og Carroll inn.  Menn munu reyna að hengja Carroll fyrir að hafa skallað framhjá en á sínum 15 mínútum komst hann í þetta skallafæri og lagði upp fyrir Suarez, sem var sem betur fer rangstæður þegar hann misnotaði enn eitt færið.  Carroll gerði meira á sínum mínútum en Kuyt allan leikinn.
  Og verst finnst mér að þetta er endurtekið efni.  Í öllum heimajafnteflunum hafa skiptingarnar okkar litlu skilað í pressu eða breytingum og mér vitanlega hefur ekki enn skorað hjá okkur varamaður.  Dalglish verður að skoða sinn þátt í þessu og velta fyrir sér hvort íhaldsemin/hræðslan í innáskiptingum er ekki eitthvað sem þarf að breyta?
  Svo lét ég það pirra mig að síðustu 25 mínúturnar unnum við ekki eins og lið, heldur einstaklingar og í flestum tilvikum var verið að leita að Suarez.  Nefni sem dæmi að við vorum næstum búin að skora úr fyrsta horni Adam en í hornum frá þeirri hlið í uppbótartíma hljóp Gerrard til og tók stutt.  Mér fannst satt að segja vonleysi skína úr andlitum okkar manna.
   
  Það er komið á sálina á liðinu hversu illa gengur að klára færi og vinna leiki.  Það er morgunljóst.
  Þessi leikur í dag var að mínu mati ákveðinn prófsteinn á liðið og það fékk 6,5 í einkunn í mínum kolli, alveg ljóst að svoleiðis einkunn mun engu skila.
  Allir hafa gargað um gengi Arsenal en með þeirra sigri á morgun munar 2 stigum á þeim og okkur, það er nú ekki meira en það, plús það að Tottenham gætu siglt framúr okkur – sem er fúlt.
   
  Fúlt og pirrandi, en maður verður bara að vona farið verði yfir málin hjá klúbbnum og vonandi fundnar lausnir á vandanum augljósa, að búa til mörk úr dauða-,dauða-, dauðafærunum sem við fáum í öllum leikjum.
  Fyrir mitt leyti á að fækka sénsum Kuyt svo framarlega allverulega og það þarf að vinna með þennan þátt hjá Suarez og Carroll.  Nýtingin þeirra er ekki að gera sig, það er bara svoleiðis.
   
  Þá er það Stoke á útivelli næst í deildarbikarnum, hver veit nema að alvöru run byrji á þeim ólíklega stað???

 69. Við getum því miður gleymt meistradeildsæti ef við töpum ítrekað stigum á móti litlu liðunum á heimavelli. Það er ekki nóg að spila eins og topplið á móti Man. Utd eða Chelsea ef mönnum er fyrirmunað að innbyrða skyldusigrana – og það á heimavelli. 

  Þetta var samt náttúrulega ótrúleg óheppni og Suarez er að brillera við að koma sér í færi. Liðið er betra en í fyrra en krafan er meistradeildsæti og það er fátt sem bendir til að við séum að rúlla því upp eins og staðan er í dag. En ef Púllarar koma sterkir til baka í næstu 2-3 leikjum mun ég róast. Annars HFF.

  YNWA. 

 70. Sammála leikskýrslunni – við þurfum að fara nýta focking færin!  Þetta er bara ekki hægt – við áttum að vinna þennan leik 4, 5-0 ef við hefðum haft einhverja eðlilega færanýtingu en neeeeeeiiii, okkar mönnum algjörlega fyrirmunað að klára þessi færi.

  Held nú að það væri annar tónn í mörgum ef við hefðum náð að klára þennan leik 4-0 eins og við áttum að gera.  Er ekki hægt að gera einhverja heilaaðgerð á Fowler, taka úr honum hæfileikann að klára færin og planta í Suarez?

 71. Ég er þreyttur á að heyra: liðið er að spila sig saman, aftur og aftur.  Öll stóru liðin eru með 4-7 nýja menn á hverju ári og þurfa að ,,spila sig saman”.  En vinna samt.
  Og Suarez.  Hann fer í taugarnar á mér.  Hversu auðveldlega hann fellur og svipurinn á honum.  Fær mig alveg til þess að trúa því að hann hafi tussast eitthvað í Evra.  En það góða við það hvernig hann hefur verið að spila er það að Barca eða Real munu aldrei sýna honum áhuga.  Til þess er hann ekki nógu góður.  

 72. Kallinn hann Kenny lærir af þessum leik. Hann áttar sig á því að hann var allt of ragur að bregðast við. Svo má hann ekki detta í þá gryfju að hanga á ákveðnum mönnum. Auðvelda leiðin er að kippa út mönnum sem eru nýkomnir til liðsins og “þurfa að sanna sig”.
   Á 62 mín átti Carrol að koma inná fyrir Kuyt, 70 mín. átti Spearing að koma í staðinn Fyrir Adam til að halda í skyndisóknum Norwich, á 75 mín. átti Maxi að koma inná fyrir Downing.
   Fínt að vera vitur eftirá 🙂
  YNWA

 73. Þetta Norwich lið var betra á Old Trafford gegn MUFC og betra á Brúnni gegn Chelsea. Þessi lið tóku samt sem áður öll stigin eins og von var á og sterk lið gera. Í þessu liggur munurinn á þessum liðum. Við erum í öðrum gír stóran hluta leiksins og virðumst leggjast á kviðinn eftir jöfnunarmarkið og erum pressaðir af aðkomuliðinu, nýliðunum, en náum ekki pressu upp fyrr en tvær mínútur lifa leiks. Er það eðlilegt ?

  Suarez, eins æðislega frábær leikmaður og hann er , þá virðist hann þurfa 6 dauðafæri til þess að skora eitt mark. Við höfum einfaldlega ekki efni á því, ásamt því að geyma 35mp striker á bekknum hvað eftir annað og leita ekki til hans þrátt fyrir urmul fyrirgjafa í leiknum, fyrr en um 10 mínútur eru eftir af leiknum – skulum svo ekkert fara út í það hvort að þessi dýra varaskeifa sé pundanna virði, verður eflaust ávalt dæmdur út frá verðmiðanum. Kannski er ég barnalegur, en ég geri ráð fyrir að menn geri tekið á móti bolta betur en bílskúrshurð ef þeir klæðast treyju LFC, óháð verðmiða.

  Það er svo margt að klikka í þessum leik.

  Downing, proven PL leikmaður sem þarf ekki að aðlagast…. Toppaði í sláarskotinu í lok fyrri hálfleiks gegn Sunderland. Lítið getað síðan þá.

  Kuyt er bara Kuyt – á stundum elskar maður hann, þess á milli þolir maður hann ekki. Seinni tilfinningin réði ríkjum í dag.

  Úff hvað það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt eftir svona leiki.

 74. … ég á ekki til orð, þvílíkur bölmóður, manni langar bara að hengja sig eftir að skoða ummælin hjá flestum hérna!
  Verður gaman að sjá hvað menn segja hér eftir næsta leik, verður þá Suarez orðinn æðislegur aftur og Kóngurinn bestur?
  Meistaradeildarsæti er ennþá góður séns og það var takmarkið fyrir þetta season og að menn séu að dæma Carroll sem ónýt kaup er bara grín, gæjinn er ekki orðinn 22 ára!!!

  Í guðanna bænum fariði og fáið ykkur bjór og slappið af..

 75. Er ég svekktur? Já. Ætla ég að drulla yfir leikmenn og kónginn? Nei!! Það er alltí lagi að segja sínar skoðanir og gagnrýna á málefnanlegan hátt en sum ræpan sem vellur hér er átakanleg. Sammála Þránni Ómari. YNWA félagar.

 76. Ég var alveg djöfulli pirraður eftir leik en gott ef það hefur ekki lífgað mann aðeins við að lesa ummælin. Liðið var til skammar í leiknum, hinn og þessi var alveg vonlaus og í “enn eitt skiptið” náum við ekki að nýta færin, svona eins og við séum að fá 30 færi í leik að staðaldri. Já og maðurinn sem klúðraði flestöllum færunum (og reyndar skapaði þau) fær líklega minnsta gagnrýni allra! 

  Hver og einn hefur rétt á sinni skoðun og ég er ekkert að segja að mín sé réttari, en þrátt fyrir að vera óendanlega pirraður eftir þennan leik rétt eins og þann síðasta þá bara sé ég þetta ekki eins svart og ansi margir hérna inni.

  Það gleymist aðeins að það er töluvert meira hughreystandi að sjá liðið tapa stigum í svona leik miðað við sambærilega leiki á síðasta tímabili. Þá er ég að meina að í dag setjum við þrjá bolta í tréverkið, fáum á okkur 9 rangstöður (segir smá um sóknarþungan) og eigum um 30 færi í leiknum og nokkur þeirra krefja markvöðinn um heimsklassa markvörslur.  Þ.e.a.s. leik þar sem það er nánast kraftaverk að við skildum bara skora eitt mark.

  Á sama tíma í fyrra vorum við ítrekað að spila verr en andstæðingurinn og jafnvel tapa verðskuldað fyrir liðum eins og Wolves og Blackpool. Þetta kannski kemur út á það sama meðan við náum ekki stigunum en þessi spilamennska gefur tilefni til töluverk meiri bjartsýnni á framhaldið en á sama tíma í fyrra. Liðið er augljóslega ennþá að slípast og langt frá því að virka eins og smurð vél en svona spilamennska mun skila okkur sigri í flestum tilvikum og líklega nokkuð stórum. 

  Norwich fékk 3-4 góð færi í leiknum og a.m.k. tvisvar varði Reina mjög vel frá þeim, að öðru leiti ógnaði Norwich okkar marki lítið meðan okkar menn stjórnuðu leiknum og nánast frá upphafi til enda. Sé ekki alveg hvernig liðið var til skammar m.v. þetta. Augljóslega ekki nógu gott enda unnum við ekki en þetta kallast nú ekki að vera sér til skammar. 

  Það sem er að gera mig geðveikan á þessu tímabili er munurinn á því hversu mörg færi við þurfum til að skora vs. færin sem andstæðingar okkar þurfa til að skora gegn okkur. Ef við fáum smá stöðugleika í varnarlínuna þá hef ég nákvæmlega engar áhyggjur af því að Reina fari að halda markinu tandurhreinu á ný og Luis Suarez getur ekki klúðrað svona mörgum færum í öllum leikjum. Það er vel hægt að réttlæta þá skoðun að Cech eða Hart séu betri en Reina og alveg í lagi að vera á þeirri skoðun. Ég er þó alls ekki sammála því og orðum þetta þannig að ég myndi ekki vilja þá í Liverpool frekar en okkar mann og efast stórlega um að þeir myndu gera betur en Reina. 

  Það er gott mál að Johnson spilaði þennan leik og að Agger kom inná, þeir verða bara að fara halda sér heilum hjá okkur því það má ekki róta vörninni eins mikið og við höfum þurft að gera. Johnson og Enrique eru nákvæmlega þeir bakverðir sem við þurfum í leikjum gegn liðum eins og Norwich. Miðjan í dag var aðeins of opin varnarlega fannst mér en það var í lagi í dag og hvað hefur maður oft kvartað yfir að sjá Macsherano eða Lucas spila svona leiki á Anfield.

  Fyrir utan færanýtinguna voru það líklega skiptingarnar sem fóru mest í tugarnar á mér í dag, Bellamy var t.d. okkar besti maður í fyrri hálfleik og alls ekki réttur maður til að taka útaf að mínu mati er það var gert. Downing var alls ekki góður hægramegin fyrsta hálftímann enda mjög örfættur en fór að finna sig betur þegar leið á.
  Botnaði ekkert í því að taka hann útaf loksins þegar Carroll kom inná og hvað þá að setja Kuyt á vinstri kantinn.

  Andy Carroll hefði síðan mátt koma mikið fyrr inná fyrir Kuyt í þessum leik og svona fyrst hann var með Kuyt upp á topp hefði ég líklega frekar viljað sjá Carroll bara byrja þennan leik. Hann átti eitt gott færi og var að skapa þó nokkur vandræði fyrir varnarmenn gestana þessar 10 mínútur sem hann spilaði.  

  Að skipta Agger fyrir Kuyt fannst mér síðan skrítin skipting á 90.mín þegar við þurftum að ná inn marki. Skiptingin sjálf þannig séð ekkert svo skrítin enda fóru Enrique og Johnson á vængina en líklega 10 mín of seint. Hvað Maxi gerði síðan af sér í sumar fer að verða rannsóknarefni.

  Enginn væri samt að tala um þetta hefði Carroll stangað hann inn í restina eða Suarez skoraði mesta dauðafæri leiksins í uppbótartíma. Helvíti gott alltaf að vera vitur eftirá. 

  Margt skrítið og pirrandi í þessum leik en mikið vona ég að liðið haldi áfram að spila á þessum nótum og skapi jafn mikið af færum áfram. Einhversstaðar sá ég spilamennskunni líkt við það þegar Benitez var með liðið, þ.e að ná ekki að klára litlu liðin þrátt fyrir að vera mikið betri í leiknum. Mikið til í því og það eitt og sér er strax mikil bæting frá síðasta tímabili og lokaári Benitez. Núna vona ég bara að liðið haldi áfram að slípast saman, og þrátt fyrir slæm útslit í síðustu tveimur leikjum þarf að vanda sig til að sjá ekki að liðið er að slípast betur saman. Svo þegar við fáum næst tækifæri til þess verðum við að halda áfram að bæta hópinn líkt og var gert í sumar, ekki kippa fótunum undan góðu liði…aftur.

  Að lokum langar mig að óska Alex Ferguson til hamingju með daginn, honum tókst að hrauna þannig yfir Suarez að dómari leiksins þorði ekki að dæma eina aukaspyrnu fyrir brot á honum…og hann var sparkaður niður allann leikinn. Hann var ekkert að reyna að standa þetta allt af sér og á ekkert endilega að gera það…en ekkert af þessu brot? Come on. (Þá erum við ekki einu sinni farin að tala um raddirnar í hausnum á Evra).

 77. Að mínu mati er það ekki Daglish að kenna þetta jafntefli.
  Fannst liðið ekki vera illa stemmd, menn komu vel stemmdir til leiks og ætluðu að klára þennan leik
  Leikmenn eiga að nýta þessi aragrúa af færum sem þeir féngu og klára og drepa svona leiki niður, meira að seigja Emile Heskey hefði nýtt eitthvað af þessum færum.
  Þarna klikka leikmenn LFC algjörlega fyrir framan markmöskva andstæðingana og ekki bætti úr skák að markvörður Norwich varði ævintýralega á köflum.
  Það er þó jákvætt að liðið er að skapa sér færi, það væri nú meira pirrandi ef það væri á hin veginn, og það er nokkuð ljóst að leikmenn LFC geta klórað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki skorað fleiri enn 2 mörk í síðustu 2 leikjum og miðað við færin þá ættu þau að vera miklu fleiri enn helvítis tuðran vildl bara ekki drullast inn.
  Það er ljóst að við erum okkar verstu andstæðingar þessa stundina og leikmenn verða að líta í eigin barm og fara að nýta þessu færi, og ef þessi stífla upp við markmöskva andstæiðngana brestur þá verður allur leikur Liverpool auðveldari í kjölfarið.
  Hefði viljað fá Carroll fyrr inn fyrir Kuyt, og Daglish þarf að versla öflugan hægri kantara það er nokkuð augljóst að Hnderson er ekki kantari og að hafa Maxi er ekki boðlegt.
   

 78. Maður er búinn að vera að segja við sjálfan sig undanfarnar vikur að liðið sé bara að slípast saman og að það hljóti að koma að því að öll þessi færi endi með mörkum. Nú er einfaldlega komið að því að þetta þarf að fara að smella saman. Þolinmæði mín er á þrotum.

  Svo ég verji Downing pínulítið þá hefur mér fundist hann vera koma til, þó svo þetta hafi ekkert gengið voða mikið upp hjá honum hvorki í dag né gegn scums þá var gríðarlega ógn að honum og ég vara trúi ekki öðru en hann sé að fara að sýna sömu hluti og hann gerði í upphafi tímabils (og miklu meira en það). 

 79. Babu, hvað þarf liðið marga leiki til að slípast saman?  Öll stóru liðin hefja hvert tímabil með 4-7 nýja leikmenn eins og við.  Og ég hef aldrei heyrt chelsea eða man.utd menn tala um að þetta sé allt að koma, liði sé að slípast saman?

  Downing er tildæmis með mikla og langa reynslu frá PL.  Hann var ekki að koma frá Nice í Frakklandi.  Hvað afsökun hefur hann?  Að hann hafi verið að fara frá litlum klúbb yfir í STÓRANN!  sé ekki mikinn mun á Villa og Liverpool í dag, hann er byrjunarliðsmaður hjá Liverpooll og búinn að vera í það í 9 leiki og ekkert sýnt sem réttlætir þessar 18-20m.

  Og Henderson.  Það segir allt að hann var eyrnarmerktur utd í mörg ár.  En þeir gerðu svo ekki tilboð í hann þegar á hólminn var komið.  Og létu okkur hann eftir.  Takk fyrir það.  Ruslið sem utd vill ekki kaupa er í byrjunarliðinu hjá okkur.   Jamm hann verður góður eftir 5 ár.  En þá verður utd búnir að fá í gegnum unglingastarfið eða kaupa mann sem er mikið betri en hann.  Núna ætla ég að brosa og segja:  In King Kenny …. blablalbla.

  Ef hann getur ekki unnið Sunderland, Stoke og hvað sem þetta lið heitir sem var að spila við okkur, með allar sínar 50m punda stjörnur, þá lyfti ég annarri augnabrún í spurn og pirring! 

 80. Vil bæta við að ég var ekkert voðalega ánægður með Dalglish. Vildi hafa Bellamy áfram inná, fá Carroll miklu fyrr og svo hefði ég viljað fá Maxi í staðinn fyrir Agger. Hefði eiginlega frekar viljað tapa leiknum ef við hefðum verið að gera algjörlega ALLT til þess að reyna að vinna. En það er svo sem bara ég. PIRRAÐUR!

 81. ari ö 

  Babu, hvað þarf liðið marga leiki til að slípast saman?

  Liðið er að slípast nokkuð vel saman nú þegar eins og sést ágætlega á þessum leik og þeim síðasta þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að ná viðunandi úrslitum þá hefur spilamennskan verið á köflum góð. United átti t.a.m. eitt fokkings færi gegn okkur og það eftir horn.

  Öll stóru liðin hefja hvert tímabil með 4-7 nýja leikmenn eins og við.

  Chelsea og United hafa ekkert þurft að sippa sínum liðum út á eins afgerandi hátt og við núna og hafa bara bæði verið með betri hópa fyrir sem eðlilega er auðveldara að aðlagast fljótt. Enda henda bæði lið nýju mönnunum jafnt og þétt inn. Mannstu t.d. eftir Fernando Torres? hann þufti nú smá tíma til að aðlagast nýju liði. Misjafnt auðvitað eftir mönnum. Sjáðu t.d. Arsenal, þeir eru heldur betur líka að slípa sitt lið saman.  

  Svo getur þetta allt gengið upp eins og t.d. hjá Newccastle núna þó ég sjái það ekki endast hjá þeim. 

  Eflaust erfitt að fyrir þig sem stuðningsmann að lifa í heimi þar sem allt er annaðhvort hvítt eða svart (lesist allt æði eftir sigurleik en heimurinn hruninn eftir slæm úrslit) en það er bara svo stórt grátt svæði líka.  

 82. Bara til áminningar!

  Ari Ö says:
  22.09.2011 at 12:46
  Sællir allir.
  Ég er sammála því að það er of mikið af neikvæðni hérna sem er illa rökstudd.  Þá á ég við, eintómar upphrópanir þar sem menn eru jarðaðir og þeir sem horfnir eru á braut eru ,,réttu” mennirnir sem því miður stjórn LFC sá engin gæði í.
  En það væri lítið gaman af þessari síðu ef hún væri bara já og amen kór.  Þar sem allir væru sáttir við framistöðu okkar til dæmis gegn Tottenham og afgreiddu þann leik sem dómaraskandal!  Það besta við að styðja LFC eða eitthvert annað lið er að fara í gegnum hæðir og lægðir með liðinu.  Það getur til dæmis ekki verið gaman að vera stuðningsmaður Barca sem fá titlana á silfurfati og vinna nánast hvern leik fyrirhafnarlaust (nema kannski núna við upphaf nýs tímabils).
  Eins og ég sagði, þá er það partur af leiknum að fá að dæsa, hvort sem það er við næsta mann á barnum á meðan maður horfir á leikinn eða hér á netinu þegar maður er einn fyrir framan sjónvarpið.
  Komment eins og númer #28:   Carra er Liverpool til skammar…. selja hann strax.. hann er að gefa eitt mark í leik !!!  Óþolandi að hafa hann alltaf í liðinnu bara vegna þess að hann á að vera með einhvað Liverpool hjarta…  djöfull er þetta pirrandi !!
   er pottþétt sett hérna inn til þess að stuða og núa salti í sárin eftir síðustu 3 leiki þar sem liðið hefur ekki verið sannfærandi.  Best að líta bara framhjá svona sóðaskað eða brosa af honum.  Tröll þrífast ekki nema maður svari þeim til baka.  
  Og ég er sammála flestum hérna, Carra átti flottan leik og vítið skrifast ekki á hann.  Og í raun lítið hægt að segja um leikinn, hann vannst, næst eruð  það Wolves! 

 83. Nú er ég harður stuðningsmaður Liverpool og varð brjálaður á að horfa á þetta í dag eins og flestir. En guð minn góður, við vorum allan tímann með mark í loftinu, það kom bara ekki, því miður. Dalglish að kenna? Nei! Af því að hann setti það gott lið inná að við vorum gjörsamlega að yfirspila Norwich í allan dag, hefðum við átt að yfirspila þá meira? Kannski, en það breytir því ekki að þetta féll með klúðruðum dauðfærum í dag. Þið eruð að segja að Suarez er lélegur að klára færin sín, jesús.

  Var ég sá eini sem var að horfa á Barcelona núna spila 90 mínútur á móti Sevilla þar sem þeir voru með boltann 70% og áttu 33 skot á mark og Messi klúðraði víti í þokkabót. Barcelona eru ekki með lélega finishera þrátt fyrir að þeir skoruðu ekki, þeir sköpuðu heilan helling en náðu ekki að skora líkt og Liverpool. Það efast enginn um Barcelona og við eigum ekki að vera þeir sem efast með Liverpool. Eftir að Messi klúðraði vítinu að þá 1 – 2 mínútum seinna fóru stuðningsmenn Barcelona að syngja Messi, Messi, Messi. Afhverju getum við ekki gert það? Fyrirgefið mistök og lítið fram á við í staðinn fyrir að vera vælandi hérna, í vinnunni eða í skólanum alla næstu viku um Downing, Suarez eða KD……

 84. Hvað eru menn að ræða hérna?

  Djöfull er ég pirraður á því að hafa gert 2 breytingar á fantasy liðinu mínu sem kostuðu 4 stig… bara til þess að losa mig við Larsson sem var Suspended fyrir helgina… Þessar breytingar gerði ég í gær, svo kemur bara í ljós að hann var ekki suspended… WTF.. ég er BRJÁLAÐUR!!! 

  YNWA 

 85. Þetta er frekar dapurt allt saman. Þótt að Carroll hafi verið gjörsamlega glataður í æfingaleiknum um daginn þá finnst mér að eigi að spila stráknum. Hann gerir engin mörk af bekknum sagði einhver snillingur. 

 86. Miklu betra liðið í dag. Ég myndi skilja þessa neivæðni ef við hefðum engin færi fengið eða tapað leiknum. Þetta var óheppni eins og hún gerist verst og leiðinlegt að sjá þessa bölsýnu commentara draga alvöru stuðningsmenn niður í þungt skap með sér. Leiktíðin er rétt að byrja og mjög mörg jákvæð teikn á lofti. Hættið þessari bölsýni helvítis vælukjóar. þessi og þessi gat ekki neitt blablablabla, þori að veðja að enginn ykkar er í kjörþyngd og svo skítið þið út leikmenn lfc. Fokk það. og fokk þessi neikvæðni. Rólegur Björn.
  Góðar stundir

 87. #Viktor

  Munirin á Liverpool og Barca er sá að annað liðið vinnur titla á hverju ári og á einn og einn lélegan leik en hitt liðið er fullt af aulum og outcasti frá öðrum liðum.  Ég meina.. vá Bellamy!!!!!   Erum við virkilega með han á launaskrá?  Hann ráðist á samherja og meiddi hann og svo eftir að han fór hefur hann verið með leiðindi!  en já, King Kenny finnst hann flottur!  Vá.  Ég bugta mig fyrir hans hátign fyrir þetta val. Mér finnst bara að eftir það sem Bellamy gerði Rise á sínum tíma að þá á hann ekki að klæðast rauðum bíningi aftur.

  En öllum hér virðist finnast það í lægi.  En er hægt að gera LFC meiri óvirðingu en að ráðast gegn samherja?  Ég spyr?  Viljum við kaupa Evra þegar utd losar sig við hann?

  Og Carroll….   Ég veit að hann hefði kostaðbara 15-20m ef allt hefði verið eðlilegt og Torres hefði ekki farið en… Hann er kannski 2m virði eins og hann spilar núna.  Hann er bara fyrir og það sem verra er, hann er 35m punda maður og því þarf að spila honum svo að hann fari að koa upp í kostnað.  Sem setur pressu á Kenny  (sjáið ég kalla hann ekki King, hann er það ekki og er svo langt frá því með fullri virðingu) að spila honum alltaf í hverjum leik eða setja inná.  Þegar hann með réttu á heima í varaliðinu.

  Norwitch.  Jamm liðið til samans kostar jafn mikið og Henderson.  Flott að ná jöfnu á heimavelli gegn þeim.  Þetta lið spilaði víst svo vel gegn uts.  En töpðuðu samt þá!

  PIRRRRRRRR! 

 88. En djöfull er Suarez góður. Hann er að taka Maradona sól nokkrum sinnum í leik. Náttúrulega ógeðslega óheppinn í þessum leik. 

 89. Það þýðir ekkert að ná glæstu jafntefli við Man Utd en að ná svo ekki að vinna Norwich á heimavelli 🙁 ég er brjálaður!!

 90. Liverpool var mun betra liðið gegn Sunderland, 5% líkur á því að menn hitti boltann svona vel eins og Larsson gerði. Óheppni að hann hafi skorað og óheppni að hafa ekki skorað meira.
   
  Liverpool var mun betra liðið gegn Stoke. Óskiljanleg óheppni fyrir framan markið.
   
  Liverpool átti skilið að tapa stórt á móti Tottenham miðað við leik liðsins.
   
  Liverpool var betra liðið á móti Manchester United. Óheppni að hirða ekki öll stigin.
   
  Liverpool var mun betra liðið gegn Norwich. Ruddy átti átta markvörslur í dag og ekki er hægt að segja að slá og stangir Norwich-marksins hafi verið í fríi.
   
  Maður er bara búinn að viðurkenna að Liverpool hafi átt skilið að tapa þremur af þeim tólf sem því hefur tekizt að tapa til þessa. (Smá pása, ég horfi út í loftið, ímynda mér að Liverpool sé með 24 stig, brosi.) Vá, hvað maður er mikill sökker.

 91. Haleit markmid hja konginum : Þetta eru mikil vonbrigði því eitt stig gefur ekki rétta mynd af spilamennsku strákana. Ef þeir halda áfram að spila svona þá eiga þeir eftir að vinna fleiri leiki en þeir tapa,” sagði Dalglish.

 92. Áður en allir missa sig hérna þá langar mig til að benda á að okkar ástkæra félag er í uppbyggingu með ungum leikmönnum. Við töluðum um kjúklinga Arsens hér áður fyrr en við erum algjörir kjúklingar núna. Í dag var boðið uppá frábærann fótbolta og þetta er það sem koma skal hjá okkur. Gefið þessu tíma. Ef ég væri Dalglish þá myndi ég stækka mörkin svona fimm sinnum á Melwood bara svo menn gætu sagst hafa set’ann. Það er björt framtíðin en við erum ekki að fara að vinna deildina núna. Eftir tvö ár með þennan mannskap samspilaðann þá myndi ég ekki vilja vera í öðru liði. Mark my words.  

 93. Það sem er að naga mig svakalega er það að við höfum tapað 6 stigum á heimavelli, gert 3 jafntefli þar og ALLT leikir sem við erum MIKLU MIKLU MIKLU betra liðið, þetta gengur ekki svona og mun ekki skila 4 sætinu ef þetta heldur svona áfram það er á hreinu.

  Liðið er á köflum að spila flottan hraðan bolta og dettur svo niður inná milli í eitthvert algjört kjaftæði og hugmyndaleysi, þetta er eitthvað sem mun lagast og fara að verða meira stöðugra í flotta boltanum, hef ekki áhyggjur af þessu. Erum samt í hverjum einasta leik að skapa nokkur dauðafæri en virðumst ekki geta skorað nema 1-2 mörk í leik sem dugir ekki til þess að vinna alla leiki vegna þess að vörnin okkar er að gefa sirka mark í leik úr þessa sirka eina færi sem andstæðingarnir eru að skapa sér.  Svona leik eins og í dag á að slátra og hefði svo sem verið sanngjarnt að vinna í dag 5-1 en í staðinn fír 1-1…

  Suarez er frábær fótboltamaður og ég elska mann fjandann en það má kalla í Fowler eða Rush og kenna honum að klára færin sín betur og þá erum við í toppmálum með mann sem mun ekki skora undir 30 mörkum á seasoni alveg pottþétt. Einnig má pikka í manninn og biðja hann aðeins að slaka á í tuðinu, orðið pínu þreytt.

  Hvað Carroll varðar er ég pirraður, hann skorar gegn Everton og er refsað með bekkjarsetu næstu 2 leikina, hefði kannski verið gáfulegra að spila honum áfram? auðvitað á að spila honum áfram, maðurinn er að detta í gírinn og mér fannst hann frábær í þessar fáu mínútur sem hann fékk í dag, olli miklum vandræðum en var hrikalega óheppinn að tryggja okkur ekki 3 stig. CARROLL í liðið í næsta leik TAKK… Spila bæði Carroll og Suarez saman.

  Það pirraði mig annars það sama og flesta aðra, Dalglish er að skipta alltof seint í leikjum trekk í trekk og það verður að breytast.

  Svo hlýtur eitthvað að fara falla með okkur andskotinn hafi það, núna þarf að detta á run og fara nýta færin, þetta hlýtur að fara smella núna….           

 94. Ég sé að margir hérna eru að gagnrýna Downing og því langar mig að benda ykkur á eitt. Downing er búinn að eiga c.a. 10 FULLKOMNAR fyrirgjafir á þessu timabili. Ef ekki væri fyrir ótrúlegan klaufaskap þeirra leikmanna sem voru á endanum á þessum fyrirgjöfum þá væri Downing einn stoðsendingarhæsti leikmaður deildarinnar. Við sáum tvær svona fyrirgjafir í leiknum i dag sem áttu að enda með marki, en því miður fóru Suarez og Kuyt illa með færin. Downing er að vinna vinnuna sína og gera það se hann var keyptur til að gera gera. Menn verða bara að fara nýta þessar fyrirgjafir.

  Vandamálið á þessu tímabili er færanýtingin. Babu nr. 84 hitti naglann á höfuðið þegar hann segir “Það sem er að gera mig geðveikann á þessu tímabili er munurinn á því hversu mörg færi við
  þurfum til þess að skora vs. færin sem andstæðingar okkur þurfa til að skora gegn okkur”. Þetta er eflaust alveg stjarnfræðilega fáránleg tölfræði. Í þessum leikjum við Sunderland, Stoke, Manutd og Norwich þá voru þessi lið með fáránlega góða færanýtingu á meðan okkar var nánast í mínus.

  Ég hef engu að síður 100% trú og Kenny og þessum mannskap. Við höfum verið betra liðið í öllum leikjunum á þessu tímabili fyrir utan Tottenham leikinn. Vona bara að við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera. Færanýtingin mun batna, ég er alveg viss um það.

 95. ég vil byrja á því að segja að ég sá bara nokkrar mínotur úr fyrri hálfleik og þá átti Adam frábæra hornspyrnu og snildarsendingu og suarez var of frekur við markið , tekur alltaf skot frekar en að gefan á annan…. ef leikmenn eru þreyttir þá er ekki í lagi að drulla yfir þá því ef þeir eru þreyttir þýðir það að þeir hafi gefið allt í leikinn, frekar er hægt að setja út á þjálfaran að skipta þeim ekki út (þreyttir eða standa sig ekki þa á þjálfarinn að skipta mönnum út….. Suarez þarf að fara að læra að gefa boltann, gaurinn setti met í enska boltanum í dag með lélega nýtingu… hann er besti leikmaðurinn okkar en hann verður að fara að hugsa meira um liðið heldur sig, hann er búin að skora 4 mörk úr 400 tilraunum  og með 5 stoðsendingar úr örfáum sendingum og segi hann á að senda meira meðan hann er ekki með sjálfstraustið  í 100% lagi og taka svo skotin þegar það lagast……það er mikið auðveldara að verjast sóknarmanni sem þú veist að gefur ekki boltann heldur tekur alltaf skotið…… ekki miskilja mig, gaurinn er pjúra snillingur og frábær en það væri gaman að sjá oftar eitthvað koma útúr þessu sem hann gerir…
  ps. við hefðum átt að vinna þennan leik 4 til 5-0 að öllu eðlilegu… ekki slæmur leikur en slæm úrslit

 96. Hahaha Viktor.. Ertu að bera Liverpool saman við Barcelona?!?!? Aðeins að opna augun, liverpool hafa ekki getað blautan í nokkur ár. Eru að reyna að byggja upp betra lið og allt gott með það, en að bera þá saman við Barcelona er bara eins aulalegt og það gerist!

 97. Var alls ekki að bera þau saman, eina sem ég var að reyna að benda á er að ef að BARCELONA getur ekki sett boltann í netið úr 33 tilraunum að þá skulu menn ekki míga á sig yfir því að skora bara einu sinni úr 21 tilraun. En Egill minn batnandi mönnum er best að lifa.

 98. sorry rugl hjá mér Suares 4 mörk og 5 stoðsendingar á síðasta tímabili en 4 mörk og engin stoðsending núna,

 99. King Kenny ekki svo mikill kóngur eftir allt saman…..

  Miða við peningana sem hann hefur eytt þá á hann skilið mikið meiri gagnrýni fyrir þetta start, á móti startinu hjá Roy Hodgson í fyrra.  roy hodgson skilaði þó allavega inn peningum…… ef RH hefði keypt andu carroll á 35 miljónir þá hefði allt verið vitlaust….Rafa var mikið gagnrýndur fyrir það að skipta fáranlega og vera með sína hugmyndir og það skipti ekki máli hverjir voru að standa sig og hverjir ekki, það breytti ekki hugmyndum hans,  það er það nákvæmlega það sama og kenny er að gera. ég er nokkuð viss um að hann var búin að ákveða það fyrir leik að bellamy yrði fyrsta skiptingin.  og svo að skipta agger inn á í viðbótar tíma…..það gerir maður bara þegar maður er að tefja…var hann sáttur með stigið, virtist vera…….núna verður verulega þungt að ná meistaradeildarsæti…það verður allt að ganga upp hjá okkur…..þessir peningar sem eru að fara í leikmenn hjá okkur er bara rugl….horfum á tottenham….þeir eyddi innan við 10 miljonir í parker og adebayor….og þessir leikmenn eru að sjá til þess að tottenham eiga góðan sjéns í meistaradeildar sæti…..stuart downing, charle adam og jordan henderson,  þessi leikmenn eru ekkert að fara að draga einnhvernvegan…..maxi var tildæmis að spila betur en downing og henderson í fyrra, samt eru þeir að halda honum fyrir utanliðið.  útaf kenny er búin að ákveða hverjir spila þetta tímabil,  kom mér reyndar á óvart að hann sé búin að taka carroll til hliðar….en reyndar taka kettirnir mínir eftir því að hann getur nákvæmlega ekkert í fótbolta…..þetta er einatækifærið sem við fáum til að koma okkur aftur í meistaradeildina og því miður er kenny ekki maðurinn sem mun koma okkur þangað 

 100. Hrikalega svekkjandi. Ef liðið átti ekki að vera búið að gera út um þetta á fyrstu 10 mínútum þá veit ég ekki hvað. En látum ekki tilfinningar hlaupa með okkur í gönur. Eins og Kenny segir sjálfur: Með þessari spilamennsku vinnast fleiri leikir en tapast. Málið er að þetta er rétta hugarfarið.

 101. Komu ekki 2 dauðafæri þessar 3 min sem Agger var inná!! hefði það skipt einhverju máli ef Maxi hefði frekar verið settur inná eða?

 102. Atli Nr 110

  Svona áður en þú ferð að tala meira um Hodgson og það án þess að taka með spilamennsku liðsins undir hans stjórn eða hversu hræðilega hann kom fyrir í fjölmiðlum hafðu þetta þá í huga.

  Not Brian Kettle 

   

  Frustrated that  are 5th and could slip a place tomorrow? This time last year we were second from bottom with a total of six points.

  og þetta er ekki síður góður punktur frá sama manni
  Disappointing result for . We don’t have a single unearned point, and have dropped nine (#safc, ) we deserved. 

  Lítið fallið með okkur í ár og liðið mjög óheppið í nokkrum leikjum öfugt við síðasta ár þegar við oftar en ekki áttum ekki meira skilið.  

 103. mer þykir rosalega leiðinlegt að segja þetta en eftir þennan leik þa segi eg það i fyrsta skipti að þa virkilega saknaði eg torres i þessum leik… hefðum ekki att að selja hann þo við fengum 50 millz fyrir hann…. hann var nu allavega goður að klara þessi helvitis færi sem hann fækk og ef einhver ætlar að þræta fyrir þetta þa er sa hinn sami hreynlega vanviti!! okei flott við fengum 50 millz fyrir hann og keyptum carroll  fyrir þær.. vorum i raun bunir að kaupa suarez þegar torres for svo við getum ekki sagt að við höfum fengið 2 goða strikera fyrir 1… torres hefði klarað þennan leik.. ekki spurning en það þyðir bara ekkert að svekkja sig yfir þvi.. ef liverpool ætlar einhverntimann að reyna vinna þessa djöfulsans deild a meðan eg lifi (er 20 ara hehe) þa verða þeir að kaupa ser einn almennilegan sluttara.. carroll er ekki að nyta þessi tækifæri sem hann fær.. suarez nær ekki að klara færin sin svo við þurfum einn almennilegann sluttara með þessum 2 og þa er þetta lið orðið gott fra toppi til taar.. goða nott

 104. Segjum sem svo að Carroll eða Suarez hefðu skorað á lokamínútunum (voru ekki langt frá því)… Hvernig hefði umræðan verið þá… allir fegnir og verðskuldaður sigur eftir frábæra spilamennsku… Það er allt annað að horfa á þennan fótbolta en það sem við þurftum að þola undir Roy Hodgson… Á síðasta tímabili í september unnum við WBA 1-0 á Anfield, það var mjög ósannfærandi sigur en menn voru þó sáttir við stigin (eftir það liðu 6 leikir í næsta sigur).

  Núna megum við vera virkilega sátt með spilamennskuna en hinsvegar eru úrslitin grautfúl… það mun hinsvegar breytast, við vorum bara fáránlega óheppin í dag.

  Það er hinsvegar skiljanlegt að menn gagnrýna skiptingar og byrjunarlið… En urðu menn virkilega fyrir vonbrigðum með spilamennskuna?

  Ef ég vil þykjast vera gáfaður eftirá þá hefði mér fundist sniðugt að byrja með Carroll inná og leyfa Bellamy frekar að koma sprækur af bekknum í hans stað þegar liðið var á leikinn… Auk þess myndi ég byrja með Hendo í stað Kuyt og láta hann og Gerrard skiptast á að vera í holunni… Eftir um 60min hefði ég líklega skipt þreyttum Adam eða Gerrard útaf… þessvegna fyrir Spearing. 

  Ég hugsa að ein af ástæðunum fyrir því að Kuyt spilaði nær allan leikinn í dag er vegna þess að hann verður ekki í byrjunarliði gegn Stoke í vikunni. 

 105. Sa ekki leikinn i dag en eftir ad hafa sed highligths her i nott tha skil eg vel ad LFC menn seu svekktir…Thvilik andsk. daudafæri…..

 106. Mér líður eins og ég sé að lesa sömu svekkelsis leikskýrsluna aftur og aftur og aftur … 

 107. Stór hluti af því að vera góður framherji er að nýta færin sem þú skapar. Suarez er því miður ekki búinn að fullkomna þann eiginleika. Vonandi nær hann að bæta úr því. 

  Hins vegar verða menn að anda rólega þó leikurinn hafi ekki unnist. Í níu af hverjum tíu skiptum hefðum við unnið þennan leik. Þetta var óheppni. Allt öðruvísi en að tapa leik niður á móti ManUtd. 

  Svo er Norwich ekkert skítalið í dag. Ekki ólíklegt að þeir falli næsta vor, en þeir eru ennþá ferskir og bara drulluerfiðir þessar vikurnar.  

 108. Ég gafst upp eftir 15 ummæli! 

  @6
  Alveg er þetta magnað helvíti!!
   
  Hvenær komumst við yfir það að vanmeta “litlu liðin”?  

  Það var nákvæmlega ekkert vanmat í gangi hjá LFC í gær, liðið yfirspilaði “litla liðið” á köflum og hefðum á venjulegum degi klárað þennan leik í fyrri hálfleik. Það koma svona leikir hjá öllum stórum liðum á hverju tímabili og þetta var okkar! Norwich er búið að sýna það að þeir eru ekkert að fara niður um deild. Liðið spilar sinn bolta og bera n+ákvæmlega enga virðingu fyrir “stóru liðunum”. Eru með hrikalega efnilegann stjóra og leikmenn sem berjast fyrir sínu.

  United voru heppnir gegn þeim við vorum óheppnir, svona lélegir eru þeir!!

  Nú þegar rökhugsun hefur sagt sitt orð þá er hægt að gagnrýna KD fyrir afspyrnu slakar skiptingar. Ég gæfi mikið fyrir það að fá að setjast niður með honum eftir svona leik og heyra afhverju hann gerði skiptingarnar svona! 

  Kuyt, Gerrard og Adam áttu allir að fara útaf að mínu mati en KD sá eitthvað allt annað en ég og ég treysti því að hann viti bara betur.

  En svona þegar maður heyrir sagt “The Liverpool way” þá hugsa ég bara um “aaaa… já The Liverpool way, yfirspila lið og tapa eða gera jafntefli”  

 109. Eins pirrandi og það var að vinna ekki þennan leik þá var það töluvert meira pirrandi að koma hingað og lesa flest kommentin.  Djöfull eru menn neikvæðir.  Mér fannst þetta frábær leikur og Liverpool að spila vel og með hreinum ólíkindum að hafa ekki náð að skora nema eitt mark.  Ef við spilum svona í komandi leikjum þá hef ég engar áhyggjur af þessu, mörkin fara að koma… 

 110. Þetta er einfalt okkur vantar mann sem getur nýtt færi mann sem að við höfðum alltaf og hann heitir Fernando Torres Suarez er frábær í að koma ser i færi en ekki nogu góður í að nýta þau

 111. Sakna menn Torres?
   
  Maðurinn var skemmt epli sem nennti ekki að spila lengur fyrir klúbbinn. Í staðinn kemur tannálfurinn sem er eins og Energizer-kanína um allan völl.  Það klikka ALLIR senterar á færum, meira að segja Henry, Shearer, Cole og Solskjær gerðu sig seka um að misnota dauðafæri.
  Þið eruð betur settir með Suarez en Torres, það er amk mín skoðun.

 112. babu ég er ekki að segja að roy sé eitthvað betri en kenny…..bara margir vilja meina að það meigi ekki gagnrýna kenny.  en það má miklu frekar gagnrýna hann samt heldur en roy…þar sem roy hafði ekkert á milli handana. en kenny hefur fengið allt sem hann hefur viljað,  og sóknarleikurinn var frábær í gær, það er ekki hægt að taka það af kenny,  en það er þetta blessaða mótlæti,  að lið einsog norwich fá að ógna okkar marki oft á anfield. það er áhyggju efni,   þanig töppum við stigum,  kenny er ekki en búin að finna leið til að sigrast á mótlæti

 113. Miðað við leikinn sem ég horfði á í gær þá var ég sáttur við spil okkar manna, héldu boltanum vel og spiluðu sín á milli, eina vöntunin var að klára þessi færi sem komu,,,, ég aftur á móti set stórt spurningarmerki við þetta úthlaup Reina og vill því skrifa markið á hann ( og verð nú eflaust kaffærður í allskonar ummælum fyrir þessa neikvæðni á hann) ég sá 2 varnarmenn hlaupa í Holt og svo Reina…. hann hefði átt að standa kjurr og taka við boltanum eins og hann gerði allan leikinn….. (skrifa þetta ekki í ölæði reiði eða  neinu slíku) En svo er það hinn hausverkurinn, góður markmaður treystir á góða varnarlínu og hugsa að það sé ögn að hrekkja okkur……. en eins og hin 38 árin þá ætla að halda áfram að halda með Liverpool í blíðu en þó aðalega stríðu síðustu árin……

  YNWA 

 114. Maður þarf svo sem ekki að eyða orðum í leikinn enda eru orðin hér fjölmörg og lýsandi. Verð þó enn og aftur alveg gapandi hissa á þrugli um stöðu Pepe sem aðal markvarðar okkar og einnig gagnvart landsliði sínu. Hvað vantar marga kafla í hausinn á tröllunum hér sem fárast yfir stöðu hans?

  Það að Casillas og Valdés séu í hópnum er hreint ekkert furðulegt miðað við stöðu þeirra í liðum sínum í þeirra heimalandi. Það er ekki eins og að spænska deildin sé eins og hvert annað úldið fiskislor og liðin sem þeir tveir eru í séu eins og hvert annað áhugamannalið. Spænska landsliðið er heldur ekki eins og hvert annað fiskislor og það að velja tvo markmenn, jafnvel umfram Pepe, sem spila í heimalandi sínu er alls ekki ólógískt. Ef eitthvað er þá er það frekar ólógískt fyrir Pepe að spila í öðru landi en látum það liggja milli hluta.

  Ég er svo gapandi hissa og það eina sem mér dettur í hug að segja við þá sem eru að fárast yfir stöðu hans verður örugglega ritskoðað: Farg off. 

 115. Veit ekki af hverju menn eru svona fúlir. Veit ekki betur en að við séum enn nokkuð á eftir Man Utd. – sem tapaði 6-1 á heimavelli í dag, Chelsea, sem er að tapa núna 0-1 fyrir QPR og Man City. Það var vitað í haust að liðið myndi þurfa tíma til að ná upp stöðugleika, tempói og opnunum gegn minni liðunum. Jú, það er blóðugt að tapa stigum á heimavelli þegar leikirnir eiga að vinnast, en spáum í það, ef heppnin – slúttunin – væri í lagi þá værum við búnir að klára alla leikina nema gegn Spurs. Ég er frekar rólegur yfir þessu því þetta á eftir að koma. Suarez á eftir að finna fjölina og starta svakalegt skorrun. Carroll á eftir að koma inn í þetta á svipuðum nótum, Downing hefur verið að spila vel og Adam, Gerrard og Lucas eiga eftir að rúlla upp hverri miðjunni á fætur annarri. Menn eru auðvitað óstöðugir þegar þeir eru að spila með 5 nýjum leikmönnum í byrjunarliði. 

  Það sem ég er fúll yfir er hversu auðveldlega við lekum inn mörkum. Fáum á okkur of mörg færi í leikjum, miðjan er of opin varnarlega og mörkin leka inn því aftasta línan ræður ekki við að bjarga neitt sérstaklega miklu. Og það má alveg gagnrýna Pepe Reina, hann hefur oft spilað betur en á þessu tímabili og hann á núna 2 klaufamörk, þótt ekki sé víst að hann hefði varið skallann.

  Þetta kemur, þetta kemur, góðir hlutir gerast hægt. 

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Norwich

Hverjum eigum við að kenna um næsta tap?