Liðið gegn Norwich

Dalglish virðist ætla að sækja á gestina í dag og hefur tæknilega séð bara tvo varnarsinnaða leikmenn í byrjunarliðinu í dag ásamt Reina auðvitað. Johnson er kominn í stand og Enrique er auðvitað á sínum stað hinumegin. Kuyt og Downing verða á vængjunum og Gerrard byrjar með Adam á miðjunni. Bellamy er með Suarez upp á topp og þeir Henderson og Carroll eru klárir á bekknum.

Byrjunarliðið í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Kuyt – Gerrard – Adam – Downing

Bellamy – Suarez

 

Bekkur: Doni, Agger, Carroll, Maxi, Spearing, Henderson, Flanagan

Lýst vel á þetta og við vinnum 3-0.

73 Comments

 1. Á einungis sæmilegum degi eiga Gerrard, Bellamy og Suarez að geta unnið Norwich með bundið fyrir augun.
  Hingað til hefur þetta bara verið frábær dagur!! Tssss. Glugggluggglugg!! AAAAhhhhhhhhhh!!!

 2. Hver bjóst við því að sá Downing, Kuyt og Bellamy saman í byrjunarliði…. allavegana ekki ég 🙂 … mér lýst mjög vel á þetta lið, rúllum yfir Norwich

 3. Gríðarlega sáttur með þetta lið, ætla skjóta á 4-0 Suarez með 2, Bellamy og Gerrard sitthvort! 🙂

 4. Gæti trúað að Bellamy, Kuyt og Downing skipti mikið um stöður. Hefði samt viljað hafa Carrol í byrjunarliðinu… Megum við ekki vera með 12?

  3-0! Gerrard, Suarez og Henderson af bekknum 

 5. Mjög jákvætt byrjunarlið. Hefði viljað sjá Carroll inná til að byggja upp sjálfstraust en kvarta ekki. Koma svo rauðir.

 6. Fínt að hafa Carrol á bekknum.  Finnst að það megi líka alveg senda honum smá skilaboð miðað við hvað hann var slakur í vikunni á móti Rangers.  Þetta lið býður upp á mikinn sóknarþunga, vonandi skilar það mörkum í dag

  YNWA 

 7. Ég segi 4 – 0 fyrir okkar mönnum, Suarez með 2, Bellamy 1 og svo tryggir Carragher stigin 3 ! 🙂

  YNWA!

 8. Þetta er orðið soltið pirrandi enn……. er einhver með góðan link á leikinn? 🙂

 9. Rosalega er bekkurinn hjá okkur sterkur. Carrol Maxi og Hendo. Rosalega líst mér vel á þennan leik. 4-1 sigur. Gerrard úr víti, Suarez með 2 og Carrol setur eitt af bekknum og ég negli svo einu sjálfsmarki á Carra af því ég er í góðu skapi.

 10. Líst vel á þetta. Það á greinilega að sækja til sigurs í dag!

 11. Ég spái að Carroll og Henderson komi inná eftir 60 mínútur, þegar bellamy og kuyt eru búnir að þreyta varnarmennina nógu mikið, og skori þá 2 mörk saman.
   
  4-0 í eftir 300 færi okkar manna

 12. Ég setti Suarez sem captain í Fantasy hjá mér. Ég held að allt þetta vesen með gengi Evrunnar gerir hann brjálaðan og hann mun setja allavegana eitt mark í dag.

 13. er einhver her med godan sopcast link a leikinn?? .. hvaada sidu eru menn ad nota eftir a myp2p.eu for forgördum?  hefur ekki reynt a thetta hja mer thad sem af er leiktidinni, er i ruglinu herna med leikinn i dag ; /

 14. Jahh þeir hafa Bellamy vinstramegin og Downing hægramegin og Kuyt upp á topp. Spliffar svosem ekki diff en þá er uppstillingin hjá mér ekki alveg rétt. 

 15. Jæja þá erum við búnir að koma tuðrunni í slánna, ætla spá því að það verði ekki í síðasta skipti i kvöld.

 16. Hahaa hvað var þetta hjá Downing áðan? En góð byrjun, þvílikur kraftur i okkar mönnum, en þurfum að koma þessu í netið!

 17. islogi nr 23, mig minnir að ég hafi séð á twitter síðu þeirra sem sjá um myp2p.eu að síðan sem þú linkar á sé ekki á þeirra vegum.

 18. Downing er alveg á rassgatinu maður, hef varla séð heppnaða sendingu hjá honum so far. Sá þennan pilt mikið hjá Villa og hann á að geta miki betur heldur en þetta

 19. það liggur við að þessi frammistaða hjá Downing það sem af er leiks kalli á skiptingu í fyrri hálfleik

 20. Við skulum nú ekki fara á límingunum strax, bara 30 mín búnar, tvö skot í tréverkið so far.  Þetta kemur 🙂

 21. Ánægður með að sjá Carroll hita upp. Þetta er einmitt leikur sem ætti að henta honum; mikið af háum fyrirgjöfum og andstæðingarnir verjast djúpt.

 22. Auglýsi eftir Kuyt og Downing. Finnst að Bellamy og Downing mættu alveg skipta örar um kant. Finnst vera koma mjög lítið útúr báðum þeirra og fyrirgjafir þeirra ekki eins góðar og maður myndi vilja sjá. 

 23. Fínn fyrri hjá okkur, og langþráð mark datt rétt fyrir flaut.
  Flott hjá Bellamy og gaman hversu ákaflega hann fagnaði 🙂

  Held að við munum halda áfram yfirkeyrslunni í seinni og vinnum leikinn 4-0.

 24. Downing er að lifna við, gaman að fá Johnson ferskann aftur inn í liðið. Ég væri samt til í Carroll inn fyrir Kuyt.

 25. Getum bara sjálfum okkur um kennt, eigum að vera löngu bunir að stúta þessum leik en þetta er bara liverpool í hnotskurn síðustu ár, vantar gæði i þetta í lið.

 26. Þá er bara að skipta Carrol inná, vera með 3 frammi gegn þessu liði.  Verðum að nýta eitthvað af  þessum færum.

 27. Skelfilegt mark,,,,einn sóknarmaður gegn tveimur varnarmönnum og markverði. Með ólíkindum hvað þetta lið á erfitt með að halda hreinu. Vil fara sjá Carroll í framlínuna fyrir Kuyt og svissa svo Bellamy og Downing til að fá fyrirgjafirnar fyrir. 

 28. Hvað er að frétta Kenny? Þú ert með fríska fætur á bekknum! Skiptu mönnum inná!

 29. Auglýsi eftir Gerrard!.  Sást til hans andarblik áðan, en hvarf síðan. 
  Fundarlaun.  

 30. Hvað er í gangi hjá Gerrard?

  Nú verða menn að klára leikinn með sóma, Norwich geta hæglega stolið þessu.

 31. Æi vá hvað það er alltaf sama sagan með þetta lið, alveg sama hvaða leikmenn koma þá detta þér niður á þetta plan!

 32. Jæja….er spilamennska svo frábær að ekki má skipta inná varamanni nr. 2

 33. Ótrúlegur munur að horfa á fyrri og seinni hálfleik. Þetta er alveg rosalega típískt Liverpool
   

 34. Algjörlega óþolandi aumingjaskapur!!! ekki skilið hálft stig fyrir svona ööömurlega frammistöðu

 35. Þegar þú endar leik með Henderson og Kuyt á könntunum þá veistu að þú ert ekki að fara að slátra leiknum.

 36. Hvernig má það eiginlega vera að við rúllum ekki yfir skítalið eins og Norwich á heimavelli. Hvaða andskotans rugl er þetta eiginlega…….Fljúgandi fo….g f..k og Agger inn fyrir Kuyt, meiriháttar.

 37. Benitez?  …skiptimann…

  Gott lið Norwich, sækja til sigurs.   

 38. Já, skipta Agger inn á 90…. á að reyna að halda stiginu??? Hvað er að frétta?!!!??

 39. Jæja, best að hætta að horfa á þetta lið, bara til að halda geðheilsunni

 40. Ég held við ættum allir að standa upp og klappa fyrir okkar mönnum….

 41. ég kenni KING KENNY um þetta jafntefli!
  Carrol atti ALLTAF ad byrja þennan leik og fa að finna sig og byjja upp sjálfstraust, kuyt átti að vera heima enda getur maðurinn ekkert þegar á að stjórna leikjum  Downing vonbrygði allan timann.
  En að taka besta mann vallarinns út fyrir Jordan nokkurn þá sá ég við erum ekki að fara vinna,hægjum á sókninni og foooookkkkkk andskotans fokkk maður byrjar að gera sér vonir svo sekkur LFC alltaf í meðalmennskuna og lætur mann vera brjálaðann eina frðina enn að ekki vinna þetta skíta lið. 
  Eina góða er Enroqie (staf) snilldar kaup. 

 42. Mjög gott jafntefli. Hreyfingin á liðinu ekki góð. Adam út á túni og miðjan í molum.  Agger inn fyrir Kútinn okkar á meðan stjörnuleikmaður eins og Flanagan situr sem fastast.  Tvö góð færi í lokin en svo fór sem fór.  Liðið er því miður hvorki nógu gott né stöðugt í leik sínum.  Framtíðin þó björt.
   

 43. Það var nú ekki mikið kenny að kenna hvernig fór, Stefán. Mergur málsins er sá að liðið kann ekki að vinna,(sigurvegarar) kann ekki að verjast mótlæti, kann ekki að spila með sjálfstrausti. Kemur nákvæmlega ekkert óvart, kenny lagar ekki vængbrotið lið á einni nótt. Þetta er sama kýlið sem setið hefur á nefi klúbbsins núna í fjöldamörg ár. 

  Við elskum liverpool, í blíðu og stríðu.   

 44. Ég er þreyttur á að heyra: liðið er að spila sig saman, aftur og aftur.  Öll stóru liðin eru með 4-7 nýja menn á hverju ári og þurfa að ,,spila sig saman”.  En vinna samt.

  Og Suarez.  Hann fer í taugarnar á mér.  Hversu auðveldlega hann fellur og svipurinn á honum.  Fær mig alveg til þess að trúa því að hann hafi tussast eitthvað í Evra.  En það góða við það hvernig hann hefur verið að spila er það að Barca eða Real munu aldrei sýna honum áhuga.  Til þess er hann ekki nógu góður.  

   

Norwich City mætir á Anfield

Liverpool 1 – Norwich 1